Kop – gjörið. ENDANLEGT

Þá er tímabilinu lokið og þar með lauk leiknum okkar góða í Fantasy Premier League deildinni.

Úrvalsdeildin hefur komið sér upp fínu kerfi til að meta leikmennina, kerfi sem byggir á staðreyndum og tölfræði, nokkuð sem ég hef talið líklegra til að finna “bestu” leikmennina og liðsuppstillingarnar. Áður en við skoðum útkomuna úr leiknum okkar er því ekki úr vegi að rifja upp þeirra “verðlaun”.

Byrjum á liði ársins í PL samkvæmt leiknum:

Hart (ManC)

Baines (Ev) – Hangeland (Ful)- Cole (Che)

Nani (ManU)-Adam (Bla)-Malouda (Che)-Kuyt (Liv)

Tevez (ManC)-Berbatov (ManU)-Drogba (Che)

Markmaður ársins

1. Joe Hart (Man City) – 175 stig

Liverpool Pepe Reina – 135 stig

Varnarmaður ársins

1. Leighton Baines (Everton) – 178 stig

Liverpool Martin Skrtel – 126 stig

Miðjumaður ársins

1. Nani (Manchester United) – 198 stig

Liverpool Dirk Kuyt – 177 stig

Sóknarmaður ársins

1. Carlos Teves (Man. City) – 185 stig

Liverpool Andy Carroll – 135 stig

Leikmaður ársins

1. Nani (Man United) – 198 stig

2. Charlie Adam (Blackpool) – 192 stig

3. Florent Malouda (Chelsea) – 186 stig

4. Carlos Tevez (Man City) – 185 stig

5. Leighton Baines (Everton) – 178 stig

Liverpoolleikmenn ársins

1. Dirk Kuut – 177 stig

2. Andy Carroll – 135 stig

2. Pepe Reina – 135 stig

4. Raul Meireles – 128 stig

5. Martin Skrtel – 126 stig

Vissulega ljóst að þetta er alls ekki fullkomin lógík, langt í frá og sérlega er líklegt að sókndjarfir miðjumenn vinni þessa keppni, en þó er að mínu mati líklegra að þetta val sé rétt heldur en huglægt val á Gareth Bale eða Scott Parker!!!

Kop – deildin

Eftir 38 vikna keppni er orðið ljóst hvar “Fantasyþjálfarastyrkleikinn” liggur. Held við séum ekki neitt að orðlengja þetta heldur bara sínum efstu fimm sætin í leiknum okkar.

1.sæti FC Malbik Tryggvi Páll Tryggvason (2204 stig)

2.sæti fatboys Kjartan Jónsson (2187 stig)

3.sæti Haga-Mel Gibson Leifur A. Skarphéðinsson (2144 stig)

4.sæti WannaB Arnar Jonason (2110 stig)

5.sæti Besta liðið Jóhann Bjarkason (2109 stig)

Til hamingju með þennan árangur drengir – að vera öflugust Fantasy þjálfarar á Kop.is er vissulega titill sem vert er að hampa!!!

Kop – pennar

Enn eitt árið er ljóst að einungis einn okkar getur gert tilkall til þess að nefna sig Fantasy-þjálfara. Annað árið í röð tökum við allir fimm ágætlega af stað en svo fer að draga hægt og rólega af öllum nema einum.

Ætla að sjálfsögðu ekki að mæra þann um of, hér kemur endanleg staða okkar félaganna á Kop.is:

53. sæti – 1.930 stig – Stoney’s Angels (SSteinn)

178. sæti – 1.773 stig – Fimleikafélag KAR (Kristján Atli)

276. sæti – 1.645 stig – Babu (Einar Matthias)

277. sæti – 1.644 stig – Hellissandur City FC (Maggi)

390. sæti– 1.431 stig – eoe-kop (Einar Örn)

Engar afsakanir, Steini er klárlega sigurvegarinn í hópnum, sá eini okkar í topp 100.

Eins og alltaf hjá öllum liðum hlýtur takmarkið að vera að gera betur en síðast, í mínu tilviki að komast upp fyrir Babú!

En takk fyrir skemmtilegan leik í vetur öll, að sjálfsögðu mun leikurinn birtast aftur í haust, jafnhress og alltaf!

4 Comments

  1. Fá þessir miklu meistarar sem rústuðu þessum ágæta leik ekki einhver verðlaun? Talaði Einar Örn ekki um einvher gjafabréf?

  2. Athyglisvert þetta lið ársins en alls ekki slæmt samt.

    hvernig er það er leikmannaslúður orðið minna en ekki neitt um Liverpool núna síðustu dagana??? Sjálfur er ég ekki á þessu Twitter og ætla mér ekki á það en treysti á þessa síðu í leikmannaslúðrinu 100%. Getið þið sem eruð á þessu twitter ekki verið duglegir að setja hérna á þessa síðu svona það sem er heitast í leikmannaslúðrinu hverju sinni eins og hefur svo sem verið gert, er bara að spá í hvort það sé minna en ekkert að gerast þessa síðustu dagana því maður verður ekki var við neitt.

  3. 1597 stig hjá mér og í 314. sæti í Kop.is deildinni. Mun gera betur á næsta sísoni!! FCDoddi verður betri! Áfram Liverpool

  4. Sælir, ég hef eitthvað misst af þessari deild, nennir einhver að útskýra hvernig maður tekur þátt, bara svona svo ég geti sýnt ykkur hvernig á að gera þetta næsta season 😀

Opinn þráður – FRIEDEL snýr aftur o.fl.

Kop.is Podcast #1