Blackpool á morgun

Næsta verkefni okkar manna er að heimsækja borgina sem kalla má mjög svo misheppnað svar Englands við Las Vegas, Blackpool. Þar hefur allt í einu og það nánast upp úr þurru risið upp stórskemmtilegt knattspyrnulið og í kjölfarið er fólk farið að tengja borgina meira við fótbolta heldur en gott Tívolí, strönd og tjaldsvæði.

Blackpool

Aðdáendur Blackpool hafa aldrei fengið Liverpool í heimsókn í Úrvalsdeildarleik og í raun hafa liðin ekki mæst í deildarkeppni síðan 1971 er “Seasiders” voru síðast í efstu deild. Félagið var reyndar stofnað 1887 sem er einmitt sama ár og SSteinn fæddist og má svo sannarlega muna sinn fífil fegurri, líkt og SSteinn. Þeir hafa spilað í öllum deildum síðastliðina áratugi og þóttu ekki einu sinni líklegir til árangurs á svipuðum tíma í fyrra.

Blómaskeið félagsins var á eftirstríðsárunum er markamaskínan Stan Mortensen sá um mörkin og goðsögnin Stanley Matthews (langbesti leikmaður í sögu Blackpool) sá um að mata hann. Neðst fór félagið árið 1982 er þeir enduðu í 21.sæti neðstu deildar sem verður að teljast ansi lélegt.

Engu að síður er engan veginn hægt að tala um 1982 sem versta skeið félagsins, nei heldur betur ekki því fátt í knattspyrnusögunni getur toppað sumarið 1994. Þá voru ennþá verri trúðar við stýrið heldur en voru hjá okkur síðastliðið sumar því einhvern veginn fengu þeir það út að réttast væri að ráða hvolpinn hans Alex Ferguson, Big Sam Allardyce.

Eftir það gat félagið ekki annað en farið uppá við, en þó bara um 3% því á eftir Allardyce fengu þessir snillingar það út að Gary Megson væri málið! Þetta ætti að setja hlutina aðeins í samhengi fyrir okkur sem höfum verið að væla yfir Roy Hodgson.

Félagið gat auðvitað ekki annað en skitið á sig eftir þessa vitleysu og um aldamótin var liðið komið í neðstu deild á nýjan leik. Sem segir þeim sem eru klókir í hugarreikningi að þeir náðu á tæpum áratug að hífa sig upp um allar deildirnar og eru nú í bestu ferð sem þeir hafa nokkurn tíma farið og þá langar ekkert heim.

Það má þó segja að það ferðalag sem þeir eru núna á hafi hafist fyrir alvöru tímabilið 06/07 er þeir enduðu með því að vinna 10 leiki í röð og þar á meðal úrslitaleikinn í umspili gegn stórliði Yeovil Town, sem eru æðislegir. Þetta var í fyrsta skipti í 29 ár sem þeir komust upp í næstefstu deild á Englandi. Simon Grayson var þjálfarinn sem reif liðið upp um deild og hélt því uppi árið eftir. Hann var í kjölfarið kallaður heim til Leeds þar sem hann hefur stiplað sig inn sem einn af efnilegri þjálfurum landsins. Grayson tók reyndar við Leeds í desember og kláraði aðstoðarþjálfarinn það tímabil sem stjóri Blackpool. Liðið endaði í 16. sæti en aðstoðarstjórinn fyrrverandi, Tony Parks hætti um vorið eftir að hafa farið yfir fjármálin með eiganda félagsins.

Það ætti að gefa okkur smá mynd af þeim aðstæðum sem núverandi stjóri liðsins, Ian Holloway, þurfti að takast á við og hvurslags kraftaverk hann hefur unnið hjá félaginu. Það eru nokkuð mörg ár síðan ég fór að fylgjast með þessum óvenjulega kappa og það er alveg afskaplega erfitt að fíla ekki manninn. Raunar var hann minn uppáhaldsstjóri í Ensku Úrvalsdeildinni allt þar til á laugardaginn síðasta.

Hann er alveg nógu klikkaður til að taka staurblankt lið Blackpool upp af botni næstefstu deildar og rífa þá á fáránlegan hátt upp í Úrvalsdeild einungis til að segja í sigurræðunni að hann ætli að njóta hverrar mínútu og láta liðið sækja í öllum leikjum með bros á vör. Hann er líka nákvæmlega maðurinn sem stendur við það.

Horfið á þetta, það er ekki annað hægt en að hrífast með og mikið óskaplega hef ég öfundað Blackpool af þessum karakter alla þá mánuði sem við höfðum hina fullkomnu andstæðu við stýrið hja okkur.

Blackpool komst í umspil síðasta tímabil er liðið endaði í 6. sæti. Þeir þurftu að standa sig betur í lokaleiknum heldur en Swansea sem gat líka komist í umspilið. Swansea gerði jafntefli í sínum leik eftir að það var dæmt af þeim mark í lokamínútunum og því komust Blackpool inn. Í umspili tóku þeir Nottingham Forest tvisvar áður en þeir sigruðu Cardiff 3-2 í hörkuleik á Wembley.

Það sem á eftir fylgdi var partý sem þeir eru ekki ennþá farnir heim úr og eftir leikinn á morgun fer ég aftur að vona heitt og innilega að þeir séu ekkert að fara.

Ef þið eruð ennþá að lesa þetta þá ætti öllum að vera ljós ástæðan fyrir því að Blackpool hafði ekki tök á því að halda úti flottari heimavelli fyrir þetta tímabil. Þeir reyndar gerðu heilmiklar endurbætur á vellinum til að vera klárir í Úrvalsdeildina. Máluðu sætin, löppuðu upp á Kop stúkuna (já þeir eiga þannig), settu upp flóðljós og löguðu fjölmiðaaðstöðuna. Raunar sýnist mér þeir hafa hugsað fyrir flestu nema bölvuðu hitakerfinu í vellinum og auðvitað hittu þeir á einhvern versta kuldavetur sem verið hefur á Englandi síðan á síðasta ári.

Bloomfield Road fyrir nokkrum árum

Blackpool hafa þurft að fresta leikjum síðustu vikur og er þessi leikur t.a.m. einn af þeim. Eitthvað segir mér að Holloway blóti vellinum í sand og ösku því núna þarf Blackpool að mæta allt öðru Liverpool liði heldur en þeir hefðu þurft að mæta í desember. Leikskilningur Roy Hodgson hentaði óttalausu sóknarliði Blackpool fullkomlega en eitthvað segir mér að áhrif Kenny Dalglish komi til með að hafa betri áhrif á okkar menn sem eru auðvitað ekki góðar fréttir fyrir Holloway og co.

Holloway, sem er ekki beint þekktur fyrir að tala undir rós eða segja eitthvað annað en nákvæmlega það sem hann er að meina, sagði í viðtali fyrir leik að hann væri óánægður með brottför Hodgson (skiljanlega) en hefði þó alveg smá virðingu fyrir nýjum stjóra Liverpool. Raunar vandræðalega mikla því hann, gamall leikmaður ensku Úrvalsdeildarinnar og þá þjálfari til nokkura ára, er sagður hafa beðið King Kenny Dalglish um eiginhandaráritun og ekki verið að grínast. Hreinn og klár snillingur. En líka mikið betri stjóri en honum hefur verið gefið kredit fyrir, þar til nú.

Hér má svo sjá það sem Holloway hafði að segja um leikinn annað kvöld, ekki beint að drulla yfir okkar menn neitt.

Blackpool-liðið er samansafn af leikmönnum sem hafa ferðast víða, lánsmönnum og ódýrum köppum sem saman mynda frábæra liðsheild undir stjórn Ian Holloway. Strax og hann tók við fékk hann fjármagn til að kaupa Charlie Adam frá Rangers á 500 þús. pund og er hann í dag þeirra besti leikmaður. Ofan á þetta eru stuðningsmenn Blackpool taldir afar líflegir og hafa þeir stutt liðið vel sama í hvaða deild þeir hafa verið og er óhætt að fullyrða að heimamenn verða klárir í að mæta bestu stuðningsmönnum deildarinnar á morgun.


Talandi um stuðningsmenn þá verður Rauði Herinn svo sannarlega einnig klár í slaginn annað kvöld enda menn að hita upp fyrir heimkomu kóngsins næstu helgi er við fáum Everton í heimsókn.

Kenny Dalglish tók við liðinu kvöldið fyrir leikinn gegn United og kvöldið eftir hringdi hann í Steve Clarke sem var upptekinn í London við að telja á sér tærnar (10). Þessi fyrrum aðstoðarmaður Jose Mourinho var líklega ennþá að tala við Dalglish í símann er hann var lagður af stað til Liverpool og mætti á sína fyrstu æfingu strax morguninn eftir.

Þannig að þetta verður fyrsti leikur Clarke á bekknum hjá Liverpool og eitthvað segir mér að hann eigi eftir að verða hér lengur en bara þá sex mánuði sem samningurinn hans segir til um.

Hvað okkar menn varðar þá hef ég fullkomlega enga hugmynd um hvaða liði Dalglish kemur til með að stilla upp á morgun. Sjaldan eða aldrei hef ég verið eins óöruggur um byrjunarlið Liverpool. En hann hefur núna fengið aðeins meiri tíma til að leggja mat sitt á hópinn og líklega náð að styrkja þær stöður sem þurfti að styrkja og því segi ég að liðið verði svona á morgun.

Grobbelaar

Neal – Hansen – Lawrenson – Nicol

Molby – Whelan
Beardsley – Dalglish – Barnes
Rush

En eins og ég segi þá er ég ekki viss hvað byrjunarlið varðar og ef þessir kappar eru uppteknir annað kvöld þá tippa ég á þetta lið.

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Konhesky

Lucas – Meireles
Kuyt – Gerrard Cole – Maxi
Torres

Glen Johnson er mættur aftur og ég tippa á að hann komi inn fyrir Kelly sem þó var einn af okkar bestu mönnum gegn United. Eins held ég að Aurelio fari ekki að spila þrjá leiki á viku og hvíli því þennan leik. Gerrard er að ég held ekki ennþá kominn í bann og fær því þennan leik og hefur líklega Torres með töfrasprotann fyrir framan sig og sömu kantmenn og miðju með sér og í síðasta leik.

Spá: Gleymið alveg efni síðustu færslu, þrátt fyrir allt er Blackpool ekki búið að vera sterkt heima í vetur og núna er kominn tími til að okkar menn mæti loksins til leiks og leggi upp með að sigra leikinn, jafnvel þó hann sé á útivelli. Þetta mun takast á morgun og ég tippa á að það verði nokkuð sannfærandi. Segi 0-3 og það verður þrenna frá Torres.

71 Comments

  1. Ef þú meinar að það sé hægt að tippa á hann á Lengjunni þá er það rétt hjá þér

  2. He he góður Freysi, ég ætla samt að tippa á X 2 á þennan leik.

    Blackpool eru með lélegasta heimavallar árangurinn í deildinni, hafa aðeins unnið 2 af 7 heimaleikjum, en auðvitað er árangur Liverpool hingaðtil á útivöllum ekkert til að hrópa húrra yfir en mig grunar að okkar menn komi betur gíraðir í leikinn á morgun en oft áður.

    Fjarvera fyrirliðans mun ekki hafa nein áhrif frekar en áður, og sjaldséð barátta mun verða allsráðandi 🙂

    Það er aðeins ein leið í boði, og hún liggur upp á við.

  3. Ég vona að við fáum að sjá Pacheco í einhverjar mínútur í holunni. Hann var reyndar að spila í dag og þess vegna er nær öruggt að hann byrjar ekki, en ég held að hann hafi sýnt nóg til að sannfæra Kenny um að nota hann eitthvað á næstunni. Annars spái ég því að menn komi mjög vel stemmdir í þennan leik og sigri hann nokkuð örugglega 1-3.

  4. Vonast eftir að sjá smá baráttu frá þeim rauðklæddu og sýna hvers megnugir þeir í raun og veru eru.
    Spái 3-0 eða 3-1.
    YNWA

  5. Spái 3-1 sigri á morgun. Joe Cole hrekkur í gírinn og setur tvö og Babel hendir inn einu í lokin.

  6. Við erum vissulega ekki á heimavelli en Hodgson er farinn svo við vinnum.

  7. Snildar upphitun og 10 af 10 mögulegum í hús hjá þér Babú!!

    hvað leikinn varðar þá er allur sigur vel þeiginn hjá okkar mönnum… KD er rétt lentur og rétt búinn að tala við strákana .. ekki nóg til að breita öllu en vonandi sýnir hann RH að það var bara þrjóskan og púngleisið í þeim síðarnefnda sem var að tapa leikjum á útivelli!! 1-2 torres með bæði

  8. Shit 0-3 eftir þrennu frá Torres væri rosalegt! en spái 0-1 og það verður Gerrard eftir frábæran undirbúning frá Kuyt !

  9. Frábær upphitun að vanda og um að gera að snúa sér aftur að bjartsýninni og tilhlökkuninni eftir svartsýnisrausið í mér. :p

    Þessi leikur leggst vel í mig. Gæti vel trúað því að liðið verði nákvæmlega eins og þú giskar (ef Gerrard er ekki kominn í bann, er það ekki alltaf tekið fyrir á föstudögum?) en annars veit maður ekkert hvað King Kenny er að hugsa fyrr en kemur að því.

    Hvað sem því líður spái ég sigri á morgun. Þetta lið okkar hlýtur bara á endanum að vinna útileik!

  10. Ég dottaði við þessa lesningu og nenni ekki að lesa hana aftur:-)
    Tómas ég hafði bara ekkert að gera en að setja inn eitthvað slúður,sem er ekki orð að marka,svo tökum við leikinn á morgun 0-4

  11. Er það ekki alveg öruggt að leikmannahópur sem skráður er fyrir upphaflega dagssetningu sé löglegur og því er Gerrard ekki í banni?

    Held að ég muni einmitt dæmi um svona frá því í fyrra að City í frestuðum leik frá Des hafi ekki mátt tefla fram manni sem þeir keyptu í janúarglugganum þar sem þetta var leikur frá því í Des og hann hafi því ekki verið skráður í leikmannahóp á upphaflega leikdegi….

    Hengi mig ekki á þetta en er nokkuð viss um að Gerrard fari bann eftir þennann leik.

  12. Ég er í smá fríi núna og búinn að grafa upp svolítið af leikjum þar sem Martin Kelly hefur spilað. Þessi drengur er ekkert smá flottur leikmaður. Svo þegar við erum að tala um að okkur vanti miðvörð…….. ok………ég vil gefa Danny Wilson nokkra leiki og þá nokkuð marga. Hann er einnig þvílíkt öflugur. Það eru síðan nokkrir sprækir leikmenn sem spila framar á vellinum en þeir þurfa að læra hvar og hvenær hægt er að vera í “solo” fótbolta í ensku deildinni.

    Ég er þvílíkt spenntur fyrir leikinum á morgun. Það væri auðvitað magnað að vinna en ég verð sáttur við rólegan viðsnúnig hjá liðinu og byrja á jafntefli á útivelli. En eins og venjulega þegar bjartsýni, gleði og sjálfstraust ræður ríkjum. Trúir maður því að með mikilli vinnusemi sigri maður.

    Ef Torres skorar á morgun, startar hann “sísoninu” hjá sér og ég hef trú á því að hann nái að pota inn einu. Blackpool skorar eitt á morgun og því þurfa Liverpool að vera sóknarþenkjandi. Hverjir eru síðan líklegir…… ef Gerrard spilar þá er hann líklegur. Einnig finnst mér Johnson líklegur og Meireles. Sáttur við jafntefli en vonandi 1-2.

  13. Jæja…… sá ekki þetta #18 siffi með leikmannahópinn. Vonandi breytir stjórinn þá sem minnstu og setur bara Shelvey inn fyrir Gerrard og hópurinn óbreyttur frá því á sunnudag. Torres eitt og Shelvey með hitt á morgun 🙂

  14. Frábær upphitun. Ég hélt að SSteinn væri eldri en þettta 🙂 Annars vona ég að Dalglish taki pep up ræðu dauðans á þetta og menn mæti á völlinn tilbúinn að deyja fyrir stjóran og klúbbinn. Ef þetta er ekki leikurin til að snúa hlutunum við (í 23 skiptið 😉 ) þá veit ég ekki hvað!!!

    Ég spái 4-0 sigri. Torres með 2, Maxi 1 og sköllótti viðbjóðurinn hann Konhesky setji 1. (veit ekki hvernig ég fékk það út en hef það á tilfinningunni)
    ÁFRAM LIVERPOOL….

  15. Ég er svo viss um að okkar menn mæti jafn furious og Vin Diesel við stýrið því Kenny er búinn að gera allt rétt í fjölmiðlum allavega eftir Man Utd leikinn. Upphefja leikmenn okkar, tala um Torres eins og hann sé guð sjálfur í fótboltaskóm og ég held að þetta lyfit okkar mönnum upp á næsta plan, planið sem þeir hafa verið langt fyrir neðan á þessu tímabili. Ég held að menn séu dýrvitlausir! Allavega er ég það!

    Spá: Rúst – 0 : Tottes, Kuyt, Meirekes skora mörk í þessum leik.

  16. Flott upphitun Babu. Sammála öllu nema liðinu sem þú stillir upp. Ber mikla virðingu fyrir Holloway og ekki minnkaði hún eftir viðtalið þar sem hann talar um Kenny,liverpool og scum.

    Vona að þeim í hinu poolinu gangi mjög vel eftir leikinn við okkur.

    Trúi ekki að Kenny taki Kelly úr liðinu eftir frammistöðuna á móti djöflunum,þessi leikmaður á að eiga þessa stöðu skuldlaust.

    Spáin mín er 0-2 Torres og Maxi og vonandi verður liðið svona

    pepe Kelly-Agger-Skrtel-Aurelio (insua ef hann er kominn aftur) myndi frekar nota carol konchesky heldur en soninn það er allavega töggur í þeirri gömlu:) Mereiles-Lucas Cole-Babel-Maxi Torres

    YNWA öll sem eitt jafnvel Holloway lika:)

  17. Babu þú ert snillingur !

    Þetta var frábær og fræðandi upphitun, líka virkilega gaman að lesa greinina á official síðunni, það er alveg greinilegt að Holloway ber mikla virðingu fyrir King og klúbbnum.

    Hlakka til að sjá þennan leik og ég vona að við loksins vinnum útileik!

  18. Snilldar upphitun og gaman að vita meira um Blackpool sem er mjög spennandi lið. Holloway er síðan þvílíkur meistari og öðlingur að maður myndi öfunda Blackpool geysilega mikið ef goðsögnin væri ekki tekin aftur við hjá okkur! Ég er búinn að bíða eftir því að sjá Kenny aftur á bekknum síðan á sunnudaginn… ekki löng bið en samt erfið og spennuþrungin. Vona að við tökum þennan leik sannfærandi og byrjum þannig okkar nýja tímabil!!!

  19. Flott upphitun og fræðandi Babu 10 fyrir það. Johnson má alveg koma í liðið en ég vil sjá hann á kantinum, Kelly má alveg halda sinni stöðu og Kuyt eða Babel á vinstri kantinn og Maxi á bekkinn. En tökum þennann leik annað er ekki í boði, Torres vaknar nú og brosir allann leikinn, 0-3 jessssssss.

  20. glæsileg upphitun allt að gerast kenny komin aftur í boltan og Duran duran í utvarpið

  21. Frábær upphitun, svona á að gera þetta.

    Athyglisvert að við eigum til býsna spennandi varnarlínu ungra leikmanna plús Agger.
    Kelly, Agger, Wilson, Insua. Það væri gaman að sjá þessa stráka einn daginn samann í vörninni.

    Annars bara spenntur fyrir leiknum í kvöld. Við vinnum þetta að sjálfsögðu, hvað annað.
    Ef Gerrard er kominn í bann og Cole meiddur ætli Babel fái kannski sénsinn ?

    Kuyt eða Ngog gætu líka endað uppi með Torres, hver veit hvað kallinn er að hugsa. Ég hef það samt sterklega á tilfinningunni að Kenny eigi eftir að notast svoldið meira við Babel og nú fer að koma að hans loka tækifæri til að sanna sig fyrir Liverpool FC.

  22. Flott upphitun. En þarf ekki að breyta hugsanlegu byrjunarliði? Gerrard verður ekki með í kvöld þar sem hann er farinn í þriggja leikja bann.

  23. Reina

    Kelly Skrtel Agger Wilson

          Meirales   Lucas 
    

    Johnson Maxi
    Kuyt Torres

    Ég verð að segja að ég yrði mjög sáttur ef þetta yrði liðið.
    Kelly myndi halda sætinu sínu og Johnson á kantinum.

  24. Kenny hætti á sínum tíma (mér er svo sagt) vegna þess að hann lenti víst í skilnaði og fór á taugum , en aðrir hér á síðunni vita eflaust betur. Johnson á kantinn, samála #32.

  25. Fáránlega slök upphitun Babú, ég er bæði fjall myndarlegur og eins korn ungur 🙂

    En varðandi Kenny, þá er fjarri því að hann hafi verið í einhverju skilnaðardæmi. Hillsborough slysið var það sem gerði útslagið fyrir hann, tók það mikið inn á sig og hætti fljótlega á eftir.

    Hef trú á að bæði Aurelio og Kelly haldi sínum stöðum. Væri svo sannarlega til í að sjá Glendu taka hægri kantinn og setja Kuyt á bekkinn.

  26. Magnað og 0-2 sigur fyrir Liverpool. Torres með 2 sleggjur í kvöld.

    En smá saga og þráðrán(ekki svo mikið) sem ég hafði svolítið gaman að.

    Ég get ekki copyað neitt beint úr póstinum en ég get bara sagt í fljótu bragði að ég sendi beinan póst á The Fa á Englandi og lýsti yfir reiði minn í garð dómara á Englandi og þá sérstaklega í garð Webb og margra vafasamra dóma hjá honum í gegnum tíðina.

    Ég hugsaði allan tíman að þetta væri nú hrein tímasóun og að þeir myndu örugglega ýta á “delete” um leið og þeir sæu þetta.

    En svo var ekki og Gary Stonehouse í Custom Relations, Communication Division á Wembley sendi mér póst þess eðlis að dómarar væru nú mannlegir og gerðu mistök annað slagið.
    Einnig tók hann fram í pósti sínum á mig að umrædd atvik (Rafael/Meireles, Gerrard/Carrick og vítið) hafi verið rannsakað eftir leik af þeirra sérfræðingum.

    Hann tók einnig fram að myndavélatækni væri í skoðun og ef ég mundi vilja fara lengra með málið að þá ætti ég að hafa samband við Mike Riley sem er PGMOL, hvort sem yrði í pósti eða á tölvupósti og fékk ég bæði heimilisfang og netfangið þar.

    Þetta er basicly stiklað á stóru og smá úrdráttur úr þessum tölvupósti sem mér er ráðlagt að birta ekki og hef ég þetta því svona.

    En gaman að því að Fa skuli hafa svarað þessu og átti ég svo sannarlega ekki von á því. (Hvort sem er um staðlaðan póst að ræða eða ekki en í póstinum voru hlutir sem voru bein svör við mínum spurningum þannig að það lítur þannig út í fyrstu að þeir hafi gefið sér tíma til að svara mér sem mér finnst ótrúlegt.)

  27. Að mínu mati væri flott að setja Johnson á hægri og ef Gerrard sé frá þá setja Cole í holuna og Meireles og Lucas á miðjuna. Ekki breyta vörninni takk :o)) Við sáum hve miklu meiri kraftur kom með Babel þegar hann kom inná á móti manure…og hann á alveg að fá spilatíma að mínu mati…helst uppi á toppi með Torres.

    Reina.
    Kelly – Skrtl – Agger – Aurelio
    Jonhnson – Meireles – Lucas – Babel
    Cole/Gerrard/kuyt
    Torres

  28. Til hamingju með frábæra upphitun! Hlakka mikið til leiksins, nú fara hlutirnir að gerast!

  29. Mikilvægt fyrir Kenny að strákarnir vinni þennan leik!!!!!!!!!!!!

    Áfram Liverpool og Kenny the King!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  30. Byrjunarliðið sem menn eru að segja að byrji í kvöld er áhugavert, vægast sagt. Ég sé það fyrir mér annað hvort sem 4-4-2:

    Reina

    Kelly – Skrtel – Agger – Wilson

    Johnson – Lucas – Meireles – Maxi

    Kuyt – Torres

    Eða sem 3-5-2:

    Reina

    Kelly – Skrtel – Agger
    Johnson – – – – – – – – – – – – – – – – Wilson
    Meireles – Lucas – Maxi

    Kuyt – Torres

    Hvort heldur sem er, þá verður spennandi að sjá ef Wilson fær að byrja og ef Johnson er að spila framar en sem bakvörður. Líka jákvætt ef Kelly heldur stöðu sinni í liðinu, hann hefur unnið fyrir því.

  31. Alvega sama hvaða byrjunarlið er, Dalglish er þarna og við vinnum, enough said.

  32. Mér líst snilldar vel á þetta lið ef satt er, loksins GJ framar á vellinum

    1. tungata25@simnet.is says:
      12.01.2011 at 09:46
      Af hverju hætti Kenny með Liverpool þegar allt svo vel á sínum tíma?
    2. Már Gunnars. says:
      12.01.2011 at 10:38
      Kenny hætti á sínum tíma (mér er svo sagt) vegna þess að hann lenti víst í skilnaði og fór á taugum , en aðrir hér á síðunni vita eflaust betur. Johnson á kantinn, samála #32.

    Uhh Nei. Hann og Marina hafa verið gift í fjöldamörg ár og eiga saman börn sem eru komin vel á fertugsaldur (þekki ekki giftingadaginn).
    Megin ástæða þess að Dalglish sagði af sér er sú að hann tók mjög nærri sér atburðina á Hillsborough 1989 (mætti meðal annar í flestar ef ekki allar jarðafarinnar hinna 96 sem fórust) og var brotinn maður á líkama og sál og vildi hætta í fótbolta. Hann reyndar sá svo eftir þeirri ákvörðun eftir nokkurn tíma frá fótboltanum og sneri aftur sem þjálfari Blackburn Rovers árið 1992 eða 1993. Sem hann og gerði að meisturum tveimur árum seinna.

    Þetta er svo skrifað eftir minni þannig að mér fróðari menn mega bæta við eða leiðrétta rangfærslur en það er nauðsynlegt að ungu mennirnir viti c.a. hvað leiddi til afsagnar kóngsins á sínum tíma.

  33. Ef Johnson er á kantinum þá spái ég því að þetta verði einn af hans bestu leikjum hans fyrir félagið.

  34. Hversu æðislegt væri það ef Dalglish tækist að vinna næstu þrjá leiki… Blackpool, Everton og Wolves … Allt lið sem Hodgson tapaði fyrir og með því að vinna væri Dalglish kominn með tvöfalt fleiri útisigra!

  35. Það er bara eitthvað svo ótrúlega upplífgandi og æðislegt að lesa upphitanir frá þér Babu – algjör snillingur! Takk fyrir þetta!

    Svo upplífgandi er þetta að maður getur ekki annað en spáð sigri: 1-3 þar sem Skrtel, Cole og Torres skora.

    Áfram Liverpool!

  36. Ég þarf að taka þann mann í gegn sem sagði að Kenny hefði skilið við konuna, vill svo til að ég er með það á hreinu hver sagði mér þetta en þetta er komið á hreint.
    Aurelio var ágætur í síðasta leik og er góður spyrnumaður og þar sem Gerrard má ekki spila þá væri gott að vera með hann inná en tökum þennann leik.

  37. Ég hef ekki verið svona spenntur fyrir leik siðan ……………… eeeeehhhh ég man ekki einu sinni hvenær það var og það á móti Blackpool. Frábært ef þetta er rétt hjá #39 að sjá Johnson á kanntinum.

  38. Já langt síðan maður hefur verið jafn spenntur fyrir deildarleik. Vonandi verða ekki nein vonbrigði í kjölfarðið. Spái að við vinnum þennan leik 0-2.

    Síðan vil ég tilnefna Ian Holloway sem heiðursfélaga í Liverpool klúbbnum. Viðtalið við hann sem er linkað á hér ofar er náttúrlega tær snilld.

    ,,Ég vona bara að það fari vel hjá Liverpool því það hefur ekkert félag betri sögu og það knattspyrnufélag, hvernig stuðningsmennirnir eru, söngurinn sem þeir syngja í byrjun, þetta er alvöru knattspyrnufélag,” sagði Holloway í gær.

    ,,Ég vil gera Blackpool eins frægt, ef ekki frægara, sem verður vonlaust því jafnvel Fergie hefur ekki gert það ennþá, hann hefur ekki ekki alveg slegið Liverpool við ennþá.”

    og síðan þetta í lokin.
    ,,Ég man ekki eftir betri leikmanni en Kenny allt mitt líf, og hápunkurinn fyrir mér var að sjá hann skora sigurmarkið sem tryggði Liverpool að vinna tvöfalt. Að geta það sem spilandi stjóri fannst mér dásamlegt.”
    (tilvitnanir teknar af fótbolti.net.)

  39. @48
    Ég er loggaður inn sem bjossik þegar ég smelli á þennan link 😀
    Má ég fá Facebook-loginið þitt frekar? Held það sé skemmtilegra.

    Annars verður liðið svona skv slúðrinu:
    Reina – Kelly – Skrtel – Agger – Wilson – Johnson – Lucas – Meireles – Maxi – Kuyt – Torres

  40. Smá útfyrir efni færslunnar en

    @48 Ég er loggaður inn sem bjossik þegar ég smelli á þennan link 😀 Má ég fá Facebook-loginið þitt frekar? Held það sé skemmtilegra

    Bjössik, þetta er eitt það heimskulegasta sem mögulega hægt er að gera.

    Annars varðandi líklegt lið hjá mér þá var ég ekkert endilega að stilla upp því liði sem ég var að vonast eftir, bara því liði sem ég tippaði á að Dalglish myndi stilla upp. Sjálfur væri ég mikið tíl í að fá Johnson á kantinn fyrir Kuyt.

  41. Dómarasettið:

    Referee: Michael Oliver

    Assistant referees: Mick McDonough & David Richardson

    Fourth official: Anthony Taylor

  42. Viltu þá vera svo vænn að eyða þessu Babu,er enginn sérstakur tölvukall og bjóst nú ekki við að menn kæmust alla leiðina inn

  43. Þetta er frekar heimskulega skrifað kerfi fyrst þetta er svona… þarft ekkert að skammast þín Bjössi 😉

  44. Sælir félagar

    Ég bíð með mikilli eftirvæntingu eftir leiknum í kvöld. Hvernig hann fer veit ég ekki en væri til í Kelly í bakverðinum og Glendu (sem ég get vonandi farið að kalla Glen) á vængnum og Kuyt á bekknum. Það er orðið langt síðan maður hefur beðið með eftirvæntingu eftir Liverpool leik. En nú er sá uppi og ég hlakka til. Vonast eftir sigri í skemmtilegum leik og hin raunverulega byrjun The King verði ánægjuleg.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  45. 53 það var ekki allt ömurlegt sem RB gerði og svo það besta valið til sýnis, ójá.

  46. Takk Óskarei nú þerra ég tárin og þarf vonandi ekkert að gráta meira í kvöld;)

    Annars prófaði ég að ýta á linkinn og þar kom bara Login en spurning hvort menn kæmust alla leiðina inn þegar ég var online.

    Ekki það að mér væri ekki sama þó að aðrir góðir púlarar sem ættu ekki aur gætu kíkt frítt inn til að sjá liðið sitt 😉

  47. Viltu þá vera svo vænn að eyða þessu Babu

    Held að þetta sé í lagi, ég kemst allavega ekki inn. En ég var alls ekki að meina að hafa óvart opið login væri svona heimskulegt. Ég var að tala um að missa ÓskarEi inná Facebook-ið eða MSN-ið sitt án eftirlits…hef sko lent í því og mæli ekki með því. 🙂

  48. Spúsa Johnsons er búin að eiga, strák. Like á það. Þýðir að hann getur spilað, vona að þetta með hægri kantinn sé rétt.

  49. Smá of the topic, það ættu allir að sjá þessa mynd Reds & Blues. algjör snilld
    en við vinnum í kvöld, spá 1-3 fyrir okkur

  50. Hef fulla trú á Dalglish og held að við innbyrðum sigur. Hef samt áhyggjur af veikleikum í vörninni sérstaklega í loftinu.

  51. Liðið sem kom í dag var greinilega rugl.

    Reina, Kelly, Agger, Skrtel, Johnson, Poulsen, Lucas, Meireles, Jovanovic, Torres, Kuyt. Subs: Gulacsi, Kyrgiakos, Konchesky, Ngog, Wilson, Maxi, Shelvey.

    Staðfest byrjunarlið.

  52. Spurning hvaða kerfi þetta er, hugsa að Poulsen hafi það hlutverk að sitja aftast og Lucas og Meireles hafi aðeins meira frelsi en vanalega.

  53. @68

    Sá að menn voru að velta fyrir sér 4-3-3 á einni spjallsíðunni. Hins vegar er það góð spurning hvaða kerfi hann er að setja upp.

  54. Þetta er bara sama 4-2-3-1. Meireles færir sig framar og Jovanovic verður á vinstri.

  55. Við að sjá þetta byrjunarlið þá er ég í fyrsta skipti að efast um Dalglish. En það verður fróðlegt að sjá hvort þessir pappakassar sem eru inná geri betur undir stjórn KD en RH.
    Vonum það besta.

Liverpool er enn í krísu

Liverpool á eftir 17 ára enskum leikmanni