Spennan í spænska boltanum

Þetta er lokastaðan i spænsku deildinni, sem lauk um síðustu helgi:

1. Barcelona 99 stig
2. Real Madrid 96 stig
3. Valencia 71 stig
4. Sevilla 63 stig.

Semsagt, Barcelona vann deildina. Þeir spiluðu 38 leiki, unnu 31 leik, gerðu 6 jafntefli og töpuðu einum leik. Þeir settu stigamet. Þeir voru 28 stigum á undan liðinu í þriðja sæti, Valencia og 36 stigum á undan liðinu í fjórða sæti.

Í dag keyptu svo Barcelona besta leikmann Valencia, David Villa á 34 milljónir punda. Semsagt, besta liðið á Spáni keypti besta leikmann þriðja besta liðsins. Ef að það var lítil spenna í þessari spænsku deild á þessu tímabili, þá er væntanlega lítil hætta á því að spennan verði meiri á næsta ári.

Af hverju eru menn yfir höfuð að spila allar þessar umferðir í spænsku deildinni? Væri ekki gáfulegra að Barcelona og Real Madrid spiluðu bara 3-4 leiki gegn hvor öðru og sigurvegari þeirra viðureigna yrði meistari? Heldur nokkur maður að eitthvað annað lið eigi möguleika á að vinna titilinn?

Þetta sýnir auðvitað svart á hvítu hversu mikið rugl fótboltinn er kominn útí. Spænska deildin, sem einhverjir hafa viljað kalla þá sterkustu í heimi, er orðin nánast formsatriði fyrir tvö stóru liðin. Nánast engin spenna er í leikjum og allir vita að annaðhvort Barca eða Real Madrid munu vinna titilinn. Þetta er lítið nema skoska deildin með aðeins betri fótbolta og stærri stjörnum.

42 Comments

  1. Vann ekki Benitez deildina 2 sinnum með Valencia.
    Þetta er það sama og gerist í skotlandi þar sem að Rangers og Celtic eru einu liðin sem eiga einhverja möguleika á að vinna deildina.

  2. Ásmundur, Rafa vann í tvígang með Valencia en í einhver 5-6 ár þar áður og sex árin síðan hafa Real og Barca skipt þessu á milli sín. Svipað og í Skotlandi þar sem ég held að Ferguson hafi orðið meistari með Aberdeen fyrir einhverjum 25-26 árum og svo enginn síðan þá nema Rangers og Celtic.

  3. Ein stærsta ástæðan á bak við þetta er sú að liðin fá að selja eigin sjónvarpsrétt. Auðvitað eru Real og Barca ríkari, en þetta eykur enn frekar á.
    Vona að þetta komist aldrei á í Englandi, nógu slæmt er það nú samt.

  4. Er deildin á Englandi ekki svipað mál? Man U og Chelsea hafa hafr svipaða yfirburði síðustu árin.

  5. Síðan Blackburn vann Úrvalseildina ’95 hafa bara þrjú lið unnið hana; Chelsea og Arsenal þrisvar hvort og Man U níu sinnum. Og ef eitthvað er virðist Arsenal vera að detta úr þessum hópi, þannig að eftir sitja bara Utd og Chelsea, nema Man City nái að nýta sér sykurpabbann alla leið á toppinn (eða e-ð annað lið eins og Liverpool eða annað stórt lið eignist sjálft sykurpabba).

    Þannig að já, það stefnir í sömu einokunina á Englandi. Þó hvergi nærri jafn slæmt og á Spáni.

    Er ekki bara skemmtilegast að horfa á deildirnar í Þýskalandi og Frakklandi núna? Í Þýskalandi hafa Bayern, Wolfsburg, Wreder Bremen, Schalke og Stuttgart öll unnið titla á síðustu árum og í Frakklandi hafa þrjú lið unnið á síðustu þremur árum (og fjórða liðið, Mónakó, náð í úrslit Meistaradeildarinnar á þessum áratug). Talsvert ófyrirsjáanlegri og opnari titilbarátta á þeim bænum en í stóru deildunum svokölluðu.

  6. Menn geta nú aðeins róað sig í ýkjunum. Madrid og Barca rústa deildinni í ár enda bæði með sín sterkustu lið síðustu ára. Fyrir tveimur árum síðan var Villarreal með í toppslagnum og árið þar á undan voru fjögur lið með möguleika á titlinum þegar 2-3 umferðir voru eftir. Ef það verða 20+ stig á milli Real-Barca og 3. sætisins á næsta tímabili þá má byrja að kalla þetta suðurriðil skosku deildarinnar. Eins og þegar hefur verið bent á er hægt að bóka hér og nú að sigurvegari ensku deildarinnar á næsta tímabili kemur úr hópi heilla tveggja liða, United og Chelsea.

    Annars eru fréttir í dag að Athletic séu búnir að kaupa Roque af Liverpool:
    http://www.marca.com/2010/05/19/futbol/equipos/athletic/1274275796.html

  7. Sem Barca aðdáandi gleðst ég yfir þessum tíðindum. Og þó svo að stór nöfn hafi verið keypt til klúbbanna hefur það ekki bókað árangur. Vissulega eru liðin nær alltaf sigurstranglegust, en þar sem þetta er næstum eina liðið sem ég held með sem keppir að einhverjum titlum … 🙂 … þá hafa eiginhagsmunir mínir verið “spennandi deildarkeppni” yfirsterkari.

  8. Meistarar á Spáni frá 1992:

    Barcelona
    Real Madríd
    Valencia
    Deportivo De La Coruna
    Atletico Madrid

    England 1992

    Leeds
    Blackburn
    Arsenal
    Chelsea
    Man. United.

  9. Þetta er ekki góð þróun, þeir ríkari verða ríkari og þar af leiðandi betri og betri. City ætti samt að komast í þennann hóp líkt og Chelsea. Frekar myndi ég halda að ManU myndi detta útúr þessu því varla getar þeir keppt við Chelsea og ManC þar sem peningum er mokað í hópinn á hverju ári.

    Fer Ferguson ekki að hætta þessu annars, mikið hlýtur konan hans að vera leiðinleg en mér finnst skrýtið að menn vilji ekki njóta efri áranna meðan heilsan leyfir og eyða tímanum með fjölskyldunni.

  10. Sko, ef það var ekki nógu klárt af þessum pistli þá var ég ekki að setja útá spænska boltann og segja að sá enski sé eitthvað betri (einsog komment 4 og 6 tala um).

    Ég er að segja að fótboltinn yfirhöfuð í Evrópu sé í fokki útaf peningamálum. Það mun ekki batna fyrr en að UEFA gerir eitthvað – t.d. með launaþaki eða öðrum lausnum, sem munu forða okkur frá heimi þar sem að aðeins 3-4 leikir á leiktíð skipta máli.

  11. Þar sem ég er mikill Barca fan þá er ég mjööög svo sáttur með mína menn á spáni! Og þá sérstaklega þegar ég frétti að þeir keyptu Villa!
    Sem þýðir að sögusagninar um að hann væir að fara til ManUtd eru dauðar, sem gerir það enþá betra =)
    (ahh hvað það er gott að loksins getað komið með alvuru gleði comment hingað í laangann tíma! En vona nú að næstu gleði comment hér verða Liverpool commenta)

  12. Samt alveg sammála þér Einar hér í commentinu með að UEFA þarf að fara að gera eitthvað í þessum peningamálum

  13. Þetta á kannski ekki heima hér en var að lesa þessa grein um Fabregas og Arsenal. Þar segir að fyrir nokkrum árum þegar Juve voru í hálfgerðu basli seldu þeir sinn besta mann Zidane og notuðu peningana í að styrkja liðið. Viti menn, urðu meistarar næstu tvo árin.

    http://www.football365.com/story/0,17033,13320_6162383,00.html

    Kannski að þetta sé eitthvað sem gæti gerst hjá liverpool ef að Gerrard eða Torres eða Masch færu nú frá okkur fyrir þétta summu.

    PS: maður er bara mest hræddur um að einhver þeirra fari og aurinn fer uppí skuldir að mestu leiti.

  14. Ef menn misstu af þessu…

    Mikel San Jose er semsagt farinn heim til Atletico Bilbao fyrir ca. 2.6 milljónir punda.

    Við keyptum hann fyrir 270 þús pund.

    Segið svo að þetta unglingastarf með að sækja þessa drengi og selja þá sé ekki að borga sig….;-)

  15. Þó barcelona hafi keypt Villa þá er það ekki búið að kaupa titilinn, ekki frekar en Real madríd í fyrra.

    Svo má nú ekki gleyma að kjarninn í barcelona liðinu eru uppaldir menn, (xavi, iniesta, bojan, puyol, messi)

  16. Vondar fréttir fyrir okkur sem höldum ekki með tveimur stærstu liðum Spánar. En af þeim liðum sem hafa bolmagn til að kaupa ofurstjörnur er þetta líklega illskársti kosturinn. Villa fær líklega hrós fyrir að halda tryggð við klúbbinn í þó þennan tíma.

  17. Ég er nú Barcelona aðdáandi einsog oft hefur komið fram áður og vissulega er ég feginn að það er Barca sem er að kaupa Villa.

    En hversu gaman er að horfa á spænska boltann þegar að ástandið er svona? Já, það er stórkostlegt að horfa á Barca, en ef þetta heldur áfram sem horfir þá væri alveg jafn spennandi að horfa bara á æfingar Barcelona. Það er nákvæmlega engin keppni eftir á Spáni.

    Já, Barca er með fullt af uppöldum leikmönnum, en þeir eru líka að eyða 34 milljónum punda í Villa, eyddu meiru í Zlatan í fyrra, keyptu varnarmanninn Chygrynskiy á 25 milljónir evra og svo framvegis. Þeir eiga skítnóg af peningum.

    Pointið hjá mér er bara það að það er engin samkeppni lengur í spænska boltanum. Kannski finnst einhverjum það voðalega gaman að horfa á Barcelona taka hvern leik 4-0 og sjá liðin setja nýtt stigamet á næsta tímabili, en ég vil hafa einhverja keppni í fótbolta.

    Má ég þá frekar biðja um bandaríska módelið á íþróttum þar sem tvö lið geta ekki einokað eina deild jafn svakalega og þessi tvö gera í dag.

  18. Já er það ekki þannig í NBA td þar sem það er launaþak. Er kannski líka eitthvað hámrk sem lið mega eyða í leikmenn osfr ?

    Held bara að það verði að fara að koma þessu inn í fótboltann, þetta fyrirkomulag er smátt og smátt að eyðileggja boltann um allann heim.

    Eitt að því sem skekkir stöðuna eru peningarnir sem lið fá fyrir að komast langt í evrópukeppni. Þar sem það eru ekki miklir peningar í boltanum hérna heima þá þarf nú ekki mikið til að eitt lið sem nær einu sinni ágætis árangri í evrópukeppninni geti smátt og smátt gjörsamlega einokað boltann á íslandi samanber Rosenborg í Noregi á þeirra gull aldar árum.

  19. @mummi

    Þessi gróði dugar s.s. fyrir vaxtagreiðslum G&H í 3 vikur 0:

  20. Sem mikill Real Madrid aðdáandi ætla ég ekki að tjá mig neitt, því á þessari síðu er það ekki vel liðið að vera Real maður. Hefur maður oft verið skotin niður fyrir að tjá sig um málefni Real Madrid, því miður………. fyrir annars ágæta Liverpool/Barcelona síðu………………

    P.S. Hefði viljað sjá Villa í Liverpool annars 😉 en það er víst 20 m evra of mikið fyrir okkar ástsæla klúbb !

    Áfram LFC !!!

  21. Er ekki hægt að segja að í besta liði Barca í lok tímabils hafi verið 9 uppaldir leikmenn, þ.e. í byrjunarliðinu.

    Valdes
    Piquet, Tarzan, (Alves og Abial keyptir)
    Xavi, Iniesta, Busquets
    Bojan, Messi, Pedro (Zlatan var í kuldanum)

    Svo kaupa þeir einn og einn fyrir slatta af pening.

  22. 2008-2009 eyddi Barcelona um 100 milljónum evra samtals í leikmenn á borð við Keita, Pique, Hleb, Caceres, Dani Alves og Henrique (ég er ekki að tala um net spending).
    2009-2010 eyddi Barcelona um 100 – 120 milljónum evra* samtals í leikmenn á borð við Zlatan Ibrahimovic, Dmytro Chyhrynskiy, Keirsson og Maxwell (*fer svolítið eftir því hvernig Zlatan fyrir Eto´o er verðlagt).

    Til samanburðar þá hefur Chelsea eytt rúmum 200 milljónum (reyndar punda) á árunum 2005-2010.

    Svo verður hver og einn að meta það hvort að 10 menn að verðmæti í kringum 200-220 milljónir evra á tveimur tímabilum séu einn og einn leikmaður 🙂

    Held að það myndi enginn gráta það hér ef að Liverpool gæti eytt slíku… eða bara að Liverpool hefði þessa akademíu.

  23. Bogi (#22) – Við erum ósammála um Real, en plís það er óþarfi að hringja á vælubílinn. Þú heldur með Real Madrid, ekki beint þjáðasta félag í sögu boltans (sama gildir um Liverpool). 😉

    Leiðinlegi maðurinn (#24) – ég held það sé enginn að halda því fram að Barca eyði ekki háum upphæðum í leikmenn. Ég vona að enginn haldi því fram því það er rangt. Þeir eyða háum fjárhæðum en munurinn á þeim og Real virðist vera að þeir eru líka með frábæra akademíu sem skilar reglulega stórgóðum leikmönnum upp. Jú, Real eyða hærri fjárhæðum en Barca eyðir líka svimandi háum upphæðum en Real er bara með Casillas og Arbeloa úr unglingastarfinu, Barca er með a.m.k. fjórfalt fleiri leikmenn í sínum aðalliðshópi.

    Barca er í raun líkast Man U á Englandi. Það er eina toppliðið sem bæði kaupir toppmenn fyrir toppfé en skilar líka mýmörgum uppöldum leikmönnum inn í aðalliðið. Chelsea leggja of mikla áherslu á aðkeypta leikmenn, Liverpool reyna og reyna en ná ekki að ala upp góða leikmenn og Arsenal leggja of mikla áherslu á uppalda leikmenn. Man U, eins og Barca, virðist hafa náð réttu jafnvægi þarna á milli.

    Ekkert af þessu breytir því þó að það sem Einar Örn segir um spænska boltann, og Evrópuboltann í heild, stendur. Hinir ríku eru að verða ríkari, öll hin liðin eru að dragast aftur úr og bæði stóru deildirnar og Evrópudeildirnar (CL og EL) verða minna spennandi og meira fyrirsjáanlegar með hverju árinu.

    Finnst einhverjum líklegt að Everton geti unnið titil á næstu árum? Finnst einhverjum líklegt að Valencia geti unnið Real og Barca þegar þau tvö lið verða búin að taka tvo bestu mennina þeirra (Villa til Barca, Silva til Real)? Finnst einhverjum líklegt að Rauða Stjarnan frá Belgrad geti unnið Meistaradeildina á næstunni?

    Hélt ekki.

  24. Hér er grein um skuldastöðu spænska boltans: http://www.guardian.co.uk/football/2010/may/19/la-liga-debt-passes-three-billion

    Laun eru umfram tekjur hjá Sevilla, Atlético og Valencia. Og samt eiga þau ekki séns í titil. Þetta er svo glórulaust sem hugsast getur.

    Og svo til að gleðja ykkur aðeins: Glazerar búnir að kosta United 437m punda, samanborið við 38m arð greiddan út næstu 5 árin á undan

    Veit sveimérekki hvað er hægt að gera til að laga þetta ástand. Þjóðnýting allra félaga í Evrópu?

  25. Kristján Atli (#25):

    Í úrslitum CL þetta árið eru Inter og FC Bayern. Fyrir keppni voru líklegri kandídatar í úrslitaleikinn:
    -Barcelona
    -Real Madrid
    -Chelsea
    -Man. Utd.
    -Liverpool
    og jafnvel Arsenal.

    Þetta eru vissulega ekki ólíklegustu liðin í úrslitum, en þó er mikil einföldun að taka allt undir einn hatt til þess að segja að “bæði stóru deildirnar og Evrópudeildirnar (CL og EL) verða minna spennandi og meira fyrirsjáanlegar með hverju árinu.”

    Og bíddu já, alveg rétt: FULHAM og Atletico Madrid mættust í úrslitum EL. Case closed.

  26. Guðmundur F. (#27) – ætlarðu að fara að tína til Inter og Bayern sem dæmi um lítil lið sem komu stórveldunum í uppnám? Internazionale og Bayern Munich?

    Og já, Fulham komust í úrslit EL. Eitt Þyrnirósarlið þetta árið. Það er ekki þar með sagt að fjármálamódelið í Evrópuboltanum sé ekki FUBAR. Skoðaðu greinarnar sem Björn Friðgeir (#26) vísar í. Þetta stefnir í óefni mjög víða, og það eru ekki allir með bankaábyrgð eins og Real til að tryggja að skuldirnar kaffæri liðinu ekki.

  27. Fótboltinn er ólíkindatól, þar sem allt getur gerst, vissulega er minni líkur að dverglið vinni einhverja af stóru deildunum í dag en fyrir 20-30árum, breytingarnar gerast oft hratt, og þó að yfirburðir Barca og Madrid hafi verið miklir í ár getur það breyst á næsta ári.
    Þessi tvö lið hafa langa sögu og mikið aðdráttarafl, þarna hafa spilað flestir af bestu knattspyrnumönnunum og maður sér það ekki breytast í bráð.
    Þetta Barcelona lið í dag er bara helvíti gott, þeir eru með ótrúlegan kjarna uppalda leikmanna, en það hefur ekki alltaf verið svona og var smá þolinmæðisvinna.
    Barcelona var í ruglinu fyrir tveimur árum og endaði 18 stigum á eftir Madrid.
    Liverpool var t.d. með 23 stig færri í ár en í fyrra, er þá útilokað að þeir verði með í baráttunni á næsta tímabili?
    Valencia og Sevilla hafa verið með í toppbaráttunni í spænsku síðustu ár þrátt fyrir að hafa stundum selt sína bestu menn, Valencia hefur verið á kúpunni og lítið getað keypt, hafa haldið Villa og Silva þrátt fyrir gylliboð.
    Bayern Munich hefur stundað það síðustu ár að kaupa bestu leikmennina af helstu andstæðingum sínum í deildinni, Ballack,Lucio,Klose,Olic,Gomez,Altintop og fleiri og fleiri en það hefur ekki dugað til að dóminera deildina, hafa ekki Leverkusen, Dortmund, Stuttgart, Wolfsburg og Werden Bremen unnið deildina líka síðustu tíu ár?
    Árangur er oft keyptur en ekki alltaf.
    Ekki vera svona svartsýnn Einar minn það er alltaf eitthvað óvænt sem gerist í þessum blessaða bolta.
    KR einhver??????

  28. afnám útlendingakvótans er líka stór þáttur ásamt Meistaradeildarmódelinu (3-4 lið frá sterkustu deildunum sem minnkar augljóslega möguleika minni spámanna) í því að lið utan sterkustu deildanna (þýskaland, spánn, england og ítalía) komist alla leið í úrslitaleikinn… en það gerðist síðast þegar porto og monaco mættust 2004…

    áður voru lið frá Hollandi, Portúgal, Frakklandi o.fl löndum tíðir gestir í úrslitaleikinn… en nú eru klúbbarnir í sterkustu deildunum búin að hirða flesta bestu bitana, oftar en ekki þegar þeir eru táningar, á leikmannamarkaðnum og því mun erfiðara fyrir “minni spámennina” að vera samkeppnishæfir

  29. Kæri Pési.
    Eigum við að vera nákvæmir, ef að þetta er eina sem þú hefur fram að færa þá er það dapurt, því þetta er rangt hjá þér, það er svona:
    Fußball-Club Bayern München
    Bayern Munich er enska nafnið á þeim og virðist vera notað jafn mikið hér heima að ég held.
    Mörg dæmi eru um að við íslendingar notum ensku eða jafnvel íslenka þýðingu á nöfnunum, dæmi:Köln, Úlfarnir og fleira.
    Þetta pirrar suma.

  30. 34 :

    Afsakið, vitanlega vantaði mig kommurnar fyrir ofan U-ið. Biðst einnig afsökunar á vöntun á FC að framan. Það breytir því ekki að við tölum ekki um Bayern Munich á íslensku. Það var minn útgangspunktur.

    Það er naumast að menn missa sig ef maður bendir á einn saklausan hlut?

  31. Fínn pistill, sem að Björn vísar á.

    Spænska deildin er í ruglinu – enska deildin má þó eiga það að þar eru talsvert fleiri leikir spennandi. Hún er skárri, en ekkert mikið betri.

    Það þarf að bjarga fótboltanum, annars verður þessi munur á milli stóru liðanna (sem að Liverpool mun nú væntanlega teljast meðal) og þeirra litlu, nánast óbærilega mikill – sem þýðir að spennan verður lítil sem engin.

  32. Menn mega ekki gleyma því eins og bent er á hér að ofan að þegar Real eða Barca kaupa leikmenn frá t.d. Valencia þá fær auðvitað Valencia peninginn og getur, ef það er almennilega rekið (sem Valencia er ekki) keypt slatta af fínum leikmönnum fyrir og styrkt þannig hópinn. Ég held að með tilkomu sykurpabbanna hjá Chelsea og Man. City þá styrkist önnur lið. Hvað hefur t.d. því miður gerst hjá Everton eftir að Rooney fór? Betra lið, ekki satt? Aston Villa eftir Gareth Barry? Ef stjórarnir sem taka við peningunum eru klókir þá geta þeir styrkt lið sín og ef þeir fá tíma þá getur það skilað þeim í titlabaráttu. Það er þetta sem rekstur liða eins og Valencia, Sevilla, Athlético Madrid og fleiri liða gengur út á. Er Athlético Madrid í ruglinu eftir að hafa selt Torres? Nei, hélt ekki.

    http://www.knattspyrna.bloggar.is

  33. Er Athlético [sic] Madrid í ruglinu eftir að hafa selt Torres? Nei, hélt ekki.

    Já lol maður. Það er leitun að meiri ruglklúbbi, rekstrarlega og knattspyrnulega en Atlético alveg sama þó að þeir hafi flúkað sig í gegnum útsláttarkeppni Europa League vinnandi heila tvo leiki.

  34. Kristján Atli (#28):

    Ég er sammála um að peningar spila orðið of stóra rullu í boltanum nú til dags. Samt sem áður finnst mér ekkert óeðlilegt að Meistaradeildin sé keppni hinna stóru. Það er einfaldlega þannig að það eru líka liðin með stærstu aðdáendahópana um víða veröld. Þegar minni spámenn á borð við Porto og Monaco mættust í úrslitum 2004, var áhugi á úrslitaleiknum mun minni en endranær, einfaldlega vegna þess að þetta eru engan vegin stórlið í líkingu við þau stærstu í Evrópu, eiga færri aðdáendur o.s.frv.

    Af því að þú nefnir Rauðu Stjörnuna frá Belgrad í aths. #25 og mjög takmarkaða möguleika hennar á að komast í úrslit, hugsum okkur úrslitaleik Rauðu stjörnunnar og CFR Cluj frá Rúmeníu í Meistaradeild. Það væri skemmtilegt að því leyti að þau hefðu þá aldeilis boðið risunum byrginn og aðdáendur beggja liða mundu væntanlega hoppa af kátínu – en fyrir þorra knattspyrnuunnenda væri sá leikur varla mjög aðlaðandi þar sem flestir vilja væntanlega sjá stóru liðin og stóru nöfnin sem þeir þekkja spila til úrslita.

  35. flestir vilja væntanlega sjá stóru liðin og stóru nöfnin sem þeir þekkja spila til úrslita.

    Vandamálið hér er að stóru nöfnin spila alltaf fyrir sömu liðin.

    Sjáðu hvernig þetta er í NBA. Þar voru flestir að vonast til þess að lið frá Cleveland myndi mæta Lakers í úrslitum. Hefði manni dottið það í hug fyrir nokkrum árum? Málið er að þar er stjörnunum dreift á milli liða – ákveðið launaþak er og liðin deila tekjum. Það veldur því að ekkert eitt lið getur einokað deildina.

  36. auk launaþaksins í NBA þá er náttúrulega líka nýliðaval þar sem lélegustu liðin velja fyrst til að tryggja að þau fái efnilegustu leikmennina og hafi þar með möguleika á að byggja upp góð lið, það er ekki síður mikilvæg ástæða fyrir endurnýjun toppliðanna…. af augljósum ástæðum er það ekki mögulegt í fótboltanum

Opinn þráður

Stöðumat: Markverðir