Okkar menn gerðu í dag góða ferð norður í land og unnu Sunderland 0-2 á útivelli.
Kenny Dalglish hafði úr næstum fullu liði að velja – aðeins Gerrard og Kelly fjarverandi úr okkar sterkasta liði, auk Shelvey og Aurelio – og stillti því upp sterku liði í dag:
Reina
Carra – Skrtel – Agger – Johnson
Meireles – Lucas – Spearing
Kuyt – Carroll – Suarez
Bekkur: Gulacsi, Kyrgiakos, Wilson, Poulsen, Maxi (inn f. Meireles), Cole (inn f. Suarez), Ngog (inn f. Carroll).
Fyrsti hálftíminn eða svo fór í mikla baráttu. Sunderland-mönnum gekk betur að láta boltann ganga sín á milli og miðjan okkar virtist eiga erfitt með að ná fótfestu á leiknum. Lítið markvert gerðist þó, Sunderland átti þarna sinn besta leikkafla en náði aldrei að ógna marki Liverpool og það átti ekkert eftir að breytast í þessum leik.
Eftir rúmlega hálftíma leik gerði svo miðvörður Sunderland, Mensah, mistök er hann datt og missti boltann frá sér. Spearing var í pressunni, hirti boltann af honum og keyrði með hann inn á teiginn. Mensah hljóp aftan að honum og fellti hann við vítateigslínuna. Dómarinn dæmdi aukaspyrnu en línuvörðurinn færði brotið inn í teig og Kuyt skoraði örugglega úr vítinu. Mensah fékk gult spjald fyrir brotið en menn eru enn að rífast á Twitter og víðar um hvort þetta var víti eða ekki. Við þá sem vilja meina að Liverpool hafi verið að fá eitthvað gefins á þessum velli í dag vil ég bara segja eitt: strandbolti. Haldið svo kjafti.
Eftir þetta datt allur botn úr leik heimamanna og þeir fundu þann botn aldrei aftur. Okkar menn smullu í betri gír, miðjan fór að finna sig og þegar flautað var til hálfleiks vorum við að mínu mati komnir með góð tök á baráttunni í þessum leik.
Seinni hálfleikurinn var opnari, Sunderland reyndu án árangurs að ógna marki Liverpool en vörnin okkar stóð vaktina prýðilega og Reina þurfti nánast ekkert að gera. Suarez var allt í öllu hjá okkar mönnum og var síógnandi og Carroll óx ásmegin þegar leið á en sá síðarnefndi lét bjarga góðum skalla frá sér á marklínu eftir um klukkutíma leik. Var grátlega nálægt því að skora fyrsta mark sitt fyrir félagið þar en það sást í þessum leik að Carroll er enn að spila sig í leikform þannig að ég hef engar áhyggjur af honum.
Það var svo á 72. mínútu að leikurinn kláraðist. Kuyt tók innkast hægra megin við hornfána, kastaði á Suarez sem lagði hann aftur á Kuyt og hljóp svo á bak við bakvörðinn. Kuyt sá hlaupið, lagði boltann inn fyrir á Suarez sem tók strikið með fram endalínunni inn á teiginn og negldi svo óvænt upp í markhornið fjær, óverjandi fyrir markvörð Sunderland. Staðan orðin 2-0 fyrir Liverpool. Game over.
Nokkrum mínútum síðar var Mensah svo rekinn út af fyrir að toga Suarez niður þegar hann var að sleppa í gegn (Bramble hafði áður fengið gult fyrir svipað brot á Carroll, þeir réðu ekkert við framlínuna okkar í dag) en Suarez skaut naumlega yfir úr aukaspyrnunni. Þarna var leikurinn samt endanlega búinn og okkar menn lönduðu þessu í rólegheitum.
Þetta var góður sigur og nú erum við bara fjórum stigum á eftir Tottenham í 5. sætinu en þeir eiga þó leik til góða. Það er einhver veik von þarna en til að eiga séns þurfum við að vinna þá þegar þeir koma á Anfield í byrjun maí og vona að þeir tapi stigum í 2-3 öðrum leikjum. Annars var ég ánægður með liðið í dag, bjóst við meiri þreytu eftir Evrópuleikinn en þetta var bara nokkuð vandræðalaust í dag, eftir fyrsta hálftímann. Kannski var vítið vafasamt og ég er viss um að Steve Bruce mun væla eins og stunginn grís í fjölmiðlum en sigurinn var engu að síður sanngjarn.
MAÐUR LEIKSINS: Luis Suarez. Þvílík byrjun á Liverpool-ferlinum hjá honum. Hann var (enn og aftur) óstöðvandi í dag. Vörnin okkar öll fær svo varaverðlaunin í dag því ég átti von á að þeir myndu lenda í vandræðum með sóknarlínu Sunderland en menn stóðu vaktina allir sem einn og þetta var bara allan tímann öruggt hjá þeim.
Næst: landsleikjahlé og hálfur mánuður í næsta deildarleik. Við spiluðum bara tvo deildarleiki í mars og unnum þá 3-1 (United) og 2-0 (Sunderland). Fullkominn mánuður í deildinni.
Alltaf gaman að taka lið sem Steve Bruce stýrir í ósmurt!
Enn gerir Luis Suarez ghana mönn lífið leitt skora eitt mark og svo láta einn fara útaf velli 🙂
Dagurinn verður svo toppaður með jafntefli á eftir.
BBC : 1504: Ooh, top strike, top save. Jay Spearing – who has impressed today – turns inside on the edge of the Sunderland box before firing a rising effort at goal that Simon Mignolet (who is Belgian, not French) does excellently to tip over the bar. The corner comes to nothing.
Suarez er lang bjartasta vonin þessa dagana og í rauninni ein aðal ástæða þess að maður nennir að horfa á Liverpool leiki þessa dagana.
Víti var harður dómur og rautt spjald í rauninni bara fáránlegt þarna í lokin. En við áttum þó vel skilið að vinna, ekki spurning.
Áfram Liverpool
ég ætla að vera svellkaldur og segja að JAY SPEARING var klárlega langbesti leikmaður í annars freka þreyttu og andlausu liverpool liði!!!
og djöfull stakk hann uppí efasemdar raddirnar sem voru vælandi fyrir leik…..
frammistaðan hans var líka svona á móti neverton og hann verður hörkuleikmaður
Carroll var dauðþreyttur komandi uppúr meiðslum og það væri bara heimska að fara gagnrýna hann á þessari frammistöðu… vonandi er þetta ekki alvarleg meiðsli hjá suarez….
Þvílíkur munur að hafa alvöru striker sem tekur menn á og getur skotið boltanum. Suarez kominn með 2 mörk, 3 stoð í rúmum 4 leikjum.
Hvað fannst mönnum annars um Carroll? Virðist vanta alvöru vængspil og fyrirgjafir til að hann nái að ógna af alvöru.
Solid 3 stig, 5 stig (mínus leikur) í Tottenham, 24 stig í pottinum fyrir okkar menn og allt virðist opið!
Suarez maður leiksins
Sælir félagar
Góð úrslit og sigurinn nokkuð auveldari en ég reiknaði með. Tvær skiptingar Sunderland settu auðvitað strik í reikninginn hjá þeim en liði virðist vera að gefa verulega eftir nú eftir áramót. Vörnin solid og ég vona að nöldrið út í Carra fari nú að hætta.
Suarez yfirburðamaður á vellinum og Carrol mun koma til. Jay Spearing rak ofan í mig og fleiri hugsanir um að hann væri ekki tækur í liðið. Tíu sinnum betri en Poulsen og átti bara fínan leik. Aðrir á pari og það var meira en nóg.
Það er nú þannig.
YNWA
Leikskýrslan er komin inn.
sætur sigur, jay spearing átti ekki skilið yfirdrullið sem hann fékk fyrir leik, þetta er fagmaður!
Vorum við ekki að spila 4-4-2 í daga eða…?
Búnir að standa okkur frábærlega í deildinni eftir að King Kenny tók við.
Hefðum vel getað keppt um 4. sætið ef brottreksturinn á Hodgson hefði ekki komið svona seint.
Strandboltinn var vel merktur Liverpool, sem hvort sem væri flokkast undir óheppni, þessi vítaspyrnugjöf var vegna vanhæfis aðstoðardómara.
FLott hjá þér að segja mönnum að halda kjafti, virkilega málefnalegt.
Virkilega góður sigur á erfiðum útivelli en Sunderland hafði bara tapað tveimur leikjum á heimavelli í vetur fyrir þennan leik. Varnarleikur liðsins var frábær, man varla eftir einu færi sem Sunderland fékk í þessum leik.
Mér fannst flestir leikmenn spila vel í dag, Spearing átti sinn besta leik í Liverpool treyjunni og verðskuldar að vera valinn maður leiksins ásamt Suarez. Ef við hefðum álíka creativa kantmenn værum við komnir í virkilega góð mál og þá myndi Carroll fara nýtast fullkomlega.
Nú eru bara 4 stig í Spurs og liðin eiga eftir að mætast á Anfield þannig ég hef fulla trú á að liðið geti farið að narta í hælana á þeim og síðan farið framúr. Það er samt vissara að taka bara einn leik fyrir í einu. Næsti leikur er erfiður útileikur gegn WBA sem virðist á ágætis skriði hafa að minnsta kosti ekki tapað leik í síðustu fimm leikjum.
sælir aftur félagar, það sem ég sagði áður að ég fæ mér 2faldan chivas þá er leikurinn unninn, það gerðist núna , við erum á Grænlandi og horfðum á likinn beint kl 10.30 um morgun, ömurlegur fyrri hálfleikur en batnaði eftir að við skoruðum, skrítið? kanski við fengum smá trú á okkur sjálfum.
Haukur minn, slakaðu á. Það var alveg jafn mikil vanhæfni hjá dómara sem kunni ekki reglurnar nógu vel til að vita að það er ólöglegt að aðskotahlutir (eins og t.d. strandboltar) hafi áhrif á leikinn eins og það var vanhæfni aðstoðardómara að dæma víti í dag.
Það gerði dómgæsluna ekkert minna vitlausa fyrir því.
Fékk einhver annar en ég úr honum þegar Luiz skoraði?
Menn hefðu átt að drulla aðeins meira yfir Jay Spearing áðan… Þoli ekki þegar menn eru að drulla fyrir byrjunarliðið sem STJÓRI liðsins velur, hvar er virðingin?
Annars ágætur leikur hjá okkur í dag, hefði viljað sjá Carroll klára dauðafærið sitt. Spearing var mjög góður fannst mér og manna líflegastur. Suarez þarf varla að gagngrýna því hann er klárlega að fylla í skarðið sem Fernando skildi eftir sig, þvílíkur leikmaður!
Það sem pirraði mig nánast ALLAN leikinn var einn maður, Carragher, hvað er málið með þessar helvítis neglur alltaf fram og vona það besta, aftar en ekki var Carroll ALEINN frammi að hvað… átti hann bara að skalla boltann í markið í fyrstu snertingu? óþolandi þetta Kick’n’Hope kjaftæði…
0-2 og 3 stig, getum varla pirrast mikið á því, eina keppnin sem við erum í er PL og hvað þarf að spara og fyrir hvað? gefa allt í botn og klára þetta með stæl!!
-Vona að Suarez sé ekki mikið meiddur
YNWA og áfram King Kenny (líka þegar hann velur Jay Spearing í liðið)
Góður sigur í dag. Suarez er ofsalegur leikmaður. Ég var ánægður með Lucas og Spearing á miðjunni, mjög flottur leikur hjá þeim. Andy Carroll var góður og óheppinn að skora ekki.
Maður leiksins: Dómarinn. Frábær leikur hjá honum.
LUIS SUAREZ LIVERPOOL’S NUMBER SEVEN! NANANANANANAAAAAA NANA.. NANANANANANA NANAAA.. NANANANANANANANANA… LUIIS SUAAREZ.. LIVERPOOL’S NUMBER SEVEN!
Það er samt alveg hægt að viðurkenna að þetta hafi verið rangur dómur, í stað þess að reyna að réttlæta þetta vegna eldri rangra dóma. Og að segja mönnum svo að halda kjafti, virkilega hár standard þar og fagmannlega unnið. Ég bjóst við meiru hérna.
Gott hjá þér Haukur minn en á ekkert að hringja í mig
vá haukur….. cry me a river… þetta er bloggsíða ekki sunnudagsskóli
Suarez þvílíkur leikmaður, vona að þetta séu ekki nárameiðsl. Carroll er svolítið þungur en við skulum vona að hann verði bara betri og betri og 0-2 sem ég sagði (skrifaði) og barasta gaman.
Snilld Suarez fær mann til að gleyma Torres. Get þó ekki varist tilhugsuninni hvernig væri að hafa þá báða frammi saman.
Eftir þessa 2 leiki í mars, er það ekki gefið að Suarez fá leikmaður mánaðarins verðlaunin og sennilega Kenny sem þjálfarinn?????
# 13 – Jú við vorum að spila 4-4-2 með Kuyt og Meireles á köntunum og Suarez og Carroll frammi þó að Suarez, Kuyt og Meireles hafi verið duglegir við að finna sér pláss annars staðar þegar leið á leikinn.
En djöfull er gaman að horfa á Suarez spila. Hann gefur allt í þetta og ef það verða keyptir þessir klassa kantmenn í sumar sem allir eru að tala um þá get ég ekki beðið eftir að sjá sókinina okkar næsta haust!
Suarez maður leikins ásamt Spearing. Spering á að koma alfarið inn á miðjuna fyrir Lucas. Lucas var lang slakasti leikmaður leiksins og er þetta ekki í fyrsta skipt sem hann er það.
Ekki sammála að Lucas hafi verið lélegur hann er stoppari og það var bara allt í lagi með hann en Spering kemur til og var betri nú en í síðasta leik.
Heyrðu nafni ertu nokkuð Sunderland maður ?? Biturleikinn að fara með þig. En það skiptir engu, þetta var aldrei innan teigs. Það er hægt að ræða dómgæsluna fram og tilbaka. Í dag féll hún með Liverpool en á morgun kannski með Sunderland. Þetta var annars dæmigerð United dómgæsla!
hvað er málið með carragher………. það þarf nú að bekkja hann ef það eina sem hann getur er að fara að miðju og dúndra svo boltanum fram á carrol (eða næsta top) þarf að fara að kenna honum að spila boltanum….. býst við fullt af drullu yfir mig en þetta er því miður maður sem við verðum að setja á bekkinn fljótlega þar sem hann passar ekki í léttleikann og snöggu sendingar sem við þurfum að spila til að komast aftur í efstu línur í þessari deild. vantar einnig pressu ofar á völlinn.. þurfum að fara að pressa um leið og við missum boltan. duttum allt of mikið aftur.
annars sáttur með að við skoruðum 2 mörk svo ekki sé vælt um að við höfum fengið sigur á silfurfati og allt það væl frá öðrum stuðningsmönnum.
Flottur leikur og góður sigur. Er samt ekki að fatta comment nr 32 og ótrúlegt að e-h hafi þumlað það upp.
Er einhverstaðar hægt að sjá mörkin á netinu ?
Frekar skemmtilegur leikur ! Mikil ógn í liverpool sókninni og vá hvað Suarez er að gera góða hluti, STÓRHÆTTULEGUR ! Hefði líka verið svo mikið ljúft að sjá skallann hans Carroll svífa inn, algjör heppni að honum var bjargað á línu..
Pirrandi samt að þurfa alltaf að bíða í hálfan mánuð eftir leikjum !!
Ég er algerlega sammála því að það er Lucas að kenna hvað miðja sunderland átti náðugan leik. Ef Spearing hefði ekki náð að næla í “vítið” hefði hann þá verið lélegasti maðurinn á vellinum? Lucas var ágætur, sást líka bara hvað leikur Liverpool gekk mikið betur þegar Suarez er inná, hann gefur mönnum fleiri möguleika að senda á og erfiðara fyrir varnarmenn og miðjumenn að loka sendingarleiðum.
Ekki bitur, en mér þykir rosalega leiðinlegt þegar menn geta ekki talað um hlutina eins og þeir eru. Eins að halda því fram að Liverpool eigi e-ð inni útaf sundboltadæminu finnst mér barnalegt. Þetta var nýr leikur, nýtt atvik. Mér finnst í raun rosalega klaufalega um þetta atvik skrifað í skýrslunni og já á lágu plani. Eins og þú segir, dómarinn gaf Liverpool víti í dag sem átti ekki rétt á sér og dómarar gera mistök aftur og aftur, en af hverju að réttlæta þau gagnvart liði sýnu ?
skil ekki hvernig menn fá þaðút að rauða spjaldið hafi verið rugl, Suarez kominn í geng og er togaður niður það eitt og sér er rautt svo var karlanginn á gulu. Vítið kannski strangur dómur en hafði ekki úrslita áhrif á leikinn. Öruggur sigur
sorry átti að vera 31
sko… mér langar ekki að vera leiðinlegur en fokkings common! HVAÐ er fokking að!! síðan kenny dalglish kom til liðsins 8 jan 2011 þá erum við í 1 sæti í stigasöfnun í ensku deildinni og við erum bunir að keppa við chelsea og manchester united! drullist þið til að hætta þessari fokking svartsýni!
Gríðarlega mikilvægur sigur í dag, þetta var svona leikur sem hefði verið tíbíst að lenda í veseni með og tapa stigum. Flott barátta frá byrjun og Sunderland átti aldrei séns í heitasta leikmann deildarinnar Suarez.
Hvort þetta var víti eða aukaspyrna má endalaust þræta um, aðstoðardómarinn var viss í sinni sök og alveg eðlilegt að hann ráði þessum dómi enda betur staðsettur og sá brotið betur en dómarinn.
Það gleður okkur Púllara auðvitað extra mikið þegar dómar falla okkur í vil, enda gerist það sjaldan.
En ég skil vel að Sunderland aðdáendur séu fúlir yfir þessu, en svona er nú boltinn stundum.
Ég held að það sé alveg ljóst öllum þeim sem efuðust um Carroll að hann á eftir að reynast okkur mikill happafengur haldist hann heill, þvílíkur yfirburðarmaður í teignum og sífellt ógnandi. Hann var bara óheppinn að setjann ekki í dag, hann á eftir að setja mörg mörk fyrir okkur í framtíðinni er ég viss um.
Heilt yfir flott frammistaða okkar manna í dag uppskar öruggann og umfram allt sanngjarnann sigur.
@Arnar 41
Fyrir utan haug af stafsetningar og málvillum þá er ég svo innilega sammála þér. Við unnum 0-2 gegn liði Steve Bruce sem er yfirleitt mjög erfitt fyrir okkur og því ber að fagna.
Mási af hverju fattarðu ekki comment nr 31 það er á íslensku og Lucas er ekki svo slæmur eins og sumir halda, hann hefur mjög batnað og verður bara betri enda hefur meistari Kenny sagt að hann verði bara betri og betri.
djöfull er hann suarez góður!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Óþarfa leiðindi gagnvart Lucas. Var bara góður á miðjunni eins og í mörgum leikjum uppá síðkastið.
Mér finnst hann tilvalinn í þann bolta sem Kenny spilar og hann hefur verið að skila sínu í hverjum leik undir hans stjórn.
Annars Suarez að koma mér ótrúlega á óvart síðan hann kom. Ég sagði við besta vin minn áður en hann kom að ég vildi ekki hafa hann útaf þessari bölvun á framherjum úr hollensku deildinni.
Alveg outstanding leikmaður sem ég er byrjaður að dýrka.
Jay Spearing var hrikalega öflugur á miðjunni fannst mér. Suarez gríðalega flottur eins og í síðustu leikjum sínum.
En hefuru einhver heyrt um nárann á Suarez? er hann í góðu lagi eða
Það kemur alveg örugglega yfirlýsing frá Liverpool í kvöld eða á morgun um meiðslin. Ef ekki þá er hann í góðu lagi.
Ótrúlega dapurt framá við þetta Sunderland lið en að sama skapi spiluðum við ágætlega og miðjan er mun þéttari og betri varnarlega með spering inná heldur en Cole eða Maxi sem eiga það til að missa boltan á mjög slæmum stöðum. Það eina sem veldur mér áhyggjum er að við erum ekki að búa mikið til í sókninni, fyrra markið kemur uppúr varnarmistökum og seinna markið er frábært einstaklingsframtak.
Tók saman að gamni mínu tölfræðina með SUARES og torres síðan þeir skiptu um lið.
Leikir. Mörk. Skot. Skot á m. Stoð. Brotið af Brotið á
Suares. 3 1 15 6 2 2 14
Torres. 4 0 10 1 0 5 2
Kannski höfum við bara selt á hárréttum tíma aldrei þessu vant og gert góð kaup. Man einhver hvenær það gerðist síðast hjá okkur.
þessi síða ruglaði allri tölfræðinni hjá mér
Berger, Suarez er búinn að skora 2 mörk.
Djöfull langar mig í leikmann eins og David Luiz til Liverpool 🙂
Hvernig er það var Luiz keyptur í sóknina og Torres í vörnina hjá Chelsea??
Held að það eigi að láta kuyt spila einan fremst einsog gegn Man Utd. um daginn. Carroll og Suarez munu fóðra hann á milli þess sem þeir skora sjálfir. Kuyt er góður í að hirða “fráköst”. Þannig yrði framlínan stór- stórhættuleg.
Sælir félagar
Það er eins og venjulega að einhverjir sem ég nenni ekki að gefa nafn við hæfi ( Drési#20 og einhver önnur mannvitsbrekka) sjá ástæðu til að drulla yfir Carra eftir þennan leik. Mér þætti betra að þessir menn notuðu salernið heima hjá sér frekar en þessa spjallsíðu. Þá erum við hin laus við stegginn af hægðum þeirra og þeir gætu notið hans í lokuðu rými einir með sjálfum sér.
Það er nú þannig.
YNWA
Við héldum hreinu:)
Félagar, mörkin eru hérna : http://www.101greatgoals.com/videodisplay/sunderland-liverpool-8815768/
Vona að menn hætti að nöldra fyrir öllu hérna. Bærilegur leikur og fín úrslit.
Góður leikur og flestir leikmenn okkar stóðu sig með sóma.
Það hljóta allir að geta viðurkennt að í þessum vítaspyrnudóm þá var einungis um tvennt að velja:
1) Dæma víti og gult spjald
2) Dæma aukaspyrnu og rautt spjald
Það að dómarinn hafi gert mistök í sínu vali þýðir ekki að það hefði breytt einhverju um lokaniðurstöðuna.
Berger þú ert með þessa tölfræði í algjöru rugli..
Suarez er kominn með 2 mörk og 3 stoðsendingar og búinn að spila 5 leiki.
Torres er búinn að spila 7 leiki fyrir Chelsea.
Hef ekki getað commentað hérna þar sem ég sé ekki leikina… en kem hérna til að lesa pistlanna…. og svo verður það að vera fram í lok apríl… YNWA
vá hvað ég var að fýla það hvernig við fögnuðum mörkunum! 😀 http://www.101greatgoals.com/videodisplay/sunderland-liverpool-8815768/ sjáið hér á 0:43
Carroll a eftir ad batna, en Newcastle gerdi sennilega besta dil allra tima tegar teir seldu hann a 35 m punda.
nr58 afhverju erfrekar rautt ef þaðer dæmd aukaspurna en bara gult fyrir viti eg ekki alveg að skilja það annars verð eg að seigja að suarez er i hæðsta gæða klassa
Ég hef ekkert um þennan leik að segja annað en að við vorum góðir, sífellt ógnandi og Suarez er ÆÐISLEGUR
Sælir.
Flottur sigur hjá okkar mönnum í dag og það sást greinilega hversu mikilvægur Suarez er orðinn fyrir liðið þrátt fyrir að hafa aðeins spilað örfáa leiki. Þetta sóknarpar Carroll og Suarez virkar gífurlega vel á mig. Carroll er auðvita bara koma sér í gang aftur eftir meiðsli og var drengurinn óheppinn að skora ekki í dag. Eina sem mér finnst vanta hjá honum er touch-ið og kannski að skila boltanum eftir að hann hefur tekið við honum. Fannst svolítið oft sem hann tók við boltanum og gerði allt vel nema missti hann svo í endann.
Vítið var auðvita aldrei víti heldur aukaspyrna en sumir segja what comes around goes around. Ég held samt að það neiti því enginn að hefði þetta verið öfugar aðstæður værum við allir að blóta Kevin Friend í kvöld og næstu daga því sama þótt dómari geri mistök einu sinni réttlætir hann það ekki með að gera mistök við hitt liðið seinna. En jæja, fótbolti er bara svona og við þökkum Friend kallinum fyrir að vera svona “vinalegur” við okkur í dag (óóóóó word play).
Spearing átti góða leik í dag og vona ég hans og liverpool vegna að hann geti haldið uppteknum hætti. Ég skaut á hann eftir seinasta leik og sagði að hann ætti ekki heima í Liverpool liðinu miðað við spilamennsku hans í seinasta leik. Ég viðurkenni það að þrátt fyrir gífurlega góðan leik í dag þá er ég ekki enn sannfærður. Færi hann hinsvegar okkur fleiri góða leiki skal ég glaður troða þessum orðum ofan í mig. Vona innilega að hann geri það.
Annars snilldar leikur og ég er í sæluvímu í dag yfir þessum skiptum, Carroll og Suarez inn .. Torres (og Babel) út! Torres er auðvita bara eins og e-ð sorp í Chelsea liðinu eins og er. Skulum samt ekki drulla of mikið yfir manninn þar sem við ættum að vita best að hann gæti tekið upp á því þegar hann vill að skora svona 10 mörk í næstu leikjum.
YNWA
Leiðrétting: What goes around comes around! ;
Sammála Birki í #65.
Fannst auk þess Lucas eiga fínann leik. Pressandu útum allt.
Einnig gaman að sjá Agger aftur í miðverðinum.
Sigkarl , ég ætla nú ekki að vera með nein leiðindi, ég sagði bara mína skoðun á Carra og er mér það alveg frjálst að ég hélt. Finnst ekki gaman að horfa á þetta, þ.e.a.s að sjá Carra negla alltaf boltanum fram, okey hann var mjög traustur í þessum leik og er það alveg nóg, við unnum leikinn og þetta komment hjá mér átti ALLS ekki að vera neikvætt eða leiðindi…
Svo ég biðst afsökunar ef ég fór í taugarnar á þér gamli minn
Áfram Liverpool!!
YNWA!!
Talandi um að Carroll eigi eftir að batna. Vissulega enda maðurinn að stíga upp úr erfiðum meiðslum og því er það ekki fyrr en í fyrsta lagi í næsta leik sem við getum búist við honum fullfrískum og kominn í einhvers konar leikform.
Annars held ég að það velti fyrst og síðast á framlagi meðspilarana hvernig Carroll kemur til með að spila. I Braga leiknum hafði hann t.d. úr engu að moða. En í samanburði við fyrstu leiki Morientes og Crouch lítur Carroll ansi vel út. Í leiknum í dag voru Sunderlandmenn fljótir að umkringja hann, sem skapaði töluvert pláss fyrir Suarez og Kuyt.
Frábær sigur, Suarez geggjaður, Carroll var ógnandi, Spearing var magnaður og vá hvað er gott að fá Agger aftur, það kemur spil útúr vörninni loksins..
Rosa flott úrslit á móti efri liðium deildarinnar eftir að Daglish tók við.
Rosalega er Úrugæinn að koma á óvart og hann er að sanna það hratt og örugglega að þessi framistaða á H.M í sumar er ekki tilviljun.
Ég held bara hreinlega ef að maður hefði e-ð með kaup og sölur að gera þá mundi maður sennilega vilja fá bara pening í milli þegar Chelski fer að bjóða skipti á Torres!
Flott kaup hjá Comoli og co
Rosalega notalegt að sjá loksins sannfærandi meðdómgæslu með Liverpool, allveg sama hvernig menn túlka þettað en þá skil ég vel að Brúsarinn hafi verið að rökræða við fjórða dómarann
Ég sá nú ekki síðustu 10 min en mér fannst Agger vera mjög sannfærandi í þessum leik.
En Suarez er öðvitað maður dagsins
Alli
#63 Everton
Þarf sennilega að taka það fram að þetta einungis mitt mat á hvernig taka skal á brotum og reyna að sporna við því að liðum sé refsað tvöfalt af spjaldaglöðum dómurum (hér á ég við brot á leikmönnum sem eru við það að sleppa einir í gegn en aftasti varnarmaðurinn brýtur á þeim)!
Vítaspyrna er dæmd þegar verið er að ræna lið kláru marktækifæri innan teigs, þar með hefur liðið endurheimt dauðafærið sitt þar sem leikmaðurinn sem tekur vítaspyrnuna fær að vera einn á móti markmanninum. Engin þörf á að gefa rautt spjald (nema fyrir gróft brot vitaskuld) þar sem búið er að refsa liðinu sem braut af sér.
Aukaspyrna er dæmd þegar brotið á sér stað utan teigs, þar er liðið sem var í sókn að missa af dauðafærinu sem það hefði fengið og því skal réttilega reka viðkomandi varnarmann af velli.
Sá það hér fyrir ofan að einhver sagði að Liverpool væri að standa sig best í deildinni síðan að King Kenny kom. Veit einhver hvar er hægt að sjá það??
En váá hvað Agger virðist vera rosalega mikilvægur í þessu liði. sóðan Kenny kom hefur Liverpool nánast haldið hreinu í öllum leikjum sem hann hefur spilað fyrir utan vítið sem berba fékk á old trafford. svo man ég eftir everton leiknum 2-2 þá fór Agger reyndar útaf í halfleik í stöðunni 1-0 fyrir Liv. Hann lætur Skrtl og johnson líta betur út og jafnvel Carra líka, miklu meiri ró og yfirvegun í vörninni! vona svo innilega að hann spili 38 leiki í deildinni næsta tímabil því hann í formi er á sama stalli og vidic og terry. Kæmist held ég í öll lið í heimi !!
Mikið svakalega kom Spearing mér skemmtilega á óvart í þessum leik!
Ég færist ósjálfrátt framar í sætið og verð spenntur í hvert einasta skipti sem Suarez fær boltann í fæturna, tilfinning sem ég man síðast eftir þegar McManaman var hvað sprækastur (sorry Luis Garcia).
Sveinn Kjartan nm.5 kanski var þetta víti harður dómur, en við áttum þetta fjandin hafi það líka inni!!!
4 stig upp í Tottenham!!!;D
@73 Steingrímur
Hér: http://www.footstats.co.uk/index.cfm?task=formguide og hér: http://www.premierleague.com/page/FormGuide er hægt að sjá frammistöðu í síðustu leikjum… Dalglish hefur leitt liðið í 9 deildarleiki, 2 töp gegn Blackpool og West Ham, 2 jafntefli gegn Wigan og Everton, 5 Sigrar. Samtals 17 stig
Værum í þriðja sæti ef deildin hefði byrjað fyrir 9 leikjum síðan… á eftir Arsenal með 21 og Chelsea með 17 en betri markatölu.
Svo er ég sammála Gylfa Frey… ég fýla sanngjarna dómara… Annars má deila um það hvort að hann hafi verið aftasti varnarmaður og því hefði rautt líklega alltaf verið of strangur dómur.
Svo fannst mér dálítil dýfu-lykt af hruninu hjá Spearing sem var augljóslega fyrir utan teig.
Annars er ég drullusáttur með úrslitin, seinna markið var fáranlega fallegt og við fyrstu sýn áttaði ég mig bara enganvegin á því hvernig boltin gat endað í markinu 🙂
Frábær sigur og ansi hreint góður leikur hjá fjölda leikmanna. Ég átti satt að segja ekki von á sigri, hvað þá svona öruggum. Nokkur atriði standa upp úr:
– Suarez, Suarez, Suarez. Ekki nóg með það að hann fíflar leikmenn út og suður, hann er líka bad-boy með attitjúd sem er pottþétt ótrúlega leiðinlegt að spila á móti. Hann er án efa einn allra heitasti senterinn í deildinni núna og ég verð að segja að ég hef saknað svona attitjúds síðan Fowler fór frá liðinu í fyrra skiptið.
– Pottþétt miðja. Spearing og Lucas áttu ágætis leik. Sundarland var í miklum vandræðum á miðjunni, kemur líka til vegna skiptinganna tveggja í byrjun leiks. Þetta olli því að nánast ekkert reyndi á haffsentana og meira að segja Skrtel leit vel út. Hefði viljað sjá Cole inni og Meireles með Lucas en þetta virkaði vel svona. Mótiveraður og kraftmikill Spearing gagnast liðinu mun betur en áhugalitlir og formlitlir Cole og Maxi. Þegar Gerrard kemur síðan inn þá er þetta nokkuð sterkt byrjunarlið.
– Séns á fimmta sætinu. Þótt maður sé ekkert allt of bjartsýnn þá eru hlutirnir fljótir að breytast og þegar Spurs fer í Evrópuleikina sína má reikna með því að þeir tapi stigum í deildinni. Kannski hefur Reina haft lög að mæla í vikunni. Fjögur stig og 8 leikir er miklu meira en séns.
– Óstöðugleiki. Ég er viss um að Sunderland er með betra lið en Braga og West Ham. Ég hef grun um að Evrópudeildin hafi verið aukaatriði og Dalglish hafi ekki náð að peppa menn upp í þá leiki. Vonandi að sá óstöðugleiki skili sér ekki áfram í deildina núna þegar endaspretturinn er eftir. Við verðum að ná upp stöðugleika til að geta náð sem flestum stigum út úr þessum 8 leikjum sem eftir eru og hirt fjórða sætið frá hinu stórskemmtilega meistarastykki Redknapp.
Feitur, sveittur þumall á komment #55.
Alltaf getur maður treyst á gott og skemmtilegt orðalag hjá Sigkarli meistara.
Tek ofan fyrir þér.
Þið vitið það að Suarez skoraði 48 í 47 leikjum á síðasta tímabili fyrir Ajax! Enn að hann sé búinn að finna sig svona fljótt í ensku er nátturulega bara snilld… Við erum komnir með alvöru 7’u once again! Eins og hann er að spila myndi ég hiklaust hafa skipt slétt á honum og Torres anytime…
Markið hjá Suarez er algjörlega ,,world-class”. Frábært að fylgjast með honum og sjá hvað hann kemur með mikil gæði inní liðið. Hann er á hraðri leið með að verða einn allra mest spennandi leikmaðurinn í þessari deild. Þetta Torres vs. Suarez+Carroll trade er í massívum hagnaði.
(72 gylfi) mér finnst það vera beint rautt spjald hvort sem menn eru inni i teig eða utan teigs og eru að ræna mann marktækifæri það er nu ekki mikill groði fyrir soknina ef þeir fá viti brotlegi aðilinn fær gult og katur dundra yfir hver hagnaðist þá a brotinu
Altaf rautt
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/lucas-thanks-his-teammates Lucas var að eignast barn, þessvegna fögnuðu þeir svona, gott að sjá að liðsandin er góður 😀
#83 Everton
Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki upp né niður í síðustu setningunni þinni!
Jæja piltar og stúlkur.
Nú er að gera eins og gamla kellingin og fá sér Suarez treyju með sjöunni !
ps.
Hvað er með þessar sprengjuflugvélar hans Carraghers ? Kemur ekkert út úr þeim…
Jónas H @43 segir:
@Arnar 41
Fyrir utan haug af stafsetningar og málvillum þá er ég svo innilega sammála þér. Við unnum 0-2 gegn liði Steve Bruce sem er yfirleitt mjög erfitt fyrir okkur og því ber að fagna.
truth be told þolir enginn stafsetningarkennara, sérstaklega á netinu!
Hver er þessi Torres sem menn eru alltaf að tala um?
Þetta var púra víti og ekkert annað … og takk Dalglish fyrir jákvæðnina, fögnin og brosið. Ástæðan fyrir því að ég elska þetta lið hvernig sem gengur. Ég ætla að vera fyrstur til að lýsa því yfir að við verðum meistarar á næsta ári. Sanniði til.
– Spearing, ég var gapandi hissa því ég vissi hreinlega ekki að hann hefði þetta í sér. Frábær leikur hjá honum…..vinnudýr dauðans!
– Suarez, say no more!
– Agger, ég hef aldrei skilið þessa ást á Agger….sorry. Hann er jú ágætur leikmaður og væri örugglega betri ef hann væri ekki alltaf meiddur. En að hann geri Skrtel og Johnson betri leikmenn…og þessi mýta að hans ótrúlega boltatækni og spilageta breyti liðinu eitthvað stórkostlega er einfaldlega röng!
Tvennt sem ég vill segja um leikinn og LFC:
1) Leikurinn í dag sannfærir mig enn meir að við getum ekki spilað með einn frammi. Við höfum séð það ítrekað í vetur að það skiptir ekki máli hver er á toppnum: Torres heitin, Kuyt, Ngog, Babel sálugi… skiptir engu máli. Það skilar litlu sem engu. Ástæðan held ég að sé sú að sendingarnar eru ekki í hættusvæði heldur er þessi staki að sækja boltann nálægt miðjunni eða fá sendingar í kantinn. Of mikil vinna eftir og auðvelt að verjast.
Á móti Braga skánaði leikurinn obbolítið þegar Ngog kom inná og þeir voru 2 frammi. Í dag var hætta þar sem þeir voru oftast tveir frammi. Ef á að spila með einn frammi þarf meiri nákvæmni í sendingar frá miðju eða kantmenn sem skila þá sendingum inn á hættusvæðið. Eins og við vitum þá eru einmitt kantmenn helsti veikleiki okkar (no kunts in LFC). Ef að Kenny les þetta: spilaðu alltaf með 2 frammi.
2) Ég hef pínu áhyggjur af Meireles. Hann er að fara í sama far og fyrr í vetur. Hann þarf að fara að drífa sig á fætur og finna formið sem hann sýndi fyrir par leikjum síðan.
Sælir félagar
Drési, allir geta misst út úr sér eitthvað sem betur væri ósagt. Ég tek það alveg gilt fyrir mína parta að það hafi ekki verið ætlunin að vera með leiðindi.
Það er bara þannig að ég á erfitt með að þola að Carra sé hallmælt. Auðvitað vitum við að hann er ekki besti spilari í heimi. En hann mundi fórna lífi sínu fyrir liðið og félaga sína. Þar með á hann allt annað skilið en skítkast. Þar með er þetta útrætt af minni hálfu. Þú getur þá komið út af kamrinum kallinn 😉
Það er nú þannig.
YNWA
Kanill:
Því miður er Agger oft meiddur en hinsvegar þá hefur það sést með hann í liðinu er vörnin ekki bara traustari heldur það kemur e-ð spil frá henni. Við sáum í leiknum á fimmtudag að Carra þorði varla að fara með boltan fram yfir miðju og við vitum að Skrtel gerir það ekki oft!
Hann meiðist því miður oft en hann skilar alltaf sínu! Seinustu fjórir leiki sem Agger hefur tekið þátt í hafa farið svona:
Sunderland 0 – 2 Liverpool
Liverpool 1 – 0 Sparta Prag
Chelsea 0 – 1 Liverpool
Liverpool 2 – 0 Stoke
Ef ég man rétt höfum við fengið mörk á okkur í öllum öðrum leikjum nema á útivelli gegn Sparta Prag (Síðan Liverpool – Stoke). Enough said!
Takk fyrir 93 að stinga upp í Kanill. Var akkúrat að fara að gera hið sama. Ef men sjá ekki munin á spilanmennskunni með Agger í vörninni eru ekki að horfa á rétta liðið. Kannill menn geta ekki alltaf verðið með góð komment og þú skaust þig alveg í fótinn þarna elskurinn. Kanill með sykri út á grjónagraut er snilld. Skulum ekki fokka í formúlu sem virkar.
Rétt 93 Agger klárlega besti miðvörðurinn okkar. hann klikkar laaang sjaldnast á dekkningu! klikkar aldrei á sendingum og lætur sentera ekki éta sig eins og Skrtl gerði á móti west ham. Hann kemur með háa bolta á bringuna á kuyt yfir á hinum kantinum eða stungu upp í hornið en ekki lélega bananabolta á senter með tvo miðverði í bakinu! Hann er eitursvalur grjótharður nagli og kann fótbolta! sá besti sem við eigum ! punktur og pasta bannað að mótmæla !
Flottur leikur af því sem ég sá og flott mark hjá Suarez.
Var samt að spá í því með vítaspyrnuna hvort það væri rétt eða rangt.
Það sjá það náttúrulega allir að brotið byrjar fyrir utan teiginn og Spearing hrinur svo inn í teiginn, en ég var að spá í því hvort Mensha haldi í raun áfram að brjóta á Spearing inn í teig þ.e. er enþá að tækla manninn þegar þeir koma inn í teiginn og hvort vítaspyrnan hafi þá verið réttlát.
Man einmitt eftir því þegar Mascherano tæklaði Valencia fyrir utan teig og vítaspyrna dæmd og vildu þá sumir réttlæta hana með þeim rökum sem ég sagði hér að ofan.
Langaði bara að henda þessum hugleiðingum fram og leyfa ykkur að rífast aðeins meira um þetta.
Náði að klára leikinn loksins.
Margt jákvætt. Frábært að sjá Agger aftur, er frábær leikmaður þegar hann er heill og ALLT ANNAÐ að sjá varnarleikinn og uppleggið frá honum. Carragher leysti þessa bakvarðarstöðu fínt, leikmaður kominn með á sjöunda hundrað leiki fyrir klúbbinn sinn og er enn að bregðast við því að leysa það hlutverk sem hann er beðinn um. Snillingur í alla staði og á ekkert von skilið, það er bara svoleiðis.
Flott útfærsla á þessum leik hjá okkar mönnum og ég er með vatnið í munninum yfir framherjaparinu okkar. Carroll var stöðugur verkur í hálsi leikmanna Sunderland og var auðvitað nálægt því að skora og að sjálfsögðu átti svo að reka Bramble útaf þegar hann var að sleppa í gegn. Alveg klárt mál að maður getur látið sig hlakka til næstu tímabila hjá þeim!
Svo er frábært að geta vonað það að Jay Spearing sé að stíga skref nær því að verða leikmaður í háum gæðaflokki. Hann lék VIRKILEGA VEL í dag og það gleður mig mjög mikið, því strákurinn er víst eðalkarakter og hreinræktaður Scouser. Svoleiðis menn er svo gaman að fíla nefnilega!!!
Flottur dagur og verulega upplífgandi jákvætt óvænt…
Ég er búinn að vera að þræta um Agger við vini mína í örugglega 2 ár…alveg eins og með Aurelio, Kewell og fleiri leikmenn sem eru meira meiddir en þeir spila. Jú, ég sé muninn á því hvernig Agger spilar boltanum úr vörninni miðað við flengingarnar upp á topp hjá Carra. Skrtel gerir þetta einfalt, lætur boltann ganga þangað til miðjumaður dettur niður og sækir boltann. En ef við einangrum þetta við varnarvinnu þessara þriggja þá held ég að flestir sóknarmenn vildu hafa Agger á sér frekar en Skrtel eða Carra. Ég er alls ekki að segja að Agger sé lélegur….langt í frá. En hann er engin messías heldur.
Liverpool hefur haldið hreinu í 5 síðustu leikjum sem Agger hefur spilað í deildinni og það verður ekki tekið af honum….ekki frekar en hinum varnarmönnunum og miðjunni (Lucas). Á meðan þetta varir brosi ég út af eyrum. Þegar, ef og vonandi við kaupum Gary Cahill frá Bolton eða álíka varnarmann þá held ég því miður að Agger verði 3-4 central defender….ef hann verður ekki farinn eitthvað annað.
Frábær kaup hjá Chelsea…… í David Luiz.
En hvernig væri að nota Agger sem djúpann miðjumann?
hann var jú playmaker í danska u21.
flottur leikur í dag en það þarf að taka til i liðinu i sumar
Fín leikur, þessi leikur sýndi það margir poolarar neita horfast í augu við Agger og Skrtel er besta miðvarðaparið
Frábært að fá Agger en því miður er erfitt að treysta á hann. Hann er að spila sitt 6. tímabil með Liverpool og einungis tvisvar sinnum hefur hann náð að spila meira en helming leikja í deild. Mest hefur hann náð 27 leikjum á sínu öðru tímabili. Ef við myndum taka Hyypia til samanburðar á sínum fyrstu sex tímabilum með Liverpool þá lék hann minnst 32 leiki.
Agger er klárlega okkar besti miðvörður í dag og það væri óskandi að hann myndi haldast heill heilt tímabil. Það er hins vegar mín skoðun að L’pool verður að fá nýjan miðvörð í sumar, sem er leiðtogi. Vörnin hefur verið leiðtogalaus í að Hyypia fór.
Það sem hræðir mig við næstu helgi er landsleikur Noregur-Danmörk, sem þýðir að Agger mun spila 90 mín. Ég man varla eftir landsleik sem Agger kemur heill útúr.
Sammála einare, miðvarðaparið í gær var það besta sem við eigum. Ánægður að hann nefni Hyypia því eitt af því mikilvægasta í varnarleik er stöðugleiki, að menn viti nákvæmlega hvað partnerinn gerir í hinum ýmsu aðstæðum á vellinum. Þegar þú ert með natural leiðtoga eins og Hyypia þá geta aðrir komið inn í liðið og verið “followers” án þess að raska vörninni. Meira að segja Henchoz gat komið inn í vörnina og myndað frábært par með Hyypia.
Eins og einare segir þá höfum við ekki þennan leiðtoga í dag. Það getur ekki verið auðvelt fyrir Skrtel að hafa 3 mismunandi leikmenn sér við hlið (þó það afsaki ekki þessi 2-3 ótímabæru hlaup hans út úr vörninni í hverjum leik).
Ef allt gengur upp þá spilast Skrtel og Agger saman og verða frábær miðvarðapör, en þá þarf Agger líka að haldast heill.
Að lokum langar mig að hrósa Dalglish. Loksins kominn þjálfari sem gefur mönnum séns og gerir sér grein fyrir því að sumir leikmenn þurfa spilatíma til að ná sínu besta fram. Áfram hann.
Verð að taka undir með Kanil að það er alveg ótrúlegt hvað Liverpool menn og stundum aðrir eru fljótir að hrósa liðinu á sérstakan hátt þegar kemur að leikmönnum. Ég t.d. verð að hrósa Skrtel fyrir frábæran leik í gær… átti einn fail út við hliðarlínu annars spilaði karlinn óaðfinnanlega. Ef að Agger og Skrtel ná vel saman og liðið heldur hreinu í flestum leikjum á næsta tímabili þá er mér bara alveg sama hvort þeir heiti Agger og Skrtel (sem samtals kostuðu um 12 m.punda)eða Cahill og David Luiz (sem samtals mundu kosta 50m.punda).
Mér finnst við alveg meiga hrósa þeim sem hafa fengið mestar skammirnar þegar þeir eiga það skilið. Hjörvar Hafliða kom með eitt comment í Sunnudagsmersunni í gær, “frábært fyrir Liverpool menn að fá Agger aftur í vörnina, miklu betri leikmaður en Skrtel”. Maður getur alveg verið sammála þessu, en það er eins og að Skrtel, Lucas, Ngog, Poulsen, Konsecky og fleiri eru búnir að vinna sér það inn að þeim er bara hreinlega ekki hrósað fyrir góða leiki.
Gaman líka að sjá að Suarez er kominn með jafnmargar stoðsendingar i deild og hin “óviðjafnanlegi” Arteta 🙂
hvar kaupir maður Gotta ost? Uppseldur í bónus og Krónunni…