Það hefur verið hálf auðvelt að gleyma því undanfarnar vikur, en við keyptum víst framherja fyrir 35m pund í janúarglugganum. Andy Carroll heitir hann, það fór ekki framhjá neinum þegar hann skipti frá Newcastle til Liverpool en síðan þá hefur athyglin beinst meira að Luis Suarez og/eða öðrum leikmönnum sem hafa verið að spila fótbolta.
Nú segja allir helstu miðlarnir frá því, og Kenny Dalglish staðfestir vonandi á blaðamannafundi innan skamms, að Carroll sé orðinn heill heilsu og farinn að æfa á fullu með liðinu og er fastlega búist við að hann verði í leikmannahópnum gegn Man Utd á sunnudaginn. Líklegast verður hann bara á bekknum í þeim leik en svo megum við búast fastlega við að hann taki sér fast sæti í byrjunarliðinu um leið og leikform leyfir.
Fyrir þá sem höfðu ekki séð það er hér frábært myndband með broti af því besta sem Carroll afrekaði á fyrri hluta tímabilsins með Newcastle:
Ég man viðbrögðin þegar maður heyrði fyrst af því að við værum að kaupa Carroll: „Í alvöru? Er þetta maðurinn sem á að fylla skarð Fernando Torres? Ungur og villtur norðanmaður sem er jafn óstöðugur utan vallar og hann er efnilegur innan?“ En svo fór maður að pæla aðeins betur í þessu og sá fljótlega hver pælingin á bak við þessum kaupum er.
Stóra spurningin er, og það er eðlilegt að maður spyrji: Til hvers getum við ætlast af Andy? Hversu góður getur hann orðið hjá Liverpool? Verður hann okkar Shearer? Okkar Sheringham? Betri en Torres? Nýr Crouch? Eða verður hann bara eins og Heskey eða Collymore, maður sem lofar góðu og byrjar sterkt en fjarar svo fljótlega út? Eða bara næsti Sean Dundee?
Við hlökkum öll til leiksins á sunnudaginn og það að þetta verði líklega upphafið á ferli Andy Carroll hjá Liverpool er bara bónus, ástæða til að vera enn spenntari.
Hvað finnst ykkur? Hvað haldið þið að Andy Carroll geti orðið góður – eða lélegur – hjá Liverpool? Eru menn sannfærðir um að hann verði stórkostlegur, ætla menn að bíða og sjá eða eru menn mjög efins um að hann geti meikað það?
Hann er mjög efnilegur en ég er mjög hræddur um að hann verði flopp. Leiðinlegt að segja það en maður verður bara að bíða og sjá.
Carroll er efnilegur og ég myndi halda að hann væri rísandi stjarna fyrir rísandi félag! Hann hefur sýnt það að hann er sterkur, teknískur, fljótur og rosalegur í loftinu…þetta verður næsti Fowler / Kenny!
Ekki minni spenna að sjá hann og Suarez saman frammi en var að horfa á fyrsta leik með King Kenny 😉
@Jói II
“Hann er mjög efnilegur en ég er mjög hræddur um að hann verði flopp. Leiðinlegt að segja það en maður verður bara að bíða og sjá.”
Hvað er það sem hræðir þig svona ? rökstyddu !
Aðal atriðið er að hann fái tíma. Hann kom meiddur, kostaði mikið og gæti því fundið til of mikillar pressu ef honum er spilað fljótt. Pælingin er kannski sú að hann sé stóri með litla (Suarez) og svo hafa menn sennilega áttað sig hve gott það var að hafa Peter Crouch á sínum tíma, sérstaklega gegn þessum 10-í-vörn liðum.
Ég held að ef Carroll hefði verið spánverji eða argentínumaður og heitið Carrollinho þá væru menn ekki nærri því jafn gagnrýnir á þessi kaup og verðmiðann.
Þessi kaup eru vissulega áhætta – en eins og ég sé þetta þá er hugsanlegur ávinningur mun stærri en mögulegt tap(flopp). Og spilar aldur, þjóðerni, potential og hvernig leikmaður hann er þar stóra rullu.
Þessi kaup eru ekkert stærri m.v. núvirði en Rooney var á sínum tíma – og jafnvel Reyes ef út í það er farið. Fyrir unga leikmenn sem eru/voru þeir allra efnilegustu á Englandi/Spáni.
Ég hef ekki verið jafn spenntur fyrir leikmanni eins og þeim Suarez og Carroll síðan FT kom til liðsins. Ef Carroll nær að taka þetta stóra skref frá því að vera efnilegur og í að vera virkilega góður leikmaður, og halda sig frá vandræðum – þá erum við komnir með striker til næstu 10 ára ef allt gengur upp. Jafnvel þó að eingöngu önnur af okkar janúar kaupum ganga upp, þ.e. einn þeirra “meikar” það, þá erum við vel settir. Fengum tvo mjög promising leikmenn inn fyrir einn, báðir yngri en FT.
Vona innilega að Carroll sé orðin heill og fái einhverjar mínútur gegn Utd !
Ég var frekar skeptískur fyrst en eftir að hafa skoðað strákinn betur þá líst mér afskaplega vel á þetta. Hér eru tvö önnur myndbrot með samantektum úr derby-leik gegn Sunderland og þrennuleiknum hans gegn Newcastle:
http://www.footylounge.com/films/milankakabaros/andy-carroll-v-sunderland-01-11-2010-video_dce6113cc.html
http://www.footylounge.com/films/milankakabaros/andy-carroll-match-compilation-v-aston-villa-22082010-video_3fce6f53e.html
Á þessu sést að fyrir utan hið augljósa að hann sé sterkur og frábær skallamaður að þá er hann skruggufljótur, vel teknískur skotviss og sérlega góður í uppspili (link-up play). Á góðum degi er hann óstöðvandi og unplayable! Þannig að ef við erum komnir með hreyfanlegan target center sem skorar í öðrum hverju leik og leggur álíka mikið upp þá erum við í frábærum málum. Í raun komnir með enska og unga útgáfu af Didier Drogba með dass af Anelka og Duncan Ferguson 🙂
Það eina sem maður hefur áhyggjur af er hausinn á Carroll og þá er ég ekki bara að meina hárgreiðsluna. Greinilega villt hjarta í honum en miðað við hversu vel hann heldur haus innan vallar þá stressar maður sig minna á því. Undir handleiðslu Kenny, með siðgæðisverðina Carra & SteG ásamt fútúríska læknastaffinu okkar með sínar áfengismælingar þá hef ég trú á að við séum með hinn næsta Shearer í höndunum.
Og hann mun skora gegn ManYoo í næsta leik!
Úps, þrennuleikinn gegn Aston Villa átti þetta að sjálfsögðu að vera hehehe En gaman fyrir Beardsley að hitta á komment númer 7!
Þessi gutti er búin að skora 11 mörk í deildinni fyrir áramót með Newcastle, ég held að hann færi okkur mikinn styrk frammi fyrir utan hvað hann er duglegur aftur og Stevie og Meirelles eiga eftir að njóta þess hvað þessir tveir Suarez og Caroll soga varnarmennina til sín. Það er hinsvegar ljóst að við þurfum að bæta vörnina og kaup á ungum miðverði í Hyypia classa setur okkur á réttan kjöl þar.
Carroll er greinilega mjög líkamlega sterkur leikmaður og góður skallamaður. Hann er því eftir að valda vörnum andstæðinganna meiri erfiðleikum og ógna meira en þeir leikmenn sem við höfum haft frami í ár. Vonandi skapar hann þá pláss fyrir Suarez. Ég held Carroll mun einnig bæta varnaleikinn í föstum leikatriðum eins og t.d. hornspyrnum. Þegar Heskey var og hét þá fannst mér hann bæta mjög upp á vörnina hvað þetta varðar. Hann er kraftmikill, vinnusamur og er vonandi eftir að ná að blómstra hjá King Kenny.
@ Eyþór Guðj.
Hárrétt komment varðandi það að ávinningurinn sé mikill varðandi kaupin. Allar forsendur þar til staðar og miklar líkur á að hann haldi sínu endursöluvirði ef að hann verður fastamaður í framlínu enska landsliðsins. Aðalatriðið er að sjálfsögðu að hann nýtist LFC inná vellinum en það er alltaf gott að hafa vaðið fyrir neðan sig og taka skynsamlegar en þó kjarkmiklar ákvarðanir.
Tomkins fer líka mjög vel yfir allar verðmiðavangaveltur í þessum frábæra pistli:
http://tomkinstimes.com/2011/02/tpi-world-record-transfer-fees-and-lfc/
Líka gott til þess að hugsa að það hafi í raun verið Chelskí sem splæsti í hvert sinn sem við hækkuðum tilboðið um 5 millur til viðbótar. Mikil kænska hjá Henry og Comolli að standa svona að málum, sem og að drífa sig í að eyða silfurfénu sem við fengum fyrir Torres áður en financial fair play reglurnar kikka inn.
Nú þarf bara að kaupa góða vængmenn (Ashley Young & Hazard) og örfættan sóknarbakvörð (Coentrao / N’Zogbia) í sumar til að dæla inn krossum á kollinn á Carroll og góðan spyrnumann í föstum leikatriðum (Charlie Adam) til að allar hornspyrnur og aukaspyrnur verði hættulegar á ný. Þá væri loksins hægt að senda SteG inn í teiginn til að setja fleiri skallamörk eins og í Istanbul í stað þess að hann rembist við að gera allt sjálfur með miðlungs horn- og aukaspyrnum.
Ég var fylgjandi þessum kaupum þó manni hafi svimað yfir verðinu svona rétt fyrst um sinn. Hann kemur með hæð inn í liðið sem okkur vantaði, auk þess sem hann hefur þvílíkan sprengikraft og boltatækni að manni sýnist, auk þess að vera kornungur. Hann slær mig líka sem gaur með sterkar taugar og winner mentality svo ég hef litlar áhyggjur yfir því að hann bugist undan meintri pressu sem menn vilja meina að þessi verðmiði muni setja á hann.
Hvaða liðsuppstyllingu vilja menn annars sjá Kenny stilla upp þegar Carrol er orðin 100%? Persónulega hefði ég gaman af að sjá liðið detta aftur í 4-2-3-1 með Suarez, Meireles og Gerrard fyrir aftan Carrol. Hvað segja fellow Púllarar?
Dalglish er svo mikill snillingurí þessum viðtöluma:
“Whether he’s involved on Sunday or not – I’m sure Fergie would love to know but we don’t know.
“He might not even be a substitute – he might be going to see Boyzone!”
Hahaha….rosalega líður manni vel þegar hann er í viðtölum, kemur aldrei einhver óþarfa heimska fram líkt og hjá okkar fyrrverandi stjóra, RH.
YNWA – King Kenny!
Er einhver linkur á blaðamannafund ?
Ég væri til í að sjá liðið fara í 4-3-3. Vörnina : Kelly, Carra. Agger, Johnson. Miðja. Cole, Lucas, Gerrard. Sóknin. Suarez, Carroll, Meireles.
Bekkur: Kuyt, Maxi, Herkúles, Wilson, Pacheco, Ngog.
Væri létt, fljótt og hættulegt lið held ég, Langar bara að sjá eina svona uppstillingu einu sinni, er buin að fá nóg af varnarsinnuðu liði og varnar sinnuðum skiptingum. Langar að horfa á alvöru fótbolta.
Ég held að hann verði hverrar krónu virði. Er rosalega spenntur að sjá hann komast á fullt skrið…
Hann á eftir að verða alveg magnaður!! Stór, sterkur, fljótur, teknískur hefur auga fyrir spili, nýtist vel í föstum leikatriðum, ákveðin á boltann (ekkert helv væl). ég er s.s alveg viss um að hann eigi eftir að gera frábæra hluti fyrir okkur. Ég er viss um að flestir varnarmenn í deildinni sofa ekkert voðalega vel nóttina fyrir leik þegar þeir vita að þeir þurfa að kljálst við þetta skrímsli 🙂
ÁFRAM LIVERPOOL!
Verð bara að segja ég er mjög spenntur.
Finnst lika gaman að sjá að Liverpool er tilbúið að eyða háum fjárhæðum í leikmann sem er ungur og efnilegur
Aðeins tíminn mun leiða það í ljós hverstu öflugur Andy Carroll verður í Liverpool treyjunni.
Hann gefur okkur a.m.k. margar nýjar víddir í sóknarleikinn enda stór og líkamlega sterkur. Vonandi að hann bæti fullt mörkum og stoðsendingum ofan á það í náinni framtíð.
Við verðum að gefa Andy Carroll tækifæri eins og öðrum leikmönnum sem koma til Liverpool, hann er ungur og efnilegur, ég hef trú á honum og ef það er einhver sem getur tamið hann þá er það Kenny
Hef bullandi trú á Andy Carroll, en til að maður eins og hann funkeri þá þurfum við að styrkja kantana hjá okkur í sumar.
Það er lykilatriði.
Ég tók eftir þessum strák fyrir nokkrum árum og talaði um það fyrir tímabilið 2009 og þetta tímabil að Liverpool ætti að kaupa þennan leikmann þar sem þetta væri efnilegasti framherji Englendinga. Þá var ég reyndar með 15-20 milljón punda verðmiða í kollinum. Ég átti alls ekki von á að hann myndi koma í janúarglugganum á 35 milljónir punda en ég er engu að síður jafn spenntur fyrir honum. Það er alveg klárt að hann á eftir að reynast Liverpool góð kaup svo lengi sem hann helst heill. Ég get alveg vottað það að þetta er sá sóknarmaður sem flestir varnarmenn ensku deildinni eiga í hvað mestum vandræðum með. Stór, nautsterkur og gríðarlega öflugur skotmaður. Hlakka gríðarlega til að sjá hann í rauða búningnum næstu árin og er sannfærður um að hann eigi eftir að reynast framtíðarleikmaður.
Sorry þráðránið en mér finst þetta bara fyndin frétt:
http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=105005
Þeir hefðu kanski bara átt að kaupa Kuyt á 50 mills frekar? 🙂
Ég hugsa að Roy nokkur Hodgeson finnist þetta vera þokkalega ósanngjarnt að loksins sé kominn maður sem hefði getað látið ógeðslega leikskipulagið hans ganga upp, varnamaður dúndrar boltanum fram og það eru meiri líkur en minni að okkar maður myndi vinna boltann!!
Annars er ég mjög spenntur að sjá hvernig hann mun fitta inn í liðið okkar og er ég þó sammála flestum hérna að okkur vantar fleiri menn sem geta actually sent boltann vel fyrir til að hitta á besta skallamann deildarinnar, þurfum að senda Johnson og Kuyt í kennslu hjá Kelly sem er frábær í þessum fyrirgjöfum.
Ég held að restin af tímabilinu geti orðið erfið fyrir Carroll, aðalega vegna þess að hann er búinn að vera meiddur og það mun taka tíma að komast í form, einnig er leikstíllinn hjá Liverpool kannski smá vandamál til þess að byrja með.
Hann mun hinsvegar verða frábær á næsta tímabili þegar hann mun spila með betri leikmönnum, þá munum við vonandi sjá alvöru kantmenn eins og A Young og vonandi einhvern annan á hinum vængnum, við bjóðum kannski uppá sendingar frá Steven Gerrard og C Adam á miðjunni.
Það er eitthvað sem segir mér að Kenny Dalglish muni reyna að fá Xabi Alonso aftur til Liverpool og ég held að Alonso væri sko alveg til í það að spila aftur fyrir Liverpool og sérstaklega fyrir kónginn sjálfann….
Varðandi leikinn á sunnudaginn þá held ég að við tökum þennan leik, sérstaklega ef að við getum stillt upp okkar besta liði , reyndar mun vanta Kelly í liðið sem er auðvitað slæmt…
YNWA
Nokkuð viss um að hann sé leikmaður sem muna ALDREI hugsa að hann sé stærri en félagið….
Linkur með hluta af blaðamannafundi King Kenny Dalglish !
http://www.footylounge.com/films//liverpool-fc/kenny-dalglish-press-conference-pre-man-united-video_833316a20.html
Ef einhver er með fleiri linka með blaðamannafundi í heild þá væri gaman að fá hann !
Ég myndi nú alls ekki gráta það ef Xabi Alonso myndi koma aftur. En ég held að Andy Carroll muni blómstra hjá Liverpool og vera yfir 25+ mörk á tímabili. Suarez 15+ mörk á tímabili og 10+ assist. Held að Andy Carroll passi einmitt í okkar leikkerfi, við gefum alltaf háa bolta inn í. Núna er loksins einhver til að skalla þá. En ég vona að hann fái að koma eitthvað við sögu á móti djöflunum og kannski skori 1.
Hef ekki séð mikið talað um það að alonso sé að koma aftur úti, enda er hann líka að verða 30 á þessu ári og miðað við tal fsg manna um að það verði minna um kaup á mönnum nálægt 30 þá efast ég stórlega um að þetta sé möguleiki. Okkur vantar ungan playmaker á miðjuna , steve er að detta í 31 og hefur ekki verið alveg sami leikmaður seinustu mánuði og hann á að sér að vera , reyndar efast ég ekki um að hann taki sig saman í andlitinu ef sumarið verður gott og við fáum 3-4 sterka leikmenn. Styrkja miðjuna ( playmaker og ruslakall einsog masch ) , kantana og vinstri bakv er forgangur. Sé ekki mikið af væntanlegum playmakerum í varaliðinu sem ég er að horfa á á lfctv, en ættum að eiga flottan holu sóknarmiðjumann ( souso ) og eins gæti verið hellingur spunninn í tom ince og geraldo bruna .. en ákvarðanatökurnar eru ekki alltaf frábærar, spennandi tímar , andy carroll vonandi hausverkur helgarinnar fyrir wes brown og chris smalling ( ekki útiloka það samt að lady ferguson dragi eitt stk rio ferdinand útúr rassgatinu á sér óvænt ) þótt hann sé líklegastur af bekknum eftir 2 mánuði í meiðslum
Ég ætla ekki að dæma neitt fyrr en ég hef séð hann spila eitthvað af viti. Svo er spurning hvernig support hann fær frá liðinu
Hver man ekki eftir frábærum kaupum LFC á sóknarmanni sem átti að vera aðalmarkamaskínan Fernando Morientes.
Ég er ekkert að líkja Andy Carroll við hann, en einhvernveginn finnst mér nánast ALLIR strikerar sem við kaupum enda í ruglinu…Fyrir utan Torres, en hann endaði samt í ruglinu!
Heskey, Baros, Morientes, Crouch, Cisse, Kewell, Bellamy,Voroninn,Pongolle(fékk lítið að spila)
VONA það svo sannarlega að Suarez og Carroll verði ekki á þessum lista yfir sóknarmanna Flopp LFC!
Gleymdi líka alveg Robbie Keane, afsakið.
YNWA!
Drési, það er að mínu mati stórkostlega ósanngjarnt hjá þér að setja Crouch á lista yfir einhver flopp kaup. Hann var ekki flopp í neinni skilgreiningu orðsins.
Reyndar finnst mér Bellamy ekki heldur vera flopp kaup, seldum hann á talsvert hærri fjárhæð en hann var keyptur á, og N.B. til þess að geta keypt Torres. Og seint myndi ég líka flokka Kewell sem striker. Heskey er einnig umdeilanlegur, skilaði sínu og vel það á stórum köflum, þó ekki allir hafi verið alltaf hrifnir af honum, myndi seint skilgreina hann sem flopp.
Bjóst einhver við einhverju af free transfer Voronin? En Morientes klárlega flopp á þessum lista, eiginlega eina virkilega floppið í mínum huga. Sé ekki hvernig t.d. Baros telst sem flopp, keyptur mjög ungur á ekki mikinn pening, seldur svo síðar með góðum hagnaði.
Hvernig vilja menn annars skilgreina “flopp”?
Flopp að mínu mati er útkoma á leikmanni miðað við verðmiða .. ókeypis menn geta seint verið flopp þrátt fyrir launakostnað ( fyrir utan joe 90 þús pund á mánuði cole ) , en þeim mun hærri verðmiði því meira sem þú þarft að skila.
* 90 þús pund á viku
Þetta er leikmaður sem leggur sig alltaf allan fram og berst um hvern einasta hvelvítis bolta sem hann á möguleika að ná. Gríðarlega sterkur og með góða boltatækni. Mig grunar að Suarez-Carroll verði baneitrað dæmi.
Svei mér ef ég sé ekki svolítinn Zlatan í honum. Ég vona mjög innilega að hann verði okkar Shearer, en það verður tíminn að leiða í ljós
Ég held að það sé nú fátt líkt með Carroll og Zlatan… og gvuði sé lof fyrir það!
Held að hann sé einmitt sú týpa í að verða Ekki flopp leikmaður. Ungur, graður, sterkur, sjálfstraust, hæfilega klikkaður og markaskorari sem getur skorað með skalla, skoti eða með að leika á leikmenn, bara name it!
Hlakka sérstaklega til að sjá hann og Suarez saman á toppnum, held að þeir séu fullkomin tvenna! Tala nú ekki um ef við fáum alvuru kantmenn í sumar…
Þetta eru margar áhugaverðar vangaveltur. Það er fernt sem getur ógnað því að hann standi sig.
– hausinn á honum.
– meiðsli
– skortur á ógnandi kantmönnum
– skortur á senter með honum.
Hausinn á honum er mjög stórt spurningamerki. Það er enginn spurning að hann getur endað nákvæmlega eins og Collymore, í tómu rugli, hættir að skora og endar með því að detta neðar og neðar í félögum.
Hann kemur meiddur til félagsins. Það hefur sjaldnast verið ávísun á einhvern massívan feril. Vissulega getur hann náð sér upp úr þessum meiðslum en það er staðreynd að sumir leikmenn eru meiðslagjarnari en aðrir, ég veit ekki hvað hann er að berjast við núna en spurning með skrokkinn, hvort hann höndli að spila í úrvalsdeildinni.
Skortur á ógnandi kantmönnum yrði auðvitað til þess að hann fengi ekki krossana sem hann þarf að öllu jöfnu til að skora. Auðvitað skorar hann fjölbreytt mörk en hann er ekki þessi striker sem sólar tvo varnarmenn og skorar. Hann skorar yfirleitt úr fyrstu snertingu sem þýðir að hann þarf færi til að skora. Bestu senterar heims skapa sér sjálfir hluta af færum sínum.
Skortur á senter með honum. Ef við munum spila með hann einan sem target senter þá þurfum við að kaupa annan target senter. Hann þarf helst að geta spilað sem kantsenter og leyst Carroll af í meiðslum og þegar hann er að jafna sig. Mér lýst ekki á það sem er verið að gæla við núna, að hann spili gegn Man U. því hann á eflaust eftir að valda vonbrigðum því hann er ekki í leikformi og rétt eins og Steven Gerrard í síðasta leik, verður slakur (Hope he proves me wrong). Eins og staðan er núna þá verður honum hent út í um leið og hann er klár og því þarf hann nokkra leiki undir mikilli pressu að skora fyrsta markið, standa sig vel, áður en hann kemst í 100% form. Ef við ættum annan öflugan senter þá gæti Dalglish verið miklu rólegri að koma honum smátt og smátt inn í liðið.
Maður vonar auðvitað að hann eigi eftir að standa undir væntingum en óvissuþættirnir eru samt margir. Þeir voru það líka þegar Torres var keyptur og hann skoraði nú slatta og kom út í góðum hagnaði fyrir okkur.
Ég grátbað liggur við góðan guð í 2-3 mánuði fyrir jól að hann léti þennan dreng einn daginn verða Liverpool leikmann en átti aldrei von á því samt. Ég er sannfærður um að hér er leikmaður í sama gæðaflokki á ferð og Rooney var þegar Man Utd greiddi stórfé fyrir hann frá Everton, engin vafi nema þá að þessi getur orðið enn betri. Er rosalega spenntur fyrir honum og púllarar í Liverpool eru það líka því þegar ég var á Anfield og svo Stamford Bridge fyrir mánuði síðan var nafn hans á öllum treyju og nafn hans sungið ákaft á meðan greyjið Suarez fékk litla se enga athygli. Þessi drengur mun reynast frábær kaup og um það er ég ekki viss heldur HANDVISS….
Væri æðislegt ef hann spilaði á sunnudag og setti mark í leiðinni sem kláraði United….
Það eru tveir möguleikar í stöðunni
Annars vegar verður hann svona svipaður að getu og Peter Crouch, óstöðugur og endar með því að verða seldur á 5-15 millur eftir 3-4 ár
Hinns vegar að hann verði megastjarna og Real, Barca, Cyti og fleiri stórlið bjóði 70-90 milljónir punda innan fjögura ára.
Ég held að ef hann floppi þá verður það djamm og bakkus sem sjái um það.
Persónulega er ég ofsalega spenntur, ég var líka ofsalega spenntur þegar H. Kewell kom um árið.
En þangað til að hann verður kominn á ról á næsta tímabili, svona 10-15 umferðir verður rosalega erfitt að fella einhvern dóm.
Ég held að ég muni fá eina mestu gæsahúð sem ég mun nokkurn tímann fá ef Carroll skorar gegn United!
Hann á held ég ekki eftir að gera neinar sérstakar rósir á þessu tímabili, kannski setja 2-3 mörk undir lokin.
En ég get ekki beðið eftir að sjá Liverpool spila á næsta tímabili með Suarez, Carroll, King Kenny og fleiri nýja leikmenn sem eru glorhungraðir í að valda usla í ensku úrvalsdeildinni. Ég býst við ótrúlegri baráttu á toppi deildarinnar um efstu 4 sætin milli Man Utd, Arsenal, Chelsea, Liverpool, Man City og jafnvel Sunderland geta komið með góð úrslit gegn stóru liðinum. Þeir eru jú með flottan hóp og sitja í 7. sætinu.
Næsta tímabil verður held ég eitt það besta í sögu Úrvalsdeildarinnar.
Auðvitað verða Liverpool að gera góð kaup í sumar og miðað við það sem ég hef lesið á netinu þá er hægt að búast við frábæru liði og ekki síður skemmtilegra að taka þá í Football Manager 2012.
Ég var að lesa að Ashley Young hafi sagt við Gerard Houllier eftir Chelsea – Man Utd leikinn að hann telji Liverpool sé liðið til að spila fyrir og að hann hafi gefið skýr fyrirmæli um að hann vilji ganga til liðs við okkur.
Svo hef ég rekist á fréttir um Kjaer, Moussa Sissoko, Gervinho, Diego og marga marga fleiri unga efnilega leikmenn sem eru að gera það gott í sínum liðum.
Held að við getum búist við spennandi sumri þegar kemur að leikmannakaupum og vonandi byrjar titlaregnið aftur á Anfield!
Y.N.W.A
Ég er að fara á leikinn.. Verð í KOP og er orðinn talsvert of mikið spenntur 🙂
róa sig drengir hann er sama gæði og hóran hann rooney nema hann verður betri hann er fljótur, góða skot rækni og hvað þá þegar hann skallar tuðruna á 60 km og hann neglirunum með hausnum á 150 km…. hann á eftir að vera stærsta ógn okkar léttir á gerrard og í föstum leikatriðum okkar meginn.
get varla beðið eftir að sjá stærsta nafn enskra knattspyrnu 20 aldarinar……;)
hann er mitt uppáhald;)
hehheh meina 21 öld svona áður en menn fara drulla yfir mann;)
Ég held að Carroll eigi ekki eftir að láta mikið að sér kveða það sem eftir er af þessu tímabili. En á næsta tímabili mun hann verða lykilmaður.
Ég er hrikalega ósáttur með King Kenny.
Ég væri til í að fá alvöru mann í starfið. Einhvern með bein í nefinu.
Einhvern eins og Leif Garðarsson!
Mér skilst að SFA sé að láta Owen Hargreaves fara í sumar til að hafa pláss fyrir enn einn dómarann í 25 manna leikmannahópnum. Hefur reynst svo vel að hafa Webb með fast pláss.
50
Já er búin að heyra af þeim sögusögnum og hérna er það staðfest.
“Manchester United sign Mark Clattenburg”
http://www.facebook.com/photo.php?fbid=10150166020441217&set=o.118450714853613
Hér er frábær grein um möguleika Liverpool í vallarmálum. Hann er að meta kosti og galla við hvor kosturinn sé fýsilegri, að stækka Anfield eða að byggja nýjan völl.
http://thekop.liverpoolfc.tv/_Anfield-Redevelop-or-Relocate-Have-your-say/blog/3271094/173471.html
Ég er búinn að vera að hugsa þetta með Andy Carroll og hef komist að þeirri niðurstöðu að hann á eftir að verða mikil markamaskína á Anfield ásamt því að vera dáður af aðdáendum. Svo þegar hann verður 30 ára plús þá snýr hann aftur á heimaslóðir og klárar ferilinn með Newcastle. Hann er og verður alltaf Newcastle maður þótt Liverpool verði alltaf nálægt hjarta hans eftir að ferli hans þar líkur eftir 8 ár. Menn eru að bera hann saman við hina og þessa hérna með réttu en ég vil meina að hann eigi bara eftir að verða einstakur. Það mun aldrei enda fyrir honum eins og Collymore. Afhverju ? Jú sjáið til Roy Evans var stjóri Collymore. Evans er og var alltaf mjúka týpan sem að vantaði meiri hörku í. Menn fengu að komast upp með allt nánast. Menn elskuðu Evans vegna þess að hann var vinur þeirra en ekki stjóri. Þess vegna komust vandræðapésar eins og Collymore upp með að verða eins og þeir urðu! Dalglish er næs gæjinn þegar hann þarf þess og harði gæjinn þegar hann nauðsynlega þarf þess. Menn munu ekki komast upp með neitt múður og Carroll mun fljótt læra það að Dalglish ræður. Djamm og atvinnumennska fara ekki saman nema í einstöku hófi! Svo er samlíkingin við Crouch bara brandari. Ég vil ekki tala illa um Crouchy en Carroll er klassa ofar í talent en Crouch var á hans aldri. Aðrar samlíkingar eru einnig óþarfar að mínu mati. Carroll er Carroll og ég er handviss um að hann eigi eftir að slá hressilega í gegn með Suarez. Nöfn þeirra verða sungin á Anfield löngu eftir daga þeirra þar. Sjáið til !
Ég bara veit það að Carroll verði frábær fyrir Liverpool. Hvort hann verði einhver Shearer, Sheringham, Fowler eða eitthvað þannig mun koma í ljós en sama hvað því líður þá verður hann frábær leikmaður fyrir félagið.
Hæfileikarnir eru til staðar; hann getur hentað í flest allar gerðir spils, er með góða skotfætur, leikskilning, vinnusemi, auga fyrir spili/færum og einn allra besti skallamaðurinn í deildinni. Hann hefur allt en er svolítið hrár ennþá og nái Kenny(eða hver sem tæki við) og þjálfara teymið að vinna með þessa hæfileika hans þá verður hann frábær.
Ég ætla að telja mér trú um það að Carroll verði einn allra besti framherji Liverpool síðustu árin og verði hér í langan tíma! (7-9-13!!)
Ég er fáránlega spenntur fyrir þessum leik.
1. Kenny Dalglish er að þjálfa Liverpool. Hvar er draumurinn? Hann er að þjálfa Liverpool.
2. Suarez er nýr leikmaður Liverpool – flottur
3. Meirelse er nýr leikmaður – æðislegur og á að vera ready.
4. Steven Gerrard er frábær leikmaður og er í liði Liverpool
5. Reina er í markinu og brjálaður eftir að hafa fengið á sig 3 mörk eftir 6 hrein mörk
6. Andy Carroll er sennilega að spila sinn fyrsta leik á Anfield á móti hvorki Ferdinand eða Vidic. So ef Ferguson er enn einu sinni að ljúga þá skiptir það ekki máli að Ferinandi birtist allt í einu óvænt.
7. Þetta er á Anfield.
8. United á ekki eftir að geta neitt og spila leiðinlegan varnarbolta. Þó þeir skori eitt og vinni 0-1. So be it það skemmir ekki bjartsýnina sem ég hef núna fyrir þessum leik.
9. Þetta verður rúst.
Andy Carroll minnir mig engan veginn á Drogba, Anelka, Shearer né Zlatan en þarna er á ferðinni svakalegt efni, vona ykkar vegna að Kenny haldi honum á beinu brautinni og tali niður pressuna sem verður á drengnum. Hann er frábær skallamaður, sterkur og spilar boltanum ágætlega en það lang skemmtilegasta sem ég sé í drengnum er að hann spilar með “attitúdi” sem er reyndar svoldið ríkjandi í þessu skemmtilega Newcastle liði en vonandi heldur hann því bara áfram.
Var ekki bara málið fyrst þið fenguð ekki C.Adam að bjóða aðeins meira í Carroll og fá Hr. Barton með í kaupunum? Sá kann allavega að skjóta í hausinn á honum.
hann er eins og breskur Messi allavegana skórnir!
King Kenny sextugur í dag, til hamó með amó kallinn minn!
Hversu góður þarftu að vera til að láta Barton líta vel út? Fáránlega góður.
carrol er efnilegur??? hvaða bull er þetta…. mér finnst hann fokk góður,,,, hann er búinn að vera betri en torres á þessu seasoni og ekki heyrir maður að það sé talað um að torres sé efnilgur…
samála @60 finnst carrol góður… en ef þið viljið sjá efnilegann leikmann þá er hann í man u og heitir Ryan kiggs eða eitthvað… allavega var hann nr 11
Ég er svo hjartanlega sammála honum Hafliða #21.Kantarnir eru það sem við þurfum að stórbæta.Þeir félagar Kuyt og Maxi eru langt frá því að vera nógu sterkir þar.Með svona stóran og sterkan skallamann eins og Carroll er þetta algjört möst.
Carroll klikkar varla… kominn með betri samherja(vona ég) en hann var með hjá Newcastle og klassa stungusendingar snillinga á miðjunni og Suárez í holunni sem að er líka með ágætis stungur, er líka svona litli gæinn sem að allir target strikerar vilja hafa með sér. (Suárez er samt 1,81 cm á hæð, held ég.. ekkert eitthvað tiny)