Meiðsli: afsökun eða tækifæri?

Um helgina horfði ég á Tottenham vinna Blackburn með öðru auganu. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema að ég tók sérstaklega eftir byrjunarliði Tottenham:

Gomez

Hutton – Kaboul – Gallas – Assou-Ekotto

Jenas – Van der Vaart – Modric – Bale

Crouch – Pavlyuchenko

Tottenham eru vanir að stilla upp svona liði á heimavelli. Fáránlega sókndjarft, ekki einn varnarsinnaður miðjumaður í liðinu og tveir mjög sókndjarfir bakverðir. Þeir keyrðu yfir Blackburn, komust í 4-0 og þegar þeir misstu einbeitninguna undir lokin og Blackburn náðu tveimur mörkum til baka, þá fyrst tók Redknapp miðjumann og framherja út af fyrir Sandro og Palacios, tvo varnarsinnaða miðjumenn.


Af hverju skiptir þetta máli? Jú, af því að klukkutíma síðar horfði ég á Liverpool liggja í vörn og skíttapa. Gegn Stoke.

Nú er landsleikjum vikunnar lokið og nokkuð líklegt að við fáum Martin Skrtel, Dirk Kuyt og Steven Gerrard meidda til baka (takk, England, Fjandans Asnar). Þar á ofan er Lucas Leiva í banni og Daniel Agger og Glen Johnson væntanlega enn meiddir.

Við erum að spila heima á laugardag gegn lélegasta liði Úrvalsdeildarinnar, West Ham. Fyrir mér býður þetta upp á mjög augljósan valkost, með tilliti til hvaða leikmenn vantar og hverjir mótherjarnir eru. Hodgson gæti tekið Redknapp á þetta og stillt upp þessu liði á laugardaginn:

Reina

Kelly – Carra – Kyrgiakos – Konchesky

Maxi – Meireles – Shelvey – JCole

Ngog – Torres

Hann gæti gert þetta og að mínu mati er ekkert sem mælir gegn því. Taka handbremsuna af liðinu, keyra yfir andstæðingana, nota framherjana sem við eigum og eru heitir, gefa miðjumanninum sem hefur unnið fyrir því (Shelvey, ekki Poulsen) séns á að sanna sig enn frekar.

Hins vegar gæti Hodgson líka farið þessa leið, sem ég er mjög ósammála og óttast að bjóði hættunni heim:

Reina

Kelly – Carra – Kyrgiakos – Konchesky
Meireles – Poulsen – Spearing – Maxi
JCole

Torres

Miklu varnarsinnaðri miðja, enginn hraði í liðinu, einn framherji, allt of mikil virðing sýnd liði sem er klassa neðar en öll önnur í Úrvalsdeildinni. Rétt eins og gegn Blackpool myndi ég spá okkur jafntefli eða tapi ef hræðslan og varnarþunginn yrðu ofan á í liðsvali. Og það versta er að stjórinn myndi hafa afsakanirnar klárar ef illa færi – fyrirliðinn meiddur, Lucas í banni og svona. Erfiður leikur á erfiðum heimavelli gegn góðum andstæði bla bla bla.

Við erum án lykilmanna á laugardag, það er ljóst. Liðið hefur spilað illa, það er líka ljóst. Hvort verður þetta notað sem tækifæri til að hrista upp í liðinu og koma með ferska strauma inn á völlinn (þið vitið – við erum Liverpool, við sækjum á heimavelli, við óttumst engan, þess háttar „ný hugsun“) eða verður tækifærið notað til að smella Poulsen og Spearing inn, pakka í vörn og vonast eftir að Torres galdri fram sigurmark eins og venjulega.

Ég held við vitum öll hvað Roy mun velja.

81 Comments

  1. úff og púff…… svo les maður að pacheco hafi verið frystur af því að hann mætti of seint á varaliðsæfingu……

  2. Ef ad vid vinnum ekki nedsta lidid a heimavelli tha tharf ekki ad hafa framkvaemdarstjora.

  3. Ég er ansi hræddur um að Poulsen fái tækifærið til að “sýna sitt rétta andlit” um helgina. Er það ekki rétt hjá mér að Torres sé meiddur? Og varla fær Jovanovic tækifærið í þessum leik frekar en aðrir slembifærir knattspyrnumenn undanfarið. Er hálffeginn að vera að fara úr bænum á meðan þessi leikur er, búin að vera talsverð kvöl og pína að fylgjast með þessu liði sem maður hefur notað sem afsökun til þess að sífga aðeins upp á tilveruna hjá manni, eða jafnvel bara til að hittast í góðra vina hópi og skemmta sér yfir skemmtilegum fótbolta. Those were the days.

  4. Ég er ennþá hrikalega pirraður úr í meiðsli Gerrard. Hann er búinn að vera jafn bestu maður Englendinga undanfarið ár, fyrirliði lengstum osfr Svo er einhver skíta vináttuleikur við Frakka og kallinn gerir einhverjar 100 skiptingar í leiknum en ákveður að það sé nú alveg nauðsynlegt að Gerrard taki 90 mín í þessum anskotans leik !!!!!

    Alveg 100% að pulsan verður aðal maðurinn á laugardaginn og við getum enn ekki komið boltanum út úr þessari blessaðir vörn þannig að ég er bara að hugsa um að horfa á gamlar upptökur af Dallas í staðinn.

  5. Aðdáunarvert og sannar enn einu sinni gildi vináttuleikja… Niðurstaðan: Gerrard frá örugglega í a.m.k. 2 vikur.
    Þetta fékk auðvitað ekki góðan hljómgrunn hjá Liverpool, þess má geta að eftirfarandi færsla var horfin af Twitter-síðunni hans um miðnætti.
    “It sparked an instant angry response from Roy Hodgson’s coaching department. On his Twitter page, Liverpool’s head of fitness and conditioning, Darren Burgess, wrote: ‘Unbelievable from all associated with England and English FA with regards to SG’s injury. Completely ignored agreement and past history. Completely amateurish and now we pay for their incompetence. Absolutely disgraceful.'”

    Read more: http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1330708/Steven-Gerrard-row-Liverpool-blast-Capello-midfielder-injured-England-defeat.html#ixzz15cLs8Qxa

  6. Hef grun um að seinna liðið verði frekar fyrir valinu, það vinnur leikinn 1-0 og Hodgson fær enn gálgafrest um sinn. En þetta er að verða ansi mögnuð saga um leikmenn Liverpool og vináttulandsleiki. Magnað að Torres hafi ekki meiðst líka.

  7. Ég er ekki minna pirraður en aðrir hér útí þessi meiðsli Gerrard og ekki síst að hann hafi verið látinn spila 90 mín. En mér finnst menn samt ansi oft skammsýnir þegar kemur að þessum vináttulandsleikjum og tala um lítið gildi þeirra. Skemmtu menn sér ekki ágætlega í sumar að hafa mánuð af HM-fótbolta? Reikna menn ekki með því að það verði frábær júní með EM2012?

    Þó það sé ægilega svekkjandi að missa menn í meiðsli í landsleikjahléum þá er samt ekki hægt að ætlast til þess að landslið spili eingöngu “alvöru” leiki eða hvað? Mér finnst það hæpið, það er nú ekki eins og þessi landslið fái mikinn tíma á æfingasvæðinu til að prófa nýja hluti. Þannig að ég reyni að taka pollýönnu á þetta og líta á þetta sem fórnarkostnaðinn fyrir þessi stórkostlegu stórmót á 2 ára fresti.

    Frábær pistill Kristján Atli, sammála hverju orði!

  8. Af hverju hafa stjórar Liverpool verið svona svakalega linir gagnvart landsliðunum á meðan Wenger og Ferguson, gefa alltaf út tilkynningar strax eftir laugardagsleiki fyrir landsleiki að allir þeirra lykilleikmenn séu meiddir. Wenger hefur meira að segja viðurkennt það opinberlega að hafa ekki hleypt leikmönnum í æfingaleiki og logið til um meiðsli.

  9. Verð nú að viðurkenna það að til væri ég í að sleppa bæði EM og HM fyrir almennilegt Liverpool lið alla vetur!

    Það er auðvitað stríðsyfirlýsing hjá enska landsliðinu að brjóta samkomulag við Liverpool FC og þvílíkt virðingarleysi við þá sem borga sig inn á leiki til að horfa á bestu leikmennina. Þessi leikur í gær var fullkomin tímaeyðsla fyrir Gerrard ef einhvern tíma slík eyðsla hefur verið og sannar auðvitað að Egóistinn Fabio Capello er vandræðalega vonlaus sem stjórnandi þessa liðs, algerlega ljóst að honum er skítsama um álit Englendinga á sér, enda kemur fram á spjallsíðum allra liða að þeir yrðu brjálaðir ef að leikmenn sinna liða yrðu fyrir svipuðum meiðslum.

    Við erum að tala um tognun aftan í læri og gætum verið að tala um nokkrar vikur hér!!!

    Hlakka til að sjá hvort Hodgson þorir að bakka aðdáendur liðsins og læknateymi upp, eða hvort hann bara ákveður að þegja til að eiga von á því að verða næsti landsliðsþjálfari….

    En því miður tippa ég á seinasta liðið hans Kristjáns um helgina, því miður!

  10. Ekki bara var þetta með öllu algjörlega tilgangslaus æfingaleikur heldur þá var búið að semja um að hann myndi bara spila max klukkutíma í leiknum. Enda hefur hann ekkert að sanna, hefur verið meiddur ansi oft og fleira í þeim dúr.

    Þið sjáið svona samkomulag ekki brotið við stjóra United er það? Enda var Rio, réttilega bara í 45.mín inná vellinum enda líka búinn að vera tæpur á meiðslum. Ætla rétt að vona að Hodgson hafi svipað mikinn pung og Burgess og DRULLI yfir Capello þegar hann verður spurður út í þetta.

  11. Flottur pistill og góður samanburður.

    Ég sé eitt við þetta:

    Ef við vinnum ekki West Ham, þá hlýtur mannfjandinn að verða rekinn.

  12. Hvernig væri nú að kaupa bara íslenskar stórstjörnur til Liverpool? Við þurfum þá ekki að hafa áhyggjur af HM og EM!!

  13. Ef þessi landslið eru svona rétthá, hversvegna í óskupunum taka þau þá ekki þátt í greiðslu launa leikmanna, það má auðveldlega benda á að þau eiga ónýtta gríðarlega tekjumöguleika með að leyfa auglýsingar á landsliðsbúningum til að mæta þeim kostnaði.

  14. Ég verð nú að viður kenna það að ég hlóg upphátt að commenti nr 16, hjá Agli. Gylfi og Rúrik til Liverpool!

    En annars finnst mér afspyrnu lélegt af Capello að standa ekki fyrir samning, þetta verður einfaldlega til þess að menn dragi sig úr hópnum í hvert sinn.
    Það verður forvitnilegt að sjá hvernig liðinu verður stillt upp, og ætti maður að láta vaða og horfa á þennan leik eða fara í IKEA og skoða gluggatjöld? Það er álíka mikil skemmtun ef annar Stoke leikur er í augsýn!

    YNWAL – COME ON REDS!!!

  15. Ekkert væl strákar, come on. Þetta sökkar og er verulega óheppilegt að þetta gerðist … en svona er lífið. Stundum er þetta bara ekki dans á rósum og það þýðir ekki að tapa sér yfir því.

  16. EF Poulsen spilar um helgina þá held ég að hann muni eiga afburðaleik, setja upp mark og skora eitt. Nei djók, hann kýlir varnarmann West Ham fær rauða spjaldið og Liverpool tapar 1-0 í erfiðum leik. Roy Hodgson verður borinn af liðinu út af leikvellinum eftir leik og farið með hann niður að sjó og karluglunni drekkt. Rúrik kemur eflaust í janúarglugganum. Það var jú talað um world class signing.

    King Kenny tekur við eða Benitez snýr heim aftur? Hvort er betra?

  17. ….fyrstu fréttir af official síðunni segja að Gerrard verði frá keppni næstu 3-4 vikurnar… kærar þakkir Fabio

  18. Vonandi hef ég það í mér að láta ekki undan og sleppa leiknum á laugardag.

    Mér varð óglatt þegar ég sá seinni uppstillinguna hjá KAR vitandi það að hún verður fyrir valinu

  19. Reina – Kelly- Carra – Soto – Aurelío – Maxi – mereiles – Shelvey – Jovanovic/pacheco – Kuyt/Ngog – Torres

    Þetta vil ég sjá í næsta leik

  20. Reina – Carra – skrtl – Soto – Aurelio – — Johnson – meireles – shelvey – maxi — kuyt – torres

    Væri til að sjá þetta svona fyrst Skrtl og Johnson eru allir komnir úr meiðslum

  21. Þetta er að sjálfsögðu birt með þeim fyrirvara að johnson og maxi verði ekki notaðir sem auka bakverðir og kuyt verði ekki stillt upp sem sókndjörfum sweeper

  22. Hvað er málið með að hafa alltaf Maxi í byrjunarliðunum hjá sumum?
    Hann hefur ekkert getað og er þekktari fyrir að fara í gegnum leiki óséður heldur en einhverja knattspyrnuhæfileika.
    Miklu frekar Jova eða Pacheco.

  23. Ég var einmitt að fara að setja þetta hér inn Davíð : )

    Skil ekki af hverju hann fær ekki sénsinn hjá karluglunni, líklega of fljótur.

  24. Finnst hann samt hafa verið að spila betur heldur en jova – babel og Cole í þeim leikjum sem þeir hafa spilað, sem eru vissulega fáir (fyrir utan Cole) en þeir hafa samt ekki sýnt að maður eigi að búast við einhverju meira af þeim.
    Pacheco virðst bara ekki fáa að spila og ég gleymdi honum bara, finnst mjög ólíklegt að hann sé að fara að spila þennan leik

  25. Djöfull leiðist mér þessi svartsýnis röfl/væl pistlar. Þið eruð orðnir verri en verstu Benitez hatararnir í fyrra, MIKLU VERRI. Þið eruð dottnir illilega í nákvæmlega sama pitt og þið rifust og skömmuðust útí aðra að vera í í fyrra. Kristján Atli, sem venjulega er nú vel þolanlegur penni, hvernig væri að taka önnur málefni en grát, væl og grenjutón í ALLA pistla nánast? Ástandið hjá liðinu okkar er nógu slæmt svo maður þurfi ekki að lesa svona grátpistla líka. …en ætli ég geti ekki bara farið á aðra síðu og lesið þar, það er allavega vanalega svarið(vörnin) sem fólk fær hérna ef það vogar sér að gagnrýna.

    Afhverju er enska landsliðið asnar fyrir að spila Gerrard? Ég er sammála um að svona tilgangslausir æfingaleikir eru óþolandi, en var enska landsliðið í einhverjum órétti? Þó Liverpool hafi óskað eftir að Gerrard spilaði bara klukkutíma þá vill nú svo til að það er ekki Liverpool sem stjórnar enska landsliðinu og þeirra óskir eru ekki lög þó sjálfsagt sé reynt að koma til móts við þá ef hægt er. Skil ekki svona grenjuvæl. Mér finnst svona pistlar frekar eiga heima inná barnaland.is en hér…en það er nú bara mín skoðun.

  26. Hann á eftir að stilla upp varnarsinnuðu liði með tvo varnasinnaða mijðumenn og Meireles á kantinum.

    Mér býður við því að huga til þess að þurfa að horfa uppá þennan mann á hliðarlínuni enn einu sinni!

  27. Halldór Bragi, þú virðist nú alveg vera ritfær, af hverju skrifar þú ekki bara eitthvað upplífgandi komment um hvað eitthvað sé frábært hjá Liverpool í staðinn fyrir að bæta í neikvæðu kommentin sem fara svona ógurlega í taugarnar á þér?

    • …en ætli ég geti ekki bara farið á aðra síðu og lesið þar, það er allavega vanalega svarið(vörnin) sem fólk fær hérna ef það vogar sér að gagnrýna.

    Gangi þér vel að finna LFC síðu núna sem ekki er að fjalla um hvað Hodgson er gjörsamlega vonlaus eða það sem er efst á baugi akkurat núna, meiðsli leikmanna eftir landsleikjahlé. Þetta er til umræðu núna og auðvitað er þér bent á að leita annað ef þetta fer svona í taugarnar á þér.

    Ég get ekki betur séð en að þetta sé nokkurnvegin staðan núna í fínum pistli KAR, en þú mátt kalla það grenjuvæl og væla svo yfir því í ummælum 🙂

  28. RH er godur kall sem vill øllum vel…Thad eina sem hann bidur um er sma tholinmædi..er thad til of mikils ætlast ?
    Thad er ekki eins og hann se ad reyna ad eydileggja LFC ! Hann gerir sitt besta og er thad ekki thad eina sem hægt er ad bidja um ? Hann eydir øllum fristundum i ad hugsa um hvernig møgulega hann gæti nad i stig a heimavelli gegn West Ham , hvernig hann geti komid fyrir 7 vel varnarsinnudum midjumønnum fyrir i byrjunarlidinu…Er møguleiki ad setja Poulsen i markid ?
    Mun thad auka a oanæju Reina…Thetta eru hlutir sem RH tharf ad hugsa um allan solarhringinn og thid gerid ekkert annad en ad kvarta…..Shame on you guys !

  29. Halldór Bragi (#31) segir:

    „Ástandið hjá liðinu okkar er nógu slæmt svo maður þurfi ekki að lesa svona grátpistla líka. …en ætli ég geti ekki bara farið á aðra síðu og lesið þar, það er allavega vanalega svarið(vörnin) sem fólk fær hérna ef það vogar sér að gagnrýna.“

    Þú sem sagt ert á þeirri skoðun að ástandið á liðinu sé slæmt en ætlast samt til þess að ég skrifi ekkert neikvætt hér inn? Liðið er að skíta á sig en ég á að lyfta þér upp með skemmtilegum frásögum af öllu því jákvæða sem hægt er að finna á milli ömurleikans?

    Þessi ummæli þín dæma sig sjálf. Það jaðrar við dónaskap hjá þér að koma hér inn og láta eins og ég sé eitthvað hirðfífl sem þjóni þeim eina tilgangi að skemmta þér og lyfta þér upp. „Oh, lífið er svo litlaust … dansaðu, trúður, dansaðu!“

    Frekja. Ekkert annað. Hér eru menn að ræða ástandið á Liverpool FC. Þessi síða hefur verið í gangi í sex og hálft ár, á þeim tíma hefur hér fólk verið í mikilli alsælu á köflum með gengið og miklu þunglyndi á öðrum köflum. Það vill svo til að síðustu þrjá mánuðina höfum við verið í alsælu með eigendaskiptin en þunglyndi yfir gengi liðsins. Ef það pirrar þig að við skulum segja satt og rétt frá hlutunum eins og við sjáum þá veit ég ekki til hvers þú ætlast af okkur.

    Eitt er samt víst, þú ert að misskilja tilgang síðunnar ef þú heldur að mér beri einhver skylda til að segja brandara eða tína bara til það jákvæða við Liverpool til að lyfta þér upp þegar liðinu gengur illa. Og það er algjör frekja af þér að koma hér inn og úthúða mér fyrir að gera hlutina ekki eins og þú vilt að ég geri þá.

    Þetta er íþriðjasinn sem þú veitist að mér persónulega og beinlínis skammar mig fyrir það sem þú kallar ömurlega eða neikvæða umræðu.

    Ég á þessa síðu og tala hér eins og mér sýnist. Þú ferð eftir þeim reglum sem ég set. Ekki öfugt. Líttu á þetta sem gult spjald, vertu ósammála mér eins og þú vilt en ef þú kemur hér inn aftur og reynir að skamma mig fyrir að skrifa ekki eins og þú ætlast til að ég skrifi loka ég á þig.

  30. wheeeeeeeen you waaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaalk through a stooooooooooooooooooorm , hoooooooooooooold’yaa head up highhhh..

  31. Tek undir með P.T:

    Right now I – like a lot of others – am suffering with HAD: Hodgson Adjustment Disorder.

  32. Að sjálfsögðu er þessi síða neikvæð þessa dagana, hún er sálarspegill liðsins okkar sem svo sannarlega á erfitt þessa dagana.

    Og ekki bætti erkiasninn Capello úr skák!

    En ég hlakka til að sjá hvort RH stillir upp því liði sem hann langar til að spila eða því sem hann veit algerlega að við aðdáendur viljum sjá. Ég vona að hann sýni auðmýkt en ekki hroka….

  33. Til þess að stuðla að jákvæðri umræðu á’la Halldór Bragi þá vil ég benda mönnum á það að Steven Gerrard mun hafa mun meiri tíma til að sinna dætrum sínum næstu 3-4 vikur. Frábærar fréttir.

  34. Þegar menn hafa verið krepptir af angist á hverjum degi í allt of langan tíma þá er kveikiþráðurinn orðinn ískyggilega stuttur 😀

    Ég hef gefist upp á að horfa til næsta leiks og horfi gífurlega glaður til sumarsins þegar hlutirnir fara að gerast fyrir alvöru.

    Næsti leikur er bara fórnarkostnaður erfiðar fæðingar, hríðarverkur, langur reyndar. En svo kemur þetta fullskapaða og heilbrigða lið í heiminn næsta sumar og brosið fer ekki af mér frá byrjun Ágúst 2011.
    YNWA

  35. Ég trúi staðfastlega á grundvallarlögmál eðlisfræðinnar, þ.e. að allt leiti jafnvægis að lokum. Þetta grundvallarlögmál kemur vitanlega líka fram í allri mannlegri breytni. Kínverjar kalla þetta yin og yang, hindúar kallar þetta karma og Gyðingar bjuggu til djöfulinn til að skapa mótvægi við Guð sem síðan bjó til skítafélag í Manchester sem mótvægi við sköpunarverk Drottins í Lifrarpolli.

    Í rauninni snýst þetta um jafnvægi; við fáum það sem við eigum skilið á endanum. Allt leitar jafnvægis. Ef ekki rigndi hver myndi þá njóta sólarinnar? Er ekki hluti af því að halda með LFC að hata ónefnt félag þjálfað af jólasveini með rautt nef sem gegnir nafninu Rúdolf?

    Hluti nautnarinnar við að vera aðdáandi LFC er vitneskjan um að þetta stórkostlega knattspyrnulið hefur aldrei fengið neitt ókeypis. LFC þarf að vinna fyrir öllu sínu með blóði, svita og tárum. Borgin Liverpool er fátæktarbæli Englands. Ég man eftir frétt þegar LFC spilaði við Chelsea úti og auðrónarnir í London brenndu peningaseðla fyrir framan scuserana til að storka þeim og undirstrika að þeir voru ríkir en okkar menn fátækir. Enda er Chelsea FC fyrirlitegt lið í alla staði og fyrir mig er stuðningsmaður þess liðs bæði heiladauður og fáviti. Að segja opinberlega vera stuðningsmaður Chelsea er álíka turn off fyrir mig og segjast vera endurskoðandi hjá Fons.

    Ég man eftir harmleiknum í Heysel 1985 eins og gerst hefði gær og líka eftir Istanbul 2005 þegar ég gat ekki meira og fór að baka brauð til þess eins að frétta að ég missti af LFC verða Evrópumeistari. Dammitt!!!! Fyrirgef mér aldrei að missa trúna á mínum mönnum.

    Þetta er það sem ég veit (held ég) og þess vegna er ég algjörlega stóískur þegar kemur að gengi LFC. Ég tuða og skammast en veit jafnframt að við púlarar fáum það sem við eigum skilið alveg eins og vatnið rennur til sjávar.

    Það er vitanlega inntak stuðningslagsins okkar Y’ll never walk alone og því skulum við aldrei gleyma.

  36. Er rosalega hrifinn að þeirri hugmynd sem að ég sá örugglega hér á síðunni að prófa Glen Johnson sem kantmann …hefur hann spilað þá stöðu?
    bara svona uppá grínið þá mundi ég hafa þetta svona eins og staðan er núna og ef að þessir eru allir heilir 😉
    Kelly – Skrtel – Kyrgiakos – Fabio Aurelio

    Johnson– Meireles – Shelvey – JCole

    Eccleston – Torres

    Prófa Johnson á kantinn og mér finnst Eccleston hafa lífgað upp á leikinn þegar hann hefur fengið að koma inná. eða bara henda Milan Jovanovic fram hann er nú einu sinni kantmaður/sóknarmaður…orðið svoltið síðan að við höfum verið með svona trukk farmmi ;-)))

    Youll never walk alone

  37. Voðalega geta menn móðgast yfir e-h smá hlutum. Ok, Kristján þú átt kannski þessa síðu, en ég hélt að þessi síða væri lika ætluð öllum öðrum til þess að koma með sínar eigin skoðanir. Mér finnst svona hálf mikil óþarfi að hóta henda út einum manni vegna heimskulegra skrifa. Halldór fannst mér ekkert sérstaklega vera að ráðast á þig þarna, nefndi meðal annars að þú værir góður penni, sem ég held að flestir séu sammála um. Mér fannst þetta óþarfi að hóta fleygja manninum út og langaði bara að koma því á framfæri. Þú þarft ekkert að verja skrif þín neitt, þó svo að einn maður setji út á þau. Betra að horfa bara framhjá því.

  38. Borðliggjandi að fá Pacheco inn fyrir Gerrard. Sá samt einhverntíman að Hodgson væri að reyna að gera kantmann úr Pacheco. Vil hann og Torres fram!

  39. Það náttúrulega gefur auga leið að ef maður stillir upp varnarsinnuðum miðjumanni þá býður maður upp á árás og ég tala nú ekki um af maður stillir upp tveim. En að varnast árás gefur mestan möguleika á jafntefli, þannig að í rauninni er lagt upp með jafntefli í hvert sinn sem Lucas og Poulsen byrja inn á. Mereiles sinnir djúpum miðjumanni mun öruggar fyrir okkur, þó hann sé ekki slátrari eins og ljóskurnar. því að sóknarbolti tryggir minna álag á okkar vallarhelming. Hodgson er sjálfsagt skítsama og vil að menn eyði orkunni í að verjast og noti varaorkuna í að sækja.
    Gegn West Ham eigum við að setja hraða á kantana og þar er í boði, Babel, jovanovic, Cole og Johnson. Johnson á að vera kantmaður en ekki bakvörður. Hinsvegar er enginn þeirra púraður kantmaður en þeir skapa hraða og usla á helmingi mótherjanna og það mun bera árangur ef að miðjumennirnir fylgja því eftir. En þar sem miðjumönnum Liverpool er bannaður aðgangur nálægt teig andstæðinganna þá þyrftu þessir hröðu menn sennilega bara að keyra einir upp kantana án nokkurrar hjálpar og treysta á að hitta á eina manninn í teignum, Torres/Ngog.
    Mereiles á að koma á miðjuna ásamt Shelvey, Pacheco á að vera frammi með Torres. Kelly tekur bakvörðinn og Carra og Soto taka miðvörðinn.

  40. Auðvitað er leiðinlegt að lesa endalaust um dapurt gengi, lélega spilamennsku eða hvað annað sem neitkvætt er um liðið okkar. Staðan er samt bara þannig hjá okkar ástkæra liði. Staðan er líka þannig, og verð ég að taka undir orð KAR, að ég á ekki þennan vef. Ég ræð litlu um hvað á þessum vef er. Líki mér það mjög illa sem hér er skrifað eða haldið fram þá ræð ég þó því hvort ég heimsæki þennan vef og lesi efnið eða ekki.

    Ef mér líkar ekki við það sem ég sé hér þá er það ekki mitt hlutverk að rífast og skammast í eigendum síðunnar. Væntanlega er í góðu að koma með ábendingar, þær eru settar öðruvísi fram b.t.w.

    Það er ekki eins og að þessi síða sé hluti af einhverri almannaþjónustu með sínum réttindum og skyldum…

  41. Jahá, ég átti nú von á miklum varnarpistli en þessu átti ég alls ekki von á. Ertu í alvöru að hóta mönnum brottrekstri af síðunni fyrir það eitt að hafa skoðun og vilja jákvæðara tal í stað svartsýnisröfls í ÖLLUM pistlum? Í alvöru? Ég skil svartsýnina mjög vel, deili henni með þér sjálfur allt of oft, en mér leiðist að lesa um það í ÖLLUM pistlum, ekki sumum eða flestum, heldur ÖLLUM. Finnst þér það óeðlilegt? Ég man í fyrra þegar þú kallaðir menn bölsýnismenn og margt þaðan af verra fyrir það eitt að vilja Benitez í burtu og skammast útí hann, varst þú þá í þessum sama hóp og ég er í núna? Fékkst þú þá gula spjaldið? …nei alveg rétt, þú ert eigandi síðunar og ert yfir aðra hafin hérna inni! Þú sem konungur mátt segja það sem þú vilt en við hinir, sótsvartur almúginn, skulum hlíta þínum reglum og skoðunum…AMEN.

    En veistu Kristján Atli, ég var í raun ekkert að veitast að þér sem penna eða þér persónulega(þó svo að það meigi segja að ég hafi gert það núna enda veittist þú mjög harkalega að mér fyrst), ég nafngreindi þig einu sinni þar sem ég einnig hrósaði þér fyrir rithæfileika þína…þó svo að þeir hæfileikar láti lítið á sér kræla þessa dagana af mínu mati. Held að þú ættir að róa þig aðeins niður í viðkvæmninni, menn hljóta að meiga hafa skoðun á hlutunum, til þess er kommentakerfið ekki satt? Ef ekki þá mættirðu útskýra fyrir mér tilgang þess því ég er þá greynilega ekki að skilja hann rétt.

  42. Halldór Bragi það er nú líklega enginn neikvæðari en þú á þessari síðu. Kristján Atli er allavega að ræða um Liverpool á sama hátt og flestir aðrir á meðan þú ert fyrst og fremst að ræða um Kristján Atla. Svo virðistu ekki muna hvað þú skrifar almennt. Þessi ummæli hérna eru varla nokkuð til þess að vera stoltur af:

    “Ömurleg ummæli hjá Kristjáni Atla #21. Hann dæmir manninn algjörlega án þess að hafa svo mikið sem snef af vitneskju um málið. Kvarlaði aldrei að þér að gellan væri bara að ná sér í pening og athygli, svona eins og gellan sem Koby Bryant var sagður hafa nauðgað??? Ömurlegur hugsunarháttur að dæma menn útaf sögusögnum og ber vott um skítlegan- og barnalegan hugsunarhátt. Þú ættir að skammast þín!!! …er þá ekki Gerrard vangefinn ofbeldismaður, hann var jú í þannig aðstæðum fyrir ekki svo löngu síðan. Klárlega fáviti sem lemur allt og alla!!! (dööö!!)”

  43. ég nafngreindi þig einu sinni þar sem ég einnig hrósaði þér fyrir rithæfileika þína

    “Kristján Atli, sem venjulega er nú vel þolanlegur penni…” – Stórbrotið hrós alveg 🙂

  44. And your point is Jóhann? Stend algjörlega við þetta komment um daginn þegar ég var að tala um hvað það væri óþolandi hvernig menn máluðu alltaf ljótustu mynd upp af fólki við það eitt að heyra sögu eða lesa úr slúðurblöðum eitthvað. Menn vita ekkert um aðstæður. …en ætlarðu að fara snúa umræðunni um þetta, þetta var rætt um daginn og þarf ekkert að taka upp aftur.

    Við vorum að ræða hvort það væri eðlilegt að menn skrifuðu einungis bölsýnispistla í einhverju móurskýkiskasti í stað þess að sleppa því allavega endrum og eins og reyna skrifa skemmtilega og uppbyggjandi pistla, eitthvað sem eigendur hér töluðu mikið um í fyrra að menn ættu að reyna temja sér…en virðist ekki eiga við núna þegar þeir tilheyra bölsýnishópnum. Hvað sem þér Jóhann eða öðrum finnst þá er ég þeirrar skoðunar að svona svartsýnisraus sé leiðinlegt til lengdar sé ekkert jákvætt eða áhugavert tvistað saman við það…en það er auðvitað bara mín skoðun sem ég get mér þess til að ég meigi eiga hérna inni, vinsamlegast eigendur bendið mér á ef svo er ekki.

  45. SSteinn: Þetta kemst kannski illa til skila svona í gegnum ritvöllinn en þetta á að vera sagt með áherslu á “VEL” Þannig að þetta var klárlega hrós enda KAR oft á tíðum VEL þolanlegur penni og vel það 🙂

  46. Ég persónulega skil ekki hvað þér gengur til Halldór. Þú þarft ekki að lesa pistlana hans Kristjáns, lestu aðrar Liverpool síður ef þér líkar ekki þessi. Ég er viss um að það verði létt verk að finna jákvæð skrif á Liverpool síðum á þessum tímum.
    En mér finnst ekkert furðulegt að Kristján vilji loka á þig á þessari síðu enda óþarfi að þola það að einhver, ég gef mér krakki miðað við ritfærni, sé að tala um barnalegan og skítlegan hugsunarhátt og að hann eigi að skammast sín. Fyrir hvað, jú, að efast um að Andy Carroll sé rétti maðurinn fyrir Liverpool vegna vel skrásettra atvika utan vallar og dómsorð þeim til stuðnings.

  47. Nákvæmlega attitjútið sem maður fær, ef þú ert ekki ánægður farðu þá bara annað. Furðulegt að meiga ekki hafa skoðun þó hún sé öfug miðað við pistlahöfunda. Og afhverju þarftu að fara útí persónuleg leiðindi og kalla mig krakka Jóhann? Geturðu ekki bara haldið þessu á vitsmunanlegu stigi og verið mér sammála eða ósammála og fært þá málefnanleg rök fyrir þinni skoðun? Þú mátt alveg vera mér ósammála og allir hér inni, það breytir ekkert minni skoðun. Mér finnst bölsýnisröfl leiðinlegt til lengdar hvað sem ykkur finnst. Ég kom þeirri skoðun minni á framfæri og það er minn stæsti glæpur í þessum þræði. Ég segji því aftur, ef kommentakerfið er ekki til þess þá endilega útskýrið fyrir mér tilgang þess því ég er þá augljóslega að misskylja hann.

  48. Mér er hlátur í hug! En samt ekki…

    Að fullyrða það að títtnefndur Halldór Bragi hafi gerst sekur um að veitast persónulega að Kristjáni Atla (miðað við krækjurnar sem settar eru inn málinu til stuðnings) er ámóta hlægilegt og það er grátlegt.

    Ef að um raunverulegar aðveitingar væri að ræða finndist mér ekkert tiltökumál að víkja umræddum einstaklingi frá síðunni, en ef það á að loka á hann fyrir það eitt að segja sína skoðun á pistlum höfunda (á frekar siðmenntaðan hátt) geta þeir sem stjórna hér sett sig í hóp með skoðanakúgurum á borð við Pál Magnússon Útvarpsstjóra á RÚV og Óðinn Jónsson fréttastjóra á sömu stofnun.

    Ég trúi því vart að eigendur þessarar síðu séu svo “emo” að þeir geti ekki tekið því að einhver sé á annari skoðun en þeir sjálfir og bregðast við því eins og raun ber vitni.

    Ég hvet Halldór Braga og aðra til að halda ótrautt uppi sínum skoðunum og láta kúgara ekki hafa áhrif á sig. En að sjálfsögðu er nauðsynlegt fyrir alla passa hvað út um varirnar fer af orðum og láta umræðuna ekki detta í ruglið.

    Bitte!

  49. Sammála Halldór

    KAR er frábær penni og hefur margt afar gott fram að færa varðandi málefni Liverpool. Hér verð ég þó að taka undir með Halldóri hins vegar. Lengi hefur það verið svo að ef þú hefur aðra skoðun en KAR þá er svarað með hroka og hálfgerðum leiðindum, því miður. Þetta atvik með Halldór sannar það. Þetta er leitt í ljósi þess hve góður á lyklaborðinu KAR er yfirleitt.

    Áfram Liverpool

  50. Umræðan hefur líklegast aldrei verið neikvæðari síðan þessi umræddi Halldór Bragi kom til sögunnar með sína “jákvæðu” (að eigin sögn) innspýtingu. Sættu þig við það Halldór hvernig ástandið hjá félaginu er, meðan ástandið er svona finnurðu bara pistla af þessu tagi á bloggsíðum tileinkuðum Liverpool. Sérðu mótmælendur á Austurvelli fyrir þér með mótmælendaskilti þar sem þeir eru að reyna koma á framfæri því jákvæða í fari ríkisstjórnarinnar, bara svona til að halda uppi góðu andrúmslofti ? Uh nei. Neikvæð umræða verður í gangi svo lengi sem Roy Hodgson drullar sér í burtu og Liverpool fer aftur á þann stall sem það á heima á, þangað til á ég fyrir mitt leyti allavega erfitt með að horfa til jákvæðu hliðanna.

  51. KAR gagnrýnir nú þetta (sem og önnur skot) á sig frá Halldóri Braga og gerir það bara á litlu minna harkalegan hátt heldur en Halldór. Fullkomlega réttmætt og afar eðlilegt finnst manni að hann nenni ekki að sitja undir svona röfli á sinni eigin síðu. Þetta er ekkert skoðanakúgun eða hvaða litum sem menn vilja mála þessar reglur, þetta er illa fram sett gagnrýni hjá Halldóri og btw. það neikvæðasta í þessum pistli og fær grimmilegt feedback.

    Að Stb komi svo hingað inn og taki undir með Halldóri er síðan svo það óvæntasta sem ég hef séð í þessari viku.

  52. Það er eitt sem ég vildi bæta við í þessa umræðu varðandi meiðsli Gerrards, en leikmaðurinn sjálfur hefur einnig ákveðna skyldu gagnvart atvinnurekendum sínum (LFC í þessu tilviki). Hann getur tekið leikmann eins og Jovanovic sér til fyrirmyndar og einbeitt sér að sínu félagsliði þegar landsliðið kemur biðlandi til hans.

    Í þessu tilviki myndi ég telja sökina vera 30% leikmannsins og 70% hjá Liverpool FC, því enska knattspyrnusambandið pikkar þá leikmenn sem þeim sýnist hvernær sem er og má það réttilega, og gerir áfram ef engar mótbárur koma.

    Nú sjá menn ekki meiðsli fyrirfram en það sem ég er að segja er einfaldlega það að menn þurfa aðeins að athuga forgangsröðunina hjá sér áður en lengra er haldið. Óþarfa landsleikur gegn Frökkum eða Liverpool..sem borgar launin….hmmm.

    Svo að West Ham leiknum á morgun, en menn tala um að þeir séu versta liðið í deildinni sem ég get engan vegin verið sammála. Þeir eru jú neðstir, en það er bara svipað ástand hjá þeim og Liverpool þar sem ekkert gengur upp hverju sem um er að kenna. Ég vildi sjá svona “Diamond” leikskipulag á morgun:

    Varnarsinnaður miðjumaður: Spearing
    Sókdjarfur miðjumaður: Jovanovic sem spilar því næst í þeirri stöðu sem gerði hann að þeim leikmanni sem hann er. Þarna myndi ferill hans hjá LFC byrja þeas ef RH dregur hausinn úr óæðri endanum á sér og fer að hegða sér eins og framkvæmdastjóri stórliðs.

    Hægri/vinstri miðjumenn/tengiliðir: Joe Cole og Meireles sem ættu að geta búið til eitthvað af miðjunni í fjarveru SG.

    Sóknarmenn: Torres og Kuyt (Ngog ef Kuyt er tæpur). Alltaf viljað sjá þetta par í framlínunni en Torres þarf á dugnaðarforki að halda til að hjálpa sér en Kuyt nýtist illa aftar á vellinum að mínu mati.

    Það er ljóst að vængspil Liverpool er ekki upp á marga fiska og bíður ekki upp á marga möguleika, og passar því betur fyrir ofangreint kerfi. Mikið svakalega mun ég hafa rangt fyrir mér þegar uppstillingin kemur í ljós á morgun!

  53. Lið verður að vera ein heild ekki 11 einstaklingar, allir að reyna að gera sína hluti í sitt í hverju horninu.

    Gerrard bætir liðið en hann er ekki allir í liðinu. Mér finnst oft eins og hlutirnir snúist bara um tvo menn í þessu liði. Gerrard haft mikil áhrif á leikinn eins og sannaðist á móti Napolí. EN liðið á ekki bara að treysta því að hann eða Torres reddi málunum. Það þarf að spila vörnina, miðjuna og sóknarleikinn sem lið. Ekki bara senda boltan í loft og vona. Jú vissulega er betra að vera með lykillleikmann eins og hann innanborðs en hættan á að vera í heildinni ekki bara tvemur mönnum. Vonandi með Gerrard meiddan að við lítum ekki út eins og hauslausar hænur.

    Vonandi klárum við þetta um helgina með 3 stig vasa .

    YNWA

  54. Babu, mér sýnist þeir sem eiga hluta að máli hérna nota ansi stór orð til að koma fram sínum meiningum en það er alveg ljóst að þetta er rétt hjá báðum þeirra í megin atriðum. Halldór ætti alveg að geta gagnrýnt án þess að gera lítið úr manninum og Kristján ætti að geta séð að þetta er síða stuðningsmanna Liverpool þó svo að hann hafi stofnað hana og sé umsjónarmaður hennar.
    Kristján á skilið fálkaorðuna fyrir að halda síðunni gangandi en það þarf samt að passa að þessi síða breytist ekki í hallelúja samkomur, þar sem 80 manns lýsa hérna sömu skoðuninni.
    Í fyrra var mönnum hent út af spjallinu vegna síendurtekinna neikvæðra skrifa um Benitez og talað um að svo lengi sem hann væri við stjórn þá þyrfti að styðja við bakið á honum. Nú hafa forráðamenn þessarar síðu hinsvegar snúið því við, þannig að út með stjórann er hallelúja söngurinn.
    en aðal atriðið er að fólk verður að fá að hafa skoðun og dómur þeirrar skoðunar kemur fram í þumlunum og því ætti að vera óþart að henda mönnum út nema hér séu menn með endurteknar svívirðingar og dónaskap.

  55. Nokkuð sammála þessu hjá þér í meginatriðum Kennedy.

    En þetta er ekki rétt

    Í fyrra var mönnum hent út af spjallinu vegna síendurtekinna neikvæðra skrifa um Benitez

    Enda megnið af þeim sem þoldu Benitez ekki ennþá hérna eða hafa alveg ennþá kost á því. Þeir sem hafa fengið bann hafa allajafna verið nánast óskrifandi eða hér eingöngu til að vera með óþarfa leiðindi (svona pennar sem eyðilögðu liverpool spjallið t.a.m.(mitt mat)). Gagnrýni á menn og málefni hefur ekkert verið bönnuð nema það sér sérstaklega tekið fram (sbr. “reynum að hafa þetta ekki enn einn Kuyt, Lucas ect… þráðinn”). Ekki ef það er sett fram á sæmilega málefnalegan hátt.

    Svo talar þú um að vilja ekki halelúja pistla hér þar sem allir eru sammála, eitthvað sem enginn hérna hefur óskað eftir. En hvað erum við þá að tala um hérna?

    hvernig væri að taka önnur málefni en grát, væl og grenjutón í ALLA pistla nánast? Ástandið hjá liðinu okkar er nógu slæmt svo maður þurfi ekki að lesa svona grátpistla líka.

    Það er ekki tilefni til núna að vera með einhverja halelúja hamingju pistla og enginn LFC síða er að því og ef þessi umræða sem við erum að bjóða uppá í pistlum þessa dagana er svona ofboðslega óþolandi þá skil ég illa hvað er að því að benda Halldóri að lesa bara aðrar síður fyrst þetta er svona mikið grát og neikvæðni hér.

  56. Áhugaverð umræða:) Ég reyndar sé ekki afhverju pistlahöfundar hér þurfa að þóknast einhverjum sérstökum, þetta er jú bara þeirra síða og hún stendur og fellur með því sem þeir setja hér inn. Ef menn eru óánægðir með það þá liggur náttúrlega beinast við að hætta að lesa það. Miðað við kommentin hér á þessari síðu þá sínist mér nú bara að Kristján Atli og félagar séu nú bara að lýsa hugarástandi flestra Liverpool manna í dag. Sad but true eins skáldið sagði.

    Ég reyndar get ekki séð hvað menn ættu að vera skrifa um sem gæti flokkast undir jákvætt þessa stundina. En ég skal koma með nokkrar hugmyndir og sjáum hvort menn væru ekki til í skrifa áhugaverða pistla um það.

    Nr 1. Carrgher spilar sinn 650 leik á móti West Ham og jafnar þá Phil Neal.
    Nr 2. Varalið Liverpool eru efstir í deildinni 3 stigum á undan Everton eftir jafntefli við Blackpool.
    Nr 3. Undir 18 ára liðið er í 3-4 sæti í sinni deild 2 stigum á eftir Everton og Bolton.

    Ég nennti ómögulega að reyna að finna eitthvað annað jákvætt um Liverpool enda ekki um auðugan garð að gresja. En mér finnst svona svipað erfitt að finna eitthvað jákvætt um Liverpool þessa dagana eins og að finna eitthvað jákvætt um ríkisstjórnina, sama vandamálið þarf að skipta um stjóran.

  57. Það er ekki bara einn maður sem er liðið, þetta verður að vera heild, eins og er sagt hér að ofan.
    Ég vonast persónulega til að liðið verði eitthvað í þessa áttina:
    Reina – Kelly – Carra – Kyrgiakos – Konchesky – Maxi – Meireles – Spearing – Babel – Cole – Torres.

    Ég hef miklar mætur á þessari uppstillingu en ég er bæði með Kelly og Konchesky þarna því Aurelio kemur inná í síðari hálfleik og Kelly hefur unnið sér inn þessa stöðu! Babel kom ferskur inná í síðasta leik en trúlega verður Jovanovic þarna. Svo óska ég þess, af öllum mætti, að Pacheco verði á bekknum og komi inná fyrir J.Cole á ca 75.min og láti vaða á markið (alveg sama hvort boltinn fer inn eða ekki, þá þorir hann því allavega).
    Ég er mjög hræddur um að Baunin verði inná í stað Spearing en maður vonar bara það besta, ekki annað hægt!

    YNWA – COME ON YOU REDS!!!

  58. Nr 3. Undir 18 ára liðið er í 3-4 sæti í sinni deild 2 stigum á eftir Everton og Bolton.

    JESÚS MINN, er þetta orðið svo slæmt í dag að við flokkum þetta með sem jákvætt? EVERTON er fyrir ofan maður!!! 🙂

  59. Eins og ég sagði þá var mjög erfitt að finna eitthvað. Við erum með jafn mörg stig og United 🙂 Við erum alla vega ekki í 11. sæti 🙂

  60. Joe Cole er ekki klár fyrir helgina, sá hann nefndan á nafn í nokkrum liðsuppstillingum í sumum kommentum hér að ofan.

  61. Sælir félagar

    Ja – hvað skal segja? Ég er fullkomlega sáttur við síðuhaldara, hvað sem þeir skrifa og hvernig. Ég er að vísu ekki alltaf sammála þeim en hvað um það. Þeir halda út bestu fótboltasíðu norðan Alpafjalla og þó víðar væri leitað. Heiður sé þeim fyrir og eins og bent hefur verið á þá geta þeir sem ekki þola skrif þeirra auðvitað bara hætt að lesa þau og lesið eitthvað jákvætt annarstaðar.

    Hvað liðsuppstillingu varðar þá mun RH pakka í vörn til að tapa ekki stiginu sem hann hefur í hendi þegar leikurinn hefst. Þar af leiðandi verður leikurinn afar leiðinlegur og RH-legur. Samt mun ég horfa á hann og tauta fyrir fyrir munni mér þá ósk sem ég á heitasta í dag. “Það vildi ég að kallinn yrði rekinn”.

    Það er nú þannig

    YNWA

  62. Svona til að blanda sér aðeins inn í þessa umræðu, þá langar mig bara til að segja eitt:

    þ e t t a e r b l o o o g g g s í ð a

    For crying out loud. Hvernig virka bloggsíður? Jú, þeir sem skrifa á þær eru fyrst og fremst að skrifa niður eigin hugleiðingar og því munu þær ÁVALLT stjórnast að því sem BLOGGARINN er að hugsa hverju sinni. Þetta er ekki flókið, ef þið eruð að leita eftir fréttum, þá eru til fréttasíður. Ef þið eruð að leita eftir upplýsingum um mótherja Liverpool FC hverju sinni, þá er til Google freaking com. Ef þið eruð að leita eftir einhverri ákveðinni skoðun, þá bara spyrjið félaga ykkar sem gæti verið á sömu skoðun. Ef þið eruð að leita eftir ljósi í myrkrinu, einhverju sem gæti mögulega komið með sólarglætu inn í skammdegið, talið við sálfræðing eða farið til Florida. Þetta er BLOGGSÍÐA og það er algjörlega ÚTILOKAÐ að maður fari að setja niður á “prent” eitthvað sem aðrir eru að panta.

    Þeg’iði svo 🙂

Áhugaleysi

West Ham United birtast á Anfield