Liðið gegn Villa – Joe Cole byrjar!

Liðið gegn Aston Villa í lokaleik er komið og það er nokkuð óvænt:

Reina

Flanagan – Carragher – Skrtel – Aurelio

Spearing – Lucas – Meireles

Kuyt – Suarez – Cole

BEKKUR: Gulacsi, Wilson, Robinson, Wisdom, Poulsen, Shelvey, Ngog.

Í fyrsta lagi, þá byrja Joe Cole og Fabio Aurelio – tveir leikmenn sem almennt er búist við að verði ekki áfram hjá liðinu. Þá vantar menn eins og Andy Carroll, Maxi Rodriguez, Sotirios Kyrgiakos og Glen Johnson með öllu á bekkinn. Það hlýtur að vera að Carroll og Johnson séu meiddir en maður veit ekki með þessa fjóra. Bekkurinn er í öllu falli mjög ungur.

Þetta verður athyglisvert. Áfram Liverpool!

53 Comments

  1. Ja hérna.  Óvænt liðsuppstilling  !  Ég vona bara að þetta lið sé nógu sterkt til þess að vinna Villa.  Áfram Liverpool, og áfram Birmingham 🙂

  2. Mér finnst það skrítið að Maxi sé ekki á bekknum allavega. Kemur ekkert á óvart ef að Carroll og Johnson séu enn að berjast við meiðsli!

  3. Ég myndi halda að Kuyt væri á sama væng og Aurelio til að bakka hann upp varnarlega, annars held ég að þetta sé lang líklegasta uppstillingin. Við vinnum þennan leik og klárum tímabilið með stolti.

  4. Frekar að þetta sé seinasti séns fyrir Cole að sanna sig gagnvart Dalglish.

  5. Spái sigri Liverpool í dag, Villa hefur ekki að neinu að stefna. Tottenham tapar heima fyrir fallbaráttuliðinu Birmingham og við endum í fimmta sætinu.
     

  6. Allir linkar að bregðat mér núna…HJÁLP einhver….ég er búinn að prófa alla þessa helstu og þeir sökka feitt…endalaust hökkt og leiðindi…!!!!!

  7. er einhver hérna virkilega að búast við því að joe vonlausi cole sýni eitthvað ? næstum tilbúinn að leggja húsið mitt undir á það að hann muni enn einusinni drulla uppá bak og fara með skömm í sumar

  8. Flanagan hefði alveg geta gert betur í þessu marki sem liðið fékk á sig. Beygði sig niður eins og hann hafi ekki vitað af Villa manninum og helytpi boltanum yfir sig.

  9. Skil ekki af hverju sumir hérna vilja ekki fá C. Adam í sumar. Bara skil það ekki.

  10. Ég er ekki sammála að Cole sé eitthvað sérlega slæmu. Hann hefur átt góða spretti með boltann niður kantinn en vantar etv pínu á samspilið. Liðið virðist hafa tilhneigingu til að safnast saman á þann kannt sem sótt er á þannig að þegar Cole fer niður vinstri þá er hann líka að fara framhjá Kuyt og Suarez. Vantar meira að þeir séu á miðjusvæðinu og fá sendingar inn.

  11. Maður hefur það á tilfinningunni að menn hafi engan áhuga á þessum leik eða að spila í evrópudeild á næsta ári! Betur má ef duga skal!!!!

  12. Markmið næsta season: Koma Manchester United í þessa stöðu sem þessi leikur endurspeglar. Skiptir svo litlu að það er ekki einu sinni hægt að fá sopcast tengingu!

  13. Lélegur leikur í allastaði….vona að við fáum eitthvað til að fagna á síiðustu metrunum…

  14. Og Tottenham komið yfir þannig að líkurnar á evrópusæti eru að brenna út með hverri mínútunni sem líður!

  15. Eru þeir að reyna að klúðra þessum færum?

    Held að flestir í 3 flokk væru búnir að klára a.m.k 2 færi á við þau sem Liverpool hefur fengið í dag.

  16. og Michael Owen að skora fyrir Manchester Un19tedm! ekki leiðinlegt það Scousers 😉

  17. Ekki líst mér á þetta, ekki mikill glæsibragur yfir spili okkar manna. Birmingham var þó að jafna, núna er bara að spýta í lófana og klára þennan leik. Ennþá nægur tími til að skora tvö.

  18. Hættur að horfa og fylgist bara með live update á leikjum í fallbaráttunni. Owen að senda Blackpool niður. Lið sem tók 6 stig af Liverpool í vetur á leið niður. Spurning hvaða lið fer með þeim þar sem Birmingham er búið að jafna. Stefnir allt í að Wolves sé að fara niður lið sem tók 3 stig af Liverpool. Þá er West Ham fallið en það tók líka 3 stig af Liverpool. Ef þetta endar svona þá eru þarna 12 stig af 18 mögulegum sem Liverpool tapaði á móti fallliðum.

  19. Nú verðum við að reka Dalglish. Tveir tapleikir í röð er ekki eitthvað til að sætta sig við!

  20. Rosalega eru margir arfaslakir leikmenn þarna inná. Bara magnað að liðið skildi þó ná 6 sæti með þennan mannskap. Það þarf að hreinsa verulega til ef liðið á að ná eitthvað ofar á næsta tímabili

  21. Já það voru of margir slakir leikmenn að spila í dag enda vantaði nú nokkra byrjunarliðsmenn. En hvenær skoraði Ngog síðast ?? Alls ekki nógu sterkur eins og nokkrir aðrir í þessu ágæta liði okkar.

  22. #51: skv. soccernet þá eru þetta stats hjá meistara Ngog:
    2010/11 Barclays Premier League

    GAMESGOALSASSISTSSHOTS

    24
    2
    1
    33

  23. Það er ekki fyndið hvað við spiluðum á lélegum leikmannahópi í dag

Aston Villa á morgun

Aston Villa 1 Liverpool 0