Gluggavaktin 2011!

Jæja, það er útlit fyrir enn einn rólegan lokadag leikmannaskiptagluggans. Eins og venjulega verða okkar menn ekki mikið virkir í da…

…bíddu, hvað?!?

Við verðum á fréttavaktinni og uppfærum þessa færslu með helstu staðfestu tíðindum og tenglum. Við hvetjum lesendur svo til að taka þátt í umræðunni og fréttavaktinni með okkur í ummælunum.

Mín spá? Við tilkynnum Suarez-kaupin formlega að sjálfsögðu, klárum svo Charlie Adam líka og (vonandi) lánsskiptin Konchesky út/Warnock inn. Svo fer Torres til Chel$ea fyrir cold hard cash og við reynum að kaupa Ashley ColeYoung í staðinn en tíminn verður of naumur.

Let’s get it on! (uppfærslur hér fyrir neðan)


06:37 (KAR): Ég mæli með að menn byrji daginn á að lesa frábæran pistil Babú um Luis Suarez. Babú skrifaði þennan pistil eftir að kaupin voru staðfest og setti hér inn u.þ.b. 3 mín. áður en Torres-fárið braust út. Fyrir vikið hefur þessi frábæri pistill, sem og koma þessa snillings til Liverpool, ekki fengið verðskuldaða athygli. Lesið ykkur í gang, það er þvílíkt grimmur markaskorari að koma sér fyrir á Melwood í dag!

09:54 (Maggi) Búið að tilkynna að Paul Konchesky hefur verið lánaður til Nottingham Forest. Kenny sagðist “ekki hafa neinu við að bæta um málefni Fernando Torres” á blaðamannafundinum í morgun. Torres er á Melwood á æfingu með liðinu, svo hann er ekki farinn til London í bili. Daniel Ayala í láni til Derby út leiktímabilið. Skulum fylgjast með þessum strák, hef mikla trú á honum.

10:51 (KAR): Engar staðfestar fréttir enn en menn eru að segja að Warnock-lánið sé að klárast og að LFC hafi fengið þau svör að Ashley Young sé ekki til sölu og þeir séu því að leggja allt kapp á að klára kaupin á Charlie Adam í staðinn. Já, og ég var í viðtali á Pressunni um Torres-málið í morgun. Köttur Einars er nú með frægari köttum á Íslandi. 🙂

11:12 (Maggi) Mjög öruggar heimildir á Twitter greina frá því að Liverpool bauð 30 milljónir punda í Andy Carroll hjá Newcastle í morgun!!! Stórfrétt auðvitað og nú ættum við að hafa séð hvað þarf til að við seljum Torres. Ef við erum að bjóða þessa upphæð er ljóst að menn vilja fá þennan strák, sé ekki séns á því að við leitum að öðrum senter en honum fyrir lokun gluggans. Tæpir 12 tímar eftir og mikið í gangi svei mér þá. En það er allavega ljóst að FSG eru mættir í þennan leik til að láta taka mark á sér. Stefnir í að við smössum metverð greitt fyrir leikmann nú tvisvar á þremur dögum!

13:35 (KAR): Nú er búið að staðfesta að Luis Suarez verður í treyju nr. 7 hjá Liverpool. Ég er skyndilega mjög hræddur um að hann muni floppa á Englandi þar sem það hefur hvílt bölvun á þessari treyju hjá okkur síðan McManaman klæddist henni síðast. Og 30m punda fyrir Andy Carroll? Í alvöru? FSG-menn, til hvers að eyða öllum janúar í að halda verðinu á Suarez í raunhæfum upphæðum ef menn ætla svo að panikka og borga rúmlega tvöfalt raunvirði fyrir einhvern BARA EINHVERN af því að Torres er að fara? Carroll er góður leikmaður en við eigum aldrei að borga meira en 15m punda fyrir hann. Ekki einu sinni í dag.

15:02 (Maggi) Guardian og Times blaðamenn á Twitter fullyrða að Newcastle hafi samþykkt 35 milljón punda tilboð í Andy Carroll frá Newcastle. Watch this space… uppfært 16:46 Nú segja sögurnar að Newcastle hafi neitað öðru tilboði LFC í Carroll. En hann sé á leið til Liverpoolborgar. Þvílíkur dagur

17.19 (Einar Örn): Liverpool hafa staðfest lán (og svo hugsanleg kaup) á Conor Thomas frá Coventry. Hann er U17 ára landsliðsmaður.

Annars eru alls konar sögur í gangi um hvað sé að gerast varðandi Carroll. Ben Smith hjá Times segir að Carroll hafi skilað inn beiðni um sölu, sem hafi verið samþykkt af Nescastle. Hann segir að 35 milljón punda díll verði kláraður í kvöld.

17.26 (Einar Örn): STAÐFEST!!! Newcastle samþykkja tilboð í Andy Carroll.

Carroll vill koma til Liverpool, svo að launamál og slíkt ættu ekki að vera vandamál.

17.45 (Einar Örn): Ben Smith heldur því núna fram að Charlie Adam mun líka koma í kvöld. Hann segir það sé öruggt nema að eitthvað skrítið komi uppá. Daniel Taylor hjá Guardian sagði að það væri ekkert til í því að Man United hefði áhuga á Adam. Þannig að spurningin er bara hvort að Blackpool og Liverpool geti komið sér saman um kaupverðið.

19.35 (Einar Örn): Jæja, loksins fékkst það staðfest – Liverpool og Chelsea hafa samið um kaupverð á Fernando Torres. Hver hefði trúað því fyrir helgi?

20:50 (Babu): Suarez búinn að skrifa undir fimm og hálfs árs samning. Hjartanlega velkominn Luis Suarez. Gaman að fá aftur annan Luis í Liverpool.

22:15 (Babu): Charlie Adam fékk ekki leyfi til að yfirgefa Blackpool og fréttamenn Sky Sports sem voru staðsettir fyrir utan heyrðu vel í Adam þegar hann lýsti “ánægju” sinni með þessa niðurstöðu við formann Blackpool.

Furðulegt að Liverpool gefur eftir djásnið sitt, Newcastle gefur eftir djásnið sitt og Ajax gefur eftir djásnið sitt… en Blackpool, gleymdu því vinur. Hundfúlt ef þetta endar svona og sérstaklega bara fyrir Adam sjálfan en ég gef Ian Holloway stjóra Blackpool engu að síður credit, hann stendur við það sem hann segir og er nákvæmlega sama við hvern hann er að díla. Það er engu að síður einhvernar óljósar sögur í gangi ennþá og svonalagað er aldrei búið fyrr en dómarinn flautar af og við gefum ekki upp von á nýjum leikmanni fyrr en þá, það gerist kl: 23:00. Nema United langi að taka þátt í þessu glugga þá fá þeir smá uppbótartíma.

22:52 (Babu): Andy Carrol búinn að skrifa  undir fimm og hálfs ár samning og er því orðinn leikmaður Liverpool.

22:53 (Babu): Fernando Torres er að skrifa undir samning við Chelsea til 2016, why why why Fernando.

22:54 (Babu): Sky Sports segja frá því núna að Tottenham hafi komið með last minute boð í Charlie Adam.

1,065 Comments

  1. Jæja ég er búinn að jafna mig á Torres! It´s been a hard breakup en hann má bara fara karlinn… Það eru fleiri fiskar í sjónum og með peninginn sem við fáum fyrir hann þá er ég alveg viss um að við ávöxtum hann á skynsaman hátt. Ef við náum Charlie Adams og fáum einhvern til að vinna með Suarez frammi þá fer ég með bros á vör til tannsa á morgun 🙂 Mun hugsa um Suarez skora glæst mörk gegn Man Utd, jú og kannski sjá hann fyrir mér narta smá í eyrað á Rooney hehe. Held ég sé að detta í bjartsýnismaníu…

  2. Góðan daginn
    Ég geri allveg ráð fyrir því að kíkja eitthvað hérna inn í dag.
    Spennandi dagur framundan fyrir okkur poolarana.
    Þið standið ykkur vel á kop.is. Þetta er frábær síða.

  3. Ótrúlegt en satt, en maður verður svekktur ef Torres fer ekki. Það væri best fyrir klúbbinn, það er ekki eins og við söknum Alonso og Masch. Það kemur alltaf maður í manns stað. Eða hvað?

    1. friðgeir…hver saknar ekki Alonso? það hefur í alvörunni ekki verið spilaðu alminnilegur bolti síðan hann fór !(staðfest)

    en já ég er sammála samt, ég er eiginlega bara að vonast til þess að Grátes fari í Chelsea þar sem að maður vill ekki sjá það að stuðningmenn á Anfield syngji lagið hans eftir þetta allt saman og ég vill heldur ekki að það verði ekki sungið lagið hans þegar hann skorar eða gerir einhvað gott sem jújú kemur alveg einstöku sinnum fyrir..Þess vegna er best fyrir hann, Liverpool, okkur og Anfield að hann fari bara núna, hans tími er búinn hjá Liverpool og hann sá til þess að klára þann tíma með öllu þessu rugli sem hefur verið í gangi síðustu daga.

    Ég er hinsvegar hræddur um að staðfesting á komu Suarez og staðfesting á brottför Torres sé það eina sem mun ganga í gegn í dag…því miður

  4. Ég er sammála þér Friðgeir, eftir allt sem hefur gengið á um helgina þá vona ég eiginlega bara að Torres fari núna. Það er ansi hætt við því að annars verði nokkuð vont andrúmsloft í kringum liðið í svolítinn tíma.

    En ef það gerist þá verður áhugavert að sjá hvort menn séu búnir að stilla upp einhverjum targetum sem þeir gera atlögu að með rússagullinu. Ég vona svo sannarlega og geri faastlega ráð fyrir að menn séu búnir að vinna grunnvinnuna með nokkra leikmenn og dílar geti gengið í gegn á nokkrum tímum ef út í það fer.
    Ég held að mikilvægast sé að fá annan striker eða kantstriker og svo miðvörð. Ég er ekki alveg búinn að gera upp við mig hvað mér finnst um kaup á Charlie Adam því central midfield staðan hjá okkur er nokkuð vel mönnuð.

  5. Ég spái því að við fáum nýjan leikmann í dag, endurforritaðan Torres!

    Eftir fundinn með Dalglish hefur hann lagst undir feld (eins og SG gerði um árið) og kemur með afsökunarbeiðni og yfirlýsingu þess efnis að hann fari hvergi.

    Hinn nýi Torres verður ekki með fýlusvip, hann mun skora mörg mörk og leggja hart að sér.

  6. Ben Smith blaðamaður á Times var að Twitta það sem ég held að sé klárlega sannleikurinn í málinu…

    bensmith_Times

    LFC will sell Torres to #CFC today if their valuation is met AND Dalglish can sign replacements in time

    Bæði þarf að vera klárt. Við fáum það sem við viljum og fyrst Anelka er ekki með í dílnum þurfum við alvöru senter til liðs við okkur fyrir kl. 23:00 í kvöld.

    Maður á eitthvað eftir að kíkja á netið í dag spái ég…

  7. ef Torres fer þá vil ég að þeir bjóði í þennan Lukakalu. hann er ungur efnilegur og drullu góður. væri sterkt uppá framtíðina. svo er kannski spurning um að reyna aftur við Gomez hja bayern !

  8. Maggi # 11,

    Sammála þér en þessi punktur á RAWK er brillíant (um sama twitter):

    Quote from: Mister Hahn on Today at 08:20:46 AM
    bensmith_Times Ben Smith

    LFC will sell Torres to #CFC today if their valuation is met AND Dalglish can sign replacements in time

    Thank God for Ben Smith. If it wasn’t for him who’d report the fucking obvious.

  9. Eitthvað segir mér að Liverpool hafi brugðist við þeim óvæntu ákvörðunum Torres á föstudaginn og byrjað að finna eftirmenn ef ske kynni að ekki væri hægt að fá hann til að skipta um skoðun. Ég held að síðan þá hafi Comolli og jafnvel eigendurnir unnið hörðum höndum við að finna út rétta manninn/mennina og gera allt klárt ef Chelsea bjóða hærra.

    Ég held að Comolli hafi verið óvinsæll í kvöld og verið hringjandi í hinn og þennan í alla nótt og finna menn til að koma. Mögulega gæti einn ákveðinn verið í sigtinu nú þegar og viðræður hafnar og við fáum fréttir af sölu á Torres, svo bara strax í kjölfarið fylgir frétt um að Liverpool hafi keypt eftirmann – eins og þegar Alonso fór.

    Verð nú að viðurkenna það að ég er orðinn svolítið spenntur/leiður/sár/guðmávitahvað yfir þessum degi í dag. Á síðasta frídaginn í dag áður en skólinn hefst og ákvað að nota hann í að vakna klukkan átta svo ég missi ekki úr neinu!

  10. Ég held við getum alveg gleymt því að fá Gomez.

    Langmarkahæsti leikmaður Bayern á tímabilinu og þeir þurfa ekki að selja.

  11. Lukaku, já ég væri mjög mikið til í hann. Algjört beast sem fæddist árið 1993. Bara í lagi.

  12. Það er verið að linka Carroll við okkur á 30 mills, það er sennilega of gott boð fyrir Newcastle ef satt reynist. En er hann nógu góður fyrir Liverpool.

  13. 17 Já ég held að Carroll gæti orðið frábær fyrir Liverpool og í raun hvaða lið sem er í Englandi. Þessi strákur er sterkur, hávaxinn og með mjög mikla hæfileika, ef hið ómögulega gerist og hann helst hjá Newcastle í mörg ár í viðbót þá eiga menn eftir að hugsa með sér Alan Shearer who?(nei reyndar ekki!).

    Hann yrði held ég virkilega drjúgur í vel spilandi Liverpool liði og gæti að mínu mati alveg tekið við keflinu af Torres. Svolítill vandræðagemlingur en það vonandi þroskast af honum en satt að segja þá eru þessar þrjátíu milljónir full mikið að mínu mati, tuttugu ættu að vera nær lagi en þar sem hann er nú enskur…

  14. Spennandi spennandi. F5 takkinn fær að finna fyrir því í dag.

    En hvað varðar Torres, vona ég að sjálfsögðu að hann hætti við, biðjist afsökunnar og skori þrennu á móti Chelsea. Ef hann er hins vegar ákveðinn í að fara, þá á að selja hann. Í fyrsta lagi fáum við virkilega háa upphæð fyrir manninn, líklega fáranlega háa. Í öðru lagi, þá er að hefjast löngu tímabær uppbygging á Anfield, og á næstu árum munum við sjá mjög mikið af nýjum ferskum andlitum. Ef menn vilja ekki taka þátt í þeirri uppbyggingu, eða hafa ekki trú á verkefninu á að láta þá fara. Sama hvort þeir heita Torres eða ekki. Frekar þá að kaupa unga frambærilegan framherja, graða og með hungrið og viljan í að sanna sig, menn eins og Suarez.

  15. Til hamingju með umfjöllunina á baksíðu fréttablaðsins í dag kopparar.

  16. Eigum eflaust eftir að sjá nokkra í þessum dúr á Twitter í dag:

    I hear Liverpool are demanding £50m for Torres, or £45m for Torres and Konchesky

    og þetta:

    Just had my third claim that Spurs are trying to sign Robbie Keane on loan from West Ham United.

  17. Það er bara einhver hundur í Torres, hann fer ekki í dag og svo þegar hann fattar hversu geggjuð sóknin hjá Liverpool er með Suarez innanborðs hættir hann alveg við að fara og skrifar undir nýjan 4 ára samning.

  18. Vil eins og aðrir óska Kop.is mönnum til hamingju með frábæra síðu!. Efast um að nokkur heimasíða á klakanum hafi verið jafn lífleg eins og hún undanfarna daga. Alveg frábært framtak.
    Það er ómetanlegt að geta farið inn á síðuna og geta séð að maður er ekki sá eini sem hugsar svona mikið um sinn klúbb 😉
    YNWA

  19. Sælir comrads

    Bý í UK og er að horfa á vaktina hjá SKY og þeir seigja að roman sé búinn að bjóða 50M GBP í Torres.

  20. Ég get engan veginn verið sammála mönnum um að það eigi að selja Torres strax. Í fyrsta lagi vill ég sjá hann með Suarez frammi og hvort hann lyfti honum ekki bara á hærra stall og þeir myndi hættulegasta sóknarpar í deildinni, og í öðru lagi finnst mér það bara ákveðið statement að láta hann standa bara við samninginn alla vega fram að sumri, ekki að hann geti beðið um að fara korter í deadline og fái það, hvað þá til seðlabankans.

  21. Það sem er verst í þessu er að Suarez er ólöglegur í Europa League þannig að LFC selur aldrei Torres nema að fá góðan mann í staðinn. Held reyndar að King Kenny muni ná að snúa honum í dag um að vera áfram alla vega fram á sumar !!!!

  22. JimBoardman Jim Boardman
    Fernando Torres is at Melwood. I’m not. He drove himself in.

    Jæja hann er allavega ekki ennþá farinn til London. Vonandi að Kenny nái að halda honum fram á sumar enda er ekki hægt að treysta á Kuyt og N’gog í UEFA bikarnum.

  23. Daginn félagar!..Ef Torres fer, er þá ekki raunhæft að ætla að sá sem Liverpool reynir að fá í staðinn sé með einhverja reynslu úr ensku deildinni? Væri ekki glapræði að fara á þessum tímapunkti að fara versla ungan og efnilegan leikmann úr evrópu sem á svo eftir að sanna sig í enska boltanum og floppar svo kannski? Þeir hljóta að reyna við einhvern striker sem er að spila í EPL..Anelka td.,Cole í West Ham….. Láta það duga fram á vor og versla einhvern yngri þá..
    Hver er annars staðan á Miroslav Klose?..Veit það einhver?

  24. Vá hvað ég er glaður … ekki fleiri “morgundaginn verður áhugaverður” !

    Spurning um að setja kælipoka á F5 eftir daginn, það minnsta sem maður getur gert.

  25. Dalglish: What does it take for you to stay?
    Torres: Add also C. Adams and A. Young to the squad.

    Það væri magnað;) Sannkallaður draumur í dós.

  26. Þetta verður langur dagur. Ég á ekki eftir að fara frá tölvuskjánum í dag.

    Torres má alveg fara fyrir mér. En ég vll alls ekki að hann fari til rival klúbbs. Ég mundi ekki vilja selja neinn til rival klúbbs. Erum við virkilega orðin það lítill klúbbur. Við mundum aldrei sjá Ferguson gera þetta. Það er bara skandall í mínum augum, ef af þessu verður. Shocked.

  27. Ef við göngum frá þessu með Suarez í dag, þá væri mér alveg sama þó við myndum borga 30 millur fyrir Andy Carrol, þá værum við að fá þá báða á svipuðu verði og Torres.

  28. Ég sá á soccernet deadline day live að slúðrið væri að Forlan væri í Liverpool. Finnst það mjög ólíklegt, en hann og Suarez eru brilliant framherjapar. 🙂

  29. Eitthvað “slúður” um að Liverpool er að ganga frá kaupum á Suður-Kóreumanninum Koo Ja-Cheol á 2.4-4 milljón punda. Hann er 21 árs miðjumaður. Þetta er frá Live transfer linknum á BBC, hversu áreiðanlegt þetta er verður bara að koma í ljós.

    Not perhaps the signing that will light up Anfield or have us wanting more during the rest of the day, but Liverpool will announce the signing of exciting 21-year-old Korean midfielder Koo Ja-Cheol from Jeju United on a 3.5 yr contract. The transfer fee is believed to be £2.4m rising up to £4m. Jeju might also get a friendly when Liverpool travel to Asia for their pre-season tour this summer or the next.”

  30. @9 Lóki

    Þessi frétt frá fótbolta.net er frá Goal.com

    Þetta er það sem Guillem Balague sagði á Twitter í gærkvöldi:

    Goal.com is the most rubbish web page of the online world. Makes up stories, steals others without quoting writers etc

    1. “Dalglish: What does it take for you to stay? Torres: Add also C. Adams and A. Young to the squad.” Held frekar að við þyrftum að fá Iniesta og Messi til að sannfæra Torres um að vera áfram hjá okkur.
  31. 38 já okei ég vissi ekki að þetta væri tekið af goal. en hefði samt átt að vita það. þessir íslensku miðlar eltast ekki beint við traustustu heimildirnar.

  32. Af BBC:

    “Emile Heskey has been spotted at Newcastle. Though, to be fair, he was probably aiming for Middlesbrough.”

  33. Vona að King Kenny löðrungi Torres fast og segi honum að hætta þessari vitleysu… Ég er ekki að nenna að sjá hann í Chelskí búning. Bara meika það ekki!

  34. Held að maður getur skemmt sér vel yfir BBC í dag hér er einn góður.

    “From Paddy, via text: “Ibrahimovic to Liverpool is deffo happening. My mate works at Melwood. He’s just arrived for his medical.”
    Why is your mate having a medical at his place of work”

  35. Já ég sá samt ekkert um þetta á Wolfsburg síðunni og ef hann er búinn að semja við þá og svona þá er kannski svolítið skrítið að ekkert hafi komið og eina heimildin sem ég fann fyrir þessu var Goal.com sem er ekki sú áreiðanlegasta svo ég ákvað að gefa þessu smá líflínu 😉

  36. Fréttamannafundur með Kóningum í þann mund að hefjast, hvað segir kallinn, eða öllu heldur, hvað segir hann ekki 🙂

  37. Daniel Sturridge er víst í læknisskoðun hjá Bolton, verið að lána hann þangað, þurfum því ekki að spá neitt frekar í því að hann komi sem hluti af kaupverði á Torres.

  38. Eitthvað segir mér að þetta gæti verið fínasta skemmtun og ágætis tímaþjófur þetta viðtal Kóngsins. Maður hefur nú alveg getað glottað yfir þessum viðtölum hans og vonandi tekst honum að skemmta sér og öðrum í dag!

  39. Henry Winter: At Melwood for Dalglish presser…10 snappers outside, 7 camera crews + standing room only in packed press room. Even an interpreter. #lfc

    Þetta verður svakalegt eða kannski ekki.. fínt ef einhver sem hefur aðgang að þessu gæti updeitað hér 🙂

    El Nino

  40. Ætli Stoke misskilji þennan áhuga ekki á þessum fréttamannafundinum og haldi að þeir séu allt í einu orðnir málið ?

    Efast um að Dalglish tjá sig mikið um leikmannakaup

  41. Hvernig lýst ykkur á þetta?

    Torres could remain at Liverpool following agent miscommunication

    Fernando Torres is desperately trying to backtrack on his transfer request and may well stay at Liverpool after all.

    Torres is said to be furious with his agent for putting in the transfer request AFTER Liverpool had done the deal to sign Uruguayan striker Luis Suarez from Ajax.

    Now unless Liverpool are tempted by a near £60m bid for the Spanish World Cup winner’s services, with Chelsea the only name in the frame at the moment, it is likely the two parties will get their heads together and work out a peace deal.

    The prospect of Torres teaming up with Suarez is a mouth-watering one and he may be persuaded to stay, even though he is thought to be desperate to join a club where he can achieve his dream of winning trophies. That won’t be helped by the fact that Liverpool are unlikely to be in the Champions League next season but with Suarez alongside him the trophy-winnig days might not be too far away if all parties can be patient.

  42. Konchesky og Ayala farnir á lán. Konchesky til Nott.Forrest og Ayala til Derby.

  43. Kenny segir ekkert nýtt varðandi Torres. Konchesky farinn að láni til Forest og beðið er work permit fyrir Suarez.

  44. Ef Torres hefði á einhverjum tímapunkti snúist hugur hefði klúbburinn tilkynnt það ASAP. Það hefur því ekki gerst, getum verið alveg viss um það – Kanski undir stjórn Rick Parry

  45. 52 – Pulis misskilur allavega ekki neitt, hann fór létt með Liverpool síðast og hann nýtir bara fjaðrafokið kringum Torres til að undirbúa liðið sitt í friði. Þetta verður erfiður leikur fyrir Liverpool.

  46. Nú jæja, það yrði nú áhugavert að sjá Carra mæta Torres eftir viku ef að verður af félagsskiptum hans til Chelsea!

  47. Ég hélt að Konchesky mætti bara spila fyrir tvö lið á einu tímabili. Gildir það kannski bara í úrvalsdeildinni?

  48. Svo maður vitni (hálfpartinn) í meistara Megas: “Hugsið þið ykkur bara, ef ekki hefði komið hann Kenny.” Pælið í því hvað þessi mánuður hefði verið hörmulegur ef Hodgson hefði verið leyft að hanga áfram? Maður væri án ef kominn í spennitreyju á Kleppi, búinn að naga sig upp að fokking olnbogum af örvæntingu. Það er þó alltaf frekar hughreystandi tilhugsun.

  49. Mig dreymdi í nótt að Torres færi til AC Milan í einhvers konar skiptidíl. Minnir að það hafi verið 26 milljónir + leikmaður/leikmenn.

    Langaði bara að koma því á framfæri ef það skyldi svo gerast. 🙂

  50. Hef ekki hljóð í vinnutölvu minni og kann ekki varalestur! Klassi ef einhver nennir að henda inn hér ef einhverjir gullmolar koma frá King Kenny??

  51. Það gildir bara í sömu deild. Það má lána hann til annars liðs í annarri deild. Þetta er því ágætis lausn fyrir okkur.

    Daniel Ayala er líka farinn á láni til Derby út tímabilið. Vona að hann geti spilað sig í gang af meiðslunum frá Hull-verunni þarna og komið sterkur til baka hjá okkur í sumar.

  52. gaman af þessu en þeir hefðu nú kannski mátt gefa upp slóð á síðuna sem þeir voru að tala um!!

  53. 68..

    Það væri annað af þeim liðum sem ég mundi sætta mig við að Torres færi í ef hann færi frá okkur.. Hitt er Barcelona

  54. Ég ætla að spá því að Torres fari ekkert eftir allt ! Skrifi undir nýjan 5 ára samning og staðfesti ást sína á Liverpool. Eða fari !

  55. Allar myndir og auglýsingamyndbönd um Fernando Torres farin af lfc.tv.

    Skilaboð um að hann sé farinn, eða einfaldlega ekki lengur eitt af “iconum” félagsins?

  56. Starfsmenn .tv segjast reyndar ekki hafa fjarlægt neitt: Contary to a few mischievous tweets doing the rounds, LFC have DEFINITELY NOT removed any Torres promotional pics / video from LFC website. @PaulRogersLFC

  57. Hvað ætli gerist með Pudjohnsen? Hann verður seint sakaður um að vera tímanlega í hlutunum, ef hann fer í dag þá verður það fjórði félagaskiptaglugginn í röð þar sem hann fer og í flestum tilfellum hefur hann farið korteri fyrir lokun gluggans.

  58. Núna eru einhverjir menn frá Mirror og einhverjir fleiri að segja að Liverpool hafi verið að taka tilboði í Torres. Hefur ekki komið so far fram hjá einhverjum áreiðanlegum en ég læt þetta bara fljóta!

  59. Torres er nú á forsíðunni á að minnsta kosti tveimur stöðum. Á auglýsingu vinstra megin að faðma Kuyt og hægra megin þar sem er eitthvað Seeing is believing. Rólegir á ruglinu!

  60. Finnst mönnum það í alvöru eitthvað betra að fá inn Warnock fyrir Konchesky? Nákvæmlega sami meðalmaðurinn ef þið spurjið mig amk.

    Annars var maður nú búinn að sætta sig við að Torres færi í síðasta lagi i í sumar svo að þessi framvinda öll er ekki að koma neitt sérstaklega á óvart, mestu vonbrigði þessa glugga er að enginn almennilegur miðvörður hefur verið fenginn til liðsins. Agger sá eini sem er ásættanlegur og rétt tæplega það.

  61. @T14WSH Tage
    I belive Torres will not train with squad today. If he trains it will prob be on his own again later on. Players geared up, Torres in jeans

    Það væri alveg hægt að lesa eitthvað í þetta, annað hvort gæti eitthvað verið að gerast eða Torres er bara að slæpast eitthvað.

  62. Sorgarferlið….

    Þetta er búið að vera nákvæmlega eins og að vera sagt upp illa af kærustunni.

    Og hún vilji svo hoppa beint upp í rúm með þriðja versta óvini þínum!!!

    Merkilega sniðugt þó að fá í staðinn 50 millj. punda fyrir….ef það væri nú hægt að “selja” bara fyrrverandi kærustur með þessum hætti…. Það væri áhugaverður kostur 🙂 🙂

  63. SUAREZ UPDATE: “The lad’s got to go out of the country and come back in to get his work permit,” according to Dalglish. But that shouldn’t hold up the deal for long.

  64. 81 Þú værir kannski meira að selja núverandi kærustuna, þar sem hann er ekki farinn.

    ÞAÐ, væri áhugavert 😉

  65. Ansi hreint að styrkjast þessir orðrómar um að Liverpool hafi tekið tilboði frá Chelski í Torres.

  66. hef áhyggjur af leiknum gegn stoke.hvernig ætli það sé fyrir leikmenn og þjálfara að undirbúa sig í svona fári.En það sem mun hjálpa okkur verður stemmningin á Anfield hún verður ROSALEGog fáir leikir á þessu ári eins spennandi.Hvernig mun liðið líta út það er stóra spurningin

  67. Kóngurinn samur við sig 🙂

    “If you’re here for Stoke game, we can talk about that. If you’re not, you car’s warming up in the garage!”

  68. Dalglish segir á fundinum að það sé bara status quo með Torres og ekkert hafi gerst enn eða sé að fara að gerast sem breytir því. Vissulega vill hann ekkert gefa upp en ég trúi því að hann sé að tala sannleikann !

  69. Þetta er nú meira vesenið. Það verður virkilega fróðlegt að heyra hvað hefur verið í gangi á bakvið tjöldin. En væri nú samt ekki betri business fyrir Liverpool að geyma kallinn bara fram á sumar og fá öll stórlið í evrópu til að keppast um hann. City gæti komið sterkt inn osfr

    Fengjum varla minni pening fyrir hann og við náum hvort er eð ekkert að nota þessa peninga í þessum glugga. Þá gætum við líka séð hvernig hann væri að gera sig með Suares og gæfi okkur góðan tíma til að fara yfir stöðuna.

    Það stefnir í enn einn plús gluggann hjá okkur ef Torres fer.

  70. Já það virðist vera að Torres sé seldur. Nú verður svakalega spennandi að sjá hvernig menn eyða peningunum í dag! Ég vona að það detti inn nokkrir góðir seinna í dag! Mér finnst það alls ekki ólíklegt að sala á Torres setji af stað nokkur tilboð í leikmenn og það verði helvíti mikið að gera hjá Comolli og hans mönnum fram á kvöld.

  71. Kenny asked if they have contacted other clubs about possible signings: “Do you think I’m going to tell you?”

    Bestur!!

  72. Jebb, er að lesa á mörgum stöðum að Liverpool eru búnir að accepta 50 mill í Torres frá Chelskí

  73. Takk Haukur var í þeirri undarlegu stöðu að horfa á viðtalið en hafði ekkert hljóð:-)
    Fannst þó sem King Kenny væri þreytulegur og ekki beint brosandi.

  74. Er farinn að sætta mig við að við seljum Torres ( Ég er reyndar með kick-ass listaverk af kappanum í stofunni (líklega 6-7 fermetrar hangandi á vegg)). Vona samt að við fáum fairy tale ending á þetta og Torri semji við okkur nýjan langtímasamning og allt falli í ljúfa löð.

    Líst samt vel á að við myndum bjóða í Young, Adam og svo gerast bara nokkuð djarfir og bjóða í Aguero (38 M pund er release clause hjá honum). Tottenham var t.d. að bjóða í Aguero.

    Vona það besta.

  75. 10:31

    @SkySportsPeteF:
    Kenny Dalglish insists Liverpool have not changed their stance regarding the future of Fernando Torres since rejecting a transfer request on Friday night.

  76. 50 miljónir eru bara eitthvað sem ekki er hægt að neita, sérstaklega ekki fyrir mann í fýlu og hefur gefið klúbbnum og stuðningsmönnum hans fingurinn.
    En góðar fréttir eru þær að Carragher verður tilbúinn fyrir chelsea leikinn og á örugglega eftir að taka vel á Torres.

  77. Konchesky til Forest! Það kemur á óvart verður að segjast, ég hélt hann væri a.m.k. í Fulham klassa, en Forest?

    Þetta hlýtur að gefa til kynna að nýr vinstri bakvörður sé lined-up…. ætli hann komi frá Chelsea eða Aston Villa?

  78. Það er ekki venjulegt hvað maður er mikill fíkill í þennan f5 takka
    Andskotinn sjálfur, hvað gerum við nú?, Konchesky farinn!!!! Það reddast einhvern veginn.
    En spáið aðeins í það ef Hodgson væri hér ennþá, hefði ekki Torres verið löngu búinn að biðja um sölu? og kannski einhverjr fleiri.

  79. Þessir eru helvíti góðir:

    Arlarse Bangon
    by CJsalopian45
    Just seen a Liverpool fan on Sky burning a Konchesky shirt outside Melwood. To be fair the footage could’ve been from any time this season.

    Who would ever have bought a Konchesky shirt?

  80. Það virtist nú líka ekkert geta komið í veg fyrir brottför Wayne Rooney og Carlos Tevez frá sínum liðum fyrir stuttu: Búmm nýr samningur!

    KD er svo innilega með þetta! Ekki jafn auðvelt job að vera blaðamaður á Anfield lengur 🙂

  81. Helvíti eru þeir fljótir að rita fréttagreinarnar á Pressunni. Það er ekki hálftími síðan ég talaði við fréttaritarann í síma og þá kemur þessi líka frétt inn. 🙂

  82. Var að horfa á Sky sports og fréttamaður þar sagði að það væri ekki komið neitt tilboð í Torres og að hann væri á æfingu. Svo sagði hann líka að Dalglish hefði sagt að maðurinn væri ekki til sölu.

    Sel það ekki mikið dýrara en ég keypti það

  83. Fyndið samt að á myndinni á pressunni stendur Fernando Torres (t.v.) þegar hann er hægra meginn.

  84. Tekið af The Guardian
    10.51am:Here’s Adam Leach: “Having watched the interview with Kenny Dalglish I can’t help thinking that his reminder about Carragher coming back into the squad was a clear message to Torres, the sentiment being: ‘If you want to leave son, you’re free to do so, but just be aware that you’re first game will put you up against a very angry Jamie Carragher.'” In other news, Mikael Forssell went to Nobu last night and had some sushi fot starters. It was excellent.

  85. Það er huggun að ef Torres verður áfram þá verður hann ekki verri en hann hefur verið undanfarið ár, hann er of góður til að verða verri.

  86. Sky Sport News að segja að neitun á sölubeðni Torres síðan á föstdaginn sé ennþá í gildi, Torres sé ekki til sölu og það sé ekki búið að taka neinu tilboði í Torres. Veðbankar eru að veðja á að Torres verði áfram í Liverpool.

    Þetta var allt að koma fram á Sky Sport News. Þó þeir séu ekkert þeir áræðanlegustu þá er gaman að fylgjast með þessu þarna.

    Mæli með að stream-a sky sport news: http://www.firstrow.net/watch/11124/1/watch-skysports-news-live.html

  87. KD getur verið alveg rólegur, þótt Torres færi þá erum við ekkert að fara neitt!

  88. philmcnulty Phil McNulty
    From BBC’s man on the ground @Iandennisbbc Liverpool have made a 30 million pound bid for Andy Carroll #LFC #NUFC #fb

    Góður leikmaður en þetta er nú töluvert overprice og sérstaklega ef við erum að tala um að þetta yrði borgað allt í einu.

  89. @philmcnulty hjá BBC: From BBC’s man on the ground @Iandennisbbc Liverpool have made a 30 million pound bid for Andy Carroll

    @LFCGlobe: #LFC have made five bids, 2 midfielders and 3 strikers – two very close to being accepted. Long day ahead.

    Twitter á eftir að vera ske-e-e-emmtilegur vettvangur í dag.

  90. LFCGlobe LFC Globe

    LFC have made five bids, 2 midfielders and 3 strikers – two very close to being accepted. Long day ahead.

  91. Babel er kominn úr twitterjail. Nú fer þetta að verða áhugavert á twitter 😉

  92. Að hugsa sér ef að Carroll kæmi á þennan pening og Torres fari á 45-50 milljónir punda þá hefði Liverpool slegið þrjú met hjá sér; tvisvar keypt dýrasta leikmanninn í sögu félagsins (er Suarez ekki sá dýrasti?) og svo nokkrum dögum seinna það slegið aftur með kaupum á Carroll. Það yrði að mínu mati flott statement frá FSG þó svo að það þýddi að Torres færi.

  93. Ef Andy Carroll er 30 milljón punda virði þá er Torres 150 milljón punda virði. Frekar væri ég til í að við kaupum Lukaku á um 15 milljónir því hann mun flokkast sem Home Grown leikmaður enda ekki nema 17 ára gamall og gæti verið hjá LFC í 3 ár fyrir 21 árs aldurinn. Sá leikmaður er algjört naut.

    Ég verð að játa að ég vona að Torres fari fyrir rétta upphæð. Hef engan áhuga að sjá hann aftur í LFC treyju. Hann á það ekki skilið lengur.

  94. bensmith_Times Ben Smith
    100% confirmed that #LFC did make a £30m bid for Andy Carroll this morning. Incredible

  95. Selja Torres á 50 M. Kaupa Young, C.Adam og Carroll málið dautt. Ekki það ég efa að þetta muni nokkurn tíma eiga sér stað.

  96. 30 millur fyrir Andy Carroll?!!

    Hvaða panic attack er í gangi þarna í Liverpool??

  97. En er Carroll ekki meiddur veit einhver hversu lengi hann á að vera frá.

  98. Ég held að salan á Torres hljóti að snúast um það hvort við fáum annan striker fyrir lokun gluggans. Það á eftir að þurfa að bjóða í annsi marga í dag þá. Ótrúlegt að maður vilji Torres bara í burtu núna, maður er hrikalega fljótur að breyta um skoðanir.

  99. Var að skoða erlenda spjallsíðu og þar halda menn þvi fram að Liverpool muni ekki selja Torres til klúbbs á Endlandi, það séu viðræður við Ac milan um skipti og Torres og PAta + 20 mills í cash fyrir okkur. Sel þetta ekki dýrara en ég keypti þetta

    Væri persónulega frekar til í að fá 50 mills-kaupa Caroll-Young og Cahill

  100. Andy Carroll á auðvitað eftir að fara á mjög háa upphæð. Hann er enskur, ungur og getur svo sannarlega skorað. Ég verð að segja að ég væri fyrir mitt leyti mikið til í að sjá hann koma til Liverpool. Í fyrsta lagi er hann markaskorari. Einnig er þetta mikið statement hjá eigendunum. Og í þriðja lagi þá held ég að hann sé týpan af leikmanni sem myndi passa mjög vel með Suarez.

  101. Það er sagt að Newcastle hafi hafnað 30 m.punda tilboði Liverpool í A.Carrol.

  102. Ég yrði frekar sáttur að fá Carroll og Adam í þessum glugga. Þá er það ágætis merki um að Liverpool sé að reyna að búa til eitthvað spennandi.

    Hvort sem hann fer eða ekki að þá er ekki séns að ég að fyrirgefi Torres þetta. Ef hann ætlar að klæða sig í þessa ógeðslegu bláu taudruslu, þá læt ég mig hlakka til að sjá hann straujaðan HRESSILEGA af herra J. nokkrum Carragher um komandi helgi!

    þá ætla ég líka rétt að vona að tottenham haldi chel$ki frá meistaradeildinni!

  103. Hvaða rugl er í gangi, var ekki allt newcastle liðið til sölu um daginn á einhverjar 80 millur ?

  104. Væri það ekki álíka kjánalegt og að hafna milljón punda tilboði í Poulsen?

  105. Andy Carroll er efnilegasti enski leikmaðurinn og eftirsóttasti síðan Wayne Rooney sló í gegn hjá Everton. Og það vita allir að enskir leikmenn eru inflated en 25 millur er mjög eðlilegt verð fyrir hávaxinn enskan striker og framtíðar landsliðsmann Englands. Hann er hins vegar uppalinn geordie og ég held að NUFC selji hann aldrei svo lengi sem hann vilji ekki fara.

  106. Eins og Kenny segir: “The most important people at Liverpool Football Club are the people who want to be here.”

    Torres má alveg fara ef hann vill það. Það eru fullt af leikmönnum til sem að geta komið í staðinn fyrir hann.

  107. Vita menn eitthvað um það hvort tilboðið á Carroll sé háð því að Torres verði seldur eða eru eigendurnir einfaldlega að klára þennan glugga með stæl ?

  108. vá carrager í alvöru hann er því miður svo löngu kominn yfir sitt besta…er það ekki

    Carroll væri eflaus mjög flottur með suarez!

  109. Ef það kemur einhver framherji í staðinn fyrir Miss Torres þá langar mig bara í Aguero!!! Ég er eins og lítill krakki sem vill bara nammi en ekki mat!

  110. geggjað inesta til liverpooL:
    Alkesh Mistry lies: “Reliable source from within Anfield, apparently Iniesta is on his way in from Catalunya. Arrving at John Moores airport at circa 14.30. Swap deal for Torres is imminent my friend!” No it isn’t. But I like your general vision of the world. Latest news by the way is that Aston Villa have not received any bids for Ashley Young. And Man City are definitely not signing Fernando Torres. Man not doing something shock
    http://www.guardian.co.uk/football/2011/jan/31/transfer-window-deadline-day-live

  111. Með Andy Carroll í liðinu væri sniðugt að fá Hodgson aftur til að senda háar sendingar fram.

  112. Carrol og Suarez yrði nú ekki beint fljótasta framlína sem maður hefur séð.

  113. Ef af þessu verður með Carrol þá verðum við að fá barnapíuna hans líka hann Kevin Nolan, ef verðið er 25-30 mills þá er það bara fair.
    Það er bara ekkert að því, flottur leikmaður.

  114. Vona innilega að Torres fari vegna þess að hann kemur aldrei til með að spila með Liverpool hjarta aftur eftir svona fár. Þá verður bara að fá annan framherja í staðin fyrir hann og helst einhvern sem má spila með liðinu í evrópudeildinni. Ég myndi helst vilja fá Ashley Young líka en er ekki viss um að það sé að fara gerast.

    Andy Carrol er góður leikmaður en common hann er aldrei 30 milljóna punda virði rétt eins og Torres er ekki 50 milljóna punda virði…

  115. Fyrir rúmum þremur mánuðum var Roy Hodgson stjóri LFC og heitustu bitarnir sem við vorum orðaðir við voru Zamora & C.Cole.

    Í dag erum við að bjóða 20-30m hægri vinstri (Suarez og staðfest boð í Carrol). Skemmtileg tilbreyting!

  116. 148. Bara af því að striker er stór þýðir ekki að við þurfum að nota hann í einhverju kick en run rúnki. Hann er ótrúlega góður með boltann, heldur honum vel og er svo nógu stór til að hægt sé að krossa nokkuð frjálslega og treysta á að hann vinni skallaeinvígin.

  117. Staðfest boð í Carrol á svona uppsprengdu verði er nátturulega bara hrein staðfesting á að Torres díllinn er komin í gegn og Anelka fylgir ekki með. Er bara skíthræddur um að hann sé að fara fyrir of lítið…

  118. Hefði vilja halda Torres fram á sumar og gera þá hlutina af meiri yfirvegun… Og leifa fleri klúbbum að berjast um hann, þá sérstaklega utan Egnlands.

  119. Úff þótt að það sé stundum erfitt að vera Poolari þá er það ALDREI leiðinlegt (nema reyndar þegar Hodgson var hjá okkur)

  120. gat nú ekki betur séð að þegar carroll skoraði á móti liverpool þá var það ekki úr skalla heldur neglu utan af velli…….. skil ekki hvað menn eru endilega að bendla hann við eitthvað háloftarúnk…. þetta er bara geðveikur leikmaður með brjálað keppnisskap og er framtíðarstjörnuleikmaður……

  121. Hvað ætla menn að gera ef að Torres fer ekki? Allar þessar yfirlýsingar um að hann sé ekki lengur velkominn og óskir um að hann fari bara! Ætla menn bara að halda með 10 mönnum inná vellinum ef að Torres verður áfram? Persónulega yrði á alveg sáttur ef að hann yrði áfram, því að á góðum degi er þetta best framherji í heimi og getur hjálpað okkur gríðarlega mikið í baráttunni.

  122. Sky Sport News að segja að Newcastle hafi frestað blaðamannafundi sínum um 90 mínutur.

    Ætli við séum að fá Carrol?

  123. Það er alveg klárt að Torres er að fara, en bara ef við fáum einhvern inn í staðinn.. Annars verður hann um kyrrt. Þarf nú ekki meira en meðalgreindan mannapa til að sjá það.

  124. @SkySportsLewis: Sky Sports News understands Aston Villa have yet to receive an offer for Ashley Young and will not consider selling the winger.

  125. Get allavega huggað mig við að Poulsen treyjan mín virðist ætla að vera í góðu gildi, allavega út þetta tímabil…

  126. JimBoardman Jim Boardman
    Alan Pardew has delayed his pre-match presser from 2pm to 3.30pm. Speculation will follow as to why. #NUFC

    LFCZA LFC SA Supporters by JimBoardman@
    @JimBoardman big announcement on official site very shortly

    Þetta á bara eftir að verða spennandi og taugatrekkjandi dagur.
    Spurning um að taka bara matartímann hérna við tölvuna í dag.

    1. Ef hann fer ekki á hann bara að dúsa í varaliðinu fram á helgi hef nákvæmnlega engan áhuga á að sjá hann framar í Liverpool treyju.
  127. “If someone’s going to go you’ve got to have a replacement.”

    Maður fyllist bara öryggiskennd á að sjá Kónginn segja þetta 🙂

  128. en allavega þá rennir þetta tilboð i Carroll og svo það að Chelsea lánar einn af framherjum sínum, D. Sturridge, til Bolton stoðum undir það að Torres verði seldur til Chelsea í dag

  129. Breaking News: Torres to Chelsea deal breaks down after John Terry fails to agree terms with Torres’ wife

  130. Does Kevin Nolan come free with every Carroll purchased? If not, where’s Carroll going to live?

  131. @thisisanfield: Ian Dennis radio 5 live reporting Torres is DONE DEAL.

  132. Þvílíkur snillingur er Kóngurinn… gaman að sjá viðtalið við hann þar sem hann segir að bíllinn sé tilbúinn í bílskúrnum ef einhver fer að spyrja um þetta allt saman 🙂
    Ég held að ef Torres vill fara þá þýðir ekkert að halda honum… hann hefur verið nógu pirraður það sem af er tímabili og ég held að það þýði ekkert að hafa hann meira pirraðan inná vellinum.
    Vonandi að þetta gangi allt saman í gegn í dag svo að Kóngurinn geti haldið áfram að vinna með liðið.

  133. thisisanfield:
    Ian Dennis radio 5 live reporting Torres is DONE DEAL.

  134. @SkySportsLewis: Sky Sports News has reliable sources that Fernando Torres is happy at Anfield and his Friday statement was fake. An Icelandic lobster company is supposed to have created rumors that Torres was on his way to Chelsea so that visits on Icelandic Liverpool blog, http://www.kop.is would increase significantly. But the lobster sales company http://www.Humarsalan is advertising on the blog which gives them obvious motive to commit this awful crime. It appears that Torres is angry at the lobster sale, and he said in an interview with Sky: “I do not believe what they have done to me, they kidnapped my family and demanded that I gave no statement over the weekend or they would make my family watch a picture of John Terry”. The lobster company did this so that they would get many hits on their ad at the extremely popular Liverpool blog”. Torres said he’ll take the owners of lobster sales to the bakery and he would not forgive them any time soon. He loves Liverpool and he will never even considering to leave them. Especially not to Chelsea were he would have to hire security guards to keep John Terry away from his wife.” According to the Icelandic Statistic centre (Hagstofa), lobster became very popular over the weekend and it estimates that around 120.217 Icelanders ate lobster over the weekend, which is the number of Liverpool supporters in Iceland. Einar Orn Einarsson, one of the creators of the Liverpool blog is also extremely angry towards the lobster sales. He named his cat Torres and he was only minutes away from giving the cat to the Icelandic penis museum. However Torres (the cat) is happy at the moment.

  135. Þá hlítur að vera klár samningur við einhvern anna sóknarmann

  136. “Liverpool have offered Newcastle more for Carroll than Barcelona paid Valencia for David Villa this summer. World gone mad!”

  137. Djöfull er ég feginn að Newcastle hafði vit fyrir Liv. og neitaði að selja Carroll f. 30 mill. Carroll er ágætur, en ekki svo mikils virði. Barcelona keypti D. Villa fyrir lægri upphæð en það, svona til samanburðar.

  138. E-h segir mér að Carragher muni hvísla í eyrað á Torres fyrir leik. “You´ll never walk again”

  139. Liverpool have offered Newcastle more for Carroll than Barcelona paid Valencia for David Villa this summer. World gone mad #BBCFootball

    Skemmtileg athugasemd

  140. Enski boltinn | 31. jan. 2011 12:00Dalglish segir að Torres sé ekki til sölu er á visir.is ? hvað veit maður svo.

  141. Maður þarf að vera duglegri á F5 ef maður ætlar ekki að doubble posta. Sjeeett.

  142. @skybet_tim: We’re seeing most of the money for Fernando Torres not to leave and have reacted by cutting odds on him staying to 5/6.

  143. Carroll á vænanlega aðeins fleiri ár eftir í boltanum heldur en Villa, hann er fæddur 1989 en David Villa 1981. Það eitt og sér ætti að útskýra hærra verð.

    En Radio 5 Live, hafa þeir vanalega verið með áreiðanlegustu fréttirnar?

  144. Gæti verið að Carroll tilboðið sé smokescreen fyrir eitthvert annað tilboð?
    Leið til að dreifa athyglinni svo þeir gætu einbeitt sér að e-h öðru?

    Þetta er bara svo djö. mikill aur fyrir þetta ungan og óreyndan leikmann. (tel hann mjög góðan þrátt fyrir það)

  145. Radio 5 Live getur nú ekki verið áreiðanleg útvarpsstöð, hún næst ekki einu sinni í Reykjavík… snerilþyrl og splash!

  146. Áramótaheitið mitt var að létta mig um 2 kg á mánuði ,,,, þökk sé LIVERPOOL þá er ég 3 mánuði í plús og klukkan bara 12.30 🙂 Ekki hægt að segja annað en að vera POOLARI hafi góð áhrif á líkama og sál 🙂

  147. Latest report on Fernando Torres is he’s left #Liverpool Melwood training ground by helicopter. Destination unknown #cfc #lfc #transfers

  148. Erum við að fara að sjá menn þeysast um í þyrlum milli helstu borga Bretlanseyja klukkan hálf ellefu í kvöld, til að klára díla? Ég vona það, gefur glugganum ákveðinn James Bond sjarma.

  149. Keypti ekki annað liðið í Manchester borg 18 ára kauða sem var uppalinn í Liverpool borg á svipaðan pening og rætt er um að Liverpool hafi boðið í Carroll, mér sýnist þeir ekkert sjá eftir peningnum og þá var markaðurinn ekki jafn klikkaður og hann er í dag.

    Ég held að ef að Carroll yrði keyptur og hann uppfyllir þau potential sem hann hefur þá held ég að við myndum ekki sjá eftir þessum pening eftir nokkur ár, þó hann sé nú svolítið overpriced en það fylgir jú gjarnan þessum Englendingum.

  150. Djöfullinn sjálfur maður, ég verð kominn með magasár áður en að þessum degi líkur.

    Held að ég fari bara niður í kjallara að hnýta flugur og kíki aftur hérna kl. 23:00 að enskum tíma.
    Ég er bara ekki að höndla þetta.

    En ég held að þetta verði svona eftir janúargluggan:

    Út: Torres, Konchesky(lán)
    Inn: Suarez, Warnock(lán), Ashley Young, Adam og Carroll.

  151. Nenniði plís ekki að vera að setja hérna inn fréttir frá MBL.is eða Vísi – eða þá bullsíðum einsog Goal. Höldum okkur við almennilega miðla. Þessir íslensku eru fínir, en þeir eru jú bara einsog við að skoða sömu erlendu miðlana.

  152. Áhugavert að fylgjast með þessu öllu saman en mér datt svona í hug að koma með einn vinkil í þessa umræðu sem er út frá þessu verði sem er verið að tala um að Torres fari á – Segjum að þetta gangi upp og Olíugarkinn pungi út 50 m punda þá má setja það í samhengi við “áætlað” virði klúbbsins þegar hann var seldur fyrir nokkrum mánuðum síðan.. Ef ég man rétt þá var verðið um 260 m punda sem segir okkur það að einn maður skv þessu sé virði um það bil 1/5 eða 20% af klúbbnum..

    Sem síðan segir mér hvað þetta eru í raun og veru sóðalega há upphæð og alveg réttlætanlegt að láta hann fara ef hann á annað borð vill fara..

    EN það breytir ekki því samt sem áður að manni var farið að hlakka ískyggilega mikið til að sjá Liverpool spila með 2 góða sentera.. Ég vona því þrátt fyrir peningaglampann í augunum að hann haldi sig á svæðinu og við fáum að sjá Suarez og hann spila saman í næsta leik!

    ps:Er kop.is búið að senda Hodgson blóm og óska honum til hamingju með að hafa sign-að Kochesky?;)

  153. Ef Carroll verður keyptur krefst ég þess að það verði sett sem skilyrði að hann fari á hárgreiðslustofu fyrst!

  154. Ef Torres hefði farið frá Liverpool borg með þyrlu, væru ekki komnar 100 myndir af því. Ekki svo auðvelt að lauma þyrlu til og frá stöðum óséð.

  155. Nú fljóta gullkornin um Twitterinn;

    Rejecting £30m for Carroll is like me turning down a date with Angelina Jolie on the off chance Jennifer Aniston is going to ring

    BREAKING! Source just told me MUFC considering £25million joint bid for Mark Clattenburg and Martin Atkinson, More to follow

  156. 208 Nei það verður ekki tekið í mál! Það er kominn tími til að framherji með tagl slái í gegn á Anfield, sá síðasti gerði ekki beint garðinn frægann!

  157. Various reports suggesting that Liverpool have also failed in a bid for Bayern Munich striker Mario Gomez. All quiet on the Charlie Adam front.

    Vá hvað ég hlakka til næsta haust þegar KKD og félagar eru búnir að hreinsa til og yngja upp.
    Vildi að þetta Torres mál væri í vor og við gætum notað peningana í ró og næði , ég hef fulla trú á nýjum eigendum og þjálfara til að byggja upp það STÓRVELDI sem LIVERPOOL ER .

  158. Það er alger ringulreið í fjárhúsinu!!!!

    Hrútanir mínir (Torres og Rafa) eru í algeru losti og líta ekki við einni einustu kind! Eftir Jólatörnina var valíum-skammturinn aukinn í algert hámark og nú mega þeir bara alls ekki fá meira valíum.

  159. Þetta er hárréttur tími til þess að selja Torres fyrir 30-50 milljónir punda, það eru greinilega allir búnir að gleyma því að hann fer nánast aldrei í gegnum heilt tímabil án þess að meiðast, hann er búinn að vera pirraður í allan vetur, eftir að Rafa fór þá hafa Spánverjarnir viljað fara. Fyrir peninginn er hægt að kaupa gott nammi.

  160. Nei, hættu nú alveg, það er alveg magnað hvað bull verður fljótt að staðreyndum á Twitter…

    RT @rorysmith_tel: Torres is still at Melwood, and has not left by helicopter, catamaran or Back to the Future-style hoverboard. #LFC #CFC

  161. paul_tomkins RT @rorysmith_tel: Torres is still at Melwood, and has not left by helicopter, catamaran or Back to the Future-style hoverboard. #LFC #CFC

    Andskotinn.. Hann gæti samt hafa farið á fljúgandi teppi?

  162. Hehe – Babel í brandarastuði: @RyanBabel: My Helicopter pilot called me for permission to fly someone real quick today, he didn’t wanted to name the person #Strange

  163. Jon Carter:
    TORRES UPDATE: He has left Melwood, but by car. We’ve seen the video. No choppers, but Torres is heading off somewhere.

    Þetta er á live chat á soccernet…

  164. Jon Carter: TORRES UPDATE: He has left Melwood, but by car. We’ve seen the video. No choppers, but Torres is heading off somewhere.

    Þetta er af Soccernet

  165. bensmith_Times Ben Smith
    Torres’s ‘helicopter’ looked remarkably like an Audi to me … amazing what they can do these days.

  166. Er hann ekki bara að fara í mat og kemur aftur eftir hádegi?

  167. I am told #nufc are ‘sellers’ but that they are looking for £35m for Andy Carroll. Obscene.

  168. Ekkert smá verðið á drengnum! Eins og hann sé gerður úr postulíni!

  169. danroan: Reliably informed that talks on image rights and salary (approx 175k/week) are all that remains for Torres deal to be completed

  170. Hahah afsakið, ekki ég að commenta. Einhver vinur minn fannst þetta voða fyndið..

  171. Smá off topic.. Veit einhver hvað er að gerast með hann Eið okkar ?

    Ætlar hann bara ekkert að spila knattspyrnu í bráð ?

  172. Ég skrapp á tveggja tíma fund þar sem ég var samt í raun ekki viðstaddur. Kem svo tilbaka og kemst að því að það hafi ekkert breyst ! Hvað í fjáranum er í gangi með þennan mann ??

  173. Vá hvað maður er orðinn bjartsýnn. Ef Torres verður seldur og við kaupum Andy Caroll á 35-40 mills. Þá er alveg 10-15 milljónir eftir svo við getum kaupt Adam eða Young eða Honda, djöfull væri það lekkert!

  174. empireofthekop Empire of the Kop
    I know many of you have named your pets after Nando, I named my cat after another LFC player

    Fleiri að skira eftir torres

  175. Mér líst ekki á fara splæsa 35 milljon pundum í Carroll. Ég sagði fyrir tímabilið eftir að hafa fylgst með afrekum hans undanfarin ár að þetta væri áhugaverður leikmaður og Liverpool ætti að reyna fá hann til liðsins. Var ég með hugmyndir í kringum 15-25 milljónir en allt um fram það er way off. Það mætti fá tvo öfluga leikmenn til liðins fyrir þá upphæð eða jafnvel fá hann ódýrar í sumar. Það er alveg klárt að kaup á síðustu 12 klst. gluggans eru verðlög með hæstu álagningu!!

  176. @241

    Ef Torres fer fyrir 50 millj. er A. Carrol þá 35 millj. punda virði? Annað hvort er þá verið að ræna klúbbinn eða okra á klúbbinum.

  177. Shit, vissi að ég hefði átt að bíða þangað til í kvöld með að kíkja hingað. en ojæja. Torres má bara fara í rassgat fyrir mér. Fyrst Owen og nú Torres, hver næst Reina? Og þegar menn segja það kemur maður í manns stað, þá á það ekki við menn eins og Torres,Gerrard og co. Svoleiðis hlutir taka tíma, Owen fór 2004 og það tók okkur 3 ár að fá nýjan Kop markaskorara. Andy Carroll er bara djók, svipaður og Peter Crouch nema aðeins nákvæmari og fastari skot og já milljónum dýrari. nei takk frekar fá Henry.

  178. Ágúst.. Eið “okkar” who gives a flying f*** hvað sá pési gerir?
    Á bara ekki heima í þessari umræðu.

  179. En hvað gerist ef að við semjum við caroll, þa erum við að tala um 35-40 millz i hann, suarez á 23 milljónir. Þá erum við að tala samanlagt um svona ca. 60 milljónir í þá tvo. En ef að Torres díllinn gengur svo ekkert í gegn, þá erum við að fara að eyða einni hæstu upphæð í leikmenn síðan ég veit ekki hvenær. Og komnir með svakalega sóknarlínu. Þá andskotinn hafi það getur Torres hætt að væla yfir að fá enga hjálp og drullast til að spila fótbolta eins og hann gerði.

    Smá svona að vona eða þetta verði raunin 🙂

  180. And BBC’s reliable chief sports reporter Dan Roan suggests only image rights and salary are to be finalised. Torres will be a Chelsea player by 11pm

  181. @ Ási #245

    á Þessum þrem árum unnum við CL. komumst í úrslit CL og unnum FA cup. Ess utan komumst við við alltaf í CL.

  182. Tilboð LFC í Carrol sannar það að Torres er á leið burtu, hugsanlegt að að búið sé að samþykkja tilboðið í hann en með þeim fyrirvara um að LFC nái í annan frammherja í staðinn.

  183. Ég vil bara losna við Torres ASAP, held að hann muni enga framtíð eiga hjá okkur gangi þetta ekki í gegn og hann hefur ekkert varið þessa ákvörðun sína þannig að ég held að honum verði ekki fyrirgefið þetta svo einfaldlega.
    Skil ekki með nokkru móti að menn vilji halda honum eftir það sem á undan er gengið.

  184. er búið að staðfesta boðið í Andy Carroll eða var það bara gripið úr lausu lofti. Sigurjón enska deildin hefur nú breyst MJÖG mikið síðan þá. Það er ekkert sjálfgefið lengur fyrir topp4 liðin að komast í CL, þannig í guðanna bænum reyndu ekki að réttlæta þetta neitt.

  185. aguero skrifa undir nýjan samning við a.madrid þannig að hann fer ekki neitt……

    j.beattie að fara í læknisskoðun hjá blackpool…. vonandi af því að adams er að fara:)

  186. Málið er að eina staðreyndin í sambandi við Carrol er að það var boðið 30m pund í hann og Newcastle hafa ekki geifð upp hvaða klúbbur gerði það… Það er bara ágiskun í eyðurnar að það sé Liverpool, sem er reyndar mjög líklegt, enn gæti líka verið spurs þeir eru going totally wild að leita sér að framherja og bjóða í allt sem hreyfist í dag líka… Hver veit??

  187. Ég er voðalega hræddur um að Andy Carroll sé bara næsti Stan Collymore. Klárlega ekki með hausinn rétt skrúfaðan á ! Hinsvegar gæða leikmaður og ef hann fullorðnast og hættir að berja konuna sína þá má alveg skoða þann kost. En fyrir 35 kúlur ?? nei takk !

    Pato á Anfield takk !

  188. doddijr:

    Hvað ætti James Beattie að geta gert til þess að fylla skarð C. Adam?

    Beattie er pjúra Striker 🙂

  189. Bara næ því ekki að menn séu sáttir við það að Torres fari. Liðið veikist gríðarlega og skiptir engu hver kemur í staðinn. Djöfuls rugl er þetta að verða.

  190. Þetta helv. gengur ekki verð að fara að fara að gera eitthvað í vinnu minni. Þið hringið bara ef eitthvað gerist 🙂 Vil ekki að drengurinn fari, minni á að fyrirliðið okkar gekk í raðir Chelsea um árið en snerist hugur sem betur fer og ekki kjaftur kvartaði. Vil endilega að hið sama gerist núna en það er ólíklegt, ekki væru menn að kasta fram tilboði í Carrol væri drengurinn ekki á förum til London. Vil meina að Carrol sé lítt skrifað blað.

  191. Verst að geta ekki selt drenginn úr landi eins og hin(?) stóru félögin á Englandi gera. Eiginlega skömm að þessu og mjög lélegt af honum að neyða félagið í svona niðurlægjandi viðskipti. Ég hélt einlægt að hann væri “alvöru” púllari og byggði það aðeins á því sem hann sagði sjálfur. “Þroskast sem fótboltamaður” my ass…

    Hann var vanur að spila fyrir milljónir, núna spilar hann fyrir Roman.

  192. ágúst bjarni….
    veit að þeir spila ekki sömu stöður… en þeir verða eiga pening til að semja við nýja leikmenn… það var pælingin:)

  193. 4 mínútur og enginn komið með comment!!! Ég er að verað brjál…..!!!!

  194. Eitt er ég alveg búinn að ákveða.

    Mér er alveg sama hversu miklu verður eytt, bara ef við fáum leikmenn sem eru tilbúnir í byrjunarliðið gegn Stoke City. Lucas Leiva kostaði 6 milljónir punda og ég hef ekki séð hann græða mikla jákvæðni á því að hafa verið svo ódýr.

    Miðað við umræðurnar hans Babu í gær borguðum við u.þ.b. 30 milljónir punda á núvirði fyrir Collymore og dýrustu mennirnir eru Cissé og Heskey.

    Ég vill að treyja nr. 9 verði í notkun gegn Stoke, af leikmanni sem er tilbúinn í ensku deildina. Andy Carroll passar alveg fyrir mig. Þessi markaður er hvort eð er kolvitlaus, eins og kaupin á Bent sýndu nýlega og hefur sést vel áður…

    Þetta snýst um að eiga gott lið…

  195. Það er eitt sem mér finnst svolítið ljótt og sumt næstum skammarlegt að sjá en það er hvernig “meðferð” Torres fær frá sumum. Treyju-brennur, níð og sumir ganga það langt að óska manninum dauða eða hamfara. Þetta er nú ekki sanngjörn meðferð á manninum verð ég nú að segja.

    Til að byrja með er hann enn leikmaður Liverpool, þar til seinna í dag líklegast, og leikmaður sem hefur gefið okkur svo ótrúlega mikið á árum sem hann hefur verið hér. Hversu oft hefur hann fengið okkur til að brosa eftir leiki, unnið leiki upp á eigin spýtur, skorað glæsileg mörk, skotið niður Chelsea í mörg skipti, hrellt Vidic og varnarmenn Utd, leikið sér að rándýrum liðum Real Madrid og Inter, og ég veit ekki hvað og hvað.

    Gjörðir hans særa mikið og verða kannski ekki fyrirgefnar, þar sem manni finnst eins og hann sé að fara á bakvið mann. Svona er þetta bara life goes on, ég er fullviss um að Liverpool komi jafnvel sterkari út fyrir vikið.

    Við getum verið reið og sár út í hann og höfum allan rétt til þess en við skulum nú ekki fara að láta þetta ganga of langt með einhverjum meiðyrðum og óskum um eitthvað slæmt. Mér finnst hann eiga betur skilið en það þó hann hafi gert þetta … hann skilur eftir sig margar góðar minningar sem enginn tekur frá manni þó hann fari, þannig er það nú bara.

  196. Mér finnst skrýtin þessi umræða um að leikmenn floppi á Englandi…

    Ég er ekkert alfróður um málin og þekki ekki söguna, en þegar leikmaður hefur sannað sig í “semi sterkri” úrvalsdeild (Holland í tilfelli Suarez) og þar að auki Meistaradeild og með landsliðinu sínu á HM…

    Er það ekki bara algjörlega á ábyrgð þjálfarans og meðspilara að maðurinn floppi ekki í Englandi?…

    Hann virðist vera fuck góður í fótbolta allaveganna…
    Hér er flott mark með honum á HM, svipað og seinna mark Torresar gegn Chelsea: http://www.youtube.com/watch?v=jSSIMkTf0S8

  197. Væri svo ekki alveg týbýskt að allir hanga hér til kl 23 í kvöld en það gerist ekkert. Heill vinnudagur í vaskinn fyrir ekki neitt.

  198. Úff.. að bjóða 30M í Carrol er skelfilegt move, sýnir hvað við erum desperate að fá framherja => geta önnur lið okrað á okkur. Afhverju ekki að fá Fernando Torres Llorente? Svipaður leikmaður og Carrol, aðeins eldri reyndar en ætti að vera mun ódýrari, 15M ættu að duga held ég. Fá svo Ashley Cole með þessum 50M, hann er 31 árs og á örugglega ekki mikið eftir að samningum en ætti að geta reddað LB okkar út árið og sennilega næstu leiktíð líka.

    En helst vill ég halda EL NINO! Ekki tilbúinn að hata hann strax..

  199. Rumour: LFC have agreed personal terms with Charlie Adam but fee yet to be agreed with Blackpool.

  200. kop_that Kop That
    SSN: Sky source says Torres expected at Chelsea in next half an hour. #LFC

    BLESS

  201. “Sky Sports News reporting Fernando Torres is to arrive at Chelsea’s training ground within the hour. Stick with us for all the latest or follow me on Twitter – @skysportsed “

  202. En í sambandi við þessar financial fair play reglur. Nú eigum við peninga og getum keypt, væri ekki sniðugt að kaupa replacement striker fyrir Torres núna í janúar (og jafnvel kaupa meira en bara annan striker) og selja síðan Torres næsta sumar.

    Þá fáum við gjöldin inn áður en Fair Play reglurnar taka við og svo tekjurnar (af 50m+ sölu Torres) í sumar, þegar Fair Play reglurnar eru komnar. Og getum þá keypt meira í sumar ef við viljum, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af Platini og hatri hans á enskum liðum.

    Neyðum einfaldlega Torres til að vera fram á næsta sumar – ef hann fer í fílu þá eigum við replacement.

  203. Held að ´það sé klukkutími síðan Torres fór frá Melwood, efast um að hann komist til chelskí á einum og hálfum tíma! Ekki nema hann fái far með rússneska flughernum suðureftir Englandi!

  204. Þetta er að gerast, veðbankar eru meira segja hættar að taka við veðmálum sambandi við torres þannig það er done díll það er bara spurning hvað muni gerast í dag ??? hverjir koma til okkar ??

  205. 275
    Ég fór sjálfur frá Newcastle til gatwick á 4 1/2 tíma síðasta haust, þetta er ekki lengi farið.

  206. Stjórnendur gerið Chelsea að litlum stöfum,,,,plís gerið það

  207. Afhverju erum við að fá annan miðjumann (charlie adam), er ekki mikilvægara að fá kantari, miðvörð, vinstri bakvörð. Þá er ég auðvitað að sleppa því að ræða torres og nýjan striker.

    Skil ekki forgangsröðunina.

  208. Mér finnst fyrirsögnin þín ekki lýsa þessum degi nógu vel, Kristján Atli. Gluggageðveikin 2011 væri nær lagi.

  209. SKY.SPORTS NEWS::
    ……..Charlie Adam at Blackpool Training Ground Despite Speculation over his Future

    @skysports_ed Bookies have suspended market on Torres going to #CFC. Expect more news shortly on SSN

    SSN sky sources Fernando Torres will be a chelsea player in about half an hour arriving to chelseas training ground to complete transfer

  210. Hvað segja menn um Alvaro Negredo, Sergio Aguero(ólíklegt), Neymar eða Alexis Sanchez??

    Sá síðastnefndi er nú meiri vængmaður en striker…

    Annars held ég að með kaupum á Adam þá þarf ekki að setja Gerrard á miðjuna og hann getur verið framan á vellinum og pressað hátt.

    Gerrard, Suarez og ????? í framlínunni hjá okkur.
    Meireles, Lucas, Adam miðjan með Lucas sem djúpan.

    Held það ætti ekki að vera svo slæmt, ef að Adam geti haldið áfram sínu formi og Suarez og ????? komist strax í gírinn…

    Væri best að fá leikmann sem er búnað spila í enska boltanum þannig að hann þarf ekki að aðlagast hraðanum og tæklingunum…

  211. Guillem Balague: Torres is not flying to London.Still in Liverpool.Still negotiating… no deal yet.

  212. Er þetta ekki maðurinn sem kom fyrst með fréttina ?

    GuillemBalague Guillem Balague
    Torres is not flying to London.Still in Liverpool.Still negotiating… no deal yet. No se ha cerrado el acuerdo entre clubs todavia

  213. Sky er ekki beint áreiðanlegasti miðillinn. Frekar treysti ég Balague, sama hvaða skoðun menn hafa á honum. Hann var fyrstur með Torres núna og ég myndi treysta honum best af öllum blaðamönnum varðandi þessa sögu í dag.

  214. skysports_bryan: RT @GuillemBalague: Torres is not flying to London.Still in Liverpool.Still negotiating… no deal yet. No se ha cerrado el acuerdo entr … [via Twitter

  215. Suarez til Liverpool (staðfest)

    Er enn að bíða eftir þessu, hvað er málið með þann díl??

  216. JESÚS, þvílíkur rússibani er þetta. Maður veit ekki hvað snýr upp né niður. Nákvæmlega 3 sólahringar farnir í vaskinn af refreshi og rugli….GET EKKI MEIR.

  217. Veðbankar í Englandi eru hættir að taka við veðmálum í sambandi við söluna á Torres þannig að ég geri ráð fyrir að salan sé svo gott sem frágengin ! Ef að rétt reynist að það lægi saman salan á Torres og kaup á nýjum framherja þá hljóta Liverpool að vera búin að fá samþykkt tilboð í staðgengil fyrir Torres ! Hver sem það er og hvort sem að eitthvað af þessu sem ég segi hér að ofan er rétt þá vona ég allavega að málin fari að skýrast á næstunni !

  218. Ástæðan fyrir þvi að það er ekki enn búið að ganga endanlega frá Suarez er sú að hann þarf að fara úr landi og inn í það aftur til að fá atvinnuleyfið. Einnig er smá pappírsvinna eftir hjá Ajax.

    Þetta sagði Dalglish á blaðamannafundinum í dag.

  219. @292…. það er út af atvinnuleyfi…. það kemur að öllum líkindum á morgun… á að vera formsatriði

  220. Ég fíla ekki Andy Carroll. Held að hann sé ekki góðmenni og frá honum stafar neikvæð orka. Og svo er hann með tagl. Vil hann ekki í Liverpool.

  221. Ætla stela hérna helvíti góðu commenti af RAWK :

    The last 18 months have been, by and large, a fucking horrible affair. Sales, lies and shitty luck, it’s just not been going our way, partly due to us shooting ourselves in the foot.

    HOWEVER.

    And this goes to every single person involved with the club, not anyone in particular.

    If you feel that you’ve been let down, that you’ve been misled, if you’ve seen precious years of your career waste away while we’ve struggled… fuck off.
    You’re paid handsomely, despite the club struggling to keep up with interest payments caused by two absolute c*nts. You’re backed, by and large, passionately and supportively by some of the most pampered and spoilt fans in the world. You’ve been excused for poor performances thanks to off field issues, a manager who took the flak and a manager who didn’t. You’ve had us pay through the nose to watch abject performances and humiliating defeats. You’ve had some of the most loyal fans in the world follow you for the best part of a year with fuck all reward.

    Don’t tell us you were betrayed. Don’t tell us you’ve been shafted, that you gave your best years for nothing. We’ve been in those seats, in those pubs, in our homes, willing you to play better, to play harder. We’ve chanted when there’s nothing to chant for and hoped when there was nothing to hope for. So if you want to play yourself a sob story about how you’ve been so hard done by, if you feel that the past year was a waste then put your money where your fucking mouth is and refund every single fan who’s had to sit through the dross. There are many excuses for a lack of performance but there’s none for lack of effort. None whatsoever.

    Anyone who feels sorry for themselves and thinks it’s a hard life, there’s the door. You’re not fit to wear the shirt and you’re not fit to touch the This is Anfield sign.

    We are Liverpool, we have won 18 league championships, 4 second division titles, 7 FA Cups, 7 League Cups, 5 Champions Leagues and 3 UEFA Cups. We’ve been in showpiece events, epic tussles, memorable matches. We’ve had the mother of all comebacks, the most glorious of failures. We have a glorious history that we add to no matter how low we sink. If that’s not good enough for you, there’s the door. If we, the fans, are not good enough for you, there’s the door. If your astronomical wages are not good enough for you, there’s the door.

    And I mean it. This isn’t a Torres thread. This isn’t a Gerrard or Owen thread. This is a thread for everyone who is involved at the club. We’re bigger than you. We were a big club when you were shitting in a potty, we’re a big club when you’re shitting in your pants trying to remember your glory years.

    If you’re with us, You’ll Never Walk Alone. If you’re not, who are you anyway?

  222. Torres í þyrlu…Torres í bíl…Flugvélin hans abramovich…Torres enn í Liverpool….ég þoli ekki mikið meira af þessu. Ætla að ná mér í bók og detta í lestur.

    Ég er búinn að fara í gegnum Kubler-Ross ferlið og er orðinn fullkomnlega sáttur við að Torres fari til chelsea fyrir 50.m pund.

    Ef við fengjum Caroll, Adam, A.Young í staðinn væru það frábær skipti að mínu mati. Þó svo að þeir komi ekki…það að fá þrjá mjög öfluga leikmenn til viðbótar við Suarez myndi algjörlega bæta torres-missinn.

  223. nú er verið að tala um að Torres sé á leiðinni til chealse í þyrlu innan 30 min nyjar frétti !
    skysport radio áræðinlegarheimldir seygja þeir

  224. Sky að tala um að torres sé væntanlegur skv áreiðanlegum source, yfirmaður hjá chelsea mættur á æfingasvæðið sem gerist venjulega ekki, á að vera til marks um að eitthvað sé í gangi.

  225. SkySports_Simon: #SkySources Andy Reid having medical at BlackpoolFC. Fee agreed with SunderlandFC for around £1m #SSNTDD [via Twitter]
    Andy Reid, er hann ekki miðjumaður? Er hann replacement fyrir Adam?

  226. Sko, SkySports er ekki áreiðanleg heimild á þessum degi. Muniði allar fréttirnar um Babel í þyrlu í fyrra? Já, þær voru allar bull. Uppspuni.

  227. Tvö skemmtileg Tweet: Paul Tomkins: If Liverpool can break even on Torres+Babel for Suarez+Adam+Carrol, leaves FSG to invest in top-class winger (Eden Hazard) in summer.

    Og.

    ian Chadband: Only £35m+ transfers ever. Ronaldo, Ibra, Zidane, Figo, Crespo. Now Torres? Er, & a big lad last seen falling off casino bar stool at 5am?

  228. thisisanfield: Andy Reid to Blackpool about to be confirmed = Likelihood of Adam joining LFC increases.

  229. Þetta líka af Twitter

    Torres to Chelsea deal has apparently broken down after John Terry failed to agree terms with Torres’ wife.>>XD

  230. skysports_ed: To clear up Torres situ: he’s in Liverpool but #CFC have made preparations we understand for helicopter arrival later [via Twitter]

    Ertu þá farinn…..Ertu þá farinn frá…..”#!$”#%”#%”#$%#$&#$&

  231. Sælir drengir, Viðar talar frá Liverpool borg.

    Átti erfiasta dag lífs míns í gær, tók 13 tíma lest aðeins með net í simanum, konan var nice og eyddi 2 klukkustundum í að skrolla niður 750 comment svo ég gæti séð það nýjasta í Torresmáli.

    Lenti svo í Manchester klukkan 9-15 a isl tíma í morgun, 4 leigubiltjorar vildu keyra mig ti Liverpool, ég bauð 40 pund, hækkaði mig svo í 50 og hótaði að taka lestin, endaði svo á að taka upp 60 pund sem var mitt finall offer en ásama tíma lét konan einn af þeim hafa 10 pund sem vantaði uppí 70 pundin ti þess að drulla sér af stað bara eftir 15 mínútna raus, ég var ekki sáttur enda vissi ég að að væri verið AÐ ríða mér í rassgatið svo ég dílaði við ennan grjótharða Man City fan um að inní dílnum væri þá allaveganna að skutla mér með töskurnar á hótelið, leyfa mér svo að reykja og henda mér uppá Anfield, minn maður samþykki það enda vissi hann að hann var nýbúin að ræna mig…. Stefnan var svo uppá Anfield, bað gaurinn um að stoppa í blómabúð sem hann var til íað gera en samt stoppaði hann bara fyrir utan Anfield alsæll, ég sagði bara takk fyrir mig og labbaði beint uppað næsta bílstjóra sem var fyrir utan Anfield og bað um blómabúð og það var minnsta málið fram og til baka fyrir 3,50 pund, fór og keypti 4 rauðar rósir fyrir 14, 50 pund, lét pakka þeim í selló og kort með sem á stóð Youll Newer Walk Alone, eftir það fór ég merð konuna uppað Hillsborough minnisvarðanum ( hún aldrei séð anfield eða neitt slíkt ) lenti þar í einni af erfðustu stundum ævi minnar, þar var gömul kona með ömmubarnið sitt og var að tala við það og segja því frá því að afi barnsins hefði dáið í þessu slysi, þau fóru svo og eftir stóð ég með konunni hágrátandi, gjörsamlega brotnaði saman ( hugsaði á sama tíma um 29 ára gamla systur mina sem lést 13 febrúar á síðasta ári og hágrét ) Ein besta stund ævi minnar samt að fá að gráta þarna….

    Eftir gáturinn löbbum vð í átt að KOP og ætlu að kíkja í Liverpool búðina, mæti þar bílstjóranum sem keyrði mig í blómabúðina ( hann er Everton maður eins og allir aðrir bílstjórar í borgini ) og hann er með fleiri taxa driverum, þeir skjóta á Torres og ég svara fullum hálsi og held minni leið áfram í Liverpool búðina, nema hva, það kemur maður hlaupandi og kallandi á eftir mér og segist vera frá Radio BBC og vill fá mig í viðtal vegna Torres málsins, ég segi bara já oki, hann fræðir mig fyrir viðtalið að Liverpool hafi boðið 30 mlls i Carroll og staðfestir það og sei svo að sirka 10 mín séu í viðtalið. Á meðan ég beið þá hlóp ég í Liverpool búðina og lét hafa af mér 218 pund ( vel sloppið ) fór svo í viðtalið og rétt áður en viðtalið hófst kallaði blaðamaðurinn í annan aðdáenda og fékk hann líka, biðin i kuldanum var löng og viðtalið stutt en vorum báðir beðnir um að segja hvað okkur fyndist um þetta mál, ég sagði að eg vildi hann í Liverpool til sumars man ég en ég man ekki hvað meira ég sagði nema bara ef hann vill fara þá má hann fara…..

    en hvað með það, mikið að gerast og ég búin að eiga erfiða nótt, var að tengja tölvuna, ekki lesið komentin hér að fullu, ekki kíkt á neina aðra síðu heldur, þetta komment mit er einfaldlega það fyrsta sem ég geri a netinu siðan eg for i lestina a leið til Oslo í gærdag klukkan 5 ef fráertalið rulið i 2 tima i lestinni þegar ég var ad skrolla niður í lestinni í gær til þess að sja nýjustu komment hér….

    álefni Torres eru á Allra vörum í Englandi það er á hreinu, Allir hafa skoðun, búin að tala við bílstjóra frá Manchester og hann saggðist 90% á að torres færi. folkið i Liverpool buðinni var a báðum áttum og folkið á hótelinu er á því að hann Fari…..

    hlakka til aðpósta higað einhverju þegar ég heyri eitthvað ef ég heyri eitthvað en það er á hreinu það eru allir á tánu í Liverpool borg og ég fylgist eins mikið með og hægt er….

  232. Talandi um Babel, þetta er fyrsti glugginn í mörg ár þar sem kjaftasögur lokadagsins snúast ekki um Babel. Veit nú eiginlega ekki hvort það er kostur (fer eftir niðurstöðu dagsins, nottlega)

  233. bensmith_Times Ben Smith
    Can’t believe what I have just heard. More news on thetimes.co.uk at

    Ég er að missa saur af spenningi! Þarf ekkert að vera að þetta tengist Liverpool samt

  234. 312 Það vantar Kaka fór hann ekki á einhverjar 55 millur til Real

  235. 1452: BBC Radio 5 live senior football reporter Ian Dennis has heard that Liverpool HAVE made a second offer for Newcastle striker Andy Carroll. £35m per chance?

  236. Hehehe góður Viddi, skemmtu þér á leiknum… Þú ferð kannski að gráta þegar Suarez setur hann til að toppa þessa ferð… 😉

  237. Phil McNulty staðfestir líka, yfirmaður knattspyrnumála á BBC:
    And the comfirmation. Liverpool have agreed a £35m fee for Andy Carroll. Always said the January window is quiet. #fb

  238. Held þeir ættu að finna sér eitthvað annað, Carroll er ekki 35m punda virði. Hræddur um að verið sé að kaupa köttinn í sekknum.

  239. Hvað ef Jón Steinar er í nefndinnni sem deilir út atvinnuleyfum í Bretlandi og hann er United stuðningsmaður? Er þá Suarez díllinn í hættu?

  240. Var að uppfæra textann með fréttinni.

    Guardian tilkynna þetta á Twitter og Tomkins linkar það. Vanalega afskaplega áreiðanlegir miðlar….

  241. Takk Kristján Atli, eg sagði einmitt í gær, seljum Torres ef hann vill fara og kaupum Carroll a 30-35 mills….. akkurat þetta er að gerast, buðum i hann 30 og erum að hækka i 35, ÉG ER SKYGGN…. ef við kaupum hann er ég sáttur við Torres brottför…. Suarez og Carroll saman næstu 7-10 árin JÁ TAKK

  242. Þetta er út um ALLT á Twitter núna. Allir blaðamenn allra miðlanna að staðfesta þetta. Ég uppfæri færsluna okkar hér á kop.is um leið og ég get vísað í blaðagrein eða frétt af áreiðanlegum miðli en þetta virðist vera nokkuð örugg frétt: Við buðum 30m punda í hann í morgun, Newcastle neituðu og sögðust vilja fá 35m. Núna vorum við að bjóða 35m í hann og þeir tóku því. Hefst því kapphlaup við tímann að klára samninga við leikmanninn og einhvers konar flýtilækniskoðun á næstu átta klukkutímunum. Við verðum bara að ræða síðar hversu snarruglað kaupverð þetta er.

  243. ÚFFF Annað hvort er þetta pjúra snilldd eða úfff veit ekki hvað mér finnst um þetta ef rétt er …

  244. Balague segir Guardian hafa rétt fyrir sér.

    Liverpool bauð 30 millur í morgun, Newcastle sögðu nei, við viljum 35. Það tilboð er komið til Newcastle. Comolli og Dalglish sammála um að eyða þessum peningum í þennan strák.

    Það er nóg fyrir mig!

  245. thisisanfield: Ben Smith (The Times): LIVERPOOL HAVE AGREED £35M FEE FOR ANDY CARROLL.

  246. Er ekki 35 milljónir alltof mikið fyrir dökkhærðan Voronin? Þetta er hans fyrsta almennilega tímabil í PL og hann er á góðri leið með að verða 8. dýrasti knattspyrnumaður sögunnar…. Hvaða rugl er eiginlega i gangi???

    En mér er svosem skítsama, þetta er góður leikmaður og ekki mínir peningar.. Væri frábært að fá Carrol. Höfum ekki haft alvöru vandræðagemsla lengi.

  247. 35 milljón pund fyrir Carroll er og eins og að kaupa 35 milljón pund af Carrots.

  248. DONE DEAL: Sunderland midfielder Andy Reid has joined Blackpool for an undisclosed fee. A replacement for Charlie Adam then?

  249. 35 mills fyrir Andy Carroll
    Vááá þetta finnst mér hrikalega mikill peningur sem er á fyrsta ári að sanna sig
    í Enska boltanum.

    En aftur á móti er hann ungur, og ef hann heldur áfram af sama krafti
    og hann hefur gert í vetur, þá gætu þetta verið frábær kaup á endanum.
    Hann hefur verið alveg frábær í vetur.

    Nýjir eigendur verða seint sakaðir um að vera nískir

  250. Veit ekki með Carrol á 35 milllur en hann er samt (að mínu mati) umtalsvert betri en C.Cole og D.Bent. Hann er klárlega framtíðarmaður í enska landsliðinu ef hann heldur rétt á spilunum og hver er betri í að koma honum á rétta braut en KD? Vonum að hann haldi sig bara frá pöbbunum í Liverpool og að Joey Barton heimsæki hann sem sjaldnast.

  251. Nýju eigendurnir eru samt að koma manni vel á óvart.. þó svo við myndum fá 50m fyrir Torres.
    Þá finnst mér eyðslan hjá þeim sýna það að þeir vilja sko ná árangri.

  252. 35 millur fyrir Carroll? Í gegnum tíðina höfum við sleppt leikmönnum á borð við Crynaldo, Dani Alves, Simao og Aguero útaf ágreiningi um 1-2 milljónir. Svo ætlum við að kaupa 22 ára leikmann sem hefur spilað ágætlega vel í 4 mánuði fyrir 35 milljón kúlur. Er ekki í lagi? Tímon vinur hans Púmba myndi segja ég skil þetta ekki.

    Væri ekki betri leikur í að kaupa Hazard, Lukaku og Chamberlain fyrir svipaðan pening. Þar erum við allavega ekki að setja alla upphæðina í einn leikmann og þessir allir munu teljast home grown ef við kaupum þá núna vegna ungs aldurs.

    Carroll er flottur leikmaður, góð skot og skallar en 35 KÚLUR. Það er KLIKKUN! 15 millur og þeir fá Ngog og Poulsen og málið er dautt!

  253. Er Liverpool ekki að falla í sömu gryfju og Mancity, og sprengja alla skala? 23 millj. fyrir Suarez og 35 millj. fyrir Carronin.

    Er það ekki að gerast sem flestir hér hafa verið sammála um að mætti ekki gerast?

    Eða telst þetta orðið eðlilegt?

  254. This just in !

    Ferguson and United have come to an agreement with Giggs and Scholes to extend their contract for one year. Also it is known of intrest from Ferguson to sign Roy Keane and Teddy Sheringham on a free transfer ! Their both currently without a club !

  255. Ætli kaupinn á Carroll Sé liður í að fá Torres til að vera áfram?

  256. Góður punktur á Guardian: “3.10pm: OK here’s the thing: Liverpool could have bought Blackburn Rovers for £35m.”

  257. Þeir eru að eyða þessu núna útaf UEFA reglunum sem koma inn 1.júní.

  258. thisisanfield: Anyone think Sky Sports News should have had Noel Edmonds presenting today? “Deal or no deal”.

  259. Þessi verður bara að fá að fljúga með

    KennyLawler Kenny Lawler
    RT @jenchang88: A fearsome tandem is Suarez and Carroll. One might bite you, the other might lamp you with a glass. <- haha! Like it!

  260. það er greinilegt að FSG eru að sanna sig fyrir aðdáendum allrækilega…… ok carroll dæmið er frekar brutal en þetta eru klárlega ein stærstu statement kaup ever!!!!

    ef þeir vilja leikmann þá fá þeir leikmann!!!

  261. 35 m alltof mikið. En mjög góður leikmaður finnst líka gaman að sjá liverpool að taka á skarið eins og með Suarez og Cole þótt verðið hækki smá þá taka þeir því. Tökum t.d Simao, Alves, C.Ronaldo og örugglega margt fleirra þar sem liverpool tímdi ekki að borga 3-4 m meira.

  262. Vissulega er þetta fullmikill peningur fyrir Carroll, en hvað liggur fyrir þeim sem halda því fram að þetta sé ekki góður leikmaður? 35 mp virði? Kannski ekki en þetta er óneitanlega gríðarlega spennandi leikmaður og einn mest spennandi kostur sem ég get hugsað mér uppá toppinn. Og með Suarez fyrir aftan, gerir þetta alltsaman ennþá meira spennandi.

  263. Af hverju er menn að væla yfir að þetta menn kosti of mikið ? Erum við ekki allir sáttir við að eigendurnir séu að sýna metnað með að ná það sem þarf fyrst að Torres litla ætlar að elta mafíu peningana til London ?

    Ef þetta fer svona, Torres – Babel út og Carroll, Suarez og jafnvel Adams inn í staðinn !!!!

  264. Andy Carroll – Thigh Muscle Strain – Expected Return: 5th Feb 11

    Skv. Physioroom!

  265. Átti að vera: Af hverju er menn að væla yfir að menn kosti of mikið ?

  266. Vá, ég verð hæst ánægður ef að Andy Carroll endar sem leikmaður Liverpool í dag. Ég hef mikið álit á þessum strák og horft aðdáunaraugum á hann í vetur og í fyrra(no homo!) og viljað fá hann til Liverpool í langan tíma. Verðmiðinn er vissulega sláandi en ef hann nær þeim hæðum sem hann getur þá verður þessi upphæð alveg þess virði!

    Ja hérna, ég er orðinn heavy spenntur fyrir framlínu með Suarez og Carroll, vonandi að þetta gangi í gegn, og verst að Torres verði líklega ekki þátttakandi í þessu..

  267. Lýst ótrúlega vel á að fá Andy Carroll en verðmiðinn er of hár finnst mér. Erum að selja Torres fyrir 50 milljónir punda og hann hefur verið einn besti framherji heims undanfarin 3 tímabil.
    Hinsvegar er þetta fyrsta alvöru tímabilið hjá Carroll og hann aðeins 15 milljónum punda ódýrari.

    En framlínan okkar með Suarez og Carroll yrði mjög góð til framtíðar. Eru ekki nema 24 og 22 ára sem er gott fyrir framtíðarplön okkar.

  268. 35 mill fyrir Carrol er meira en City greiddi fyrir Silva, Tevez og Balotelli. Hann er einnig dýrari en Rooney, Berbatov og er með reynslu upp á 6 mánuði í PL. Samt efnilegur leikmaður en þessi leikmannamarkaður er bara bull.

  269. Suarez og Carroll, þetta er 58 milljón punda framlína! Hver hefði trúað því fyrir nokkrum dögum síðan að við yrðum með eina dýrustu framlínu í heimi og Torres væri ekki inná! Nú finnst Blackpool við eflaust vera miklir nýskupúkar að tíma ekki að borga meira en nokkrar kúlur fyrir Adams!

  270. Ekki gleyma því að Carrol en gjaldsgengur í evrópudeildina það verður Adam líka. Þetta verður líka til þess að sýna öðrum leikmönnum sem við verðum á eftir fram á sumar að okkur er alvara. endurreisnin er hafin

  271. Carroll er með 11 mörk og 3 stoðsendingar í 18 leikjum í vetur. Ég er alveg til í að fá 21 árs gæja með svona record, þó 35 milljónir sé náttúrlega ótrúlegt.

  272. Ég ætla að reyna að horfa ekki á peningana enda þarf ég ekki að borga fyrir þá.

    Eftir stendur að Torres fer á 50 milljónir punda og við fáum Suarez og Carroll fyrir 58 pund…
    -8 milljónir, Konchesky fer brake even. 🙂

    Persónulega held ég að þetta gæti verið til góðs að losna við leikmann sem hefur verið með skeifu á vellinum í rúmt ár og fá til liðsins tvo unga framherja sem vega hvorn annan nokkuð vel upp að ég held.
    Annar gríðarlegur skrokkur, sterkur í loftinu og góður skotmaður, hinn smærri, snöggur og mjög teknískur.

    Galli…..Báðir miklir skaphundar 🙂

  273. Ótrúlegt, annað hvort væla menn hér yfir því að LFC vilji ekki borga nóg fyrir leikmenn, eða þá að þeir borgi of mikið. Erfitt að gera ykkur til geðs. 😉

  274. Pæliði í því samt ef Torres yrði um kyrrt (sbr. KD) , Torres, Suares og Carroll (50+23+35=108 milljón punda framlína). Úff hvað við værum að fara horfa á skemmtilegan sóknarbolta.
    Ef þetta yrði raunin myndi ég segja að það væri rosalegt statement hjá eigendum liðsins.

  275. Einar e, ekki gleyma sölunni á Babel, svo við erum á sléttu miðað við þessi skipti.

  276. Manni finnst eiginlega Silly Season ekki lengur réttnefni. Það þarf að finna eitthvað nýtt nafn á þetta. Spurning um “Ludicrous Season!” svona í anda Spaceballs.

    Ef þetta er málið að Torres fari til wanabe evróputitlaliðsins í Lundúnum fyrir 50 kúlur þá held ég að aðferð FSG við að næla í Andy Carrol á 35 kúlur sé fyrst og fremst merki þeirra um að þeim sé alvara. Held að megin munurinn verði þó sá að það er ekki verið að borga mönnum 200K á viku eða eitthvað svoleiðis rugl sem sligar rekstur klúbbsins.

    Að því leitinu gæti ég verið fullkomlega sáttur. FSG = We mean business!

  277. Svo er Caroll náttúrulega í Newcastle, hann er að skora þessi mörk fyrir þá! Ætti að fá enn betri þjónustu hjá okkur.

  278. Nokkur brilliant comment :

    Obafemi Martins medical at Birmingham seems to be going on for hours. Wonder if he has lost his passport that claims he is 21 still.

    Im suppose to be picking my little sister up at school now, but suppose she can wait till 11pm

  279. SammyLee_LFC Sammy Lee
    OFFICIAL: Torres Will Not Be Leaving, Andy Carroll WILL be coming in!! #lfc

  280. vá það er bara ekkert að ske á opinberu síðunni nema að Daglish að ítreka sína afstöðu dfrá föstudeginum… svo ég bíð bara með að bölva þar til kl.12, held ég sofi bara þangað til. Þetta er bara sjúkur dagur og af hverju er ekki hægt að nota hina 30 dagana í janúar???

  281. Ja ef við seljum Torres á 50 og kaupum Suarez á 20 og Carroll á 35 erum við bara að eyða 5 mill í 2 leikmenn í JANÚARGLUGGANUM sem er barasta fínasta stærfræði fyrir minn heimska haus.

    Fínt skírum hann bara Carra líka,getur ekki klikkað

  282. Fyrir mér er málið einfalt.
    Chelsea býður í Torres, Liverpool vill ekki selja en segja að fyrir 50 mills geti þeir fengið hann.
    Liverpool hefur áhuga á ungum breta, áhuginn er það mikill að þeir vilja fá hann í sínar raðir. Þeir hafa samband við Newcastle, á þeim bænum eru svörin þau að leikmaðurinn fáist fyrir 35 mills.

    Í mínum kokkabókum lýsir þetta METNAÐI hjá Liverpool. Ef þeir ætla sér að vera með í bardaganum um þá leikmenn sem þeir vilja, VERÐA þeir að vera undir það búnir að borga fyrir þá. Það má deila um það hversu mikið hægt er að meta menn á en ef liðið er tilbúið að borga þá upphæð sem hitt vill fá þá lít ég á það sem rétt verð.

    Svona sé ég hlutina.

  283. Þetta verð er náttla rugl fyrir Carroll en svona er þetta með enska leikmenn ! Ég meina Bent fór á 20 millur til Aston Villa. Það er hreint með ólíkindum að mér finnst ! Þannig að miðað við það þá er þetta verð á Carroll ekki langt frá lagi ! En hvað veit ég !

  284. Hver er Andy Carroll? Er hann í sama klassa og Gareth Bale og Wayne Rooney?

  285. SammyLee_LFC Sammy Lee OFFICIAL: Torres Will Not Be Leaving, Andy Carroll WILL be coming in!! #lfc

    ER þetta ekki bull?

  286. @ #380 já sæll… drem on… Hvenær verður Kuyt, Ngog og Skrtel svo hennt á bálið?

  287. Að fá Luis Suarez, Andy Carrol og Charlie Adam í þessum jánuar glugga yrði náttúrulega tær snilld. Sóknarlínan, þori ég að fullyrða, verður betri heldur en Torres – N’Gog sóknarlínan, bæði í opnum leik sem og í föstum leikatriðum.

    Ég spái því að Liverpool endi í 5. sæti á þessu tímabili eftir að hafa gert harða baráttu við Chelsea um 4. sætið.

  288. VÁÁÁÁÁ hvað ég er að elska að vera í fríi og er heima FASTUR á F5 takkanum! hahahha
    Andy Carroll að koma á 35… mér finnst eins og ég sé í Football manager með Man City og hafi endalausan pening… Og mikið vona ég að Torres haldi blaðamannafund kl 22:30 í kvöld og segi “hahaha JOKE! FUCK OFF CHELSEA, I looove Lverpool”
    ——-Torres – Carroll
    Suarez—Gerrard—-Kuyt(Maxi)
    ———-Raúl Mireles
    Johnson–Carra-Agger-Kelly(Warncok)
    ————-Reina

  289. Held að Torres fari ekkert. Suarez verður nýi vinur hans frammi og Charlie Adam komi til með að senda á þá stoðsendingar ásamt Gerrard og Meireles.

  290. Bjössik # 382 – gleymdirðu ekki einu smáatriði, erum við ekki að borga samtals 5 mill og Torres í þessa tvo leikmenn?

  291. skemmtilegt tweet :
    rorysmith_tel Rory Smith
    It’s true that if he was called Anders Carrollssen, he’d cost far less.But if he was called Andres Carrollo, he’d be much higher rated.

  292. Ok…Torres 50 millur..Dyrt enn a godum degi er hann einn besti framherji heims.

    35 millur fyrir Andy Caroll..Ørvænting , ekkert annad….Hann er ekki med toppstykkid i lagi.

  293. það verður spennandi að sjá hvernig King Kenny Daglish mun sjá um tvo bad boys Suarez og Carroll

  294. Við fengum nú um það bil 7millur fyrir Babel þannig að dæmið er 50+7-22-35=0

    Ég er sáttur við að fá Carroll

  295. Aðeins að bæta við gott comment Einars hérna fyrir ofan varðandi það að ef við erum að fá Carroll fyrir þessa svakalegu upphæð að þá hljótum við að þurfa kippa fyrirliða Newcastle með þar sem Carroll hefur verið skikkaður til að búa á heimiinu hans… Kannski er Gerrard að taka til í einu herberginu fyrir pjakkinn… 😉

    Sama hvernig þetta fer þá er þetta verð fáránlegt!

  296. Hvað með Shaun Wright-Philips?

    Getum við ekki notað lítinn og snöggann kantmann? Talað um að Everton séu að kaupa hann. Væri ekki verra að skemma aðeins fyrir þeim.

  297. 3:40
    Chris Murphy:
    Sky Sports are now saying that Andy Carroll is on his way to Liverpool.

  298. Betra að fá örvæntingu í kaupum en enginn kaup. Það eru bara nokkrir tíma eftir af glugganum og menn þurfa bara að átta sig á því að það þarf að hrökkva eða stökkva.

    Er ánægður með nýja eigendur, ekkert helvítis hálfkák og þeir nota peningana annað en G&H sem ætti að vera bannorð sem hefði stungið þessu undan og sagt okkur að kaupa Heiðar Helguson eða Tommy Smith.

    Það er metnaður í gangi og ég er 100% sáttur við eigendur og stjóran.

  299. Andy kjaftæði Carroll.

    að borga 35m fyrir þennan mann væri jafnheimskulegt og að selja Torres fyrir 35.

    það er svo mikið silly tal í gangi að næst fáum við að vita að Eiður hafi verið settur í liðið á miðvikudag…..

  300. Siggi #393 Hver átti peninginn sem var notaður til að kaupa Torres? Ekki sé ég mikið á eftir þeim peningum sem voru rúmar 20 mill….

  301. Við erum að fá Carroll !!
    Búnir að fá Luis Suarez… þetta er yndislegt…

  302. How will Carrol make it without his babysitter/strike partner Kevin Nolan?
    Monday January 31, 2011 3:45
    Apparently, Nolan is part of the deal as landlord.
    ahaha 😀

  303. thisisanfield: If you are arriving late. You might be interested to learn that Liverpool are on the verge of signing Andy Carroll from Newcastle for a record £35m.

    Meanwhile, Torres is yet to complete his move to Chelsea, but is expected to do so.

    John Henry and Liverpool FC are showing Torres what a mistake he is making.

    Yrði draumur ef við fengjum Ashley Young líka

  304. Mér finnst soldið gruggut að Sammy Lee skrái sig á twitter í gær og komi svo með official tilkynningu sem enginn hefur heyrt.

    Held þetta sé tómt kjaftæði

  305. SammyLee_LFC Sammy Lee OFFICIAL: Torres Will Not Be Leaving, Andy Carroll WILL be coming in!! #lfc

    ER þetta ekki bull?

    Ég efast um að Sammy Lee færi að kjafta svona á Twitter þar sem menn þar á bæ eru að reyna vinna á bak við tjöldin…

  306. verða ekki Carroll og Suarez bara roommates og Carroll myndi kenna Suarez hvernig á lifa í Englandi.

  307. 35M fyrir Andy Carroll?!! Ég á erfitt með að skrifa, erum við búnir að missa vitið?! Hvað er málið með verðmiðann á enskum leikmönnum. Hann er ungur og hefur sýnt góðan potential en oh my, 35 milljónir.. hann yrði 8undi dýrasti leikamaður allra tíma!! Man Utd var að kaupa þarna Chicharito sem er jafn gamall og álíka góður að mínu mati á 7milljónir í sumar! Tölfræðin í ár:

    Chicharito £7m – 11 mörk í öllum keppnum (og flest af bekknum)
    Darren Bent £24m – 12 mörk í öllum keppnum
    Fernando Torres £50m – 9 mörk í öllum keppnum (granted hann er búinn að vera meiddur)
    Andy Carroll £35m – 11 mörk í öllum keppnum

    Gademit, Newcastle er að nýta sér aðstöðuna alveg í botn :/

  308. flott tweet:
    Come on people if Carroll is coming lets back him, when did we become Chelsea fans

  309. Ætli Sammy Lee kunni nokkuð á Twitter hvað þá tölvu,hann er alltaf á æfingarsvæðinu karlinn

  310. Ég bara get ekki trúað að Torres vilji fara í þetta ÓGEÐSLEGA CHELSES lið, hélt í alvöööööru að hann væri sannur púllari eins og Gerrard og Carra!.. neinei greinilega eru peningarnir að taka völdin í fótboltanum. Talað um að hann fengi 200.000 pund í vikulaun. HVAÐA FOKKING RUGL OG BULL ER ÞAÐ????

  311. Ætli þetta sé bara trick hjá Torres?. Krefjast hærri launa eða hann fer(hann heldur að hann sé allt liðið). En NESV/FSG hefur bara boðið í Caroll og sagt við Torres ,,There will be another striker after you?”

  312. breaking news:
    Karl writes: “Stephen Ireland has failed his medical at Newcastle so the deal’s off. Bizarre considering he thought he was fully fit going into it.” Oh dear. This is presumably the same stringent medical that Sol “Enormous Shorts” Campbell successfully passed.

    Hvað um Carroll

  313. Andy carroll eru flott framtíðarkaup ásamt suarez NESV er bara að gera það sem þeir sögðust ætla að gera kaupa unga og góða leikmenn sem geta verið lengi hjá félaginu til framtíðar líst bara vel á þetta

  314. Alltof mikið fyrir Andy C. hann er ekki meira en 15-18 virði. Hvað með diego millito? hljóta að vera einhverjir betri kostir fyrir minni pening? er ekki hægt að fá einhvern á 20 og svo annan 15 toppleikmenn…..bara verið að henda pening í eithvað bull.

  315. Annað flott tweet:
    TonyBarretTimes Tony Barrett
    If LFC sign Carroll will be 2nd time in a day they’ve broken club transfer record. Any other club ever done that?

  316. Skrýtið að það sé ekkert komið nýtt um Torres.

    Er hann í læknisskoðun?

  317. Af BBC.com:

    “Carroll is currently out of action with a torn thigh muscle which has kept him sidelined for the last five games and which prompted his visit to a specialist in Sweden on Friday.”

    Er þetta virkilega það sem við þurfum? Annað Aquilani ævintýri?

  318. Carroll eru bestu kaup sem hægt er að gera, kostar mikið, já, en þetta eru ekki okkar peningar, bara okkar að njóta. Go on!!!

  319. Carrol og Suarez? Sæll!! Suarez er poacher dauðans a la Fowler og það er nú ekki lítið af molum sem detta niður í kringum Carroll fyrir hann að vinna úr. Gæti orðið ansi svakalegt combo. Vantar samt enn vængmenn.

  320. Carrol á að vera back 5. feb…þannig það er nú ekki stórt vandamál

  321. Einhverjir að segja Torres sé enn í Liverpool?
    Vá það er svo erfitt að vita hverjum maður á að trúa.

  322. Okkur vantar samt enn vængmann og miðvörð!!! vonandi að þeir komi í sumar!

  323. ég trúi samt ekki að Torres spili um næstu helgi… hlýtur að vera e-ð heiðursmanna samkomulag um að hann spili ekki þann leik

  324. Jónsi, ef að þeir kaupa hann þá eiga þeir hann og ráða hvað þeir gera við hann 🙂

  325. 434 Jónsi: Torrest hlýtur að krefjast þess að spila ekki gegn LFC um helgina.. Carra er kominn aftur og Torres hlýtur að þykja vænt um líkama sinn og ferilinn fram undan 🙂

  326. 35 mills fyrir Andy Carroll. Þið eruð að gleyma að þessar auka 5 mills eru Kevin nolan því að Carroll býr hjá Nolan og Nolan þarf þar með að flytja líka til Liverpool ef kaupin eiga að ganga í gegn.

  327. Ég segi að við séum að fara halda Torres og fáum Carroll og Suares. Verðum með svakalega sóknarlínu á miðnætti í kvöld. Hef trú á KD, eina sem frá honum hefur komið um Torres er að hann verði ekki seldur líkt og hann hefur sagt frá fyrstu yfirlýsingu.

  328. Vona það Jónsi, Torres vegna í raun. Honum verður slátrað af okkar mönnum verði hann í bláu treyjunni á sunnudaginn.

    Kæmi mér alls ekki á óvart að Gerrard mundi smella tveggja fóta tæklingu á hann og gera hann óvígan eða Skrtel mundi gefa honum feitan olnboga.
    Er ekki að óska þess en kæmi mér hreint ekki á óvart.

    Einnig held ég að Kelly vilji ólmur sanna sig og hann gæti tekið málin í sínar hendur líka.

    Eitt tel ég víst og það er að Torres færi ekki heill frá þeim leik.

  329. Ég man að Tim Howard spilaði ekki á móti manu vegna þess að liðin gerðu heiðurmannasamkomulag

  330. sæll ekkert lýtið spentur en finnst of mikið að borga 35 kúlur fyrir carrol en held að hann og suarez verði eitraðir saman vona samt að torres fari ekki

  331. Þetta er allveg ótrúlega skemmtilegur Mánudagur, klukkan er orðin 16:22. Tíminn búin að fljúga, án þess að maður hefur gert neitt af viti! 🙂

  332. Ég veit ekki með ykkur en ég myndi frekar treysta mér til þess að setja höfuð mitt í munn svangs ljóns heldur en að stóla á að Chelsea myndi standa við heiðursmannasamkomulag.

  333. Heiðursmannasamkomulag? Við sálarlausan klúbbinn Chelsea og málaliðann Fernando Torres?! Það væri stílbrot að gera slíkt samkomulag.

  334. er það bara tölvan mín, eða varð þessi síða töluvert hægari eftir að klukkan sló 16:00?

  335. 4:23
    Chris Murphy:
    The latest Charlie Adam to Man Utd rumour has Darron Gibson going the other way. Soccernet editor, and Man Utd fan, John Brewin says: “I’ll drive Gibson there myself.”

    Ætlar skoska fíflið að stela honum af okkur? :/

  336. Þarf ekki einn að koma með Carroll/Nolan brandarann í viðbót?

    Ég fæ ekki nóg af þeim…

  337. Ég er alveg orðinn ruglaður á þessu öllu held að ég slappi af á f5 takkanum.

  338. ég hefði verið til í einhvern af þeim fjölmörgu framherjum sem að þýskadeildin hefur uppá að bjóða. Þða verður þá kannski bara næsta sumar sem að við fjárfestum þaðan. Þá helst frá Dortmund eða Leverkusen

  339. Eftir að hafa setið við skjáinn í allann dag og ekkert hreyft mig, þá á ég eitt sameiginlegt með Torres. Við erum báðir á mörkunum með að missa vinnuna!!

    Er að tapa mér í forvitni yfir því hvernig þetta endar allt saman!

  340. @387: Ég veit ekki hvort þetta er legit, nema einhver viti hvort þessi prófíll sé ekta eða ekki: http://twitter.com/#!/SammyLee_LFC

    Ok, spyrjið ykkur að því hversu líklegt það sé að Sammy Lee sé á Twitter að kjafta frá leikmannamálum Liverpool. Finnst ykkur virkilega vera meiri en 0% líkur á því?

  341. held að það séu enga líkur á að sammy lee sé að tala svona á twitter

  342. thisisanfield: Incredibly, there’s only 2 confirmed deals thus far today, Paul Konchesky to Nottm Forest and Daniel Ayala to Derby, both on loan.

  343. 429, Friðgeir Ragnar: ekki vera svona einfaldur, auðvitað eru þetta okkar peningar, heldurðu að FSG eigi bara peningatré sem þetta vex á ?

    Annars er mér svosem sama hvað þetta kostar, svo lengi sem það eru gæði en ekki meðalmenn í kippum a la síðustu 15 ár hjá Liverpool. Carroll er flottur leikmaður, kannski svolítið vitlaus (samt ekki jafn vitlaus og náunginn sem er tilbúinn að borga honum milljónir á viku fyrir að sparka í bolta) en menn þurfa líka að vera svolítið klikkaðir til að meika það í þessu sporti.

    Endar þetta bara ekki með því að Torres verði áfram, Carroll, Adam og auðvitað Suarez inn. Myndi að vísu frekar þyggja miðvörð í stað Adam, en hann er frábær leikmaður og kemur með alveg nýja vídd inn í þetta.

    Segið svo að Football Manager sé ekki raunverulegur …

  344. Þetta er bara tómt rugl allt saman. Sleppa því að selja manninn og skoða bara málin í rólegheitunum. Selja hann fyrir 50 og kaupa Carroll á 35 !!! Sorry en það er bara miklu meiri verðmunur á þessum mönnum.

    Höldum honum bara til sumars og ef hann vill fara þá, þá bjóðum við klúbbum eins og City og Barca að borðinu og leifum þeim að berjast um drenginn ásamt Chelsea. Að vera þvingaðir núna að selja hann og kaupa næsta mann á tvöfalt verð er ekki rétta leiðin í þessu að mér finnst.

  345. Hvers vegna tala menn um að Carroll hafi einungis 6 mánaða reynslu í úrvalsdeildinni? Hann vann sér sæti í liðinu tímabilið 2008 til 9, þegar Newcastle féll og vakti strax gríðarlega athygli og félög buðu háar fjárhæðir í hann. Í fyrra var Carroll algjör yfirburðamaður í championship deildinni.

    Þessi gaur er sniðinn til að spila uppá toppi, frábær finisher og ógurlegur í loftinu. Hins vegar hef ég meiri áhyggjur af því að við eigum ekki nægilega sterka menn til að dæla fyrirgjöfum á hann,, nema Joe Cole fari að fá sjensinn.

    Talandi um meiðsli Carrolls sem eru smávægileg,,, þá held ég að Chelsea menn hafi meiri áhyggjur af því að þeirra 50 milljón punda maður komi til með að verða eitthvað frá í framtíðinni.

  346. Það eru ALLIR sem ég tala við í LIVERPOOL borg klárir í þennan díl= Torres BLESS og kaupa Andy Carroll….

    VÁÁÁÁ hvað er geggjað að vera hér í borginni núna það er ALLT AÐ GERAST……………

    VÁÁÁ hvað er gaman hjá mér núna, ég er eins og 1 árs gamalt barn sem er að sjá nammi í fyrsta sinn….

  347. skemmtilegt:
    Olly, like many others, is worried about Andy Carroll’s bail conditions: “Do Andy Carroll’s current bail conditions still dictate that he has to reside with Kevin Nolan? If so, does that mean he a) has a commute to training at Liverpool, or b) Nolan is part of the deal?” I don’t think it has to be specifically Kevin Nolan he lives with. The point was that Nolan was his club captain. Maybe he can just move in with Steven Gerrard. Actually, hang on…

  348. Það er alveg sama hvaða leikmenn við erum með. Ef stjórinn nær ekki að blása lífi í liðið, þá spilar liðið illa. Góður stjóri gerir góða leikmenn betri og frábært lið með lélegan stjóra nær ekki árangri. Það er 200 m punda virði að vera með Dalglish. Það er hann sem mun ná árangri. Hann er heppinn, skýr og skemmtilegur. Hann hefði gert Torres heilan aftur, en hann mun líka ná tökum á liðinu án hans.

  349. The Editor: Newcastle have broken their silence on the Andy Carroll saga – and have said a second bid from Liverpool has been rejected.

  350. wow Andy Carroll gæti komið til Liverpool 35 million pund + 5 million meira
    ef sky sports er rétt.

  351. Newcastle búið að hafna nýju tilboði Liverpool í Carrol samkv Sky Sports.

  352. “The Editor: Newcastle have broken their silence on the Andy Carroll saga – and have said a second bid from Liverpool has been rejected.”

    Þetta var að koma…shit…við þurfum annan striker :/

  353. Torres er að fara að missa af partýi aldarinnar sem er að fara hefjast hjá Liverpool FC á næstu mánuðum, tímabilum!!!

  354. 4:41

    Chris Murphy:
    A twist in the tale. Sky Sports David Craig, who is basically big chums with Mike Ashley, is now reporting that Newcastle have REJECTED a second Liverpool bid for Andy Carroll.

  355. “Freddy Adu, the “new Pele”, has signed for a 2nd division club in Turkey. Most surprising about this story? He’s still only 21!” Poor old Adu. He was meant to be a thing of beauty.

  356. Strákar visir.is og sky eru ekki góðar heimildir !! Þurfa Einar og co að hamra endalaust á þessu ! Carroll er ekki kominn, það er ekki staðfest neitt verð og ekki einu sinni staðfest hvort að tilboð hafi verið lagt fram sem var tekið !! Það er ekki einu sinni staðfest hvort að Torres sé farinn !

    Rólegir á Sky og visir.is !!!

  357. Hvað eru menn að tala um að “einhver peningur” sé of mikið fyrir “leikmann” eruð þið að fara borga þetta eða ? :/ þurfum góðan striker fyrir Torres !

  358. Skyradio hefur ekkert sagt um að newcastle hafi hafnað tilboðinu, var að klárast viðtal við fréttamann fyrir utan st. james´s park.

  359. Sæll finnur hvað maður er orðinn þreyttur á þessu öllu. Slúður á slúður ofan, endalausar “lygar” og vitleysa. Loka bara augunum núna og opna þau á miðnætti til að sjá raunverulega hvað gerðist.

  360. Hvað maður er búinn að missa mikið álit á hinum ýmsu miðlum í dag. Það er greinilega ekki bókstafur réttur sem er skrifað um hitt og þetta. Bara best að vera rólegur og hlusta á Kenny Dalglish á lfc.tv!

  361. Get menn svo, í guðanna bænum, hætt að skrifa Charlie AdamS !!??!!!

    Hann heitir Charlie Adam (ekki með fokking S í endann)!

    Svipað óþolandi og þegar menn skrifa Hodgeson… með E-i…

  362. Haukur, þeir virðast bara útum allt hafa deny-að second offerinu frá Liverpool. Ekki bara á sky 🙂

  363. Eftir að hafa íhugað þessi mál með Carroll og Torres var ég kominn á þá niðurstöðu að mér fannst 35m kannski ekkert það fáránlegar. En 40m eða meira er tómt rugl.

  364. Skyradio hefur ekkert sagt um að newcastle hafi hafnað tilboðinu, var að klárast viðtal við fréttamann fyrir utan st. james´s park.

    Hárrétt!!!!!! Ekkert um það á Skyradio

  365. Ég bara meika ekki meira af þessu rugli, ég hef ekki tölu á því hversu 0ft ég hef notað F5 takkann seinustu daga og núna held ég að það sé bara best að bíða til miðnættis.

  366. Heiðursmannasamkomulag við þá bláklæddu, þessir andskotar myndu ekki virða það á dánarbeði móður stjórnarformannsins.
    Hitt er annað, 37 ár með Liverpool, næstum 38 og þetta hefur sennilegast verið einn sá allra mest spennandi tíminn í kringum dramadrotninguna frá Spáni, þeas Torres, ég hef sagt það um langt skeið að hann færi í þessum glugga og ég er feginn, ég þarf ekki lengur að svekkja mig yfir færunum sem fara forgörðum hjá honum, meiðslatíma, fílufési and so on…. félagið fékk góðan pening fyrir strákinn, núna er hann á réttum stað. Torres og Drogba saman frammi með sín fílufés…
    Lifið heil.

  367. sælir félagar… VERÐ bara að henda þeirru skoðun minni hér inn að mér fynst Carroll ALDREY vera 30mil punda virði… kanski meira 20 og þá bara af því að hann er undir ensku reglunni.. ég á ofboðslega bátt með að trúa að hann eigi eitthvert erindi í að vera keiptur á verði sem flottustu strækerar heims eru að fara á !! Carroll er einginn David Villa!!

  368. Hættur að lesa þetta rugl. Ætla kveikja á KOP.IS kl 23 í kvöld og tékka á þessu, skemmtið ykkur

  369. afhverju eru þeir ekki með þetta á liverpool stöðini sjálfri ég er alltaf að bíða eftir einhverju svakalegu þaðan en það eru bara einhver viðtöl.

  370. Farinn heim hef ekkert unnið af neinu viti í dag, þetta er besta síða sem til er takk fyrir skemmtileg skrif.
    Hvað sem verður þá er Liverpool miklu stærra en allt annað.

  371. eða nuna mæli ég með að horfa á stöðina síminn opin hjá þeim og eru að tala um leikmannaskipti

  372. Newcastle hafna 35m punda. Ok ég bara spyr, eru Newcastle ekki í fjárhagsvandræðum?

    Nú á Liverpool að hætta, láta þá sitja í eigin skít og tapa á þessu. Carroll verður fúll, neitar nýjum samning og fer á 15-20m í sumar.
    Torres er mun stærra nafn sem yrði auðveldara að selja þrátt fyrir að hann yrði kyrr, þe.a.s. neitað um sölu þar sem að hann fór svo seint fram á hana.

    Veit ekki, bara að velta þessu fyrir mér. Torres er approved söluvara en Carroll á sínu fyrsta seasoni í deildinni.

  373. Ég hefði verið sáttur við að fá carroll en ég tel litlar líkur á að hann komi. Ég held að hann hafi grátbeðið newcastle um að selja sig ekki, ég held hann treysti sjálfum sér ekki til að standa á eigin fótum útí hinum stóra heimi. Nú er bara spurning hvort búið sé að ganga frá sölunni á torres eða ekki.

  374. Hvað er að frétta? Ætli hann hangi þurr á morgun? Hann er svolítið þungur yfir.

  375. Allar þessar fréttir á sky eru svo mikið bull þeir skipta um skoðun á 5min og siðan er hægt að veðja Live ég held að allt þetta torres og carroll rugl er bara búið til að fjölmiðlunum til að græða $$$$ á okkur

  376. “TonyBarretTimes Tony Barrett
    Carroll flying to Merseyside on private jet that was sent to the North East to collect him by LFC. Deal very much on.”

  377. breaking NEWS!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
    TonyBarretTimes Tony Barrett
    Carroll flying to Merseyside on private jet that was sent to the North East to collect him by LFC. Deal very much on.

  378. Suarez-Caroll gæti alveg eins verið jafn gott par frammi og Henry og Bergkamp. Hver veit? Annar er góður að klára færin sín og hinn er frábær skallamaður sem getur djöflast mikið. Sáum bara hvað hann kláraði Liverpool vel. Myndi ekki gráta það að fá Young/C.Adam líka en mér líst bara vel á Caroll-Suarez. Verðum nú að gefa leikmönnunum mánuð eða 2 áður en við skjótum þá í kaf.

  379. þetta verður rússibanareið alveg fram að lokun!

    En að öðru: ER MIKE ASHLEY GEÐVEIKUR??? Það kemur klúbbur og býður alveg 15 milljónum pundum meira í leikmanninn heldur en hann er virði og hann segir bara “nei takk”. Höfum við þá eitthvað efni á því að selja Torres? Verðum við ekki að sætta okkur við fýldan Torres fram á sumar í staðin fyrir að hafa enga breidd í sóknarlínunni?

  380. Skyradio hefur ekkert sagt um að newcastle hafi hafnað tilboðinu, var að klárast viðtal við fréttamann fyrir utan st. james´s park.

    Hárrétt!!!!!! Ekkert um það á Skyradio

    þið hafið bara verið of seinir viðtalið kom eftir þetta 😉

  381. STAÐFEST. VIÐ ERUM BÚNIR AÐ FÁ… Conor Thomas, 17 ára miðjumann frá Coventry á láni

  382. Jæja….er kop.is ekki að hafa þetta af. Síðan er alveg svakalega þung.
    Enda hálft ísland að refresha F5 takkann á henni….

  383. Fyrir nokkrum sekúndum voru þetta klukkutímarnir, mínúturnar og sekúndurnar í að glugginn lokast.

    05:45:41

  384. Smá off topic.

    Byrja á að segja að þessi síða hefði að öllum öðrum ólöstuðum átt að fá tilfnefningu til íslensku vefverðlaunanna. Þvílíkt starf sem þið eruð að vinna hér! Takk fyrir mig.

    En að öðru þá væri hrikalega gaman að sjá stats yfir heimsóknir á síðuna undanfarna daga svona í samanburði við “venjulega” daga.

  385. Ég er sammála #495, nú eigum við að hætta að eltast við Carrol. Mér finnst líka að við eigum að reject’a boðinu í Torres upp á 50M pund! -ef Newcastle neitar 35M í Carrol ætti það að vera fyllilega góð rök og reyna frekar að fá verðstríð milli einhverra liða í sumar. Og geta keypt einhvern world class framherja á 20-30M.

    Ef Torres fer í einhverja fýlu verður hann bara uppí stúku fram að vori (eins og Mourinho hótaði Drogba), en ég tel það ekki líklegt samt, hann á eftir að biðjast afsökunar og vera tilbúinn í skemmtilegan bolta með Suarez það sem eftir er tímabilsins.

    Ég segi bara fyrir mitt leiti að ég er spenntur fyrir Carrol en ekki fyrir þennan pening, ég er spenntari fyrir að fá Adam á <10M.

  386. Ég er hættur að lesa fylgjast með þessu núna. Ég bara meika þetta ekki. Kíki bara í fyrramálið, þá ætti þetta allt að vera komið á hreint. Sælir!

  387. Jæja, Carrol á að vera búinn að leggja fram transfer request ..veit ekki alveg með 35mp fyrir hann, en hann verður bara að prove me wrong ! (skv. Bensmithtimes)

  388. BREAKING NEWS: Andy Carroll has handed in a transfer request at Newcastle United, which the club has accepted.

    No news as yet on a third bid from Liverpool….. sjáum hvað gerist

  389. Eitt af þeim skemmtilegstum við þetta jánúar glugga er hvað það er gert svo mikið grín af Arsenal:
    dæmi

    Deadline Day. For Arsenal fans today is like when you’re at school in detention & you can see the other kids playing outside

    Sam from Brisbane has this keen piece of analysis: “Life must be a bit boring for an Arsenal fan on transfer deadline day. They can all have a lie in while Arsene Wenger follows Angelina Jolie out into the world and starts purchasing babies he likes the look of to take back to North London and rear on the Castrol Index.

    Fom Aaron Smith: “Just heard from a usually reliable source that Liverpool have made contact with Arsenal over the availability of Nicklas Bendtner with a view to offering £6m plus Pepe Reina, such is their apparent desperation to land a ‘striker’. A representative is ready to fly to London on a pig to finalise things once Arsenal get back them.”

  390. Rio Ferdinand á Twitter: Sáttur með kaupin á Andy Carroll.

    @rioferdy5 Carrol has huge potential no doubt,is 35m still not a hefty sum of money in this recession we r meant to be in!?He will be top player #fact

  391. Newcastle have accepted a transfer request from Andy Carroll. þetta er að thisisanfield

  392. More twists in the Andy Carroll saga. Newcastle have accepted a transfer request from the striker – in spite of Liverpool’s two rejected bids.

    ATH þetta er SKY

  393. Einhvern vegin nær maður aldrei að halda sig frá þessu. Ætla að reyna mitt besta að dreifa athyglinni og kíkja svo klukkan 23:00
    YNWA

  394. ThisIsAnfield vað pósta þessu
    Our main website has gone down so feel free to bookmark http://forums.thisisanfield.com/deadlineday/ and share that link with friends etc. Cheers.
    Monday January 31, 2011 5:21 thisisanfield
    5:20

    thisisanfield:
    £35m deal, plus add-ons, for Carroll will be done this evening.

  395. NUFC agree sale of Carroll “with heavy heart” according to Sky Sources. They asked for 35m, LFC met it. Can’t feign reluctance now. [via Twitter]

  396. það stefnir allt í það að Torres þurfi að kreista fram bros fram á vor. ekkert verður af kaupum á carroll

  397. Mig grunar að ástæðan fyrir því að Newcastle hafnaði öðru boði Liverpool hafi verið einhver ákvæði í samningi Carroll um að hann fengi x háa prósentu af söluféinu, svipað og með Charlie Adam. Samkvæmt einhverjum á twitter hefur Carroll því sent in transfer request og því ætti þetta að vera hægur vandi að kaupa hann núna.

  398. :
    RT @TonyBarretTimes: Looks like Chelsea are going to pay £50 million for Torres. [via Twitter]

  399. Ég var að uppfæra færsluna með þessum fréttum frá Ben Smith um Carroll. Það kæmi mér verulega á óvart ef að þessi Carroll kaup yrðu ekki kláruð í kvöld.

  400. inn og út um gluggann….Carrol inn, Torres út, Torres inn…Carrol út….ahhhh

  401. Liverpool FC confirmed that Newcastle United have accepted a club record offer of £35million for the transfer of Andy Carroll- sky

  402. Það er buið að samþykja record bid í Carrol frá Liverpool FC. skysports.

  403. Þessi leikmannagluggi er svo GEÐVEIKUR djöfull mér er bara strax farið að hlakka til sumarsins elska þessa nýju eigendur !

    Suarez og Carrol

    vængmaður myndi fullkomna janúarmánuð

  404. Tilboð samþykkt í Carroll og við það hrundi offical síðan í gólfið. Kop.is stendur samt enn.

  405. Charlie Adam on his way to Liverpool. Just like we told you earlier.

  406. ADAM UPDATE: Now we are hearing that Liverpool are sending a car for Charlie Adam to bring him back to the club. Spend spend spend!

  407. thisisanfield:
    Charlie Adam on his way to Liverpool. Just like we told you earlier.

  408. Djöfull væri ég til í að Liverpool myndu síðan segja Torres að halda kjafti og æfa með varaliðinu út tímabilið. Selja hann svo til Spánar í sumar.

    Þá væri þetta ansi góður dagur.

  409. Ég er orðinn svo ruglaður á þessu öllu saman að mig langar mest til að leggjast í gólfið og fara að grenja…..

  410. The Editor: And now reports Charlie Adam is also on his way to Liverpool. More as we get it.

    ef þetta er rétt….þá Váaa….

  411. Thisisanfield:Suarez – done. Carroll – done. Adam – done. Only Young left. Can we make it 4 in a day?

    Yrði rosalegt

  412. Að þessi stórkostlega síða Kop.is skuli standa uppi miðað við djöfulganginn í okkur notendum er með hreinum ólíkindum 🙂 Sýnir bara eðli Poolara.

    Vertu velkominn Andy Caroll.

    Torres. Mæli með að þú hirngir þig inn veikan næst þegar Chel$ki spilar á móti Liverpool.

  413. menn er en að halda vonina að Anelka sé á leiðin til Liverpool:
    frá This is Anfield
    If the Torres deal is £48m plus Anelka. We could end the day with Anelka, Suarez and Carroll. Impressive days work Messrs Henry & Comolli!

  414. Jibbí og vá! FSG er fúlasta alvara með því að ætla að koma Liverpool aftur á toppinn, þvílíkir dagar!

  415. Af hverju að hætta núna? Hvernig væri að leggja inn 200 M punda tilboð í Messi fyrst við erum orðnir heitir?

  416. thisisanfield fullyrða að verið sé að reyna að ná í Ashley Young í þokkabót (15 milljónir punda) á meðan soccernet chattið segir að Young sé 100% staying… verður spennandi að sjá hvað kemur útúr þessu. Ég hef litla trú á því að Young bætist í hópinn en Suarez, Carroll og Adam inn og 50 milljónir punda eru að öllum líkindum fín viðskipti…

  417. Lfc.tv síðan er hrunin.

    EN, FSG er ekki að hrynja, Torres karlinn hlýtur að efast um sinn eigin haus núna. Er handviss að Gerrard og Carra bíða eftir Carroll og gefa high-five.

    Ég er glaður, við erum að fá þarna framtíðarsenter enska landsliðsins, mann sem Alan Shearer talar um sem sinn arftaka. Á minnst 10 ár eftir í toppfótbolta. Krossa fingurna.

    Og ábyggilegir twitterar segja að sendur hafi verið bíll upp til Blackpool að sækja Charlie Adam í medical….

  418. Bíddu ætla þeir að kaupa bara heilt lið á nokkrum klukkutímum??? 🙂 er þetta ekki soldið Money City style?

  419. John Henry means business !!!! hvaða máli skiptir það þó við borgum 30 eða 35 m hann er ekki að fara á sömu svakalaun og Torres einnig er hann Homegrown aðeins 22 ára !!!!

  420. Hugsa að enginn efist lengur um hug FSG. Ekkert H&G rugl! Ef við endum með Suarez, Carroll, Adam og hugsanlega Young og/eða Anelka og misst Babel, Torres og Konchesky þá er maður fáránlega sáttur. Treysti þeim svo vel til þess að styrkja okkur í sumar um hraða og unga vængmenn og varnarmann.

    Það er munur á því að halda með Liverpool núna með FSG og Dalglish miðað við H&G og Hodgson fyrir stuttu.

  421. First 11: Reina – Johnson – Agger – Carra – Aurelio – Gerrard – Adam – Meireles – Suarez – Cole – Carroll
    Subs: Kuyt, Maxi, Kelly, Skrtl, Lucas, Ngog, Poulsen

    🙂

  422. Hvað er að gerast!!?! Eru þeir með leikmanna magnet nuna eða.. Get ekki beðið eftir að sjá þetta lið spila núna:O

  423. hvað er að gerast í Liverpool fyrir nokkrum mánuð gátum ekki hugsa fara kaupa ein hvern leikmann yfir 10 million punda en núna er við fara brjóta metið um mestu kaup á bretlandi
    andy carroll fyrir 35 milion punda en núna er liverpool búinn að bjóða 14 million pund til Adam:
    We’re hearing an astonishing £14m for Charlie Adam to #lfc http://bit.ly/gGhDhU

  424. fór ekki í vinnuna efir hádegi vegna steinsmugu og hef ekki í mér að fara að drulla reddaði þessu með korktappa.

    þetta er þokkalega spennandi

    Hver kemur næst? fer Torre$?

  425. £23 million fyrir Suarez, £40 million fyrir Carroll (35m + 5m add-ons) og £14 million fyrir Adam

    £77m… vóóóóó

  426. tekið af liverpoolfc.tv
    Reds agree Carroll fee
    31st Jan 2011 – Latest News

    Liverpool FC confirmed this afternoon that Newcastle United had accepted a Club record offer for the transfer of Andy Carroll.

    The Club have been given permission by Newcastle to discuss personal terms with the player, who will now travel to Liverpool for a medical.

  427. Maður er bara kominn í hálfgerða sæluvímu eftir allar þessar fréttir

  428. Pete O’Rourke
    besta tweetið í langa tíma:
    What a crazy fee for Andy Carroll. Football has gone mad

  429. Einn fylupoki ut, annar lett poppadur twittari sømu leid. Inn med grada straka sem vilja standa sig fyrir klubbinn… hmmm… lyst betur og betur a tetta med hverri sekundunni!!

  430. Vá … þessi dagur er alveg að gera mann vitlausan. Ef talið er að Torres díllinn sé mikil áhætta þá er Carrol díllinn enn meira áhætta finnst mér. Það má ekki gleyma því að Barcelona keypti David Villa á 31 millur! Liverpool er að meta Carrol á 4 millum meira! Rugl finnst mér.

    Ég er samt bara ánægður með daginn og vona að þetta eigi eftir að stokka aðeins upp í þessu. Torres var orðinn pirraður á liðinu, farinn að grenja mikið og fyrir mér mega þeir Drogba þá grenja saman á Stamford! Nú vantar bara Young og ég get farið að sofa með bros á vör!

  431. Ég verð að viðurkenna að ég er bara nokkuð sáttur við daginn þrátt fyrir allt. Finnst verðið á Carroll alltof hátt og hef mínar efasemdir um hausinn á honum ! En þetta eru ekki mínir peningar og ef einhver getur dílað við ungan leikmann eins og Carroll þá er það manager eins og Dalglish !

    Charlie Adam er svo mjög spennandi kostur en ef að 14 milljónir punda er verðið á leikmanni sem keyptur var fyrir ekki 2 árum síðan á 500 þúsund pund þá er Ian Holloway einn mesti snillingur sem ég hef augum litið ! Að næstum 30falda mann í verði er bara tær snilld !

    Hvort að eitthvað meira sé í farvatninu hjá Liverpool munum við væntanlega ekki vita fyrr en í kvöld seint en ó boy ó boy ef þeir eiga ekki eftir að koma með eitthvað flott útspil þá veit ég ekki hvað. Það allavega kemur mér ekkert á óvart lengur ! Andy Carroll var tildæmis ekki beint ofarlega á lista af þeim leikmönnum sem ég taldi líklega til að koma í dag !

    Herra Torres, ég elska þig ekki lengur ! Þú mátt fara mín vegna til Chelsea núna ! Hafðu það gott þar með ellismellunum Drogba, Anelka, Lampard og Terry. Mundu bara að það þurfa allir leikmenn Chelsea að deila konunni sinni með Terry. Vona að þú sért ready í það !

  432. bensmith_Times Ben Smith
    Now being told Andy Carroll’s move to #lfc is done. Personal terms, the lot … #nufc

  433. Ísland rís upp úr öskustó efnahagslífsins á þessu ári ,,,,…
    Liverpool endar í topp fjórum , þetta gæti bara orðið helvíti fínt ár….
    djöfull er maður að deyja úr bjartsýni hérna.
    Við erum að kaupa unga og flotta leikmenn, kannski er verið að henda óþarfa peningum í þessum glugga, en ekki gleyma því að þeir eru sjóðandi heitir akkúrat núna og vonandi sú vítamínsprauta sem að við þurfum.

    Y.N.W.A.

    p.s.
    Skál fyrir Torres…… í síðasta sinn,

  434. Selja Torres fyrir 50 og kaupa Carrol 35 er HRIKALEG kaup. Vandræðaleg í besta falli. Vona innilega að þetta sé bara FSG að haga sér eins og Roman Abromavich og baða sig í seðlum

  435. Verðum samt að gera okkur grein fyrir því að Andy Carroll er enskur = dýrari og er talinn einn sá efnilegasti á Englandi í dag.
    Einnig þarf að fylla í þessa reglu með x marga enska leikmenn 😉

  436. 18:17 og engar fréttir af Torres? Er mun spenntari að halda honum heldur en að fá Carroll

  437. Ef við fáum Adam held ég að restin af tímabilinu gæti verið helvíti áhugaverð

                Reina
    

    Kelly – Skrtel – Agger – Johnson
    Lucas
    Meireles – Adam
    Gerrard Suarez
    Carroll

    Veit ekki með ykkur, en mér fínnst þetta frekar sexy uppstilling

  438. Okei vá hvað verður gott þegar þessum glugga lokar!

    Ekki slæmt samt ef að við verðum kominir með Suarez, Caroll og Adams. Þó svo að mér finnst 35mill FUULL mikið fyrir Caroll! Og auðvitað ömurlegt að missa Torres.

    En tökum auðvitað nýjum mönnum fagnandi og vonandi að þeir eigi eftir að sýna að þessir verðmiðar voru ekki of háir.

    YNWA! Meigi Fowler blessa okkur öll sömul!

  439. Og já frábær tíðindi með að við eigum greinilega peninga til að eyða í leikmenn! Man ekki eftir svona háum uppháðum hjá Liverpool..

  440. Munum líka að rugl-peningarnir sem við hendum í Carroll eru rugl-peningar frá Chelsea!

  441. Úff það eru erfiðir klukkutímar framundan….

    Refresh refresh refresh refresh

    En vá í draumaheimi eru Adam og Carroll að koma og Torres EKKERT að fara!!!!!

    ……vá hvað ég væri til í að vera ósýnilegur í bakherbergjum Anfield núna!

  442. Fullkomlega ósammála þér Ghukha #581. Torres er ekki búinn að vera góður í svolítið langan tíma, hann er hundfúll og fór fram á að vera seldur rétt áður en glugginn lokaði. Í staðinn fáum við mann sem er búinn að skora 11 mörk og eiga 3 stoðsendingar í 18 leikjum fyrir Newcastle á þessu tímabili. Hann var yfirburðamaður hjá þeim í fyrra og er búinn að vera það í ár. Hann er líka 5 árum yngri en Torres. Ég er alveg sammála að 35 millur eru rosalega mikill peningur fyrir hann, en ég er ósammála að í heildina hafi þetta verið vond kaup.
    Ef allt gengur eins og þetta er að ganga. Þá erum við að horfa upp á að einn besti striker heims, en ekki um þessar mundir og hefði aldrei orðið það aftur með LFC, og gott talent sem náði aldrei að fóta sig eru að fara út. Í staðinn fáum við markaskorara Evrópu í fyrra og svakalega stóran og sterkan sóknarmann sem er með rosalega góða tölfræði, og mann sem er búinn að vera einn besti miðjumaður deildarinnar í ár. Og við erum bara að borga einhverjar 15 millur í milli. Virkilega góður gluggi finnst mér!

  443. Jæja….er það ekki bara ágætis díll að fá Adam, Carroll og Suarez í stað Torres? Það verða samt peningar til kaupa í sumar, þar sem 50m Torres dæmið kom inn eftir að Suarez-díllinn var “done”. Ekki flókin viðskipti og Liverpool verður betra lið á morgun en í dag.

  444. Nýjustu fréttir herma að Henry og co. hafi púllað stærsta “smoke-screen” í sögu fótboltans. Planið hafi verið að draga Chelsea á asnaeyrunum út gluggann, svo þeir myndu ekki bjóða í Carroll (eða nokkurn annann mann). Kl 11 mun svo Torres segja plain nei við Chelsea.

    Henry á að hafa sagt að þetta sé útaf nýju reglunum sem eru að fara að koma. Þeas að Chelsea nái ekki að styrkja sig fyrr en þær taka gildi, þar með muni Liverpool taka þeirra stað í top 4 sem verða City, Arsenal og Man Utd.

    Hann á líka að hafa sagt að þetta hafi líka verið gert til að draga úr fjölmiðlaáhuga á viðskiptunum varðandi Carroll, Adams, Suarez og vinstri kantmanns sem hann vildi ekki segja hver væri.

  445. Er bara líta ágætlega út, verð ánægður ef við fáum suarez, carroll og adam. Held að við ættum að þakka torres fyrir árin, sýnist hann vera gera bara gott fyrir okkur…erum að fá fullt af pening fyrir hann! Það er að opna nýja möguleika fyrir LFC, hann er ekki búinn að vera með hausinn rétt skrúfaðann á allt tímabilið, touch-ið hjá honum búið að vera oft á tíðum slakt, held að þetta séi ekki svo slæmt fyrir okkur. Það er engin stærri en klúbburinn og ef að menn eru ekki í þessu 100%, þá höfum við ekkert not fyrir þá. Ef við fáum einn í viðbót þá er það bara bónus í mínum augum.
    Enn eins og stendur er Nando ennþá leikmaður Liverpool….en nokkuð ljóst að hann séi á leiðinni.
    Er að vona að Real M komi og steli honum það væri alveg maganað!

  446. Erum við samt að fá Adam ?? Það er ekkert sem að staðfestir það ennþá og miðlar tala um að yfirmenn Blackpool svari ekki einu sinni í símann !

    Einhver með áreiðanlega heimild ?

  447. Selja Torres fyrir 50.m og Babel á 5-6.m

    Kaupa Suarez-Caroll-Adam (22+35+8-10= c.a 65m)

    Horfum í að Torres er 27 ára og búinn að glíma við meiðsli í nánast heilt ár í ofanálag að hafa verið neð hugann annarstaðar en hjá Liverpool. Eða eins og Daglish sagði fyrr í dag að þá er mikilvægasta fólkið hjá Liverpool fólkið sem vill vera þar.

    Og horfum svo í að Caroll varð 22.ára í síðustu viku og er jú enskur sem hækkar alltaf prísinn svo við tölum nú ekki að kaupa hann á þessum degi. Að eftir 5ár eða meira verður hann ennþá söluvænleg vara

    Adam er 25.ára og hefur sýnt sig með Blackpool í vetur svo um munar. Verðum samt að muna að það er allt önnur ella að spila fyrir Liverpool.

    Suarez er 23 ára og það sama gildir með hann og adam. Þessi strákur hefur sýnt það að hann getur spilað fótbolta.

    Ef þessir þrír aðlagast vel að Liverpool að þá er þessi díll algert WIN-WIN þó svo að menn geti deilt um verðið á Caroll.

  448. Er það bara ég eða eru engar fréttir lengur í gangi að Torres sé að fara?

    Ekki leiðinlegt ef hann verður áfram, framlínan Carrol, torres og suarez. í gær var ég að velta fyrir með hvort Ngog myndi byrja á móti stoke:)

  449. Ég skil bara ekkert í þeim sem vilja halda Torres hann er búin að gefa öllum sem tengjast Liverpool puttan með því að fara fram á sölu þegar gluggin er að lokast ég persónulega er bara dauðfegin að losna við hann á ellihemilið hjá Chel$ki. Megi konan hans sænga hjá Johnn Terry og hann aldrei vinna neina titla og héðan í frá eingöngu vera þekktur undir nafninu Júdas. En eigum við eitthvað að ræða hversu fáránlega spennandi þessi dagur er búin að vera og áður en honum lýkur verður Liverpool að öllum líkindum búin að eyða einhverjum 65 – 70 milljónum punda í leikmanna kaup á einum degi sem tvöfaldar að ég held stærsta gluggan okkar til þessa. Mér er nú bara hálf óglatt eftir þennan dag af stressi og spenningi.

  450. Gaman hvernig allt er hætt að snúast um Torres og farið að snúast um Liverpool. Já hvað ætli Torres sé að hugsa núna þegar klúbburinn metnaðarlausi þar sem hann var elskaður er punga út peningum.

  451. Auðvita er 35 brjálað verð fyrir Andy en maður er allavega ánægður með að FSG eru heldur betur búnir að stimpla sig inn.
    Djöf.. er maður spenntur og mikið rosalega verður gaman að horfa á leikinn við Chelski á Sunnudaginn !!!!

  452. Held að hornin hjá Charlie Adam og skallarnir hjá Andy Carroll gætu myndað deadly combo!

  453. Það eru þrír þættir sem ýta verðinu hans Carroll upp í 35 M, í fyrsta lagi skrifaði hann undir 5 ára samning í okt 2010. í öðru lagi þá er hann enskur og í þriðja lagi þá verðum við að fá mann í dag.

    Þessir þrír hlutir fara örugglega langleiðina með að vera ca. 15 milljóna virði…

  454. Sammi #592

    Vá hvað ég vona að þú sért ekki að bulla því þá fáum við henda rjómaköku framan í þig á morgun 😉 Þetta væri svo mikil snilld maður

  455. Síðast þegar Dalglish keypti mann til Liverpool frá NUFC var það Peter Beardsley á £1.9 milljónir sem var metfé á þeim tíma. Það virkaði ágætlega, vonum að þessi verði enn betri.

  456. thisisanfield: Chelsea and Liverpool have agreed a fee for Fernando Torres and the player is now awaiting a medical. – from BBC Sport.

  457. 1835: Chelsea and Liverpool have agreed a fee for Fernando Torres and the player is now awaiting a medical, BBC understands.

  458. Ef það sem 592 skifaði er satt þá er það besta trick sem ég er heyrt um og alger snilld. En finnst það samt sem áður ekki líklegt.

  459. Það eina sem hugsanlega gæti toppað þennan stórkostlega umsnúning sem orðið hefur við það að Kóngurinn tók við af Hodgson er að hinn kóngurinn (Davíð Oddsson) tæki við af Jóhönnu og Steingrími. En lífið er ekki fullkomið 🙁

  460. Gott að þetta er að klárast. Ætli hann standist ekki örugglega læknisskoðunina…

  461. haha.. Erum við, Liverpool menn, að gera allt til þess að tryggja það að manchester united komist ekki yfir okkur í enskum titlum ? 🙂 Við erum bara að styrkja chelski í toppbaráttunni og þeir að styrkja okkur með nokkrum pundum.. Þetta er ekki flókið 🙂

    ÁFRAM LIVERPOOL !

  462. Þetta eru einhverjar undarlegustu vendingar í sögu boltans. Þetta er einnig allt annað en maður bjóst við. Ég kaupi það ekki að FSG sé að fara á taugum og eyði peningum eins og morgundagurinn komi ekki. Það býr hér eitthvað meira að baki.

    Hvar er yfirlýsingin um Torres? Ef ekki er búið að selja Torres af hverju er gefið bindandi tilboð í Caroll? Meikar ekki sens.

  463. Þetta er stórskemmtilega kenning Sammi! Gæti verið að fréttin sem kom á official síðunni “torres hands in a transfer request” hafi verið blöff? Ég hef a.mk. aldrei séð klúbb auglýsa slíka beiðni jafn vel.

  464. 597

    Ég held bara að Liverpool séu búnir að stela senunni með því að eyða 70 milljónum í dag ( ef Adam er að koma ) og það sé stærra en Torres sé að fara til Chelsea, en það kemur nokkrum sinnum upp í sky radio að það sé að klárast sá díll.

    Suarez að bíða eftir paperwork, Carroll mættur í læknisskoðun, Torres á útleið & Charlie Adam á víst að vera á leiðinni á Melwood! Aldrei verið jafn stressandi dagur og ætli maður komi ekki með smá bros á vör inní febrúar mánuð!

    1. er mest legendary comment sem ég hef lesið. Þegar öllu er á botnin hvolft þá elska ég Torres og vill ekki að hann fari! Torres og Carrol frammi og Suarez alls staðar fyrir aftan þá er draumacombo.
  465. Marfgalt húrra fyrir NESV/FSG Dalglish og Comolli

    Mikið ofboðslega er þetta mikil snilld:)

  466. Ég rakst nú bara á þetta á netinu, sel það ekki dýrara en ég keypti það en það væri snilld ef þetta væri satt!

  467. nú væri ég svo til í að kæla Torres bara á beknum og senda þar með skilaboð til allra leikmanna Liverpool að svona ótugtarskapur verður ekki liðinn hjá LFC!!! en ég er ekki að fara að sjá þetta gerast!!

  468. The Editor:
    Skysports.com understands Liverpool also approached Manchester City for Micah Richards and were prepared to go up to £20million for the defender. City rejected the Reds’ approach.

  469. Skysports.com understands Liverpool also approached Manchester City for Micah Richards and were prepared to go up to £20million for the defender. City rejected the Reds’ approach.

  470. Isss….við erum að græða svo svaðalega mikið á Torres að það er í góðu að taka sénsinn á Carroll. Hef fulla trú á að þetta verði góður díll þegar fram líða stundir….eða jafnvel strax.

  471. Bara til þess að hrista aðeins upp í þessu
    “Skysports.com understands Liverpool also approached Manchester City for Micah Richards and were prepared to go up to £20million for the defender. City rejected the Reds’ approach. “

  472. Þýða þessi kaup að Dalglish verður framkvæmdastjóri næstu árin.

  473. Djöfull eru kanarnir samt lengi að þessu, gera þetta allt saman i lokinn, eru þeir að reyna kála okkur ur spenning og bið?

  474. Gaupi segir að Torres eigi einungis eftir að standast læknisskoðun. það er ekkert verið að skafa af því…. stöð 2 fyrstir með réttina 🙂

  475. dirtytackle Brooks Peck
    by discuit
    Breaking News: Arsene Wenger considers buying a sandwich, decides to make do with whatever’s in his kitchen.

  476. Er það bara ég eða eru 35 millj punda fyrir Carroll GEÐVEIKI!!!???!!!!

  477. Það styður það að adam sé að fara að blackpool keypti reed frá sunderland. Hann talaði um að hann yrði keyptur ef adam færi svo það er nokkuð borðliggjandi að hann er allavega að fara frá blackpool

  478. Suarez Carroll

                      Adam                                                            Meireles
    
                                             Gerrard               Cole          
    
                  Agger                 Skertel               Carragher                Kelly
    
                                                        Reyna
    
  479. @621. Ég hef heimildir fyrir heimildunum að þetta sem þú ert að segja sé satt.. Plís strákar ekki vera að tala mikið um þetta.. Chelsea má ekki vita.

  480. Gaur í skotapilsi, geordie villingur og mannæta frá Uruguay, í staðinn fyrir twitteraddict og lebron james. Líst vel á þetta.

  481. Ég er ekki frá því að með kaupum á Carroll og Adam ( Ef hann er í raun að koma) þá sé verið að festa Dalglish í sessi sem framkvæmdastjóra ! Myndi segja að það verði af öðrum fréttum ólöstuðum bestu fréttir dagsins ! Vona að FSG menn átti sig bara sem fyrst !

  482. Verð samt að setja spuningarmerki við þessi kaup ef af verður. Þá er frábært að fá Carroll og Suarez en sú staða sem hefur böggað mig lengi er visntri bakvörðurinn. Hefði viljað sjá einhverja styrkingu þar, ekki nema king Kenny ætli bara að spila það mikinn sóknarbolta að við skorum bara meira en við fáum á okkur 😉 Kannski að Johnson og Aureio reddi þessu fram á sumar!

    Carroll Suarez og Adam þetta eru algjör monster ef þetta verða janúarkaup LFC Heres hoping 🙂

  483. Það verða sýndar myndir á LFCTV á eftir frá læknisskoðun Carroll gaman gaman

  484. Ég er bara yfir höfuð ótrúlega ánægður með það að við séum að kaupa þá sem við ætlum okkur að kaupa! 25,30 eða 35 milljon pund skipta FSG greinilega of miklu máli. Loksins komnir eigendur með pung til Liverpool sem fá þá menn sem þeir ætla sér og bakka ekki út útaf einhverjum milljónum til eða frá.
    Svo eru menn að væla hérna fyrir þessum upphæðum, hvað er það ? Veriði ánægðir með þessa breytingu á klúbbnum. Þetta eru greinilega fagmenn sem vita upp á hár hvað þeir eru að gera !!

  485. Ég er búinn að vera á F5 takkanum á þessari síðu í 3 daga og neita að trúa að Liverpool hafi eytt 35 Milljónum punda í Andy Carroll… Þetta hlýtur að vera grín, Þeir áttu að halda Torres þangað til í sumar og spá aðeins betur í hvaða leikmenn vantar, mér er nákvæmlega sama þó að konunni hans Torres langi til London og að það rigni meira í Liverpool en í Madrid

  486. 640:
    maður fær ekki allt sem maður vill 😉 ef þetta fer þannig að við fáum carrol og adam, þá held ég að við getum ekki verið ósáttir…. það er ekki hægt að styrkja allt sem styrkja þarf í janúarglugganum, hvað þá á síðasta degi janúargluggans, ég efa það ekki í eina sekúndu að í sumar verði skoðað hvort þurfi að styrkja einhverjar stöður og þá færðu örugglega vinstri bakvörðinn þinn 😉

  487. hvort er Charlie Adam að fara til Liverpool eða man u ????????????????????

  488. Ég vona að það gleymist ekki að það vantar ennþá vinstri bakvörð í þetta lið!

  489. Ég vona að við séum frekar að fá vinstri bakvörð eða almennilegan miðvörð heldur en Adam.

  490. Trúi ekki að við séum að kaupa Andy Caroool á 35 mill punda. Verður voða svipaður og Peter Crouch var hjá okkur nema við keyptum hann á alltof mikinn pening og aðdáendur annar liða munu gera mjög mikið grín af okkur fyrir að panicka svona og kaupa meðalmann á 35 mill punda. Tel að þetta verði verstu svipuð kaup og Santa Cruz og Adebayor hjá City hann bara á ekki heima hjá stórklúbbi. Hann er akkurat þar sem hann á að vera. Gátum við ekki fengið Darren Bent garenteruð 20 mörk í það minnsta. Aldrei að vita hvað þau væru mörg með Steveen Gerrard og þannig menn fyrir aftan sig þá fyrst myndi hann blómstra og yrði England’s No. 9. Sorgardagur tel ég þetta vera.

  491. En hvernig er það,….
    Ætti LFC ekki að reyna að kaupa Howard Webb af Manchester United? ;o)

  492. Er einhver annar hérna að lenda í því sama og ég að þegar þeir fara inn á liverpoolfc.tv þá kemur bara upp beint fréttin um að tilboði í Carroll hafi verið tekið ???

  493. Svo er líka spurning þegar að menn eru að segja að kaupverðið á Carroll skipti engu máli því að FSG means business ?? Þeir voru nú 2 vikur að komast að samkomulagi við Ajax um verðið á Suarez þannig að þetta lítur út fyrir að vera panic kaup á eftirmanni besta framherja Englands, sem er btw á samning til 2013. Ég er óendanlega svekktur með hvernig þetta er að fara..

  494. En áður en þið teljið mig vera algjört flón. Þá vona ég og bið til allra þeirra guða sem vilja heyra að hann Andy Carroll eigi eftir að láta mig kyssa skóna hans. Og hey hver veit nema Torres hættir þá við söluna. Vegna þess að nú fer að koma í ljós 100% skuldinding á hvað þeir ætla sér.

  495. Vá þvílíkur dagur
    seljum Torres á 50 mils (mun sakna hans mikið) en í staðinn erum við komnir með tvo góða strækera og ég er virkilega ánægður að fá carrol því að hann er sterkur og frábær í skallaeinvígjum og er aðeins 22 ára og það að hann er sýnir frábæra trygð fyrir það félag sem hann er að spila með,hann hefur aldrei beðið um að vera seldur frá newcastle og það voru lið eins og tottenham að bjóða í hann.Suarez er virkilega spennandi framherji og vonadi mynda þeir gott sóknarpar og svo væri glæsilegt að fá adam.Og ég vil hrósa Jhon Henry og co fyrir að eyða svona miklu í sínum fyrsta glugga og þeir eru svo sannarlega að sýna að þeir ætli að koma Liverpool í fremstu röð á ný
    Áfram Liverpool Y.N.W.A

  496. Soccernet : We hear from a source close to Torres that he is still in Liverpool waiting to be allowed to take a medical. I think that means Liverpool want to be sure of Carroll/Suarez first before letting him go. It will happen, but if not, he will be as popular on Merseyside as a Sir Alex Ferguson book signing….

  497. var að lesa þetta a soccernet
    It appears that the fee for Torres has now been set. Clearly Liverpool were waiting to get Andy Carroll down and sort out his terms and his medical before Chelsea could get the go ahead.

  498. hvor hefði gert meira gagn óánægður Torres eða carroll sem hentar vel með suarez ekki það að torres hentar vel með öllum en ég hef góða tilfinningu fyrir carroll hann er bæði sterkur og með góða tímasetningu.Aðal atriðið er að hann haldi haus utan vallar.

  499. lynseydalglish Lynsey Dalglish
    Why isn’t dad answering his phone!?? I need to ask him a wedding question!! Is he busy?

  500. BrianDurand56 Brian Durand
    LFC not confirming exact figure, but believed to be around £50m – they are now cleared to talk to Torres (as if they havent already!!!)

    Twitter er logandi í þessu núna!!

  501. LFC TV er að staðfesta að búið sé að samþykkja kaupverðið á Torres

  502. TORRES TO START CHELSEA TALKS

    Liverpool Football Club tonight confirmed they have agreed a fee with Chelsea for the sale of Fernando Torres.

    The player has now been given permission to speak to the London club.

    Heimild: http://www.liverpoolfc.tv/

  503. Alan Shearer on Andy Carroll on BBC Five Live: “Off the field he has been in trouble once or twice before – that would be the major area of concern for me. I spoke to Kenny months ago before he even came to Liverpool about the potential of Carroll. Kenny got myself and Chris Sutton and myself and Mike Newell together at Blackburn and he probably sees Carroll and Suarez as a similar partnership – both can score goals. Andy Carroll is unplayable on his day. We might see Charlie Adam there and with Steven Gerrard and his tremendous right foot – if you get balls into box for those guys it will be a hell of a partnership

  504. Liverpool Football Club tonight confirmed they have agreed a fee with Chelsea for the sale of Fernando Torres. – offical síðunni

  505. Could be a late surprise at #Stoke – Eidur Gudjohnsen in talks with #Fulham over cut-price move #SCFC

  506. 652 Haukur Logi : Heimasíðan hrundi þegar að Carroll var tilkynntur

  507. Ég er sammála Kristjáni í greininni hér að ofan. Fyrir mér er ENGINN vafi á því að við ofborguðum fyrir Carroll (og mögulega Adams ef hann kemur).

    Engin spurning.

    Ég get hins vegar séð af hverju FSG létu sig hafa það að ofborga (eða í einhverjum tilvikum, hvernig þeir réttlættu það fyrir sér)

    1. Við þurfum nauðsynlega á framherja að halda í þessum glugga til að afstýra því að skelfilegt tímabil fari enn verr.
    2. Andy er ungur og það meikar meira sens að sprengja budgetið á ungum og efnilegum leikmanni sem ætti að hafa þokkalegt endursöluverð í framtíðinni.
    3. Andy er proven talent (sem hann er auðvitað ekki, en hann er búinn að vera að spila vel).
    4. Andy er enskur (…)
    5. Andy verður í lægri launum en Torres (ef við berum þá saman). Ef ég gef mér (ég er alls ekki með þetta á hreinu) að Torres hafi verið með £110k á viku (sem eru £5.7m á ári) og að Andy verði með 30% lægri laun yfir samningstímann sinn þá erum við að spara £1.7m á ári eða £8.6m yfir 5 ára samningstíma.
    6. LANGMIKILVÆGASTA ástæðan fyrir því að FSG var tilbúið að ofborga fyrir Carroll og Adams hlýtur þó að vera að þeir verða að senda skýr skilaboð til núverandi stjarna liðsins. Ef þeir myndu sitja hjá aðgerðalausir – jafnvel þótt Torres hefði ekki farið í þessum glugga – þá hefðu Reina, Agger, Gerrard, Johnson, Meireles, Kuyt, Lucas og jafnvel Skrtel (sem er fyndið) ekki hugsað sig tvisvar um áður en þeir hringdu í umbana sína til að losna undan samningum sínum.

    Held ég að við höfum ofborgað fyrir Carroll? 190%.
    Held ég að hann sé £35m virði? Nei. Og þó. Kannski fyrir Liverpool.

  508. en 35 millur fyrir strákinn , vá hvað ég vona að mér skjátlast hefðum örugglega getað fengið aguero eða e-n rosalegan fyrir þann pening , finnst carroll bara ekki vera 35 millu virði , er alveg að fila samt að c.adam sé að koma og vonandi young , en mætti lika stokka upp i vörninni með e-m þungavigtarköppum , höfum verið að fá allt of mikið af mörkum á okkur, en vantar lika fleiri menn til að setja inn mörk , treystum of mikið á að 1 maður kannski 2 skori öll mörk , en samt credit til eigandanna fyrir að hrista upp i hlutunum

  509. sammála…
    “Disgusted to see ‘fans’ burning Liverpool jersey’s.
    The crest on the front means more than the name on the back.”

  510. hvernig er það þarf ekki að staðfesta suárez í kvöld/dag má nokkuð gera það á morgun??

    bara spyr er nefninlega ekki viss.

  511. Breaking News: Torres to Chelsea deal breaks down,
    after John Terry fails to agree terms with Torres’ wife…..

  512. Takk Ásdís !!

    Ég myndi segja að Liverpool sé að ofborga Carroll um svona 10 milljónir punda. Hann er klárlega gæða leikmaður og hefur sýnt það á þessu tímabili ! Þessi ofborgun skýrir sig einvörðungu af því að þetta er last min kaup. Næsta sumar hefðum við þurft að punga út svona 25 millum fyrir hann hugsa ég !

    Hvað er samt að frétta af Charlie Adam ??

  513. thisisanfield: From The Guardian: “Although the sums being talked about are ludicrous, there is a certain logic from FSG, I think. We’ll probably never know the true amounts, but Carroll at £35m, Suarez at £22m, and Adam at £10m is £67m. If Liverpool really are receiving £50m for Torres, then they would have spent about £17m. That is close to the total of the original bids of £12m and £4m for Suarez and Adam respectively while getting rid of Torres’ £110,000 per week wages. Might seem like a smart bit of business from their end.”

    We also sold Babel for £6m so net spend is only £11m.

  514. Núna er talað um að Liverpool hafi eytt 70+ milljónum í leikmenn en lítið horft á nettó eyðslu sem verður ekki langt fyrir ofan núllið (fer eftir því hversu margir bætast við á síðstu metrunum;). Á sama tíma lítur út fyrir að CFC eyði 70+ milljónum netto í tvo leikmenn, Torres og David Luis. Það er því lítil ástæða til að flippa yfir eyðslu LFC í þessum janúarglugga þó að menn séu kanski ekki alveg sammála um gæði þessara leikmanna og þá kanski sérstaklega Carroll.

    Ég er í það minnsta sáttur við að sjá að nýjir eigendur eru til í að setja að minnsta kosti það sem fæst úr sölu leikmanna strax í nýja leikmenn.

  515. Væri áhugavert að sjá hve margir eiga Torres treyju hérna. Thumbs up ef þú átt treyju merkta Torres, já og munt væntanlega ekki klæðast henni aftur…

  516. Ég á 2 treyjur merktar Torres og það sem verra er þá á ég líka hund sem heitir Torres en verður fljótt kallaður eitthvað annað 🙁

    …vissi að ég hefði bara átt að skíra hann Snata eða eitthvað allt annað! 🙁

  517. BBC Sport’s Dan Walker on Twitter: “Tottenham came close to nicking Andy Carroll off Liverpool, but the striker wanted to join Liverpool as soon as it became clear that Newcastle would sell him.”

  518. Djöf. er ég að fíla þess nýju eigendur… eins og er allavega. Ekkert fum og fát, bara boðið hærra og helv. málið klárað. Að gera ekkert getur nefnilega verið ansi dýrt.

  519. A. Carroll er sterkur leikmaður og á vafalaust eftir að nýtast vel, en ég er hræddur um að LFC sé að borga amk tvöfalt meira en sanngjarnt verð fyrir kappann.

    En var að velta fyrir mér hvað gerist ef Carroll (sem hefur verið meiddur í um 6 vikur) stenst ekki læknisskoðun, verður þá hætt við söluna á Torres?

  520. Leikur ársins á sunnudaginn strákar mínir, ég er nú þegar vel hólkaður upp.

  521. Djöfull finnst mér þetta skítlegt move hjá Torres, gott og vel hann vill fara… En chelsea C´MON

    Enginn sem er með Liverpoolhjartað á réttum stað hefði farið yfir í bláa sorpið. Djöfull að þurfa að sjá eftir einum uppáhaldsleikmanni mínum allra tíma fara yfir til þeirra. Hann er fljótur að breytast úr hetju í SKÚRK. Eat a dick Torres, vona að John Terry fari illa með þig og bombi kjellinguna þína.

  522. Enn já…. djöfull langar mig á Liverpool – Chelsea á Anfield á næsta tímabili 🙂

  523. Það sem ég er að spá í, afhverju voru kaupin á Suarez svona erfið en svo er bara hægt að hækka boðið í Carroll um 10m á 1min 🙂

  524. @696

    Örugglega útaf því að það er enginn tími til að prútta þetta niður.

  525. Maður óskar engum þess að meiðast illa á vellinum en hversu mikill kongur yrði sá hinn sami sem mundi hamra Torres niður næstu helgi og meiða hann illa !? Annars ætla ég nú bara að ramma mína Torres treyju inn. Gæti svo sem verið að ég láti málningarteip yfir nafnið og skrifi Júdas …

  526. Nr.688:
    Addi minn þú verður bara að segja Torres geðveikt hratt þá hljómar það eins og Suarez, t hann verður farinn að hlýða kallinu á no time 😉

  527. Dalglish, Lee og Clarke hafa víst yfirgefið Melwood eftir viðræður við Carroll. Eitthvað sem bendir til þess að Adam sé ekki að koma og menn farnir heim eftir að hafa gengið frá kaupum á Carroll !

    Vona samt að Adam sé að koma og að þvermóðska Holloway og formanns Blackpool sé á enda !

  528. Hefur komið eitthvað fram hvort Torres muni spila á sunnudaginn? Það er að segja hvort Liverpool hafi samið við Chelsea um að hann fái ekki að spila þann leik.

  529. getur einhver sagt mér hvar ég get séð öll staðfest kaup og sölur í dag ?

  530. RT @danroan: Well-placed Anfield source tells me Chelsea have paid the full 50m for Torres

  531. hvernig er það? getur liverpool bannað FT að spila leikinn á móti Chelsea?

  532. er það ekki nokkuð “common sense” að hann spili ekki á sunnudaginn?

  533. Ég held að Torres verði ekki látinn spila í næsta leik á móti Liverpool, þeir vita alveg hvernig tæklingar hann mun fá og eru örugglega ekki tilbúnir að taka sénsinn á að missa hann strax í meiðsli, nógu er hann brothættur samt..

  534. Ég á 2 treyjur merktar Torres og það sem verra er þá á ég líka hund sem heitir Torres en verður fljótt kallaður eitthvað annað 🙁

    …vissi að ég hefði bara átt að skíra hann Snata eða eitthvað allt annað! 🙁

    þú verður bara að koma hundinum í fóstur til eitthvers sem heldur með chealse 😉

  535. Sammála mönnum með að Carroll er á fáránlegu verði, algjörlega fáránlegu, hann er promising en líka alveg óskrifað blað hjá stærri klúbbi. Ég leyfi mér að vera svartsýnn og setja sama fyrirvara á þessi kaup og ég gerði þegar Hodgson tók við. Sérstaklega þegar hann á nú að fylla skarð Torres hjá liverpool.

    Ég er samt mest pirraður yfir Torres sölunni. Maðurinn er með langan samning hjá liverpool, besti maður liðsins, liðið er með eigendur sem hafa efni á svona leikmanni og “þurfa” ekki að selja hann, við erum að rífa okkur upp úr lægð og seljum okkar besta mann í janúarglugga. Ég hefði alltaf haldið Torres fram á sumar, ánægðum eða ekki. Við hefðum aldrei tapað meira en 10 mp á því að selja hann í sumar og að selja hann núna þó svo þyrfti ekki að vera. Við hefðum alveg haft efni á því í 6 mánuði að hafa virkilega breidd í hópnum og Torres þ.á.m. ásamt Carroll og Suares og freista þess að bjarga þessu tímabili. Taka á þessu máli eins og Ferguson tók á Rooney og halda honum hjá klúbbnum.

    Þess utan segi ég það algjörlega án þess að hafa yfir því samviskubit að ég óska Torres alls hins versta, framkoma hans við stuðningsmenn klúbbsins er til skammar. Ég vona innilega að hann fái alvöru tæklingu frá JC eða SG um næstu helgi, maður eins og hann yrði þá væntanlega frá út tímabilið, það á hann skilið fyrir að selja sál sína og algjör svik við stuðningsmenn Liverpool sem hafa frá fyrsta degi komið fram við hann af mikilli virðingu. (hann er að fara í hundleiðinlegt lið sem er í mikilli samkeppni við liverpool, enginn spánverji, engin stemmning, gamlir leikmenn, og lið sem er ekki líklegt til neins árangurs á þessu tímabili, trophys my ass, peningar og ekkert annað). Torres hefði ekki getað dissað liverpool stuðningsmenn meira en hann hefur nú gert (fyrir utan skipti til Manchester united).

    Bottom line eftir daginn : ég er ánægður með suares og spenntur en raunsær fyrir carrol, svekktur og reiður með torres.

  536. þegar skiptin á A. Cole og K. Gillesbie á milli newcastle og manchester united, þá spiluðu þeir ekki næsta leik á milli þessara liða.

  537. Það eru allir að gleyma kaupum dagsins. Conor nokkur Thomas frá Coventry ! Samkvæmt Aroni Gunnars þá er þetta hrikalegt efni 🙂

  538. Rooney er líka búinn að vera aldeilis frábær fyrir MU eftir þetta er það ekki annars? Ef leikmenn vilja fara þá á að selja þá, tala ekki um ef það er hægt að selja þá á góðu verði.

  539. Vá. El Hadji Diouf er jafnvel að fara til Ranger. Gleðifréttir að losna við þann leiðindapésa úr ensku úrvalsdeildinni

  540. RyanBabel

    There is no other club then Liverpool with the anthem ” YNWA ” !!! #Beautiful

    Snillingur 🙂

  541. Frábærar fréttir að berast frá Englandi.
    El-Hadji Diouf að fara frá Englandi og til Skotland til Rangers.

  542. Ég held að fólk ætti að hætta að tala um að nú eigi að meiða/tækla etc. Torres. Jafnvel þótt það sé sagt í gríni.

  543. Eru menn ekki ad gleyma ad hugsanlega er einhver god astæda fyrir thvi ad Torres vildi fara ! Kannski var einhver ad fikta i kellingunni hans eda hann buin ad fa nog af vonleysinu a Anfield…Sem er nu kannski ad breytast nuna 🙂

  544. Af hverju er ekki búið að staðfesta Suarez ?
    Og hvernig er það með Adam, það er svekkjandi að fá ekki þennan frábæra spyrnumann þegar við erum komnir með besta skallamann Englands.

  545. “Chelsea FC plc becomes cash positive as it prepares for UEFA financial fair play rules
    Chelsea FC plc today announced that results for the financial year end June 30, 2010 show the group had become cash positive for the first time since its acquisition by Roman Abramovich.”

    Tekið af heimasíðu Tjélskí sem ég slysaðist inn á. Sem sagt, Tjélskí verður ekki “solvent” eftir kvöldið í kvöld, án náðu samt að vera það í 5 mínútur í fyrsta skiptið síðan Rómanoff X keypti félagið. 🙂

  546. ein ástæða þess að ekki brenna torres búningin

    LauraFloraBundy laura
    by paul_tomkins
    Plz don’t burn ur Torres shirt. Send it to a kid in Africa who will experience joy of wearing his 1st footy shirt – http://www.football4africa.org

  547. Gott að fá carrol svo carragher hafi einhvern til að bomba fram á. Svo er ég viss um að Torres fellur á læknisskoðun… eða sér l´pool er að sanka að sér mönnum og langar aftur heim 🙂

  548. Hvað er að frétta af Charlie Adam er hann ekki að koma til okkar???

  549. John Brewin:
    From the Daily Mirror on Twitter: BREAKING: We understand Charlie Adam will NOT be signing for Liverpool tonight. More when we have it…
    Monday January 31, 2011 8:38 John Brewin

    Ef satt er þá fáum við ekki Adam í kvöld, en eins og er er þetta bara slúður

  550. Á örugglega eftir að kasta upp þegar ég sé Torres verða kynntur sem CFC leikmaður 🙁

  551. Mér finnst þetta vera dáldið hátt verð fyrir Carrol.
    Annars er ég mjög sáttur við Suarez og svo er það víst að Adam skrifi undir áður en glugginn lokar.
    Hefði samt viljað sjá kantmenn, það kemur bara í sumar 🙂

  552. LIVERPOOL SIGN SUAREZ

    Luis Suarez has today completed his transfer from Ajax to Liverpool FC and signed a 5 and a half-year-deal that will keep him at Anfield until 2016.

    The club agreed a fee of up to 26.5million Euros with Ajax for the transfer of the Uruguayan international on Friday.

    The deal was subject to the completion of a medical, which the player has now passed.

    Luis Suarez will wear the No.7 shirt for Liverpool.

  553. Mér skilst að Torres megi spila í Meistaradeildinni með Chelski, þó hann hafi spilað í Evrópudeildinni með Liverpool.

  554. Menn tala eins og Suarez og Carrol séu komnir til félagsins, er enginn annar smeykur yfir því að það séu bara 136 mínútur eftir af glugganum og það er ekki enn búið að staðfesta neinn nema efnilegan 17 ára kantmann

  555. Þá er það komið, til hamingju

    LIVERPOOL SIGN SUAREZ

    Luis Suarez has today completed his transfer from Ajax to Liverpool FC and signed a 5 and a half-year-deal that will keep him at Anfield until 2016.

    The club agreed a fee of up to 26.5million Euros with Ajax for the transfer of the Uruguayan international on Friday.

    The deal was subject to the completion of a medical, which the player has now passed.

    Luis Suarez will wear the No.7 shirt for Liverpool.

  556. Babel er enn twitter kóngurinn, og er greinilega enn með LFC í hjartanu:

    Ryan Babel
    And thanks for still following me on here .. #YNWA

    I wanna wish Liverpool all the luck and I hope they will end in top 4 where they belong at the end of the season

    I learn to love the lfc way, the city, the people and I made lots of friends in Liverpool

    I was blessed to work with one of the greatest football players and I learned a lot

    Its definitely a shame it didn’t worked out for me and the club, but that’s how it is sometimes..

    Wanna thank ALL of you fans but the ones in particular who believed in me and supported me all those years..

  557. Frábær tíðindi! El-Hadji Diouf er að yfirgefa England. Farinn til Rangers. Þurfum ekki að sjá hann spila aftur

  558. thisisanfield:
    Suarez is officially a Liverpool player. Official statement:
    Luis Suarez has today completed his transfer from Ajax to Liverpool FC and signed a 5 and a half-year-deal that will keep him at Anfield until 2016.

    The club agreed a fee of up to 26.5million Euros with Ajax for the transfer of the Uruguayan international on Friday.

    The deal was subject to the completion of a medical, which the player has now passed.

    Luis Suarez will wear the No.7 shirt for Liverpool.

  559. With the Andy Carroll deal almost done, will Liverpool secure Charlie Adam before the transfer window closes? Adam’s 1/10 to complete the move but the clock is ticking. skysports.com

  560. Erum við að tala um að stórslysið sem gat komið í veg fyrir að Charlie Adam kæmi til Liverpool hafi í raun gerst eða ?? Þeir bara verða að signa þann mann !!

  561. Luis Suarez has signed a five-and-half-year contract at Liverpool. The striker moves to Anfield from Ajax in a deal worth 26.5million euros (£22.7m).skysports.com

  562. @RyanBabel: I wanna wish Liverpool all the luck and I hope they will end in top 4 where they belong at the end of the season

    Babel alltaf flottur á Twitter

  563. chelsea menn að taka vel á móti torres
    Torres getting a massive reception from stamford bridge 10 fans with plastic flags
    Þarna voru mættir 20 blaðamenn og 10-20 aðdáendur.

  564. Kíkti á chelsea.is til að taka púlsinn á þeim, btw ca. 25 comment í þræði um hvort Fernando Torres komi til þeirra. Síðasta kommentið var frá púllara sem vildi selja sérpöntuðu bílnúmeraplötuna sína. Þið megið giska einu sinni hvað stóð á henni… ;o)

  565. Vá alvarleikinn í þessu máli er svakalegur ég á 6 ára gamlan son sem að er að gráta sig í svefn núna út af þessu áli, hann er með herbergið sitt fullt af plaggötum af Torres-á búninga með nafninu hans og er svakalega sorgmæddur.
    Hann er alveg miður sín yfir þessu máli

  566. Jæja, þá er þetta nokkurn veginn komið. Nú er bara að bíða spenntur eftir miðvikudeginum.

  567. 27 innlegg eru á chelsea spjallinu að torres sé að koma til þeirra, hvað eru mörg comment hér um torres undanfarna daga? Segir það ekki allt um muninn á þessum liðum, stuðningsmennirnir. Have fun Torres.

  568. Forráðamenn liverpool eru farnir til Blackpool að ganga frá kaupunum á C. Adam.

  569. 761 hugsaðu um hvernig skóladrengjum í Newcastle borg líður þegar uppalinn gæji eins og Andy fer frá NUFC, eða hvernig mér og jafnöldrum mínum, fellow NUFC aðdáendum leið þegar Utd keyptu Andy Cole frá okkur! 😀 Svona er lífið…

  570. Ég var að enda við að leggja inn pöntun á Suraez treyju, sem ég fæ á morgun ef stærðin er til. Vildi bara hjálpa til við að borga fyrir A. Carroll.

  571. Mikið afskaplega er ég sorgmæddur yfir því að Chelsea og Liverpool séu búin að komast að samkomulagi með kaupverðið á Torres. Innst inni vildi ég ekki trúa því að hann ætlaði að yfirgefa okkar ástkæra klúbb. Upp að vissu marki skil ég hans sjónarmið. Hann vill eiga möguleika á titlum og hann vill spila í Meistaradeildinni en þessi tímasetning hans og framkoma við klúbbinn er eitthvað sem er ólíðandi. Uppbyggingin á LFC er hafin og góðir hlutir hafa verið að gerast. Við erum í 7 sæti og ekki nema 9 stig í hið eftirsótta 4 sæti og við eigum eftir að spila við Chelsea og Tottenham. Finnst þessi ákvörðun hans ofar mínum skilningi en hvað veit ég…..

    Kannski var hann orðinn þreyttur á brostnum loforðum og rugli í kringum klúbbinn okkar á síðustu misserum. Þá vil ég ítreka að uppbyggingin er hafin og með öllu óskiljanlegt að hann vilji fara í klúbb þar sem meðalaldurinn er frekar hár og margir leikmenn komnir eða verða komnir á tíma.

    Ég mun samt sakna þess að hafa Torres í okkar liði. Þegar á hólminn er komið þá er hann samt alltaf einn af bestu sóknarmönnum heimsins í dag og verður erfitt að sjá hann í treyju Chelsea.

    Af hverju gat hann ekki drullast úr landi………

  572. Blackpool deny Charlie Adam to move to Liverpool. Player said to be extremely angry.

  573. skysports_bryan: Transfer latest – Karl Oyston tells us Charlie Adam’s staying at Blackpool. Adam’s just left Bloomfield Road after club talks.

  574. Við finnum það á þessum lokadegi að Liverpool er að haga sér eins stórlið. Ég er pottþéttur á að liðið verður í toppbaráttunni fljótlega, með þessa eigendur og King Kenny sem stjóra 🙂 LFC IS BACK!

  575. Charlie adams fer víst ekki til Liverpool í janúar samkvæmt skysports. Var að koma af fundi með Ian Holloway og Chief Executive hjá Blackpool ásamt umboðsmanni sínum sem stóð yfir í 30 mín og býst ég ekki við að það klárist á 1 og hálfum tíma að kaupa Charlie því miður..

  576. Adam og eigandi Blackpool að rífast, svo hátt að fréttamaður heyrði öskrin. Þeir vilja ekki lofa honum að fara

  577. Ef að Charlie Adam er brjálaður og Blacpool er að neita honum um sölu þá er komið upp mikið vandamál hjá þeim hugsa ég ! Ég ætla ekki að gefast upp á honum fyrr en klukkan er orðin 23:00

  578. Djöfull vona ég að John Terry og Frank Lampart eigi eftir að taka frú-Torres í 3 some (og hann mun fara grenja þegar hann fattar það)

    ATH er ekki að tala um Frú Fernando Torres heldur konuna hanns 😉

  579. Ef C.Adam kemur ekki, erum við þá ekki að koma sirka á sléttur út úr þessum glugga.

    Torres + Babel = Suarez + Carroll

  580. BREAKING NEWS: Torres fails medical. Doctors couldn’t find a heart or soul….

  581. Ég var mest spenntur fyrir að sjá C. Adam hjá LFC. Hefði hugsanlega getað orðið sá dreifari sem okkur hefur vantað! Spurning hvort Meireles verði ekki dreifarinn okkar og sýni okkur að hann sé í raun arftaki Alonso. Vill svo að KD fari að stilla honum upp á miðri miðjunni og skella Gerrard í holuna í stað þess að hafa hann á miðjunni!

    Suarez er reyndar hrikalega spennandi, varðandi Carrol held ég að hann sé soldið háður Nolan, búinn að búa með manninum og þeir hafa náð fáranlega vel saman inn á vellinum, virðast alltaf vita hvað hinn aðilinn er að hugsa. Vona að Carrol nái sömu tengingu við Gerrard, Meireles og Suarez…… og ef allt gengur upp þá kemst Cole aftur í sitt gamla form og við erum komnir með fáranlega sóknarsinnað lið!

    Á móti Stoke og hinum 11 manna vörnunum í deildinni held ég að við munum þurfa á Carrol að halda í háloftunum inni í teignum, en það sem við þurfum þá eru virkilega góðar sendingar á manninn…. þar var ég að treysta á Adams! Ég vona að Suarez, Meireles, Gerrard og Cole geti komið með sendingarnar sem Carrol þarf á móti þessum liðum. Svo getur náttúrulega vel verið að Aurelio sé gæjinn sem kemur með sendingarnar í föstuleikatriðunum sem Carrol þarf að fá!

    Bíð spenntur eftir að klukkan verði 11!

  582. og

    MassMarioni

    Sticking point in the Torres deal over whether he’s allowed to play against Liverpool at the weekend…Kenny’s insisting he must.. #lfc #c

  583. comon að óska konunni hans Torres að vera tekin af Terry er frekar smekklaust og alger barnaskapur.

  584. Siggi S ertu ekki að ruglast á Nolan og Barton? Veit að Nolan og Carroll hafa búið saman og eru bestu vinir en það er hins vegar Barton sem er að mata Carroll algjörlega og búinn að leggja upp meiri hlutann af mörkunum sem Carroll hefur skorað í vetur

  585. smekklaust? Er það ekki meira smekklaust og barnaskapur að fara frá Liverpool til Chelsea? verði honum að góðu 😉

  586. er það ekki þannig að ef að liðin hafa náð samkomulagi og lítið eftir af glugganum þá er hægt að fá undanþágu i einhverja klukkutíma til að ganga frá samkomulagi við leikmanninn sjálfan.

  587. Þetta er besta komment dagsins. Það ætti eiginlega bara að loka Twitter núna…

    Congratulations to Konchesky whose joined a club that’s won European Cups. Unlike Torres, who hasn’t.” – Hilarious!!

  588. Þið hér sem eruð að setja inn einhver quote af netinu… vísið í heimildir… annað er óþolandi!

  589. Bara óþarfi að blanda saklausri móður inní þetta þó kallinn hennar hagi sér svona

  590. RT @bensmith_Times: Sad to say Charlie Adam’s move to #lfc is 100% off, as already reported.

  591. veit einnhver um stöðuna á meiðslonum hjá carroll og hvenar hann er leikfær ?

  592. Ennþá twitter blaður um Young. Það væru afskaplega flott kaup. En líklega meiri óskhyggja en nokkuð annað.

  593. BB 791. Skoðaðu mörk NUFC á þessari leiktíð, það er linkur hér að ofan, nenni ekki að renna yfir öll commentin til að finna þau :-). Þar fannst mér eins og þeir væru alltaf með á hreinu hvar hinn aðilinn var á vellinum. Sést best í að minnsta kosti tveim eða þrem sköllum sem Carrol setur beint í lappirnar á Nolan úr mjög erfiðri stöðu og Nolan setur hann. Þeir áttu reyndar mun fleiri mörk saman en þetta eru bestu dæmin í mínum huga.

  594. Hvort lokar leikmannaskiptaglugginn klukkan 23:00 eða á miðnætti á okkar tíma?

  595. fyrst Adam er off, verður þá ekki reynt eitthvað óvænt last-minute-buy ?

  596. Damien Comolli has finally been spotted. He’s at Anfield in one of the offices and is playing Football Manager.

  597. thisisanfield: Rumour: LFC have put a £16m bid in for an unnamed Premier League winger. (We hope this is true and the player is Young).

  598. Okey sorrý ef brandarinn með “frú Torres” fór í menn 🙂

    Ég á klárlega eftir að sakna Torres, enda mikill markamaður fyrir okkur, flottur leikmaður og VAR góður karakter. Ætla samt ekki að óska honum alls góðs því það væri auðvitað algjör vitleysa!

    Áfram Liverpool!

  599. eigum við allir liverpool aðdáendurnir að plana hitting, kveikja bál og henda torres treyjunum í bálið eða?

  600. TonyBarretTimes: Looks like that’s it for LFC. Suarez & Carroll in. Torres out. Adam and Young no go. Absolutely mad day. Thank God it’s over.

  601. TonyBarretTimes Tony Barrett
    Looks like that’s it for LFC. Suarez & Carroll in. Torres out. Adam and Young no go. Absolutely mad day. Thank God it’s over.

  602. Er allt bara búið? Ekkert að gerast á Twitter og allt voða rólegt hérna allt í einu…

  603. Er einhver með upplýsingar um meiðslin hjá Andy Caroll. Er t.d. einhver séns að sjá þessa nýju framlínu á móti Chelski?
    Í sambandi við kaup – er þetta ekki búið. Þurfa leikmenn ekki alltaf að fara í læknisskoðun áður en skrifað er undir og ef ekkert er nákvæmlega í gangi núna er þá ekki allt of seint að bjóða í einhvern klst áður en glugginn lokar?

    Kop.is – Til hamingju með að slá öll met á þessari frábæru heimasíðu.
    Allir Liverpool aðdáendur – Til hamingju hversu flottir aðdáendur þið eruð 😉 Þvílikar umræður og áhugi.

  604. TonyBarretTimes
    Looks like that’s it for LFC. Suarez & Carroll in. Torres out. Adam and Young no go. Absolutely mad day. Thank God it’s over.

    Klukkari eftir og Liverpool virðast vera hættir.

  605. @805 held að það komi ekkert annað til greina en Andy Suarez á hundinn

  606. Við komum út á sléttu ef þetta endar svona.

    Torres – £50m
    Babel – £7m
    = £57m

    Suarez – £22m
    Carroll – £35m
    = £57m

    Koma svo einn leikmann í viðbót a.m.k (kannski græðgi)

  607. 54 min í lokun… hef samt ekki séð staðfest að torres eða carroll séu búinir að skitpa formlega þá að samningar og verð sé komið á hreint..

  608. Hvað vilja menn meira, við erum búnir að kaupa markahæsta leikmann evrópu í fyrra, luiz og svo er andy carrol að koma sem er heitasti enski leikmaðurinn í dag.
    Og torres að fara, hvað viljið þið meira?

  609. Liverpool væntanlega búnir að skila þessu inn til FA og FIFA og eru hættir.

    Commoli fór af Melwood fyrir 25 mínútum.

  610. Jæja þetta virðist vera komið. Liverpool kaupir Luis Suarez, Andy Carroll og Conor Thomas. Út fara Ryan Babel og Fernando Torres. Enginn Charlie Adam kemur því miður að virðist og er það viss vonbrigði !

    En að öðru leiti allt saman gott mál ! FSG sýnir fram á afskaplega góðan metnað og ætla sér klárlega stóra hluti með Liverpool FC ! Ég er stoltur af þessum eigendum og er montin að ég hef staðið við hliðina á John Henry þegar hann labbaði inn á Anfield fyrir rúmum hálfum mánuði síðan !

    Takk fyrir mig YNWA !

  611. Þetta er komið. Erum ekki að fara versla neinn á 50 minutum fyrst C. Adam dæmið er off.

  612. fyrir þá sem vilja skipta um nafn á hundinum/kettinum eða hverju sen er hvernig hljómar Surrez

    • Commoli fór af Melwood fyrir 25 mínútum.

    Skv. twitter sást hann á Anfield að spila Football Manager 🙂

    …tippa á að hann sé að lana í save-i með Roman

  613. verður gaman að sjá töluna á aðdáendum Torres á facebook eftir söluna til Chelsea

    ok núna eru sirka 5,2 milljónir og í næstu viku verða örugglega 133 aðdáendur

    en Torres valdi þetta…..

  614. ef fer sem horfir þá hafa eigendurnir nánast ekkert lagt inn af pening.. eiddum innkomunni af Torres og Babel !! ég verð að viðurkenna að ég bjóst við einhverri styrkingu á liðinu … Þetta leit vel út þegar við vorum að kaupa Suarez í stað Babels en skiptin á Torres og Carroll voru langt í frá að vera jöfn og þar kom inn aftur peningurinn sem var varið í Suarez!!

    svo það er hægt að segja að þessu var vel bjargað miða við aðstæður en þar við situr.. Ekkert auka.

  615. Voðalega er orðið rólegt hérna, er ég sá eini sem er að bíða eftir óvæntu last minute transfer?

  616. Þegar menn eru að commenta hér að henda Torres treyjuni á bálið þá meiga þeir ekki gleyma einu að merkið framan á treyjuni hefur meira gildi heldur en nafnið á bakhliðini, að eigin stuðningsmenn kveikji í liverpool treyju er ekkert annað en hálfvitaskapur…

  617. OK, fúlt að missa Torres…..

    en…

    …mikið rosalega er gaman að sjá gredduna og stemninguna í kringum Liverpool á nýjan leik.

    Hver þarf Torres þegar hann á Dalglish???

  618. Snöggir að bregðast við kanarnir en geta nú ekki sagt að þeir séu að brenna veskið sitt þar sem þeir koma út í jafnt eða jafnvel plús….

    verð eiginlega að segja að ég bjóst við meiru..

  619. Heilir..
    Hvenær verður carroll fit ?
    Hann er ennþá meiddur ekki satt ?

  620. herra 835. situr ekkert eftir. Suarez er klárlega betri leikmaður en Babel og í ár hefur carrol verið betri en Torres en það besta er að eigendurnir eru að standa við sín orð eins og þeir sögðu þegar réttu mennirnir væru falir þá myndi ekki standa á peningum. þeir gátu lítið gert með torres hann var búinn að ákveða þetta klárlega fyrir löngu enda sást það á spilamennsku hans í allan vetur.

  621. Þeir eru ekki lengi að þessu þarna úti:

    His armband said he was a Red, Torres, Torres

    But now he plays in Blue instead, Torres, Torres

    Just ask Wayne Bridge and you will see, that bad things happen at the bridge.

    Fernando Torres, Terry will shag your wife

  622. 36 mínútur til stefnu, talaði of fljótt áðan þegar ég hræddist það að Suarez var ekki búin að semja en eins og ég segi nú eru bara 36 mínútur þar til glugginn lokar og Fernando Torres er enn leikmaður Liverpool

  623. Mér finnst við standa betur eftir gluggann, þótt hann sé ekki lokaður enn. Tveir grjótharðir sóknarmenn í stað vængmanns sem var nánast ónothæfur og sóknarmanns með núll áhuga á verkefninu, reyndar sá besti ef hann vill það. En við komum út í plús að mínu mati

  624. Það er smá Football manager fnykur af Andy Carroll kaupunum, sick upphæð fyrir guttan, Man City borguðu 27 millur fyrir Edin Dzeko.

    En mér gæti ekki verið meira sama hvað Carroll kostar svo lengi sem hann myndar sjúklega deadly combo með Suarez og þeir skora 50+ mörk á tímabili, þá erum við í hrikalega góðum málum.

    Annars er ég gríðarlega ánægður með að Kanarnir séu að rífa upp $, merki um mettnað og áhuga.

  625. ?????????????????????????
    því að kveikji í liverpool treyju merta Torres hann er farin hann þjónaði LFC
    þessi treja hefur sögulegt gildi

  626. His armband said he was a red, Torres Torres,
    but Roman came and turned his head, Torres Torres,
    went to the club that gives out flags,
    and where the captain shags the slags,
    Fernando Torres,
    keep an eye on ya bird

  627. Vá hvað það fór framhjá mér að Ayala fer ekki til Derby eftir allt saman.

    Og Eiður farinn til Fulham út tímabilið.

  628. Newcastle have bid to get Charles N’Zogbia back! ég væri alveg til í nzogbia sem vængmann…., á réttu verði…

    þó best væri að sjá staðfestingu á ashley young….

    jú auðvitað vonumst við eftir einhverju óvæntu til viðbótar…, helst vængmann, en sennilega verður ekki meira í boði……

  629. Búið að semja nýtt lag um Torres…

    His armband said he was a Red, Torres, Torres
    But now he plays in Blue instead, Torres, Torres
    Just ask Wayne Bridge and you will see, that bad things happen at the bridge. Fernando Torres, Terry will shag your wife

  630. Sumir að segja að kanarnir hafi ekki gert neitt með peninginn enda komið út jafnt. Hugsið ykkur hvað Hicks og Gillett hefðu gert. Nokkuð viss að þeir myndu ekki gera neitt.!

  631. Er að sjá myndir af Andy Carroll á sky og hann virðist vera ROSALega STÓR…

    Veit einhver hvað hann er hávaxinn í raun?

  632. Það bar víst á milli hjá Liverpool og Blackpool í kaupverði á Adamþ Hefði þurft að byrja fyrr að semja um þann leikmann ! Það er mér hulin ráðgáta afhverju það þarf allt að gerast á seinasta degi skiptagluggans. Getur einhver frætt mig um það afhverju svo er ????

  633. thisisanfield: Isn’t that just lovely, LFC have allowed reporters in to Melwood and even supplied food. Back to the Liverpool Way. Classy.

    Þarf að segja meira?

  634. NUFC að gefa eftir djásnið sitt? Mike Ashley er peningasjúkt svín en Andy Carroll lagði á endanum inn transfer request svo þessi ummæli í op dæma sig sjálft.

    Fyrir stuðningsmenn Newcastle er þetta svipað og Torres að fara fyrir ykkar, nema þið fáið engan leikmann í staðinn og þessar 35 millur sem þið borguðuð? Kannski 10 millur af þeim fara í leikmannakaup, restin í vasann á svíninu, þeas. ef við föllum ekki, en við erum jú tveimur stigum á eftir ykkur og með leik til góða, samt er fallbaráttan hjá okkur (og ykkur) möguleiki.

    Til hamingju með nýju kana-arabana (sem spreða eins og olíufurstar) og sömuleiðis til hamingju með nýju innkaupastefnuna, að kaupa árangurinn eftir rúmlega tveggja áratuga þurrk hjá ykkur er jú eina vitið enda þolinmæðin á þrotum augljóslega, YNWA …. nema Hodgson, og Torres, og Gerrard í þann sólarhring er hann lagði inn transfer request var það ekki?

  635. Bara af því að einhver var áðan að hafa áhyggjur af feita íslendingnum þá er hann farinn til Fullham á láni út tímabilið

  636. Já, hefði viljað fá Adam líka, en maður hlýtur að vera ánægður að vera kominn með 2 hungraða sóknarmenn og það þrátt fyrir svona tölur er það bara á sléttu.
    Það myndi ég segja að boði gott fyrir sumarið hvað menn voru að sækja fast að koma mönnum inn!

    Held við getum fullyrt að FSG mean bissniss!

  637. Striker speeds into Chelsea

    Fernando Torres has just arrived at Stamford Bridge.

    The soon-to-be ex-Liverpool striker was sped into the club in a white people carrier. Five minutes earlier, Chelsea chairman Bruce Buck arrived and the paperwork is just about to be finalised.

    The club will be hoping to go live on their own TV channel to show Torres signing on the dotting line.

    Torres will break the British record of £52m.

  638. Haukur Logi

    Það er búið að vera að reyna að kaupa hann í nokkurn tíma. Blackpool hafa bara ekki viljað selja hann og það er ekkert hægt að gera í því.

    Þeir vildu ekki einu sinni svara símtölum frá Liverpool í dag.

    Pabbi Adam gagnrýndi Blackpool um daginn fyrir að leyfa Adam ekki að fara því hann vildi koma til Liverpool.

    Byrjuðu ekkert í dag að reyna að kaupa hann

  639. Ef að eigendurnir hefðu ætlað að sýna okkur að þeir væru tilbúnir í slaginn við þessa stóru hefðu þeir rifið upp veskið strax í byrjun jan. Ekkert mál að kaupa mann á 35 mill punda þegar þú ert nýbúinn að selja annan á 50 millur. Værum örugglega með þokkalega sáttann Torres ef eigendurnir hefðu verslað 2-3 menn á tveimur fyrstu vikunum í jan.

  640. NUFC @859. Hvað áttu við með að nýju eigendurnir hafi spreðað eins og olíufurstar? Seldu Torres og Babel og keyptu Suarez og Carroll og komu út á sléttu!

  641. Við gerðum engin stór umframkaup. Afhverju var ekki hægt að klára kaupin á Adam?

  642. NUFC

    Svakalegir olíufurstar.

    Seldu Torres og Babel fyrir 56 milljón pund.
    Keyptu Carroll og Suarez fyrir 58 milljónir.

    Alveg 3 milljónir punda í eyðslu og alveg heilir tveir leikmenn.

  643. Já 38-40 milljónir punda fyrir meiddan 21 árs striker með 17 PL leiki á bakinu.

    Ef það er ekki áhættusöm eyðsla að hætti City kuntnanna þá veit ég ekki hvað eyðsla er.

  644. Já 38-40 milljónir punda fyrir meiddan 21 árs striker með 17 PL leiki á bakinu.

    Ef það er ekki áhættusöm eyðsla að hætti City kuntnanna þá veit ég ekki hvað eyðsla er. Þið voruð rændir og ég vona að hann floppi grimmt.

  645. nufc númer 859 segir: “Til hamingju með nýju kana-arabana (sem spreða eins og olíufurstar)”. Það er kannski rétt að benda honum á að við erum ekki búnir að eyða neinu í þessum glugga. Við seldum fyrir einhverjar 57 milljónir og keyptum fyrir einhverjar 57 milljónir.

  646. Takk Haukur.

    Er ég einn um að lenda í því hér að þegar ég skrifa hér þá líðuar ca mínúta áður en textinn byrtist í glugganum????

  647. Hef hvergi séð staðfest að Torres sé farinn til CFC þannig að ég held í vonina um að hann spili í rauðu um helgina;)

  648. hvaða kjaftæði er þetta eru það bara skitnar 4 mills sem komu í veg fyrir að adam yrði keyptur splæstum 35 í carrol en tímum ekki 14 í Adam.

  649. Verður Carroll ekki leikmaður LFC ef hann nær ekki að klára pappírsvinnuna og það dót fyrir 11?

  650. NUFC: Ef við vorum rændir, hvernig vorum við þá að kaupa árangur? Rugla tárin rökhugsunina?

  651. Ronaldo – £80m
    Kaka – £56m
    Torres – £50m
    Zidane – £45m
    Andy Carroll – £38m
    Figo – £37m
    Crespo – £35.5m

    Til hamingju. Svo ef hann vill fara einn daginn því sjálfsblekkingar ykkur um enska titla rætist ekki eins og áður, þá brenniði bara treyjuna hans, eða var það ekki Youll never walk alone… nema með R. Keane, og Hodgson.. og Torres.

    Til hamingju.

  652. Líst vel á þetta ef þessir hlutir ganga eftir. Tel að liði verði mun öflugra eftir þennan glugga en fyrir. Carroll er einn mest spennandi framherji sem hefur komið fram í enska boltanum í háa herrans tíð. Fyrir mitt leyti er ég spenntari fyrir honum en Dzeko (eða hvað hann nú heitir) í City. Þá mun Suarez koma með langþráða takta á Anfield og koma með mikinn hraða inn í liðið ásamt því að geta tekið menn á. Sé fram á að þeir verði flott framherjapar til margra ára. Nú er bara að sjá hvort þetta klárist ekki allt á næstu mínútum.

  653. Verða menn að vera búnir að semja um kaup og kjör klukkan 23 ? Og gefa út tilkynningu? Annars er bara allt off eða?

  654. 877 nei en hann er víst kominn á Stanford að semja um kjör. Kemur í ljós hvað gerist

  655. Drengir

    Þetta snerist ekki um að Liverpool tímdi ekki að borga fyrir Adam.

    BLACKPOOL VILDI EKKI SELJA HANN. PUNKTUR

    TonyBarretTimes: Blackpool just made it clear to Adam that he couldn’t leave. He’s gutted.

  656. Mikið vona ég að NUFC falli. Liðið um deild, og plebbinn sem er að kommenta hér, á samræmdu prófunum.

  657. Sárt að það munaði svona litlu með Young (einhver sagði 3 milljónir punda á milli AV og LFC) og Adam. Það vantar eiginlega kantmenn til að Carroll nýtist sem best, enda frábær skallamaður.

  658. En og aftur sannast það stuðningsmenn united eru fyrir neðan meðalgreind 35 mills sauðurinn þinn þú ert kannski lesblindur líka

  659. thisisanfield: Andy Carroll deal has been completed. 5 and half year deal, same as Suarez. Future is bright.

  660. Ég er sjálfur skeptískur á þessi kaup á Carrol en vonast auðvitað til að hann muni standa sig. Þetta er mikill peningur en það hefði varla verið hægt annað en að styrkja sóknarlínuna eftir upphlaupið hjá Torres. Er svo einhver til í að hringja á vælubílinn fyrir NUFC?

  661. 2245: With the minutes ticking down, still we await official word on the three monster transfers of the day – Fernando Torres and David Luiz to Chelsea, and Andy Carroll to Liverpool. All reports suggest they all remain on track, but until the paperwork is filed to the Premier League, who knows I guess…?

    frome bbc sport.com

  662. thisisanfield: Andy Carroll deal has been completed. 5 and half year deal, same as Suarez. Future is bright.

    Number nine is in!

  663. 2245: With the minutes ticking down, still we await official word on the three monster transfers of the day – Fernando Torres and David Luiz to Chelsea, and Andy Carroll to Liverpool. All reports suggest they all remain on track, but until the paperwork is filed to the Premier League, who knows I guess…?

    bbc sport.com

  664. ein pæling: ef það verðu ekki komin staðfesting að Torres fari til London fyrir 11 getur það þá samt ekki enn gerst? eða hvað? getur endanlegt svar ekki alveg eins komið í fyrramálið fyrst að liðin eru búin að ná saman um kaupverð.

  665. 859: Ég held alla vega ekki með LFC og brenni treyjur leikmanna, sem hafa þjónað án uppskeru og skorað meira en eitt mark í öðrum hvorum leik, ólíkt bræðrum þínum.

  666. 886: Ég held alla vega ekki með LFC og brenni treyjur leikmanna, sem hafa þjónað án uppskeru og skorað meira en eitt mark í öðrum hvorum leik, ólíkt bræðrum þínum.

  667. hvaðan kemur þetta þá.
    Það verður líklega ekkert af því að Charlie Adam, fyrirliði Blackpool, fari til Liverpool eins og stefndi í fyrr í kvöld. Blackpool hafnaði tveimur tilboðum Liverpool í Adam og hann verður áfram á Bloomfield Road.

    Liverpool bauð bæði 8 milljónir punda og 10 milljónir punda í Adam í kvöld samvæmt heimildum Guardian en var ekki tilbúið að borga þær 14 milljónir punda sem nýliðarnir vilja fá fyrir fyrirliðann sinn.

  668. thisisanfield: From a Newcastle fanzine:

    Andy Carroll contacted ToonTalk editor Steve Wraith today via text to say, “I’m gutted to be leaving my home town club, i was told to go. I didn’t want to leave that’s why I signed a 5 year deal. I was pushed out of the door.”

  669. Jæja, Carroll búinn að skrifa undir 5 1/2 árs samning. Sjöundi dýrasti leikmaður í sögu fótboltans! Og… fær treyju númer 9. Magnað.

  670. Torres ekki enn búinn að skrifa undir ! skv. SkyNews. Konan heldur að ég sé ruglaður ….
    Carrol og Suarez komnir og klárir skv. SkyNews.
    Stefnir í sterka framlínu og þvílíkt plott er Torres segir svo …. nei?!

  671. Get ekki sagt að mér líði eitthvað vel eftir daginn. Risakaup búin að eiga sér stað, eyddum samt engu, misstum einn besta senter í heimi frá okkur, fáum stórt spurningamerki frá Hollandi og keyptum þekktan vandræðagemsa sem er búinn að skora 15 mörk í úrvalsdeildinni á 15 milljónum punda of mikið.

  672. Phil McNulty
    And Stephen Warnock may yet get his move back to Liverpool from Aston Villa after all on loan. #fb

  673. Hef varla séð kátari ungan mann í Liverpool peysu en okkar nýja no9. Frábært þessi á eftir að gleðja okkur.

  674. thisisanfield: Andy Carroll has been confirmed as Liverpool’s new number nine.

    Fernando Torres has completed his move to Chelsea.

  675. Ætla Spurs að stela Adam fyrir fram nefið á okkur á síðustu metrunum eins og í síðasta glugga þegar þeir fengu Van Der Vart nánast gefins.

  676. Þetta er alveg fyndið, þessir NUFC menn verða grenjandi hérna framá vor 🙂 Ekki myndi ég fara á chelsea siður…..geta ekki keypt neinn í staðinn æ,æ,æ og BTW 59-57 eru 2 milljonir í plús 😉 YNWA

  677. ADam fer ekki frá Blackpool.

    Blackpool vildu ekki selja hann og stóðu við það.

  678. Frá BBC:

    2255: And with reports flying around that the Fernando Torres and Andy Carroll deals have been completed – I’ll bring you the official word when I get it, of course – here is why you should stick with me for the foreseeable future… anyone remember the bonkers days of 1 September 2008? We waited until long into the hours (and after the deadline passed) before finding out Robinho (£32.5m), Berbatov (£30.75m) and, erm, Xisco (undisclosed) signed on a day that also saw Fellaini (£15m), Pavlyuchenko (£14m) and Corluka (£8.5m) moving. Exactly. There’s still time for all manner of nonsense people!

  679. Frá BBC (réttur linkur):

    2255: And with reports flying around that the Fernando Torres and Andy Carroll deals have been completed – I’ll bring you the official word when I get it, of course – here is why you should stick with me for the foreseeable future… anyone remember the bonkers days of 1 September 2008? We waited until long into the hours (and after the deadline passed) before finding out Robinho (£32.5m), Berbatov (£30.75m) and, erm, Xisco (undisclosed) signed on a day that also saw Fellaini (£15m), Pavlyuchenko (£14m) and Corluka (£8.5m) moving. Exactly. There’s still time for all manner of nonsense people!

  680. Er ég að skilja þetta rétt … það er NUFC maður hérna inni að drulla yfir okkur fyrir að spreða peningum a-la-city og Chel$ki þegar við komum út á núlli í leikmannaglugganum eftir fimm glugga í röð þar sem við komum út í plús ?

    Trúðu mér, Liverpool menn þekkja það hvernig það er að missa sinn besta/uppáhaldsmann. En þessi komment hjá þér meika nákvæmlega ekkert sens, klárlega ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni eins og bent var á hér að ofan.

    Vertu úti

  681. Svona svona leyfum honum að vera með. Hann var sá eini sem var skráður á spjall svæðið hja scum united. ekki skrítið þó hann hafi orðið einmanna.

  682. úff Sky segir núna að Spurs fái ekki Adam boðið hafi komið of seint, hélt í nokkur andartök þeir hefðu stolið honum

  683. Þetta er búinn að vera alveg frábær dagur ! Bjóst samt við að við fengjum miðjumann/kantmann en ég er samt mjög sáttur. Hver hefði trúað því í byrjun janúar með Hodgson yfir liðinu að við myndum eyða næstum 60 milljón pundum í leikmannaglugganum ?? Og kaupa TVO framherja ! Sjit hvað restin af þessu tímabili verður spennandi ! Two legends in the making á Anfield !

    YNWA

  684. Stærsti janúarglugginn hingað til. Leikmenn keyptir af úrvalsdeildarliðum fyrir 214 milljónir. Fyrir ári síðan voru þetta 29 milljónir.

  685. Einn góður til að klára daginn……

    Congratulations to Konchesky whose joined a club that’s won European Cups. Unlike Torres, who hasn’t.

  686. Ég er mjög vonsvikin yfir því að Charlie Adam… sem ég vor búinn að plana að smella á eitt stykki treyju sé ekki að koma 🙁

    Kannski viljum við hann ennþá í sumar, en gætum lent í kapphlaupi við ManU ef þeir ætla að finna sér verðugan arftaka Scholes :/

  687. mér finnst ristjórn kop ættu henda comment sem passa fjallar ekki um málefni pistilsins t.d að blanda konu Torres við og svo ég skil þá stuðingsmenn sem hugsa sér að brenna Liverpool treyjur þótt nafnið Torres standa því hvernig geta þeir hugsa að sjá Liverpool merkið brennt og þessa merkilega treyju ef þeir sem vilja losna við treyjunar farið með t.d. rauða krossinn þarsem minnst kosti geta fólk sem hafa áhuga á Liverpool eða Torres geti fengið það en fara brenna hana er bara rugl og óvirðingu á Klúbbinn.
    fara til þessa síðu.
    http://www.football4africa.org

  688. breytti nafninu mínu úr Fernando Torres9 í Andy Carroll9 bara láta vita 😀

  689. Mikið er ég feginn að þessi gluggi sé loksins lokaður, ákveðið spennufall núna

  690. samála 931… búinn að slokkva á http://www.skysports.com/radio eftir 8 tíma hlust…. nú er það bara undirbúa sig fyrir stók og halda áfram…

    ps. hvað verður í verðlaun fyrir að komenta nr 1000? takk fyrir kommentin…… og góða nótt.

    YNWA

  691. Torres prumpaðu í píkuna á þér!

    Velkomir #7 og #9

    Liverpool til i die

  692. Ég er orðinn ansi þreyttur í F5 puttanum mínum eftir þetta laaanga kvöld! Góða nótt og vonandi sjáumst við ALLIR í Jóa útherja á morgun(útborgað) að versla okkur 1 stykki(já eða 2stk) Liverpool FC treyjur með Suarez #7 eða Carroll #9

    Góða nótt félagar!

  693. Enn of aftur koma Tottenham bakdyrameginn á síðustu stundu. Gerðu nákvæmlega það sama með Van der Vaart og það var lengi óljóst hvort að skiptin hefðu sloppið í gegn. Trúi ekki að þeir nái að leika sama leik með Adam.

  694. Best væri ef enginn myndi bjóða hærra en 5-6 milljónir í Adam í sumar. Holloway getur þá nagað sig í endaþarminn…

    Annars setti ég þetta aðallega inn til að leggja mitt á vogarskálarnar fyrir 1000 komment…

  695. passaðu þig að grenja ekki yfir lyklaborðið “NUFC”, það gæti orðið dýrt, hvernig geturu kallað kanana okkar olíufursta ala-city? skoðaðu bara hversu miklum peningum liverpool tapaði/græddi í þessum glugga! það þarf ekki að nota nema part af toppstykkinu til að sjá að þetta er ekki sambærilegt, ef hausinn er að klikka, þá er ég viss um að það sé fínasta reiknivél í tölvunni þinni… ég hef ekki séð mikið af Carroll, það sem ég hef séð hinsvegar hef ég verið hrifinn af. Þetta verð er einfaldlega svona hátt út af einmitt liðum eins og city og chelsea, og þegar lið eins og liverpool með sínar 50 kúlur frá chelsea kemur bankandi á síðasta degi gluggans, þá þarftu að borga það verð sem félagið vill, eða salta það að versla sóknarmann… metnaðurinn er greinilega til staðar hjá “kana-aröbunum” eða hvað sem þú kallaðir þá!

  696. to 935 það voru sennilega gallharðir stuðningsmenn sem brenndu treyju nr 9 fyrir utan melwood en ég er sammála þér að Liverpool treyju á ekki að brenna Torres treyjan mín verður bara notuð í hesthúsið undir svartri lopapeysu og skítalykt

  697. HAHAHAHAHAHA ég datt inn á ChelseaTV og þar voru menn að hringja inn ! Einn sem að hafði gáfur á við heybagga sagði að Liverpool væri orðin feederclub fyrir Chelsea og að Andy Carroll myndi verða staðgengill Drogba ! Ég dóóóó úr hlátri ! Þvílíkur lúði !

  698. BREAKING NEWS: Torres fails medical. Doctors couldn’t find a heart or soul….

  699. Er ekki hægt að sjá einhvers staðar myndir af því þegar Carroll mætti á Melwood og líka þegar Torres mætti á brúnna?

  700. jeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeee Hrákudallurinn er farin til Hagisland hehe

  701. torres í viðtali á chelsea tv og getur ekki lýst ánægju sinni með að vera komin til þeirra!
    ég ældi!
    staðfest á öllum miðlum hann er farinn!

  702. AF Gluggavakt Soccernet.com:

    11:16
    Chris Murphy: Hang on Arsenal fans, some transfer news involving you has just broken….
    11:16
    [Comment From Seb ]
    Don’t be cruel…
    11:16
    Chris Murphy: DONE DEAL: Young Arsenal forward Nacer Barazite has joined Austria Vienna on a permanent deal.

    Hahahahaha!

  703. vertu blessaður torres…..þetta var gott á meðan á því stóð………vonandi sakna ég þín ekki neitt

  704. Ég er ekki hryfin af þessum treyju brunum sem hafa verið að fara framm en ég ætla að legja það framm við stjórnendur þessarar síðu að Torres nafnið verðið mikað í letrinu niður í það sama og hjá skums .. hann á það svo sannarlega skylið eftir laungutaungina sem hann gaf okkur þessa helgi.. og hér með líkur öllum skrifum mínum um júdas.

  705. Þetta tímabil er hvort eð er ónýtt. Engin ástæða að fara að kaupa fleiri leikmenn á uppsprengdu verði. Leiðinlegt að sjá ekki Adam koma í lok gluggans það hefði verið ágætis viðbót við leikmannahópinn.

  706. Þvílíkt og annað eins!! ..Nú er það bara að ná sér niður eftir þennan klikkaða janúarglugga..

    Bless torres, synd hvað þú ákvaðst að gera þetta á leiðinlegann hátt. En takk fyrir góða tíma og vonandi gengur þér illa hjá chel$ki 🙂

    En Velkomnir Luis Suarez! Og Andy Carroll! Vonandi að þið brillerið báðir tveir í þessari fallegu Liverpool treyju!

    YNWA!

  707. Torres: “It’s every footballers dream to play for a big club and I can finally do that now. I am so so happy and so proud to be here”

  708. Vonandi að þetta tagl eigi eftir að færa okkur meiri gleði en það síðasta.

  709. Meiru aumingjarnir þessi Chelsea menn, nenna ekki einu sinni að vinna. Ekkert á síðunni þeirra um að Torres hafi komið, fyrsta frétt að Sturridge hafi farið í lán til Bolton. Eitt er víst, Torres fær aldrei aftur jafn góða stuðningsmenn og hann fékk hjá LFC.

    En vá hvað það verður undarlegt að horfa á leikinn á sunnudaginn, þetta verður svona eins og að fara í partý og sjá stelpuna sem þú er nýhætt með þér mæta með nýjan kærasta. Þú getur bara ekki annað en hatað bæði hana og kærastann.

  710. Vá þetta var ljóta hörmungin og ég yrði ekki hissa ef það kemur í ljós að hann var að lesa svörin af spjaldi.

  711. Horfði á þetta viðtal og kom mér á óvart hvað mér var skítsama…..farðu Torres, það verður gott að losna við fýluna í þér!

    Áhugaverður leikur á sunnudaginn 🙂

  712. His action proves he is now dead
    Torres Torres
    I’ll always walk alone it said
    Torres Torres
    We thought he was a real kopite
    But he’s proved he’s just a greedy shite
    Fernando Torres
    Chelsea’s dirty CUNT!

    😉

  713. Eftir að hafa horft á þetta viðtal við Torres þá ber ég meiri virðingu fyrir Diouf en Torres !

  714. Var að sjá viðtalið við Torres. Maðurinn er Satan. Verður fróðlegt að sjá hvernig leikurinn fer næsta sunnudag.

  715. Torres meiðist á æfingu á móti Terry.

    Hata þennann mann fyrir að DRULLA yfir Liverpool á CFCTV

  716. Eftir að hafa þurft að halda aftur af sér á æfingum í 3 og hálft ár fær Carra loksins að fara full force í Torres. Game on!

    Ógleðitilfinningin af því að sjá hann með chelski treyjuna alveg jafn mikil og ég bjóst við. Puta.

  717. Money talk´s and Torres Walks. Veit ekki afhverju en líður eins og ég hafi verið koma að konunni á fullu með einhverjum drulludela. Þetta er ekki normalt.

  718. Þakka Kop mönnum fyrir ansi góða uppfærslu í dag. Algjörlega til fyrirmyndar.

    Áhugavert væri að sjá tölur yfir heimsóknir og flettingar á síðunni í dag.

    Líst vel á AC og hef ákveðið að hafa trú á þessu. Þetta er maðurinn!
    Suarez engu síðri og núna er komið svolítið áhugavert teymi þarna framarlega á vellinum. Þeir óútreiknanlegir og nokkuð bilaðir. Líst vel á þetta.

    Áfram Liverpool

  719. Ætla ekki að pína sjálfan mig í að sjá eitthvað C-litað viðtal við Torres. Maðurinn er dulítill drullusokkur í mínum huga núna, en ég ætla að þakka honum fyrir minningarnar og mörkin – og óska honum ekki góðs gengis.

    Tek fagnandi á móti Suarez og Carroll því þeir eru orðnir Liverpool menn núna.

    Áfram Liverpool!

    Takk, ritstjórar og pennar kop.is fyrir flotta umfjöllun um síðustu daga.

  720. Ef hann hefur ekki selt sálu sína djöflinum þá veit ég ekki hvað. Hann er einungis að niðurlægjs sjálfan sig með að lítilsvirða klúbbinn sem hann var að spila fyrir ekki svo löngu síðan.

  721. Viðbjóður, vonandi upphaf titlaleysis , lélegs árangurs hjá Chelski. VOna innilega að Torres fái aldrei að vinna titilinn eftirsótta

  722. Það er bara að sýna Torres og þeim bláklæddu hvaða klúbbur er raunverulega stór!
    Rúlla yfir þá í næsta leik………..

  723. Chelsea voru að gera enn betur… voru að kaupa David Luiz á 21 milljðon punda.. maður fær ælugligju af þessum skitaklubbi…

  724. Góðann daginn…. mynd kominn af Andy Carroll með king Kenny og Andy er höfðinu hærri 🙂

  725. Þá er það ljóst að LFC skeit uppá bak sjöunda leikmannagluggann í röð !

    Það verða eflaust margir drengirnir (á öllu aldri) sem gráta sig í svefn í kvöld yfir brotthvarfi Torres og í stað þess að kenna honum um þá vil ég kenna LFC um þetta. Nýjir eigendur og hvað ? Það hefur akkúrat ekkert gerst, við erum að koma út á núlli eða jöfnu enn einn gluggann og liðið veikist í sífellu. Hvers konar meðalmennsku stefnir klúbburinn eiginlega í ?

    Nokkuð ljóst að það átti bara að eyða því sem kom í kassann.

    Djöfull er ég ólýsanlega svekktur – Og ég verð að segja að mér finnst LFC vera að gera lítið úr sér með því að samþykkja að selja mann sem á 2.5 ár eftir af samningi. Charlie Adam á 1.5 ár eftir hjá Blackpool og þeir sögðu bara nei.

    Það má vel vera að Andy Carroll geti fyllt eitthvað skarð Torres á fótboltavellinum. En verður hann einhverntíma Heimsmeistari eða Evrópumeistari elskaður og dáður af ungum knattspyrnudrengjum um víða veröld ? Nei aldrei.

  726. Fernando Torres er dauðari fyrir mér en Michael Mús Owen. Óska þér alls hins versta tíkin þín.

    Græt það ekki því Suarez og Carroll eiga eftir að mynda frábært sóknarsett. Hefði reyndar verið nauðsynlegt að fá kantmenn og Adam á miðjuna til að dreyfa spilinu. Bjartir tímar framundan hjá LFC.

  727. Að maðurinn hafi sagt að hann elski Liverpool og segi síðan að Liverpool sé EKKI stór klúbbur.

  728. eitt af þeim orðróm sem Sky sport voru tilkynna var að Tottenham bauð í C. Adam en það var hafnað líka

  729. Hvenær verður Andy Carroll búinn að ná sér af meiðslunum, nær hann chel$kí leiknum?

  730. Var ad horfa a vidtal hja sky vid torres, hann segist anaegdur med ad geta loksins spilad a top level og chelsea se tannig klubbur og hann se mjog anaegdur med ad loksins komast fra liverpool til chelsea. Hann heldur aldeilis afram ad syna liverpool og studningsmonnum tess virdingu. Djofulsins favitinn!

  731. Af hverju gat mannandskotinn hann torres ekki beðið fram á sumar með að fara frá
    Liverpool, maður er alveg gáttaður á þessu. Með því að fara núna missir hann virðingu allra stuðningsmann Liverpool það sama hefði ekki átt við hefði hann farið frá okkur í sumar.
    Þessi maður er dauður fyrir mér.
    Pappakassi sem á ekkert gott skilið og fer vonandi aftur til atletico madrid eftir nokku ár með skottið á milli lappana og engan titil.

    Hvað er svo málið með að eyða 35 mill í Carrol, maður sem er búin að eiga hálft gott tímabil, gæti orðið mesta flopp knattspyrnusögunar, 20 mill tops fyrir hann. Þvílíkt fucking rugl.

  732. Sáttur eftir daginn,hlakka til að sjá næstu leiki. Nú komast magasýrurnar vonandi í lag.

    Afsakið orðbragðið en Fokk off Torr-ASS Chelski cunt

  733. Úfff…. Ég er búinn að halda með Liverpool síðan 1984 og að sjá Fernando Torres( minn uppáhalds leikmann) í viðtalinu áðan og sjá hann tala við fólkið hjá Chelsea var eins og að vera stunginn með hníf í magann.. Þvílíkur leikmaður sem að við erum að missa og maður verður alltaf skíthræddur þegar að Liverpool mun mæta Chelsea með hann innanborðs. Ég held því miður að við séum að taka stórt skref niður á við í dag, þó svo að Carroll sé efnilegur þá kemst hann ekki með tærnar þar sem að Torres hefur hælana.. Torres hafði svo gríðarlegt aðdráttarafl fyrir Liverpool sem að enginn leikmaður færir þeim fyrir utan kannski Messi.

  734. Torres er einfaldlega sjálfselskur siðleysingi. Vonandi verður Carra leikfær á sunnudaginn og kennir honum smá lexíu varðandi virðingu og mannasiði.
    Loksins kominn í stóran klúbb segr hann! Hvílík móðgun við Liverpool og alla sem tengjast félaginu. Skammastu þín Torres.

  735. It’s half a girl,I’ts half a boy,
    Torres Torres
    It looks just like a transvestite,
    Torres Torres
    it wears a frock, It loves the co*k
    it sells it’s arse on Romans yacht’
    The tall blonde ass hole wont ever win any cups.

  736. Þessi gluggi sýnir stefnu NESV greinilega. Ungir menn inn, það er verið að byggja upp fyrir framtíðina. Torres var cashaður út sennilega eins dýrt og hægt var. Auðvitað hefði maður viljað að hann færi út fyrir England en fuck it, kannski hjálpar hann CFC að hyrða titilinn af United.

    Ég er mjög spenntur fyrir restinni af tímabilinu. Þakka Torres fyrir góðar stundir, en því miður vann hann aldrei titil hjá okkur og verður því ekki neitt legend hjá okkar klúbbi. Vonum að Suarez og Carroll verði það.

  737. Samkvæmt Physio room á Carroll að vera tilbúinn 5 feb eða á Laugardaginn, Þannig að jú hann ætti að ná leiknum.

  738. Ég get ekki séð margt jákvætt við þennan glugga. Missum ein besta sóknarmann í heimi þó að hann hafi ekki verið að sýna það fyrri hluta leiktíðarinnar. Og fáum í staðinn fyrir hann Andi Carrol sem er svolítið áhætta fyrir þetta verð allavega. Borgum u.þ.b. 20 milljónum punda of mikið fyrir hann en vonandi á hann eftir að brillera með Suares sem að hefur því miður gleymst svolítið í þessum glugga.

    Fáum semsagt tvo góða framherja en spurningamerki við Suares sem hefur staðið sig feykilega vel í Hollandi og með landsliðinu sínu en er alveg óskrifað blað í ensku deildinni.

    Þeir eru sem betur fer báðir ungir og efnilegir og ef þeir smella saman að þá getum við verið með ansi sterkt sóknarlið. Vonandi vonandi á Suares eftir að blómstra og mata Carrol sem skorar bunch af mörkum…

    Við erum að ég held að koma út úr þessum glugga með 2 milljónir punda í plús sem er ekki að senda þau skilaboð sem margir hér vildu meina að við værum að gera með kaupunum á A. Carrol þ.a.e.s. að kanarnir væru komnir með metnaði. Eina ástæðan fyrir þeim kaupum var að við vorum að missa einn besta framherja í heimi og fengum ótrúlegar upphæðir fyrir hann og vorum því desperate að finna replacement. Hefði Torres ekki beðið um sölu hefði Suares verið einu kaupin. Það voru að ég held og vona góð kaup en hann á eftir að sanna sig í ensku deildinni. Það hefði aldrei borgað sig að fara út í meiri kaup í þessum glugga þar sem að við hefðum alltaf þurft að borga alltof háar upphæðir sbr. Carrol og því alveg eins hægt að bíða með það til sumars. Ég vildi t.d. ekki sjá Adam til LFC fyrir einhverjar 15 millur þar sem ég er hræddur um að hann sé álíka bóla og Ireland var hjá City. Frekar að bíða til sumars og fá hann kannski á 7 kúlur.

    Hefði Suares kaupin verið það eins sem gerðist í þessum glugga hefði ég verið ánægður en ég get ekki sagt að ég sé ánægður með að missa Torres og fá Carrol í staðin.

  739. Það er aðeins eitt nafn sem mun héðan í frá fara á þá búninga sem ég kaupi, DAGLISH.

  740. Svekkjandi að hann skuli hafa endað þetta svona. Hann hefði átt að bíða fram á vor og fara þá til Barcelona. En hann er alltof heimskuur til að sýna smá þolinmæði. Tek hér með Owen aftur í sátt. Torres er verri en Owen. Owen fór í það minnsta til Spánar. Ætla að vona að hann verði verri en Owen hvað varðar meiðsli. Ógeðslegt að sjá hana haldandi brosandi á Chelsea treyju. En þetta sýnir það að hann er sjálfum sér verstur og á eftir að iðrast þessarar ákvörðunnar sinnar áður en yfir lýkur.

  741. Ég nenni ekki að eyða orðum eða kröftum á Torres en ætla að gleðjast yfir 2 nýjum strikerum sem mér líst rosalega vel á! Hvernig sem á það er litið þá er þetta risa statement af klúbbnum að versla þessa tvo. Ég hlakka svo sannarlega til að sjá þá spranga um í Liverpool treyjunni! C. Adam verður bara að koma í sumar og með G. Johnson á hægri kantinum og Carra í vinstri bakk verðum við býsna góðir!

  742. Held að ansi margir séu ekki komnir af “reiðistiginu” sem nefnt var í pistli fyrr í dag.

    Ég persónulega vil þakka FT fyrir mörkin sem hann skoraði og gleðina sem hann gaf.Ég get horft fram hjá því hvernig hann fór, aldrei í milljón ár hélt ég að þessi maður af öllum myndi henda svona sprengju þremur dögum fyrir lok gluggans…en svo fór sem fór. Spái því að hann skori sjálfsmark á sunnudaginn…svona til að skora eitt mark í viðbót fyrir framan “the kop”. Það verður einnig gaman að heyra viðtöl við hann, hvort fleira búi að baki vistaskiptum en peninga- og titlagræðgi…

    Ef við horfum á björtu hliðina þá hefði þessi gluggi auðveldlega getað farið öðruvísi og miklu verr, tvær breytur sem hægt væri að skoða

    A) ef Gillett og Hicks væru ennþá eigendur hefðu þeir tekið 35 milljón punda boði CFC og fengið Daniel Sturridge í staðinn og hlegið alla leið í bankann, auk þess sem við hefðum augljóslega ekki keypt Suarez. Þá hefði auk þess orðið uppreisn í Liverpool-borg, sem hefði örugglega endað með tveimur dauðum ameríkönum…

    B) Ef Roy Hodgson væri ennþá við stjórnvölinn, hefði hann klárlega ekki keypt AC, þ.e. stóran mann sem kann að skora og er með örlitla boltatækni, heldur hefði hann án vafa keypt Carlton Cole og Charles N´zogbia (eða einhvern þaðan af verri), enda ekki hægt að ímynda sér að AC og LS hefði dottið í hug að koma til Liverpool með Woy við stjórnvölinn þar sem Longball taktíkin ræður ríkjum.

    Í staðinn virðumst við vera með eigendur sem eru með hausinn skrúfaðan rétt á, þjálfara sem allir áhangendur virða, elska og dá, keyptum efnilegasta unga englendinginn, sem einnig er líklega 2. besti target center á Englandi (á eftir Drogba…því miður), keyptum hann klárlega á of háa upphæð…en hann er ungur og það þarf líka enginn að segja mér ef við hefðum selt Torres í sumar að við hefðum getað selt hann á 50 kúlur…kannski ef hann hefði drukkið slatta af lýsi og skorað 15 mörk í síðustu 15 leikjunum…en að öllum líkindum hefðum við selt hann á kannski 30-35 millj., þ.e. markaðsverð fyrir góðan striker, sem þrátt fyrir allt er mjög injury prone…sjáið t.d. hvað David Villa fór á sl. sumar þrátt fyrir að þar fari striker sem er sjaldan meiddur og með betra record en Fernando. Að sama skapi hefðum við mögulega getað keypt AC á 20-25 milllj., núna var hins vegar engin samkeppni þar sem það þurfti svo háa upphæð til að ná honum frá NUFC, eitthvað sem ekki væri í sumar þegar chelseamancitymanunitedtottenham, væru líka með í keppninni um manninn…

    Auk þess erum við nú komnir með stór/lítill combo frammi, Suarez er vanur að spila sem “second striker” og AC er alltaf fremsti maður. Auk þess er augljóst að Suarez verður notaður sem kantstriker, sérstaklega í útileikjum og öðrum erfiðari leikjum, en þá er sá möguleiki opinn að bæta honum fram og taka mann af miðjunni í staðinn ef það þarf að skora mark.

    Þetta átti reyndar ekki að vera svona langt, en eftir að ég byrjaði gat ég ekki orða bundist, og augljóslega varð maður að hjálpa commentunum að ná upp í 1000 😉

    At the end of the storm, there´s a golden sky

  743. verður andy carroll klár á móti chelsea veit einhver einhvað með þessi meiðsli hans ?????????? við verðum að hafa hann með þar !!!!!

  744. 969 kom ekki ut eins og eg vildi:

    His action proves he is now dead
    Torres Torres
    I’ll always walk alone it said
    Torres Torres
    We thought he was a real kopite
    But he’s proved he’s just a greedy shite
    Fernando Torres
    Chelsea’s dirty CUNT!

    😉

  745. Jæja þá er maður búinn að vera í afneitun frá því torres bað um sölu. Nú er þetta orðið að veruleika og ég ætla grenja mig í svefn!!!
    Lýst samt þrusuvel á Suarez og Carroll. Annar þeirra bítur fólk og hinn lemur konur…..hvað getur farið úrskeiðis????

    YNWA

  746. Þetta er athyglisvert:
    2345: Harry Redknapp confirms to Sky Sports News that Tottenham made a bid – that was accepted – for Blackpool midfielder Charlie Adam late in the day, but that the deal fell through because “a couple of Blackpool shareholders” just failed to get the necessary signatures on the paperwork in time. So near. So far. So Tottenham.

  747. Ég bjóst við að Torres kæmi með einhverja væmna yfirlýsngu til LFC og aðdáenda þess – en svona er maður bara gerður. Hefur heldur betur sýnt það undanfarna daga og toppar það með þessu viðtali í kvöld.

    Sjaldan hef ég orðið fyrir jafn miklum vonbrigðum með einn mann – þetta er besti sóknarmaður sem ég hef séð spila í treyjunni, fer ekki ofan af því þó að hann sé orðin Chelsea maður og mér líður eins og ég hafi misst einhvern nákominn, hálf kjánalegt frá því að segja.

    YNWA

  748. Leiðinlegur endir á ágætis ferli Torres hjá Liverpool. Ég held ef hann hefði beðið með þessi félagaskipti þangað til í sumar þá hefði hann getað farið í sátt frá Liverpool. Hvernig hann hefur staðið að þessum skiptum er fyrir neðan allar hellur þ.e. að koma 3 dögum fyrir lok gluggans og biðja um sölu. Hann gaf okkur góðar stundir en enga titla, Owen náði þó allavega einum alvöru titli. Því miður eru þessir tveir fyrrum dáðadrengir komnir í sama flokk hjá stuðningsmönnum liðsins þ.e. algjör ruslflokkur. Aðdáendur Liverpool hafa verið þekktir fyrir að hafa tekið vel á móti sínum fyrri leikmönnum þegar þeir snúa til baka. Í fljótu bragði man ég bara eftir tveimur undantekningum þ.e. Owen, Diouf og nú sú þriðja Torres.

    Það verður gaman að sjá Carroll og Suarez á næstu árum. Ég talaði um það fyrir tímabilið að Liverpool ætti að reyna kaupa Torres en þá hefði verðmiðinn væntanlega verið eitthvað lægri en hann er í dag. Það skiptir svo sem engu máli, hann er kominn og ég hlakka virkilega til að sjá hann. Held að hann og Suarez eigi eftir að virka vel saman og vega hvorn annan upp. Það verður tilbreyting að sjá leikmenn í framlínunni með hjartað og hugann á réttum stað og aldrei að vita nema að það glitti í brosandi framlínumenn svona til tilbreytingar.

  749. Torressinn er tæpur núna

    tognaður í læri

    Terry mun svo taka frúna

    telst í dauðafæri

  750. Ég vil ekki segja þetta en ég held að ég vilji frekar sjá MU fagna bikar heldur en Chelsea með ógeðið Torres innanborðs. Torres má ekki vinna neitt.
    Áfram Man City og Arsenal út þetta season.

  751. Steven Gerrad sýnir Torres það hvað er að vera fótboltamaður sem spilar með hjartanu. Get ekki beðið eftir leiknum. Grill og bjór sstaðfest. Bið til guðs að hann spili gegn okkur.

  752. Ég hafði verið að vona að Chelsea myndi vinna deildina þetta árið, svo að Manchester United myndi ekki ná 19. titlinum á undan okkur. En núna veit ég ekki hvort væri verra, að sjá Torres vinna með Chelsea eða United að vinna sinn 19. titil.

  753. Haha vá hvað er svekkjandi að í fyrsta skipti sem þessi frábæra síða nær eitt þúsund kommentum sé þúsundasta kommentið óbjóður.

    En þetta er góður dagur til að vera rauður. Þessi gluggi var klárlega notaður til að styrkja liðið og sýndi að nýju eigendurnir eru tilbúnir að láta til sín taka í leikmannakaupum. Metnaðarfullir eigendur, legend Stjóri og allt annað andrúmsloft þetta er kokteill sem gæti komið okkur ansi hátt upp stigatöfluna á næstunni, hærra en ég hefði nokkurntíman þorað að vona undir stjórn Hodgson

  754. Er einhver búinn að sjá mynd af Carroll og Kenny saman? og ef svo er getur hann postað link

  755. Getur það verið að það sé hluti af kaupsamning Chelsea að hann verði ekki með Chelsea í leiknum á móti Liverpool ???

  756. Djöfulsins helvíti.

    Ég var farinn að hlakka svo til að fara að sofa, dauðþreyttur eftir geðveiki dagsins og eiginlega bara mjög sáttur með að vera kominn með bæði Carroll og Suarez.

    Svo kemur þetta helvítis fífl sem Torres greinilega er með þetta ógeðslega komment og núna er ég allur upptjúnaður og á ekki eftir að sofna.

    Fokking völtum yfir þá á sunnudag.

  757. Sumir, rólegir á að drulla e-ð yfir Newcastle (NUFC er ekki talsmaður félagsins)

    Newcastle er búið að ala upp framtíðarstjörnuna ykkar. Ég vil bara þakka kærlega fyrir mig og ég óska Andy Carroll velgengnis hjá ykkur. Engu að síður vona ég líka að hann kynnist einhverjum sem verði jafn góð barnapía og Kevin Nolan. Drengurinn þarf að vera í bandi, enda svolítið villtur.

    Hvað ætli 35m pund ávaxti mikið fram á næsta glugga? 😉

    kv, toonari

  758. Hver er þessi Carroll og afhverju kostar hann 35 milljónir punda þegar hann er bara með einn landsleik?

  759. Afhverju er menn að sóa fullkomlega góðri ælu í mann eins og Torres ?? Hann er ekki einu sinni þess virði að menn æli hans vegna !

  760. Farið hefur fé betra
    og ekki slæmt að fá 50 millj. fyrir
    Torre$ hefur verið með hugann í London allt tímabilið

    ég hef enga trú á öðru en að við komum ekki til með að sakna hans.

  761. Ég er úrvinda púllari. Einhver undarlegasti dagur minnar rauðu ævi að baki, dagur sem átti að nýtast í massívan háskólalærdóm. Það var aldrei að fara að gerast á svona degi. Annars vill ég lýsa ánægju minni með eigendurna, sem virðast eiga samleið með klúbbnum sem þeir eiga. Við höfum ekki upplifað það ansi lengi. Vonum að það haldi áfram.

  762. Farið hefur fé betra

    og ekki slæmt að fá 50 millj. fyrir

    Torre$ hefur verið með hugann í London allt tímabilið

    ég hef enga trú á öðru en að við komum ekki til með að sakna hans.

  763. Hvenær ætli Fernando Torres verði búinn að jafna sig á meiðslunum sem hann hlýtur gegn Liverpool?

    Fyrir utan þessa tognun á heila sem kom fram í viðtali við Chelsea TV?

  764. Ég ber mikla virðingu fyrir ykkur Newcastle stuðningsmönnum. Þið hafið þurft að þola ansi margt síðastliðin ár. Ég persónulega bjóst aldrei við því að LFC festi kaup á Carroll. Hélt að NUFC gæti ekki selt mesta djásn sitt. En ótrúlegir hlutir gerast í fótbolta. Við púlarar höfum þurft að þola stóran storm sjálfir síðastliðin 2 ár. En þetta er vonandi seinasta stóra áfallið að missa þennan ágæta sóknarmann yfir til erkifjendurna í London. Þið getið þó huggað ykkur við það að hafa mikinn pening til leikmannakaupa í sumar.

  765. His armband lied, he was no red Torres, Torres

    He’s just a rentboy like they said, Torres, Torres

    Into our backs he plunged his knife

    I hope? John Terry shags his wife

    Fernando Torres, Chelsea’s new number 9

  766. Kóngurinn klikkar ekki 🙂
    “He’s been handed the No.7 shirt that you made famous – how hopeful are you Luis Suarez can add his name to the list of great No.7s to have played for LFC?

    No, I didn’t make it famous – Kevin Keegan made it famous and I was fortunate to come to a fantastic football club and have the No.7.”

    og þetta
    “But it’s a great list of players and it’d be great if he could add his name to that list…

    We just want him to be himself and come and play. We’re not putting any pressure on him whatsoever other than to give his best. We’re not going to put comparisons up with anyone from the past. Certainly he’s a better player than Kevin or I now!”

    bara snillingur

  767. Miðað við kommentin hérna þá ætla ég ekkert að vera að horfa á þetta viðtal við Torres. Vill frekar reyna að gleyma þessum ömurlega viðskilnaði og muna bara eftir góðu stundunum sem hann færði okkur. T.d. þegar hann tók Vidic í nefið þegar við burstuðum MUtd 1-4 á Old Trafford og mörkin tvö sem hann skoraði gegn Chelsky á Anfield í haust!

  768. Það er betra að vera með 2 hættulega strikera heldur en einn meiðslapésa. Klúbburinn styrktist við þessi skipti.

  769. Er nýliði á þessari síðu en frá sl föstudegi hef ég nánast búið hér. Verulega gaman og fylgjast með og ljóst að á þessa síðu verður gluggað oft á dag hér eftir. Umræður skemmtilegar og sumir hér er miklir húmoristar. Torres er farinn og það er í lagi því eins og oft hefur komið fram enginn er stærri en Liverpool.
    YNWA

  770. Góða nótt og takk fyrir mig 🙂
    Þvílíkur dagur úff úff en hefði viljað fá CA til okkar , hann hefði gefið okkur svo mikið með sinni baráttu og hæfileikum 🙂 En það kemur gluggi á eftir þessum …. Samt ekki sáttur að koma enn einusinni út í plús en svona er þetta bara . ÁFRAM LIVERPOOL

  771. Ég er ánægður því að * við höfum losnað við striker sem var orðinn pirraður og áhugalaus * við fengum topp pening fyrir þennan striker sem ekki hefur verið upp á sitt besta * við fengum tvo yngri og graðari markaskorara til liðsins sem að munu fara í gríðarlega samkeppni um að verða striker nr. 1 í Liverpool * eigendur liðsins gáfu skýr skilaboð til knattspyrnuheimsins um að Liverpool verður áfram knattspyrnuveldi sem ber að virða. YNWA.

  772. Og hvaða stælar eru í þessum Blackpool eiganda.

    Samþykkti 7m punda tilboð Tottenham en neitaði að ræða við Liverpool sem voru tilbúnir að borga meira.

  773. BBC í dag: Apparently, Blackpool chairman Karl Oyston is refusing to answer calls from Liverpool about the Scotland midfielder.

    Sagði síðan við fjölmiðla að hann ætlaði ekkert að selja Adam.

    Síðan var Harry Redknapp í viðtali á Skysports áðan þar sem hann sagði að 7m punda tilboði Tottenham hefði verið tekið en þeir náðu ekki að klára það í tíma.

  774. Ég bara verð að eiga innlegg í þessum sögulega þræði!! 🙂 🙂

    Velkomnir Luis Suarez og Andy Carrol.

    Bless ó bless elsku Torres minn!! Ég varð ekki sannspár þegar ég hélt að þú myndir verða fram á vorið!! Helst hefði ég viljað sjá þig fara eitthvað annað en til liðs á Englandi. Það verður sárt að sjá þig í bláu á Anfield. Farnist þér sem best elsku drengurinn minn og takk fyrir allar góðu stundirnar.

    YNWA

  775. Þetta Torres rugl segir mann hvað Steven Gerrard elskar Liverpool mikið. Hann fór ekki til Chelsea.

  776. Sælir Púllarar
    Ekki skrifað hér áður en gat ekki annað en tekið þátt í umræðunni sem er búin að vera mjög fjörug og skemmtileg. Mig langar bara að þakka Torres fyrir frábæran tíma, mörkin og 50 mills. en enginn leikmaður er stærri en félagið og lífið heldur áfram með nýjum mönnum og langar mig að bjóða þá velkomna, hvort sem þeir eru peninganna virði eða ekki og allt það. Við bara stöndum með okkar mönnum og förum brosandi inní næstu ár! Lifi Liverpool!

  777. Þetta er bara gott fyrir liverpool held eg …
    við biðum bara spenntir eftir að Carrol nai ser af narameiðslunum og fari að setjann!!

Sorgarferlið

Faðir allra “Deadline-daga” að kvöldi!