Enginn nýr Roman – hvað með leikmennina?

Í fréttum dagsins má finna viðtöl við Martin Broughton þar sem hann fer yfir vinnu sína við að selja klúbbinn.

Það sem merkilegast kemur fram í spjalli hans á soccernet.com er að reynt var að finna nýja útgáfu á eiganda eins og Roman karlinn eða City-arabana um allan heim og enginn slíkur var tilbúinn að leggja peninga í Liverpool FC.

Það kom Broughton á óvart en ég var nú ekki á því að slíkir menn fyndust svo glatt í efnahagsástandi nútímans. Sá séns var þegar Moores og Parry ákváðu að velja vitleysingana tvo sem “verði” félagsins um ókomna tíð. Sennilega hefði nú staðan orðið önnur ef efnahagshrunið hefði ekki komið til en staðreyndin var auðvitað sú að valdir voru amerískir menn með mikinn aðgang að lánsfé vorið 2007. Við lokun bankalína og lánamöguleika hvarf þeirra veldi eins og dögg fyrir sólu.

Auðvitað er það ástæða þess að leitað var að moldríkum gaur til að kaupa klúbbinn núna. Allir í LFC töldu líklegt að slíkur maður fyndist, þess vegna sennilega var Hicks viss um að ná að græða á klúbbnum og setti verðmiðann 600 milljónir punda fram. Þess vegna var sennilega farið í að skipta um þjálfara í vor, menn voru vissir um að inn kæmu menn sem gætu keypt nokkra stóra leikmenn í sumar og þess vegna væri fínn tímapunktur að fá inn nýjar áherslur í félagið. Leikmannahópur Benitez átti að vera á undanhaldi og rétt að fá nýjan mann til að byggja upp á nýtt.

Hvorugt hefur gengið eftir og nú í stað þess að félagið sé í eigu eins milljarðamærings eru það hópur amerískra milljónamæringa sem er að eignast félagið. Í stað þess að sett var fram krafa um að nýr völlur verði byggður eru nú einungis kröfur um að farið verði í vinnu við að “auka möguleika félagsins á að auka tekjur af heimaleikjum og skoða vandlega endurgerð Anfield Road sem valkosts”. Enda kannski ekki skrýtið þar sem talið var að nýr völlur myndi kosta 350 milljónir punda upp kominn, semsagt töluvert meira en félagið í heild! Í stað þess að margir nýir lykilmenn hafi komið inn með nýjum þjálfara er nýi þjálfarinn að vinna með leikmenn Benitez og leikskipulag að stærstum hluta, nokkuð sem skiptir töluverðu máli í slakri byrjun án vafa.

Auðvitað bíðum við öll með öndina í hálsinum eftir því að sjá hvort þetta hefur tekist, þ.e. við losnum við H & G, en svo er það spurningin hvað tekur svo við?

Það er ljóst að þeir nýju ætla að borga upp skuldina og þar með losa félagið undan vaxtaokinu. Það eitt og sér mun þýða hagnað fyrir klúbbinn sem er vel rekinn að fjárhagslegu leyti og skilar töluverðum rekstrarhagnaði hvert ár (þ.e. fyrir vaxtagreiðslur). Nýju eigendurnir hafa líka staðið áður í að endurvekja gamlan risa og endurnýja umgjörð kringum slíkt lið og það gefur manni von. Þeir völdu á sínum tíma að uppfæra gamlan heimavöll og auka þjónustuna við áhorfendur með það að leiðarljósi að skila hærri tekjum af heimaleikjum.

Hef verið að reyna að finna greinar frá því umræðan um endurgerð Anfield var í gangi, en tókst ekki. Ég minnist þess þó að talað var um að félagið yrði að kaupa upp heila húsaröð (á þeim hluta vallarins sem aðkomuáhorfendaboxið er) til að stækka þá stúku og hækka. Einnig væri hægt að loka hringnum á stúkunni í stað fjögurra aflokaðra hólfa. Þetta saman átti að skila rúmlega 55000 áhorfendum, sem var u.þ.b. 10000 færri áhorfendur en stefnt var að. Einhvern veginn spái ég því að þessi umræða fari nú aftur í gang. Það er morgunljóst að auka þarf tekjur við heimaleikina en líka er klárt að mjög margir líta jákvæðum augum á að uppfærsla Anfield Road verði málið.

Því í raun vilja margir ekki (þ.á.m. ég) eyða mörgum árum í að borga upp nýjan völl.

Skoðum t.d. Emirates-vallardæmið. Vinir mínir Arsenal-menn hafa ekki þolinmæði fyrir því að völlurinn gangi fyrir leikmannakaupum eins og verið hefur undanfarin ár og verður næstu 20 árin hið minnsta. Ekkert bendir til annars en að nýr völlur fyrir LFC myndi einnig verða forgangsatriði fram yfir leikmannakaup og það er ekki það sem ég vill sjá.

Það þarf að eyða í liðið!

Aðeins að liðinu hérna í lokin. Umræðan um liðið kemur úr óvæntri átt í dag, því Talent-dómarinn alræmdi Piers Morgan hendir inn sínum skoðunum á gengi liðsins og vill ræða þátt leikmannanna. Ég er honum mjög sammála, þó ekki með jákvæðni hans út í kaup eigendanna sem ég tel hafa einfaldlega verið alltof lítil.

En ég er algerlega sammála því að allir leikmenn félagsins hafa leikið undir getu. Þegar félagið er í slíkri stöðu þurfum við menn sem spila með hjartað úti. Þrátt fyrir allt og allt eru í okkar félagi nærri 20 landsliðsmenn sem hafa mikla getu í fótbolta, hið minnsta töluvert meiri en flestir mótherja okkar í deildinni.

Við getum klárlega pirrað okkur á taktík og leikmannavali Roy Hodgson en ég vill alls ekki útiloka leikmennina okkar í þessari rússibanareið allri. Þeir brugðust félaginu í fyrra og eru að gera það í dag. Þeir verða að skilja að það er lykilatriði í að laða að eigendur, aðdáendur og nýja klassaleikmenn að liðið geti eitthvað og verða að skila sínu alltaf í öllum leikjum.

Mín skilaboð til leikmannanna eru einföld.

Hættið að röfla um eignarhald félagsins og biðjast afsökunar á öllu mögulegu. Farið á 100% keyrslu í alla leiki og haldið því í 90 mínútur í hverjum leik. Þá lagast ástandið fljótt!

Vonum að við séum að nálgast endalok stormsins, en tökum því ekki sem orðnum hlut…

135 Comments

  1. Flottur pistill..
    Svo er verið að tala um ef að kaupin gangi í gegn vilji Hodgson fá kaka, sá er víst falur fyrir 35 mills punda.
    á ekki von á því að hann vilji koma..

  2. Góður pistill KAR.

    Ég er sammála því að stækkun Anfield sé góður kostur ef möguleikinn á því er fyrir hendi, eins get ég tekið undir það að ef þessi kaup ganga í gegn þá eru þessir nýju eigendur að mínu mati fýsilegri en einhver “sykurpabbi” sem eys peningum í hvern einasta blauta draum sem managerinn hefur ótengt því hvernig viðkomandi passar í liðið. Uppbygging er málið.

    Varðandi leikmennina og þátt þeirra í stöðu liðsins, þá held ég að hún sé vanmetinn. Jú jú, á síðasta tímabili settu meiðsl risastórt strik í reikninginn en það var á síðasta tímabili, og kaup þessa tímabils á leikmönnum hafa bara verið vandræðaleg fyrir RH ef frá eru talin kaupin á Meireles sem hefur ekki verið lélegur en heldur ekki frábær.

    Næsti leikur hjá okkur er útileikur gegn Everton, um mikilvægi þessa leika þarf ekkert að ræða, baráttan um borgina og það lið sem tapar þessum leik verður í næst neðsta sæti deildarinnar, þannig að það er eftir óvenju miklu að slægjast, vinna einn höfuð andstæðing Liverpool og setja viðkomandi í næst ömurlegasta sæti deildarinnar.

    Þetta er auðvitað það sem Everton ætla sér að gera næstkomandi sunnudag.

    Ef að menn ná ekki að gíra sig í svona leik eiga þeir ekkert erindi í lið Liverpool, sama hvort það stendur Gerrard aftan á treyunni eða eitthvað annað.

  3. Góð lesning og verð ég nú að viðurkenna að endurbygging Anfield heillar mig meira en alveg nýr völlur, þó maður sé auðvitað ekki alveg lokaður fyrir þeim möguleika.

    Annars, er einhver sem veit hvað Liverpool var að fá mikið í daglegum tekjum sínum á síðasta ári?

  4. Júbb, ég skrifaði þessa víst, en bara heiður að menn telji fingraför meistara KAR á greininni.

    En svo var nú ekki í þetta sinn…

  5. Það hafa nú ekki allir leikmenn verið að spila undir getu, mín skoðun á því er að allir leikmenn nema einn hafa verið að spila undir getu, sá eini sem er ekki að því er Poulsen, hann er bara ekki betri en þetta, en samt er hann líklegast fyrsti leikmaður á blað, mjög líklega á undan Gerrard meir að segja.

  6. Ha ha ha, fyrirgefðu mér Maggi : )
    Veit ekki af hverju ég ætlaði Kristjáni Atla þessa grein, mín mistök.

  7. Fínasta grein en afhverju hamrar greinahöfundur á því að leikvöllurinn okkar heiti Anfield Road? Heitir hann ekki bara Anfield en stendur við Anfield Road götuna? Er einhver með þetta á hreinu? Hvor okkar, ég eða greinarhöfundur, er í bullinu með þetta?

  8. Völlurinn heitir Anfiled en splittast i fjorar einingar semsagt Kop,Main Stand,Centenary Stand og Anfield Road held ég.

  9. Ég held að eftir landsleikinn á móti Portugal geti Hodgson ekki með nokkru móti valið Paulsen í Liverpool aftur, þ.e.a.s ef hann vill halda jobbinu aðeins lengur.

  10. Sammála Halldóri Braga nr 12

    Held að þetta sé sér Íslenskt að tala um Anfield Road sem okkar heimavöll.

    Held líka að Ástþór nr 13 sé með þetta rétt.

    Þetta hefur í mörg ár farið í taugarnar á mér, þegar ég var að alast upp fyrir hátt í 40 árum síðan var alltaf talað um Anfield, svo fór þetta Anfield Road að slæðast inn ef mig misminnir ekki í kringum 1990 og í dag eru meira að segja grótharðir Liverpool menn farnir að þvæla þessu saman. Gott ef það var ekki hinn geðþekki íþróttafréttamaður Þorsteinn “þvöglumælti hosssspytna” Gunnarsson sem byrjaði á þessu.
    Líklega ekki samt ; )

    Vitna hér í hina ávalt “100% réttu” wikipedia : )

    http://en.wikipedia.org/wiki/Anfield

  11. Ha ha, góður. Ég gat látið þetta fara endalaust í taugarnar á mér hvernig hann talaði. Hann sagði líka alltaf “einkast” en ekki innkast.

  12. Gaman að sjá það, að hér rífast menn um hvað sætin á Anfield heita. Meðan vita Man Utd limir ekki einu sinni hvað Stretford End er. 🙂

  13. Las á fótboltanetinu hvað Reina er að tala um að Liðið gæti forðast fall þó þeir missi 9 stig… Ég veit ekki hvort ég á að brosa úr ánægju eða grenja?
    -Hvað finnst mönnum? Það eru búnir hvað, 7 leikir? Ætti lið eins og okkar ekki að geta léttilega það léttilega? er hann að reyna peppa upp móralinn með þessum orðum?
    6 stig og við erum komnir í 4 sætið(ef við fáum góð úrslit í öðrum leikjum 😉

  14. Og við erum ekkert að fara missa nein 9 stig! 😀 Við erum Liverpool 😉

    YNWA

  15. Já sæll,
    Við erum ekkert að fara enda líkt og Leeds eða hvað !!
    YNWA

  16. Spurning : Afhverju slá ekki aðdáendur LFC á þessari jörð saman í púkk og kaupa liðið ???
    300 millur sterling er engin andsk. peningur ! Ég er viss um að á Íslandi mætti safna 0,5 milljónum punda – Þá fyrst gætuð þið tuðað endalaust og haft fullan rétt á því 🙂
    Er málið að ekki einu sinni die hard LFC fans hafi trú á fjárfestingunni og vilji frekar kaupa hlutabréf í Íslenskum gæðafyrirtækjum ??

    1. Klerkur

    Sammála þér með Shelvey en þetta er ömurlegt myndband.

    En ég veit ekki hvað Hodgson er að gera í klefanum… gefa orðið laust? Ég held að það þurfi einhvern í klefann sem gjörsamlega lætur menn skjálfa á beinunum ef þeir gefa ekki 100% í alla leiki. Ég held að Hodgson hafi það engan veginn í sér!

  17. Hér er verið að tala um að það eru litlar líkur á að við munum missa 9 stig því það er alls ekki hagur RBS og minnkar líkur þeirra að fá peninginn sinn til baka. Talað er um að Broughton sé með plan “b” og jafnvel plan “c” !!

    http://www.football365.com/story/0,17033,8671_6438367,00.html

    Virkilega spennandi vika framundan og maður bara vonar að það fari að koma niðurstaða í þetta blessaða mál.

  18. 24 MW

    Núverandi gjaldeyrishöft koma reyndar í veg fyrir að við hér á Íslandi getum keypt klúbbinn! Að vísu eru til leiðir að útvega gjaldeyri (t.d. með flugfarseðlum og internetkaupum) en að kaupa klúbbinn flokkast sem erlend fjárfesting og því ættum við ekki að mega kaupa gjaldeyri til þess!

    Við þurfum bara að kaupa nógu mikið af netverslun klúbbsins til að styrkja hann!

  19. Twitter, just now:
    “High Court: #LFC claim has not been filed yet and no listing for tomorrow at this stage.” (@pkelso)

    What’s in a gang?

  20. Ok, þessu er svarað af Sky frekar snöggt:

    “Understand Liverpool will be in High Court tomorrow. #liverpoolfc” (@AdamLeventhal, Presenter, Sky Sports News HD)

  21. Þegar Torres fer, þá fer hann burt frá Englandi. Hann getur ekki séð sig spila fyrir annan klúbb þar findist Barcelona líklegur staður. En síðan nátturlega FC Bayern eða annaðhvort Milan liðið.

  22. Af hverju ætti Torres að fara til liðs sem er í fallbaráttu í Þýskalandi?

  23. Veit einhver kl. hvað þetta verður tekið fyrir í dag og á morgun?
    Get ekki leynt því að maður er orðinn frekar nervous.

  24. Nýjustu fréttir eru þær að málið verður ekki tekið fyrir fyrr en á morgun, þar sem dagskrá réttarins í dag var orðin full fyrir. Þannig að málsflutningur hefst væntanlega á morgun og miðað við allt sem ég hef lesið ætti þetta að taka svona tvo daga. Þannig að við fáum aldrei niðurstöðu úr málinu fyrr en á miðvikudag, og svo á eftir að áfrýja (sem mér skilst að verði að taka fyrir 72 klst eftir að dómur fellur) þannig að það er hreinlega tvísýnt hvort náist að ganga alveg frá málinu fyrir helgina.

    Vona að bið eftir áfrýjun hafi ekki úrslitaáhrif á RBS-deadline-ið á föstudaginn. Veit ekki hvað verður þá, hvort RBS gefa tveggja daga frest ef verið er að klára málið eða hvort þeir haggast ekki.

    En málið verður allavega tekið fyrir á morgun, samkvæmt fréttum. Nú er bara að bíða.

  25. Ég trúi nú ekki öðru en að Bankinn gefi þessu frest á meðan það er beðið eftir niðurstöðum úr Þessu máli, bankinn græðir ekkert á því að gefa þeim ekki séns á að klára þetta.
    En mikilvægasta vika í sögu Liverpool er byrjuð og við fáum svör innan nokkura daga en spurning hvort niðurstöðurnar verði eins og við óskum.

  26. Liðið nær ekki 100% keyrslu með tvö sprungin varadekk og blindfullan bílstjóra í þokkabót. Pulsen, Konchesky og Hodgson.

  27. Ásmundur (#36) – Bloomberg fréttastofan segir frá því í dag að Kop Holdings séu nú þegar farnir á hausinn. Þ.e. að lánið til RBS sé gjaldfallið og þeir gætu hæglega verið búnir að innkalla klúbbinn fyrir nokkrum dögum (og þá væntanlega kalla yfir okkur níu stiga refsingu í deildinni). Þannig að það að þeir séu ekki búnir að innkalla lánið hlýtur að þýða að þeir ætli að bíða og sjá hver niðurstaðan úr dómsmálinu verði áður en þeir gera nokkuð.

    Ef stjórnin vinnur dómsmálið gengur salan til NESV í gegn. Ef Hicks vinnur málið mun RBS innkalla lánið strax, hirða klúbbinn af honum og selja hann upp í skuld. Hvort heldur sem er mun Hicks ekki eiga klúbbinn mikið lengur.

    Þannig að ég stórefa að RBS fari að gjaldfella klúbbinn á föstudag ef áfrýjun málsins klárast ekki fyrir helgi. Þeir gefa því þá pottþétt 1-2 daga í viðbót, sérstaklega ef Hicks er að tapa málinu.

  28. Getur bankinn tekinn yfir klúbbinn án þess að það komi til þess að draga af liðinu þessi 9 stig ?
    Er það í höndum bankans að ákveða það eða ? Það er auðvitað ekki besti kosturinn fyrir neinn að það verði dreginn 9 stig af liðinu.

  29. Ég er kannski bara svona vitlaus en ég næ enganvegin tilgangnum hjá Hicks að heimta dómsúrskurð á þessa sölu klúbbsins fyrst Kop Holding er hvort eð er að verða gjaldþrota!

    Annaðhvort er hann bara svona illa innrættur og á móti Liverpool að hann vill gera allt sem hann getur til að rústa klúbbnum eins mikið og hann getur áður en hann fer…..

    …eða og þetta er það sem ég óttast að hann sé með fjárfesta í bakhöndinni nú þegar sem eru til í að lána honum fyrir skuldinni við RBS og lengja þessa sápuóperu um eitt tímabil. Með því fengi hann það í gegn að veðsetja eigur félagsins, sem hann reyndi víst tvisvar áður en hafi ekki meirihluta í stjórn til að ná í gegn. Hvað þetta varðar óttast ég svolítið þetta félag sem tók mál George Gillett yfir eftir að það fífl fór blessunarlega á hausinn og hvort þeir hafi einhverja sterka bakhjarla á bakvið sig.

    Á hinn bóginn næ ég bara alls ekki afhverju þeir voru ekki löngu búnir að reka Purslow og Ayre úr stjórninni, enda talað um að þeir hafi tvisvar ætlað að veðsetja eigur félagsins en verið stoppaðir af skyttunum þremur í stjórn Liverpool.

    Að lokum er alveg ótrúlegt að heyra málflutning Hicks þar sem hann telur klúbbinn mun verðmætari og vælir eins og stunginn grís yfir því að þetta rúmlega þriggja ára ævintýri hans er ekki að koma út í gróða fyrir sig, meira að segja 70m.p. í mínus. Það er eins og mannandskotinn sé ekki að átta sig á því að hann er búinn að keyra LIVERPOOL FC í þrot, klúbburinn er gjaldþrota eftir hans eignarhald á félaginu og hann ætti að bíta höndina af þeim sem býður honum að sleppa með 70m.p. (hans sögn) mínus og það sem meira er á lífi frá félaginu.

    Það er ekki eins og hann hafi verið að setja Bury á hausinn, þetta er LIVERPOOL FC!!

    Ef dómstólar dæma ekki Liverpool FC í hag verður Hicks í engu betri stöðu, hvort sem hann fær að eiga klúbbinn áfram eða hann verður settur í þrot. Eins ef Broughton og co vinna málið en lánið gjaldfellur vegna þess að áfrýun var ekki tekinn fyrir áður en frestur RBS rann út þá verður sannarlega gert áhlaup á þann banka sem myndi þýða að flestir ef ekki allir stuðningsmenn Liverpool hættu viðskipum við hann.

    Ég allavega get ekki séð hvernig Hicks á að vinna þetta mál og hef sæmilega trú á góðri niðurstöðu fyrir dómi svo lengi sem dómararnir verði ekki ættmenni sauðnauts eins og Harry Redknapp eða álíka vitleysings sem er á því að stuðningsmenn Liverpool ættu að þakka Hicks fyrir að hafa keyrt félagið í þrot. Hann þakkaði allavega vonandi eigendum Portsmouth eftir að hann keyrði það félag í þrot.

  30. Það er fréttatilkynning í vændum frá RBS..

    “RBS are going to release a statement on #lfc case very shortly” segir Ben Smith hjá The Times á Twitter.

  31. Þetta er skelfileg klausa úr fréttinni sem Mummi vísar á:

    “Liverpool’s board last week agreed to sell to NESV over the objections of Hicks and Gillett. The bidder will walk away from the deal if the team enters administration and is docked nine points, one of the people said. “

    Þannig að það er alvarleg hætta á að Boston-gengið hætti við ef það reynist nauðsynlegt að setja félagið í gjaldþrot til að losna undan G&H…

  32. Það voru 2 góð tilboð í félagið þannig að það mun seljast þó að þessi bakki út.

  33. Loki #37
    Þetta er flottasta comment sem ég hef séð á þessari síðu!

  34. Held að þetta mál sem er á dagskrá Court 18 á morgun, sé ekki það sem allir eru að bíða eftir, þ.e. sem snýr að lögmæti stjórnar til að taka tilboðinu í félagið. Menn eru að halda því fram að þetta sé sér mál sem RBS er að höfða gegn Hicks og co.

  35. Það er komið í ljós auðvitað síðustu daga að frammistaða liðsins inni á vellinum er fullkomlega í aftursætinu.

    Við erum í verulegri hættu að verða næsta Newcastle eða Leeds, nokkuð sem ég hef haft áhyggjur af allt frá því ljóst varð í ágúst 2009 að félagið gæti ekki styrkt leikmannahópinn neitt þrátt fyrir silfurverðlaun þá um vorið.

    Ég fer bara ekki ofan af því að þessu ári, og jafnvel leikmönnum félagsins er hægt að fórna gagnvart því að félagið verði leyst úr þeirri prísund sem það er í núna.

    Það er í raun óstarfhæft. Vonandi hefur það lagast fyrir helgi en eins og Babu er ég afar hræddur um útkomu næstu daga og mun ekki sofa svo glatt ef Hicks kemst aftur að félaginu. Þá mun hann reka alla sem hann getur og fer í það í janúar að selja leikmenn fyrir skuldum sínum…

  36. Eitt sem ég er soldið forvitinn um.. Það var sagt að 2 tilboð hafi komið.. Frá hverjum var hitt tilboðið?

  37. Það var víst frá einhverjum kínverjum … en það kom ekkert fram nánar hvað aðili það var.

  38. Já, þeir voru að færa þetta yfir í Court 16. Þetta mál sem verður tekið fyrir þar á morgun er engu að síður af sama meiði og mál Broughton og félaga gegn Hicks og co. Komi jákvæð niðurstaða á morgun, gefur það okkur gríðarlega góðar vonir. RBS er að berjast fyrir nákvæmlega sama hlutnum og Broughton og félagar. Sjá hérna.

  39. Bíddu af hverju er RBS að höfða mál á hendur Hics og co? var það ekki Hicks sem er að höfða mál gegn stjórninni um það að stjórnin hafi ekki verið í rétti með að taka kauptilboðinu í klúbbinn þar sem hann hafi verið búin að reka 2 stjórnarmenn??? Maður er alveg hættur að botna í þessari vitleysu…. Verður ekki dæmt í þessu á morgun og svo í kjölfarið áfrýjað eða ekki??? kemur engin niðurstaða á morgun áég við???

    Jesús hvað það er að myndast hressilegur kvíðahnútur í maganum á manni yfir þessu öllu saman???

  40. Mér sýnist á nýjustu fréttum (yfirlýsing frá RBS) að þetta mál á morgun sé stóra málið hjá okkur, þ.e. það verður tekið fyrir hvort Hicks og co. hafi haft leyfi til að víkja stjórnarmönnum úr sætum sínum. Menn jafnvel að ýja að því að málið gæti klárast á morgun, þ.e. ef dómarinn tekur ákvörðun um að ekki verði hægt að áfrýja úrskurðinum. Paul Kelso heldur þessu fram og veit hann nú sitt.

  41. Viðar, það er afþví Hicks & félagar skrifuðu undir pappíra gagnvart RBS um að þeir myndu ekki hreyfa við Broughton og félögum.

    Með því að skipta um stjórnarmenn eru G+H að brjóta samning sinn við RBS.

    Ef dómurinn fellur RBS í hag þá keyra kaupin í gegn.

  42. Viðar

    Eðlilega er það RBS sem er að fara með þetta í hart við Hicks og Gillett, þeir halda því fram að salan hafi verið ólögleg þar sem þeir voru búnir að breyta stjórn og halda því fram að sú stjórn sem tók tilboði NASA eða hvað þeir nú heita hafi ekki haft umboð til þess.

    Þetta segir RBS að sé klárt brot á samningi sem var gerður í apríl og höfðar því mál á Hicks og þeim sem honum tengjast.

    Hvort Broughton og co hafi það svo í bakhöndinni að höfða líka má veit ég ekki en þá er allvega verið að berjast fyrir því sama.

    SSteinn, þetta verður aldrei búið á morgun, þetta er Liverpool FC og ekkert er svo “auðvelt”. Reynsla sl. ára hefur kennt okkur það.

  43. Sorry, þetta kom aðeins vitlaust út hjá mér. Það sem ég meinti var að þetta mál sem verður tekið fyrir á morgun, gæti klárað málið endanlega. Ólíklegt að dómarinn komist að eindanlegri niðurstöðu strax á morgun, þó talið sé að það gerist þó í þessari viku (72 klst. var talað um einhversstaðar)

  44. Takk Babu og Mummi ég var þá að skilja þetta nokkurnveginn rétt nema hélt að Hicks væri að höfða málið gegn stjórninni þar sem stjórnin samþykkti tilboðið sem Hicks vildi meina að ætti ekki að vera hægt þar sem hann rak 2 stjórnarmenn sem hann auðvitað hafði engan rétt á að gera en vill sjálfur meina að hann hafi haft rétt á….

    Allavega þetta er gríðarleg spenna og væri auðvitð best ef það væri hægt að sjá beina útsendingu af þessum rétti í fyrramálið, úff það verður erfitt að sofa í nótt…

  45. Fyrst málið verður tekið fyrir kl. 9:30 að ísl. tíma í fyrramálið, er vitað ca. kl. hvað má búast við því að dómur verður kveðinn upp í málinu á morgun ?

  46. Held að það sé nú hægt að meina að þessi síða jafngildi beinni útsendingu, svo vel hafa aðstandendur hennar staðið sig í fréttaflutningi af þessu máli.

    En það er rétt að það verður hnútur í manni þar til þetta er yfirstaðið.

    YNWA

  47. Dómarinn verður örugglega í Liverpool búningi innanundir dómaraskykkjunni.

  48. Já sæll. Plottið flækist bara, fyrst kom í ljós fyrr í dag að það er RBS sem sækir mál gegn Hicks á morgun en ekki LFC (LFC vs Hicks verður tekið fyrir síðar) og svo nú kemur í ljós að annar aðili ætlar að bjóða hærra en NESV?!?

    Hausverkur.

    Er til svefntafla sem virkar í sex daga? Væri alveg til í að leggja mig til hádegis á sunnudag, vakna þá með þetta allt frágengið og Everton-leikinn í sjónvarpinu um leið og ég opna augun.

    Það er allt útlit fyrir að morgundagurinn verði fáránlegur. Það hefur oft verið þannig að maður vildi helst vera í fríi frá vinnu til að fylgjast með Liverpool-fréttum en sveimérþá, held maður verði bara að nota frídag á morgun. Dæs!

  49. Annars verður að segjast að tímasetningin á þessum fregnum af hærra tilboði Peter Lim er stórundarleg. Það er vika síðan tilboði NESV var tekið og hann bíður þangað til rééééétt fyrir dómsmál þar sem Tom Hicks þarf að sanna að hann geti fengið betra tilboð en frá NESV í félagið, og þá allt í einu skýtur þessi gæji upp kollinum með – surprise! surprise! – betra tilboð en NESV?

    Ætli þetta sé annar Yahya Kirdi? Það er, leppur frá Hicks til að villa um fyrir dómstólum og ljá kröfu Hicks um að hann geti fengið betra tilboð en NESV-tilboðið smá trúverðugleika?

    Mjög efins um þetta allt saman.

  50. His interest in English football stems from his ownership of several Manchester United themed bars in Asia

    Og svo er hann að spá í af hverju hann hafi ekki verið valinn sem kaupandi? 🙂 Það væri reyndar svolítið kómísk fyrirsögn: Chelsea-maður selur United-stuðningsmanni Liverpool…

  51. Þegar ég las um þetta nýja tilboð leist mér ekki á það. Talar bara um að möguleikann á að græða pening á Asíumarkaði o.s.fr. Virðist frekar hafa dollaraglampa í augum heldur en ást á Liverpool og að félagið vinni titla. Og tímasetningin einmitt mjög einkennileg.

    NESV virðast þó hafa vit á mikilvægi þess að gera klúbbinn sjálfbæran en ekki sjúga allt fjármagn úr honum.

  52. Ég skal glaður játa að ég treysti Martin Broughton alveg ágætlega til að dæma um hvort tilboðið er betra. Mér finnst ég hafa heyrt svipaðan söng áður og heyrist í þessari frétt um Singapore gaurinn og persónulega vill ég ekki sjá einhvern sem áður hefur gert það gott í að selja United varning! (ekki að það skipti höfuðmáli samt). Tímasetningin á þessari frétt setur síðan nákvæmlega allar viðvörunarbjöllur í gang hjá manni.

  53. Ooooohh ég bara get ekki meira. Hlakka til þess að þetta mál klárist svo maður geti loksins hætt að spá í þessum málum. Vonandi að þetta endi á besta veg en það er ýmislegt gruggugt, þar á meðal þetta Singapúr-boð – það er allavega billionere sem Broughton leitaði að, persónulega þá finnst mér NESV líta betur út og meira traustvekjandi.

    En Guð minn góður hvað ég get ekki beðið eftir að þessu ljúki! Ég er að farast úr spennu og stressi sem gerir mér ekki kleyft um að einbeita mér að neinu í mínu daglega lífi!!

    • Það hefur oft verið þannig að maður vildi helst vera í fríi frá vinnu til að fylgjast með Liverpool-fréttum en sveimérþá, held maður verði bara að nota frídag á morgun. Dæs!

    Það hefur verið eins og full time job + yfirvinna að vera Liverpool aðdáandi sl. ….tjahh…ár !

  54. En hvernig er það, getum við ekki andað nokkuð rólega með þennan stigafrádrátt þar sem RBS eru að höfða sérmál gegn Hics & co svo þeir geta keyrt kaup NESV í gegn? Myndi ætla af þessu að RBS hefðu ekki áhuga að setja Kop Holdings í greiðslustöðvun ?

  55. Auðvitað eru fréttir þessara daga allar litaðar af því sem á gengur, og pottþétt er á ferðinni annar Kirdi sem vill bara flækja söluna.

    Ég skil nú samt stöðuna þannig að ef að RBS vinnur málið á morgun og síðan áfrýjunina mun salan ganga í gegn, Hicks vs. Liverpool væri þá eingöngu einhvers konar peningauppgjör varðandi viðskilnaðinn. Bara það eitt að Gillett er hvergi sjáanlegur hlýtur að veikja málstaðinn, sá veit að spilið er tapað. Eins og mál enda er það hr. Hicks sem er mesti refurinn og vei honum ef hann á félagið í vikulok. En auðvitað vei okkur líka.

    Hrægammarnir birtast víða og ljóst að margir vilja okkur illt. Ég hef lengi talað um að það komi að því að stórt nafn í alheimsfótbolta verði étið af offjárfestingunni sem verið hefur við lýði í íþróttinni nú um sinn. Mikið ofboðslega er ég hryggur að það hafi verið liðið mitt….

    Þessir síðustu dagar eru áfram partur af súrrealískri atburðarás sem fær mann til að velta því fyrir sér hvort það er eðlilegt hvað maður tekur málefni ensk knattspyrnuliðs nærri sér…

  56. Hvernig er ekki hægt að fýla það ef við erum með LIM sem eiganda klúbbsins?

  57. Vonandi fær maður yfirlýsingu frá Liverpool fljótlega þar sem verður greint frá því hvort eitthvað sé varið í þessar fréttir af nýju tilboði eða ekki. Þoli ekki þessa óvissu mikið lengur!

  58. http://www.skysports.com/story/0,19528,11669_6439202,00.html

    Eins og ég skil þessa hringavitleysu þá er RBS bankinn búinn að vinna mál gegn Hicks, hann sem sagt braut ákvæði í samningi sínum við RBS þegar hann rak Purslow og félaga. Það þýðir, samkvæmt Brougton, að réttarstaða LFC er mjög sterk þegar farið er inn í alvöru dómsálið gegn Hicks. Hvort þetta skuggatilboð frá Singapore kemur málinu eitthvað við veit ég ekki. Það er erfitt að sortera skítinn frá flugunum þegar maður les fréttir um þessi dómsmál, í þokkabót veit ég ekkert um réttarkerfið í Bretlandseyjum (eða annarstaðar ef út í það er farið).

  59. [Dæs.] Við eigum að vera að tala um eitthvað allt annað núna. Ekki eðlileg umræða fyrir knattspyrnuáhugamenn.

  60. Ef þetta tilboð frá Singapúr væri eitthvað stórkostlegt og miklu bera en hitt boðið væri þá eitthvað hægt að breyta því að félagið hefur samþykkt að selja NESV???

  61. Maggi, Gillett er hvergi sjáanlegur vegna þess að hann er búinn að missa yfirráðarétt yfir sínum hlut Mill Financial sem lánaði honum …

  62. Nr. 77 Bjartmar

    Hvernig er ekki hægt að fýla það ef við erum með LIM sem eiganda klúbbsins?

    Áhugi þinn á þessu er reyndar rannsóknarefni…sérstaklega í ljósi þess að af öllum stöðum í heiminum bjóstu einu sinni mitt á milli Tarm og Lem !!

    Nr. 80 Óli G

    [Dæs.] Við eigum að vera að tala um eitthvað allt annað núna. Ekki eðlileg umræða fyrir knattspyrnuáhugamenn.

    Einn á Twitter var að tala um það hvað honum hlakkaði til að geta farið aftur að tala um það hvort Lucas sé betri með stutt eða langt hár!! Erfitt að vera ekki sammála honum.

  63. Take Lim bid with a pinch of salt. Hicks needs something to prove he can get higher price for club. All very convenient. #lfc

    PETER LIM IS BELIEVED TO BE WORKING FOR HICKS ALL VERY CONVENIENT

    Þetta kæmi mér ekkert á óvart enda tímasetninginn frekar vafasöm.

  64. Ég get ekki séð að þetta ætlaða tilboð frá Singapúr breyti nokkrum sköpuðum hlut nema að ef svo fer að dómstólar dæmi Hicks í vil.

    Klúbburinn er eins og staðan er í dag seldur NESV, plain and simple.

  65. Þetta ástand er bara ekki holt fyrir sálartetrið.
    Mér er búið að takast að halda mig frá öllu netvafri í dag um þetta mál, bara til að halda geðheilsu. Ákvað svo að kíkja snöggt yfir spjallið hér til að fá up to date stöðuna. Og er bara farinn á taugum eftir lesturinn.
    Þetta er ekkert auðveldara en að vera 3-0 undir í hálfleik í Istanbul :þ

  66. En varðandi þetta dularfulla boð Lim þá er þetta auðvitað staðreynd málsins

    tariq panja
    NESV unfazed by Lim messages. They have a signed deal with #LFC board. If court approves that deal is as good as done.

  67. Það er nokkuð ljóst að Liverpool getur ekki keypt sér titla eins og Chelsea. Við getum ekki vonað að einhver komi og leggi sína eigin peninga í að keppa við Mancity og Chelsea.
    Við verum að ná í framkvæmdastjóra sem getur unnið deildina fyrir Liverpool þrátt fyrir að eiga ekki peninga.
    Einhvern sem hefur unnið á Spáni og þannig skotið liðum eins og Real Madríd og Barcelona ref fyrir rass. Jafnvel vel þjálfara sem hefur unnið í Þýskalandi.

  68. Herra Singapúr á kannski nóg af peningum en hann á líka nokkra ManU bari og fannst tilvalið að kaupa Liverpool af því að þeir ganga svo vel.

    Já nei takk segi ég.

  69. Hrikalega sáttur með alla þessa umræðu hérna, sparar mér mikinn tíma að þurfa ekki að skoða allar síður út um allt en vita samt sirka hvað er í gangi.

    En væri ekki nett að setja upp grein í kvöld sem útsk nákvæmlega hvernig málin standa og hafa svo live-update á henni á morgun þegar ballið hefst? ;D

  70. Nýjustu fréttir eru þær frá Spirit of Shankly að málið verði tekið fyrir á morgun og svo slegið á frest innan nokkurra mínútna (væntanlega vegna beiðni öðrum hvorum megin frá sem þarf að undirbúa). Málið verði því ekki flutt á morgun heldur tekið fyrir, frestað og um leið gefið út hvenær það verður flutt (líklega daginn eftir, miðvikudag).

    Helvítis lagakjaftæði. Svo virðist sem við gætum þurft að bíða einn dag til viðbótar áður en við fáum einhvern botn í þetta allt saman.

  71. Smá of topic.

    Vildi bara lýsa aðdáun minni á U 21 árs landsliðinu okkar : )
    Komnir á lokamót EM í Danmörku næsta sumar og greinilegt að framtíðin er björt í knattspyrnumálum á Íslandi : )

    Það þarf að taka afsteypu af fætinum á Gylfa og steypa í brons.

  72. ”Það þarf að taka afsteypu af fætinum á gylfa og steypa Í GULL ”!

  73. Sammála Hafliða nr. 94.
    Af hverju í ósköpunum þurfti Gylfi að fara til þýskalands….hefði hann ekki verið fín kaup fyrir Liverpool á 7m ?

  74. Gylfi Sigurðsson er sá leikmaður sem Ryan Babel mun aldrei verða. Mætti alveg íhuga að skipta á þeim tveimur að mínu mati.

  75. Breaking news 🙂 Peter Lim the new bidder in the race to buy Liverpool has made some of his money with a string of Manchester United themed bars across Asia. You just couldn’t make this up now, could you?

  76. Mér finnst eðlilegt að þeir segist ekki ætla að kaupa liðið ef af þeim verða dregin 9 stig. En ég er þó viss um að þeir geri annað tilboð og það lægra. Það er eðlilegt að þeir vilji ekki borga sama verð fyrir klúbbinn þegar hann er kominn með mínus stig. Tel að þetta hafi samt ekki áhrif á áhuga þeirra heldur að þetta sé einungis viðskiptalegs eðlis.

    • Ég er ekki frá því að svipur og líkamlegt atgervi Hicks á þessari mynd minni örlítið á keisarann í Star Wars. En við vitum öll hvernig fór fyrir honum..

    Stoltur get ég svarað þessu neitandi! 🙂

  77. Logi svaraði því neitandi þegar hann var spurður hver væri pabbi hans. Kannski Babu Hicks.

  78. ?Ég er ekki frá því að svipur og líkamlegt atgervi Hicks á þessari mynd minni örlítið á keisarann í Star Wars. En við vitum öll hvernig fór fyrir honum..

    Stoltur get ég svarað þessu neitandi

    Tek undir með Babú og svara líka stoltur neitandi enda aldrei séð star wars…

    En stór dagur í dag og vonum bara að allt fari á besta veg og eitthvað komi allavega útúr þessu annað en bara frestun til morguns.

  79. er einhver hérna stoltur yfir því að hafa EKKI séð Star Wars ? Jesús almáttugur það er verra komið fyrir félaginu okkar en ég hélt

  80. Lesið út úr þessu það sem þið viljið

    JimBoardman

    Just to clear things up: This case is starting at 10.30, and 14.00. It’s going to be 2 minutes long, and two hours. No worries.

  81. Já vonandi að það fáist einhver svör í dag en einhvernveginn held ég að þetta eigi eftir að dragast eitthvað.

  82. Babu: Sem sagt áfrýjunin kl. 14:00 á enskum tíma og sjálf réttarhöldin núna kl. 10:30?

  83. Páló

    Ég held að þetta sé þannig að kl.10:30 verður mætt í salinn og málið lagt fyrir eða eitthvað þannig og það tekur bara örfáar mínútur. Seinna um daginn, 14:00, þá hefjast réttarhöldin sjálf líklega. Áfrýjunin fer líklega ekki fram samdægurs en þarf, hef ég heyrt, að gerast innan 72 sólarhringa eða eitthvað þannig.

    Þori nú ekki að hengja mig upp á þetta enda ekki vel að mér í réttarkerfinu en ég hef allavega túlkað þetta eitthvað á þessa leið.

  84. Hello LFC supporters. Everyone is hoping for the best. There have been enough twists and turns. Hopefully all gets sorted out soon; LFC moves forward

    John W. Henry on Twitter

  85. Rétt hjá Óla Hauk nema

    • Áfrýjunin fer líklega ekki fram samdægurs en þarf, hef ég heyrt, að gerast innan 72 sólarhringa eða eitthvað þannig.

    72 klukkutíma held ég að þetta sé nú

  86. Lesið út úr þessu það sem þið viljið

    JimBoardman

    Just to clear things up: This case is starting at 10.30, and 14.00. It’s going to be 2 minutes long, and two hours. No worries.

    Málið sett 10:30 og farið fram á frestun = 2 mín. Fresturinn er bara til tvö og verður klárað þá.

    Síðan er náttúrulega áfríunin eftir.

  87. jæja ekkert að frétta af þessu ???

    á meðan ég man hefur eitthvað heyrst með meiðsli Torres, hefur alveg farið framhjá mér í þessu eigenda fíaskói, þ.e. hversu alvarleg þau eru ? er séns að hann verði í hóp gegn Everton um næstu helgi ?

  88. Var að heyra á BBC að nýja tilboðið frá Asíu sé 320 millur og 40 millur í janúarglugganum til leikmannakaupa !!!

  89. Paul Tomkins

    11.38am: Hicks & Gillett representative admits to breach of contract but feels there is no urge for board to be reconstituted before Friday.

    óg Óli Haukur

    hehe nei, poteto – potato 😉

  90. Hicks and Gillett representative admits to breach of contract but feels there is no urge for board to be reconstituted before Friday.

    RBS dismisses this as ‘absurd’ given the company needs to repay £200m to the bank by Friday.

    • Maður verður að viðurkenna að maður er svolítið smeykur við þennan leik frá H&G, ætli þeir lumi á einhverju ef þeir vinna málið?
  91. Þessi náungi í Asíu segist ætla að borga þetta úr eiginn vasa en hann er talinn vera 1billion punda virði. Nesv grúppan mun þurfa að fá þessa peninga lánaða fyrir klúbbnum þótt þeir segist ekki ætla að láta þá skuld liggja á félaginu. Hinsvegar held ég að þeir hafi þá alltaf kostinn á að skella skuldinni á félagið ef í harðbakkann slær hjá þeim. Það getur auðvitað hvaða eigandi sem er og er oftar en ekki reyndin í þessum business í dag.

    Hversvegna ætli þessum náunga hafi verið hafnað samt sem áður til að byrja með ?

  92. Já auðvitað getur það verið málið, það væri auðvitað dæmigert hjá þessum hálfvita !

  93. Ég hef nú mikið horft á Law and Order, Boston Legal o.fl. en svei mér þá, ég hef bara aldrei verið jafn spenntur og stressaður við að fylgjast með málaferlum!

    “RBS reveals that it is clause C3 of the sale agreement with the bank that Hicks and Gillett signed in April 2010 that they have breached in regards to trying to change the board.”

  94. Despite his new offer, Lim’s chances of buying Liverpool are slim. Lim is only likely to gain control of Liverpool if Hicks loses in court and RBS put the club into administration or NESV choose to pull out. NESV’s agreement with the LFC board is legally binding, so a higher bid cannot be accepted. Lim might also try to offer Hicks the funds needed to pay off the debt and take control surreptitiously, although this would seem like a very risky strategy.

  95. Nr.128

    Hann skrifaði þetta líklega bara til að geta sagt að Lim’s chances are slim 🙂

    LFC

  96. Haha já alveg örugglega. Verð nú að viðurkenna að hafa Lim í félaginu yrði nokkuð skrautlegt; við Íslendingar gætum allavega leikið okkur með það. 🙂

  97. Hér um árið var mátað DIC (k) við liðið og nú er verið að spá i Lim. Humm þarna er komin ástæða til að snúa ekki baki við félaginu :p

  98. 131
    “Hér um árið var mátað DIC (k) við liðið og nú er verið að spá i Lim. Humm þarna er komin ástæða til að snúa ekki baki við félaginu :p”

    Tja ekki nema maður sé fyrir eitthvað svoleiðis 😉

  99. Gæti komið úrskurður núna um klukkan 13:00: “Mr Justice Floyd likes to think about his decisions over lunch, so don’t expect judgment before 2pm.”

  100. “Owners have no idea what happened after 4.30pm on 5 October, according to their rep, and were not kept informed by the board thereafter.”

    Þetta gefur mann smálítið DEja Vu eitthvað fyrir hrun

Níu stig

Málið…. (uppfært x5 – búið í dag)