Svona lítur varabúningurinn fyrir næsta tímabil út:
Ég geri ráð fyrir að það verði bara þessi eini þar sem við erum ekki í Evrópu á næsta ári. Rauða treyjan sem liðið hefur notað í vetur verður áfram næsta ár ásamt þessari nýju, svörtu treyju og svo verður skipt aftur um allt saman eftir ár.
Mér líst vel á þetta. Þetta er kolgrár búningur með silfruðum og rauðum röndum en í raun er þetta bara svört treyja, þriðja árið í röð held ég. Hönnunin er ekkert ný af nálinni, nánast sama hönnun og á hvítu treyjunni sem liðið hefur spilað í í vetur, en til hvers að laga eitthvað sem er ekki brotið? Ég átti ekki von á að vera hrifinn af enn einni „svörtu“ treyjunni en þessi er nokkuð flott, held ég bara.
Annars verður að teljast líklegt að okkar eigin Maggi fái sér eina svona og setji töluna 40 aftan á, en karlinn er einmitt fertugur í dag. Maggi er ekki bara einn af bestu pennum síðunnar og drengur góður heldur frábær markmaður, þjálfari, dómari, skólastjóri, dansari og égveitekkihvað. Ekki á hverjum degi sem svona snillingar ná fertugu.
Til hamingju með daginn Maggi!
Flottur búningur !
og Magginn alltaf flottur !!!!
Innilega til hamingju með daginn Maggi ! Megi dagurinn verða þér gæfuríkur !!!!!
Reyndar úber svalur búningur….
Til hamingju með daginn Magnús Þorpari ! ! !
Einn góður:
David Blaine’s 40 day world record for doing nothing in a box has been broken by Fernando Torres!!!
Fínasta flík og til hamingju með daginn Maggi. Næ þér síðar í sumar.
Verð að skjóta einum inn sem ég veit ekki hvort hafi ratað hingað á síðuna:
Úr símtali við Nethjálp símafyrirtækis
Já hæ, heyrðu ég virðist vera í vandræðum með að finna netið !
Já okey hvað er nafnið þitt ?
Uhh, það er Fernando Torres……
Sáttur með búningin. Tek undir allt sem allt sem Kristjá Atli sagði nema þetta með dansinn;)
Til hamingju með daginn Maggi. Ég fékk að njóta þess um daginn að vera línuvörður hjá hinum fjölhæfa Magga og það var furðu gaman. Mikill öndvegisdómari og fantapenni hérna. Ólíkt mörgum öðrum dómurum hefur hann mikið vit á knattspyrnu.
Mér finnst þessi búningur bara mjööög góður! Held að hann sé líka enþá flottari ‘in person’. Þá er það bara spurningin hvort það verður Suarez eða Carroll aftan á, spurning um að leyfa þeim að ákveða það sjálfir, sá sem skorar fleirri mörk fyrir LFC út tímabilið vinnur 😉
Og til hamingju með afmælið Maggi! Vonandi færðu eitthvað fallegt Liverpool tengt í afmælisgjöf.
Mjög flottur búningur 😀
Til hamingju með daginn meistari, treysti á að þú fórnir eins og einum Carlsberg í tilefni dagsins (bjórnum ekki Birki) og svei mér ef þú átt ekki skilið Thule líka.
En hvernig er það varstu eitthvað að dansa við Bjarka á Sigló? Já og það sem ég hef meiri áhyggjur af…afhverju veit hinn stórvarasamai KAR eitthvað um danshæflieka þína?
Virkilega flottur búningur eins og allir Adidas búningarnir eru, þeir finnst mér ljósárum betri í að hanna fallegar knattspyrnutreyjur við hliðina á Nike, Chelsea treyjurnar finnst mér td alltaf flottar ásamt okkar treyjum en bæði United og Arsenal einhvernveginn alltaf í misheppnuðum treyjum finnst mér.
Maður þarf að eignast svona treyju, ekki frá því að hún sé enn fallegri en sá svarti sem við erum með í vetur.
og já innilega til hamingju með daginn Maggi, megir þú eiga góðan dag.
Þetta er geggju treyja og ég mun án efa versla mér eina svona!
Til hamingju með daginn Maggi Fellow Þórsari og Þorpari!! Áfram Liverpool og áfram Þór!
1. Geggjaður búningur!
2. Til hamingju með árin 40 Maggi!
Thats all folks!
Takk fyrir mig Kristján Atli, sérlega glaður að þú tókst eftir dansinum mínum á ársfundi Kop.is og einstaklega vel valin mynd!!!
Búningurinn flottur, en ég held að við fáum þriðja búninginn hvort sem við verðum í Evrópu eða ekki. Marketing for life.
Sammála Magga 3 búningurinn kemur pottþétt og ég spái að hann verði gulur
Til lukku með daginn Maggi!
Mjög fallegur búningur og ætla ég að versla mér einn svona þegar ég fer til Liverpool í haust.
Og til hamingju með daginn Maggi og njóttu hans.
Flottur búningur og til lukku með daginn Maggi, 1971 var virkilega gott ár 😉
til hamingju með daginn , keep up the good work !
Flottur búningur, alltaf “COOL” svona svartur.
Annars sorry þráðránið: Fær fólk greitt fyrir að svona vinnubrögð hjá VISI :
http://www.visir.is/van-der-sar-hljop-64-metrum-meira-en-torres/article/2011110419424
Til hamingju með daginn Maggi!
SB (#19) – Hvað er að þessum vinnubrögðum? Þetta er tölfræði sem þú sérð ekki oft og segir meira en mörg orð hversu glataður Torres var í fyrri hálfleik þessa leiks. Ég sé ekkert að þessu.
Til hamingju með daginn Maggi.
En að Torres. Hvað eru framherjar að hlaupa mikið í leik? 10 km eða 20 km? Ég á nú bágt með að trúa að Van Der Sar hafi hlaupið (labbað) jafn mikið og Torres í fyrri hálfleik. Ég á von á að þetta sé villa og þetta eigi við allan leikinn. Eru ekki miðjumenn að hlaupa þetta 10-12 km í leik? Tek þessari greiningum með mikilli varúð.
Roman Abramovich was seen in a London nightclub yesterday taking the team out for a meal to brighten things up after the CL loss to Man Utd. A young spanish girl walks over to John Terry and asks him to sign her arm, she then asks Frank Lampard to sign her left breas*. Then she drops her knickers and says to Abramovich “sign this”. He …replies “F*** off, the last time i signed a Spanish *unt, it cost me £50 million
Mikið rosalega er ég ósammála Viðari með að Nike hafi misheppnast með búninga hjá öðrum liðum. utd og Arsenalbúningarnir eru bara mjög flottir en merki félagsins skemmir þá bara. Mér finnst Adidas alltaf vera nákvæmlega eins og alltaf vera frekar lummó.Mætti poppa þetta aðeins upp.Er á leiðinni á Anfield og ætla að fara í gamla Reebok búningnum því mér langar ekki í Adidas búninginn. Finnst hann bara ekkert töff.
Dóri dripl! þetta er geðveikur búningur. Verð alltaf sáttari og sáttari við búningana hjá lfc.
Þessi frétt um Torres er náttúrulega bull. Van der Sar hljóp 5 km í öllum leiknum en ekki bara í fyrri hálfleik. Það er mjög eðlilegt fyrir útileikmann að hlaupa 5 km í fyrri hálfleik þannig að það er ekki hægt að setja út á Torres fyrir það þó hann sé vissulega að skíta á sig þarna.
Til lukku með daginn Maggi….
Ég vona að þú farir eftir því sem Babu lagði til hérna að ofan, og takir ekki tappann úr mér og gæðir þer á mér, í tilefni dagsins…. hafðu það bara Thule, til að forðast allan misskilning !!
Keep up the good work Maggi, og njóttu dagsins…
YNWA.
Carl Berg
Til hamingju með daginn Maggi.
Til lukku með daginn Poolari, Siglfirðingur en fyrst og fremst KS-ingur!
Hvað hljóp Kuyt langt í City leiknum?
Gísli 30: Meira en torres hefur hlaupið í chel$ki búning
Hjartanlega til hamingju með daginn þú mikli meistari, ég mun skála hreinlega alla helgina þér til heiðurs og það með Alan Kennedy 🙂
Til hamingju með daginn Maggi, þú ert greinilega mikill fagmaður 🙂
Til hamingju með daginn Maggi. Njóttu helgarinnar…
Til hamingju með daginn félagi. Búningurinn flottur, eins og markmaðurinn á myndinni 🙂
Fynda við þetta er að það þarf líka uppbygging frá Chelsea, þeir eru að fara í smá lægð.
Það var hringt inn í nethjálpina hjá einu símafélaginu í morgun:
“Já hæ, heyrðu ég virðist ekki finna netið lengur”
“Já okey gefmér nafnið hjá þér”
“Já hmmm, það er Fernando Torres”
Til hamingju með afmælið Maggi og vertu velkominn á fimmtugsaldurinn. Svo djoinar maður þig eftir örfáar vikur! 🙂 Njóttu dagsins og aldursins í botn!
Til hamingju með daginn Maggi..
Búningurinn er glæsilegur!
nr37. þessi brandari var frekar fyndinn fyrst þegar hann var settur inn….. en í 2-3-4-5 og 6 skiptið þá er hann orðinn soldið þreyttur
samkvæmt þessari frétt á Vísi um samanburð á hlaupalengdum Torres og Van der Sar þá hlupu þeir báðir vel yfir 5 þús. kílómetra!
Spurning um að leggja smá metnað í skrifin, fyrst þeir eru á annað borð að titla sig sem einhverjir fréttamenn.
Þetta frétt er bara steypa. Það er ekkert að því að hlaupa rúma 5 km í fyrri hálfleik, akkúrat ekkert, Reyndar bara mjög eðliegt ef ekki bara í hærri kanntinum ! Það er bara verið að reyna að gera lítið úr Torres og búa til frétt um ekki neitt. Það fer bara hrikalega í taugarnar á mér svona skíta “fréttamennska” sama hver á í hlut.
Hjartanlega sammála SB. Það sem mér finnst að fréttin ætti að snúast um frekar en dugleysi Torres er dugnaður Van der Saar. Ég hef svo sem ekki oft séð tölfræði yfir hvað markmenn hlaupa í leik en eru 5 km ekki frekar mikið fyrir keeper???
Ég sá ekki leikinn en ef Van De Saar hefur náð 5km þá hlýtur hann nú að hafa farið í ófáar “skógarferðir”
Ég sé nú bara ekkert að þessari tölfræði varðandi Torres. Að vera búinn að hlaupa 5km í hálfleik myndi ég halda að væri bara gott af framherja að vera. Hann þarf samt ekkert að hafa staðið sig vel þó svo hann hafi hlaupið þessa 5km í fyrri hálfleik. Skil samt engan veginn að Van Der Saar hafi hlaupið 5km í öllum leiknum.
Búningurinn lítur vel út. Nú er bara að vona að þeir sem fá þann heiður að klæðast honum muni gera hið sama. Já og til lukku með stórafmælið Maggi! Síðan off the record. Þvílíkur snillingur sem hann Raúl er. Margir sem mættu taka hann sér til fyrirmyndar http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=106948.
Sælir félagar
Ég ætla ekkert að tjá mig um nýja varabúning liðsins. Mér er sama hverju liðið klæðist meðan aðalbúningurinn er rauður og sigrar vinnast.
Hinsvegar vil ég óska mínum gamla nemanda til hamingju með daginn. Maggi var ungur efnismaður með heilbrigðar skoðanir á fótbolta og ekki síst fótboltaliðum. Í kringum hann grasseraðu Muuuaraveiran en hann hélt sér heilbrigðum og öflugum sem stuðningmaður besta liðs veraldar og þó víðar væri leitað. Megi þar lengi áfram fylgjast að þar gæfa og gjörfuleiki.
Það er nú þannig.
YNWA
Nethjálp Vodafone góðan dag…
já ég finn ekki….
NEI ég held allir séu búnir að ná þessum svo ég fann annan.
.
Fernando Torres in Libya as a Peacekeeper – No shots reported so far.
mjög flott treyja ætla að kaupa þessa svo finnst mer líka nýja heimavalla treyjan hans reina mjög flott ! vona að hann verði sá eini sem klæðist henni með aðalliðinu á næsta tímabili ! en her eru einu myndirnar sem ég hef seð http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/with-the-reds-at-new-kit-launch
rosalega gaman að sjá hvað púlarar eru ánægðir með að torres sé ekki að skora. Það verður nú að leyfa þeim það enda vildi ég ekki fá besta framherja í heimi til chelsea (hann var það fyrir 5 mánuðum). Honum hefur greinilega langað að vinna deildina, lpool hefur ekki tekist það í 22 ár og eru ekki að fara að gera það á næstu 20 árum heldur
Jon þú ert svakalegur spekingur! Viltu ekki bara einbeita þér að því að halda með liði sem gerir ekkert annað en að kaupa sér titla!
Til hamingju með daginn Maggi mark eins og þú varst nú alltaf kallaður þegar þú kenndir mér back in the days. Innilega vinur
#42 sammála.
Vísir að drulla uppá bak..
Drogba hljóp 5,04 km
Hernandez 9,32 km á 90 mínútum.
P. Chech hljóp meira en Van Der Sar eða 5, 24 km.
http://fr.uefa.com/uefachampionsleague/matches/season=2011/live/index.html?matchday=10&day=1&match=2007737
Hvernig væri nú ef Liverpool menn myndu einbeita sér að framherjum síns liðs í stað?
Jon höfum ekkert út á þá að setja.
Það er bara eitthvað við þessar rendur sem minnir mig á ’84 búningin í Róm. Það og einhver aura við þennan búning (og hvíta í ár) sem gerir þá bara ógeðslega flotta!