Formaður Blackpool staðfestir viðræður

Karl Oyston, staðfestir í viðtali við Blackpool Gazette að viðræður eigi sér stað milli Blackpool og Liverpool um Charlie Adam.

Síðustu daga hafa verið alls konar sögur í gangi en það virðist nú stefna í að málið verði klárað. Eignarhald á Adam er sérstakt, Rangers á 15% hlut í kaupverðinu og auk þess eiga Oyston og lettneskur milljónamæringur ákveðinn hlut í leikmanninum. Þess vegna er frekar flókið að útfæra kaupverð, en sagan er að allt hafi verið klárt milli leikmannsins og Liverpool síðan í vetur.

Einnig hefur komið fram að Blackpool vill helst fá ungan leikmann að láni auk peninga, helst er þar rætt um Jonjo Shelvey, en þó hefur Ayala líka verið nefndur.

Ætli við séum ekki að tala um lausn fyrir vikulok, kaupverð nálægt 9 milljónum punda. Milljón minna ef ungur maður fer til Blackpool.

Læt fylgja statistík leikmannsins síðasta leiktímabil…

2010 – 2011

Leikir: 36 – Mörk: 12 – Stoðsendingar: 8 – Hlutfall skota á rammann: 31,86%

Í Championship er ekki talið eins duglega en þetta fann ég samt…

2009 – 2010

Leikir: 49 – Mörk: 18

Hann verður 26 ára í desember og hefur í dag leikið 11 landsleiki fyrir Skota en á enn eftir að skora mark.

95 Comments

  1. Er bara ánægður ef hann kemur og þá erum við komnir bara með flotta miðju

  2. Það þarft samt að taka það fram að af þessum 12 mörkum komu 8 þeirra úr vítaspyrnum.

  3. þótt að 8 af þessum mörkum voru úr vítaspyrnum þá er hann samt frábær miðjumaður með geðveikan vinstri fót.

  4. Ef Adam kemur þá erum við komnir með 3 breska miðjumenn í liðið sem gætu byrjað í byrjunarliðinu: Gerrard,Adam og Hendo
    U mad Dalglish?

  5. hehe adam er nú skti svo eg er ekki að sjá hann spila fyrir england 🙂

  6. Svo verður hann klárlega betri hjá Liverpool en hjá Blackpool, mun betri leikmenn i kringum hann svo mér finnst þetta flott kaup en óska samt eftir kantmönnunum mínum 2 stk takk.

  7. Ég veit ekki með ykkur en ég var að vonast eftir stærri nöfnum i ár en Adam og Henderson! Þetta er bara sama meðalmennskuleikmennirnir sem hafa verið keyptir ár eftir ár. Hvernig væri að henda peningum í eitt stykki Kaka eða Aguero? þá erum við að tala saman!!

  8. @ Viddib #3 Ég veit ekki betur en að hann Kátur okkar sé snillingur í vítunum.

  9. Ég skil ekkert í ykkur, þessi leikmaður með betri leikmenn í kringum sig getur gert stórgóða hluti. Held að þetta eigi eftir að vera síðasta puslið af miðjuspilinu okkar.

  10. #9: Það er ekki búið að opna leikmannagluggan fyrir leikmenn utan Englands, þannig að það er eðlilegt að ekkert fréttist af því. Hins vegar ganga sögur um að Comolli hafi verið á Spáni á dögunum að ræða við Mata.

  11. Fantasy leikurinn sem er mjög mikið að marka fyrir það hvernig leikmenn standa sig er Adam í öðru sæti. Einungis er það Nani sem hlaut fleiri stig en Adam á síðasta tímabili í þeim leik. (Henderson er á sama lista í 16. sæti sem verður að teljast gott fyrir hann lang stigahæstur Sunderland manna)

    Ég held að þarna sé um mjög öflugan miðjumann að ræða og tók ég oft eftir því í vetur hvað hann er með afburða sendingargetu.

  12. erum við ekki komnir með nóg af miðjumönnum? meireles, gerrard, henderson, lucas, spearing, shelvey og nú adam!

  13. @Ísak
    við gætum lánað shelvey og spearing þá erum við með meireles, gerrard, henderson, lucas og adam
     

  14. Þið sáuð hvað gerðist þegar það vantaði bæði Meireles og Gerrard, enginn til að stýra spilinu á miðjunni, það æti að vera komin lausn á það vandamál með komu Adam. Þetta er enginn klassaleikmaður, en eitt er víst að hann mun fórna sér fyrir liðið.

  15. mann einhver eftir leiknum á móti Wba þegar lucas, spearing og meireles voru ekki alveg að ná saman og miðjan var eiginlega kominn að vörnini?

  16. Ég ætla ekki að væla lengur yfir hvaða leikmenn koma eða ekki koma. Ætla bara að treysta Dalglish og Comolli. Sé Charlie Adam að koma býða ég hann velkomin á Anfield sama hvaða hlutverki hann mun gegna!

  17. Sammála sumum um að nóg sé komið af miðjumönnum.  kanntmenn er það sem vantar hjá Liverpool og það eldfljóta. Því miður þá fer A.Young til man utd. Væri svo til í að sjá allavega 1 stórkaup í Eden Hazard.  En það er nokkuð ljóst að Liverpool er hvergi nærri hættir að versla.  Mikið hlakkar mig til þegar líður á sumarið…bara spennandi YNWA.

  18. Ætlar Dalglish að spila 4-3-3 með gerrard, henderson og adam á miðjuni?

  19. Gott ef við fengjum þennan á miðjuna. Þá getum við farið að selja Gerrard.

  20. Adam er örruglega hugsaður á bekkinn. við erum með 3 miðjumenn sem eru klössum betri en hann (Gerrard, Meireles og Lucas). en maður treystir Kenny hann veit allveg hvað hann er að gera.

  21. Nr: 13
    Átti Comolli að vera á spáni að tala við Mata? Hann hefur örugglega verið að tala við umbann hans, þvi mér skilst að Mata sé í Danmörku að spila á einhverju u21 móti. 🙂
    en mikið væri ég til í hann.. hann mundi “mata” suarez alveg af kantinum 🙂

  22. smá þráðrán mikið dj…… er strákarnir léglegir miðað við Sviss. legg til að Liverpool kaupi þennan nr: 10 Shaqiri hjá Sviss. er mikið efni og bara 18 ára

  23. eru menn ruuuuglaðir.. trasha C Adam útaf því að hann hefur aldrei getað neitt í manager eða ?
    og hvaða rök eru það að við séum búnir að kaupa 2 miðjumenn og það sé alveg ómögulegt.. það þýðir ekki að það sé enginn kantmaður að koma eða bakvörður það þýðir bara að þetta eru þau kaup sem mögulegt var að klára fyrst !!
    bara eitt hérna fyrir cm sjúklingana sem vilja bara high profile leikmenn. CA er klassa spilari. hann er ólíkur öllum öðrum valkostum sem okkur býðst á miðjuna í dag og ef hægt er líkja leikstíl hans við einhvern nýlegan lpool leikmann þá væri það XA. en þeir eru ekki sami maðurinn bara svona playmaker týpur.
    það kæmi ekkert á óvart að sjá jonjo fara í lán enda vantar honum reynslu áður en hann fer að stjórna miðjunni hjá okkur með 50m sendingum og lanskotsmörkum.
    en að kvarta yfir því að fá leikmann sem mun án nokkurs vafa breyta föstum leikatriðum okkar til hins miklu betra tala ekki um verandi komnir með carroll og hugsanlega annan stóran miðvörð eins og td. cahill og leikmann sem getur sinnt dreifingu á spilinu inná miðju löngu sem stuttu. svo má ekki gleyma því að hann er með solid persónuleika þ.e. drífandi baráttuhundur sem hengur ekki í verslunarmiðstöðvum með einhverjum glamúr bitses í eftirdragi og svo djammandi á kvöldin hann er bara skoskur fótbolta nagli og nákvæmlega það sem við þurfum og ég held að dalglish frændi okkar og DC og þeir sem hafa með þessa hluti að gera séu alveg með hlutina á hreinu varðandi þessi kaup eins og þeir hafa sýnt okkur fram að þessu.
    þannig að kæru sófaspekúlantar sem urðuð allir meistarar á fyrsta seasoni í lappanum ykkar þegar þið keyptuð kaka og sanchez og scweinsteiger og benzema og alla þessa kalla .. chill the fokk out
    p.s. verðmiði upp á sirka 8 mills er líka bara gúdsjit fyrir það sem þessi leikmaður mun færa fram. það er sko ekki verið að kaupa hann “fyrir bekkinn” loool

  24. @10 jújú, Kuyt tekur víti fyrir okkur í fjarveru Gerrard en það breytir því ekki að það þarf að skora úr vítum og það er það sem Adam hefur gert fyrir Blackpool.

  25. Allt twitter slúðrið í gær vildi meina að DC væri í Valencia með föður Mata og ætti að vera kominn með mjög gott samband við hann síðan í jan. . . eina sem ég skil ekki við það er að faðirinn sem er umbi hans sé ekki á u21 að horfa á strákinn spila 🙂

  26. Langar að benda mönnum á eitt að Xabi Alonso var ekki með nema ca. 2-5 mörk og 2-5 assist á hverju tímabili. Þetta snýst ekki bara um hvað menn hafa í tölfræðinni, það þarf einhver að sjá um það að dreifa spilinu á þá sem sjá svo um að leggja upp.

  27. Miðað við hvernig Dalglish hefur keypt menn í gegnum tíðina þurfa þeir ekkert endilega að vera bestir í heiminum í sinni stöðu, þeir þurfa bara að passa í púslið…

  28. Afhverju erum við bara að kaupa miðjumenn?
    Þurfum svo bráðnauðsynlega að fá alvöru vængmenn á báða vængina. Sérstaklega þann vinstri. Þá er ég að tala um einhvern í heimsklassa… ekki Stewart Downing.
    Sá drengur er orðinn 27 ára og er kominn á sitt besta og bætir sig varla mikið. Er auk þess aðeins með 27 landsleiki fyrir England og það segir allt. Sérstaklega þar sem vinstri vængurinn er líklegast mesta vandræðastaða Englendinga.

  29. Mig langar að minna menn á að  shelvey, spearing og lucas eru lélegir, meðal fótboltakappar.
    En Gerrard,henderson og adam eru góðir fótboltakappar.

    Kv…

  30. @ Krulli (nr.36)

    Í dag er 14. júní. Fyrsti leikurinn í deildinni er ekki fyrr en 13.ágúst, semsagt eftir tvo mánuði. Ég er sammála þér að það vantar kanntmenn en við skulum bara anda með nefinu, Liverpool mun án efa kaupa einn kanntmann ef ekki tvo fyrir 13. ágúst.

  31. Strákar mínir. Förum nú að hugsa rökrétt. Dalglish er að kaupa miðjumenn núna því að kantmennirnir hljóta að vera í öðrum löndum en Englandi og við megum ekki kaupa þá fyrr en 1.júlí. Þetta kemur allt 🙂

  32. Legg til að við kaupum Braathen og Orra Frey Óskarsson og spilum bara Diablo. Klikkaði ekki í CM03/04

  33. Hvað eru menn að dissa Downing?  Hann er ekki einu sinni orðinn LFC leikmaður.  
    Treysti KD alveg fyrir þessu og ekki gleyma því hvernig hann gjörbreytti Jay fokkin Spearing.  Leikmanni sem maður var löngu búinn að gefast upp á.  
    Downing er bara svona lala leikmaður með góða krossa til að nefna eitthvað.  Hann ætti nú alveg að geta lyft Downing á hærra plan!  KD er maðurinn.

  34. Þvílíkur brandari. Hægri vinstri eru menn að segja “afhverju enn annan miðjumanninn, afhverju ekki Mata á kanntinn eða jafnvel Kaka”.

    Fyrir það fyrsta er ekki búið að opna fyrir kaup & sölur á leikmönnum utan Englands, slaka á.

    Í öðru lagi, þá er mér alveg sama hve oft það er sagt. Meireles er EKKI miðjumaður (hann nýtist langt um betur framar á vellinum, maðurinn er hörkuleikmaður og virkilega duglegur – en hann hefur ekki farið í tæklingu sem heitið getur síðan hann kom til Englands og ég leyfi mér að fullyðra að hann virki seint í tveggja manna miðju á Englandi). Ef LFC ætlar að fara að spila með tvo kanntmenn eins og hávær krafa er um og 2 strikera – þá gefur það auga leið að Meireles er ekki að fara spila með Lucas á miðri miðjunni).

    Í þriðja lagi þá neita ég að gæðin í Liverpool FC séu á því stigi að Spearing sé fastamaður eða jafnvel fyrsti maður inn af bekknum ef miðjumaður meiðist/fer í bann. Hann stóð sig með mikilli príði síðustu tvo mánuði tímabilsins og ágætt að hafa hann sem mann nr # 2 þegar meiðslin, álagið og bönnin fara að kikka inn, En títt nefndur Spearing væri ekki skráður í hóp hjá Chelsea, City og Utd – það eru jú liðin sem við viljum ná (taka fram úr).

    Þegar sparkað verður til leiks í ágúst og við erum enn ósáttir við kaupinn skulum við væla – en þegar þessi blessaði gluggi er ekki nema hálfopin, hvernig væri ef menn myndu aðeins bíða með grátkórinn ?

  35. Henderson-kaupin voru fyrstu kaupin sem Liverpool framkvæmir í júní í mörg ár. Ef við erum að klára kaup á Charlie Adam, Scott Dann, Stewart Downing, og/eða Conor Wickham í júní líka þá bætast þau kaup bara við listann hjá félagi sem hefur nær aldrei náð að klára málin í júní.

    Leikmannamarkaðurinn opnar ekki fyrr en 1. júlí. Það er ALGJÖR óþarfi að vera stressuð akkúrat núna. Félagið er að hefja sumarið af meiri krafti og klára málin fyrr en nokkru sinni áður, það er nákvæmlega engin ástæða fyrir stressi.

    Mín ágiskun? Comolli, Dalglish og FSG eru að reyna að klára leikmenn í Englandi fyrst – Henderson, Adam, Wickham, Downing/N’Zogbia, Dann/Jones, Clichy/Enrique, o.sv.frv. – þannig að þeir geti svo notað júlí/ágúst til að eltast við 1-2 stærri nöfn af meginlandinu. Svona Hazard/Aguero/Mata-týpur, “nöfn” sem ættu að gera menn spenntari heldur en Stewart Downing eða Charles N’Zogbia gera kannski.

    Mín ágiskun. Sumarið er rétt að byrja og það er enginn klúbbur jafn virkur það sem af er eins og Liverpool. Það er nákvæmlega engin ástæða til að panikka.

    Annars langar mig bara til að taka fullkomlega undir ummæli #34 hjá Magganum. Eitt besta innlegg á Kop.is í langan tíma. Það er gott og vel að skoða tölfræði en hún er einfaldlega minna virði hjá miðjumönnum en kantmönnum/framherjum. Það er hægt að mæla framherjana í skoruðum mörkum, kantmennina í stoðsendingum og svo framvegis, en eins og tölfræði Xabi Alonso bendir til segja slíkar tölur langt því frá alla söguna þegar miðjumenn eru annars vegar.

    Henderson er kominn, Adam að öllum líkindum á leiðinni. Bíðum með að dæma þá þangað til við sjáum hvað þeir gera í rauðri treyju fyrir Dalglish. Eins og einhver sagði hér fyrir ofan gat hann hjálpað Jay Spearing upp um svona tvo gæðaflokka á hálfu ári, hann ætti því að vera góður þjálfari fyrir Adam og Henderson.

  36. Góða kvöldið.
    Ég hef verið að lesa Commentin og mig lagnar til að biðja ykkur um smá hjálp.
    Er hægt að finna á netinu töflu þar sem maður getur skoðað hvað Liverpool var til dæmis með mörg stig eftir 8 umferðir tímabilið 2008-2009 og taka sömu stöðu tímabilið 2009-2010 til að bera saman ?

  37. C Adam er frábær leikmaður, ég er gríðarlega sáttur með þessi kaup.
    Hættið svo að væla um að það eigi frekar að kaupa vængmenn, þeir verða keyptir, alveg rólegir þangað til

  38. Má alveg benda á að Henderson er kantmaður og þá vantar á vinstri kantinn og vill svo til að Adam er örvfættur og getur leyst þar af. Eftir stendur að kaupa vinstri kantmann og þá er miðjan orðið verulega vel mönnuð. Vörnin er óbreytt og þyrfti að auka breiddina þar. Comolli hefur líka sagt að það er nóg af mönnum á leiðinni.

  39. DC sagði að Dalglish ætlaði að nota hendo í byrjunarliðinu og við erum núna að kaupa Adam svo ég held að Dalglish ætlar að nota 4-3-3 með Gerrard, Hendo og Adam á miðjuni ef það myndi gerast þá væri ég ekkert annað en ánægður því að miðjan hefur verið í molum eftir að okkar playmaker Alonso fór og síðan batnaði lítið eftir að mascherano fór og þótt að meireles átti góða leiki á tímabillinu þá er bara ekki miðjan það góð til að komast aftur í topp 4
    (þetta er mín skoðun)
    Treystum King Kenny YNWA

  40. Ég á frekar erfitt með að sjá það fyrir mér að miðjan hjá Liverpool verði ekki skipuð manni að nafni Lucas Leiva. Fyrir mér væri þetta Lucas djúpur, Adam og Gerrard þar fyrir framan. Suarez og Kuyt á vængjunum og Carroll uppi. Henderson og Meireles á bekknum. Þetta lítur út fyrir að vera fín breidd á miðjunni.

  41. Það eru sögusagnir um að 16m punda tilboði í Adam Johnson hafi verðið tekið. Veit ekki hversu áræðanlegt þetta er.

  42. Veit ekki aaaalveg með C. Adam.

    Ef það er eitthvað sem okkur vantar ekki, þá er það vítaskytta.  Kuyt anyone?  Hefur hann einhverntíman klikkað á víti?  Ég held ekki.

  43. @37 Henderson

    Lucas er einmitt mjög lélegur fótboltakappi. Svo lélegur að hann var valinn leikmaður tímabilsins.
    Griðarlega mikilvægur partur af liðiinu inná vellinum og í klefanum.

  44. #51 Gerrard er nú vítaskytta LFC þótt Kuyt sé öruggur þá held ég að hann sé nú bara þegar Gerrard er ekki
     

  45. Ef við lendum í vítaspyrnukeppni á næsta tímabili tildæmis í úrslitaleik FA cup á Wembley á móti Man Utd þá erum við allavega í góðum málum ef Adam bætist í hópinn.

    Carragher tekur fyrsta vítið, munum eftir samskeytunum gegn Birmingham 2001 í bráðabana

    Kuyt

    Suarez

    Adam

    Gerrard     

    Svo Reina í markinu Sæll.

    Annars held ég að Adam sé flottur leikmaður inní liðið okkar, grjótharður skoti með frábæra sendingargetu.

  46. Vona að hann mereiles verður ekki hentur í burtu fyrir einhvern blackpool gaur fyrir mér er meireiles miklu betri leikmaður en what ever eg treysti king kenny að gera það rétta

  47. Er mjög sáttur ef við gómum Adam

    En er ekkert að frétta að málinu med hinn Adam . Adam Johnson það væri algjör fxxxxxx snild ad fá hann.

  48. Eru menn að gleyma sér eitthvað í græðginni? Við að skoða eins uppstillingu og ÞHS #48 veltir fyrir sér fæ ég vatn í munnunn nú þegar eftir 1(og vonandi 2) kaup. Miðja með Lucas djúpum og C. Adam og Gerrard þar fyrir framan, Suares, Kuyt/Henderson á köntum og Carrol frammi er bara þokkalega spennandi nú þegar og samt eigum við eftir að bæta við ef maður skilur forsprakkana rétt.

    Ef þetta er aðeins byrjunin þá get ég einfaldlega ekki beðið eftir að fá að sjá æfingaleikina fram að tímabili. Eftirvæntingin er það mikil.

  49. Þetta er spennandi, en ég ætla samt að gera heiðarlega tilraun til að halda mér á jörðinni fyrir næsta tímabil. Maður hefur allavega loksins góða tilfinningu fyrir því að eitthvað gott geti gerst á næstu árum. Aldurinn á Adam sakar heldur ekki því hann á ábyggilega inni amk 6-8 góð ár, ef ekki fleiri.
    Svo finnst mér að það megi ekki gleymast að lið eins og Barcelona eru að spila svona svakalega vel því stór hluti þessara frábæru leikmanna er búinn að vera að spila saman síðan þeir voru guttar, þekkja hvern annan inn og út. Eins klisjulegt og það hljómar, þá var Róm ekki byggð á einum degi. Þannig að ég er alveg sáttur við að byggja á því góða sem myndaðist seinni hluta síðasta tímabils, auka breiddina og gæði þar sem hægt er og byggja síðan til framtíðar með jafnvægi liðsins í huga í staðinn fyrir að taka Man City á þetta. Akademían lofar allavega góðu núþegar. Eins djöfulli erfitt og það er að vera þolinmóður. 🙂

    Varðandi Clichy, þá rakst ég á áhugaverða grein: http://www.anfieldindex.com/2685/liverpool-fc-transfer-scouting-stats-left-backs.html Eru þær kjaftasögur dauðar núna?

  50. Fyrir hálfu ári hefði mér verið slétt sama hvert þessi leikmaður hefði farið og þó hann færi frítt en eftir magnaða lokaleiki á tímabilinu þá myndi ég vilja halda honum áfram. En svo virðist sem að Maxi sé að reyna að losna undan samning við Liverpool til þess að geta gengið til liðs við uppeldisfélagið sitt í Argentínu samkvæmt helstu miðlum.
    http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/13777390.stm
     
    Veit einhver hvernig samingsmálin hans standa ?
     

  51. Hvernig var staðan á Ashley Young til United? var ekki verið að tala um það fyrir helgi að hann væri bara búin að semja við united og blablabla. Var að lesa á hinum frábæra miðli DV.IS að united væri að reyna að fá Sanches frá Udinese og ef það gengi eftir þá mundi þeir sennilega sleppa því að fá Young.

    Það er alltof mikið af bulli í gangi í slúðrinum mörg lið eiga að vera búin að semja við hinn og þennan leikmanninn en daginn eftir er svo jafnvel ekki einu sinni komið boð í þá.

    Liverpool á td að vera búið að bjóða í Wickham, Downing, Adam, Clichy og Mata en félögin öll virðast vilja meira fyrir leikmenn sína en Liverpool á að hafa boðið. Eru einhverjar heimildir fyrir því  td að Liverpool hafi boðið í alla þessa leikmenn??

  52. Ég held að það sé engin með neinar heimildir sem hægt er að treysta, þetta er bara slúðrið í dag. Vonandi sér Young að sér og kemur til Liverpool ásamt Adam Johnson og C.Adam.

  53. Ef Maxi vill fara þá má hann fara. Hann átti vissulega góðan endasprett í fyrra en fram að því var hann mjög slakur. Ef það er hægt að fá einhvern pening fyrir hann þá er það bara bónus. Leikmaðurinn er 30 ára og hefði vissulega geta nýst liðinu sem back-up leikmaður næsta tímabil. Ef hann fer þá knýr það enn frekar á að Liverpool kaupi öflugan vinstri kantmann.

  54. #64.  Þess vegna kallast þetta slúður. Sögurnar hætta að  vera slúður þegar hægt er að staðfesta eitthvað 🙂 

  55. Sanchez má alveg fara til United ef það þýddi það að við fengjum Young. Mun betri díll heldur en að United fái Young og við þurfum að eltast við lakari kantmenn

  56. Vissulega er það rétt hjá þér Viðar en ég hefði nú bara kosið að við mundum aðeins reyna við Sanchez og man utd mundu bara halda sig við young

  57. Held við eigum bara ekki séns á að fá Sanches þess vegna setti ég dæmið upp svona… Young var líka efstur á mínum óskalista fyrir sumarið

  58. Ef að Maxi er að fara þá eru vonir mínar um að Aguero sé að koma fyrir bí! En maður skal samt aldrei gefa upp vonina svosum! Er viss um að þeir félagar Dalglish og Comolli eigi eftir að koma mér þægilega á óvart með mögnuðum áframhaldandi kaupum í anda þess sem þeir byrja á!

    YNWA

  59. Vitið það samstuðningsmenn að ég hef svo engar áhyggjur af leikmannakaupum sumarsins að það jaðrar við kæruleysi. í fyrsta skipti í mörg ár þá hef ég fulla trú á því að stjórnendur Liverpool kaupi þá leikmenn sem þá langar í og séu líka að fara að kaupa réttu mennina. Bara þeir þrír leikmenn sem hafa verið keyptir síðan í jan hafa ekki verið keyptir í neinu óðagoti og þetta eru allt leikmenn sem eru spennandi og koma til meða að gefa vel af sér, bæði á vellinum og í budduna.
    Ég held í það minnsta að tími eins og þegar Poulsen, Konchesky og aðrir álíka leikmenn séu keypti sé liðinn. í Það minnsta eru Suarez, Carrol og Henderson mikið betri leikmenn og líka með mikið betri framtíð fyrir sér
    Það verða engin óðagots og last minute kaup í sumar

  60. Sælir félagar
     
    Ég hefi ekki komið hér inn óvenjulengi þó ég hafi fylgst grannt með umræðunni.  Ástæðan er nákvæmlega sú sem sem Birkir#75 tilgreinir hér fyrir ofan.  Ég er fullkomlega áhyggjulaus og veit að allt mun komast í höfn sem KD leggur upp.  Því bíð ég bara rólegur eftir fréttum af því sem KD gerir og allt mun það gleðja mig.
     
    Það er nú þannig.
     
    YNWA

  61. Þrátt fyrir að það var fyrir mína tíð, en þegar Dalgish fór að kaupa sína bresku leikmenn eins og John Barnes og þannig kappa, þá voru margir sem hristu haus og skildu ekki hvað hann var að spá. En hann lagði grundinn af einhverju skemtilegasta og sigursælasta liðið í sögu lfc, þannig ég hef fulla trú á að hann viti hvað hann er að gera.

  62. Siðan líka gott bæði fyrir enska landsliðið og liverpool að kaupa breska leikmenn. óþolandi þetta væl og heimþrá rugl með þessa latino drengi.

  63. Ég meina hugsið um það þið sem styðjið enska landsliðið væri ekki gaman ef aðalkjarni þess væru liverpool leikmenn? Ég meina það eyðileggur ekkert málstað Barcelona að besta landslið heims sé samsettur úr kjarna frá Barca.

  64. Er ekki að fatta þessa áráttu hjá mörgum hérna inni með að hafa sem flesta Enska leikmenn í hópnum ,
    þið virðist ekki vera að fylgjast mikið með U-21 landsliði Englands. Þeir geta akkúrat ekki neitt, þeir eru OFMETNASTA lið keppninnar.

  65. Ein létt spurning,  er Henderson eini leikmaður Liverpool sem er að keppa í EM-21?

  66. Nr. 77 Ási  þú veist að John Barnes kemur frá Jamica en er samt algjörlega sammála þessu hjá þér.

  67. Er ekki að fatta þessa áráttu hjá mörgum hérna inni með að hafa sem flesta Enska leikmenn í hópnum ,

    Það er nú fyrst og fremst vegna hertra reglna FIFA um heimamenn í liðum. Nú er rétti tíminn til þess að ná í unga leikmenn og byggja upp sterkan kjarna af heimamönnum. Tími 20 manna hóp útlendingahersveita er liðinn í evrópuboltanum og við þessu þurfa liðin að bregðast.

  68. @83
    Liverpool er nú ekkert í svo slæmum málum varðandi heimamenn og/eða uppalda menn í hópnum miðað við önnur lið og þá sérstaklega ef að maður horfir til ungu strákanna sem eru að koma upp úr akademíunni.Það hlýtur að vera svigrúm til að versla eitthvað annað en getulausa Breta  á uppsprengdu verði bara til að fylla uppí einhvern kvóta !!!!!!!!!!

  69. Bíddu er ekki A Young búinn að semja við Manchester United? Eða er ekki búið að staðfesta það ?

  70. Það hefur ekkert verið staðfest með Young, eitthvað sá maður fyrir síðustu helgi um að hann væri að ná samkomulagi við United en ekkert STAÐFEST

  71. Ég veit ekki alveg hvort það hafi eitthvað verið rætt um þetta á síðunni en hvernig myndu mönnum lýtast á Adam Johnson? 

    Svakalega öflugur leikmaður með mikinn hraða og á auðvellt með að taka á varnarmönnum. 

    City munu líklega kaupa og kaupa og þá gæti hann fallið aftar í goggunarröðinni ef menn eins og A.Sanchez koma til þeirra svo við ættum að næla okkur í þennan strák.

  72. Ásmundur#88.
    Geðveikur búningur.speisaður litur þessi blái.Samt pínu City fílingur í þessu
     

  73. Hvaða leikmenn hafa verið bestir hjá liverpool undanfarin ár eru það ekki erlendir leikmenn king kenny ætlar bara að kaupa það besta þú gerir það ekki með því að kaupa bara englendinga.Manu unnu í ár hvað voru margir englendingar fastamenn rio rooney og engin þegar veldið á mafíunni var sem mest lampart terry a cole fastamenn í byrjunarliðinu.Því færri enska leikmenn því meiri möguleiki að vinna hana,Af hverju er t.d ekki horft til þýskalands fullt af frábærum leikmönnum á fínu verði englendingar upp til hópa geta ekkert í fótbolta.Einu sinni heimsmeistarar segir allt sem segja þarf.

  74. Hvað er í gangi núna?? Er Man Utd að stela en einum leikmanninum sem Liverpool vill fá????
    Er Charlie Adam á leið í Man Utd???

  75. Guðmundur #91 

    Ef að þú ert að lesa Powerade-slúðrið þá Neiiii það er ekki að fara að gerast.

  76. JN:

    Thu hefur vist ekki heyrt getid um heimaleikmannakvotann sem tharf ad fylla uppi fyrir (ad eg held) naesta timabil.  Thetta er hluti af tvi ef af verdur.

    En hvad Charlie Adam vardar ad tha finnst mer Dalglish vera ad draga rassgatid i thessum malum. Ef Dalglish hefur svona mikinn ahuga a vidkomandi, afhverju er verid ad spara ser 2-3m med aumkunarlegu 7m bodi??? Ef Dalglish getur latid 18-20m fara i Henderson tha tel eg ad 10-12m aettu alveg eins ad geta farid i Adam.

    Nuna thegar hann hefur dregid rassgatid i thessum malum ad tha er Saur Alex farinn ad thefa uppi skotann sem thydir ad EF Dalglish kaupir Adam verdur hann ad borga 2x7m til ad fa hann. Eg meina, Dalglish hefur haft sidan januar til ad hugsa thad hvort hann vilji Adam edur ei. Put up or……

  77. Skítatækling Charlie Adam í lok leiktíðar dró verulega úr áhuga mínum á honum. Beinbrjótar og árásartuddar eiga ekki heima í mínu Liverpool liði – eða neinu öðru liði.

  78. Frábært að fá Adam, tekur flottar horn og aukaspyrnur og þannig einstakling hefur okkur vantað sárlega í mörg ár. Fínt að fá meiri breidd í liðið og á miðjuna. Ég er alls ekki sammála því að hann sé einhver ruddi, meira að segja Gerrard hefur átt glórulausar tæklingar og telst hann nú seint vera ruddi 😉                                                                          Ég er annars rosalega spenntur yfir því hverjir koma og vonandi verða þeir sem flestir og styrkja liðið sem mest, King Kenny er alveg með þetta 🙂
     

Liverpool: The Complete Record – forpöntun lýkur í dag!

BLÁTT! Nýi Liverpool-búningurinn: