Insúa á leið til Fiorentina

Ef það er eitthvað sem er 100% á hreinu í þessum leikmannaglugga, þá er það að Liverpool mun kaupa a.m.k. einn vinstri bakvörð á næstu 50 dögum. Samkvæmt Daily Mail, sem hafa stundum rangt fyrir sér en stundum rétt og virðast vera með þessa frétt á hreinu, hafa Fiorentina á Ítalíu samið um 5m punda kaupverð á argentínska ungstirninu Emiliano Insúa frá Liverpool.

Með öðrum orðum, þá eigum við engan vinstri bakvörð eftir. Dossena fór til Napoli í janúar, Aurelio var látinn fara með lausan samning í vor og nú erum við að selja Insúa. Það er Evrópuleikur eftir tvær vikur en ég hef meiri áhyggjur af því að það eru núna fjórar vikur og þrír dagar í fyrsta deildarleik. Á þeim tíma þarf að vera kominn a.m.k. einn vinstri bakvörður inn í liðið.

Þar að auki skil ég söluna á Insúa ekki alveg. Hann stóð sig ágætlega á köflum í fyrra en illa þess á milli, átti frekar kaflaskipt tímabil, en er nú kominn með mjög góða reynslu og þekkingu af bæði enskri knattspyrnu og Evrópukeppni, miðað við ungan aldur. Ef við ætlum að kaupa annan reyndari bakvörð, var ekki allt í lagi að leyfa Insúa að vera áfram líka? Eða bókstaflega varð að selja hann til að fá pening til að kaupa annan bakvörð? Eða, er það eins og Hodgson sagði sjálfur í síðustu viku þegar hann viðurkenndi að hann yrði að spyrja klúbbinn hvort Insúa yrði seldur eða ekki, að hann ráði ekki leikmannasölum og það sé verið að selja menn upp í skuldir?

Enn og aftur, þá vona ég að ég hafi rangt fyrir mér. Að Hodgson fái hvert pund úr leikmannasölum til baka til að styrkja hópinn. En eins og staðan er í dag erum við hvað sterkast orðaðir við Paul Scharner, James Beattie og aðra slíka leikmenn sem gætu komið frítt til okkar. Jovanovic kom einnig frítt, og á móti virðumst við vera að selja fyrir tugi milljóna punda (Yossi og væntanlega Insúa þegar farnir).

Ég er, í dag, stressaðri fyrir þessum leikmannaglugga en öllu næsta tímabili. Fyrir mér er það enn fyllilega raunhæfur möguleiki að verið sé að selja leikmenn upp í skuldir og Hodgson fái aðeins brot af sölufénu til að styrkja hópinn á ný. Ég vona innilega að ég hafi rangt fyrir mér og mun fagna því ef svo reynist og glaður éta hatt minn með mæjónesi og tómatsósu í september ef það reynist raunin. En ég treysti einfaldlega engu frá klúbbnum fyrr en ég sé það staðfest.

Hvað Insúa varðar þakka ég honum fyrir (of fáar) góðar minningar. Hann mun spjara sig stórvel á Ítalíu, efast ekki um það. Ég vona að eftirmaður hans verði af því kalíberi að við hugsum ekki mikið um Insúa næsta vetur.

40 Comments

  1. ég átti alls ekki von á að Insua yrði/verði seldur en ég var pottþéttur á að það yrði keyptur annar vinstri bak sem berst við Insua um stöðuna. ég vil ekki missa Insua hann er duglegur og harður af ser, það kæmi ser vel að hafa hann sem annar af tvemur. af hverju var ekki hægt að nota peningin af sölunni á yossi til að kaupa vinstri bak? er kannski búið að millifæra þá peninga til usa því sú sala var ákveðin áður en hodgson var ráðinn.. þær 6 millur kommu örruglega aldrei til liverpool! fóra beint frá karuski bank of Moskva til bank of Amerika ! en ég vil þá fá 2 vinstri bak einn mjög sterkan og annan ódýrari til vara og til að berjast um stöðuna !!!

  2. væri heldur ekkert á móti því að fara að fá nýja eigenur anskotinn hafi það !

  3. Ótrúlega slakur bakvörður, átti eitt og eitt gott “run” upp kantinn og þar með er það upp talið. Ef þessi gaur er missir þá er virkilega illa fyrir klúbbnum komið.

  4. Ef rétt reynist þá eru þetta hrikaleg vonbrigði. Ungur og efnilegur leikmaður sem náði sér í gríðarlega reynslu í fyrra. Var oft mistækur en sýndi tilþrif inná milli. Hann hefur einnig kitlað landsliðsdyrnar hjá Argentínu og er þar að auki uppalinn hjá Liverpool, sá eini sem telst það af fyrstu 11 auk Stevie og Carra.

    Vona að þetta sé ekki satt.

  5. Eins og áður nenni ég ekki að spá í þessu meðan Daily Mail er með fréttina. En Insua ætti að vera flottur squad/vara bakvörður í vetur, hjá Liverpool.

  6. Hefði viljað halda Insúa áfram, en þá með einhverja almennilega samkeppni. Ekki sem bakvörður nr. 1, 2 og 3.

  7. Maður hló að Chelsea hérna um árið fyrir að eiða tugummilljóm í bakverði hvað eftir annað og að vera með svona 15á leikmannaskrá hjá sér.
    Maður væri nú frekar til í það vandamál núna heldur en það sem við stöndum frammi fyrir, að hafa einn alvöru bakvörð 😐

  8. Vona að Liverpool kaupi Keisuke Honda, góður sem framsækinn miðjumaður sem hefur og getur leyst af vinstri bakvarðarstöðuna (Þó að það væri sóun að láta hann spila þar) aukaspyrnusérfræðingur og svo myndi hann pottþétt selja gommu af treyjum.

  9. Mér líst svo sem ágætlega á þessar sumarhreingerningar hjá Liverpool en ég sameinast í áhyggjum með Kristjáni Atla, að það sé óráðlegt að selja eina vinstri bakvörðinn svona stutt fyrir tímabilið. Ég trúi því bara ekki að Roy Hodgson sé bara tuskudúkka sem ræður engu.

    Það að fá sénsinn að stjórna sigursælasta liði enskrar knattspyrnu hlýtur að meina meira fyrir hann en að láta traðka á sér. Það hlýtur eitthvað að vera í pípunum. Við þurftum vinstri bakvörð fyrir tímabilið en núna þurfum við tvo ásamt því að þurfa sóknarmann, miðjumann og kantmennt tvo. Við þurfum svo sannarlega að fara að fá fréttir af einhverju en því lengra sem sumarið dregst á langinn án leikmannakaupa, því erfiðara verður að manna hópinn.

    Ég er ósáttur við að stóru nöfnin séu látin draga klúbbinn á asnaeyrunum langt fram eftir sumri. Þeir bíða eftir hvað liðið ætlar að gera til að styrkja sig fyrir næsta vetur en það eina sem gerist er að leikmenn hverfa á braut. Er sjoppan að loka? Útsala hægri/vinstri???

  10. Þó þetta byggi ekki á traustum heimildum er ljóst að Purslow hefur verið að reyna að selja Insua síðan hann losnaði við Rafa og Fiorentina hefur verið að bjóða í hann. Lucas er einnig á listanum ásamt fleiri nöfnum.

    Roy Hodgson virðist lítið hafa um þessi mál að segja, hann hefur lýst því yfir að hann vilji ekki selja Insua.

  11. Klárlega eftirsjá af Insua. Var vissulega mistækur á síðasta tímabili eins og allir útileikmenn liðsins, en hann er ungur og eins og bent er á kominn með ágætis reynslu. Var búinn að sjá hann fyrir mér sem framtíðar vinstri bakvörð.

    Ef rétt reynist þá er liðið einfaldlega vinstri bakvarðalaust.

  12. Ekki sáttur við að Insua verði látinn fara (ef rétt reynist). Hann er ungur og mjög efnilegur, heldur bolta vel og er sókndjarfur. Jákvæðu puntarnir eru mun fleiri en þeir neikvæðu.
    Ömurlegt til þess að hugsa að leikmennirnir sem eru helst orðaðir við okkur eru B og C flokksmenn sem hafa verið losaðir undan samningum ,,litlu” liðanna í deildinni. Hryllingur!!! Ef þetta reynist allt rétt verða Gerrard og Torres fljótir að ákveða sig og Mascherano virðist nú þegar búinn að því!

  13. Hvað er í gangi? Það er alveg á hreinu að við þurfum að hafa tvo sterka vinstri bakverði til að gera einhverja hluti í vetur. Trúi ekki að Insua verði seldur…

  14. Hvað með að fá Izaguirre hjá Honduras? Mér fannst hann standa upp úr í því liði (sá sem Villa slá utan undir fyrir að trampa á sér, ef þið munið ekki hver það er). Tekknískur nagli, fljótur og með góðar staðsetningar: http://www.youtube.com/watch?v=RE8VZhaT4VU.

  15. Hvernig getur það verið staðfest Villi M ?

    Það stendur ekki orð um þetta á LFC.tv eða á official vef Fiorentina … meðan félögin þegja þunnu hljóði þá er þetta ekki staðfest.

  16. Við þetta má bæta að Insua telst uppalinn hjá klúbbnum þar sem hann kom það ungur. Það skiptir orðið töluverðu máli að hafa sem flesta uppalda leikmenn þar sem kvóti er kominn á fjölda erlendra leikmanna.

    Það er algjörlega glórulaust að selja hann.

  17. Ef verið er að spá í hvaða vinstri bakverði væri hægt að fá, þá fannst mér vinstri bakvörður Mexíkó, Carlos Salcido, standa sig mjög vel á HM og samkvæmt Wikipedia skrifaði hann undir 4 ára samning hjá PSV sumarið 2006 og gæti því sennilega komið frítt. Hann er reyndar 30 ára gamall, en hefur reynslu af Evrópuboltanum og sýndi að hann hefur góða tækni og var góður fram á við t.d. í leiknum gegn Frakklandi.

  18. Ef þetta gengur eftir þá hef ég fulla trú á að Hodgson landi betri vinstri bakverði fyrir svipað verð.

  19. Mér sýnist allir hérna á sama máli með Insúa, ekki selja. Rökin: mjög ungur og efnilegur leikmaður sem væri a.m.k. mjög fínn varamaður og alveg jafn líklegt og ekki að hann verði, á endanum, í “Liverpool-klassa”.

    Svo er þetta á Daily Mail, þannig að…

    Smá bjartsýnis off topic. Ég er nokkuð viss um að Martin Braughton er að segja satt með alla hluti nema að það gangi ágætlega að fá kaupendur að kúbbnum (hann var kúl og sannfærandi í öllu viðtalinu um daginn nema þegar hann var spurður um hvernig gengi að selja klúbbinn – að mér fannst). Allir peningarnir ættu því að fara beint í leikmannakaup – nema kannski einhver smotterís-upphæð sem fer t.d. rekstur, ekkert í að borga einhverjar skuldir. Það græðir enginn, sem á fjárhagslegra hagsmuna að gæta, á því að Liverpool fari að ganga eitthvað illa í öllum keppnum.

  20. Ég er nokkuð viss um að Martin Braughton er að segja satt með alla hluti nema að það gangi ágætlega að fá kaupendur að kúbbnum (hann var kúl og sannfærandi í öllu viðtalinu um daginn nema þegar hann var spurður um hvernig gengi að selja klúbbinn – að mér fannst)

    Persónulega þá trúi ég ekki einu orði sem út úr tranti hans kemur, ekki einu einasta. Þetta er atvinnumaður í að segja rétta hluti í fjölmiðlum en virðist ekki vera allur þar sem hann er séður.

    Hvern sjálfan djöfulinn heldur svo hann Purslow að hann eiginlega sé? Seljandi leikmenn án þess að stjórinn komi þar nálægt? Mér leist svo vel á Purslow fyrst, einmitt vegna þess að hann kom vel fyrir og sagði réttu hlutina. Svo kemur í ljóst úr hverju menn eru gerðir. Menn geta haft sitt álit á Insúa sem leikmanni, en ef hann verður seldur, þá er eins og menn segja ENGINN eftir. Insúa er ekki á háum launum, kostaði skít og ekkert og við hefðum átt að hafa hann sem backup vinstri bakvörð. Þvílíki sirkusinn sem þetta félag okkar er að verða.

  21. Eru menn að missa sig! Ég hef enga trúa á að stjórinn fái ekki um ráðið hverjir eru til sölu og hverjir ekki. Trúi þessari sölu ekki fyrr en LFC heimasíðan er komin með þetta. Blaðamennskan á mbl.is (sem var með þetta í morgun) er að verða eins og hjá Arnari Björns og félögum sem lepja orðið annsi markt upp úr enska slúðrinu án nokkurra heimilda. Eitt sem ég vil koma að með Insúa að hann er aðeins 20 ára og á helling ólært en á hvaða aldri eru bestu bakverðir heims..? Yifrleitt reindir menn á aldrinum 26+. Ég persónulega hef ekkert á móti því að halda honum áfram!

  22. Ég hef enga trúa á að stjórinn fái ekki um ráðið hverjir eru til sölu og hverjir ekki.

    Stjórinn hefur eiginlega sagt það sjálfur.

    “I saw him play in the last three days and I like him both as a player and on a personal level. … However, talks with Fiorentina started before I got here, so I don’t know how advanced they are. I cannot say if Insua will stay at Liverpool or not. I’ll have to discuss that with the club.”

    Þetta segir okkur að hann virðist ekki ráða því hverjir eru til sölu og hverjir ekki.

  23. Ég neita að trúa öðru en einhver vinstri bakvörður sé í sigtinu. Tek undir það sjónarmið að einkennilegt sé að selja Insúa áður en annar er kominn. Hins vegar finnst mér hann engan veginn uppfylla þær kröfur að vera vinstri bakvörður nr.1 hjá Liverpool. Söluverð uppá 5 millj. GBP er í sjálfu sér fínt verð fyrir hann. En maður verður ansi stressaður ef ekki kemur annar vinstri-bakk mjög fljótlega. Treysti því að Roy sé að redda því.

  24. Ég ætla að velja að treysta Roy Hodgson og Kenny Daglish. Ég hef enga trú á að menn ætli virkilega að láta það viðgangast að Liverpool FC, eitt sigursælasta lið í evrópskri knattspyrnusögu eigi að fara að detta niður á eitthvað miðlungs level með leikmenn á borð við Paul Scharner og James Bítí. Það bara hlýtur að vera eitthvað plan í farveginum. Svo hef ég nákvæmlega enga trú á að eins stór styrktaraðili og Standard Charterer sé að koma inn í lið með mikla peninga og ekki ætlast til neins annars en að fá nafnið á búninginn. Ef ég væri að styrkja einhvern um 100 milljónir punda þá myndi ég fara fram á ákveðna atvinnumennsku og ákveðin árángur !

  25. “We are being linked with players left, right and centre and it amuses me that we are sometimes linked with players we haven’t even heard of.

    Roy Hodgson 🙂

  26. Ég verð að taka undir hérna að mér finnst það fáránlegt að selja Insua. Sama hvernig hann stóð sig á síðasta tímabili. Hver stóð sig vel þá? Hann er ungur og var að sækja sér í reynslu á síðasta tímabili svo hann á bara eftir að verða betri. Síðan eru menn að tala um að kaupa enska leikmenn á uppsprengdu verði einungis til þess að undirbúa sig fyrir það sem koma skal, að hafa ákveðinn fjölda enskra og uppalinna leikmanna í hópnum. Þetta er fáránlegt í alla staði. Síðan hef ég heldur enga trú á því að Hodgson fái peningin af Insua til að versla. Hver er betri á 5m? Og ef rétt er að Purslow sé að stjórna þessu… nenni ekki einusinni að ræða það. Þá er þetta að breytast í sirkús. En maður verður að vera bjartsýnn.

  27. U var ekki talað um í slúðri að búið væri að kaupa liðið. og að handkæðahaus væri búinn að því og það verði tilkynt þann 15
    Slúður Sjáum til.

  28. Nr.31 Sævar

    Nei var ekki talað um það um daginn að ekki væri búist við neinum tilboðum í klúbbinn fyrr en í fyrsta lagi eftir 15.júlí?
    Vona allavega að við heyrum ekki orð um þetta fyrr en nýjir eigendur er mættir að brosandi og ný búnir að handsala samninginn.

  29. Nei var að spá – því liðið á að spila við Saudi Arabian side Al-Hilal
    í þessu móti í Sviss kanski tilviljun hver veit.

  30. Ég er ekki sáttur við þetta. Leyst vel á þennan strák, var nú þegar farið að verða góður spilar og átti eflaust mikið inni. Ekki sammála mönnum hér að ofan að hann hafi ekki verið góður. Ungur, efnilegur og vafalaust á lágum launataxta, mjög góð framtíðareign í bakvörð, hvor sem 1 eða 2 kostur. Ef verið er að selja menn upp í skuldir hlyti að vera byrjað á einhverjum öðrum en honum myndi maður halda.

  31. Ég þoli ekki þennan helvítis skítasnepil Daily Mail. Enn og aftur ertu að búa til færslur útaf “fréttum” úr þessu rusli Kristján Atli. Ég skil ekki hvernig þú nennir að lesa þetta handónýta sorprit. Þetta blað er búið að rembast við það í allt sumar að selja Fernando Torres til Chelsea. Önnur hver frétt þarna er um það. Hinar eru um að Gerrard sé farinn til Real Madrid. Þeir voru hreinlega að drepast í svekkelsi og biturleika þegar Torres fagnaði heimsmeistaratitlinum með Liverpool trefilinn. Vá hvað svona “fréttamennska”fer í taugarnar á mér.

  32. Það er ekki verið að selja menn fyrir skuldum…. Það er verið að selja menn til að borga vextina af skuldum!

    En segi eins og pistil ritari…. ef það er kjaftæði þá er sjálfsagt mál að éta það ofan í sig með stæl. En þetta lítur ekki vel út í augnablikinu.

    YNWA

  33. 23 Ssteinn.

    Ég trúi honum vegna þess að það sem hann er að segja mun koma fljótt í ljós, en auðvitað er erfitt að sjá hvort menn séu einhverjir sýkópatar. Það væri miklu auðveldara fyrir hann að segja bara að peningar fyrir sölu færu í að borga skuldir, ég held að allir myndu bara skilja það. Það er heldur ekki honum að kenna að félagið var keypt fyrir krít. Ég virði þó það sem þú segir og skal hér eftir taka því sem hann segir með góðum fyrirvara :o)

  34. Insua farinn frá Liverpool (staðfest) http://mbl.is/mm/enski/frettir/2010/07/18/liverpool_samthykkti_tilbodid_i_insua/

    Fór til Liverpool síðasta vetur og lennti á þá spjalli við góðan dreng sem býr í Liverpool, við ræddum m.a Insusa. Hann sagði mér að það væri búið að vera þvílíkt vesen á Insua, honum væri hennt út úr hverri íbúðinni á fætur annari vegna þess að það væri stanslaust djamm heima hjá honum og allskyns rugl í gangi. Það gerist margt bakvið tjöldin og pottþétt einhverjar ástæður fyrir því að menn fara sem við sauðsvartur almúginn fáum ekkert að vita um.
    En svo sagði hann mér líka að Philip Degen væri samkynheigður, en það er svo allt önnur saga…

Smá síðubreytingar

Liðið farið til Sviss í æfingaferð