Allt um hið illa snilldarplott hjá Rafa að sverta mannorð Stevie G og fæla hann þar með í burtu frá Liverpool! (uppfært)

  • 304895_BIGLANDSCAPE.jpg
  • “Jæja, ég er orðinn Evrópumeistari. Hins vegar hefur það tekið meira en 3 daga að skrifa undir nýjan samning, þannig að ég ætla að fara til Chelsea. Það er jú eina leiðin til að enska pressan láti mig í friði”.

Á ég að skrifa grein um allt Gerrard kjaftæðið? Á ég að hneykslast á því að Vísir lepji þetta upp eftir bresku slúður-pressunni og birti á [forsíðu](http://www.visir.is/?PageID=91&NewsID=46803)?

Á ég að nenna að kommenta á upphaflegu [fréttina](http://www.newsoftheworld.co.uk/story_pages/sport/sport2.shtml), sem allir fréttamiðlar hafa gleypt án allrar gagnrýni?

Nei, ég nenni því ekki. Aðallega vegna þess að þetta er ekki tíma okkar virði.

Má ég þó benda á nokkra punkta:

1 – Viðræður við Gerrard hófust síðastliðinn þriðjudag. Væri það ekki hreinasta sturlun að gefast upp á viðræðunum eftir þrjá daga, en upphaflega fréttin birtist á föstudag? *Jú, auðvitað væri það geðveiki!*

2 – Rafa hefur sagt ítrekað í viðtölum að hann ætli að byggja þetta Liverpool lið í kringum Gerrard, Xabi, Carra og fleiri. Af hverju í ósköpunum ætti hann svo á bakvið tjöldin að vera statt og stöðugt að vinna að því að fæla Gerrard í burtu, einsog þessi ónefndi heimildamaður NOTW heldur fram? **Af hverju**? Getur einhver skýrt það út fyrir mér á skynsamlegan hátt? Nei, ég efast um það. Enda er þetta kjaftæði.

3 – Uppáhaldskvótið mitt í þessari grein hjá NOTW:

>”There seems to be a propaganda campaign aimed at showing that Stevie is greedy and disloyal. Nothing could be further from the truth.

Áróðursherferð til að sýna að Stevie sé gráðugur og ótrúr??? Í alvöru? Af hverju höfum við, sem lesum ALLAR Liverpool fréttir, ekkert orðið var við þessa herferð? Ég hef ekki lesið eina grein, þar sem því hefur verið haldið fram að Gerrard sé gráðugur!

Allir, sem hafa tekið þátt í samningaviðræðum og eru sæmilega heilir í kollinum vita að samningar taka tíma. Jafnvel þótt allir séu sammála um flesta hluti. Það tekur alltaf tíma að sníða af alla vankanta í ferlinu.

Þetta er hins vegar frábært dæmi um fáránlega óþolinmæði fjölmiðla. Ef að samningaviðræður ganga ekki upp á þrem dögum, þá bara *hlýtur* allt að vera brjálað á bakvið tjöldin.

Æ, ég ætlaði ekki að eyða orðum í þetta, en þetta er bara svo mikið kjaftæði og það er óþolandi að íslenskir fjölmiðlar skuli apa þetta eftir og birta hjá sér nánast einsog um staðreyndir eða ábyrgar fréttir væri að ræða.

**Gerrard er ekki að fara neitt**. Við erum Evrópumeistarar for crying out loud. Rafa [vill](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4646695.stm) hafa hann áfram. Gerrard vill vera áfram. Liverpool eru tilbúin að gera hann að launahæsta leikmanni allra tíma hjá félaginu. Það eru engin vandamál.


**Uppfært (Einar Örn)**: Sjá í kommentunum vísanir á mánudagspressuna. [Ekki beint upplífgandi](http://www.kop.is/gamalt/2005/07/03/18.01.29/#14708).

15 Comments

  1. Jújú, mikið rétt, Gerrard er ekki að fara neitt. Skil ekki að íslenskir fjölmiðlar séu að gleypa við þessu, enda komið frá News of the World, sem að allir vita að er dótturfélag The S*n. Sem sagt sorp.

  2. Þetta er farið að snúast um hagsmuni bresku dagblaðanna. Málið, í hnotskurn, er þetta:

    1. Þeir hafa haldið því fram í yfir ár að SG ætli að yfirgefa LFC.

    2. Þeir voru búnir að staðfesta að hann væri á leið til Chelsea fyrir ári síðan.

    3. SG gerði þá að fíflum með því að vera kyrr.

    4. Ef SG framlengir samning sinn við LFC, og gerir þar með endanlega út um allt slúður, þýðir það að breska pressan hefur unnið algjöran ósigur. Þeir hafa verið endanlega hafðir að fíflum, það hefur sannast endanlega að þeir höfðu rangt fyrir sér og héldu lygum fram fyrir ári síðan.

    Þannig að nú halda blöðin í þá litlu von sem þau hafa; ef Gerrard skyldi fara frá LFC í ár – hvort eð er til Chelsea eða Real Madríd – þá geta blöðin sagt: “Sko! Við vissum þetta alltaf! Þetta gerðist bara seinna en við áttum von á, en við höfum samt rétt fyrir okkur!”

    Ef hann hins vegar framlengir, er aðeins eitt fyrir blöðin að gera: “Við höfðum rangt fyrir okkur!”

    Þess vegna er ég alls ekkert hissa á því að breska pressan skuli láta öllum illum látum og reyna hvað sem þeir geta til að skemma fyrir samningaviðræðum SG og LFC – þeir eru að reyna að bjarga eigin skinni.

    Ég, persónulega, er rólegur, því að af öllum þeim sögum sem eru í gangi er aðeins þetta öruggt:

    Steven Gerrard er enn leikmaður Liverpool FC. Steven Gerrard er staddur í Liverpool-borg og er að æfa með Liverpool-liðinu. Steven Gerrard á í samningaviðræðum við Liverpool þessa daga um framlengingu á samningi sínum. Steven Gerrard sagðist ekki geta hugsað sér að fara eftir sigur í Meistaradeildinni!

    Restin? SLÚÐUR… þangað til ég frétti eitthvað annað frá blaði á borð við Liverpool Echo eða frá BBC, þá hef ég engar áhyggjur. Samningamál taka tíma og hann er í viðræðum við okkur, allt hitt eru bara örvæntingarfullar tilraunir London-pressunnar til að skemma fyrir, svo þeir þurfi ekki að kyngja eigin lygum.

  3. Þetta var svona með að Vieira færi til Real í ein fimm sumur áður en þeir gáfust upp. Ég held þetta sé eitthvað úlfur, úlfur syndrome í bresku pressunni – það besta sem maður gerir er að hætta að hlusta.

  4. Jamm, og það er víst búið að vara menn á erlendum spjallborðum við að blöðin á Englandi muni ganga skrefinu lengra á morgun og halda því fram að Gerrard sé búinn að gefast upp á að bíða eftir “seinaganginum” í LFC og vilji yfirgefa félagið.

    Sumarfrí = sápuópera. Yndislegir dagar framundan…

  5. Ekki það að ég ætli að byrja að “panic-a”, en það er ekkert voðalega gaman að lesa fyrirsagnirnar núna. Jafnvel í mjög virtum blöðum einsog Times:

    [Times: Gerrard fuming towards exit
    ](http://www.timesonline.co.uk/article/0,,27-1679945,00.html)
    [Daily Telegraph: Gerrard set to walk out as Liverpool rift widens football](http://portal.telegraph.co.uk/sport/main.jhtml?xml=/sport/2005/07/04/sfnliv04.xml&sSheet=/sport/2005/07/04/ixsport.html)
    [The Independent: Gerrard calls off contract talks with Liverpool](http://sport.independent.co.uk/football/liverpool/article296638.ece)

    Hmmmmmm…. :confused:

    [Deja Vu einhver](http://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2004/06/15/00.09.12)?

  6. Jebbs, dejá vu pottþétt! Mér líður eins og ég sé á einhverju súrrealísku tímaflakki og blaðamannafundurinn á morgun sé fyrir Gerrard að kveða niður sögurnar af sölu til Chelsea, en ekki af Bodo Zenden að tilkynna færslu til Evrópumeistara Liverpool

    Skrýtið.

    Que sera sera. Ef hann er virkilega að fara, þá er það bara svo af því að Rafa vill það og því verð ég ekki ósáttur. Er hins vegar 100% á þeirri skoðun að þetta sé slúður og rugl af hálfu SFX og dagblaðanna til að þrýsta á LFC, eða neyða Gerrard til að fara, og þangað til ég sé BBC eða Liverpool Echo segja eitthvað annað mun ég vera rólegur yfir þessu öllu saman…

  7. Ég treysti engum í þessu máli nema Liverpool Echo og BBC.

    Báðir þessir miðlar verða búnir að birta fréttir af eða á fyrir hádegi á morgun. Þannig að ég legg til að menn fari að sofa, því að svefni loknum verður væntanlega búið að slá þetta slúður af fyrir fullt og allt … eða búið að staðfesta brottför fyrirliðans.

    Sjálfur ætla ég að fylgja eigin fyrirmælum. Góða nótt. :confused:

  8. Ætli slúðurfréttamönnum sé borgað fyrir að koma svona leikriti af stað???

    Annars er þetta komið á bbc líka Kristján Atli, núna kl 0745…… :confused:

    Ég segi bara “gat demmitt”…… 😡

    Ég hef verið taugaóstyrkur yfir þessu öllu saman…

    Ég er dapur núna…..

    🙁 🙁

    Ég vona innilega að það komi eitthvað á opinberu síðunni sem þaggar þetta kjaftæði allt saman niður.

  9. Það hefur reyndar komið mér á óvart hvað þessar samningaviðræður virðast dragast á langin og ég neita því ekki að það hefur komið fyrir mig að halda að Liverpool stjórnin sé að bíða eftir tilboðinu frá Real. Þangað til eitthvað slíkt er staðfest ætla ég að halda í Gerrard vonina.

  10. Já, JónH, þetta er komið inná BBC. En lestu sjálfa greinina. Hún er nánast orð fyrir orð tilvitnanir í bresku slúðurblöðin.

    En allavegana, það verður blaðamannafundur í dag, þar sem kaupin á Zenden verða tilkynnt, þannig að við fáu eflaust að heyraq meira af þessu á þeim fundi.

    Þangað til, þá eru þetta ALLT sögusagnir. Enginn hefur komið fram undir nafni og haldið neinu fram. Þetta eru allt sögusagnir, fengnar frá “einhverjum nánum Gerrard” og slíkt kjaftæði.

  11. fréttin á bbc er samt bara að segja að það sé verið að fjalla um þetta í öðrum blöðum… ekki að þeir hafi heimildir eða neitt slíkt…

  12. Ég var nú að reyna að búa til link á þetta… :blush:

    Reyni bara aftur…. æfingin skapar meistarann 🙂

  13. Ég er búinn að fjalla lauslega um Echo greinina í næstu færslu 🙂

    En annars seturðu lik inn með því að setja hornklofa utan um linkatextann og svo sviga utan um sjálfan linkinn strax á eftir.

Pellegrino til Alaves

Meira um Gerrard