Viðtal við Suarez í Don Balon

Sky taka upp nokkra punkta úr viðtali, sem að Luis Suarez veitti spænska blaðinu Don Balon. Hægt er að nálgast allt viðtalið á heimasíðu Don Balon. Það er á spænsku, en hérna er Google þýðing á því, sem að er nógu góð til að skilja flest.

Í viðtalinu eru aðallega tveir áhugaverðir punktar. Fyrst þá segist Suarez hafa hring í Fernando Torres daginn sem þeir voru báðir að skipta um lið – Torres yfir til Chelsa og Suarez til Liverpool.

“He told me to be the same player I always was, not to try to change, that Liverpool were a great team and that they would help me to grow a lot. “The truth is that his advice was a great help and he was not wrong; he was exactly right.”

Hann er svo spurður útí gamalt kvót um að honum dreymi að spila fyrir Barcelona. Umboðsmaður hans er bróðir Pep Guardiala. Hann segir að þau tengsl auki ekkert líkurnar á því að hann spili fyrir Barcelona, en hann viðurkennir að áður en hann kynntist umboðsmanni sínum hafi það verið draumur hans að spila fyrir Barcelona. Eflaust reyna einhverjir fjölmiðlar að gera sér fréttir úr þessu, en það að úrúgvæi segi að það hafi verið draumur hans að spila fyrir Barcelona eru álíka stórar fréttir og að jafngamall Íslendingur myndi segja að honum hefði dreymt að spila um Manchester United eða Liverpool. Það dreymir ALLA suður-ameríska stráka um þetta.

Í viðtalinu talar hann líka um að honum líði vel í Liverpool – hann sé mest fyrir það að vera heima hjá fjölskyldunni og þótt að Amsterdam og Liverpool séu ólíkar þá sé hann ánægður í Liverpool og að fólkið þar sé frábært. Hann hafi verið stressaður fyrir skiptin, en allt hafi gengið vel.

Hann talar um að í Liverpool hópnum sé hann í mestum samskiptum við Dirk Kuyt, þar sem þeir tala auðvitað hollensku – og svo við þá sem tala spænsku í hópnum – Maxi, Lucas, Mereiles, Pepe og Glen Johnson (!)

54 Comments

  1. Slakið aðeins á þessu Burger hatri, þýddi hann ekki bara viðtalið beint?

    Augljóslega er það stærsti fréttapunkturinn ef stjörnuleikmaður Liverpool segist vilja fara til Barcelona. Alveg eins og ef Rooney eða Drogba myndu segja þetta í viðtali.

    Slaaaaaka drengir, slaka.

  2. Kannski vildi hann bara fara helgarferð til Barcelona með kellinguni. Skoða smá Goudy, fá sér paela og kíkja í kollu….

  3. Ætli það sé ekki útaf því margir liðsfélagar hans eru og voru spænskir eða útaf því það er bara frekar gaman að læra spænsku og hún kemur sér mjög vel á ferðalögum í ameríku og víðar.

  4. Kom fram í í slúðri í vetur að Glen Johnson væri að læra spænsku því honum langaði að spila á Spáni,veit samt ekkert um það.

  5. JN hvenær byrjar þessi leikur? og linkur væri vel þeginn frá einhverjum 🙂

  6. Ég held að hann eigi að byrja núna rétt um ellefu, mig minnir það allavega !

  7. #8

    ég og fleiri sem ég veit um mundum kannski fíla hann örlítið betur ef hann væri ekki jafn gífurlega mikið í því að birta fréttir af engu eða þá einfaldlega lélegar fréttir. Ein og ein frétt/skrif sem kemur frá honum sem eru “eðlileg” en því miður er það minnihluti. Aðrir blaðamenn hér heima sem eru ekkert spes en þó enginn verri en Burgerinn.

    Því miður virðist það vera að það sé of mikils til ætlast að gera gæðakröfur á menn sem starfa í tengslum við íþróttaumfjöllun á fjölmiðlum sem eru ætlaðar almenningi (rúv, vísir, mbl, s2s o.fl.). Sérhæfðar síður eins og t.d. kop.is eru svo annað mál og ekki samanburðarhæft við almennar síður.

  8. Glenn sagði það nokkru eftir að þetta slúður kom upp að ástæðan fyrir því að hann vildi læra spænsku væri út af því að margir liðsfélagar hans tala tungumálið.

  9. Fyndið að við Hjaltarnir séum orðnir 4……
    annars er Suarez aldrei að fara til Barca hvort sem hann sagði þetta eða ekki

  10. Suarez fer aldrei til Barca til þess er hann bara ekki nægilega góður.  Svo einfallt er það.  Sennilega mundi enginn Liverpoolmaður komast í lið Barcelona í dag?

  11. Ef það væri hægt að vote-a einhvern af síðunni vikulega, eins og í survivor. Þá myndi ég kjósa hari #22.

  12. hari með heimskasta komment sem ég hef lesið. Bojan??? hann er ekki nógu góður fyrir aston villa. Hvor helduru að mundi nýtast Barca betur Besquet eða Lucas? Lucas væri orðinn ein stærsta stjarnan í dag ef hann væri í Barcelona. Suarez myndi lika nytast þeim betur en Villa!

  13. Sko, það er líka grundvallarmunur á þessum tveim kommentum.

    1.  Þegar ég var yngri þá dreymdi mig um að fara til Barcelona
    2.  Ég vil fara til Barcelona.

    Suarez sagði númer 1, sem er álíka saklaust og ef að einhver íslenskur landsliðmaður í Þýskalandi hefði sagt að sér hefði einu sinni dreymt um að spila fyrir Liverpool.

  14. Menn hafa ahyggjur her af seinagangi og adgerdarleysi i leikmannamalum en hvad finnst mønnum um støduna hja Arsenal , lid sem er i meistaradeildinni en samt er allar hesltu storstjørnunar ordadar vid ønnur lid !  Thar a bæ virdast menn alveg hafa misst tholinmædina.  Eg verd ad segja ad thetta kemur mer verulega a ovart thar sem Arsenal voru vissulega oheppnir med meidsli a sidasta timabili.   Eg efast um ad RVP og Vermalen hafi spilad mikid meir en 10 leiki hvor.   Wenger er vissulega ad drepast ur thrjosku en samt spiladi Arsenal einna skemmtilegasta boltan a sidasta timabili og lidid er vissulega ungt.  Hvad finnst mønnum her um støduna hja Skyttunum ?

  15. Mér er nú bara eiginlega alveg drullu sama um stöðuna hjá Arsenal. Ég hef eigilega meiri áhyggjur á aðgerðar og getuleysi okkar manna í leikmanna málum það er komin smá svona Hicks og Gillet lykt af þessu selja til að kaupa selja til að kaupa. Frekar getulaust að mínu mati. Hef ekki mikla trú á því að það gerist eitthvað marktækt í sumar.

  16. @ 32…

    LOL…ja en eg skil ekki alveg thetta : The Liverpool way….2 heitustu ungu spilararnir a Englandi farinir til United og Sunderland…Tha er bara Southamton gæinn eftir og hann likalega a leid til Arsenal…ummmm

  17. Er enginn að prófarkalesa greinarnar hérna. Þessi er varla læsileg vegna þágufallssýkinnar. Ég taldi einhverjar 10-15 villur af ýmsum toga þegar ég las greinina í fyrsta sinn. Áfram Liverpool!

  18. Já svo erum við bara endalaust að missa af mönnum út af einhverju prútti.

  19. “tveir heitustu spilararnir farnir til scum og Sunderland”
    Já og við höfum bara fengið Carrol og Henderson á þessu ári . Eru þeir ekkert heitir.

  20. OK strákar förum að fatta þetta Carroll er með tveimur r-um og tveimur l-um Carroll, ekki Carrol eða Caroll eða Carol í versta falli, Og síðan er það Charlie Adam ! ekki ADAMS!!!!!!! Síðan er það líka Meireles. Plís !

  21. Nökkvi, þú kannski tekur þetta bara að þér. Skráðu niður allar villur sem þú finnur og raðaðu þeim eftir alvarleikastigi, hreinskrifaðu greinina svo aftur, hnoðaðu henni í litla kúlu og taktu hana svo og troddu henni upp í póstkassann hjá Eiði Guðnasyni 🙂

  22. tja, EÖE tekur nú fram að það hann sé einungis að taka fram punkta úr greininni, svo mér finnst nú í lagi að hafa þetta hraðsoðið, þó það sé auðvitað aldrei gaman að reka augun í lýti eins og:“að honum hefði dreymt að spila um Manchester United eða Liverpool. Það dreymir ALLA suður-ameríska stráka um þetta”.

    Engu að síður er þetta blog,,, og varla hægt að ætlast til þess að höfundar búi yfir stílfræðitökum Gyrðis Elíassonar. Engu að síður finnst mér Maggi og Kristján Atli standa flestum íþróttablaðamönnum framar varðandi framsetningar og greinaskrif almennt.

  23. Ekki nógu mikill trúverðugleiki yfir sumrinu hjá Liverpool finnst mér. Raul á leiðinni burtu, Aquilani að koma tilbaka, engin tilboð í Poulsen og Jovanovic, engar stjörnur á leiðinni, ansi lítill stöðugleiki yfir hlutunum finnst mér. 

    Góðu fréttirnar eru hinsvegar að menn eru að koma tilbaka úr sólbaði og á leiðinni á æfingu og þá ætti eitthvað að fara gerast. 

    Hvernig væri svo að kaupa Arshavin, ókei hann er gamall en hann virðist enga framtíð eiga hjá svertingjunum í Arsenal.

  24. Gaman að sjá okkar mann Lucas Leiva með brasilíska landsliðinu, virkilega öflugur á miðjunni. Hvet ég alla þá sem sjá ekki hæfileika hans að fylgjast með honum í brasilíska landsliðinu.

  25. Afsakið leiðindin en eru menn virkilega að spyrja númer hvað Súperman er? Það vita ALLIR Liverpool aðdáendur!

    Og hverjum hér er ekki skítsama um Arsenal, þetta er Liverpool blogg for crying out loud!

    Mikið afskaplega vona ég annars að þessi langloka varðandi Charlie Adam sé bara smokescreen til að draga athyglinna frá því að verið er að semja við einhverja heimsklassa kant- og varnarmenn.

    Come on you Reds!

Opinn þráður á föstudegi

Kevin Keen ráðinn þjálfari.