Það er ekkert að frétta af Liverpool. Ekki enn. Vonandi skýrast þjálfaramálin í næstu viku.
Tveir leikir búnir í dag, Paragvæ vann Skrtel og co. í Slóvakíu og Ný-Sjálendingar héldu jöfnu gegn Ítalíu. Ótrúleg úrslit og Ítalir verða að vinna lokaleikinn til að komast áfram. Það að Nýja-Sjáland eigi séns eftir tvær umferðir er óvæntast í þessu móti hingað til.
En hey, Ítalir, ekki örvænta. Gæti verið verra. Þið gætuð verið franska landsliðið sem er að valda álíka miklu uppnámi í sínu heimalandi og Eyjafjallajökull í þriðja veldi. Magnað hvað egó getur gert út af við heilt landslið. Egó í allar áttir. Evra að slást við sjúkraþjálfarann, Anelka að rífa kjaft við Domenech og svo endalaust fyndið áfram. Ég er viss um að Írar skemmta sér konunglega yfir gengi Frakka í sumar.
Já, og Englendingar halda víst krísufund í kvöld. Hún er víða örvæntingin. Í kvöld er svo stórleikur Brasilíu og Fílabeinsstrandarinnar, einn fyrsti risaslagur mótsins. Þeir verða fleiri áður en yfir lýkur.
Þetta með franska liðið finnst mér æðislegt… ÞOLI EKKI FRAKKA…
Ég held að egó-vandamálið sé hjá einum manni sem heitir Domenech. Allir vissu að þetta yrði hrikalegt mót hjá þeim en samt fóru þeir í það, með myllusteininn enn um hálsinn. Ófyrirgefanlegt hjá FFF þar sem fleiri hausar verða að fjúka en bara þessi eini.
Þessi Domenech farsi tekur ekki endi fyrr en hann stígur úr brúnni. Alveg steiktur þjálfari sem nær því minnsta út úr þessu liði sem hægt er en samt er hann búinn að vera þjálfari í mörg ár…Held ég styðji Anelka og co. í þessu gegn honum.
Geggjað
þoli ekki frakka ,Ítali Callana,
gott væri að þessi lið dittu út
Sá einhver þegar að dómarinn var að grínast með Luis Fabiano eftir markið sem hann skoraði.
Sló í höndina á sér og og hló.
Fannst engum nema mér það svona vafasamt.? Ásamt fáránlega leikaraskapnum þegar Kaka fékk rautt.
Þetta var gjörsamlega fáránlegt hjá dómaranum og Fabiano. Trúði varla mínum eigin augum.
Reyndar geta Ítalir komist áfram á jafntefli ef Paragvæ vinnur Nýja Sjáland.
Sem að væri í sjálfu sér magnað. Týpískt að þeir fari svo bara og klári mótið
Hjörvar Hafliða var alveg með þetta eftir leik Brasilíu og Fílabeinsstrandarinnar þegar þeir voru að ræða hendina á Fabiano, þá sagði hann einfaldlega Frakkar eru bara ekki að eiga gott mót hérna og átti þá við bæði franska landsliðið og svo þennan dómara sem átti ekki góðan dag…
En hvernig er það er ekki hægt að fá Fabiano bara á Anfield, þessi maður er náttúrulega bara fáránlega góður og reyndar búin að vera það lengi, skrýtið að það séu engin stórlið á eftir honum, þetta er svo sannarlega maður sem á að geta spilað á hærra kaliberi en hjá Sevilla þó Liverpool sé það kannski ekki eins og staðan er í dag..
Viðar Geir, ég er til í að fá Fabiano til Anfield en þá þarft þú væntanlega að borga fyrir hann. Hicks og Gillett gera það allavega ekki. 😉
Annars held ég að brosið hjá dómaranum framan í Fabiano hljóti að vera saklaust. Hann sér ekki höndina og dæmir markið gilt, varnarmenn Fílabeinsstrandarinnar eipa í kjölfarið og heimta hendi á þetta en dómarinn er búinn að dæma og sá ekkert. Fer því að Fabiano og spyr hann, brosir sennilega af því að hann veit að hann gæti hafa gert mistök. Ekkert samsæri í gangi, held ég, og ef menn héldu það þá datt sú kenning uppfyrir þegar Kaká var rekinn út af.
nei KAR hann rak Kaka útaf til að breiða yfir samsærið, enda leikurinn nánast búinn á þeim tímapunkti 🙂
Kristján það er enginn að tala um samsæri.
Það eina sem ég er að segja er að mér fannst þetta í besta falli ófagmannlegt og í verswta falli fáránlegt að grínast svona með þetta við Fabiano.
Enda dómari leiksins óhuggnalega slakur líkt og aðrir Frakkar.
smá draumórar á mánudagsmorgni, ég vil að liverpool kaupi bastos, alexis sanches og luis fabiano.
Það má láta sér aðeins dreyma.
YNWA
Hélt ég yrði seint eða aldrei sammála þessari óþolandi Neville systir,, en nú er ég henni hjartanlega sammála 🙂
http://mbl.is/mm/enski/frettir/2010/06/21/neville_gerrard_er_lykillinn_ad_aframhaldi/
Daily mail
Ég ætla bara að vera svo ósvífin að blóta, Fuck off Real Madrid.
Nei Kristján það munu þeir seint gera enda kostar Fabiano sennilega 20-30 mills eða eitthvað… Það er sorglegt en spennan er eigilega meiri þetta sumarið um hverjir fara heldur en hverjir koma….
Ég held að Gerrard fari ekki ef það verður ráðinn almennilegur stjóri og ef eigendur lofa að allur peningur fyrir leikmannasölu plús 12 mills fari í að byggja upp liðið (ef sú frétt er rétt).
Fara: Mascherano 25 mills – Yossi 7 mills = 32 mills plús 12 = 44 mills.
Fyrir 44 mills kaupum við:
Einn nagla á miðjuna fyrir ca 10 mills
Einn sóknarmiðjumann/kantara fyrir 15 mills
Striker fyrir 15 mills
Þá eru eftir 4 mills fyrir D. Wilson og svo kemur Jovano frítt.
Því segi ég, ef við höldum Gerrard og Torres og nýr stjóri nær að versla góða leikmenn þá erum við game fyrir næsta season!
Diddinn svo fer Riera að öllum líkindum fyrir einhverjar mills sem myndu þá bætast í þennan pott sem þú talar um og svo er alveg spurning hvort babel verði haldið. En þetta er auðvitað ekki alslæmt ef þetta færi nú allt svona eins og þú segir en ég er svartsýnni en þetta og sé aldrei eitt pund fara í leikmannakaup utan sölur og jafnvel heldur ekki allur peningur af sölum og þá erum við að tala um miklu verri hluti…
Skrýtið að þessi maður skuli allt í einu tjá sig.
http://www.skysports.com/story/0,19528,12876_6218740,00.html
Þetta er hörku vel mannað lið hjá Spánverjunum og mikið er Villa hrikalega flottur. Torres ekki nógu mikið í boltanum en manni fannst þó nokkru sinnum að menn hefðu mátt gefa á hann í góðum færum.
Ótrúlegt að fylgjast með slóvökunum. Þeir voru átakanlega slakir og tilburðir markvarðarins líkastar því að menn væru að kasta kartöflusekk á milli stanganna.
Ekki það að ég sé ekki kominn með upp í kok og þaðan af ofar af slúðri í kringum Liverpool þessa dagana, en tveir ólíkir miðlar í Þýskalandi láta frá sér frétt um það í dag, að Barcelona hafi sett sig í samband við Liverpool með það fyrir augum að skipta á Torres og Ibrahimovic.
Nú væri gott að fá fréttir af klúbbnum okkar frá þeim sem hafa inside information; Ssteinn, er ekkert að frétta?
Jú, Ssteinn var á fundi með eigendum, stjórnarmönnum og fleiri langt fram eftir gærkvöldi. Það ku vera ítarlega skýrsla á leiðinni.
Silva alveg að lenda hjá Man City ?
http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1288427/Manchester-City-beat-Chelsea-race-sign-29m-Valencia-forward-David-Silva.html
Þeir eiga eftir að verða hrikalega erfiðir á næsta tímabili.
Jafnvel þó við náum að halda í Gerrard og Torres þá er ljóst að það verður erfitt verkefni að krækja í meistaradeildarsæti, það eru komin 5-6 lið sem gera kröfu um CL sæti. Svo er annað mál að ef Torres sleppur við meiðsli svona til tilbreytingar þá eigum við góðan séns á að komast í þá eftirsóttu deild eftir næsta tímabil. Allar vonir um meistaratilil í Englandi bíða eftir nýjum eigendum og sterkari hóp.
Á ekki von á því að Ssteinn láti sjá sig í sama herbergi og eigendur LFC þannig að ég á ekki von á því að þetta verði svo mikið inside;) Treysti því samt sem frá honum kemur betur en nokkru af þessum slúðurblöðum og því væri gott að heyra hvort að hann hafi hlerað eitthvað.