Fenway Sports Group nýjir eigendur Liverpool FC stigu stórt skref í framtíðarplönum félagsins í dag er þeir tilkynntu að Scouser-inn Ian Ayre hefði verið ráðinn Framkvæmdastjóri félagsins sem í raun þýðir að hann verður nánasti tengiliður við eigendur og ábyrgur fyrir rekstri félagsins.
Ayre hefur verið hjá félaginu síðan 2007 er hann var fenginn til að sjá um markaðssetningu félagsins sem hefur snarbatnað í kjölfarið og er honum t.a.m. þakkað sá stóri samningur sem gerður var við Standard Charted aðal styrktaraðila félagsins ásamt mun fleiri sigrum í markaðssetningu félagsins.
John W Henry sem fer fyrir hópi eigenda Liverpool (FSG) hafði þetta að segja við ráðningu Ayre í dag:
“Ian has enormous experience gained from his work in the sports and media businesses over the past 15 years and we are delighted today to announce this significant appointment. We conducted an extensive recruitment search and met with outstanding candidates who sought this role but in the end, after having worked with Ian and other top executives within the club, we realised that Ian had all of the attributes necessary to lead the Club forward.
Ian has been doing an outstanding job driving commercial revenues and has a proven track record in successfully leading and developing businesses in a number of different regions and sectors of importance to Liverpool FC. The Standard Chartered kit sponsorship deal, which Ian spearheaded, is but one example of how his prior business experience matches the needs of the Club, and he will help us continue to succeed in the commercial arena going forward.
“But importantly, Ian is also from Liverpool and understands the relationships between the Club, the supporters and the city. He will play a key role in all of our future plans.”
En þarna kemur fram að Ayre hefur eins og við vitum gríðarlega reynslu úr bæði íþrótta og fjölmiðlaheiminum á svæðum sem verið er að reyna að herja á og hefur sannað að hann er mjög hæfur stjórnandi. FSG hefur greinilega ekkert verið að flýta sér að klára þessa ráðningu og ræddi við fjölmarga frábæra kandídata en fundu á endanum engan sem var betri heldur en Ayre sem tikkar í öll réttu boxin hvað þetta starf varðar. Ayre er einnig frá Liverpool og hefur verið stuðningsmaður alla ævi og það skemmdi alls ekki fyrir enda mikilvægt að eigendur skilji félagið og stuðningsmenn þess og því er lykilatriði að hafa mann með þennan skilning í æstu stöðum.
Tíminn mun leiða í ljós hvernig Ayre kemur til með að standa sig í starfi, en hann hefur unnið frábært starf undanfarin ár og hefur verið einn af fáum stjórnarmönnum Liverpool sem ekki hefur verið úthrópaður eða í það minnsta eitthvað umdeildur, raun ótrúlegt miðað við að vera partur af arfleið Hicks og Gillett.
Starf markaðsstjóra félagsins var reyndar líklega eitt af mest spennandi störfum í heiminum árið 2007 fyrir menn í þeim bransa enda endalausir stækkunarmöguleikar með mjög illa nýtt vörumerki Liverpool. Ayre stóð sig mjög vel í þessari deild og því mjög spennandi að sjá hvernig hann kemur til með að standa sig í framhaldinu. Hann átti mjög stóran þátt í því að losa okkur við Gillett og Hicks, hann þekkir Liverpool út í gegn og hefur verið að deila visku sinni með nýjum eigendum sem bera honum vel söguna.
Henry, Werner og FSG treysta Ian Ayre a.m.k. í þetta mjög stóra starf og ég fyrir mitt leyti treysti þeirra vali vel og lýst vel á ráðahaginn, þó ég ætli ekkert að fara ljúga til um að hafa mikið vit á daglegum rekstri Liverpool.
Önnur stórtíðindi dagsins voru síðan þau að Damien Comolli hefur verið gerður að yfirmanni knattspyrnumála hjá Liverpool F.C. Reyndar verð ég að viðurkenna að ég hélt nú að hann væri nú þegar í því starfi og raunar hef ég ekki hugmynd um það hverju þetta kemur til með að breyta. Ráðning Comolli staðfestir þá allavega að héðan í frá verður hann æðstistrumpur þegar kemur að leikmannakaupum og því að móta stefnu liðsins í heild. Saga Comolli og stefna FSG segja okkur að þetta þýði kaup á yngri leikmönnum sem líklegir eru til þess að bæta sig í bland við dýrari (tilbúnari) leikmenn sem talið er að vanti í byrjunarlið Liverpool. M.ö.o. ekkert sem við vissum ekki fyrir.
Raunar staðfestir Henry þetta er hann segir þetta um Comolli:
“I am also delighted to announce the promotion of Damien Comolli to Director of Football. In the short time that Damien has been at the Club, he has impressed us greatly with his knowledge of the sport, his work ethic and his incisive intelligence. He is a clear thinker and understands exactly what is needed to form a long-term, consistent approach with the philosophy we all share here. He has a track record of identifying young talent and has already made significant contributions to the First Team and Academy.
“Damien played a leading role in our January transfer window activity with the recruitment of Luis Suarez and Andy Carroll. These two additions will play a significant role in the future of the Club. All of us at Liverpool Football Club who have been working on a day-to-day basis with Damien believe he will be a key contributor for many, many years here as we build a football operation second to none.”
Tom Werner stjórnarformaður Liverpool útskýrir þessa breytingu á starfi Comolli þó aðeins er hann segir:
“Damien has already demonstrated a thorough understanding of what a modern football Club needs to succeed in an ever more competitive environment. He has made a tremendous contribution to our scouting, recruitment and player development so far. This promotion will see him assume extra responsibilities including overseeing areas such as performance analysis, medical provision, and team administration.“
Þetta er auðvitað starf sem við höfum ekki þekkt mikið áður hjá Liverpool eða enskum liðum en er vel þekkt á meginlandi Evrópu. Comolli virðist a.m.k. vita hvað hann syngur þó Spurs hafi misst þolinmæði á honum áður en hans staf fór að bera ávöxt og FSG reiknar með honum hjá Liverpool í mörg ár.
Eitt óvissuatriði ætti að verða úr sögunni mjög fljótlega í framhaldi af þessu, núna er leiðin greið þegar kemur að því að ráða nýja knattspyrnustjóra. Upphaflega var planið að hanga á Hodgson þar til búið væri að koma þessum málum á hreint og leyfa nýjum mönnum að fá sinn mann inn. Hodgson var hinsvegar svo óhæfur að þetta var ekki hægt og því fengið Dalglish inn aftur og hann hefur síðan staðið sig með þeim hætti að vonlaust er að reka hann núna.
Þannig að hvort sem Ayre og Comolli líki það betur eða verr, þá þori ég að veðja við ykkur að fréttir af nýjum samningi við King Kenny Dalglish birtist mjög fljótlega á opinberu heimasíðu félagsins.
Þetta er flott.
Spái að nýr 2-3 ára samningur við Dalglish verði gerður opinber eftir hádegi á föstudag, hef það á tilfiningunni
Besta mál : )
Það er ekki hægt að kvarta yfir þessu! Það track record sem þessir menn hafa talar sínu máli!
Núna fá þessir menn að sýna hvað í þeim býr og vonandi verður Dalglish með þeim í þeirri vegferð!
eg er sáttur Liverpool er á góðri uppleið þökk sé þessum mönnum. LFC 4ever
Já, miklar fréttir og tilfinningar mínar eru blendnar. Bara til að útskýra það aðeins, þá er ég sannfærður um ágæti þessarra tveggja manna, báðir virkilega öflugir að mínu mati.
Comolli: Er í rauninni eitthvað að breytast hjá honum annað en starfstitillinn? Kannski þýðir þetta reyndar að Chief Executive (áður Purslow og Parry) kemur lítið sem ekkert nálægt neinu sem heitir leikmannakaup eða samningamál. Ef svo er, þá frábært. Í þau mál eiga ekki að vaða menn aðrir en þeir sem vit hafa á fótboltahliðinni og Comolli tikkar svo sannarlega í það box. Ætli þetta þýði ekki bara enn meiri völd hans yfir fótboltatengdum málum.
Ayre: Ég hef gríðarlegt álit á þessum manni og hann hefur gert alveg fáránlega flotta hluti í sínu starfi á stuttum tíma. Þar liggur einmitt mitt neikvæðnin mín við þessa ráðningu, ég vil bara alls ekki missa hann úr því starfi sem hann er í núna. Hefði helst kosið að fá annan öflugan mann honum við hlið til að stýra skútunni. En kannski verður starfið víðara og Chief Executive skipti sér einfaldlega minna af leikmannamálum en áður og meira af markaðsmálunum. Þá væri ég heldur betur sáttur.
Flottir karlar og vonandi að þetta sé enn eitt frábæra skrefið upp á við hjá klúbbnum.
Mikið óskaplega finnst mér bjart framundan
Ég er sammála því að þetta hlýtur að teljast jákvætt… en alltaf finnst mér jafn skondið að einhver hafi verið ráðinn “yfirmaður knattspyrnumála” . Svona rétt eins og hann hefði getað verið ráðinn yfirmaður handboltamála hjá þessu félagi ? 😉
Útúrsnúningur, að sjálfsögðu, en skondinn titill engu að síður.
Gott mál með þá báða tvo, og þangað til annað kemur í ljós, þá treysti ég þeim báðum fyrir sínum hlutverkum….
Insjallah…
Carl Berg
carl berg… ég er geðveikt forvitinn hvaðan í ósköpunum er insjallah frasinn kominn frá??…
ekkert diss bara forvitni 🙂
kv doddi
Það er allavega nokkuð ljóst að ég ætla að sækja um fyrra starf Ayre 🙂 Hversu sweet væri það nú, vera markaðsstjóri LFC!
Er Insjallah ekki Farsí og þýðir “ef guð leyfir”?? Annars sagði einhver hér einhvern tímann að þetta þýddi að Carl Berg væri að fara í sjallann og fá sér Carlsberg!! Sel það ekki dýrara e……… Nei annar sel það ekki.
Annar góðar fréttir og allt virðist á réttri leið.
Insjalla kemur úr arabísku og getur meðal annars þýtt ,,Með guðs vilja”.
Frasinn In š?? All?h er stundum notaður þegar lýst er ákveðinni þrá um að fá að takast að framkvæma eitthvað. Þessi frasi getur einnig átt við þegar viðkomandi biður um blessun guðs áður en hann framkvæmir eitthvað ákveðið.
Ég verð að taka undir það með ykkur sem hér á undan skrifa að það er eitthvað að birta til yfir félaginu. Án þess þó að búast við titli næsta ár líkt og stuðningsmenn annara liða segja okkur alltaf vera að gera, þá er greinilegt að hlutirnir eru að verða gerðir líkt og maður vonaðist til. Mö.o. bak við tjöldin þangað til eitthvað er staðfest.
Og aftur yfir í fótboltann 🙂
Gaman að heyra fréttir um svonalagað… þó maður hafi ekkert vit á hverju þetta breytir.
En þá er bara maðurinn eftir sem hefur halað inn flest stig allra í sterkustu deild í heimi frá þeim degi er hann tók við… og þá er nú varla hægt annað en að bjóða nýjan samning.
Ráðning Ayre kom mér ekki á óvart, en er sammála Steina í því að það er vandfyllt hans skarð að mörgu leyti, vona að góður maður finnist þar.
Comolli er samkvæmt mínum skilningi orðinn maður nr. 1 í leikmannahluta félagsins, í stöðu sem ætluð var Kenny Dalglish að mínu mati áður en þeir gáfust upp á Hodgson. Í “venjulegum” skilningi Director of Football er sú staða valdameiri en staða framkvæmdastjóra og ég veit ekki alveg hvernig mér líður með það ef að KD og þjálfarateymið eiga að vinna úr hugmyndafræði Comolli, þ.e. ef að hann er nr. 1 í þeim hluta klúbbsins.
En vissulega sannaði Comolli sig rækilega í janúarglugganum og þessar fréttir sýna bara að klúbburinn er kominn langleiðina að því að finna sitt framtíðar “identity” og það er bara frábært.
Er sannfærður að tilkynnt verður um ráðningu KD og þjálfarateymisins í vikunni, um leið og okkur verður sagt frá stækkun Anfield og endurhönnun íbúðabyggðarinnar í kringum völlinn. Margt a gerast…
Það er greinilegt að klúbburinn er á réttri leið. Þeir eru greinilega að vinna í því bak við tjöldin að þétta línurnar sem við sjáum ekki og greinilega mikil þarfaverk unnin. Innan skamms fáum við örugglega að sjá miklar breytingar til batnaðar í leikmannahópnum og öðrum hlutum tengdu aðalliðinu.
Við verðum þó að bíða og sjá hvort þetta verði ekki skref í rétta átt því tíminn einn leiðir það í ljós. Þessar ráðningar gefa þó ágætis tilefni til bjartsýni.
Sagt er að fyrsta verk Ian Ayre verði að tilkynna um fastráðningu Kenny Daglish
Jim Boardman retweetaði í dag að Liverpool hefði ekki fengið þann sem þeir vildu í CEO stöðuna. Semsagt, Yare var ekki þeirra fyrsti kostur.
Hvað sem líður hljómar þetta ágætlega í mínum eyrum, en samt segi ég eins og Steini, að auðvitað eiga menn að gera það sem þeir eru bestir í. Sama hvar þeir vinna. Ayre hefur staðið sig frábærlega í sínu starfi, af hverju ekki að halda því áfram? En auðvitað finnst manni líklegt að hann standi sig líka vel þarna.
Jákvæðast í þessu er að það er allt að komast í fastar skorður hjá félaginu aftur….
Hef ekki hugmynd um hvað þetta þýðir eða hvernig þetta kemur til með að virka. Svo lengi sem Dalglish verður stjóri og Liverpool heldur áfram að vinna leiki þá er mér saman.
Afsakið þráðránið en hér eftir verður öllu áfrýjað til aganefndarinnar. http://mbl.is/sport/enski/2011/03/22/rauda_spjaldid_hja_mensah_dregid_til_baka/.
mér langar soltið að sýna ykkur nýja Suarez lagið mitt!
http://www.youtube.com/user/proLFCfan?feature=mhum
Alls ekki verið að hjálpa dómurum með svona rugli að draga spjaldið til baka.
Daniel Agger meiddur enn einu sinni, lenti í samstuði við liðsfélaga á æfingu Danska landsliðsins í dag.
Það er alveg hreint ótrúlegt hvað drengurinn ætlar að verða seinheppinn með meiðsli 🙁
@22 hvaðan hefuru þessar heimildir ?
Ég er helsáttur með eigendurnar. Eða nei ekki eigendur, heldur “Care Taker” á félaginu OKKAR! (að vísu er ég líka helsáttur við alla Poolara). Við eigum félagið þó þeir haldi á einhverjum hlutabréfum.
Þetta stefnir allt í rétta átt og við munum klárlega slást reglulega um titilinn næstu áratugina!
http://soccernet.espn.go.com/news/story/_/id/897462/manchester-united-parent-firm-post-L108.9m-losses?cc=5739 tengist þessum pistli ekket, en það er mjög gaman að lesa um þetta hjá manure 🙂
Þetta er inná vg.no
Sorry, hérn er fréttin um Agger
http://www.vg.no/sport/fotball/norsk/landslaget/artikkel.php?artid=10091334
JN, þetta er nú óþarfa æsifréttamennska hjá þér. Hann lenti bara í smá samstuði í lok æfingar en þurfti ekki á kælingu að halda – eða neinni annarri meðhöndlun.
http://www.sporten.dk/fodbold/agger-gik-ned-med-smerter
# 25 hoddij
Ég er ekki sammála þér þarna, eins og ég þoli ekki man utd þá var liverpool í mjög vondri stöðu hér ekki alls fyrir löngu. Get ekki fyrir mitt litla líf fundist gaman að lesa um eigendur sem eru drullusokkar. Ég vona innilega að Man utd vinni ekkert næstu 150árin eða svo, en vona þeirra vegna að þeir fái betri eigendur en eru nú hjá þeim.
En nú af pistlinum þá er þetta mjög jákvætt af mínu mati, næst á dagskrá er að kóngurinn fái 2-4ára samning.
Góðar fréttir – tek undir með mönnum hér að ofan. KD hlýtur að vera næstur í röðinni !
Þrjár góðar sem ég verð að pósta hérna inn, kann ekki að setja þær beint inn svo ég pósta linknum – meigið endilega redda því fyrir mig ef þið viljið vera svo vænir 😉
http://i1223.photobucket.com/albums/dd516/harinder111/18.jpg
http://www.feintzebra.co.uk/RAWK/babyspears.jpg
http://i69.photobucket.com/albums/i61/krisbaskara/suarez.gif?t=1300678327
Ég ætla ekkert að fara gleðjast sérstaklega yfir því að Glazer familían sé að tapa peningum eða að United sé að gera það. Ef þeir lenda í kröggum þá kemur bara kemur einhver sjeik og kaupir þá og þá eiga þeir nóg af seðlum eins og Shitty! Ég hef bara áhuga á því sem að Liverpool FC er að gera en ekki Scummararnir! Þessu er reyndar mjög oft öfugt farið að áhugi Scummara á Liverpool er oft á tíðum þannig að ég neyðist til að spyrja þá hvort þeir séu ekki örugglega bara púllarar í raun!
Áfram Liverpool!
http://www.liverpoolfc.tv/news/media-watch/the-left-backs-on-liverpool-s-radar
Er ég sá eini sem hefur á tilfinningunni að Mourinho hafi áhuga á Liverpool?http://mbl.is/sport/fotbolti/2011/03/23/mourinho_saknar_englands/
Nr. 30 Eyþór
það er ekki hægt að setja mynd í ummælakerfið, möguleikinn hreinsaðist út um daginn og EÖE er á Indlandi þannig ég hef ekki verið að væla í honum með þetta ennþá 🙂
Hvað United varðar þá eru eigendamálin hjá þeim líklega einu ófarir United sem ég gleðst ekki yfir. Það er ekki hægt að óska sínum versta óvini þær hörmungar sem Gillett og Hicks voru fyrir Liverpool og reyndar hefur Glazer fjölskyldan ekkert verið neitt í líkingu við þá fyrir United.
http://www.physioroom.com/news/english_premier_league/epl_injury_table.php
Hér stendur að Suarez sé meiddur, er eitthvað til í því. Listin á að hafa verið uppfærður 21. Mars.
Aftur á móti segir listin á official síðunni, http://www.liverpoolfc.tv/team/first-team/injuries , að hann sé ekki meðal þeirra sem eru meiddir.
Veit einhver eitthvað nánar um þetta?
Magnaðar fréttir!
Ég sagði við konuna í gær hvort að það væri að verða bjart allan sólarhringinn, hún svaraði því að það væri allavega bjartara yfir mér alveg síðan í byrjun janúar, afhverju sklildi það vera 🙂
There is only one KING
Hafa menn eitthvað sé til þessa stráks? Erik Lamela hjá River Plate. Við eigum víst eitthvað að vera að skoða hann. Hann er svona Eldsnöggur og tekknískur Soknarmiðjumaður/Kantari. Strákur sem að Barcelona reyndu að krækja til sín 12 ára en var neitða. Hann er 19 ára núna.
http://www.sabotagetimes.com/football-sport/liverpool-should-move-mountains-to-sign-river-plates-erik-lamela/
Glazier hefur ekki verið nálægt því að vera sú plága sem viðbjóðirnir 2 voru hjá okkur .. En ég gleðst alltaf yfir þessum fregnum þarsem þeirra ómerkilegu rusl aðdáendur tala ávallt um frábæra stöðu liðs þeirra í fjármálunum, sá tími er liðinn og verður það þartil Glazier fer frá þeim , og verðmiðinn á manure er allsvakalegur og hvort einhver sheik fari þarna inn er bara ekki 100% þrátt fyrir slúðrið um quatar menn . Alveg klárlega kominn tími til að jafna út verðmæti ( og gæði ) leikmannahópa þessa 2 liða og núna er glugginn fyrir okkur að ná því
#33.
Mourinho hefur oft sagt að hann ætli aldrei að stýra Liverpool. Held að hann taki við af Ferguson bara.
Aðeins jákvæðar fréttir að koma úr herbúðum Liverpool þessa daganna. Hér talar Comolli um hvað salan á Torres hefur haft jákvæð áhrif á andrúmsloftið.
http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2011/03/23/fernando-torres-chelsea-sale-lifted-cloud-at-liverpool-fc-says-director-of-football-damien-comolli-100252-28391592/
Þrátt fyrir óumdeilanlega hæfileika Motormouth þá held ég að fæstir vilji sjá hann í managersæti hjá LFC – sérstaklega ekki á meðan kóngurinn sjálfur situr þar. Maðurinn er einfaldlega of óþolandi til þess og er einnig andstæðan við hugsjón Liverpool, að klúbburinn sé framar öllu. Hjá Morinho er hann sjálfur alltaf í fyrsta sæti.
Við erum með Kenny Dalglish og þá þarf ekkert að ræða stjóramálin. Sá maður á óklárað verk á Anfield, eins og hann hefur sjálfur sagt í ævisögu sinni, og á að fá tækifæri til að ljúka því.
Off topic en það er búið að lána Pacheco til Norwich City út tímabilið.
http://www.canaries.co.uk/page/NewsDetails/0,,10355~2322861,00.html
Já það verður gaman að sjá hvert Mourinho fer ef hann fer til Englands Hann er alltaf að tala um að koma aftur þangað og því hlýtur hann að ætla að fara þangað í sumar eða næsta sumar.
ManU hlýtur að vera markmiðið hjá honum en maður veit ekkert hvað Ferguson gerir, hann gæti alveg eins verið þarna næstu 2-4 árin og því er spurning um hvort hann endi ekki bara hjá City ! Þar fær hann alla þá peninga sem hann getur hugsað sér, eitthvað sem hann er vanur að hafa, og vissulega verðugt verkefni.
Mér líst virkilega vel á það að lána Pacheco til lok tímabilsins, vonandi nýtir strákurinn þessa reynslu vel og fær að spila flesta leiki liðsins.
Þetta er mjög efnilegur strákur og ég er í raun hissa að það skuli ekki vera löngu búið að lána hann eitthvert.
Sjáið bara leikmenn eins og Wilshire sem var í láni hjá Bolton í fyrra, eða Welbeck sem er í láni frá júnætid hjá sunderland.
Þessir strákar þurfa mikinn spilatíma og það hefur virkað þannig á mig að Liverpool hafi verið að leggja svo mikla áherslu á að vinna varaliðs keppnina að þeir hafi ekki viljað lána enfilegustu leikmennina.
Ég vona að þessi lánstími verði góður fyrir strákinn og við fáum að sjá hann verða reglulegur í liði liverpool.
Hvet alla til að fara inn á liverpoolfc.tv og skoða viðtölinn við þá Ayre og Comolli. Comolli segir meðal annars þegar hann er spurður úr í leikmannamál næsta sumar. Are you envisaging a busy summer?
“Yes, I think it will be. The owners said from day one they want to improve things and turn things around quickly and I have said the same thing since I arrived. So I expect a busy summer.”