Blackburn Rovers á Ewood Park

Eins og alltaf á þessum tíma er ekki þverfótað á síðunni fyrir leikskýrslum og upphitunum, ég beið eins lengi og ég gat að setja þessa upphitun inn því mér finnst opni umræðuþráðurinn hér að neðan flottur og skora á þá sem vilja vangavelta sér upp úr leikmannaslúðri og stjóramálinu sískemmtilega að kommenta áfram á þann þráð og við getum þá einbeitt okkur að viðfangsefni miðvikudagsins 5.janúar á þessum þræði.

Verkefni þess dags er stutt ferðalag í vestur norðausturátt (takk fyrir leiðréttinguna Stebbi) til Blackburn þar sem við mætum heimamönnunum í Rovers-liðinu.

Verða þeir félagar báðir í byrjunarliðinu gegn Blackburn??Í eðlilegu árferði hjá Liverpool væri maður bara urrandi bjartsýnn og myndi heimta skyldustigin þrjú heim til Liverpoolborgar, en einhvern veginn er það nú þannig þennan veturinn að bara það að fara með liðsrútunni yfir götuna við Anfield virðist breyta ljónshjörtum leikmannanna okkar í lítil músahjörtu og maður er bara skíthræddur við allt sem heitir útileikur. Spá í það bull!

En auðvitað á þessi leikur að gefa okkur þessi þrjú stig sem eru í boði. Við heimtum það að fá að sjá það form á liðinu sem birtist seinni 45 mínúturnar gegn Bolton, menn virkilega fari nú að standa við endalaus orð um að ætla sér að fara að safna stigum af miklum krafti og koma liðinu nær “réttu” svæði.

Ég viðurkenni það alveg að mér finnst afar erfitt að átta mig á því hvernig stillt verður upp í þennan leik. Meireles er ekki kominn í leikform eftir smávægileg meiðsli síðast en verður vonandi kominn aftur á OT, og Carra er í burtu. Aðrir eru klárir en stjórinn var að undirbúa okkur undir það að hann myndi nota leikmannahópinn í leikjum nú á næstunni svo að ekki sé víst að T & G spili alla leiki. Svo eru auðvitað Agger og Aurelio að koma til baka og vissulega er stór leikur um helgina, sem annað augað er klárlega á.

Þegar ég legg allar þessar breytur inn í jöfnuna fæ ég eftirfarandi hugmynd um liðið…

Reina

Johnson – Skrtel – Kyrgiakos – Konchesky

Kuyt – Lucas – Gerrard – Maxi

N’Gog – Babel

**BEKKUR:** Hansen, Cole, Torres, Kelly, Poulsen, Aurelio, Agger.

Ég held að karlinn sé kominn með 4-4-2 sem sitt leikkerfi og nú ætli hann sér að hvíla Torres. Mig langar að taka það skýrt fram að ég hefði ekki stillt þessu liði svona upp, en þar sem að við erum ekki að spá í það hér heldur því hvernig stjórinn hyggst stilla upp er þetta það sem mér finnst líklegt að við sjáum frá byrjun. Torres, Aurelio og Cole líklegastir til að koma inná.

Mótherjar okkar í Blackburn Rovers eru á skrýtinni vegferð þessa dagana. Nýkeyptir af kjúklingamilljónerum frá Indlandi og eru á síðustu klukkutímum að sýna það að þá langar að verða vinir “feitra katta” í boltanum eins og Ronaldinho og Beckham. Sennilega er þekking þeirra á fótbolta að einhverju leiti komin frá þeirri góðu mynd, “Bend it like Beckham”, því hvorugan leikmanninn tel ég líklegan til að spila í blá/hvítu peysunni hjá Rovers og alls ekki til að styrkja lið þeirra í nokkurri baráttu, nema í gelnotkunar- og djammdeildinni!!!

Þeir kjúklingabændur fengu reyndar stóran plús í minn kladda þegar þeir losuðu ensku úrvalsdeildina við Sam nokkurn Allardyce, en í stað hans réðu þeir einn úr þjálfaraliði Big Sam, mann að nafni Steve Kean. Sá hefur verið frekar yfirlýsingaglaður, taldi liðið lítið þurfa til svo að það kæmist í topp fimm í deildinni, en undir hans stjórn hefur liðið átt brokkgengu gengi að fagna. Öflugur útisigur gegn W.B.A., slæmt 0-2 tap heima fyrir Stoke og 0-3 skellur í Sunderland um síðustu helgi segir okkur það að liðið virðist stundum hafa grænu hliðina upp og stundum brúnu. Óstöðugleikinn jafnast nærri því á við ákveðið lið sem við elskum samt öll.

Salgado og Samba koma til leiks á nýBlackburn Rovers mun á morgun vanta lykilmenn. Paul Robinson, Jason Roberts og Keith Andrews eru meiddir, Nikola Kalinicic í leikbanni og Brett Emerton með ástralska landsliðinu. Þeir fá Michel Salgado til baka úr leikbanni Chris Samba er í leikmannahópnum á morgun eftir meiðsli. Í heildina held ég að þessar breytur veiki lið þeirra eilítið, en þó ekki þannig að við líkjum því við nokkuð vængbrot, þó helst það að Robinson standi ekki í rammanum.

En hausverkurinn mikli er Liverpool Football Club þessi misserin!

Búinn að lýsa því yfir áður og stend við það að maður veit ekki neitt lengur hvernig maður á að spá fyrir útileikjum þessa besta liðs í heimi. Það er alveg ljóst að ef liðið er í almennilegum gír á það að sigra þennan leik nokkuð örugglega, en allt minna en hæsti gír þýðir vandræði.

Ég ætla að spá því að við byrjum leikinn illa og lendum undir. Í síðari hálfleik kemur Torres inná og jafnar, þrátt fyrir færi á báða bóga verður það svo lokastaðan. Semsagt, spáin er 1-1 jafntefli sem mun auka enn á pressuna á stjóraskipti.

KOMA SVO!!!!!!!

61 Comments

  1. Best væri að liðið myndi vinna óverðskuldaðan og ósannfærandi sigur þar sem Reina ætti stórleik. Það myndi skila þrem stigum í hús og ekki létta á gagnrýninni á Hodgson.

  2. Ætla að vera í bjartsýniskasti svona í tilefni nýs árs og spá okkur 1-2 sigri þar sem við komumst yfir með marki frá N´gog og síðan skorar Gerrard sigurmark í uppbótatíma eftir að Blackburn hafa jafnað á 89. mín. Ok þarf ekki endilega að gerast svona en ætla samt að halda mig við 1-2 dæmið 🙂

  3. þar sem litli bróðir minn var að eignast lítinn púllara í morgun og ég er að fara kaupa fyrsta gallann hans á morgun í jóa útherja……. ætla ég mér að vera yfirlýsingaglaður og segja að hann verði ROSALEGT lukkutröll sem endurspeglast í góðri rasskellingu fyrir okkur og torres setji fyrstu þrennuna á seasoninu…..
    YNWA!!!! og hópurinn stækkar og stækkar:)

  4. Ætli kallinn hvíli ekki Gerrard líka og setji Poulsen inn. Og þá Cole í stað Babel til að reyna að tengja staða og gelda miðju við þennan eina framherja. Sem mistekst náttúrulega svakalega.
    2-0 undir í hálfleik, Gerrard og Torres koma inn í seinni og við töpum 3-1.

    Bara inná með sterkasta liðið og ekkert kjaftæði. Þessi leikur er jafn mikilvægur og hver annar leikur og engin ástæða að hugsa um neitt annað en þennan leik.

    Um leið og stjórar fara að tala um að hvíla hinn og þennan þá dettur allur dampur niður. Menn geta hvílt sig í gröfinni.

  5. Liverpool fengu nóga hvíld um jólin þegar leikjum var frestað. Það þarf engin hvíld nema einn maður og Liverpoolstuðningsmenn hvíld frá honum.

    RIP Hodgson

  6. Eiginlega sama hvernig þessi leikur fer. Þetta tímabil er farið í hundanna, það sem þarf að gera er að reka Hodgson og leyfa einhverjum ungum þjálfara með sínar áherlsur koma og byrja strax. Skárra að byrja á því í januar og gefa honum smjörþef af ensku deildinni, og sjá hvað þarf að bæta, en ætla fara að gera það á einhverjum æfingaleikjum í sumar á móti liðum sem eru svipað sterk og KR. Þessir 6 mánuðir gætu breytt helling varðandi næstatímabil. Því fyrr sem hann kemur og stekkur í djúpulaugina því betra fyrir alla aðila. Hodgson er btw algerlega búinn að eyðaleggja sitt rep sem besti þjálfari Englands eftir þetta liverpool ævintýri.

  7. Jæja … ef liðið verður svona er ekki sjens að við vinnum. Hafsentaparið virkar ekki, bakverðirnir út á túni, hápressa eins og Úlfarnir buðu upp á og við töpum 3-1.

    Það er nú bara þannig. Ef kallinn ætlar sér að halda lífi í vinnunni þá stillir hann upp sterkasta liðinu. Hann sá það lið í síðasta leik. Það er ekki flókið. Annars væri það verra ef hann færi að halda stöðunni helvískur …..

  8. Vonum að við vinnum þetta leiðinlega balckburn lið…
    Það sem okkur vantar í þennan hóp er einn sterkur miðvörður svo A Young og Elia, svo væri nauðsynlegt að fá einn sterkan striker, veit ekki alveg með Ade, væri reyndar ágætt að fá hann á láni og ég las það að City væru til í að borga launin hans á meðan, bara til að losa um leikmenn…
    Hann er bara svo leiðinlegur karakter…

    Ég vona að eitthvað fari að gerast í okkar málum , nenni ekki að bíða og bíða eftir fréttum , besta fréttin væri að það væri búið að reka Roy Hodgson

  9. Ég er ansi hræddur um að þessi leikur endi 3 – 1 og Pappa Puppa Dudda Diouf skori amk 2.

  10. 5:

    Til hamingju með litla bróðir þinn doddijr.

    Ég tek undir með Steingrími #7 um að leikmenn þurfa EKKI hvíld eftir þessar stanslausu frestanir yfir jólin. Leikmenn þurfa að spila til að auka sjálftraustið en með hverjum sigri eykst það, og það yrði HEIMSKULIEGT að hvíla Torres eða Gerrard á morgun nema þeir væru meiddir. Það eitt og sér væri brottrekstrarsök að hvíla fullhvílda leikmenn þegar við þörfnumst þeirra. Ef leikmenn fara að gera það sem þeir tala stanslaust um í blöðunum verður þetta í það minnsta jafntefli á morgun. Blackburn er að ganga í gegnum sína eigin erfiðleika og er kominn tími á að við tökum opnum höndum svona tækifæri á þremur stigum í staðinn fyrir að gefa frá okkur enn einn leikinn. Ef menn hafa lært af Wolves leiknum þá verða stigin þrjú okkar. Allt annað en þrjú stig ætti að þýða brottrekstrarsök fyrir RH. Svo einfalt er það.

  11. Hvaða kjaftæði er það að hvíla lykilmenn. Lýst ekkert á þannig bull… pfff.. Reina verður auðvitað í markinu. Johnson verður á sínum stað. Aurelio og Agger detta (Því miður) út og Kyri og Konchesky verða með Johnson og Skrtel í vörninni, semsagt vörnin veikist tölvuvert. Lucas og Poulsen spila væntanlega saman á miðjunni, sem boðar ekki gott og Maxi og Cole spila á köntunum. Fínt að fá Cole inn. N’Gog og Babel verða svo frammi. Þetta er held ég byrjunarliðið sem VONANDI nær í 3 stig Liverpool vegna, ekki Hodgson vegna.

    Ég er ekki bjartsýnn á hátt skemmtanagildi. Ég er hinsvegar bjartsýnn á sigur. 1-0 í bragðdaufum leik og N’Gog skorar eftir klafs í teignum.

  12. Tjah ekki það að ég sé ekki FYRIR LÖNGU síðan búin að tapa geðheilsunni hvað Roy Hodgson varðar en ef mannjandinn lætur Fernando Torres ekki byrja þennan leik á morgun eftir að maðurinn loksins náði að drulla tuðrunni í net andstæðingana í síðasta leik þá má Hodgson fara þráðbeint eitthvert lengst þarna niður í jörðina….

    Trúi ekki öðru en að liðið vinni þennan leik og held að fyrrnefndur Torres skori allavega 2 ef hann fær að byrja leikinn

    Að lokum legg ég það til eins og Sigkarl að Roy Hodgson verði rekinn

  13. Ef að Hodgson stillir þessu upp eins og Sindri lýsir þessu þá legg ég til að Hodgson verði rekinn í upphitun. Annars spái ég 2-0 tapi þar sem Blackburn yfirspilar okkur… og Hodgson rekinn eftir leik.

  14. Ég hef því miður ekki mikla trú á þessum leik. Ég skil hins vegar ef Roy vill hvíla Gerrard, hann er að koma til baka eftir meiðsli og spila’i meira í síðasta leik en hann átti að gera. Ég skil hinsvegar ekki hugmyndina að hvíla Torres. Hann skoraði í síðasta leik, svo það er um að gera að sjá hvort hann komist ekki á smá run.

  15. takk fyrir kveðjuna eikifr.

    Ég trúi ekki öðru en að torres byrji með N´gog með sér og þeir vinna þennan leik……
    hænuræksnin sem eiga blackburn í dag eru að koma með nett skrýtnar áherslur á liðið sem er farið að endurspegla sig á spilinu þeirra í dag…… en nóg um það…… ef að Gerrard verður hvíldur vona ég að gamla ófétið taki áhættu og spili eitthvað af þessum virkilega efnilegu strákum í leiknum og ég er virkilega að vona að ég sjái shelvey, kelly og pacheco í byrjunarliðinu þótt ég viti að það séu draumórar þá held ég að allavega einn af þeim ætti að fá séns, ef ekki allir!!!!!

  16. Maður er nú á báðum áttum með þennan blessaða leik, og spáin er eftir því. Ef maðurinn hvílir Gerrard og Torres spái ég 0-0 og myndatakan verði á Hodgson og andlitsnuddinu á 93mín

    Til hamingju doddijr alltaf gaman að nýjum púllurum 🙂

  17. Vildi bara segja til hamingju doddijr með brósa hef ekkert að segja fyrr en RH er farinn….

  18. þakka kveðjurnar rúnar freyr og dabbi…..
    hef ekki nokkrar áhyggjur….2011 verður frábært ár þar sem gamla ófétíð labbar út og við fáum greddunagla…….. það er ekki spurningin hvort heldur hvenær!!!!!!!

    gaman að segja frá því að litli bróðir minn( og barnsfaðir í dag) var BANEITRAÐUR left striker sem er frá Grindavík sem spilaði eitt mót með KS. þegar hann var tólf….. og af 24 mörkum skoraði hann 22… þannig í þessari fjölskyldu verður hann alinn upp til fyrirmyndar:)

  19. Til hamingju með bróður þinn Doddijr en segðu mér eitt. Er hann litli bróðir þinn og barnsfaðir? = )

    0-2 Torres 18mín. Torres 57mín.

  20. Ég ætla að hafa þetta málefnalegt.

    Ég ætla að skella mér í bíó í kvöld, segir allt um áhuga minn á liðinu þessa dagana.

    Góðar stundir.

  21. Bara til ad vidhalda háum standard á landafraedithekkingu á kop.is er rétt ad benda á ad thad er ekki rétt sem fullyrt er í upphituninni at Blackburn sé í vestur frá Liverpool. Blackburn er nord-austur af Liverpool.

    Sá sem fer í vestur frá Liverpool er annad hvort ad fara út á sjó eda til Wales.

  22. 24# He is believed to be joining Fimleikafélag Hafnarfjarðar soon in the January transfer window.

    Þetta sýnir hversu auðvelt er að breyta þessu :=)

  23. 24 helginn, ég held að síðasta setninginn gefi glögga mynd af áræðanleika wikipedia 🙂 Ég fór inná linkinn sem þú settir inn.

    On 27 September 2010, fully established with both his club and the national team, 22-year old Coentrão extended his contract with Benfica until 2016.[6] On 2 November, he scored his first career brace, helping to a 4–3 home win against Olympique Lyonnais, for the season’s UEFA Champions League group stage. In a 67-minute fast break, he combined with Carlos Martins to make it 4–0 for the hosts. He is believed to be joining Fimleikafélag Hafnarfjarðar soon in the January transfer window.

    Það er spurning hvort hann nái að fylla í skarð Tryggva Guðmunds hjá Fimleikafélaginu…nema hann ætli sér frama í frjálsum íþróttum eða handbolta 😛

  24. Ég held að besta uppskriftin sé slæmur leikur í kvöld og þar af leiðandi jafntefli eða tap. Svo er ég ansi hræddur um að United valti yfir okkur i bikarnum. En það þarf ekki að vera svo slæmt ef Roy kallinn verður látinn fjúka… 🙂

  25. Held að Torres og jafnvel Cole byrji, þeir jú skoruðu mörkinn síðast og það þarf að halda þeim í gírnum, ekki kála þeim á bekknum, annars veit maður ekki hvað bikarleikurinn á sunnud, hefur mikil áhrif og hvað þessir SNILLAR gera . Tökum þetta barastabara 3-1 jessssssss.

  26. Tel að líkurnar á því að vinna þennan leik séu svona í kringum 10-15% það er meira að segja aðeins yfir meðaltalinu hans Roy á útivöllum á Englandi.

  27. Ég er bara því miður ekki bjartsýnn fyrir neina útileiki hjá Liverpool. Það hefur bara einn unnist, gegn Bolton, á tímabilinu og það má alveg færa rök fyrir því að það hafi verið heppni að landa þremur stigum í þeim leik. Ég vona alltaf ég hafi rangt fyrir mér fyrir útileikina en svo koma vonbrigðin. Steingeldur varnarleikur, sköpum varla færi og heimaliðið eflist og fær trúna. Meira að segja jafnteflin gegn Birmingham og Wigan úti voru heppni. Þau keyrðu mun meira á Liverpool en öfugt.

    Ég veit alveg að eigenda- og fjármál voru í tómu rugli þegar Roy Hodgson tók við. Auðvitað var það sanngjarnt að hann fengi tíma til að ná tökum á hlutunum. Það var hins vegar augljóst strax í haust að hans kerfi var ekki að virka, að kaup hans á leikmönnum voru í besta falli sorgleg (fyrir utan Mereiles) og uppstillingin bar æði oft vott um verulegan greindarskort. Það eina jákvæða er að hann gefur ungum leikmönnum möguleika, t.d. í Evrópukeppni. Það var reyndar það sem fór í taugarnar á mér með Rafa, liðið gat verið 4-0 yfir án þess að hann skipti neinum þeirra inn.

    Því miður, þetta er útileikur og eftir sigurinn á Bolton heima þá mun Hodgson taka Amy Winehouse á þetta: “Back to black”

  28. Hodgson enn einu sinni að tala þvert á það sem hann hefur áður sagt. Nú er haft eftir honum um Cole:
    “Joe is a very confident player. He always thinks he is playing well, so he doesn’t have any great worries about that side of things…”
    http://www.thisisanfield.com/2011/01/hodgson-looks-to-cole-revival/
    En þetta sagði hann í byrjun desember:
    “He isn’t a naturally confident character. He suffers when things are not going his way,” said Hodgson.”
    http://www.liverpoolfc.tv/news/hodgson-reveals-cole-s-strife
    Hvað getur maður sagt? Fyrir utan það að í nýjasta viðtalinu – sem er eftir leik sem Cole hefur loksins skorað – er Hodgson að tala um öll færin sem hann hefur misnotað en hefði átt að hafa skorað úr… Er þetta rétta leiðin til að ýta undir sjálfstraustið?

  29. Er Coentrao að koma til FH? Yess!!! Hlakka til að sjá hann í Krikanum í vor. Lofa að kenna honum einhver blótsyrði. 😉

    Annars, fín upphitun nema að ég tek undir með Stebba (#25) að Blackburn er í norð-austur af Liverpool, ekki vestur. Þegar ég las þetta hélt ég að ég væri að verða geðveikur og stökk inn á Google til að doubletékka:

    Ég er ekki geðveikur, bara Maggi. 🙂

    Geri samt engar væntingar fyrir kvöldið. Mig grunar jafntefli eða tap, á í öllu falli ekki von á neinni klassík. Held að liðið gæti verið svipað og Maggi spáir nema að ef Torres eða Ngog verða hvíldir færir hann eflaust Kuyt fram og setur Joe Cole inn á miðjuna.

    Vona að þetta verði ágætt í kvöld. Efast samt um það.

  30. Afhverju get ég aldrei verið annað en bjartsýnn fyrir Liverpool leiki? Það er ekkert, nákvæmlega ekkert sem gefur mér ástæðu til bjartsýni… Ég er búinn að vera með eitthvað skítaglott framan á mér síðan ég vaknaði í morgun. Skítaglott vegna einhverjar bull-fullvissu um að Liverpool komi til með að jarða þennann leik.

    Og nú er ég farinn að kvíða vonbrigðunum 🙁

    Hvaða helv.. rugl er þetta eiginlega????

  31. Það eina sem ég veit fyrir víst með leik kvöldsins er að hann fer einhvernveginn, jafntefli eða tap þó líklegra en sigur hjá okkar mönnum 🙂

    Svona er ég nú mikill spekingur 🙂

  32. @ 38 KAR

    Getur hver sem er sett inn mynd til stuðings umræðunni eða er þetta stjónenda privilege?

  33. Sammála steingrími og fleirum með að hvíla ekki gerrard og torres.
    Liðið fékk góða hvíld um jólin vegna frestaðra leikja, og ætti að vera úthvílt.
    stilla upp okkar besta liði með agger í vörninni og vinna þennan helvítisleik útileik,
    sérstaklega þar sem blackburn erí krísu þessa daganna.
    Svo í lokinn ætla ég að kvitta undir orð sigkarls sem hefur skrifað á bloggi þessu áður.
    “Svo legg ég til að hodgson verði rekinn”,skildi aldrey ráðningu hans hjá liverpool.
    Þannig er nú það félagar góðir.

  34. Stjórnenda-privilege. Engar stillingar sem bjóða upp á að opna þetta fyrir alla í WordPress-kerfinu, því miður. Þannig að bara við í fílabeinsturninum. 🙂

  35. Sigurjón #34, þetta heitir að hafa trú á sínu liði, erum taplausir á árinu og verðum það áfram. Nú fer allt í gang hjá Liv, og leikmenn eru að fatta hvernig á að spila 4-4-2, sem var ekki mikið spila hjá fyrrum þjálfara, hvað hét hann nú aftur?????? æi man ekki OK. 🙂

  36. Gæti ekki verið meira sammála Sigurjóni.. Alltaf fullur bjarsýni þó ekkert gefi mér ástæðu til..
    Sigur í kvöld!
    YNWA

  37. Það er alltaf eins og ég gleymi því á leikdegi hvað liðið mitt er lélegt ég allavega get ekki séð neitt annað en 3 stig í kortunum þegar andstæðingurinn er Blackburn Rovers, reyndar sá ég ekkert annað en 3 stig í kortunum heldur þegar liðið spilaði við Wolves, Blackpool, Wigan, Birmingham, Stoke og kannski fleiri lið en það breytir því ekki að ég fer alltaf fram á örugg 3 stig gegn þessum liðum og það hefur ekkert breyst. Ég fer meiríaséa fram á 2-3 núll sigur í kvöld vegna þess að ef allt er eðlilegt þá á liðið okkar að keyra yfir þetta Blackburn lið og breytir þá engu hvort leikurinn sé á Ewood Park eða ekki. Málið er bara að hlutirnir hafa bara ekkert verið eðlilegir í vetur en ég held alltaf fyrir hvern leik að það verði kannski allt eðlilegt það kvöldið. Þar sem Hodgson virðist vera öruggur í starfi alveg sama hvað kemur uppá þá er alveg eins gott að vona að liðið rúlli bara yfir næstu leiki og spili loksins í kvöld einhvern fáránlega æðislegan bolta sem verður bara forsmekkurinn af upprúllunninni sem mun eiga sér stað á Old Trafford á sunnudaginn.

    Blackburn 0 – 3 Liverpool og Torres setur 2 og Gerrard 1 og þeir félagar leggja uppá hvorn annan eins og við sáum svo mikið af á þarseinasta tímabili. Þetta verður líka í síðasta sinn sem ég ætla að hafa svona mikla trú á liðinu mínu nema auðvitað að þeir taki mig á orðinu og rúlli upp Blackburn sannfærandi í kveld.

  38. Maggi, við ræddum þetta um daginn. Vera jákvæðir!!! Spáum okkur sigri, 0-2 og Babel sýnir úr hverju hann er gerður og Kyrgiakos skorar líka af því að hann er eini maðurinn í þessu liði sem kann að skalla boltann.

  39. Mér er alveg sama hvaða liði við stillum upp í kvöld ég er nokkuð viss um að við tökum þennan leik nokkuð örugglega og ég hef nákvæmlega ekkert til að styðja þessa trú mína nema að ég hef svona litla trú á Blackburn! Segi 0-3 sigur og N´Gog, Babel og Maxi með mörkin.

    Ég er síðan sammála Magga með að Blackburn er vestur af Liverpool, kortið hjá KAR snýr öfugt enda vita allir að Blackburn er mitt á milli Englands og Írlands 🙂 Segi samt ekkert að hann (KAR) sé geðveikur eða neitt þannig, en það vantar klárlega kafla 3-5 í hann.

  40. Babú ég er ekkert nema formálinn og svo búið. Breytir því ekki að kortið mitt er hárrétt. Google og Apple sögðu mér það. Gerist ekki áreiðanlegra. 🙂

  41. Þetta poppaði upp á twitter nú rétt í þessu.. þó þetta sé ekki nema bar gefa manni vonir

    Latest… Roy has signed his forms to leave. Please let it be the truth… Not confirmed, but of a good source 😉 #for #lfc

  42. Setti þetta á vitlausan stað, verst að það er ekki hægt að edit-a commentin sín

    En að leiknum í kvöld. Ég skil ekki alveg þessa ótrúlegu bjartsýni fyrir kvöldinu. Ég spái meistarjafntefli 1-1

  43. Í slúðrinu á fotbolti.net er talað um =
    Japanski framherjinn Keisuke Honda vill fara til Liverpool. (Sport.co.uk)
    Veit að þetta er poweradeslúðrið en þetta er maður búinn að heyra í langann tíma. Hvað finnst ykkur um að fá hann til liðsins ?
    Persónulega væri ég gjiiiðveikt til í hann. Ekki bara útaf hæfileikum heldur líka treyjusala maaðuuur.

  44. Varðandi Honduna, þá hef ég legi velt því fyrir mér af hverju það er ekki löngu búið að stökkva á hann. Mjög hæfileikaríkur leikmaður þar á ferð.

  45. @46

    Kæmi mér virkilega á óvart að þjálfari liðs væri að ræða og skrifa undir pappíra þess efnis að hann hætti með liðið nokkrum klukkustundum fyrir leik. Það væru fáránleg vinnubrögð hjá stjórn hvers knattspyrnufélags.

  46. þessi “nýja” frétt um Honda finnst mér nú samt aðallega lykta af því að umboðsmaðurinn sé að vekja athygli á skjólstæðingi sínum frekar en eitthvað búi þar raunverulega að baki… spilaði vel á HM og virtist hafa magnaða spyrnugetu

    en að leiknum í kvöld… tippa á steindautt jafntefli 0-0…. mundi halda að liðið verði bara nokkuð hefðbundið og ekki miklar hræringar, sama lið og Maggi telur RH stilla upp nema ég held að Torres byrji á kostnað Babel

  47. • Remarkably, Liverpool managed to win just two out of 18 league away games in 2010. Both were against north west clubs beginning with B; 4-0 at Burnley and 1-0 at Bolton.

    Þetta er gjörsamlega fáránleg staðreynd. Trúi þessu varla en þetta var á BBC vefnum ; (

  48. Maður er eins og fórnarlömb voðaverka, afneitar voðaverkinu. Þessi staðreynd um aðeins tvo unna leiki á útivelli 2010 slær mig kaldan.
    Þessi öldudalur okkar er djúpur, mjög djúpur.
    En það er að rofa til. 2011 verður með allt aðra og betri statistic.

    Lee segir að Gerrard spili. Ef Agger og Torres byrja líka þá vinnum við í kvöld.
    Lykilmenn frá vörn til glæsimarka.

  49. Þetta er snilld Mummi, geri þessi aðeins betur skil á eftir með liðsuppstillingunni. Hressandi að lesa þetta fyrir leik.

  50. Liðið hefur lekið á Twitter. Ef rétt reynist mun þetta lið byrja í kvöld:

    Reina

    Johnson – Kyrgiakos – Skrtel – Konchesky

    JCole – Gerrard – Lucas – Maxi

    Torres – Ngog

    Sem sagt þrjár breytingar frá því gegn Bolton – Gerrard aftur inn fyrir meiddan Meireles, Kyrgiakos aftur inn fyrir Agger og Cole inn fyrir Kuyt. Get ekki sagt að ég sé ósammála neinu af þessu, karlinn er sennilega að hvíla Kuyt fyrir Old Trafford og gefa Cole séns á að byggja á sigurmarki sínu og öðlast sjálfstraust, og svo er ég bara sáttur við að Kyrgiakos komi inn gegn mesta skallaboltaliði deildarinnar. Agger getur þá líka komið sér í form fyrir Old Trafford þar sem hans verður frekar þörf.

    Hefði sjálfur persónulega leyft Kuyt að spila með Torres frammi en ókei. Er enn ekki sannfærður um ágæti 4-4-2 á útivelli, það hefur skilað okkur nákvæmlega engu í vetur, en úr því að karlinn þrjóskast við þá liðsuppstillingu er þetta ekki svo slæmt liðsval.

    Vona að þetta bíti hann ekki í rassgatið í kvöld. Og svo að Hodgson verði látinn fara eftir góðan sigurleik.

  51. Hvað á maðurinn með að grafa sig í rykmettaðri bókasafnskompu í Liverpool borg og fletta ævagömlum skjölum 🙂 Þetta er alger snilld, lag sem verður klassík. Íslenskir Liverpool aðdáendur eru bestir. kop.is og lfchistory.net er þvílíkur rjómi og þið sem að þessum síðum standið eruð bara snillingar. Hurray frá mér.

    Svei mér, ég held við vinnum í kvöld.

  52. af hverju eru Agger og grikkinn aldrei saman í vörninni. Skil ekki að Skretill skuli alltaf vera fyrstur á blað þar.

  53. Konchesky kemur líka inn fyrir Aurelio, þar missum við mikið enda Konchesky einn lélegasti maður í sögu LFC, besta sala Fulham frá upphafi, fengu fjórar milljónir punda fyrir þetta hræ.

    Ég held mig við mína spá, 0-3

  54. Já, dj. væri ég til í Honda. Sæmilegar aukaspyrnur þar, góðan daginn !

Opin umræða

Liðið gegn Blackburn – Spá