Everton 2 – “Liverpool” 0

Roy Hodgson.

Átta leikir. Einn sigur. Þrjú jafntefli. Fjögur töp. Næstneðstir í deildinni. Lið sem liggur aftarlega á vellinum. Lið sem sækir á fáum mönnum. Lið sem dælir háum boltum yfir miðjuna og upp á framherjann í skallaeinvígi. Upp á Fernando Torres, ekki Emile Heskey eða Bobby Zamora. Lið sem virðist skorta allt hungur og sjálfstraust. Lið sem spilar maður-á-mann vörn svo illa að jafnvel gagnrýnendur svæðisvarnar eru farnir að grátbiðja um hana aftur. Lið sem er svo týnt inná knattspyrnuvellinum að Pepe Reina er að henda – HENDA! – boltanum á andstæðinga og í innköst. Þá er fokið í flest skjól.

Roy Hodgson. Bregst illa við á blaðamannafundum þegar menn spyrja hvort hann þurfi að endurhugsa taktíkina hjá sér. Segist hafa spilað sama boltann í 35 ár með góðum árangri. Er alveg blindur á þá staðreynd að góður árangur hjá Fulham og Udinese er ekki það sama og góður árangur hjá Liverpool.

Roy Hodgson. Fengi þolinmæði ef liðið væri um miðja deild og hann gæti sagst vera í uppbyggingarstarfi. Því miður er það ekki staðan. Liðið er í næstneðsta sæti og hefur varla átt góða sóknarlotu í allan vetur. Aðeins sigrar gegn lakari liðum í Evrópudeild bjarga þessu tímabili frá því að vera 100% hörmung hingað til. Aðeins langskot Torres í eina deildarsigrinum, heima gegn W.B.A., bjarga þessu liði frá því að vera verðskuldað í neðsta sæti deildarinnar.

Næstu fimm leikir liðsins líta svona út:

* Napoli (úti)
* Blackburn (heima)
* Bolton (úti)
* Napoli (heima)
* Chelsea (heima)

Roy Hodgson. Finnst ykkur liðið líklegt til að vinna einhvern af þessum leikjum undir hans stjórn?

Ekki ég. Fyrir mér er þetta bara spurningin um hvenær nýju eigendurnir verða búnir að sjá nóg til að taka ákvörðun.

Ég? Ég er búinn að sjá nóg. Nú er bara að bíða…

188 Comments

  1. Helvítins fíflið var brosandi þegar hann tók í höndina á David Moyes!

  2. Jæja nú getum við rekið þennan gamla kall hann veit ekkert um liverpool!!

  3. Það er eins gott að þetta hafi verið seinasti leikur Hodgson með Liverpool, annað er algjörlega óásættanlegt.

  4. Ég vorkenni Hodgson að þurfa að þjálfa þessa aumingja sem eru úti að skíta leik eftir leik.

  5. Á áttugustu mínútu þá fór liðið loksins að pressa hátt upp á vellinum. Pressuðu boltann á vallarhelmingi Everton og hvað gerist við förum að fá hálf-færi og færi komumst nær markinu heldur en fyrstu áttatíu mínúturnar þegar við bökkuðum bara og gerðum ekkert að viti.
    Við eigum að byrja leikina á að pressa hátt þannig vinnum við boltann framarlega og það er stutt í mark andstæðinganna…

  6. ESPN:
    “Rafa Benitez got a lot of stick and some of it rightly but Liverpool would not be in the position they’re in now under him.”

  7. Djöfull er þetta orðið sorglegt að fylgjast með þessu. Er síðan í fjölmiðlum að reyna verja sig eitthvað. Shit, nýjir eigendur, nýr þjálfari næst.

  8. Hvar lærði þessi maður taktík ?
    Liðið er að spila svo gjörsamlega ömurlegan fótbolta að ég hef ekki séð annað eins í fjölda mörg ár.
    Það er engin pressa á leikmenn og við eigum ekki færi allan leikinn og erum ekki einu sinni að skjóta framhjá markinu það eru bara ekki skot enda liðið svo aftarlega á vellinum að það er skelfilegt.
    Hvar er þessi fótbolti sem Hodgson talaði um ?
    Að spila the Liverpool way með free flowing football og sækja á mörgum mönnum.
    Þessi maður ræður ekki við þetta verkefni og liðið fer versnandi með hverjum einasta leik sem líður.
    Mér er andskotans sama þó að mennirnir séu brosandi á æfingum og allir voðalega sáttir við Hodgson þetta bara gengur ekki lengur.
    Burt með Hodgson ekki seinna en í kvöld.

  9. Fyrri hálfleikur gjörsamlega skelfilegur, Everton hætti síðan eiginlega bara eftir seinna markið samt fannst manni okkar menn aldrei líklegir til að gera nokkurn skapaðan hlut. Eftir 50 mínútur var staðan 2-0 og spilamennskan búin að vera arfaslök, samt var beðið í 20 mínútur eftir því að gera fyrstu skiptinguna. Það er spurning hvort Liverpool verði í Championship deildinni að ári….

  10. Frábær varnarsigur. Hef það eftir innsta hring að Hodgson hafi sett sér það markmið að tapa aldrei útileik stærra en 10-0. Þetta er því þvílíkur sigur þegar það er haft í huga. Maður getur ekki annað en samglaðst ******* Hodgeson afrek hans og stóra sigra með Liverpool. Klæðist ekki Liverpool treyju þangað til að nýr stjóri tekur við.

  11. Ég er búinn að halda með Liverpool í ca 35 ár og mun að sjálfsögðu gera til dauðadags. En ég hef aldrei þurft að hafa eins mikið fyrir því að horfa á liðið eins og nú, ég tek út fyrir það. Ég er gjörsamlega búinn að vera eftir að horfa á þetta, bæði á líkama og sál. Nýjum eigendum bíður mikið verkefni og þeir þurfa að hefjast handa strax. Ég reikna með að Hodgson verði látinn fara fljótlega.

  12. Nice man, wrong job. Fyrsta alvöru verkefni Henry og NESV að finna mann sem ræður að stýra sigursælasta liði Englands.

  13. Ja hérna hér, Liv, er ekki að laga neitt, sendingar ónothæfar skot að marki víðsfjarri og menn drulla ekki boltanum í teiginn og joe cole hver sagði honum að spila fótbolta?? R H skiptir eins og R B (65-75 min). Maxi ????? átti að vera farinn útaf fyrir löngu, átti ekki að vera með í byrjun. Þetta er skandall. HVAÐ ER ‘I GANGI?

  14. það eina sem ég vill lesa í blöðunum á morgun er að NESV sé ánægðir með að hafa keypt liðið og King Kenny hafi tekið við liðinu til júni til að finna betri eða hann bara taki alfarið við liðinu.

    maður fer næstum því (næstum því) að sakna Graham souness næstum því….

    burtu með þetta frat sem er að drepa liðið og þessa “afburða” menn sem hann kom með.

    Takk og bless. skildu allt merkt Liverpool eftir í körfunni við hurðina og við munum sleppa því að setja nafn þitt í sögubækur okkar..

  15. Jæja ég horfði ekki á þennan leik hélt reyndar að hann byrjaði kl 14 en ekki 12 og missti því óvart af honum. En mikið er ég feginn að hafa ekki séð Liverpool spila enn einn hörmulega leikinn. Held að það sé morgun ljóst að Hodgson á ekki að vera í Liverpoolborg ekki nema þá sem þjálfari Trammer. Það er ekki hægt að kenna eigendunum um núna ekki nema að þeir réðu Hodgson.

    Bestu fréttirnar væru að hann væri hættur með liðið núna á mánudaginn og Daglish verði tekinn við.

  16. Nú er tíminn hans Kenny Daglish kominn. Það er ekki eins og það sé barist um að þjálfa Liverpool eins og staðan er núna. Frábært samt að hafa þurft að borga Fulham fjármuni fyrir að sleppa Hodgson undan samning. 😉

  17. Getum líka hvatt Torres bæ, efa það stórlega að hann nenni að vera þarna mikið lengur og leyfa Hodgson að drepa allt hungur sem hann hefur.

  18. Roy Hodgson er snillingur.

    Kaupir þrítugan Poulsen á 4,5 milljónir punda og gerir við hann þriggja ára samning.

    Og kaupir svo fyrir sama verð 29 ára gamlan bakvörð og gerir 4 ára samning við hann.

    Við erum að tala um 9 milljón pund fyrir Paul Konchesky og Christian Poulsen!!

  19. Hodgson á eftir að koma fram og segja að það hafi ekki verið hægt að búast við sigri. Og að hann sé ánægður með að liðið hafi bara fengið 2 mörk á sig og eitthvað.

    Maðurinn hefur engan metnað og á að hafa vit á því að fara burt sjálfur.
    Ef ekki , þá á að reka hann undir eins!

  20. ég fékk nóg eftir 4 leiki hef ekki horft á liverpool síðan byrjun sept og hef ákveðið að gefa þessu frí fram að jólum…. fynnst ekki taka því að eyða orku í að verða pirraður yfir þessum kerlingum 😉

  21. Guð minn almáttugur, held að ég væri frekar til í að horfa á heilann sólarhring af þættinum Hringekjan með gerpinu honum Góa, kynlífsmyndband með Aroni Pálma eða jafnvel uppistand/fyrirlestur með Dóra DNA heldur en að þurfa að horfa upp á annan Liverpool leik undir stjórn Hodgsons.

  22. RT @robbohuyton: Everton fans: Going down, going down, going down. Liverpool fans: So are we, so are we, so are we.

    Höldum allavega í húmorinn

  23. RH…ok..hann er ekki alveg að gera sig kall greyið…!!! En lykilmenn eins og Torres og Gerrard eru bara á 50%…Þeir þurfa að ná minnsta kosti 85% ef ekki á illa að fara fyrir LFC á þessu tímabili. Fallegt að forráðamönnum LFC að láta Carragher fá nýjan samning en algjör mannvonska að láta hann spila svona leiki. Hann er alltof slow í svona baráttu. En helgi eftir helgi segir maður að nú sé botninum náð en svo virðist ekki vera …enn að minnsta kosti.
    Must fyrir LFC að fá öflugan framherja í Janúar og amk. einn alhliða varnarmann.

  24. Nei nei nei, Hodddson er á réttri leið með liðið að hans mati. Hann er búinn að vinna heilan leik í deildinni! Ég meina, vá hvað taktíkin hjá þessum manni er ömurleg

  25. Klassa skýrsla….Ljóst að öll komment eftir leikinn áttu eftir að snúast um þessa umræðu og ég kvitta heilshugar undir þessa skýrslu.

    Nýjir eigendur þurfa að móta framtíð félagsins og fara byggja upp. Hodgson var hugsaður sem bráðabirgðastjóri og það sást berlega á kaupum hans þar sem hann hefur klárlega ekki verið að kaupa framtíðarleikmenn til félagsins. Það er rökrétt framhald af eigendaskiptum að fara horfa amk 5 ár fram í tímann og þá er best að fara huga stjóramálum strax í samræmi við það.

  26. Liverpool boss Roy Hodgson: “I don’t feel it to be a crisis because the way we have played today I don’t think anyone would believe that is the type of football of a team in the bottom three. I think we can consider ourselves unlucky.”

    Jesús, María og Jósef

  27. Þetta er bara skelfilegt !! Spái því að þessir menn losa sig við Hodgson mjög fljótlega. Hann fær kannski leikinn næstu helgi og svo býst maður við að sjá Kenny klára þetta season. Við ráðum svo framtíðarstjóra næsta sumar. Vona bara að það sé ekki of seint fyrir menn eins og Gerrard og Torres.

  28. Minnir að þeir í lýsingunni hafi verið að tala um að Hodgson hafi ekki unnið 21 leiki í röð á útivelli… þeir eru þá orðnir 22.
    Hann segist hafa spilað sama kerfi og fótbolta í 35 ár, það ætti að vera nóg til að benda manninum á að fara annað að þjálfa. Ef þú þróast ekki og breytir um kerfi eftir tíðaraandi og þeim leikmönnum sem þú hefur að spila þá áttu ekkert að gera með að vera að þjálfa.

    Strax núna á eftir þegar menn eru búnir í sturtu ætti að senda Hodgson bara heim og láta King Kenny taka við og pressa andstæðingana á þeirra vallarhelmingi ekki detta niður á okkar eigin og byrja að pressa þar…

  29. jaja..
    Það er allof margir leikmenn sem eru bara alls ekki nógu góðir.
    Lucas er bara fullreyndur, það eru alltof margar feilsendingar og alltof oft sem hann stoppar hröð hlaup framm með því að gefa aftur því hann hefur ekki hæfileika til að finna rétta manninn með réttu sendinguna,,
    maxi er hreinlega bara lélegur..
    cole er góður leikmaður en átti daprann dag.
    Torres vita allir að hann er virkilega góður en er greinilega eitthvað þungur og snerpan ekki eins og við erum vanir..
    Carra.. ég verð hreinlega að játa að ég er SKÍTHRÆDDUR þegar hann er að verjast.
    Meireles Fannst hann standa sig virkilega vel..
    Babel verður að fá að spila meira, finnst leikur liðsins lagast mikið þegar hann kemur inn..
    þetta eru alltof margar brotalamir í liðinu sem verður að leisa úr STRAX í gær,..
    Kv.. Niðurlútur og dapur LIVERPOOL aðáandi
    Rúnar

  30. Ja hérna. Orð Hodgson eftir þennan leik eru annað hvort hrein og klár lygi eða ótrúlega mikil sjálfsblekking. Það er ENGINN SÉNS að hann hafi horft á þennan leik og fundist liðið vera að spila vel. Það getur bara ekki verið.

    Spilamennska liðsins í vetur verðskuldar ekkert annað en fallsæti. Ef hann heldur öðru fram er hann að ljúga … að okkur eða sjálfum sér.

  31. Það voru fimm menn sem gátu komið út úr þessum leik með höfuðið hátt, leikmennirnir á bekknum sem ekki komu inn á, og læknirinn því enginn fór meiddur úr þessum leik.

  32. Miðað við hvernig við erum að spila erum við nákvæmlega á þeim stað sem vð eigum skilið. Hodgson verður bara að sjá sóma sinn í því að pakka saman ofan í tösku og fara burt og koma ekki aftur.

  33. HAHAHA ég trúi ekki að maðurinn hafi haldið andlitinu á meðan hann var að seigja þessi orð í viðtalinu !!!! ég hef bara eitt að seigja OMG !!!!!!!!!!!

  34. Opinbert hann taldi liðið hafa spilað vel í dag fyrir utan erfiða byrjun í leiknum þá hefðum við verið óheppnir að tapa leiknum, hann segir ennfremur að í 9. af hverjum 10. leikjum sem að liðið spilar svona vel þá myndum við vinna leikina.
    Þessi maður er greinilega ekki á sömu plánetu og við hin.

  35. Spilaði Liverpool vel í dag? Eiga NESV pening fyrir nýjum gleraugum handa kallinum.

  36. Ég réði mig einu sinni á netapung sem gerður var út frá Reykjavík. Skipstjórinn var svona næs gæ sem hékk gjarnan í lúkarnum og spilaði bridge við okkur strákana. Hann kunni fullt af sögum aðallega af öðrum skipstjórum Svo fór dallurinn að fiska illa og karlinn missti sjálfstraustið. Hann vissi á endanum varla hvort hann var að koma eða fara og dróg ekki bein úr sjó. Hýran lækkaði eftir því og á endanum nennti engin að tala við hann. Hann hélt samt áfram að brosa til okkar og var með fleðulæti við hásetana eins og hundur að leit að hrósi. En það var ekkert slíkt að hafa og á endanum var karlinn rekinn og vinnur núna hjá Hampiðjunni við netabætingar.

    Á punginn kom jaxl fúll eins og mamma andskotans en rótfiskaði. Hýran fór upp og skapið með.

    Það er orðið fullreynt með Roy gamla. Hann hefur ekki hreðjarnar í þetta þótt hann brosi breitt þegar hann tapar.

  37. Hogdson er ömurlegur en ég held að Liverpool liðið sé líka bara búið, þar að segja sem topplið.

    Torres hefur ekki verið í lagi í marga marga mánuði. Hann er alltaf meiddur, virðist ekki hafa gaman af þessu og er með 1 mark á tímabilinu. Hann er samt einn besti framherji í heimi og myndi hugsanlega blómstra aftur undir öðrum knattspyrnustjóra eða í öðru liði.

    Steven Gerrard er ennþá góður en þetta er ekki Steven “besti leikmaður heims, vinnur alla leiki upp á eigin spýtur” Gerrard eins og hann var fyrir nokkrum árum.

    Carragher er ekki í topp4 klassa lengur og hangir þarna inni eingöngu á því að vera eitthvað legend, á því að það er enginn annar betri, á því að hann er leiðtogi.

    Joe Cole gat ekki neitt í fyrra eftir að hafa komið úr löngum erfiðum meiðslum og hann hefur haldið því áfram í vetur. Virðist vera sprunginn.

    Benayoun er farinn, Mascherano er farinn, Alonso er farinn. Aquilani var lánaður burt.

    Það er 1 góður striker í þessu liði sem er Torres og sú staðreynd skín aldrei betur en þegar illa gengur hjá þessum 1 striker. N’Gog er efnilegur piltur sem ætti að vera 3 eða 4 kostur.

    Nýju leikmennnirnir eru búnir að vera slakir og enginn þeirra hefur sýnt fram á að þeir muni hjálpa liðinu mikið.

    Á undanförnum tveimur tímabilum hefur liðið breyst úr frábæru liðið (2.sæti, slátra Real, slátra Man Utd) í gott miðlungslið. Ef þið trúið mér ekki lítið á leikmannahópinn; Konchesky? Poulsen? Lucas?

    Ef maður ber saman liðið í dag og liðið sem vann Real Madrid 4-0 fyrir 18 mánuðum síðan þá sér maður muninn.

    Hogdson á auðvitað stóran þátt í þessu, en líka eigendurnir og Benítez. Liverpool endaði í 7. sæti í fyrra, eru núna í botnsæti. Önnur lið eins og Man City og Tottenham eru að berjast um toppsætin og keppa í meistaradeildinni enda með stærri leikmannahópa, betri leikmenn, betri byrjunarlið og spila betur sem lið.

  38. Mér finnst ég geta postað sama commenti við þessa umræðu og ég gerði við liverpool sunderland leikinn í september. Tek heilshugar undir með KAR, þetta er ekki spurning með tíma fyrir Roy, stjórinn er bara einfaldlega ekki nógu hæfileikaríkur fyrir Liverpool, as simple as that.

    1. Biggi says:
      25.09.2010 at 16:38

    Ég veit ekki með ykkur en ég fékk það á tilfinninguna í þessum leik að í upphafi og framan af hafi menn verið að fylgja skipulagi RH í spilamennsku, ansi mikið Fulham spil í gangi. Ekkert gekk eins og oft áður, í seinnipart seinnihálfleiks fór eitthvað smá líf að koma í hlutina og menn fóru að gera allt annað en þeir höfðu verið að gera fyrri hluta leiksins. Mig grunar ansi mikið að það hafi ekki verið skipanir frá RH sem breyttu spilamennskunni, frekar það að menn gáfust upp á því að reyna að berjast við það að spila fótbolta sem stjórinn skipulagði fyrir leikinn og fóru í staðinn að gera það sem þessir menn kunna allir, þ.e. að spila fótbolta og reyna skora mörk.

    Ég ætla ekki að kenna RH að fullu um þennan leik en það sem af er tímabili finnst mér eins og hann sé ekki að standa sig, Liverpool virðist aldrei vera með skipulag á leik sínum sem virkar og aldrei er verið að nýta sér veikleika í liðum andstæðingsins og herja á þá. Finnst eins og við séum að verjast og verjast og vona svo það besta. Klassísks Fulham spilamennska. Óþolandi að horfa á.
    Thumb up 14 Thumb down 1

  39. Er Guus Hidding ekki á lausu ? Held að hann gæti virkað flott hjá okkur þó það sé aðeins farið að slá í hann.

  40. Góð skýrsla. Í raun ekki miklu við hana að bæta.

    En nýjir eigendur þurfa bara að horfa á stöðuna út frá hreinum og klárum viðskiptasjónarmiðum. Hvort er kostnaðarsamara, að fara með liðið niður um deild eða að skipta um framkvæmdastjóra.

  41. Ég er búinn að fylgjast með og vera Púllari síðan ég var ungur maður. Þetta Liverpool-lið er það lélegasta sem ég hef séð spila. það er alveg sama hver tæki við af Roy það myndi ekkert batna. Það þarf að stokka upp allt liðið og fá menn sem eru að vinna fyrir kaupinu sínu og spila með Liverpool-hjartanu, það er alveg sama hvað þeir heita, bara burt með þetta áhugalausa lið og Roy Rogers ræður ekki við verkefnið!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

    Elska þennan klúbb og er með tárin í augunum að sjá leikinn í dag sem var öllum til skammar!!!!

  42. Þetta á ekki að vera hægt. Ég veit að við erum ekki með mannskap til þess að vinna þessa deild og jafnvel ekki nógu góðan til þess að berjast um meistaradeildarsæti, EN við erum með betra lið en það að vera í FALLSÆTI!! Það þarf einhvern einstakan hæfileikamann til þess að koma liðinu í þessa stöðu. HODGSON BURT.

  43. Svona í alvöru það þarf að senda manninn til Kanarý og fá alvöru þjálfara í staðinn. Þetta er alls ekki fyndið lengur. Við mun falla úr deildinni ef hann fær að halda áfram með liðið.

  44. Það er bara allt of mikið af meðalmennsku í þessu liði. Við erum með svo marga leikmenn sem eru bara ekki í réttum klassa, leikmenn sem gætu plummað sig ágætlega ef að leikmennirnir í kringum þá væru ekki líka í meðalklassa. Skrtel, Kyrgiakos, Konchesky, Poulsen, Lucas, Maxi, Babel. Þetta eru allt leikmenn sem að eru ekki í réttum klassa. Carragher, Gerrard, Torres, Reina, Johnson, Kuyt, Cole, Aurelio, Meireles eru hins vegar leikmenn sem að eru kannski í réttum klassa en hver og einn einasti að spila lengst undir getu. Hópurinn er ekki svona lélegur (eins og staðan í deildinni segir) en heldur ekki nógu góður.
    Þó að RH sé búinn að fá alveg svakalega lítinn tíma með liðið og gæti jafnvel gert eitthvað í liði með nýju eigendunum þá þarf bara umturnun og hún fæst oft með því að skipta um stjóra. Umtalið og tilfinningin í kringum RH er mjög neikvæð og manni finnst eins og það sé ekki nokkur leikmaður sem hefur trú á honum, hvað þá stuðningsmennirnir. Það væri því vel að fá nýjan stjóra og fríska aðeins loftið og snúa stemmingunni. Vonandi er King Kenny maðurinn en hann er nú samt búinn að vera þarna innanbúðar að rotna með liðinu. Kannski þarf einhvern algjörlega utanaðkomandi. Er ekki farið að hitna undir Óla Jó?

  45. Ég ætla ekkert að ílengja þetta neitt og viðurkenna að ég var ánægðasti LFC aðdáandinn í heiminum með ráðninguna á Roy Hodgson. Í dag vil ég fá hann í burtu fyrir þær sakir sem Kristján Atli hefur talið upp hér að ofan sem ég er sammála frá A-Ö.

  46. Svo mæta menn og kenna einstökum leikmönnum um úrslitin. Er ekki orðið nokkuð ljóst að það er taktíkin sem er að klikka?

    Hve oft var boltanum ekki sparkað hátt fyrir miðju Liverpool, fram á “trukkinn” Torres? Það er fíflalegt að horfa á þetta – en það sorlgega er að við vitum að þetta eru beinlínis skipanir frá stjóranum. Hann vill að liðið spili svona.

    Auk þess bakkaði liðið alltaf þegar það missti boltann. Berið það saman við hápressu Everton sem setti Liverpool trekk í trekk í erfiða stöðu. Þannig spilaði Liverpool áður.

  47. Aquilani setti hann fyrir Juve um helgina. Hefði verið fínt að hafa hann í holunni með Torres og Meire/Gerrard á miðjunni, virka greinilega fínir saman. Veit ekki hvar ég á að byrja með hann Maxi litla Rodriuqez. Ég vill sjálfur fá Babel strax inn í næsta leik en Roy er á annari skoðun. Cole átti bara slakan leik eins og flest allir. Johnson meiddur? Sást greinilega að Carra er 0 bakvörður. Hefði verið fínt að hafa Glen með í dag enda hefði komið meiri sóknarþungi og örugglega nokkrir crossar þar sem Carra fékk boltan ansi oft í dag. Skrtel átti nokkrar góðar tæklingar og var “semi-traustur” en átti sín misstök sem gerast núna í hverjum leik.

    Það voru allir frekar daprir í dag nema Meireles og Kyri. Fannst þeir líða jafn illa og ég, þunnir og hægir. Torres er greinilega ekki í formi en hefði verið ansi ljúft að sjá hann setja þegar hann fíflaði Hibbert og Jagileki (stafs).

    HLJÓTUM bara að sigra Blackburn heima.

  48. Greinilegt að maður á aldrei að breyta spá vegna bjartsýniskasts hjá manni… 1:3 spá mín lítur hrikalega svekkjandi út eftir svona háðung. Fallsætið er verðskuldað, liðið spilar illa og grátlegt að hafa ekki getað “saxað” á forystu efstu liða, þar sem deildin er svo þétt. En RH má hverfa fyrir mér – fjandinn hafi það, Bermúda-þríhyrningurinn mætti heimsækja hann, takk fyrir.

    Áfram Liverpool!

  49. Það voru 3 menn í liðinu í dag sem geta borið höfuð hátt eftir daginn. Meireles, Gerrard og Kyrgiakos. Gerrard stóð fyrir sínu, átti 2-3 mjög góðar sendingar sem sköpuðu hættuleg færi ásamt því að vera dreifa boltanum mjög vel á milli manna og stjórna spilinu. Meireles var sterkur í dag, hann var ekki góður framan af en vann sig vel inn í leikinn og var duglegur að láta boltann fljóta og það sást undir lokin þegar hann vann innkastið að það er skap í kallinum og hann á eftir að nýtast okkur vel ef hann sjálfur er settur í stöðu sem hann þekkir vel og getur spilað vel (ekki úti á kanti). Kyrgiakos var síðan sterkastur varnarlega, vann sína skallabolta, var grimmur í öllum návígum og gerði það sem hann átti að gera.

    Allir aðrir í liðinu að mínu mati voru úti að skíta. Bakverðirnir okkar eru grín og ég segi að Konschescky eða hvað sem hann heitir eru verstu kaup Hodgson á tímabilinu. Skrtel er sterkur líkamlega en það vantar allan fótboltaskilning í gæjann. Þegar að hár bolti kemur fyrir hann til að skalla þá er alltaf fyrsta hugsunin hans að skalla hann eins langt í burtu og mögulegt er í stað þess að skalla boltann niður á næsta mann. Joe Cole er bara brandari eins og hann er að spila í dag og Maxi Rodriquez er gjörsamlega hugmyndasnauður. Svo vil ég líka benda á það að Liverpool liðið er einum færri með Torres innanborðs eins og hann er að spila í dag. Torres er svona center sem hefur alltaf bara þurft eitt færi til að skora og hann fékk það færi í dag. Það vantaði allan kraft í hann, allan áhuga og alla greddu. Áhugaleysið var svakalegt.

    Babel og N’gog áttu að koma inn strax á 60 mínútu og Lucas og Maxi út. Skiptingarnar komu alltof seint og því miður þá er Lucas bara alls ekki nógu góður til að spila á Englandi.

    Ég hélt ég myndi aldrei segja þetta en ég dreg mig í hlé frá því að horfa á LFC. Ég get ekki boðið fjölskyldunni minni upp á að vera í brjáluðu skapi eftir hvern leik lengur.

    Hodgson burt takk

  50. Rosalega eru menn blindir á það þegar Gerrard missir boltann eða skilur eftir sig risastórt svæði á miðjunni. Hollywood sendingarnar bæta það víst upp.

  51. Ég var einn af þeim 13% sem vildi gefa Roy sénsinn fram að áramótum hér í skoðanakönnun í byrjun mánaðarins, ég hef skipt um skoðun. Hann verður einfaldlega að fara, hann virðist ekki hafa þá útgeislun eða karakter sem þarf til að rífa menn upp úr ládeyðunni og í dag var einfaldlega eins og enginn leikmaður hefði áhuga á að rífa sig upp úr ruglinu. Gerrard og Torres voru með fýlusvip eins og svo oft áður undanfarið og þeir eru hættir að taka af skarið, liðið allt í uppgjöf.

    Ég hef á tilfinningunni að menn séu að bíða eftir nýjum stjóra, ég hélt satt að segja að eftir farsa síðustu viku myndu menn finna spilagleðina og að þetta væri einmitt mjög hentugur leikur til þess en svo var ekki.

    Og Roy virðist bara sáttur – við þurfum nýtt blóð

  52. Ég er að horfa á Blackpool þjarma að Man City í deildinni. Talsverður verð- og gæðamunur á þessum liðum á pappír, virðist ekki skipta máli því Blackpool spila til sigurs. Þeir sem vilja meina að Rafa hafi skilið eftir sig of lélegan leikmannahóp eru bjánar. Sorrý, eina orðið yfir það. Rafa var í vor rekinn fyrir sjöunda sæti af því að hópurinn átti að vera betri en sjöunda sæti. Hodgson tók við þeim hóp, fékk að gera nokkrar endurbætur í sumar og skilar liðinu … í fallsæti. Og það er enn Rafa að kenna? Eða leikmönnunum?

    Þjálfarinn er ekki nógu góður. Ég neita að gagnrýna leikmenn, hvort sem hann heitir Torres eða Poulsen eða hvað annað, fyrr en ég sé þá spila undir þjálfara sem nær einhverju úr þeim. Þegar það eru ALLIR LEIKMENNIRNIR að leika langt undir getu er eitthvað annað að en bara frammistaða þeirra sem einstaklinga.

  53. það er eitt að vera kurteis og mikill séntilmaður einsog roy er…og annað að vera góður þjálfari sem hefur hreðjar í að taka menn í gegn þegar þeir spila illa og setja upp alvöru LEIKSKIPULAG!!!!!!!!

    það er greinilegt að þessir ellefu sem voru inná vellinum voru bara skíthræddir við neverton og þorðu liggur við ekki að tækla þessa andskota og hvað þá að spila framfyrir miðju……

    hodgson burt……. hann verður bara að víkja……..

  54. Held mig við að Everton er betur mannað en liverpool á þá er ég ekki að gera lítið úr þeim rauðu,þeir hafa bara ekki verið eins klókir í mannakaupum undannfarinn ár,miðað við peningaeyðslu eiga LFC að vera töluvert framar en Efc fótboltalega séð.

  55. Hata að hafa rétt fyrir mér í þetta skiptið!! Leið ferlega að hlusta á karlinn fyrir leik í gær. En eftir að hafa hlustað á RH hér….. held ég að mér myndi líða betur með því að berja hausnum í vegg! http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/eng_prem/9085638.stm
    Karlinn er á annarri pláhnetu. Elsku besti John Henry….. ekki draga hið óumflýjanlega á langinn.

    YNWA

  56. Hodgson verðskuldar mikla gagnrýni. Hann veldur ekki þessu verkefni og því fyrr sem hann yfirgefur félagið því betra. Það getur síðan vel verið að hann geri sig einhvers staðar hjá öðru félagi. Og gangi honum allt í haginn. Þetta er aðlaðandi karl og reynslumikill. Mikið uppbyggingarstarf bíður félagsins. Og það er ekki síst hliðin sem snýr að leikmönnum. Umræðan hér hefur beinst að því að kenna eignarhaldinu og Hodgeson um lélegt gengi. Nú erum við lausir við vini okkar frá Texas og þá er rétt að fylgja því eftir og skipta um stjóra hið fyrsta. Það þarf síðan að stokka verulega upp í leikmannahópnum og losa okkur við fjölmarga miðlungsmenn. Og ekki loka augunum fyrir staðreyndum eins og þeim að Torres hefur ekki gert nokurn skaðan hlut í langan tíma. Við getum ekki beðið eftir að hann komi og leysi okkur úr álögum. Hann virðist ekki líklegur til þess. Með fullri virðingu fyrir Carra þá er hans tími liðinn. Gerrard hefur verið langt frá því að sýna sínar bestu hliðar. Þessir þrír lykilmenn eiga hins vegar svo stóra innistæðu aðdáunar og hylli að það er erfitt að viðurkenna þá köldu staðreynd að þegar þeir spila eins og miðlungsleikmenn leik eftir leik þá getur ekki farið vel. Viðurkennum bara þá staðreynd að Torres, með sína glæsilegu tölfræði hjá félaginu, hefur bara ekkert gert síðustu misseri, hvorki hjá Liverpool eða sínu landsliði. Maður er hættur að ergja sig á mönnum eins og t.d. Lucas, Paulsen, Maxi og Aurelio. Það eru allt leikmenn sem Liverpool á að losa sig við hið fyrsta. Að mínu mati á það að verða fyrsta verkefnið hjá nýjum eiganda í fyrramálið að þakka Roy Hodgson fyrir sitt fátæklega framlag til félagsins og láta þá getur uppbyggingarstarfið hafist. En það getur tekið tíma.

  57. Að segja að liðið vinni 9 af hverjum 10 með svona spilamennsku er ekkert nema hroki og lygi enda liðið búið að vinna 1 af 8 með þessari spilamennsku. Hef enga trú á öðru en að þetta hafi verið síðasti leikur hans með liðið enda sáu allir nema Hodgson að liðið var arfaslakt eins og í öllum hinum 8 leikjunum. Það er pínlegt að horfa á þetta.

  58. Hodgson hefur ekki unnið á útivelli í 22 leikjum!!!, taktíkin er í rugli, öll hans ummæli benda til að hann sé blindur og í meiri afneitun er Davíð Odds. Þetta gengur bara ekki lengur, fylgjum kallinum til Mallorca, hendum Maxi, pulsunni og Lucas í það minnsta, notum ferðina og tökum Laudrup með tilbaka. Ég bara þoli þetta ekki mikið lengur, hvorki ég né aðrir púllarar, það er mannvonska að verstu gerð að bjóða okkur uppá svona rugl leik eftir leik og jaðrar við að vera mannréttindabrot!

  59. Nú held ég að botninum sé endanlega náð ! Nú þurfum við ekki lengur að hafa áhyggjur því að allt annað en þar sem við erum núna verður ekki verra.
    YNWA

  60. Þetta var algjör hörmung og var greinilegt frá fyrstu mínútu… nei… áður en leikurinn byrjaði að liðið ætlaði ekki að sækja. Liðið var að taka miðju og aðeins Gerrard og Torres voru nálægt miðjulínunni… aðrir leikmenn voru búnir að stilla sér upp 20 metrum frá miðjunni.. tilbúnir að verjast. Þetta var grátlegt og situr eftir pirraður og að drepast í hálsinum eftir að hafa hrist hausinn í 90 mínútur yfir lélegri spilamennsku liðsins… ég líkt og fleiri vil fá nýjan stjóra í brúna. RH er álíka líflegur og líklegur til árangurs með þetta lið eins og amma konunnar minnar!
    Annars er maður ánægður með að eigendurnir hafi verið vitni að þessum skrípaleik og vonandi að þeir hafi áttað sig á því hvar þarf að byrja á endurnýjun liðsins… með því að losa okkur við stjórann.

  61. Þegar ráðning Hodgson var ljós í sumar, var það fyrsta sem mér datt í hug MIKE BASSETT – England Manager…….því miður virðist söguþráðurinn byrja eins en ég er farinn að efa að endirinn verður sá sami.

  62. Ég hef það eftir mjög öflugum ITK að Kenny Daglish muni stýra Liverpool gegn Napoli í næsta leik. Roy verður farinn.

  63. Það er líklega eins og að bera í bakkafullann lækinn að hrósa þeim sem standa að þessari síðu. Ég sé mig samt til þess knúinn áður en ég sný mér að vinnu eftir vonbrigði dagsins.

    Krafturinn í þeim sem skrifa þessa síðu er með eindæmum. Greinarnar hér eru yfirleitt skrifaðar af þekkingu, andgift og umfram allt af heitum tilfinningum í garð okkar elskaða en hrjáða Liverpool. Kannski er það þannig að mótlætið kemur við kvikuna í manni og manni verður ljóst hvað þetta fornfræga félag á stóran sess í hjartanu. Þess sér stað í skrifum þeirra sem hér skrifa heldur betur.

    Ég er alveg sérstaklega hrifinn af Kristjáni Atla sem greinahöfundi hér. Grein hans um eigendaskiptin frá föstudeginum er algjörlega frábær; í senn vel skrifuð, réttsýn og skynsamleg. Það er vel hægt að sækja innblástur í þá grein á dögum eins og þessum.

    Það er algjörlega útilokað að þeir hjá NESV geti sætt sig við Roy gamla eftir leik dagsins. Ég sá viðtal við hann á BBC rétt áðan og þar fer bugaður maður og ráðþrota. Þó er verst að hann er í afneitun og þruglar tóma vitleysu rétt eins og hann hafi verið á allt öðrum leik en við hin. Það þarf að sýna karlmennsku í svona mótlæti en ekki að gera sig að fullkomnu fífli í opinberum viðtölum.

    Leikmennirnir bera vissulega ábyrgð en höfum í huga að ekkert félagslið í heimi átti fleiri leikmenn á HM fyrir örfáum mánuðum! Það getur ekki verið að leikmenn sem eru nógu góðir til að leika með bestu landsliðum heimsins breytist í andlausa saltstólpa á örfáum dögum! Það er eins og stæltustu gæðingar verði að aflóga bikkjum á leið í sláturhúsið undir þjálfunaraðferðum og langspyrnutaktík Roy garmsins.

    Á vissan hátt er Hodgson arleifð frá ógæfupésunum sem áttu Liverpool þar til í fyrradag og við hæfi að losa gamla snyrtipinnann sömu leið.

  64. Snákurinn (#74) – ég var að senda þér tölvupóst.

    Þórður Víkingur – ég þakka hrósið. Það er gaman að sjá að lesendur síðunnar meta það sem við erum að gera. Við Einar Örn stofnuðum síðuna fyrir sex og hálfu ári síðan af einskærum áhuga fyrir því að geta átt góðar og gáfulegar umræður um Liverpool, liðið okkar. Sá áhugi hefur ekki minnkað með árunum og okkur hefur tekist að safna að okkur strákum sem hafa pottþétt ekki minni áhuga en við, meiri ef eitthvað er.

    Í stuttu máli, þessi síða er svo virk og vel uppfærð af því að henni stýra LFC-fíklar sem geta ekki annað. 😉

  65. Það er ljótt að segja það en ég hef hagnast ágætlega á Liverpool á lengjunni undanfarið. Háir stuðlar á andstæðingana og 1000 kr. undir. Klikkar ekki.

  66. Kristján. Ég er með rangt Email. Ég breytti því núna. Sendu á þetta.

  67. “The John Lennon statue at Liverpool airport says ‘Above us only sky’. Underneath someone has written ‘Below us only Wolves'”

  68. Í Biskupstungunum er lítill 8 ára stúfur að spyrja mig hvers vegna hann á að halda áfram að halda með Liverpool!!! Ég er alveg að verða uppiskroppa með ástæður…. 🙁

  69. @79 Gummi…. þetta er svo fyndið, samt svo satt, samt svo grátlegt…..

    YNWA…… alltaf……allstaðar…..stundum boginn…… aldrei brotinn…..

  70. Við vorum auðvitað í þeirri stöðu í sumar þegar við vorum að leita af þjálfurum að klúbburinn var til sölu. Ekki beint gáfulegt að ráða sig til félags í þeirri stöðu ekkert vitandi um framtíðina. Enda kom það á daginn að menn sögðu einfaldlega nei við að taka við Liverpool FC !

    Í dag er staðan önnur, við erum komnir með skuldlausann klúbb og nýja metnaðarfulla eigendur. Mun meira spennandi staða en var síðasta sumar og klúbburinn í allt annari stöðu. Ég er ekki alveg viss um Daglish nema þá bara til að brúa bilið þar til framtíðar stjóri finnst, helt um jólin. Þetta getur eiginlega bara batnað úr þessu.

    PS: ein stærstu mistök ManU nokkurtímann var að láta Teves fara frá félaginu. Kominn með 2 fyrri City í dag.

  71. 80 syngdu fyrir hann þessa laglínu :

    When you walk through a storm
    Hold your head up high
    And don’t be afraid of the dark

    At the end of the storm
    Is a golden sky
    And the sweet silver song of the lark

    Þetta kemur allt með kaldavatninu, Hodgson verður rekinn á morgun eða eftir næsta leik, og þá vonandi tekur LIVERPOOL maður við og allt fer að snúast við 🙂

  72. Það má skipta leiknum í tvennt.

    Ég var sáttur að sjá liðið sem var 0-2 undir. Fram að því var liðið lélegt. Það þurfti þó engar innáskiptingar til þess heldur tvennt. Annars vegar það að leikmenn LFC urðu að sækja (veit ekki hvort það var lagt upp frá þjálfurunum) og hins vegar það að Everton hættu að pressa okkur.

    Allir sem mæta Hodgson hingað til taka Fulham-möppuna og negla hátt á liðið, hápressa þannig að afturliggjandi liðið kemst aldrei almennilega í sókn. Eina lausn RH er að negla langt en núna er senterinn okkar veikur fyrir og heldur engum bolta. Þetta er óásættanlegt með öllu auðvitað.

    En vandinn liggur helst í þeirri ákvörðun dýrðlinganna Broughton og Purslow að reka stjórann í sumar, í miðju ofviðrinu og geta svo með engu aðstoðað nýjan stjóra í styrkja liðið okkar í þeim leikstöðum sem þurfti.

    Menn hér hafa kallað það fram hér að ég hafi elskað Rafa Benitez of mikið. Ég var löngu orðinn pirraður á honum en mér fannst óskiljanleg ákvörðun að láta hann fara rétt áður en eigendaskipti urðu og eyða milljónum í að kaupa nýjan þjálfara (borguðum rúmlega 6 milljónir punda í skaðabætur til Benitez og Fulham) sem svo fékk ekki pening til að kaupa neina sóknarmenn.

    Þó keypti hann Meireles sem bar af í dag. Það má hann eiga.

    Ég held því miður að nýju eigendurnir hafi ekki kjark í að skipta um stjóra. Það er búið að vera svakalegt öldurót hjá klúbbnum og þá er ekki alltaf líklegt til að skipt sé um stjóra hjá nýjum eigendum. Þeir munu hitta aðdáendur á mánudag og þar fá þeir í æð óánægju með lélega uppsetningu á liðinu og almennt ráðaleysi. Þeir eru hins vegar ekki sérfræðingar í knattspyrnu og hafa aldrei átt fyrirtæki utan USA og munu því leggja traust sitt á Broughton og Purslow sem munu ekki reka Hodgson, hvað þá ráða Dalglish. Þeir verða að standa með sínum aðgerðum í sumar þegar þeir ráku framkvæmdastjóra sem var búinn að ná árangri á alheimsvísu en réðu í staðinn gamlan þjálfara sem hafði náð eftirtektarverðum árangri með smálið og réttu honum tækifæri til að stjórna stórliði.

    Allt fas karlsins, framkoma og útlit sýnir okkur ráðalausan mann, algerlega langt fyrir utan hæfileikasvið sitt og maður sér ekki hvað hann ræður við. Viðtalið eftir leik hefur bara lækkað álit okkar á manninum og það að hann skyldi brosa til David Moyes bara skil ég ekki.

    Broughton og Purslow stóðu sig vel í haust en þessi ákvörðun þeirra í sumar lítur út fyrir að vera kjánalegasta stjórnendaákvörðun félagsins.

    Liðið væri ekki í 19.sæti deildarinnar í dag með 6 stig ef Rafa Benitez væri við stjórnvölinn.

    Það er nú bara svoleiðis.

    En hins vegar var alltaf ljóst að undirbúningur félagsins og allt ruglið í vikunni væri ekki að hjálpa okkur.

    Hodgson hefur ekki langan tíma og það er alveg á hreinu að Utrecht-frammistaða í Napoli og Blackpool-frammistaða gegn Blackburn mun einfaldlega þýða að engin, nákvæmlega engin, rök eru fyrir því að hann fái að þjálfa liðið í nóvember, hvað þá eftir það!!!

  73. Eineltið sem maður lendir í þessa daga, við bara það eitt að elska liverpool…. ekki gaman….
    (fékk þessi komment á facebook)

    Daníel Óskar: veistu hvað er líka slæmt?

    …-


    Að vera í 19. sæti! hahahaha
    about an hour ago
    Tómas Ingvi Hassing vitiði hvernig maður fattar að maður snýr morgunblaðinu vitlaust,,þegar liverpool er á toppnum 😀
    about an hour ago · 4 people like this

  74. Að hlusta á viðtal Roy eftir leikinn gerir mann bara reiðan. Ég sá ekki þennan leik og get því ekki sagt til um hvort liðið var að spila vel eða ekki en lið sem tapar 2-0 er ekki óheppið það er bara lélegt. Lið sem tapar 2-1 fyrir Blackpool á heimavelli er ekki óheppið. Það er alveg ljóst að hugmyndafræði Roy á ekki heima hjá stórum klúbb sem vill vera að berjast í toppi deildarinar. Roy Hodgson er bara að sanna það sem flestir héldu þegar hann var ráðinn að hann væri ekki rétti maðurinn í þetta starf. Ég bjóst samt ekki við að gengið ætti eftir að vera svona lélegt það er bara móðgun við alla Liverpool aðdáendur að tala um óheppni þegar liðið situr í 19 sæti eftir 8 leiki Í FOKKING 19 SÆTI.

    En já stákaranir hér á kop.is eiga hrós skilið.

  75. Og já meðan ég man.

    Ég les nokkurn veginn allt sem ég get lesið um fótbolta, bæði á netinu sem og annarsstaðar. Þessi síða er í algerum heimsklassa. Henni verður einfaldlega ekki hrósað næginlega mikið.

  76. Menn bara hljóta að skoða stöðu Hodgson hjá stjórn Liverpool. Maðurinn er gjörsamlega vanhæfur til að stýra Liverpool. En vitiði til að ég held að stjórnarmeðlimir Liverpool sem tóku þá ákvörðun að láta Rafa fara séu of stoltir til að kyngja því að þeir hafi gert mistök með að ráða Hodgson. Hann verður áfram stjóri Liverpool þegar Blackburn kemur í heimsókn og eina vonin til þess að hann hætti er að hann hrökkvi uppaf. Hann talar um að það sé ekki krísuástand hjá LFC. Hvernig fær maðurinn það út ?? Ef að Chelsea, Arsenal eða Scum væri í fallsæti eftir 8 umferðir þá yrði svo sannarlega litið á það sem krísuástan. Anchelotti væri ekki stjóri Chelsea sem dæmi ! Wenger og Ferguson myndu kannski fá lengri tíma en þeir hafa líka unnið sér það inn. Hodgson hefur ekkert unnið sér inn !

    Annað mál er leikmennirnir. Torres og Gerrard eru skugginn af sjálfum sér, Cole er eins og byrjandi í knattspyrnu, þarf ekkert að fjölyrða um Poulsen og Konchensky, hræðilegir. Lucas er ekki í Liverpool klassa, Maxi er hörmung, Skertl er lélégur varnamaður, Glen Johnson virkar ekki í sambandi og sco framvegis. Leikmenn verða að taka sinn skerf af þessum hörmungum og það er ekki hægt að skella öllu á Hodgson. En stjórinn virðist ekki geta peppað menn upp og maður hefði haldið að í leik á móti Everton ætti það ekki að vera erfitt !!

    Bottom line er að Liverpool sárvantar meiri gæði og betri stjórn. Og hugsa sér að öll vandræðin byrja á því að einn leikmaður yfirgefur Anfield !! Xabi Alonso.

  77. Ekki af neinni ástæðu þannig rúllaði ég yfir liðið sem Liverpool hefur stillt upp á þessum tíma árs sl. ár:

    16.okt 2004 – Fulham – Liverpool 2-4

    Chris Kirkland

    Josemi – Carragher – Hyypiä – Traoré

    García – Hamann – Diao – Riise

    Baros – Cissé

    Þetta er leikurinn sem Alonso kláraði eftir að hann kom inná fyrir Diao í hálfleik. Kewell kom held ég líka inná en verið var að hvíla liðið fyrir Deportivo í CL. (Cisse fótbrotnaði svo í lok oft þetta ár.)

    15.10. 2005 – Liverpool – Blackburn 1-0

    Reina

    Josemi – Carragher – Traoré – Warnock

    Finnan – Alonso – Sissoko – Zenden

    Cissé – Crouch

    BEKKUR: Riise, Hamann, García, Morientes, Carson.
    Eins og sjá má þarna vantar t.d. Gerrard og Hyypia.

    14.10.2006 – Liverpool – Blackburn 1-1

    Reina

    Finnan – Carragher – Hyypiä – Riise

    Pennant – Gerrard – Alonso – Aurelio

    Crouch – Bellamy

    Bekkur: Dudek, Palletta, Zenden, García, Gonzalez.

    20.10.2007 Everton – Liverpool 1-2

    Reina

    Finnan – Carragher – Hyypia – Riise

    Gerrard – Sissoko – Mascherano – Benayoun

    Voronin – Kuyt

    Á bekknum: Itandje – Pennant (inn fyrir Sissoko ´88) – Lucas ( inn fyrir Gerrard á ´71) – Crouch – Babel (inn fyrir Benayoun ´68).
    Þetta var leikurinn sem Benitez tók Gerrard af velli á móti Everton.

    18.10.2008 – Liverpool – Wigan 3-2

    Reina

    Arbeloa – Carragher – Agger – Dossena

    Pennant – Gerrard – Alonso – Riera

    Keane – Kuyt

    Bekkur: Cavalieri, Hyypia (f. Keane), Benayoun (f. Arbeloa), El Zhar (inn f. Dossena), Ngog, Insúa, Lucas.

    17.10.2009 – Sunderland – Liverpool 1-0 (Sundboltaleikurinn)

    Reina

    Johnson – Carra – Skrtel – Agger – Aurelio

    Kuyt – Yossi – Lucas – Spearing – Babel

    Bekkur: Cavalieri, Kelly, Insúa, Mascherano (inn f. Spearing), Riera, Voronin (inn f. Skrtel), Ngog (inn f. Babel).
    Torres og Gerrard ekki með og enginn sóknarmaður í liði Liverpool.

    17.10.2010 – Everton – Liverpool 2-0

    Reina

    Carra – Kyrgiakos – Skrtel – Konchesky

    Lucas – Meireles
    Maxi – Gerrard – Cole
    Torres

    Bekkurinn: Jones, Aurelio, Jovanovic, Babel, Ngog, Spearing, Kelly.

    Á pappír er þetta ekkert endilega lélegasta lið sem Liverpool hefur stilllt upp sl. ár, en þetta lið spilar einhvern versta fótbolta sem stuðnginsmenn Liverpool hafa séð frá sínu liði sl. 60 ár. Það er við engan að sakast nema núverandi framkvæmdastjóra liðsins, ekki þann sem var á undan honum heldur núverandi stjóra. NESV er í fínu færi til að fullkomna vikuna til lengri tíma litið og losa okkur við Roy Hodgson, hann er stuðningsmönnum Liverpool til skammar, þrátt fyrir að vera voða næs gæji.

  78. ohhhhhhhh bless roy þetta er skelfilegt lekmannakupinn eru ekki búinn að vera góð móralinn virðist vera helviti langt niðri og spilamenskan hörmung og han lofaði okkur pass and move bolta.carra er náturlega aldrei bakvörður steingeldur sóknarlega og það er ekkert flæði í spilamenskunni hún gengur al of hægt fyrir sig guð hvað ég sakna alonso.ég ætla að gefa roy tvo leiki í viðbót ef það gerist ekker á hann að fjúka

  79. Burt með þetta greppitrýni ekki seinna en síðasta sumar, og svo er hann líka orðinn stressaður?

    Roy Hodgson stjóri Liverpool segir að það væri sorgardagur í sögu félagsins ef nýir eigendur færu ekki eftir hefð félagsins með tryggð við stjóra og myndu reka hann eftir verstu byrjun liðsins í 57 ár. (Observer)

    Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=98905#ixzz12dYob8us

  80. Ég var jákvæður fyrir því að gefa Roy Hodgson meiri tíma með liðið, fannst það sanngjarnt. Ég hef núna skipt um skoðun. Það er ekki hægt annað en að láta hann fara, enda hljóta nýir eigendur að ganga frá því eftir þennan leik.

  81. Böddi 93 hvar keyptir þú þolinmæðina þína? þú átt svo sannarlega skilið hrós fyrir það eitt að vera til í að gefa manninum 2 leiki í viðbót og núna er ég skíthræddur um að það séu kannski einhverjir fleiri að hugsa það sama og þú sem væri þá stjórn klúbbsins og maðurinn fái þessa 2 leiki. Eg hélt að það væri engin Liverpool aðdáandi til í að gefa manninum 2 leiki í viðbót….

    Maður er eigilega bara búin að vera í sjokki eftir þennan leik sem var svo endanlega toppað með ummælum Hodgson eftir leikinn.

    Vitið þið annars hvernig enskir stuðningsmenn félagsins eru að hugsa? hefur ekki einhver hér kíkkað á einhver spjallborð frá Englandi? væri gaman að sjá hvort þeir ensku séu líka 99% á því að reka kallinn…

  82. Endurtek bara það sem ég sagði hér fyrir nokkrum leikjum; það er gott að leikmönnum finnst gaman og brosa á æfingum eftir að Hodgson tók við!!!!!!!!

  83. Takk fyrir upprifjuna á Fulham – Liverpool leiknum Babu. Fyrsti leikurinn sem ég sá og ég get ekki lýst skapinu mínu í hálfleik þegar við vorum að tapa 0-2. Það þurfti bara Alonso inn og Josemi burt með rauða að hlutirnir fóru að ganga og þá skoraði meira að segja Biscan.

    Mér finnst skondið að lesa yfir svörin. Þegar reka Rafa tímabilið gekk yfir voru alltaf nokkrir sem vörðu Rafa en það virðist enginn geta varið Roy. Trúi ekki öðru en að hann verði látinn fjúka fyrir mánaðarmótin. Annað væri vanvirðing fyrir Liverpool aðdáendur.

  84. Það er reyndar rétt að taka það fram að það þarf að kjósa í nýja stjórn LFC áður en sú stjórn getur kosið með meirihlutaatkvæði að segja framkvæmdarstjóranum upp. Ég held það sé alveg rétt hjá mér, þannig að væntanlega þurfa Henry, Werner og co. að byrja á að skipa í stjórnina og skjalfesta það á stjórnarfundi. Síðan getur sú stjórn rætt þjálfaraskipti.

    Þar sem enn á eftir að skipa í stjórn myndi ég halda að það gerist ekkert í þjálfaramálum fyrr en í fyrsta lagi um miðja viku. Þó grunar mig að Hodgson fái fleiri leiki áður en þeir taka af skarið.

  85. en er það samt ekki rökrétt eins og staðan er að nevs er ný búið að gefa það út að þeir hafi trú á roy og að reka hann svo eftir þetta en jú mér lagar svo sannarlega að fá nýjann mann í brúnna td pellegrini eða guus hidding eða king kenny en ég held samt að það sé mjög óliklegt að roy verði rekinn þrátt fyrir skelfilegt gengi

  86. Maggi: það er ekki hægt að vera ángæður með liðið þegar það er 2 – 0 því þá fellur Everton aftur á völlinn og leyfir Liverpool að hafa meira pláss.

  87. Hefði ekki verið gott að fá capello í sumar?
    ég hef allveg rosalega litla trú á RH.
    Það eru engvir bitastæðir þjálfarar á markaðnum núna.
    Er Guus Hidding ennþá með rússa?
    Er vandamálið endilega þjálfarinn?
    í dag spiluðu 11 menn allir með meir en 3 milljonir á viku, og margir með miklu meir en það. Þú ert með 50 þúsund mans að horfa á þig kallandi þig rúnkara og tussunúð, og 10 þúsund af þeim eru að cheer-a þig til dáða, fyrir utan milljonirnar sem eru að horfa heima í stofu og á pöbbonum. og til að toppa allt saman þá eru þessir 11 að spila við sitt mesta “óvinalið”
    Er það ekki nægilega mikil mótivering til að fara head on í þetta verkefni, ég fæ blóðbragðið í munnin bara á þvi að fara á players og horfa á svona leiki.
    Ég bara skil þetta ekki, menn eru búnir að gleyma fyrir hvað logo-ið stendur. Hvort sem þú kennir þessu andleisi á þjálfarana manager-inn eða leikmennina, þá skiptir það engu, þetta er ekki bara roy hodgson gott fólk það er virkilega mikið að!

  88. Það magnaða við ástandið núna er að það er slatti af fólki að biðja um að Hodgson verði rekinn og það er enginn sem að mótmælir. Ekki einn einasti maður.

    Við höfum ekki verið jafn sammála um þjálfara síðan í lok leiks í Istanbúl.

    Ég segi það sama og Toggi, ég vildi gefa Hodgson sjens. En ég bara get þetta ekki lengur. Til þess að verðskulda sjens verður Hodgson og liðið að sýna einhver merki um að ástandið sé að batna. Þau hef ég ekki séð. Í alvöru talað, ég held að Hodgson sé verri en Souness. Miklu verri.

    Dalglish út tímabilið – og næsta sumar annaðhvort halda honum ef hann hefur sannað sig eða byggja upp lið með ungum þjálfara. Það verður einhver að stöðva þessa hörmung.

  89. Útlitið er svart hjá okkar mönnum. Nú reynir á nýju eigendurna. Persónulega vill ég að Hodgson verði sagt upp ASAP og Daglish taki tímabundið við.

  90. Þetta var hrein hörmung.
    En eitt jákvætt. Mareiles er góður!

  91. Algjörlega sammála Einari Erni, gerist ekki oft,, hehe. Þetta er frábært tækifæri til að gefa King Kenny sénsinn. Rök: a) Getur ekki verið verri kostur en Hodgson b) Tilbúinn í gær til að taka við liðinu c) þekkir innviði félagsins d) mjög ólíklegt að frábær ungur metnaðarfullur þjálfari fengist akkurat núna e) tel hann sætta sig við að fá að prófa út tímabilið og þá verða hlutirnir gerðir upp og ákvörðun tekin um áframhaldið (smá ágiskun í þessu hjá mér en hef þetta sterklega á tilfinningunni) f) hann er þekktur sigurvegari g) hann er dáður á Anfield h) ef ekki gengur nógu vel þá stígur hann til hliðar…..
    Frábær tímasetning til að gefa kallinum sénsinn.

  92. Fann þetta hér: “Made a Guardian chalkboard – in 2009-10 #LFC made 75% interceptions on or past halfway at EFC. Today, just 8%. 33% outside own box”

  93. Hodgson bara verður að fara frá núna. Það er orðið morgunljóst. Ég var alveg til í að gefa honum séns fyrir nokkrum vikum, en skv. honum þá er bara ekkert crisis í gangi og við erum að spila vel!

    Ef það er það sem hann sér, þá náttúrulega kemur þetta ekkert til með að batna. If it ain’t broken, why fix it?!

    Hann er ennþá með Fulham syndrome-ið. Hann á greinilega bara að þjálfa lið sem sættir sig við að halda sig í deildinni og ekkert meira en það.

    Þetta er orðið gott, nýjan mann í brúnna og það strax. Ég ætla að gerast svo djarfur að spá því að við munum ekki vinna einn einasta sigur fyrr en honum er skipt út.

  94. Ég tek undir með mönnum.

    Ég hef ekki oft verið með stór orð um það í hita leiksins (rétt eftir slæm úrslit) að heimta að þjálfari LFC víki – en spilamennska liðsins er einfaldlega það slæm að ég sé ekki annan kost í stöðunni. Og ef það er eitthvað sem er verra en þær 90 mínútur sem okkur er boðið uppá um hverja helgi, þá eru það viðtölin eftir leik.

    Ég neita að trúa því að þjálfari, með sín 35 ár af reynslu, sé jafn blindur á spilamennsku síns liðs eins og raun ber vitni. Það er engin glóra í því að nota sömu taktik hjá LFC og hann notaði á Ítalíu eða á ferli sínum hjá stórliðum í Svíþjóð. Sérstaklega þar sem ALLIR aðrir sjá að það er ekki nálægt því að ganga upp. Sorglegt frá því að segja en við erum verðskuldað á botni deildarinnar.

  95. …eina jákvæða við þennan leik….er að hann var á sunnudegi og því ekki stór hluti helgarinnar ónýtur…

    Vil vakna inn í nýja viku með King Kenny í brúnni…

    $$%/&(/)=)==(%&UJTYJEY$W%T$Y

  96. ,,Mér finnst við ekki vera í neinni krísu því að við spiluðum vel í dag. Það trúir því enginn að lið sem spilar svona sé í einu að þremur neðstu sætum deildarinnar. Ég held það sé óhætt að segja að við séum óheppnir.” og Roy Hodgson stjóri Liverpool segir að það væri sorgardagur í sögu félagsins ef nýir eigendur færu ekki eftir hefð félagsins með tryggð við stjóra og myndu reka hann eftir verstu byrjun liðsins í 57 ár. Í hvaða heimi lifir þessi maður? í lyfjapróf með hann strax!

  97. Sá sem betur fer ekki leikinn. Þori ekki á facebook. Það eina jákvæða við Liverpool núna er kop.is.

    Varðandi stjórnina, er ekki líklegt að NESV komi með alveg nýja stjórn inn? Broughton er hættur að vinna fyrir Liverpool enda verkefnið hans afmarkað við að selja klúbbinn, þótt hann eigi eftir að hjálpa til við umbreytinguna. Purslow kom með Hicks/Gillet, ekki satt? Núverandi eigendur þurfa að boða til stjórnarfundar sem allra fyrst og reka Hodgson. Fullt af góðum stjórum eru á lausu.

  98. Mér sýnist ALLIR á sömu skoðun og við Íslendingar um að Hodgson verði að fara, það eru mörg þúsund komment inná Liverpool FC á facebook og þar eru menn ekki kátir heldur, vona bara að menn hjá klúbbnum lesi ummælin frá okkur aðdáendum og virði óskir okkar og láti kallinn fara STRAX

  99. Hodgson insisted he had seen enough to convince him that his team deserved considerably better.“The second half was as good as I have seen a Liverpool team under my management play, that is for sure,” he said. “I think it was a very good second-half performance.

    His counterpart, David Moyes, though, while clearly delighted at recording his first derby victory for four years, said Everton’s performance was one of their worst of the season.
    “I thought we played better in every other game apart from [the 1-0 defeat to] Newcastle,” said the Scot. “Our football was not as good as it has been. The game was much more tense – there are reasons for that, because of it being a derby – but we have played much better and lost this season.”

    Sorglegt að lesa þetta….

  100. Sælir,

    Las það einhverstaðar úti að þegar NESV tók við Red Sox hefði ekki verið liðin vika þegar þjálfari og general manager-inn þeirra hefði verið látinn fjúka, einhver sem er með puttann á þessu?

    Let us hope..

  101. Burtu með hann strax áður enn hann kaupir stórstjörnuna Chris Brunt frá WBA og borgar 9 millz fyrir.
    Hef sagt þetta frá byrjun: Medium class manager attracts medium class players!
    Meireles er eini leikmaðurinn sem hann hefur fengið sem getur eitthvað.

  102. Ian Rush er hann ekki spreng lærður coach? hann væri flottur aðstoðarmaður með Kenny Daglish held ég. láta þá taka við tímabundið allavega. skoða þjálfarastöðuna rólega. og ef einhver heimsklassa maður fynnst ráða hann en annars bara bíða fram á sumar og finna þann rétta! nema það verði bara Daglish !!

    vildi að Bob Paisley væri enn á lífi !!!

    Bob’s first season ended in failure; Liverpool only finished second!
    “I’ll admit, right away, that I am disappointed that we did not have a major trophy to show for our efforts. We were in four and we had a good side, but when you count second place as failure, then standards are becoming fantastically high. We never celebrate second place here.”

  103. er ekki rush center þjálfari hjá liverpool???
    hann hlýtur þá að þurfa sitja undir þessum hrylling sem viðgengst í liverpool í dag

  104. Bob Paisley væri 91 árs en hann væri samt sjálfsagt skárri kostur en Roy – þ.e.a.s. ef hann væri á lífi

  105. Rosalega finnst mér hávær þögn Captain Fantastic og hefur verið frá því að RB var rekinn???

  106. Hodgson út – Dalglish inn, út tímabilið a.m.k. Það er ekki hægt að leggja meira á okkur aðdáendur!

  107. ég get ekki lengur þolað þetta. ég veit að maður á að styðja lið sitt í blíðu og stríðu en ég bara þoli þetta ekki lengur .. ég ætla að byrja halda með Chelsea núna.

    • Bob Paisley væri 91 árs en hann væri samt sjálfsagt skárri kostur en Roy – þ.e.a.s. ef hann væri á lífi

    Bob Paisley væri betri stjóri enn þann dag í dag…og ég veit að hann er látinn.

    og ekki ætla ég að skemmta mér yfir óförum United hvað Rooney varðar, höfum nákvæmlega ekkert efni á því og ég sé þetta ekki eitthvað sem við ættum að skemmta okkur mikið yfir. Ef eitthvað er þá er grátlegt hvað staða Liverpool er ömurleg fyrst United er ekki að spila á fullu gasi þessa dagana. Við virðumst alltaf ná að dala bara aðeins meira en þeir…já eða töluvert meira.

  108. @Nr. 126 Kolbeinn Atli

    Ég er ekki viss um hvort það sé gott að missa fleiri frábæra leikmenn úr deildinni, því Rooney er vissulega frábær leikmaður, því er nú verr og miður. EPL hefur ekki gott af því að missa svo góða leikmenn út, kemur bara til með að minnka vægi hennar meðal sterkustu deilda heims.

  109. Kolbeinn eru ekki alveg næg vandræðin í okkar herbúðum. slúður um ástandið í öðrum klúbbum finnst mér ekki alveg passandi akkúrat þessa stundina. því að lengi getur vont versnað og ef ástandið hjá okkur batnar ekki fljótlega þá er ég hræddur um að eitthvað af okkar stjörnum fari að biðja um sölu frá klúbbnum.

  110. @Babu, GA og Jónas. Ég veit ekki með ykkur en ég bara þarf bara einhverja afsökun til að horfa burt frá ástandinu á Anfield þessa stundina…

  111. Nr.131 Bjarki

    Í alvöru?

    Hann leigði CIA flugvél, vúhú! Fann breska slúðurpressan ekkert merkilegra sem talist getur slæmt í pokahorninu á þessa 17 nýju og ríku eigendur Liverpool?

    Gaman væri að sjá þá kafa ofan í feril Roman !

  112. Á þessum tímum laumast að manni gott orðatiltæki: Það er erfitt að kenna gömlum hund að sitja

  113. Mér fannst Roy nú bara helvíti fjólublár á tímabili. Skildi ekki alveg að hann skyldi brosa til Moyes eftir leikinn, svona eins og þetta hefði nú bara verið hin besta skemmtun. Að heyra svo eftir á, að honum hefði þótt þetta frábær bolti, gerði mig síðan helvíti fjólubláan. Ég sat á pöbb í dag með 20 innfæddum Everton-aðdáendum og þeim hefði ekki getað staðið meira á sama yfir þessum svokölluðu tilburðum á meðan ég og hinn Liverpool-aðdáandinn horfðum súrir í ölglas okkar. Er Roy að ruglast á tilburðum og timburmönnum? Svo vill Moyes meina að þetta hafi verið næstlélegasti leikurinn sem Everton hafi spilað á þessari leiktíð. Er þetta eitthvað DJÓK? Ég held að Roy þurfi að fara að drífa sig á meðvirknisnámskeið. Jesús ég var ekki einu sinni svona frústreraður þegar Húlli var við völd!!!

    Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst augljóst að þetta er taktískt vandamál. Ég held það sé engin tilviljun að Torres spilaði betur undir Rafa (og ef út í það er farið betur en hjá nokkrum öðrum knattspyrnustjóra, bæði fyrir, eftir og á meðan Rafa fyrir mína parta). Það er alltaf verið að tala um að Torres sé ekki í formi núna, en ég get bara ekki betur séð en að enginn okkar leikmanna sé í formi. Svona miðað við. Gaman að sjá hvað Eto’o er að tala um, en aukvisinn sá er að standa sig umtalsvert betur núna heldur en á síðasta tímabili – hann talar um að taktík Rafa henti framherjum mjög vel (pressa hátt, halda boltanum vel osfrv.). Án þess að þetta fari út í einhverja Rafa-lofgjörð (og hann var búinn að missa mikið momentum í fyrra, svo mikið var víst), þá bara skil ég ekki hvernig er amk. ekki einu sinni hægt að reyna að taka það góða úr aðferðum fyrri þjálfara, sérstaklega þegar þú ert með heilt lið byggt af fyrrum þjálfara.

    Nice man, wrong job. Hefði ekki getað sett það betur sjálfur.

    Ef það er eitt jákvætt sem ég get séð, þá er það að NESV eru líklega ekki nýbyrjaðir að fylgjast með Liverpool og gera sér væntanlega (vonandi) fulla grein fyrir hver staðan er akkúrat núna. Maður tekur ekki bara við svona dollu án þess að kynna sér málið vandlega fyrst. Það er allavega mín von að þeir séu með plan.

  114. 135 – Bragi

    Þess má líka geta að Inter hefur ekki byrjað tímabil jafnvel varnarlega síðan 1988.

    Þ.e. hafa ekki fengið á sig jafn fá mörk eftir svona marga leiki.

  115. Erum við ekki að gefa Rafa aðeins of mikið kredit fyrir Interliðið sem Jose Mourinho gerði að besta liði heims…

  116. Siggi: Hvað með Roberto Mancini? Hafðu hlutina hreinu áður en þú ferð að verja óbermið hann Morhono.

  117. Menn vilja gagnrýna frammistöðu J.Cole og M.Rodríguez hægri vinstri, jú þeir hafa verið vægast sagt glataðir en að mínu mati er það algjörlega stjóranum okkar að kenna. Við erum að spila ALLTOF varnarsinnað. Það hentar mönnum eins og Cole og Maxi best að spila í liði sem spilar sóknarbolta og þar sem þeir fá boltann á miðjum vallarhelmingi andstæðinganna. En undir stjórn Hodgson þá eru þeir að fá boltann á miðjum vallarhelmingi Liverpool, það er frekar vonlaust dæmi.

    “Liverpool” er að spila alltof neikvæða knattspyrnu !

    Svo til þeirra Benítez stuðningsmanna sem eru eitthvað að reyna að skjóta því inn að við hefðum frekar átt að hafa hann áfram, ég held að flestir sem vildu hann burt séu sammála því að Hodgson var aldrei og verður aldrei betri kostur en Benítez.

    En ég ætla að vona að nýju eigendurnir geri okkur þann greiða að losa okkur við Hodgson áður en algjört svartnætti skellur á, það er skelfing að horfa upp á þetta. Maður liggur hér á gólfinu hjálparlaus og það er sparkað í mann og gert grín að manni. Liverpool er ekkert til að grínast með.

    YNWA

  118. Zero: Ekkert diss á Mancini, en þú ættir sjálfur að reyna að hafa hlutina á hreinu.

    Inter liðið var gott, besta liðið á ítalíu en það var ekki fyrr en eftir að Mourinho kom sem þeir urðu að besta liði í heimi með hans áhrifum.

  119. Inter langt frá því að vera besta lið í heiminum. Ef ég ætti að velja lið þá yrðu það Barca eða Madrid. Inter vann ítölsku deildina bara svona oft útaf skandalsmálinu. Seria-A er ennþá 6 árum seinna að rétta ennþá úr kútnum.

  120. Kannski er það bara pirringurinn í mér sem truflar minnið, en man einhver eftir knattspyrnustjóra sem nær að breyta liði svona mikið til hins verra? Það kemur bara ekkert upp í hugann.
    Meira að segja Souness sem er einn óvinsælasti stjórinn í sögu Liverpool var með 51% hlutfall í deildinni á meðan veruleikafyrrta karluglan er með 25% hingað til, og miklu betri byrjun líka.
    Ég legg til að félagar okkar í Englandi sem voru óþreytandi í að mótmæla fyrri eigendum fari og fjölmenni í mótmælum gegn RH, öðruvísi er ekkert víst að hann verði settur af.

  121. Gætuð þurft að fletta til hliðar en þar er tímabilið í fyrra vs núna

  122. Nýjan stjóra takk fyrir. Það þarf að stöðva blæðinguna strax. RH er kominn í afneitun eins Benitez stríddi við í fyrra.

    Ég hef altaf verið heillaður af Martin O’Neill sem knattspyrnustjóra.
    Skil ekki alveg af hverju menn tala ekki meira um hann sem hugsanlegan arftaka RH.

  123. Trausti 145

    Ég las einhversstaðar að það hafi verið hugsað fyrir því í samningi RH að nýir eigendur gætu viljað gera breytingar… Það þyrfti þó líklega að gerast fljótlega, eins og við vonum flest

  124. Liðið sem við stillltum upp í gær var ekki neitt slor lið þótt það sé ekki lið til að vinna titla. Það sást best í gær eftir að Everton var komið í 2-0 að leikmenn fóru enn lengra inn í skelina vegna skort á sjálfstrausti. Það er slæmt að hafa lið sem skortir allt sjálfstraust, en það er ennþá verra að hafa framkvæmdarstjóra sem skortir allt sjálfstraust!.

    Roy Hodgson er enginn vitleysingur en það litla sem maður hefur séð til verka hans á Anfield er að hann væri sterkur fjölmiðlafulltrúi því hann virðist segja margt í viðtölum (fyrir utan það sem hann sagði eftir leikinn í gær!) sem þarf bara að koma inn í leikmenn, sem hann hefur sýnt fram á að hann getur ekki framkvæmt! Það að láta út úr sér að liðið hafi spilað góðan fótbolta þegar Everton var komið yfir sýnir verulegan skort á leikskilning.

    Ég held að næsta skrefið í þessari stöðu væri fyrir LFC hópinn að halda krísufund og leggja öll spil á borðin. Hafa svona “two-way-street” samtal milli þjálfarateymis og leikmanna til að berja menn saman. Í dag líður eflaust mörgum þannig að þeir vildu frekar hafa Graeame Souness við stjórnvölinn en Roy Hodgson, en það sýnir bara ástandið í dag. Sort it, RH, or eff off!

  125. já……Ef RH verður rekinn vil ég Steve Nicol inn með Sammy sem aðstoðarmann og King Kenny til að bakka þá upp!

  126. Þetta er svo mikil synd af því að hópurinn okkar í ár er þokkalega sterkur. Ég hef beðið lengi eftir því að fá Joe Cole í liðið og loksins þegar hann kemur að þá gengur allt á afturfótunum. Ég er sjaldan á þeirri skoðun að það eigi að reka þjálfarann þegar illa gengur,… en ég held að í þetta skiptið geti ég ekki annað en tekið undir þær skoðanir manna um að hann þurfi að fara. Það hefði aldrei átt að ráða manninn í fyrsta lagi.

    Til að þjálfa lið eins og Liverpool þarftu að minnsta kosti að vera með stærri eistu en Steven Gerrard,….. og það er ljóst að RH stenst alls ekki samanburðinn!

    Hef fulla trú á því að okkar menn standi storminn af sér.

  127. Er þessi mannandskoti ekki í lagi ?

    Roy Hodgson ended his post-match conference following Liverpool’s 2-0 defeat to Everton with a sharp exchange with a journalist from Scandinavia.

    The journalist questioned the former Fulham man over the lack of suppy for striker Fernando Torres, only for Hodgson to dodge the question.

    The 63-year-old then asked him whether he was from Denmark – with Hodgson having stated in the past that the Danish press can be very negative.

    “Are you from Denmark?” Hodgson asked. “No, Norway,” replied the journalist.

    “Ah, two countries I never want to work in again,” he said before leaving the room.

  128. Það er eins og leikmenn séu að mótmæla “tja” einhverju, gera nákvæmlega ekkert til að skora en spila boltanum á milli manna og helst til baka til að sýnast, þar til að einhver sendir til mótherja eða drífur ekki til samherja. Mér fannst liðið fara niðurávið eftir að Sammi Lee kom sem aðstoðarmaður R B þá fór liðið að strögla en kannski er margt annað sem spilar inní. Allavegana gengur þetta ekki lengur “nýtt þjálfarateymi”

  129. Sælir,

    Hodgson út núna. Það sést langar leiðir að leikmenn hafa ekki trú á honum. Dalglish, Deschamps, Hitzfeld eða Rijkaard einhver af þessum gætu komið liðinu í gang að mínu mati.

  130. Nokkrir helvíti góðir punktar úr skoðunarkönnuninni á YNWA.

    Könnunin er um:
    Should the new owners sack Roy Hodgson with immediate effect ? (97,49% YES // 2,51% NO)

    •Roy is so bad …he has made Torres into Ngog.

    •Why do we have to wait until immediately?

    •Well he makes Souness look qualified and competent enough to be our manager, so yes, he should be sacked. By the way, if you’re from NESV and you’re reading this to get fans opinion… don’t bring Souness back.

    •A balloon on a piece of string would be better, we could draw a smiley face on it and say what a nice guy it was.

    •Eight games
    Seven goals
    Six points

    •Its a landslide!
    A:Any chance he’s under it ?

    Roy Hodgson: “We played some very good football today”. After such words he should be sacked immediately.

    148-0. Feck! Even Roy logged-in and voted “yes”.
    A:Probably wanted to be on the winning side for once.

    153-1 … WHO VOTED NO ??
    A:Mohammed Al Fayed

    name one player that has improved since Roy as come in?
    A: Aquilani

    I doubt the forum will ever reach this level of agreement again.

  131. Roy Hodgson er officially að missa það!

    Þetta ótrúlega komment í #152 er bara eitthvað sem sýnir svo að um er ekki villst að hann ræður ekki við þá pressu sem mun alltaf fylgja því að stjórna LFC.

    Það fór töluverð vinna hjá mér í sumar að grafa upp ýmislegt um Roy og það er þrennt af neikvæðu hlutunum í hans karakter sem er að koma í ljós strax og valda honum vanda.

    A) Menn töldu að leikmennirnir þyrftu töluverðan tíma til að aðlagast æfingum Hodgson, sem eru með fáum breytum og einblína mikið á lokun varnarsvæða, sagan með lið hans hingað til væri nákvæmlega sú að liðin hans væru lengi að hiksta í gang og þar þurfum við ekki að líta aftar en bara á Fulhamliðið.

    B) Hann á ekki auðvelt með að bregðast við með Plani B þegar Plan A gengur ekki upp. Í gær var svo ofboðslega augljóst að hann er orðinn svo stressaður að fá á sig mörk að hann tekur liðið sitt allt of aftarlega því hann vill ekki lenda undir og þegar að við fáum á okkur markið í gær sást á liðinu að það var ekki visst hvað ætti nú að gera, ég var hundstressaður á því að við fengjum á okkur annað mark fyrir hálfleik. Í seinni hálfleik byrjuðum við á að reyna að pressa en þá kom horn og Roy tók klassíkina á þetta þar eins og alltaf. Menn á báðum stöngum og maður á mann dekkun í teignum. Enn einu sinni fáum við á okkur mark úr “set-piece” og stórsnillingarnir Jamie Redknapp og Andy Gray auðvitað ræða ekki um barnaskapinn að hafa engan varnarmann á svæðinu við vítapunkt eða teignum. “Zonal marking” í hornum var ekki til þegar þeir spiluðu og þeir þegja auðvitað þegar gamlar og úreltar aðferðir eins og það að hafa menn á báðum stöngum virka ekki! Svo eftir að við lendum 0-2 undir þá einfaldlega verðum við að sækja og með Torres og Gerrard í eðlilegu ástandi hefðum við skorað minnst eitt mark. En hvort það var útaf taktíkhugsun stjórans eða þeirri einföldu staðreynd að Everton lögðust til baka veit ég ekki. Ef Hodgson verður stjóri í næsta leik og hvað þá þarnæsta þarf hann að flytja liðið sitt ofar eða hann verður einfaldlega aldrei tekinn í sátt hjá aðdáendum liðsins.

    C) Þeir sem ég heyrði í og af um Hodgson, sem og það sem ég las eftir voru hins vegar mest uggandi um það hvernig honum tækist að vera stanslaust undir smásjá fjölmiðla og þeirra milljóna sem fylgja Liverpool. Hann er þrjóskur og heldur sínum hlutum til streitu, trúir á að þegar allt kemur til alls virki hlutir á ný sem erfitt hefur verið með. Þess vegna erum við að horfa á mann sem hefur unnið 1 af síðustu 22 útileikjum sínum. Alltaf með sömu hugmyndafræði. Byrja passívt aftarlega og vinna sig inn í leikina. Jæja vinur. Er það ???

    Kostir Hodgson liggja flestir í mannlegum samskiptum. Hann er ekki “of góður” á þann hátt að hann hikar ekki við það að taka menn í gegn á æfingasvæðinu eða eftir leiki.

    Skulum átta okkur á því að hann hefur líka verið húsbóndahollur og fram að þessu átt góð samskipti við fjölmiðlana. En þá var hann hjá liðinu Fulham sem gerir ekki miklar kröfur. Stjórn Liverpool var búið að fá leið á stjóranum sem hamaðist stöðugt á þeim og hikaði ekki við að svara blaðamönnum og stjórum fullum hálsi út í eitt. Þeir völdu Hodgson út frá því og sitja upp með það val sitt í dag. Því miður er ég hræddur um að þeir standi við bak hans þrátt fyrir verstu byrjun liðsins síðan árið sem pabbi minn fæddist, þegar sveitasíminn var aðalmálið og Raggi Bjarna var að byrja söngferilinn sinn!!!

    Það er 28 daga frestur sem eigendurnir hafa frá undirritun til að segja Hodgson upp og greiða þá lágmarksbætur sem talað hefur verið um að séu 3 milljónir punda. Ég held að það séu 25 dagar eftir og Hodgson þarf að vera vanviti til að átta sig ekki á því að hans brúðkaupsferð er úti og vera hans á Anfield er í mikilli hættu. Ef hann getur ekki brugðist við núna strax er það auðvitað morgunljóst að hann á ekkert erindi ofar en í 10.sæti í deild og annað slagið góðan árangur í bikarkeppnum…

  132. Er ég einn á þeirru skoðun að Sammy Lee eigi að fylgja Roy Hodgson út. Mér hefur alltaf líkað vel við kallinn en ég held að hann þurfi að fara líka.

  133. Liverpool skipti út Aquilani, Insua og Benitez fyrir Poulsen, Konchesky og Hodgson…

    …og borguðu 18 milljónir punda fyrir það!!

  134. 161# það eru samt framför, kallinn hefur hingað til sætt sig við 1 stig

  135. Djöfull er samt leiðinlegt hérna hvað allir eru sammála maður, þetta hljóta að vera einhverjar þurrustu umræður sem hafa átt sér stað á þessari síðu, bæði í síðustu viku með eigendasirkusinn og svo núna Hodgson.

    Getum við ekki farið að rífast um Lucas aftur ?

  136. Ég er á því að núna verður fólk að hætta þessum Benitez samanburði. Hann er farinn og kemur ekki aftur. Roy er vandamál sem þarf að leysa. Það virðist hafa verið misráðið á ráða hann sem stjóra en það þýðir ekki að velta sér upp úr því sem er búið og gert. Nú ættu menn að velta sér upp úr mögulegum arftaka.

  137. 100% sammála Freysa, það er komin tími til að hann fari líka enda virðist nærvera hans ekki hafa haft neitt að segja!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  138. hehehehe já ég veit enda segi ég að þetta er ekki áræðanlegasti miðillinn en endurspeglar kannski umræðuna úti…..
    og var ekki ætlað að vitna í hana á neinn hátt:)

  139. Sælir félagar

    Skýrslan er frábær og af lestri hennar og þessum nærri 170 kommentum er eitt morgunljóst. RH verður að fara og því er ég sammála. RH út KD inn. Hefi engu við þetta að bæta.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  140. Talandi um áræðanlegar heimildir…

    Eins lítið traust og ég ber til Caughtoffside.com sem fotbolti.net vitnar í í slúðrinu sínu þá er gaman að lesa það

    “Liverpool ætlar að reyna að fá Frank Rijkaard þjálfara Galatasaray til að taka við af Roy Hodgson. (Caughtoffside.com)

    Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=98937#ixzz12iK48JPL

    Núna hljómar hann eins og draumur í dós.

  141. Ég missti alla trú á Roy þegar hann lánaði Aquilani. Þá vissi ég að við myndum spila leiðinlegan, varnarsinnaðan og hugmyndasnauðan fótbolta. Ég horfði á hann spila á móti Lecce og þvílíkur klassa-player sem þessi drengur er. Ég óska þess að við fáum nýjan þjálfara sem fær Alberto aftur til okkar því hann Gerrard og Meireles er góð miðja.

  142. 175

    Ef að Roy Hodgson verður áfram þá eru bara miklar líkur á því.

  143. Fúllt að Rooney sé að missa það. Það hefið verið betra að vinna hann knattpyrnulega á vellinum í stað þess að lífið reynist honum ofviðta.

    Hér er tilvitnun HBG, þegar hann er að tala um WRooney, mesta drullu blaði allra tíma.
    “Wayne Rooney hefur beðið um sölu frá Man. Utd eftir að hafa lent i heiftarlegu rifrildi við Sir Alex Ferguson. Það er slúðurblaðið The XXX sem heldur þessu fram í dag. Blaðið er ekki það áreiðanlegasta þannig að stuðningsmenn Man. Utd þurfa ekki að örvænta alveg strax.”

    Henry Birgir Gunnarsson er Unitedmaður og hann fjallar um Liverpool og United í sínum ‘fréttum’. Ég gerði athugasemd við það að hann vitnaði í The XXX og hann sagði mér allt nema að halda kjafti.
    Þegar The XXX er að fjalla um Liverpool þá er ekki minnst á óáreiðanleika blaðsins. En þegar blaðið fjallar um leikmann united er bent á þá staðreynd að þetta blað er ömurlegt.

    Henry Birgir er hlutdrægur andskoti og ætti að sleppa því að fjalla um United og Liverpool.

  144. United maðurinn Henrý Birgir er í afneitun.

    Þetta er á BBC, Press Association, Guradian og fleiri stöðum.

    Ferguson var með blaðamannafund í dag þar sem fyrirfram var ákveðið að aðeins tveir blaðamenn fengu að koma á fundinn og þeim var tilkynnt að þeir máttu ekki spyrja um Wayne Rooney.

    Ef þetta væri ekki satt þá væri einhver frá Man U búinn að neita þessu

  145. Rauðnefur gamli er einfaldlega búinn að missa tökin.

    Spilar á alltof gömlum mönnum eins og Giggs, Scholes, Neville og Van der Sar vegna þess að hann er orðinn alltof tengdur þeim.

    Núna er hann búinn að missa sig í það að vera ósnertanlegur og kunna lítið að þróa sitt samskiptaform. Í sumar lenti honum saman við Wes Brown og nú hélt hann að hann gæti notað sínu gömlu taktík að ljúga meiðslum að pressunni eins og hann gerði með t.d. Beckham og Stam. Í þetta sinn er það Scouser sem lætur ekki ljúga um sig sögum og mun kveðja United. Það er á hreinu.

    Eini vandi minn er sá að ég er á því að þeir vinirnir Rooney og Gerrard vilji nú spila saman á öðrum vettvangi, t.d. með Real Madrid eða Internazionale….

  146. Henry Birgir er náttúrulega blindur af ást sinni á Utd – að þessi maður skuli fá skrif sín prentuð á blað er sóun af verstu gerð. Leiðinlegri penni er vanfundinn.

    Ef það er eitthvað sem maður hefur lært á s.l. 14 mánuðum þá er það hvaðan Utd hatur mitt er komið – það er ekkert lið, hvorki Chelsea né City, sem mér er jafn illa við eins og Utd. Það er ekki tilkomið vegna árangur þeirra innan sem og utanvallar, heldur þess hroka sem einkennir langstærsta hluta stuðningsmanna þeirra. Ég ber mikla virðingu fyrir klúbbnum sem slíkum, leikmönnum þess og stjóra. Ég get ekki sagt það sama um stóran hluta stuðningsmanna þeirra, og fellur hinn eitursvali Henry Birgir í þann hóp.

  147. Ég verð að vera ögn ósammála mönnum hérna. Ég hef oft haft gaman af skrifum Henrý Birgis, hann er ágætis penni og með betri mönnum í að tjá skoðun sína. Við vitum að hann er United-maður, þarf ekkert að koma á óvart þótt hann sé ekki hlutlaus í umfjöllun um sitt lið eða erkifjendurna í Liverpool. Annars er þetta bara einn maður að tjá sína skoðun, rétt eins og við hinir. Óþarfi að fara í hnút þótt einn United-maður segi eitthvað sem menn eru ósammála.

    Annars hef ég alltaf dáðst að stjórnarháttum Ferguson. Í hans tíð hjá United hefur það alltaf verið á hreinu hver ræður og það eru ekki leikmennirnir. Stam, Keane, van Nistelrooy, Beckham, Ronaldo og nú Rooney … allir hafa þeir komist að því að það er enginn einn leikmaður stærri en liðið. Ferguson ræður og ef menn mótmæla því eru þeir seldir. Þar sem United gæti verið að lenda í vandræðum nú er að venjulega þegar Ferguson selur toppleikmann fyrir toppverð hefur hann fengið að eyða því fé í aðra toppleikmenn. Það gerðist ekki þegar hann missti Ronaldo og Tévez og er engin ábyrgð fyrir því að það gerist ef hann selur Rooney, vegna skulda félagsins. En Ferguson er með sitt á hreinu og það skipar honum enginn fyrir verkum.

    Það mætti alveg vera svoleiðis hjá Liverpool. Á löngum lista hluta sem eru í ólagi hjá fótboltaliðinu okkar þá er sú staðreynd að Gerrard og Carragher hafa allt of mikil völd (fengu m.a.s., samkvæmt góðum heimildum, nánast að velja sér framkvæmdarstjóra í sumar – hver er yfirmaðurinn, Hodgson eða þeir?) frekar ofarlega á þeim lista.

    Gerrard er frábær leikmaður. Rooney líka. Ef þeir vilja spila saman fyrir Real Madríd er það eitthvað sem ég myndi ekki missa svefn yfir.

  148. Sammála Kristján með Gerrard.

    Það virðist vera koma meira og meira í ljós þátttaka Gerrard og Carra í að láta fjarlægja Rafa og fá Hodgson í staðinn. Væntanlega svo að Gerrard fái að spila á miðjunni og Carra fái að spila yfirhöfuð.

    Sést líka á því hvernig Torres og Reina virðast varla yrða á þá félaga sem er stór breyting frá því í fyrra.

    Ef þetta er rétt að þeir ráða svo miklu þarna þá mega þeir bara báðir yfirgefa svæðið mín vegna.

  149. Það þarf að vera helvíti skemmtilega skrifað, hlutdrægni og dramb í garð United, til að mér finnst það skemmtilegt.

    Ef Shakespeare hefði haldið með United og skrifað einhvern klassa um United þá væri ég kannski til í að segja að þetta sé skemmtilegt.

    Nei veistu þegar ég set þessar hugsanir niður á blað, þá held ég að mér gæti aldrei fundist skemmtilegt að hlusta á velskrifandi united mann drulla yfir liverpool, hvað þá illa skrifandi Henry Birgir.

  150. Vilja menn Riikjard í alvörunni?

    Ég hef ekki þessa svaka trú á honum sem menn hér virðast hafa.

    Fannst t.d. Barca liðið mun betra eftir að hann fór og Guardiola tók við.

    Síðan er hann ekki að gera neinar rósir með Galatasaray og samkvæmt fréttum þá verður hann sennilega rekinn nú á eftir. Það er að minnsta stjórnarfundur í gangi núna þar sem verið er að ræða framtíð hans.

    Vissulega er hann betri kostur en Roy Hodgson en ég myndi vilja að King Kenny tæki við liðinu tímabundið sem fyrst.

    Hann myndi eyða þessu player-poweri sem er í gangi í klúbbnum og aðdáendur Liverpool myndu fylkja sér á bakvið hann allir sem einn.

    Væri góð byrjun á að sameina stuðningsmenn aftur og byrja uppbygginguna sem þarf að fara í.

    Síðan þegar NESV væru búnir að skipa nýja stjórn og ráða menn sem eiga að sjá um fótbolta tengdu málin þá væri hægt að finna hver á að vera framtíðarknattspyrnustjóri félagsins.

    Það þarf að vanda valið vel en ekki ráða einhvern í flýti.

    Hinsvegar þarf að reka Roy Hodgson í flýti áður en skaðinn verður meiri.

  151. Í þessum töluðum orðum þá sit ég og fylgist með endursýningu á leik Blackburn og Sunderland. Það er kannski ekki frásögu færandi nema fyrir það leiti að mér finnst bæði lið vera að spila fótbolta sem skemmtilegra að horfa á en Liverpool. Alls ekki glæsilegur en bæði lið fara yfir miðju og halda boltanum innan liðsins – eitthvað sem við höfum ekki beint fengið frá okkar mönnum.

    …og já, við erum að tala um Blackburn-liðið sem er undir stjórn Sam Allardyce og með Diouf í liðinu. Ja hérna hér!

  152. …já svo ég leiðrétti nú sjálfan mig aðeins þá var ég að komast að því að leikurinn sem ég horfi á er ekki í endursýningu! :p

  153. Maður er farinn að hallast að því að Kenny sé besta lausnin í auknablikinu. Gefur nýjum eigendum smá andrúm til að endurskipuleggja klúbbinn fyrir upprisuna. Kenny myndi örugglega ganga betur að láta leikmenn spila með hjartanu og það er það sem við þurfum í auknablikinu.

    PS: Alex Ferguson er búinn að staðfesta að Rooney vill fara frá klúbbnum og skirfar ekki undir nýjan samning (bbc radio 5 !!) Ég hélt að þetta væri algjört kjaftæði. Lýst ekkert á þetta, ætli þeir fái þarna ekki aðrar 80millur plús líkt og þeir fengu fyrir Ronaldo, kannski þeir bjóði í Torres í staðinn ? ; (

Liðið gegn Everton

Tölfræði