Liðið gegn Sunderland:

Liðið gegn Sunderland er komið og er sem hér segir:

Reina

Carragher – Skrtel – Agger – Johnson

Meireles – Lucas – Spearing

Kuyt – Carroll – Suarez

Bekkur: Gulacsi, Kyrgiakos, Wilson, Poulsen, Cole, Maxi, Ngog.

Það er jákvætt að fá Agger inn í vörnina og verður gaman að sjá loksins bestu þrjá framherjana okkar saman uppi á toppnum, en um leið líst mér ekkert á að hafa Carragher í bakverðinum og ég er ekki viss um að Skrtel/Agger tvíeykið höndli framherjana hjá Sunderland. Við sjáum til. Persónulega býst ég við tapi í dag – erfitt að venju eftir fimmtudagsleik, Sunderland er sterkt lið – en kannski verður þetta gott.

Koma svo, áfram Liverpool!

88 Comments

  1. ég myndi frekar vilja fá cole í staðinn fyrir spearing en samt líst bara vel á þetta, ég held að hann suarez ætti að setja marga bolta til carrol og hann skallar hann inn.

  2. Feginn að sjá Cole og Maxi detta út!

    Líst vel á þetta, 1-2 Suarez með bæði.

  3. held að menn ættu aðeins að trappa sig niður í skítkastinu gagnvart spearing!!!!
    allavega þar til eftir leik..
    hann er allavega töluvert meira spennandi kostur en poulsen andskotinn hafi það

  4. frekar Spearing en Maxi eða Cole!!!

    feginn að sjá þá bakkabræður ekki í liðinu…

    við fáum allavega mark í þessum leik fyrir vikið..

    YNWA

  5. Kristján ertu ekki viss um að Agger og skrtel ráði við framherja sunderland helduru Carragher sé eithvað líklegri til stöðva þá?

  6. Mjög sáttur við liðið.

    Held að þetta sé okkar sterkasta uppstilling í dag. Óháð meiðslum væri Kelly inn fyrir Skrtel(carra í miðvörð) og Gerrard inn fyrir Spearing okkar besta lið!

    Hlakka til að sjá þennan leik og samvinnu Meireles, Kuyt, Suarez og Carroll…! Komasvo

  7. Er það víst að vörnin verði svona?

    Gætum við ekki alveg eins séð Agger í vinstri bak og Johnson hægra megin?

    Mér myndi lítast mun betur á þá línu.

    Annars held ég að þetta sé það besta sem við getum styllt upp úr því sem við höfum að velja í dag. Gerrard inn fyrir Spearing þegar hann er heill og við erum með ágæta fyrstu 11.

    Verst að engir kantmenn eru í þessum hóp til þess að mata senterana, það er líklega stærsta vandamálið við þennan mannskap.

  8. Það er náttúrulega skelfileg staða hjá liði sem spilar um 60 leiki á tímabili og telur sig stórlið, að eiga ekki einn vinstri bakvörð. Það að Skrtel skuli vera leikjahæsti leikmaður tímabilsins segir manni allt um stöðu liðsins í dag. Til þess að ná árangri verður að vera stöðugleiki í vörn liðs. Það sem þjálfarar vilja síst af öllu er að vera gera endalausar breytingar í vörninni. Það verður að vera forgangsatriði í sumar að fá nýjan leiðtoga í miðvörðinn og vinstri bakvörð. Því miður er Carra að komast á leiðarenda, Agger er alltaf meiddur, Kyrgiakos og Skrtel eru einfaldlega ekki góðir leikmenn.

  9. Ok ertu ekki að grínast SPEARING væri frekar til í að hafa poulsen, en helst cole spearing er bara ekkert góður leikmaður

  10. einare.
    ég er hjartanlega sammála þér!!
    ég væri til í að sjá smá metnað hjá eigendunum í sumar og fá einsog eitt stykki mertesacker í miðvörðinn og contreao í vinstri bak!!!

  11. Eini staðurinn sem Spearing á að klæðast Liverpool treyju er í kop stúkunni. Passaði vel þar inn.

  12. doddijr
    ja væri til í að fá contreao og já kannski mertesacker bara ehv sterkan miðjumann

  13. einare
    ég er sammála en þú getur ekki neitað að kyrgiakos er buin að vera ágætur og skrtel er að
    bæta sig ehv en ég er líka sammála við þurfum sterkan vintrsi bakvorð og sterkari miðvörð

  14. eg held að við vinum 0-3 firir liverpool

    eg held að suarez skorrar 1 carroll 1 og kuyt 1

  15. Ánægður með að Agger sé í miðverði. Ömurlegt að sóa hæfileikum hans í þessum fáu leikjum sem hann spilar í bakvörð!

  16. Á hvaða lyfjum er þessi línuvörður, en ætli það sé ekki komið af okkur að fá gefins dómgæslu 🙂 og @25, eigum við ekki að gefa greyið manninum smá séns til að sanna sig? Hann er að koma úr 3 mánaða meiðslum…

  17. Hefðuð átt að drulla meira yfir Spearing. Hann er allavega búinn að fiska víti í dag. En hvort dómurinn hafi verið réttur er hinsvegar allt önnur saga. 🙂

  18. Sundbolti 1 – 1 Spearing.

    Hættið svo að blóta mönnum í kommentum upphitana sem eru í byrjunarliðinu…. bottom line, þeir eru að spila með Liverpool og þá ber að styðja allann tímann.

  19. jæja þarna fengum við smá gjöf eftir strandboltaaatvikið með þessu víti…. en kátur má eiga það, hann er öruggur í vítunum.

    Er ánægður með sóknina í þessum leik en vörnin er eins og alltaf doldið dubious

  20. Ég er í vandræðum með að fá Sopcast til að virka. fæ alltaf “Can not access SopCast Service”…. Eru fleiri að lenda í þessu eða er þetta bara hjá mér?

  21. Það yrði ekkert leiðinlegt fyrir Carroll að skora á þessum velli

  22. Carrol búinn að vera soldill klaufi, en Suarez er frábær. Nánast eins og hinir séu bara alltaf fyrir honum… En líflegur leikur og LFC að komast betur inn í leikinn eftir erfiða byrjun

  23. chris__dixon on Twitter: “The linesman must have had his vision blocked by a beach ball! Karma!”

  24. Karma, my ass!
    Við hentum sundboltanum inn á völlinn. Ekki Sunderland að gjalda fyrir það.

  25. Held að þeir sem koma hingað leik eftir leik til að hrauna yfir leikmenn ættu alvarlega að íhuga að fá sér kött, skilja við konuna og koma bara úr skápnum sem laun-Everton menn.
    Áfram Liverpool! YNWA!

  26. Suarez er snilld. Það er reyndar svoltið áberandi hvað hann fórnar mikið höndum yfir samherjum sínum en það er líka greinilegt hvað þeir eru lítið í takt við það sem hann er að reyna. Það virðast bara allir vera á hælunum miðað við hann!

    En djöfull er ég samt hrifinn af samvinnu Gyan og Welbek þótt það sé leiðinlegt að segja það að þá eru þeir tveir búnir að ná upp mun betra spili á milli sín heldur en allt okkar lið í fyrri hálfleik!

  27. @41 rólegur með að missa saur þótt að jay spearing eigi 1 sæmilegan hálfleik, staðreyndin er sú að hann er ekki nógu góðu fyrir liðið sem liverpool á að stefna að því að vera , ekki nálægt þeim gæðum , sem og amk 50 % af 22 manna hóp okkar . við eigum ávallt að krefjast þess að hópur okkar sé með þeim sterkari í deild, ekki miðlungs

  28. Alveg magnað hvað menn eru fljótir að hrauna yfir alla ef þeir eiga 100% leik. Carroll er nýstigin uppúr meiðslum, sýnið smá þolinmæði andkotinn hafi það!

  29. Er Spearing, ungur uppalinn leikmaður frá Liverpool, ekki að spila sinn fyrsta leik í byrjunarliði í deildinni? (eða þá einn af sínum fyrstu).

    Það er ekkert eins og Carragher hafi verið að brillera neitt þegar hann komst í liðið hjá Liverpool og svo til ykkar sem drullið hvað mest yfir það að sjá Spearing þarna inná, er það þá vegna þess að þið saknið Joe Cole, eða var það Maxi Rodriguez? Því það er klárlega ekki ekki Poulsen!

    Ég er ekki að segja að ég sé eitthvað himinlifandi með að sjá hann inná, en miðað við það sem er í boði og þeirra frammistöður undanfarið þá er þetta allt í lagi.

  30. Carroll er svo sannarlega ekki 35 milljon punda virði,,,,við erum að tala frekar um 50 milljón punda virði!

  31. vona þín vegna babu að þú hafir betra auga en þetta fyrir leikmönnum.. skal taka hvaða veðmáli sem er um að þessi leikmaður verði aldrei meira en miðlungs í besta falli

  32. Þetta hlaup hjá spearing var meira enn það sem cole OG rodrigues myndi gera samtals.. legg til að þeir sem drulluðu yfir spearing meiga gleypa orð sín nema ef hann skyldi skora sjálfsmark

  33. Spearing er engin heimsklassaleikmaður og flestir gera sér auðveldlega grein fyrir því. En hann er uppalinn og leggur allt í leikina.
    Það er ekki einsog að O’Shea, Fletcher og fleiri í United og öðrum liðum séu í heimsklassa. En þeir hafa sitt hlutverk hjá Utd, leggja sig fram og skila því mjög vel.

  34. Hvað með það hoddij? Hvað er betra í boði núna sem er svona ofboðslega aðkallandi að setja inná frekar en hann?

  35. ég er reyndar sammála því að það sem er í boði er auðvitað skandall, en eigum við samt að sætta okkur við 23 ára gamlan leikmann sem mun aldrei ná gæðunum sem við eigum að krefjast inná vellinum í liverpool treyju ?

  36. Ég skil ekki þessa neikvæðni í mönnum. Liverpool liðið búið að vera mun betra, óheppið að vera ekki tveimur mörkum yfir. Liðið hefur staðið sig vel varnarlega þar sem Sunderland hefur ekki náð að skapa eitt færi……en meðan staðan er 1-0 þá er maður aldrei öruggur um neitt.

  37. Ég verð bara að segja… 22 millj. punda fyrir Suarez er gjöf en ekki gjald.

  38. Hvað er Carroll búinn að eiga margar heppnaðar sendingar?

    enga!

  39. heppnin virðist ekki elta stóra andy okkar, kuyt bjargaði marki frá honum á móti braga og núna suderland á línu …

  40. Verð að seigja að við erum búnir að vera ansi heppnir með dómarann :o/

  41. Magnað finnst mér annars hvað Maxi hefur náð að spila alveg eins í dag og gegn Braga í vikunni!

  42. Sáuð þið hvernig hann spólaði upp grasinu þegar hann skipti beint úr örðum í ÓTRÚLEGA gírinn?

  43. Við erum komnir með okkar eigin dómara í liðið okkar ….svona svipað og manutd…

  44. Eitt sem ég skil ekki, af hverju tekur Meireles engar aukaspyrnur rétt fyrir utan teiginn??…

  45. Nr 76.

    Vegna þess að maðurinn sem verið er að syngja um tekur þær allar.

  46. Meireles: Ég tek þessa!
    Luis: Á ég að bíta þig?
    Meireles: Hey strákar, það er best að Luis taki þessa!!

  47. Spearing búinn að eiga fínan leik greinilegt að King Kenny veit eitthvað meira en við snillingarnir hér

  48. mistökin hans þegar gyan stal af honum boltanum hefðu getað kostað mark . en fínn leikur heilt yfir

  49. Spearing var bara mjög góður í dag. Suarez samt maður leiksins, ofboðslega er þetta spennandi leikmaður.

  50. Suarez klárlega maður þessa leiks, en ég vona að menn séu samt að meta það hversu GRÍÐARLEGA mikilvægur Agger er fyrir þetta lið. Nú má drengurinn bara byrja að vera heill einsog heilu og hálfu seasonin! 😀

  51. Flottur leikur! Ánægður með Spearing, Suarez og Carrol! Skil ekki hvað er að mönnum að gagnrýna Carrol svona, hann komst vel frá þessum leik og er stöðugt ógnandi í loftinu! Ég held að menn hreinlega þjáist af greindarskorti að vera að hrauna yfir hann! Hljóta að vera spila of mikið af FM.

  52. Flottur leikur Suarez er madurinn!!
    Finnst menn daema Carrol allt of mikid hérna,madurinn ekki spilad bolta sidan i des,og maetir fyrrum erkifjendum.
    Fannst hann bara meir og meir spenndi tví meir sem leid á leikininn.!

Sunderland á morgun

Sunderland 0 – Liverpool 2