Soccernomics-stefna FSG eða hávært slúður?

Eitt af því fyrsta sem stuðningsmenn Liverpool veittu athygli er FSG (þá NESV) voru orðaðir við Liverpool var hugmyndafræði þeirra á leikmannamarkaðnum.

Billy Beane Ég er sæmilega viss um að þetta sé mynd af honum! (sjá ummælakerfi)

Þeir náðu frábærum árangri á mjög stuttum tíma með Liverpool Bandarískra íþrótta, Boston Red Sox og hafa aldrei farið leynt með að þeir náðu þessum árangri með því að notast við svokallað soccermetrics/sabermetrics og eru mjög hrifnir af bókinni Moneyball þar sem þessi hugmyndafræði hafnaboltaþjálfarans Billy Beane er m.a. umfjöllunarefnið. Með mjög mikilli einföldun þýðir það að þeir notast mikið við tölfræði og greiningu á tölum við að finna út hvað vantar í liðið og eins til að nota sem hjálpartæki til að finna rétta leikmanninn í liðið. Ekki endilega þann “besta” eða dýrasta heldur þann rétta (sem auðvitað má færa rök fyrir að sé sá besti). Eins er þeim mjög umhugað að fá mikið fyrir peninginn og leggja mjög mikið kapp á að finna stórstjörnur áður en þeir verða einmitt það og eru jafnvel til í að greiða “fáránlegar” upphæðir fyrir slíka leikmenn (Andy Carroll hneigir sig).

Hafnabolti í Bandaríkjunum og fótbolti í Evrópu eru auðvitað mjög ólíkar íþróttir og bæði er hafnaboltinn með forskot þegar kemur að þróa þessa tækni þar sem hún hefur verið við líði í rúman áratug núna ásamt því að mun einfaldara er að reikna út alla tölfræði fyrir hafnaboltaleikmann, ásamt því auðvitað að launastrúktúrinn er ekki eins gjörsamlega út úr kortinu og “óútreiknanlegur” og hann er í Evrópska fótboltanum.

Það er þó ekki þar með sagt að ekki sé hægt að notast við þessa hugmyndafræði í fótboltanum og mörg lið notast við þessa aðferð víða í Evrópu í mismiklum mæli auðvitað. Njósnarar í fótboltanum hafa auðvitað þróast með tækninni og voru líklega löngu byrjaðir að því áður en bókin Moneyball kom út og FSG er ekki að finna upp hjólið með því að vilja kaupa unga leikmenn með mikið “potential” sem eru líklegir til að hafa jafngott ef ekki betra endursöluvirði. Lyon og Dortmund eru t.a.m. mjög góð dæmi um nákvæmlega þetta ásamt fleiri liðium.

FSG hefur engu að síður klárlega snarbreytt stefnu Liverpool FC og miðað við heitasta slúðrið þessa dagana erum við að sjá nákvæmlega hvað þeir sögðust ætla sér að gera á leikmannamarkaðnum og raunar sáum við það strax í janúar.

Stuðningsmenn Liverpool alveg eins og forráðamenn félagsins vita vel að það þarf að styrkja þetta lið umtalsvert á næstu árum og strax í sumar þurfum við að fá inn leikmenn sem styrkja byrjunarliðið, en ég á ekki von á því að fá marga leikmenn sem hafa þegar sannað sig í boltanum og hvað þá leikmenn sem flokkast sem súperstjörnur nú þegar, kannski að einn læðist með í sumar til að selja skyrtur og sýna að við ætlum að vera með en persónulega hef ég mikið meiri trú á slúðrinu um 19-21 árs mjög góða leikmenn sem þegar hafa sýnt að þeir eru mjög mikil efni en eiga eftir að springa almennilega út.

Mikilvægustu "leikmenn" Liverpool þessa dagana

Leikmenn sem eru nákvæmlega í takt við þá stráka sem við höfum verið orðaðir mjög mikið við undanfarna daga og vikur. Óljóst slúður segir að Comolli sé núna að ganga mjög hart á eftir Jordan Henderson tvítugum leikmanni Sunderland og að hann vilji koma til Liverpool. Verðið er stjarnfræðilega mikið fyrir þennan óþekkta leikmann að manni finnst en ég yrði alls ekki hissa á að sjá okkur punga út fyrir honum. Henderson er talinn vera fjölhæfur miðjumaður og var að spila heilmikið með Sunderland í vetur og náði meira að segja að fá sæti í Enska landsliðinu á þessu tímabili. Enginn myndi samt halda þvi fram að hann sé nálægt því að vera búinn að meika það og hvað þá að hann sé nokkurntíma £15m-£18m virði eins og staðan er núna. En ef hann heldur áfram að þróast eins og hann hefur verið að gera þá er hann afar líklegur til að verða a.m.k. £15m-£18m virði eftir 3-5 ár, ef hann verður þá til sölu þá.Ég hef mjög mikla trú á þessu slúðri með Henderson, allavega að Comolli sé að tala við Sunderland um hann og set alveg 3/5 á að hann verði búinn að samþykkja að verða leikmaður Liverpool áður en hann fer til Danmerkur með U21 árs liði Englendinga.

Nákvæmlega sama má segja um miðvörð Blackburn hinn 19 ára Phil Jones. Strákur sem stóð sig vel í vörninni hjá úrvalsdeildarliði og er framtíðarmiðvörður með hárrétt þjóðerni. Gæti samt trúað að baráttan um hann sé ansi hörð og veit ekki hvað við þurfum mikið á 19 ára óreyndum miðverði að halda. Satt að segja veit ég ekki hvort hann sé einu sinni betri en Martin Kelly og Danny Wilson sem við eigum fyrir en það þýðir lítið að hugsa svona og FSG væri alveg á pari við sína stefnu ef þeir kaupa þennan leikmann. Þ.e.a.s. ef ég er að skilja þeirra hugmyndafræði rétt. Phil Jones er mikið meira efni en t.d. Jack Hobbs sem við keyptum einu sinni  sem miðvörð með mikla framtíð og er mjög líklegur að verða a.m.k. hellings virði í framtíðinni.

Þriðji leikmaðurinn sem slúður dagsins bendlar okkur við og enn einn sem við höfum áður verið bendlaðir við er síðan Conor Wickham hjá Ipswich og raunar er núna talað um að við höfum boðið £8m í hann. Tek það auðvitað með mjög miklum fyrirvara en það væri engu að síður alls ekki ólíklegt að við myndum eltast við þann dreng enda gríðarlegt efni og búinn að vera það í smá tíma núna. Ef við myndum landa honum myndi ég segja að núna værum við að landa svona Walcott, Ramsey, Pato týpu af leikmanni sem við höfum alla fengið á Melwood í samningsviðræður áður en þeir slógu í gegn en ekki týmt að punga út fyrir. Ég er ekki að líkja Wickham við þessa leikmenn, en hans profile núna er ekki svo ýkja ósvipaður og var hjá þessum leikmönnum áður en þeir fóru til þeirra liða sem þeir eru hjá núna.

Ef þetta slúður á sér einhverja stoð í raunveruleikanum er ljóst að stefna FSG er að kaupa leikmenn áður en þeir verða súperstjörnur, leikmenn sem kosta mikið þrátt fyrir það og það sem er mikilvægast, leikmenn sem eru líklegir til að halda verðgildi sínu í mörg ár eftir að þeir eru keyptir.

Það er þó ekki þar með sagt að það séu einu leikmennirnir sem þeir skoði í sumar, enda sagði einn ágætur fyrrum fyrirliði okkar að þú vinnur ekkert með krökkum…ohh! (Skoðið það dæmi reyndar, hann hafði ekki eins rangt fyrir sér og af er látið:) . Ef réttur leikmaður losnar fyrir rétt verð efast ég ekki um að FSG taki slaginn sama á hvaða aldri hann er. T.a.m. er ekkert leyndarmál að við gerðum tilboð í Charlie Adam og Ashley Young sem báðir eru komnir yfir þennan “kaupa áður en þeir meika það” aldur. Ekki að þeir séu svo ýkja gamlir, Adam er 25 ára og Ashley er af YOUNG ættinni!!! Eins er talað um að við séum að skoða N´Zogbia  hjá Wigan sem gæti gert ágæta hluti hjá Liverpool.

Holloway fær ekki þessar £20m fyrir Adam sem hann vildi í janúar, ekki frá FSG.

En ég er ekki að sjá FSG eyða yfirverði fyrir þessa leikmenn, Adam, Young og N´Zogbia eiga það allir sameiginlegt að eiga mjög lítið eftir af samningi og það er klárlega eitthvað sem heillar FSG. Líklega er það ekki svo vitlaust að rúlla yfir þá toppleikmenn í Evrópu sem eru réttu megin við þrítugt og að nálgast endalok samningstímans. FSG er klárlega búið að láta kanna þann hóp.

Það sem heillar mig smá við slúðrið undanfarið er að Dalglish og co virðast ætla að bretavæða hópinn meira og ég held að það sé gott mál. Ekki að ég myndi segja nei við mest spennandi leikmanninum sem twitterslúður dagsins hefur orðað okkur við, Juan Mata hjá Valencia en þessir latino mömmustrákar eins og Alonso, Mascherano, Garcia, Arbeloa og hvað þeir nú heita allir hafa farið í mínar fínustu undanfarin ár (með því að fara). Torres hefði komist í þennan hóp en hann valdi rússagullið. Ég veit að þeir hafa samið hinar ýmsu ástæður fyrir brottför sinni og oft er þetta alveg fullkomlega skiljanlegt, en það held ég að hljóti að vera staðreynd að þessir latino gaurar fá oftar “heimþrá” frá Englandi heldur en leikmenn annarsstaðar að. Þar fyrir utan ætti þessi bretavæðing að þýða verðmætari hóp, svona miðað við verðið á breskum leikmönnum.

En orðrómur um leikmenn sem eiga lítið eftir af samningi er ekki alltaf heillandi og það ættum við Púllarar að þekkja manna best eftir þetta tímabil sem og önnur tímabil undanfarin ár. Charlie Adam, Young og N´Zogbia flokkast samt allir sem leikmenn sem spennandi væri að hjóla í og í tilviki Young erum við auðvitað að tala um mjög spennandi leikmann á líklega á temmilegu verði. FSG er örugglega ekkert frábrugðið fyrri eigendum Liverpool hvað slíka leikmenn varðar né öðrum klúbbum. En þeir dagar þar sem við tökum leikmann í leit að síðasta stóra samningi ferilsins eru (geri ég fastlega ráð fyrir) taldir.

Lái þeim það hver sem vill en ég gæti trúað því að bókhaldarateymi FSG hafi þurft að kíkja oftar en 14 sinnum á launatölur leikmanna Liverpool, tala nú ekki um ef þeir fóru að beita tölfræðinni fyrir sig og reikna út hvað þessir kappar kosta per spilaðan leik. Hvað þá er þeir taka spilaðar mínútur þar sem téður leikmaður gerði eitthvað af viti.

Sumar myndir tala sínu máli bara...

Joe Cole hefur sérstaklega verið milli tannana á fólki enda virðist hann hafa samið um laun í hlutfalli við það ef Liverpool hefði þurft að greiða félagi fyrir hans þjónustu. Ef það er rétt að Milan Jovanovic sem sýndi skítsæmilega takta á HM sl. sumar hafi tekist að semja á svipuðum nótum erum við að tala um lögreglumál. Sjaldan hafa svo dýrir leikmenn gert eins ótrúlega lítið í sögu Liverpool, eða það ætla ég rétt að vona.

Ef við vorum að greiða £5m fyrir Poulsen er enginn að fara segja mér að hann sé ekki á allt of háum launum líka og svipaða sögu má líklega segja um ansi marga leikmann á launaskrá í dag og mig grunar að við gætum séð einhver nöfn fara sem við bjuggumst ekki við að sjá yfirgefa Liverpool út af nákvæmlega þessari ástæðu. Þ.e.a.s. ef t.d. gott boð kæmi í Agger þá efast ég um að við myndum segja nei við því.

Nánast þeir einu af hópnum sem ég myndi flokka sem óseljanlega núna eru Gerrard og Carragher þó þeir væru báðir í þessum flokkið væru þeir ekki foringjar félagsins og heimamenn. Auk þeirra myndi sér segja Carroll, Suarez og Reina ásamt Lucas sem er nýbúinn að fá samning. Aðrir held ég að gætu alveg farið komi alvöru tilboð.

Fljótlega eftir að FSG náði að fara yfir bókhald Liverpool gáfu þeir út að í hópnum væru allt of margir leikmenn á of góðum launum, á íslensku þýðir þetta að í dag eru allt of margir farþegar í hópnum sem skapa lítið sem ekkert virði, hvorki innan sem utanvallar. Hvað þetta varðar þarf að lækka launakostnaðinn og það umtalsvert. Svona tal væri í öllum tilvikum mjög mikið áhyggjuefni, sérstaklega ef þú hefur lesið bókina Pay As You Play þar sem sýnt er fram á að þau lið sem borga mest í launakostnað ná oftast besta árangrinum.

John W Henry og co voru líka fljótir að taka það skýrt fram að þeir vilja ekki lækka launakostnaðinn, þvert á móti raunar þá stefna þeir á að hækka hann. En þeir eru ekki fávitar eins og fyrri eigendur Liverpool voru og vilja fá mikið meira fyrir peninginn. Það eru algjörlega frábærar fréttir. Ef maður skilur þá rétt þýðir það betri leikmenn (stærri nöfn) og betra lið.

Kaupin á Luis Suarez og Andy Carroll eru mjög góð dæmi um þessa stefnu félagsins og reyndar held ég að stefnan hjá þeim til framtíðar sé að ná sem oftast leikmannagluggum eins og þeir náðu í janúar. Þá er ég ekki að meina í sumar og líklega ekki næsta sumar en þeir vilja væntanlega eiga leikmenn sem þeir geta selt á mjög góðan pening (eins og Torres) til að fjármagna kaup á nýjum og ferskum leikmönnum, koma heilt yfir út í grend við núllið og auðvitað með betra lið.  Það er ekkert alslæm stefna þó að við verðum að eyða aðeins meira núna en við seljum á þeim markaði sem er í gangi núna á Englandi og í Evrópu.

En Suarez og Carroll samanlagt eru örugglega ekkert á lægri launum heldur en Torres og Babel voru, án þess að hafa hugmynd um það myndi ég skjóta á að þetta séu svipaðar upphæðir en á móti kemur að núna eigum við tvo afar verðmæta leikmenn innan sem utanvallar sem báðir ættu að eiga sín bestu ár í boltanum eftir hjá Liverpool og eru í það minnsta mjög líklegir til að kosta mjög mikið taki þeir upp á því eftir 3-5 ár að taka Torres á þetta og fara frá Liverpool. Óhugsandi ég veit en hver veit nema salan á Suarez 2015 greiði götuna fyrir næstu tveimur 22 ára framtíðarleikmönnum með alla þá sömu kosti og ég taldi upp hjá Suarez og Carroll.

Suarez er leikmaður sem skapar tekjur meðan hann er á mála hjá sínu liði og er "ómetanlegur" sem söluvara.

Það fer að styttast í stórar fréttir tengdar Liverpool, júní er oftar en ekki leiðinlegasti mánuður ársins þegar kemur að enska boltanum enda allir í fríi, glugginn lokaður og öll liðin að bíða eftir 31.ágúst til að geta farið að huga að þessum leikmannaviðskiptum sem gleymdist að græja alla hina daga sumarsins. En samt eins og sannur stuðningsmaður Liverpool er maður alltaf bjartsýnn og alltaf mættur aftur á allar mögulegar síður sem internetið hefur upp á að bjóða í leit að nýjasta slúðrinu.

Jafnvel þó maður viti það vel að góða tegundin af “The Liverpool Way” hefur snúið aftur á Anfield og þaðan leka ekki fréttir og engu sé að treysta fullkomlega fyrr en leikmaðurinn er mættur í myndatöku með King Kenny.

Þegar ég tala um góðu tegundina af “The Liverpool Way” þá á ég að nánast öllu leyti við Kenny Dalglish og þá stefnu sem hann setti um leið og hann komst í hljóðnema sem stjóri Liverpool. Árin sem David Moores og Rick Parry stýrðu skútunni á Anfield flokkast líka sem ár þar sem unnið var eftir þessari hugmyndafræði, en það var ekki alltaf til bóta og þetta hugtak er stundum misskilið. Kannski pistill um það seinna, þegar ég er búinn með bókina “Epic Swindle 44 months with two cowbys” eftir snillinginn Brian Reade, þ,e.a.s. ef ég ríf hana ekki áður en ég klára af pirringi yfir vonlausu eignarhaldi Liverpool sl.ár og áratugi.

Ég ætlaði í alvöru að taka Leikmenn til Liverpool #2 og fjalla lauslega um Henderson, Wickham, Jones og Mata!

Babú.

 

112 Comments

  1. Snilldarpistill Babú. Ég er ánægður með þessa stefnu hjá FSG en það er alveg á hreinu að það er ekki nóg að kaupa bara menn í kringum 20 ára aldurinn. Er ekki að segja að það sé það sem þeir muni gera en vona að það sé ekki ætlunin. Liðið þarf líka inná milli menn með reynslu og leikmenn sem geta borið liðið uppi. Ég væri alveg til í flest þessi nöfn sem eru orðuð við okkur eins og Henderson, Wickham hjá Ipswich og Jones hjá blackburn ef menn eru tilbúnir að leggja alla þessa peninga út fyrir þeim sem þeir kosta. En ég er ekkert viss um að þetta séu leikmenn sem kæmust beint inní liðið okkar og myndu styrkja það en eins og allir vita þá vantar okkur 4-5 leikmenn sem eru betri en fyrstu 11 hjá okkur og kæmu beint inní liðið. Mata, Young, Adam, Gary Cahill Enrique, eða Baines eru alt leikmenn sem hugsanlega kæmust beint inní liðið okkar og eru líka á besta aldri og ég ætla rétt að vona að menn gleymi sér ekki í að kaupa bara 3-4 stórefnilega leikmenn heldur kaupi líka leikmenn sem geta komið beint inní liðið STRAX og styrkt það.

    Það sem ég er að reyna að segja hérna hálfsofandi við lyklaborðið er það að ef menn eiga helling af seðlum og vilja kaupa menn eins og

    Henderson 15-18 milljónir

    Jones hjá Blackburn á 10-15 milljónir

    Wickham hjá Ipswich á 10-15 milljónir

    Ekkert mál að eyða helling af seðlum í þessa gauka ef það kemur ekki í veg fyrir að við getu keypt einhver nöfn sem koma beint inní liðið og styrkja það strax eins og Young ef hann er möguleiki, Mata, kannski N Zogbia eða Charlie Adam.

    Þetta verður allavega afar spennandi sumar og ég vona bara svo innilega að við verðum allir afar ánægðir með kaup og sölur sumarsins eftir að Glugginn lokast.

  2. MAGNAÐUR pistill!! Til hamingju Babú, þér hefur enn einu sinni tekist að toppa sjálfan þig í pistla skrifum eins og þið allir hinir gerið reglulega líka!

  3. Frábær pistill Babú. Það er alltaf finnst mér gaman að rýna í þessa “kaupstefnu”. Ég hef lengi verið mjög hrifinn af því hvernig lið eins og t.d. Lyon, líkt og þú nefndir í greininni, hafa verið rekin undanfarið. Þeir fylgja einmitt stíft þessari “soccereconomics” stefnu og hafa lengi gert. Það hefur skilað þeim inn helling af peningum en eru þó alltaf með feykilega öflugt lið með frábæra leikmenn og mikla peninga.

    Mig langar að misnota aðeins aðstöðu mína þar sem við erum að ræða þessa stefnu en ég gerði grein í byrjun febrúar þar sem ég rýndi aðeins í þessa stefnu og hvernig kaup Liverpool á Suarez og Carroll geta flokkast undir slíka hugsun. Ætla að gefa mér leyfi til að pósta inn link á hana ef einhver hefur áhuga á að rýna í hana: http://www.liverpool.is/News/Item/14155

    Þessi stefna að kaupa unga og efnilega (en jafnframt góða) leikmenn í liðið er mjög gáfuleg og skynsöm af Liverpool, verð ég að segja. Til að byrja með þá erum við að yngja upp í leikmannahópnum, fá ferska og hungraða leikmenn í liðið, fá menn sem hægt er að selja á svipaðan eða meira pening seinna meir ef þeir ná ekki að uppfylla “potential” sinn hjá liðinu. Það er auðvitað svo það sem mér finnst mest heillandi við þessa stefnu, það er að mér finnst Liverpool vera þá að senda skilaboðin: “Við erum á leið á toppinn með ungu og fersku liði sem þýðir að við erum að fara að vera þar um ókomin ár,”. Sem sagt stefnan er ekki sett á að vinna deildina á næsta ári, endurnýja hópinn og vona að hann nái þá jafnvel saman og sá fyrri og sami árangur náist. Við erum heldur að byggja upp lið sem á að dóminera á Englandi í mörg, mörg ár.

    Akademían og kaup á ungum efnilegum heimamönnum í bland við reyndari og efnilega hágæða útlendinga er að fara að skila Liverpool aftur á stall sinn, sem besta lið Englands og Evrópu. Breskur kjarni, Kenny Dalglish, metnaðarsamt unglingastarf og snjallir eigendur eru að fara að skjóta Liverpool á toppinn á ný.

    Orð Shankly koma mér í huga þegar ég hugsa um ástand Liverpool þessa dagana og metnaði sem allir tengdir félaginu eru að sýna: “Aim for the sky and you’ll reach the ceiling. Aim for the ceiling and you’ll stay on the floor.”

    Sem sagt, eins og John W. Henry lét hafa eftir sér einhvern tíman: “Við erum ekki í þessu til að vinna Englandsmeistaratitilinn, við erum í þessu til að yfirtaka ensku deildina (og Evrópu)” eða eitthvað á þá leið.

    Skilaboðin eru því skýr. Liverpool ætlar að byggja upp lið sem mun safna að sér titlum á næstu árum og því gæti uppbyggingin kannski tekið sinn tíma en við munum heldur betur uppskera því sem hefur verið sáð undanfarna mánuði, munum gera í sumar og í framtíðinni. Þessi “soccernomics” stefna er frábær leið til að koma Liverpool aftur á toppinn að mínu mati.

    Takk aftur fyrir frábæran pistil!
     

  4. þessi síða er ástæðan fyrir því að mér er hætt að finnast það hroki í mér þegar mér finnst við Liverpool menn vita meira um það sem við erum að tala um!…. ekkert mál að vera upplýstur ef maður hefur kop.is í favorites! frábær pistill!

  5. “Við erum ekki í þessu til að vinna Englandsmeistaratitilinn, við erum í þessu til að yfirtaka ensku deildina (og Evrópu)”

    Æji slakið á í hrokanum.  Byrjum á því að vinna okkur upp í topp 4 áður en við byrjum á því að rústa Barca…

    Ég held tildæmis að ef Young kemur, að það sé stærstu kaup sumarsins, það er enginn betri leikmaður en hann að koma til liðs sem er ekki í Evrópkeppni og er ekkert með eitthvað öruggt sæti í Evrópu 2012.  Finnst albveg jafn sennilegt að við verðum í 6 sæti aftur.  

    Keppinautar okkar munu styrkja sig og hafa til þessi bæði fjármuni og eitthvað sem laðar að leikmenn= evrópukeppnir.  Og ekki koma með:  saga okkar er svo stórkostleg!  Man.utd á núna flottari sögu síðustyu 20 ár en við eigum svo ekki er það að virka að fara til,, æji hitt liðið í englandi sem vann eitthvað í gamladaga…”

    En burt séð frá því, þá held ég alveg að með KD við stjórnvölin og réttu hugarfari megi rétta skútuna við og við verðum komnir í evrópu 2014 og kannski farnir að berjast um titla um 2020.  Sem er allt í lagi.  Liverpool er ekki skyndibiti, heldur langtíma markmið – er það ekki?

  6. Skildist á fyrirsögninni að “Soccereconomics” væru að stefna FSG og þar með Liverpool. Sá fyrir mér meiri krísu í stjórnarherberginu og var í svo miklu sjokki að ég byrjaði að lesa leiðara Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu við hliðina á mér. 

    Les pistilinn frá Babu á eftir, er í of miklu sjokki. Þarf að fara í sturtu til þess að hreinsa Þorstein Pálsson af mér og úr mér.

  7. Flottur pistill !    En þetta er Phil Mickelson atvinnugolfari á efstu myndinni, ekki umræddur Billy Bean !?!   😉

  8. @5 það eru til í fótboltaheiminum menn sem hafa trú á málstað , og málstaðurinn sem fsg er að koma með er sá að þeir séu að búa til eitthvað sérstakt. 

    Þetta snýst ekki alltaf um stærsta liðið akkurat á þeim tíma og mestu peningana , og þannig leikmenn viljum við fá, eitthvað sem ég skildi ekki hjá torres, búinn að þrauka í þessum djöfuldóm undir hicks og gillett og loksins þegar að menn með virkilegar áætlanir eru komnir þá fer hann, en það kom í ljós að hann er málaliði en ekki maður sem berst fyrir málstað.

    En burtséð frá því þá tel ég að juan mata yrðu klárlega mikilvægustu kaupin hjá okkur, ungur strákur og með allt potential í heiminum að verða risastjarna , held að þetta sé skotmark nr 1 hjá okkur , eða ég amk vona það ..

  9. Flottur Babú!

    Hef sagt það áður hér á þessari síðu að við eigum að slaka á í því að horfa suður til Evrópu svo glatt í leit að leikmönnum.  FSG hafa ekki verið mjög mikið að ráðast út fyrir heimamarkaðinn sinn í hafnaboltanum, heldur keypt bestu ungu “heima”bitana á þeim markaði á einmitt þvi stigi sem Henderson, Jones og Wickham eru.

    Svo skulum við líka rifja upp Frakkana okkar (Ferri, Cheyrou, Cissé, Diouf, Diao), Spánverjana (Luis Garcia, Alonso, Torres, Nunez, Josemi) eða Ítalana (Dossena, Aquilani) og skoðum hversu löngum tíma þeir hafa eytt hjá okkur eða rýnum líka í hollustu þeirra gagnvart klúbbnum okkar þá er ég alveg sannfærður um að Liverpool er líka að horfa í þá staðreynd og ég persónulega hef trú á því að við sjáum fleiri Þjóðverja (Hamann anyone), N.Evrópubúa (Kuyt?) og Skandinava (Riise, Agger) á matseðli “útlendinganna”.  Þessar þjóðir einfaldlega hafa reynst okkur mun betur en þeir suðrænu, þó reyndar Portúgalir og frændur þeirra Brassar virðist ná að laga sig betur að N.Evrópskum aðstæðum en Ítalir, Spánverjar og önnur lönd S.Ameríku.

    Auðvitað ekki eingöngu, því menn eru að skoða persónuleika leikmanna (FSG hefur m.a. nýtt sér persónuleikapróf hjá “free agents” í hafnabolta áður en þeir signuðu þá) og skapgerð áður en þeir kaupa þá.

    Menn á þeim bæ horfa á að leikmenn séu hollir sínu félagi, fái langtímasamninga og verði þannig nýttir á “hámarksgæðatíma” sínum.

    Held ennþá að heimamarkaðurinn verði aðalmál sumarsins en svo fáum við 1 – 2 alvöru nöfn úr Evrópu til að selja treyjur og verða stórstjarna.  Helst vildi ég sjá Kun Agero þar, en alla þessa þrjá ungu leikmenn þigg ég með þökkum, Phil Jones gæti orðið starting hafsent strax á morgun og hinir tveir yrðu alltaf í 18 manna hóp.

    Snillingur, orgarinn af Selfossi!

  10. Þetta var lengsti pistill sem ég hef lesið hérna.  En góður var hann.

  11. Sælir félagar.
     
    Þetta er langur pistill og þetta er góður pistill og gott að lesa mönnum pistilinn svona fyrir helgarmessuna.
     
    Það er nú þannig.
     
    YNWA

  12. Þegar ég fór að sofa í gær var ég að velta fyrir mér málefnum Liverpool eins og svo oft áður og setti ég saman 2 innkaupalista sem eru kannski ekki svo fjarri því að verða eitthvað í áttina að því sem við gætum séð.

    Væruð þið ánægðir ef innkaupalisti sumarsins yrði þessi hérna?
    Listi 1

    Enrique frá Newcastle

    Jones frá Blackburn

    Henderson frá Sunderland

    Mata eða Young

    Wickham frá Ipswich

    Væru menn sáttir ef þetta yrðu leikmannakaup sumarsins? Flottir ungir leikmenn en er ekki viss um að Wickham, Jones og Henderson kæmust eitthvað beint inní liðið en hins vegar leikmenn sem fengju sennilega talsverðan spilatíma og gætu sprungið út á næstu 1-2 eða 3 árum og orðið frábærir leikmenn. Enrique og annað hvort Mata eða Young kæmust svo sennilega beint inní liðið en þetta væri kannski ekki nema góður styrkur á 2 leikmönnum beint í liðið okkar og mér persónulega finnst það ekki nóg.

    Hérna er svo annar listi, númer 2

    Baines frá Everton þótt ólíklegt sé, kannski líklegra að við fáum Enrique

    Cahill frá Bolton

    Young eða Mata

    Charlie Adam frá Blackpool

    Wickham frá Ipswich 

    Þarna fyndist mér við styrkja liðið meira eða meira þessa fyrstu 11 því Cahill kæmist beint inní liðið en Jones sennilega ekki ásamt því sem mér finnst Charlie Adam eins og staðan er í dag vera á undan Henderson enda nokkrum árum eldri. Wickham frá Ipswich væru sennilega snilldarkaup ef N Gog fer útí staðinn, mjög ungur en gríðarega efnilegur framherji sem flott væri að eiga sem senter númer 3.

    Annars er ekki hægri kantmaður inná þessum listum hjá mér sem mér finnst við líka þurfa, mér finnst báðir þessir listar mjög spennandi ef við fengjum líka hægri kantmann, fá td bæði Mata og Young inná annan hvorn listann, Young getur alveg spilað hægra megin held ég ef Mata yrði vinstra megin. Eða bæta N Zogbia við annan listan og fá svo annaðhvort Mata eða Young.

    Ég er svo eigilega komin á þá skoðun að menn eins og Aguero, Hazard, Sanches, Neymar og menn í þá áttina séu einfaldlega ekkert inná okkar listum og við séum ekki að fá inn eitthvert 1-2 nöfn á því kalíberi þótt það væri draumur. Það væri tildæmis ekki slæmt að fá Aguero inná annan listann sem ég setti inn en ég sé það ekki gerast.

    Hvernig lýtur annars ykkar 5-6 manna draumalisti út???      

  13. Ja hérna ég hló upphátt þegar ég sjá fail-inn hjá mér með þessa mynd af Billy Beane, sem ég hef augljóslega ekki oft séð, en slatti lesið um. Skrifa þetta á google 😉

    En á móti þá hef ég litlar áhyggjur af því að koma upp um fáfræði mína á golfleikmönnum, ég veit hvernig Colin Montgomerie (hetja) og Tiger Woods líta út og ef ég man rétt þá spilar Phil Mickelson örfhent golf og ég hef ekki trú á þannig fólki almennt! 

    Ergo ég gerði þetta aðeins seint í gærkvöldi 🙂

    Flottur pistill !  En þetta er Phil Mickelson atvinnugolfari á efstu myndinni, ekki umræddur Billy Bean !?!   😉

    Fyrir þá sem ekki skilja hvað við erum að tala um þá var ég með þessa mynd af Billy Beane upphaflega.
    http://www.independent.co.uk/multimedia/dynamic/00466/6-mickelson_466129s.jpg 
    …þetta meira að segja kemur fram í url-inu!

    Nr.10 Gulli 
    Varstu að byrja að lesa þessa síðu í fyrradag eða? 🙂

  14. skil ekki þetta tal um að það vanti tvo kantmenn sem eiga að koma beint inn í liðið eru menn herna að halda því fram að Kuyt se að fara á bekkinn ?? okkar besti maður! sá fyrsti sem er valinn í byrjunarliðið! það þarf kanski a bæta kantana einhvað en sá sem er að fara að koma á hægri kantinn eða annar framherji er alltaf að fara að byrja á bekkjarsetu fyrir Kuyt og gæti þá kannski komið inná ef já ég seigi EF Kuyt verður þreyttur ! 

    annars eitt herna þegar ég las þetta- var ég svipað spenntur og eins og þegar maður les grein um að einhver stjarna se að koma til Liverpool. http://mbl.is/sport/enski/2011/06/04/stoke_a_hottunum_eftir_poulsen/

  15. þarna fyrst gætu Comolli, Dalglish og nýju eigendurnir fyrst sýnt hversu megnugir þeir eru ! ef þeir losna við Poulsen af launaskrá!! annars held ég að hann taki einn hraustlegan olnboga í kvöld

  16. Það eitt og sér að ef byrjunarliðið á næstu leiktíð yrði eins og það var hvað oftast á síðustu mánuðum og bekkurinn að mestu þá settur saman af nokkrum bráðefnilegum, hágæða og hungruðum ungstirnum yrði strax mikil framför að mínu mati. Ég vil frekar hafa unga og graða stráka á bekknum heldur en menn sem koma í Liverpool til að koma því á ferilskrá sína, hirða peninga og eru alveg nokkuð sáttir með rullu sína hjá félaginu.

    Auðvitað vil ég samt styrkja byrjunarliðið en ég vil sjá hvað mest af þessum “squad-leikmönnum” okkar vera graða unglinga!

  17. En burt séð frá því, þá held ég alveg að með KD við stjórnvölin og réttu hugarfari megi rétta skútuna við og við verðum komnir í evrópu 2014 og kannski farnir að berjast um titla um 2020.  Sem er allt í lagi.  Liverpool er ekki skyndibiti, heldur langtíma markmið – er það ekki?

     
    Kannski farnir að berjast um titla 2020? Það er ekki 2018 eða 2019 í dag er það nokkuð?

  18. En burt séð frá því, þá held ég alveg að með KD við stjórnvölin og réttu hugarfari megi rétta skútuna við og við verðum komnir í evrópu 2014 og kannski farnir að berjast um titla um 2020.  Sem er allt í lagi.  Liverpool er ekki skyndibiti, heldur langtíma markmið – er það ekki?

    Þessu er ég alveg hjartanlega ósammála! Maður gerir sér grein fyrir að næsta tímabil væri jákvætt að komast aftur inn í meistaradeildina, að stefna á eitthvað minna og sætta sig við það er kjaftæði og strax tímabilið á eftir vill maður sjá baráttu um titilinn. Ef uppbyggingin ætti fyrst að skila árangri 2020 þá erum við með ranga eigendur.

  19. efast stórkostlega um að sá með þetta komment @5 hafi kynnt sér fsg eða þeirra stefnu, eða þekki kenny nokkurn dalglish

  20. Ég veit allt um það að Kuyt er hjá öllum þjálfurum alltaf með fyrstu mönnum á blað þegar valið er í liðið en það breytir ekki minni skoðun að ég vill fá alvöru kantmenn á báða kantana, Kuyt er ekki þessi original kantmaður sem tekur menn á úti á kantinum og kemur með flotta krossa fyrir markið. Þótt það kæmu 2 kantmenn á sitthvorn kantinn þá efast ég ekki um að Kuyt fengi helling af leikjum enda getur hann leyst margar stöður og í þessari blessuðu íþrótt eiga menn það til að meiðast reglulega. Ég er samt ekkert viss um að Liverpool kaupi mann á hægri kantinn en hins vegar er það eitthvað sem ég vona að þeir geri.

    Alveg sammála Óla Hauki að ég vill frekar hafa unga graða stráka á bekknum heldur en Poulsen Jovanovich og Joe Cole. Það sem ég er að reyna að segja er það að dugir okkur að kaupa 4-5 mjög efnilega leikmenn? vantar okkur ekki líka menn inní liðið sem geta styrkt sjálft byrjunarliðið strax í haust?

  21. Varðandi færslu 12 þá er mín skoðun sú að við þurfum að skipta út 6 leikmönnum.  Í staðin þurfum við 3 leikmenn sem eiga að detta beint í byrjunarliðið og 3 unga og efnilega.  Beint í byrjunarliðið þurfum við vinstri bakvörð og tvo kantara, og unga og efnilega þufum við miðvörð, miðjumann og senter.  Út fara svo Ngog, Cole, Jova, Poulsen, Konchesky og Kyrgiakos.  Aquilani er svo spurningamerki.

  22. Jónas 21.

    Ég er nokkuð sammála þessu.

    Listinn gæti þá orðið svona kannski?

    Enrique

    Young

    Mata

    og svo Jones, Henderson og Wickham sem þessir 3 ungu og efnilegu… Ég væri hiinlifandi með þetta svona sko.

  23. Glæsilegur pistill og æðisleg síða! En hver er þessi Jones sem allir eru að tala um hérna?

  24. Næsti John Terry Englendinga. Efnilegasti varnarmaður englendinga þessa dagana.

  25. 04 Jun 2011 17:12:44
    Quote
    DUBAI, 06/02/2011
    May Ditup
    European Business Correspondent

    FENWAY SPORTS GROUP of the USA are in advanced negotiations with Sheikh Mohammed bin al-Im Mintedla to form what would be one of the worlds wealthiest sporting conglomerates.

    The deal is believed to cover baseball, soccer, motor racing, horse racing and Polo and would see both parties sharing lucrative global broadcasting and merchandising rights.

    Bin al-Im Mintedla is the brother-in-law of Sheikh Saud Bin Saqr al Qasimi, emir of Ras al-Khaimah. The secretive sports fanatic, estimated to be worth $22bn through lucrative ringtone and cement-mixer businesses also owns the up-and-coming Mint-La-Mint (MLM) horse racing stable.

    FSG, who purchased English soccer club Liverpool FC for $450M in Oct 2010, are believed to be eager to tap into the vast wealth of the Arab sports market and see a deal with the concrete mogul as an ideal way to cement such a move.

    The multi billion dollar partnership could see as much as $500M released to FSG’s Red Sox baseball franchise and a further $300M immediately pumped into LFC’s transfer kitty, dwarfing anything their English rivals are likely to invest in new players this summer.

    Sources close to negotiations said today the deal is likely to be concluded within the next 7 days, providing a timely boost to the plans of LFC manager Ken Dalglish to bolster his playing roster.

    Representatives of MLM and FSG were unavailable for comment. A spokesman for Liverpool FC said “We dot not comment on rumour and speculation”

    Vá hvað þeir eru að bæta markaðsmálin svaðalega ef þetta er satt.
    Enn eftur að landsleiknum!

  26. Ætlar fólk aldrei að læra að það getur hver sem er breytt wikipedia síðum, t.d er búið að breyta því að núna spilar hann fyrir Wigan.

  27. @27 Nervert: “$300M immediately pumped into LFC’s transfer kitty, dwarfing anything their English rivals are likely to invest in new players this summer.,,

    Er ég að skilja þetta rétt, erum við að gera þennan díl við arabann og fáum 300m$ í leikmannamarkaðinn í sumar?

  28. Persónulega á ég erfittt með að skilja umræðuna um það hver kemst og kemst ekki inn í “byrjunarliðið”. Byrjunarliðið eru bara þeir 11 menn sem spila hvern leik fyrir sig en leiktíðin eru margir tugir leikja. Undanfarin ár hafa það ekki verið sterkustu byrjunarliðin sem hafa náð árangri í þessari deild heldur sterkustu hóparnir sem hafa jafnvel ekkert ákveðið byrjunarlið.
    Því finnst mér það enginn spurning um það hvort t.d. Kuyt fái að spila ef við kaupum einn kantmenn eða tvo. Toppklassalið sem spilar upp kantana þarf amk. 4 leikmenn sem geta leyst þá stöðu og í augnablikinu er Kátur nokkurnveginn sá eini sem gerir það almennilega. Þeir munu því án efa allir fá leiki og hlutverk í leik liðsins.
    Vörnin er að mínu mati meira vandræðamál, einkum sökum meiðsla. Fyrir utan augljóst vandamál í vinstri bakverði vantar miðvörð. Það er ástæða fyrir því að Skrtel spilaði alla deildarleiki liðsins á tímabilinu án þess að fara útaf; hann er eini miðvörðurinn sem er ekki of meiddur(Agger, Carra) of ungur (Wilson, Kelly) eða of mikið rusl (Kyrgiakos). Að mínu mati vantar helst fullreyndan mann eins og Cahill í þá stöðu. Við eigum tvo unga og efnilega miðverði núþegar og 18 er rooosalega ungt fyrir miðvörð. Ég er jafnvel að komast á þá skoðun að best sé að selja Agger fyrir einhvern sem getur byrjað flesta leiki ásamt Skrtel eða Carra og nota svo Wilson sem backup þegar þarf. En það þarf þá að koma gott tilboð í hann og vel spilandi leikmaður þarf að koma í staðinn.
    Varðandi miðjuna lýst mér mun betur á Henderson en Adam. Þrátt fyrir að gera sumi hluti mjög vel er ég ekki viss um að hann eigi heima í toppklassaliði.  Hver sem yrði keyptur kæmi hann á eftir Lucas, Meireles og Gerrard, svo ungur og efnilegur er skynsamlegri kaup en eitthvað nafn held ég.
    Listi nr. 2 hjá Viðari mínus Adam plús Henderson væri snilld, þó að mér finnist við alveg lifa af án miðjumanns ef Meireles fær að spila þar aftur.

  29. Djöfull, ég skrifaði þetta með greinaskilum en svo duttu þau út.

  30. Liðið hefur samt ekkert að gera með of marga leikmenn í sumar. Við erum að fara að spila í deildinni í vetur + Carling Cup fram að áramótum og FA Cup eftir áramót. Það verður ekkert leikjaálag á okkur miðað við önnur lið og því verður liðinu líklega mjög lítið róterað nema það drullu algjörlega uppá bak þannig ég er ekki hlynntur einhverjum fjölda af massakaupum í sumar.
     
    Ég vil ruslið burt, Jova, Poulsen, Kyrgiakos, N’Gog og svona. En svo vil ég bara inn 3-4 menn sem styrkja liðið. Mata, N’Zogbia, Young, og fleiri. Ég væri til í tvo þeirra, þriðja striker og svo varnarmann t.d. Cahill eða Enrique.
     
    Við getum stillt upp ágætis liði, en ekki liði sem vinnur titla í vetur, við þurfum 2-3 aljgöra gæðaleikmenn sem hoppa beint í liðið og svona skárri menn vetrarins detta á bekkinn. Segjum að þetta yrðu þeir 11 sem byrja fyrsta deildarleikinn í ágúst næstkomandi, Reina, Kelly,Carragher,Agger,Johnson,Young,Gerrard,Meireles,Lucas,N’Zogbia og Suarez að þá erum við með sterkt 11 manna lið en þá vil ég ekki sjá menn á bekknum eins og Poulsen og N’Gog sem geta ekki hjálpað ef illa fer, þá vil ég hafa menn eins og Carroll, Aquilani, Kuyt, Downing, Adam, eða álíka menn á bekknum. Við þurfum sterkari 16-18 manna hóp en ekki eingöngu sterkara byrjunarlið.
     
    Vonandi lagast þetta í sumar, ég hef fáránlega mikla trú á liðinu og framhaldi félagsins eins og er og vonandi gerist eitthvað að viti á næstunni.

  31. Það var drengilega gert hjá frændum okkar Dönum að skipta Poulsen inná eftir fyrsta markið. Nánast eins og í golfi að spila með forgjöf.

  32. Strákar og kannski einhverjar stelpur mér leiðist og hérna er eitt stk pistill frá mér til ykkar.

    Strákar ég er GEÐVEIKUR þá vitið þið það bara hehehehe.

    Ég er 26 ára gamall og ég er alinn upp sem Púllari af Pabba mínum sem er grjótharður púllari og pabbi minn ólst upp við það á Akureyri að keyra yfir í heiðina á móti bænum sem heitir Vaðlaheiði til þess eins að hlusta á útvarpslýsingar af leikjum Liverpool. Ég var 3-4 ára gamall mjög efnilegur fótboltaspilari þegar Móðir mín og Faðir komu frá London og gáfu mér heildress frá liverpool merkt með auglýsingu að framan frá Candy. Þegar þarna er komið við sögu er ekki aftur snúið Viðar Geir Viðarsson ( Viðar Skjóldal ) Þá er orðinn gallharður púllari. Næstu ár og kannski 13-15 ár einkenndust af mjög erfiðum tímum, aldrei komu bikararnir sem faðir minn lofaði mér en hins vegar hélt ég alltaf í trúna og barðist á móti 9 Man Utd mönnum sem voru með mér í bekk. Ég átti það til í 8-9-10 bekk að geta ekki sofið daginn fyrir leik Liverpool og Man Utd því oftast áttu okkar menn ekki erindi sem erfiði, það sem verra var að árin 1995-1999 þá var gert grín af mér þegar Man Utd vann Liverpool, stundum kallaður upp fyrir framan allan bekkinn og látin segja fyrir framan ALLA hvernig leikurinn fór og hversu miklir AUMINGJAR Liverpool væru. 1999-2001 þegar Murphy trygggði okkur sigur gegn United og okkar menn voru með yfirhöndina þá var ég nánast samt lagður í einelti, keppnisskap mitt mætti í skólann, eitt skipti mætti ég í skærgula Owen búningnum mínum frá toppi til táar eftir að Liverpool hafði sigrað Man Utd 1-0 stoltur og hreikinn en fékk í staðinn EKKERT nema drull og kannski sumir myndu kalla einelti.

    Fjölskylda mín flutti suður til Reykjavíkur 2002 og ég með þeim þá 17 ára gamall, alltaf beið ég eftir stóru stundinni sem Pappi hafði alltaf lofað og frætt mig um gömlu góðu tímana sem hann hafði upplifað og suma hverja sem útvarpshlustandi yfir í Vaðlaheiði á Akureyri. Vorið 2005 kemur að stórum leik, úrslitaleikurinn í meistaradeild evrópu er á næsta leiti og Liverpool á að spila þann leik  gegn AC Milan. Ég og pabbi höfðum farið á Anfield og séð Liverpool sigra Juventus í 8 Liða úrslitum keppninnar þar sem Scott Carson stóð í marki Liverpool. Sá leikur verður aldrei gleymdur í mínum huga, ég var vel í glasi en ég grét ALLAN leikinn, stemmningin var ótrúleg og ég réð ekki við tilfinningarnar ég bara grét og grét og grét. Ég hafði þá séð Liverpool vinna Everton í derby slag og einnig séð Liverpool vinna Leeds í frábærum leik á Anfield en þessi leikur gegn Juventus er eitthvað sem ég sé aldrei toppað. E ftir þennan leik gegn Juventus hef ég farið 3 sinnum á völlinn, öll skiptin setið  KOP stúkunni, fyrsta heimaleik gegn West ham 2006 og sá þar Agger smella einum í vinkillinn og sigur, annar leikurinn var gegn PSV 2007 í 8 liða úrslitum meistaradeildarinnar eftir að Liverpool hafði rúllað yfir PSV Í Hollandi og seinni leikurinn var pínu vonbrigði þar sem um forgangsatriði var að ræða. 3 leikurinn var svo núna í janúar eftir að Dalglish kom, þá fóru ég og konan til Liverpool frá Noregi, hún hafði aldrei farið á leik, ferðin keypt í desember með Hodgson á hliðarlínunni og fúlan Torres í framlínunni. Ég varla get skrifað restina af sögunni því það sem skeði í ferð minni til Liverpool frá 31 jan 2011 til 7 febrúar 2011 er eitthvað sem ég get ekkert lýst frekar. ÞVÍLÍKT RUGL, Lenda í Liverpool og Torres fer sama dag og Carroll kemur á sama tíma er ÓTRÚLEGT AUGNABLIK, sem betur fer ákveður konan að fara heim til dóttur okkar föstudaginn 4 febrúar ALSÆL eftir að hafa VERSLAÐ allsvakslega í 4 daga í Liverpool og þá búin að hringja í 3-4-5 vinkonur og telja þeim öllum trú um það að Liverpool væri STÓRKOSTLEG BORG til að versla í.

    Það sem skeður í kjölfarið er það að ég fer til London og sé Chelsea – Liverpool, TORRES nýfarin og ALLT ÞAÐ…. JÁJÁ Liverpool- Juventus var grátur, Tilfinningar og meiri grátur en ÞETTA …. Chelsea – Liverpool ( Torres að lenda í Chelsea ) Liverpool sigrar leikinn 0-1 á Stamford Bridge, UNBELEAVABLE, BESTA sem ég hef upplifað, ÞVÍLÍKT RUGL.

    sé ekki eftir því að vera púllari….. Mitt hjarta slær á réttum stað 
    vona að ykkar hjörtu slái hjá okkar félagi….

    Youll Newer Walk Alone

  33. Held að það sé ekkert slæmt að Cole fari til Tottenham, Hann er greinilega komin yfir það besta og hefur verið meiðslagjarn í gegnum árin. Cole var alltaf í uppáhaldi hjá mér í gamla daga þegar hann lék með West ham og fyrstu árin með Chelski, en síðustu ár hefur hann dalað allverulega. Svipað og gerðist með Nicky Butt.

  34. Beggi þetta gjörólíkt því sem gerðist með nicky butt hann var alltaf frekar dapur leikmaður en fór vissulega versnandi með árunum meðan Joe Cole var einu sinni flottur leikmaður en hefur hrunið síðustu árin

  35. Afar góður pistill. 

    #44 Já hann er einn um þetta en Stoke er ekkert djók. Það má gefa leikmann eins og Poulsen.

  36. Finnst mönnum það allt í lagi að nú er aðeins verið að spyrða okkur við einhverja kjúklinga sem verða kannski góðir eftir 2-3 ár? Vantar okkur ekki reynslubolta í heimsklassa til þess að styrkja liðið okkar fyrir næsta tímabil?

  37. Hvernig er það, stjórnið þið farsíma uppsetningunni á þessari frábæru síðu. Bara smá athugasemd en þegar maður fer inná Kop.is í símanum þá þarf maður að fletta í gegnum efstu greinina þeas hún skiptir sér upp í blaðsíður. Td þessi mjög svo góða grein hérna að ofan er td 5 síður í símanum mínum og maður þarf að fletta í gegnum þær allar til að komast að kommentunum. 

    Bara að velta því fyrir mér hvort þið gætuð breytt þessu þeas að annaðhvort birtist greinin sem ein held sem maður scrollar bara niður eða maður geti farið beint í kommentin án þess að fletta í gegnum alla greinina ?

    Annars bara takk fyrir þessa yndislegu síðu.

  38. #47 SB, Hjá mér kemur allt á eina síðu, og ég skrolla bara niður.. Er þetta þá ekki eins í öllum stírikerfum?

  39. Sammála SB, kemur ekki á einni síðu; og væri betra að geta dottið beint inní comment, ef mögulegt.  Er því greinilega ekki alltaf svo; eins og #48 nefnir.

  40. Einhvernveginn kæmi það ekki á óvart að Rauðhnappurinn mundi nú ná að framkalla síðustu töfrana úr skónum hjá Joe Cole, ef einhver getur það þá er það hann.
    En rosalega finnst mér einhvernvegin að Tottenham hafi spennt bogan hátt og núna er verið að spá alls konar sölusögnum um Bale, Modric og fl. og maður heirir bara um einhverjar smáfærslur til baka.

  41. Varðandi þá leikmenn sem eru orðaðir við Liverpool þessa dagana finnst mér gráupplagt að setja hér inn smá bút úr pistli sem Tony Barrett setti inn á TheKop í gær:

    We have been here before, of course. Go back to 1987 when Dalglish was working on putting together arguably the greatest ever Liverpool side. John Aldridge was the first signed and it might be hard to imagine now but at the time there were plenty who questioned whether an Oxford United player and someone who once played in the Liverpool Sunday League would be good enough for a title challenging team.
    The same went for John Barnes who aroused suspicion because he had been inconsistent at Watford and had not attracted bids from any of the top English clubs when Liverpool came in with a £900,000 offer for his services. The capture of Peter Beardsley for a then club record of £1.9 million prompted less doubt with the only real concern being that his signing would inevitably push Dalglish the player ever closer to retirement.
    When Ray Houghton and Nigel Spackman, two steady but far from spectacular players with Oxford and Chelsea respectively, were brought in there were those who wondered why Liverpool were not in the market for top stars. Dalglish saw things differently. In his eyes he had bought a quintet of stars and the world just did not know it yet. He was proven right in the most spectacular fashion as Liverpool swept all comers aside and romped to the league title playing some of the best football ever seen in this country.

    Pistillinn er frábær hjá þér Babu og það er ljóst að það verður ekki vandamál fyrir Dalglish að vinna eftir stefnu þeirra FSG-manna. Hann var löngu búinn að fatta þetta sjálfur 🙂

    Varðandi umræðuna um bekkjarsetu og það af hverju við ættum að kaupa of marga í hverja stöðu þá er einfaldast að horfa til góðvina okkar í Manchester. Skoðum miðjumennina: Fletcher, Scholes, Anderson, Carrick, Gibson og svo má einnig telja Giggs og Park þarna með. Þetta eru 5-7 alvöru menn um 2-3 stöður. Gibson er eini kjúklingurinn. Kantmenn Utd: Giggs, Nani, Valencia, Park. Þetta er 4 alvöru leikmenn um 2 stöður. Ef að við verðum á næsta tímabili með Gerrard, Lucas, Meireles, Henderson og Adam um þessar 2-3 miðjustöður plús kjúklingana þá erum við margfalt betur settir en í dag.

    Í þessum vangaveltum geri ég náttúrulega ráð fyrir að keypt verði í hinar vandræðastöðurnar okkar líka. Tek bara miðjuna sem dæmi. Henderson er betri en Shelvey og Spearing og þá viljum við að sjálfsögðu fá hann í liðið. Ég hef alltaf verið mjög hrifinn af skipulagi Fergusons að vera með marga sterka leikmenn sem rotera og er frá upphafi gert grein fyrir því að enginn eigi neina stöðu í liðinu. Benitez reyndi þetta en var bara ekki með nógu góða leikmenn. 

    Það finnst mörgum ljótt að heyra Liverpool og Utd líkt saman en ég vona að við byggjum okkar lið á næstu árum upp eins og Utd hefur gert. Stóran, öflugan kjarna breskra leikmanna með erlendu súperstjörnukryddi. Minnst tvo góða í hverri stöðu þannig að leikmenn geti aldrei leyft sér að slá af, því þá kemur bara annar strax inn. Mata, Henderson, Adam, Young/Downing, Enrique/Cissokho. Ef við fengjum þessa menn inn og Dalglish nær að mótivera hópinn eins og maður veit að hann getur þá trúi ég því að við siglum syngjandi sveittir inn í topp 4.

    ps. Ég vil fá mynd af Viðari Skjóldal grátandi á næsta kop.is banner og að hann fái silfurmerki Liverpool klúbbsins ef það er til 🙂

  42. @52 Einar
    Ég hef lent í þessu svipuðu þegar ég hef skoðað síðuna í Opera mini í Blackberry Pearl.

  43. @einar örn, ég lendi líka í þessu þegar ég er að skoða kop.is í gegnum Lg optimus 2x.

  44. Sama hér með Nokia C6, þarf að fletta í gegnum 5 bls áður en ég get skoðað comments.

  45. sælir strákar, ég verð að’ segja eitthvað til varnar uppáhaldsmanni mínum GERARD. Það var verið að sína mörkin hans Gerards, og ég verð- að’ seagja að öllhans mörk eru þíðingarmestu mörk LIVERPOOL, VÁ MAÐUR MAN EKKI SVONA MÖRG MÖRK. þetta eru svona 25 þíðingarmikil mörk, og þvílík mörk, ef við höldum GERARD áfram þá þurfum við ekki að kaupa annaneins likmann aog hann og hann er ekki til boða, nema fyrir silljónir, Gerrard þurfum við ekki að skipta út, hann varð núna 30. svo hann á 3 ár eftir, en annars LIVERPOOLMENN, YNWA. kveðja GAUI BERTA

  46. Las einhverstaðar að Nzogbia væri að verða target nr.1 ef að Young áhveður að verða scumari, getur einhver stats snillingurinn hérna borið saman tölfræði síðasta tímabils hjá Young og NZogbia? Min/mörk/stoddarar/fyrirgjafir  🙂

  47. 58. Gaui Berta: Það er nú alveg lágmark að kunna skrifa nafnið á uppáhalds leikmanninum sínum :o)

  48. Á þessu tímabili spilaði Ashley Young 3050 mínútur í deildinni, hann skoraði sjö mörk og gaf ellefu stoðsendingar. Hann tók þó einhver víti og ég veit ekki hversu mörg af þessum sjö mörkum komu úr vítum. Young nældi sér í átta gul spjöld en ekkert rautt.

    N’Zogbia spilaði 2785 mín skoraði níu mörk og gaf sjö stoðsendingar.  Hann fékk 2 gul og eitt rautt.

  49. Hvað segiði um nýjasta tweeter slúðrið að við séum að reyna að fá Downing á 16m. Persónulega finnst mér það allt of mikið en ef Kenny vill hann þá verður maður að treysta honum þó að ég hafi smá áhyggjur af því að við virðumst bara vera að skoða enska leikmenn.

  50. Ég væri alveg sáttur ef við fengjum Downing og N’Zogbia á kantana hjá okkur. 2 frábærir leikmenn sem geta dælt boltum í teiginn og eiga það til að skora nokkuð reglulega.
    Svo eru Jones (miðvörður) og Henderson (miðjumaður) nokkuð líklegir í næstu viku vonandi þannig að þetta gæti litið nokkuð vel út.
    Svo er spurning hvort að það sé eitthvað til í þessu með 8 miljónir í Connor Wickham. Þá vantar okkur ennþá vinstri bakvörð.

  51. Sama með Iphone 4…

    Menn mega velta upphæðum fyrir sér, en mestu máli skiptir hvaða menn eru keyptir… 

    Ég vona bara að Liverpool nái allavega einum stórum bita í sumar, auk 3-4 leikmanna sem bæta hópinn okkar. Í seinni hópinn flokka ég Adam, Downing, Young… Í fyrri Aguero, t.d. Einhvern sem flest toppliðin vilja.

    Eitt nafn sem önnur lið óttast, eitt nafn sem segir: Liverpool er á leiðinni á toppinn!

  52. Vildi að mínir samherjar í United klúbbnum væri jafn duglegir og þið að halda uppi svona frábærri síðu! Ég er , eins og þið mynduð orða það, “scummari” en ég les þessa síðu nokkuð reglulega og verð að hrósa ykkur fyrir þetta framtak.
    United rule 😉

  53. Jordan Henderson
    Charles N’Zogbia
    Adam Johnson
    Sergio Aguero
    Phil Jones
     
    Þá erum með komnir með MASSA lið. Með King Kenny á hliðarlínunni, þvílík og önnur eins snilld sem þetta yrði, yrði þetta raunin.

  54. Það er greinilegt að það á að klára kaupin á Henderson áður en hann fer á Evrópumótið í vikunni, en hversu mikils virði er strákurinn ? Liverpool eru að bjóða 18,5 miljónir fyrir hann.

  55. Aðeins varðandi þetta vesen sem menn eru að lenda í þegar síðan er skoðuð í símanum.
    Ég er með Iphone 4 og það er allt í góðu, reyndar er ég að skoða þessa venjulegu netútgáfu en ekki mobile síðuna, fíla hana ekki.
    My 5 cents.

  56. það kemur alltaf venjulegasíðan hjá mér, hvernig kemst ég inn á mobile síðuna?

  57. Ég væri alveg sáttur með að borga 20 milljónir fyrir Henderson, sá nokkra leiki með Sunderland í vetur og tel hann vera gríðarlegt efni. Hann er ungur, sterkur og góður á boltann en hann er auðvita ekki fullkominn leikmaður ennþá enda bara tvítugur en ég hef fulla trú á því að King Kenny geti gert hann að þeim manni sem við þurfum til að leysa Gerrard af.

  58. Ég er bæði með HTC síma og 7″ Android tablet tölvu sem ég skoða kop.is með og á þeim báðum fer ég beint inn á mobile síðuna þegar ég slæ inn urlið .. og þarf í báðum að fletta í gegnum nokkrar (í þessu tilviki 5 eins og hinir) síður til þess að komast að kommentunum þegar færslan er löng ..  virkar fínt í iPadinum en þar fer ég ekki inn á tablet útgáfuna af síðunni heldur bara gömlu góðu.. ,

    Annars fyrir mitt leiti þá er þessi mobile útgáfa af síðunni hin argasta snilld og er yfir höfuið svo sáttur við að komast inn á þessa síðu í símanum að ég mundi fletta gegnum 20 síður að staðaldri án þess að hika : ) .. takk fyrir mig!

  59. Ég er með iPhone 4 eins og einhverjir aðrir hérna, og það er eins hjá mér með 5 síður, en maður þarf ekkert að fletta í gegnum allar, það stendur fyrir neðan “76 comments” sem maður ýtir bara á

  60. Ánægður með Mickelson, meira svona!
     
    Þegar ég las í gegnum Moneyball lenti ég líka í Google ævintýri. Google-aði óvart ‘Billy Bean’, sem er líka frægur í hafnaboltaheiminum en meira fyrir að hafa gert samkynhneigð sína opinbera árið 1999.
    Þegar þessi mynd kom svo upp í myndaleitinni var ég nokkuð viss um að þetta var ekki sami Billy Beane og í bókinni 🙂
     
    Njótið…

  61. @ 79
    Hann er ekki að fara að vinna neitt á Spáni á meðan Barcelona eru svona rugl góðir, hann ætti því að óska eftir sölu strax til Liverpool og verða virkur þátttakandi í því að koma Liverpool aftur á sinn rétta stall 🙂
    Við höfum lítil not af honum seinna á hans ferli, það er núna sem væri gott að hafa þennan frábæra knattspyrnumann í rauðu treyjunni.

  62. Alonso er að verða 30 ára, þrátt fyrir góðar minningar þá myndi ég neita honum tækifæri á að koma hingað aftur, nema ef hann myndi gera það frítt.

  63. Samkvæmt þessu: http://www.metro.co.uk/sport/football/865332-joe-cole-set-for-3million-liverpool-to-spurs-transfer þá er Cole á leið til Tottenham. Búið að semja um verð (3M) en eftir að standast skoðun og semja um laun.
    Veit ekki hvort ég sé glaður eða svekktur. Cole á að geta svo miklu meira en hann sýndi og það liggur við að maður vildi eitt season í viðbót með hann um borð. Og þó… ekki á þessu launum og 3 millur + 90 þús á viku getur skapað pláss fyrir annann betri

  64. @ 83
    Ekki nokkur spurning, hann fékk fullt af sénsum til að gera eitthvað annað en að hirða launin sín.
    Nýtti þau bara ekki.
    Peningurinn verður betur nýttur í yngri framtíðarmann.

  65. Held því miður að Joe Cole sé komin á sama stað og Owen á ferlinum. Hann sé einfaldlega sökum meiðsla ekki lengur sá leikmaður sem hann var áður. Þannig leikmaður á einfaldlega að vera á svona díl eins og Owen er á hjá United play and pay!  Fær semsagt einhver lágmarkslaun eða að ég held 20 þúsund pund á viku og svo ofan á það fyrir hvern leik og fyrir hvert mark. Ef Joe Cole væri á slíkum díl hjá Liverpool í stað 100 þúsund punda á viku díl þá væri ég til í að halda honum!

  66. Þið sem eruð að skoða síðuna í iPhone eða öðrum nýjum símum með nýjum vöfrum, þið farið bara neðst á mobile síðuna og smellið þar á “switch to our desktop site” og þá fariði inná hefðbundnu síðuna, sem er auðvitað miklu betri ef þið eruð með svona síma. Þetta þurfiði bara að gera einu sinni.

  67. @Einar Örn
    Síðan kemur alltaf veljuleg hjá mér en ekki fyrir mobile. Kom þanning fyrst eftir að þið buðuð upp á það en hætti því svo. Hvernig fæ ég hana til að koma sem mobile?
    Ég er með Samsung Galaxy 3 síma.

  68. Kristján, trúðu mér – þú vilt skoða hefðubundnu síðuna en ekki mobile.  Ég hugsaði mobile útgáfuna bara fyrir eldri síma, sem eiga mjög erfitt með að skoða hefðbundnar síður. En nýjir iPhone og Android símar eiga bara að nota hefðbundnu útgáfuna – mobile síðan er ljót og gerð fyrir gamla vafra eða mjög hæga tengingu.

  69. Frábær grein og verulega nett lesning, en er ekki málið bara að setja upp eithvað stutt og laggott efst á síðuna þar sem hægt er að rökræða fram og til baka um allt það slúður sem í gangi er? 😀

  70. Vonandi kemur Henderson sem fyrst. Held að hann verði virkilega góð kaup. Ef við seljum Poulsen og Aquilani, lánum svo Shelvey og Cole, þá veitir ekkert af Henderson og Adam. Þá vantar líka einn í viðbót, Aguero til dæmis.

    Miðjumenn 2011/2012:
    Gerrard
    Henderson
    Lucas
    Adam
    Meireles
    Spearing
    Aguero?

    Sá síðastnefndi er auðvitað draumurinn en að hafa þessa sjö leikmenn fyrir þessar fjórar stöður er ekki slæmt, og heldur ekki of mikið. Alls ekki.

    Þarna geri ég ráð fyrir því að við spilum 4-3-3/4-2-3-1 eða hvað sem við köllum það. Þrír til fjórir miðju-miðjumenn, tveir kantmenn og framherji.

    Ef við lánum líka Wilson og seljum Kyrgiakos er svo nóg pláss fyrir heimsklassa miðvörð. Mér lýst svona sæmilega á þá miðverði sem eru orðaðir við liðið, mér finnst okkur alveg vantar einn heimsklassa miðvörð.

  71. Hann getur leyst margar stöður, meðal annars sem framsækinn miðjumaður. En Aguero spilar líka frammi. Með honum leysist líka vandamál með skort á breidd í sókninni. Getum þar með selt eða lánað Ngog líka.

  72. það er víst talað um að sunderland hafi samþykkt 17,5 mills fyrir henderson og ipswich séu að íhuga 8 mills fyrir wicham og svo verði hann lánaður aftur til þeirra….. það er klárlega mikið að gerast hjá DC þessa dagana og hann er greinilega einsog speedy gonsales í evrópunni….

  73. 45 milljónir í Henderson, Jones og Wickham. Er það málið? 

    Það er ljóst að það verður mikil pressa á þessum peyjum ef þeir koma, þá sérstaklega Henderson.

    Vona að það komi allavega 2 stór nöfn sem bæta byrjunarliðið frá fysta degi. Þá helst leikmenn eins og Mata, Young, Aguero og einhvern klassa vinstri bakvörð.

  74. 100# Ég held að allir séu sammála þér í þessu . Hvað er að frétta sko.

  75. Hvað er málið með þennan Alexander Doni sem samkvæmt fréttum er á leiðinni til Liverpool.
    Þetta er 31 árs varamarkamaður Roma. Til hvers að láta markmann sem aldrei spilar taka pláss sem útlendingur á skýrslu.

  76. Nú er verið að tala um að Young sé búinn að samþ 4 ára díl við Manchester fyrir 20 mills.

    Það er ágætis verð ef við ætlum að borga 18 fyrir Henderson !

    Þetta er enn ein ástæða þess að við VERÐUM að komast í Meistaradeildina á næsta ári.

  77. 20 millur fyrir Young sem á ekki nema ár eftir af sínum samning verður að teljast ansi hátt verð.
    Og þetta með henderson þá var hann einfaldlega ekki til sölu og á mörg ár eftir af sínum samning þannig að það er kannski ekki hægt að líkja þessu saman.
    En ef eitthvað gerist með Henderson þá ætti það að gerast í dag, annars ekki fyrr en eftir EM u21.

  78. Las einhverstaðar að Henderson hafi skifað undir 5 ára samning síðasta haust og á því væntalega 4 ár eftir af honum, svo það ætti að skýra hluta af verðinu.

  79. Mig langar að fræðast aðeins.
     
    Nú virðist allt benda til þess að við séum að kaupa Jordan Henderson og miðað við hvað maður les þá er allt lagt í sölurnar með að fá Phil Jones líka. Það var verið að samþykkja tilboð frá LFC í Doni og mín spurning er sú, erum við að kaupa þessa þrjá á bekkinn? (að sjálfsögðu veit ég að Doni er keyptur þangað J) Ég hef sennilega ekki horft nóg og mikið á Blackburn og Sunderland til þess að geta sagt hvar þessir menn eiga að koma inn í liði okkar. Ég tek það strax fram að ég treysti engum betur heldur en Kenny og félögum, en er í raun að spyrja eru þetta leikmenn sem koma til með að taka við af Gerrard og Carra eftir 2-3 ár eða eru þetta nóg og góðir leikmenn til að henda leikmönnum sem við höfum fyrir og hirða byrjunarliðssæti?

  80. Ég held að Jones sé hugasður sem arftaki Carragher en hann gæti allavega orðið 3 miðvörður á næsta tímabili. Seljum Agger og Kyrkiakos og svo verður Wilson kannski lánaður aftur til Rangers.

    1. Carragher
    2. Skrtel – jones
    3. Jones – Skrtel
    4. Agger (ef ekki seldur)
    5. Wilson (ef ekki lánaður)
    6. Ayala (ef ekki lánaður aftur)

    Henderson gæti vel komið beint inní byrjunarliðið ef við ætlum að spila 4-3-3 kerfi. og jafnvel barist um hægri kantstöðuna þó vona ég að við fáum þangað meiri kantmann.

  81. Ásmundur.

    Áttu þá von á því að það verði Meireles sem detti út fyrir hann á miðjunni?? og ef honum verður spilað á hægri að það verði þá Kuyt sem fái að víkja??

  82. Phil Jones er bara þvílíkt góður leikmaður og snilld ef við náum honum, þekki lítið Henderson en drengurinn bara hlýtur að hafa eitthvað við sig fyrst menn eru til í að setja 18 kúlur í dýrið !!
    Annars nenni ég mest lítið að pæla í upphæðunum, bara ánægður ef mínir menn eiga sjéns í eftirsótta leikmenn.  Held það sé bara sniðugt fyrsta skref í þessari uppbyggingu að byrja á því að búa til breidd og samheldinn hóp með gröðum(ekki gröðum eins og Giggs og wazza) ungum bretum.  Byrja svo að pæla í einhverjum kanónum.

  83. Beggi 109# Ég reikna nú með að þeir Gerrard, Meirales eða Lucas eigi nú eftir að meiðast eitthvað eða spila ekki alla leikina og þá væri Henderson maðurinn sem myndi koma inn.
    Einnig gætum við séð Gerrard spila ennþá framar og þá gætu Henderson, Meirales og lucas spilað fyrir aftan með Carrol og Suarez sem fremsta.

                  Suarez           Carrol
                            Gerrard
               Meirales  Lucas  Henderson

Næsti stóri “rumour”

Henderson mál að klárast? (Uppfært: JÁ)