LFC.tv staðfestir í kvöld að Charlie Adam hefur skrifað undir samning við félagið og er því núna opinberlega orðinn leikmaður Liverpool. Velkominn til Liverpool, Charlie!
Í fyrsta viðtali sínu fyrir LFC.tv segir Adam svo sjálfur allt það rétta; hann er feginn að vera loksins kominn til félagsins (munið, hann fór fram á sölu í janúar til að geta komist þá en hefur þurft að bíða í hálft ár til viðbótar) og fer mjög fögrum orðum um Dalglish. Það þótti mörgum skrýtið í gær þegar fréttir bárust af því að Dalglish sótti Adam sjálfur á bíl sínum og keyrði hann á Melwood til viðræðna og læknisskoðunar, en ef menn hafa fylgst með málinu ætti það ekki að koma á óvart.
Stór hluti af því af hverju Adam kom ekki í janúar er vegna þess að Comolli sá þá um að bjóða í Adam og það fór eitthvað fyrir brjóstið á Karl Oyston, stjórnarformanni Blackpool, að fyrsta tilboðið var í lægri kantinum. Hann og Ian Holloway knattspyrnustjóri lokuðu í kjölfarið á Comolli og neituðu að ræða frekar við hann, virtust hafa misst allt álit á honum. Auðvitað var þetta þeirra leið til að halda Adam lengur eða keyra upp verðið, Comolli gerði að mínu mati ekkert af sér (það er venjan að bjóða lágt í fyrsta tilboði og semja svo út frá því) en Oyston er sérkennilegur tappi sem hefur valdið okkur tómum erfiðleikum síðan.
Þess vegna kom ekkert á óvart í vor þegar slúðrið fór að segja að Dalglish væri að einbeita sér persónulega að þessum leikmannakaupum. Hann hefur sennilega séð um mikið af skilaboðum Liverpool til Blackpool og tekið virkan þátt í samningum við Oyston, það kæmi mér jafnvel ekkert á óvart ef Comolli hafi ekki komið nærri þessum kaupum nú í sumar.
Hvað um það. Dalglish landaði á endanum sínum manni sem hafði verið efstur á óskalista hans síðan hann tók við liðinu í byrjun árs. Við getum ekki annað en glaðst yfir því.
Eitt finnst mér nauðsynlegt að ræða og það er þessi umræða um líkamsástand Adam. Menn sáu myndir af honum berum að ofan í læknisskoðun í gær og það er satt að hann er ekkert sérstaklega skorinn en það er ekki eins og hann sé feitur og stuttur eins og sumir hafa verið að gefa til kynna. Hann er t.a.m. 185 cm á hæð – tveimur sentímetrum hærri en Steven nokkur Gerrard – og hann virkar þykkur af því að hann er þannig vaxinn (önnur dæmi: Wayne Rooney og Xavi Hernandez, sem virka ekki beint mjóir á velli en verða seint sagðir vera í lélegu formi). Ég hef engar áhyggjur af Adam sem hefur verið að æfa með meistara í hnefaleikum í sumar til að tryggja að hann sé klár í þessa nýju áskorun!
Comolli ræðir um Adam á LFC.tv og kemur einmitt inná líkamsástand hans:
“If you look at him physically, he’s very impressive. He’s got the power, the strength, the stamina, and then technically he’s got an absolutely fantastic left foot. We were looking with Kenny at data on how well Blackpool did at set pieces last season. If you look at them, they are at the very top of the Premier League. That’s another reason to bring in a player like this – he’s going to bring a lot to us in the run of play but also set plays.”
Við vitum að Adam er með frábæran vinstrifót og mun bæta föstu leikatriðin til muna en hann var ekki keyptur sem einhver stytta inná völlinn. Honum er vafalítið ætlað stærra hlutverk en það og ég geri fastlega ráð fyrir að hann verði strax frá upphafi fyrsti kostur á miðjuna ásamt Lucas Leiva og Gerrard.
Þegar okkar menn töpuðu seinni leik sínum gegn Blackpool í vetur skrifaði ég eftirfarandi orð um Adam í leikskýrslu minni:
„Staðan í hálfleik var 1-1 en þótt síðari hálfleikur hæfist á sama opna, jafna spilinu fór fljótlega að koma í ljós hvernig þetta myndi enda. Hjá Blackpool er nefnilega leikmaður sem heitir Charlie Adam og hann átti í síðari hálfleik í kvöld frammistöðu sem minnti mig hreinlega á Xabi Alonso upp á sitt besta. Hann bara tók völdin í leiknum, stýrði spili sinna manna svo að þeir Poulsen, Meireles og Lucas voru að elta skuggann á honum allan seinni hálfleikinn.“
Ég lauk svo leikskýrslunni á eftirfarandi beiðni:
„Einn Charlie Adam á diskinn minn, takk.
Damien, Kenneth, ég þakka bara fyrir mig.
Auðvitað er alltaf ákveðin áhætta fólgin í að kaupa leikmann en mig grunar að Adam – sem hefur ekki beint verið að æsa stuðningsmenn Liverpool af spenningi síðustu vikurnar – eigi eftir að koma flestum ykkar þægilega á óvart. Hann hefur svo margt sem okkur vantar – örfættur miðjumaður, góður spyrnumaður, fjölhæfur – en auk þess er þetta maður sem er vanur að bera heilt lið á herðum sér og ætti því að vera með ágætis persónuleika í að rísa upp og gangast við þá ábyrgð sem fylgir því að spila fyrir stórlið.
Ég hlakka til að sjá hann í rauðu treyjunni. Mig grunar, hverja aðra sem liðið kaupir í sumar, að þetta verði þegar upp er staðið talin bestu kaup gluggans.
Jæja þessi saga loksins búin.
Var ekkert rosalega spenntur fyrir kauða en auðvitað ætla ég að gefa honum séns með opnum huga og mun gefa honum allt mitt traust!
Veit einhver nr. Hvad hann verdur ?
Spurning hvort hann fá tíuna á kostnað Joe Cole, hvað sem svo verður um hann.
Menn eru að segja að hann verði nr. 15, en það hefur svo sem ekki verið staðfest ennþá.
Já, og Telegraph segja að við munum bjóða 18m punda í Stewart Downing á morgun! Menn geta rætt það hérna líka ef þið viljið, það er allt í lagi.
Time will tell….Eg hef efasemdir um C.Adam , hann var frabær fyrri hluta mots eins og allt Blackpool lidid en svo thegar halla for undan fæti hja thvi skemmtilega lidi ( sorglegt ad their skildu falla ) tha for einnig ad siga a seinni hlutann hja C.Adam….Eg vona ykkar vegna og deildarinnar ad kappinn standi sig…. Kaupverid sem mer skilst ad endi i 8,5 er bara sanngjarnt….. Hver er stadan eftir ad Downing verdur komin i hus ??? A ekki ad kaupa einn midvørd eda svo ???
Líst vel á þessi kaup. Ásættanlegt verð. Næst á dagskrá er að landa Downing og svo sterkum left back. Held að það sé nóg í þessum glugga. Of miklar breytingar eru ekki hollar og svo stóð núverandi hópur sig mjög vel eftir að Daglish tók við.
Mér lýst hrikalega vel á kauða og ég held að þetta verði svona nagli sem við munum allir elska mjög fljótlega. Þetta er sennilega svona ekta Skoti sem leggur sig alltaf 110% fram og hatar að tapa fótboltaleikjum.
Ég er að sjá fyrir mér nýja bláa varabúninginn með Adam á bakinu, væri til í einn svoleiðis.
Mcleish virðist ekki ætla að sleppa Downing en ég vona að Downing sé búin eða fari fram á sölu og við tryggjum okkur hann á næstu dögum.
Slúðursíðan a Facebook er svo í dag búin að vera að setja inn eitthvað slúpur um Ali Cissokho, eitthvað haft eftir einhverjum miðlum í Frakklandi að hann sé á leið til okkar. Er það ekki þessi mjög svo eftirsótti vinstri bakvörður sem ansi margir vilja fá til okkar, kannist þið annars eitthvað við þennan orðróm?
sammála að of miklar breytingar eru yfirleitt ekki til hins góða en alltaf gaman að fá nýja leikmenn. Charlie Adam á eftir að standa sig vel bara og vonandi skrúfa hann uppí samskeytin beint úr aukaspyrnu á móti man utd 😉
Ég bara hreinlega skil ekki fólk hafi efasemdir um þennan mann eftir það sem hann sýndi nánast einn síns liðs á síðustu leiktíð. Jordan Henderson kaupin eru brandari ársins miðað við þessi kaup.
Bíð hann innilega velkominn til Liverpool og megi hann brillera í hverjum leik.
Sagan endalausa er búin, komin tími á nýja 🙂
Bíðið nú hæg… Charlie Adam? Þetta nafn hringir engum bjöllum. Hefur hann eitthvað verið orðaður við okkur?
Frábært að þessari sögu sé loksins lokið, var alltaf mjög spenntur fyrir því að fá hann í okkar raðir enda finnst mér hann mjög svo góður leikmaður. Held að hann sé eitthvað sem okkur bráðvantar í liðið og ég er fullviss um að hann standi fyrir verðmiða sínum og rúmlega það.
Hann var frábær með leikmenn Blackpool við hlið sér en hugsið ykkur hvernig hann gæti orðið með menn eins og Johnson, Gerrard, Suarez, Carroll, Kuyt og fleiri frábærlega leikmenn í kringum sig. Er mjög spenntur fyrir honum og vona svo innilega að Downing muni fylgja honum fljótt.
Henderson, Downing, Adam og Doni yrði nú ekki alslæm byrjun á sumrinu er það nokkuð?
Það eru bara einhverjar horrenglur sem eiga í erfiðleikum að bæta á sig kjöti sem segja að Charlie sé feitur.
Hann er í griðarlega flottu formi og líkamsbyggingin ekkert ósvipuð og hjá Wayne Rooney t.d.
Það verður spennandi að fylgjast með honum í vetur enda frábær leikmaður með baneitraðan vinstri fót.
(Gaman að sjá föstu leikatriðin með Carroll og nýjan miðvörð í boxinu) 😉
Næst á dagskrá er að finna vængmann, vinstri bakvörð og loks miðvörð. Losa okkur svo við þá sem við þurfum ekki og þá erum við klárir í slaginn!
YNWA
Segji bara enn og aftur ég er sáttur við sumarið og býð Adam velkominn og vona að eitt til tvö ný andlit bætist við hópinn áður en tímabilið hefst.
Loooooksins!
En velkominn C.Adam ef þú ert að lesa þetta! Hlakka til að sjá hann spila í okkar fallegu rauðu treyju, flott að vera komnir með gæða leikmann sem var fyrirliði svo að hann veit hvernig á að bera lið áfram. Held að hann eigi eftir að blómstra enþá betur undir stjór KD, sýnist þeir vera bestu vinir nú þegar svo að.
Tel það líka mjög gott ef við náum Downing inn fyrir Asíu ferðina, gerum komnir þá með flotta spilara sem geta matað Carroll og Suarez.
YNWA
Afsakið átti nú að vera ‘erum komnir….’ en ekki ‘gerum komnir…..’ 🙂
Velkominn Charlie! Næst á dagskrá hjá þér er að standa þig og láta nafn þíns getið í sögubókum Liverpool!!
Hrikalega spenntur fyrir þessum leikmanni og ekki verður grátið þegar að hann lúðrar einum til tveim í andlitið á Rauða-Tyggigúmí landa sínum!!
Næst á dagskrá er Downing, einn vinstri bak og klára þetta Doni mál þá er ég gríðarlega sáttur með þennan glugga, ekki eitthvað sem maður hefur sagt of áður 🙂
YNWA – King Kenny!!
Ég er hrifinn af þessu og vona að hann eigi eftir að reynast farsæll í Liverpool treyju. Hvort það verði tilfellið á tíminn einn eftir að leiða í ljós en ég sé strax kostina við að kaupa Adam. Hann er ekkert sérstaklega meiðslahrjáður leikmaður, er breskur/skoskur, skotviss, skotfastur, góðan leikskilning, sendinga meistari og síðast en ekki síst þá er hann leikmaður sem veit um hvað Liverpool FC snýst. Þetta er maður sem veit hvað aðdáendur vilja og getur byrjað strax að sýna sitt rétta andlit enda með reynsluna af því að spila í úrvalsdeild.
Velkomin til LFC Charlie Adam og gangi þér sem allra best!
PS Babu hvar vorum við í þessari Bryan/Brian Adams umræðu aftur ?? Geturu búið til þráð um það takk ??
Það slæma við þessa frétt er aðallega það að nú er ekki sjens á að Iniesta og Xavi verða keyptir. Að öðru leyti bara sáttur. Sérstaklega glaður með að breiddina sem Dalglish er að koma með, ekki bara í fjölda leikmanna heldur líka hvað þeir eru fjölbreytilegir. Undanfarin ár hefur verið allt of auðvelt fyrir lið að vinna Liverpool, sérstaklega þau minni. Þeir hafa verið að spila of fyrirsjánlegan bolta og það eina sem hefur þurft er að pressa þá stíft og harkalega. Við það missa þeir stjórn á leiknum og oftar en ekki tapa honum. Komnir með dribblara, skallara og alla vega 2 virkilega góða first touch leikmenn og Gerard ekki neinn af þeim. Nú vantar bara krossarana.
já og líka að fá varamarkmann sem hefur spilað leiki. Ekki alslæmt
Til lukku með þetta, ég er svolítið svekktur því ég var að vona að hann kæmi til Man Utd.
En í staðinn mun ég glotta þegar hann meiðist í vetur.
Velkomin til liðs við Guðs útvöldu þjóð Herra Adam. Líst vel á þig. Megir þú blómstra. YNWA. Til hamingju félagar.
Gerrard, Adam, Meireles, Lucas, Aquilani, Henderson, Spearing, Shelvey, Poulsen. Einn í viðbót og við getum spilað með Reina í markinu og 10 manna miðju.
Ég er spenntur fyrir Lucas og Adam saman fyrir aftan Gerrard (eða Meireles, Aquilani eða jafnvel Henderson ef Gerrard er ekki heill), breiddin á miðjunni ætti allavega ekki að vera vandamál í sumar.
Getum selt Poulsen og Meireiles eða/og Aquilani (vil glaður halda þeim áfram) og lánað Shelvey til þess að búa til pláss fyrir fleiri leikmenn í hóp, án þess að hafa áhyggjur af breiddinni.
Arsenal are set to lose out on signing Mata to Liverpool who are thought to have tabled a 19 million pounds ($30.4 million) bid. The club has already lost out on the signing of Argentinean midfielder Ricardo Alvarez who has joined Inter Milan.
Read more: http://www.dailystar.com.lb/Sports/Football/2011/Jul-08/Double-loss-likely-forArsenal-as-Nasri-Fabregas-exits-imminent.ashx#ixzz1RTOQo7bs
(The Daily Star :: Lebanon News :: http://www.dailystar.com.lb)
Veit reyndar ekki hversu áreiðanlegt þetta er Daily Star Lebanon
Velkominn til L.F.C C.Adam!!! megir þú blómstra 🙂
en hvernig lýst ykkur á það að John Arne Riise sé á leiðinni til Fulham?????? mér finnst það sökka!!!
Þessi kaup geta ekki verið annað en jákvæð. Erum að fá tiltölulega ódýran leikmann sem bar heilt lið á herðunum síðasta tímabil og veit hvað til þarf í deildinni. Engin óvissa, erum að fá gæðaspilara.
Ég á mjög bágt með að gleðjast yfir þessum kaupum. Að mínu mati eru bæði Raúl Meireles og Alberto Aquilani tvöfalt betri leikmenn. En ég skal glaður éta hatt minn ef ég hef rangt fyrir mér.
Ég er brjálaður stuðningsmaður Rangers, álíka mikið og Liverpool ef ekki meira bara ef eh er (hef farið á Old Firm leik á Ibrox en ekki farið á Liverpool leik) en þannig er mál með vexti að Charlie Adam lék einmitt með mínum heittelskuðu Glasgow Rangers. Og það segir ykkur hver Rangers stuðningsmaður sem er, þetta er meiðslapési sem hefur 1 hæfileika og það er vinstri fóturinn hans. Ekki gleyma því að það eru ekki nema 2 ár síðan Rangers seldu hann á 500,000 pund. Að vísu spilaði Charlie aðallega á vinstri vængnum hjá Rangers því Steven Davis hélt þessum manni fjarri miðjunni og ef við ætluðum að kaupa okkur miðjumann einsog Charlie þá hefði ég kosið Steven Davis sem á 1 ár eftir af samningnum sínum og hefði kostað okkur 2-3 milljónir, en reyndar sem stuðningsmaður Rangers er ég dauðslifandi feginn og Davis búinn að gefa það út að hann vilji skrifa undir nýjan langtíma samning! sem er ánægjulegt fyrir Rangers (54!)
En til að slá botnin í þetta, Charlie Adam er ekki minn tebolli!
#27. Fyrir þá sem fylgdust ekki með Blackpool í fyrra að þá er alveg eðlilegt að halda að Adam sé að spila sömu stöðu og Aquilani og Meireles, C. Adam spilar ekki sóknarsinnað á miðjunni heldur er hann hreinlega Defensive Midfielder/Center Midfielder. Ég er alveg 100% viss um að Kenny Daglish sé að hugsa þessi kaup með hann í huga sem byrjunarliðsmann í hverjum einasta leik og Gerrard, Meireles og Aquilani eiga eftir að berjast um Attacking Midfielder, Gerrad mun eiga þá stöðu nema hann verði ekki heill heilsu. Ég held að KD sé að hugsa þetta nokkurn veginn svona.
Reina
Johnson, Skrtel, Agger/Carra, Insua/Aurelio/(Nýr?)
Lucas/Spearing
Suarez/Kuyt Adam/Henderson Suarez/(Downing)/(Mata)
Gerrard/Meireles/Aquilani
Carroll/Suarez
Hvernig geta menn kvartað yfir því að við séum komnir með breidd, KD getur allavega róterað liðinu nokkuð mikið eftir því á móti hverjum við spilum….
Gott að þetta sé alla vega búið það kemur síðan í ljós hvernig hann á eftir að standa sig og vonandi á hann eftir að brillera hjá okkur. En varðandi formið á honum þá er hann ekki að fara að keppa í fitness heldur fótbolta og því ekki nauðsynlegt að vera með six pack, alveg ótrúlegt hvað þessi líkamsdýrkun er orðinn mikil.
Besta starting eleven sérstaklega á móti lakari liðum deildarinnar:
Reina
Johnson CarrAgger Nýr vinstri
Gerrard Adam/Lucas
KuytSuarezDowning (vonandi e-r annar en..)
Carroll
Á móti stóruliðunum þá er fínt að taka Downing út:
Reina
Johnson CarrAgger Nýr vinstri
Adam Lucas
KuytGerrardSuarez
Carroll
Ef Meireles fer ekki er hann fyrsti maður inn ef gengur illa sama á móti hverjum, líklegur til að koma floti á boltann. Ef frá er talinn Suarez þá er ég að gæla við að taka út úr liðinu þrjá af fjórum bestu mönnum Liverpool eftir að Dalglish tók við. Þá Meireles og Skrtel og síðan gæti Lucas orðið í harðri baráttu um sæti sitt við Adam, Meireles og Henderson – kemur í ljós hvað þeir eru góðir varnarlega…
Finnst líklegt að Meireles fari til þess að safna peningum, ef Downing kostar 18 m þá verður góður vinstri bakvörður ekki ódýr.
Eins held ég að Dalglish gæti leikið sér með 4 – 4 – 2, munum að hann var oft með Meireles hægra megin.
Reina
Johnson CarrAgger Nýr vinstri
Lucas
Kuyt/Henderson/MeirelesGerrardDowning/Adam
CarrollSuarez
Er mjög spenntur fyrir næsta tímabili eins og alltaf á undirbúningstímabilinu. Vara við bjartsýni..
Sammála #29. Í fyrsta lagi er það fáránlegt að halda því fram að þessi maður sé í slæmu líkamlegu formi. Haldið þið virkilega að það sé e-ð betra fyrir knattspyrnumann að vera 10 kílóum undir kjörþyngd og drulluskorinn? Ef Charlie og C.Ronaldo (eða e-r álíka táningstúlka) myndu mætast á fullri ferð í tæklingu þá getið þið rétt ímyndað ykkur hvernig það færi… sá síðarnefndi yrði að dufti!
Taka tvö
Besta starting eleven sérstaklega á móti lakari liðum deildarinnar:
Reina
Johnson CarrAgger Nýr vinstri
Gerrard Adam/Lucas
Kuyt Suarez Downing (vonandi e-r annar en..)
Carroll
Á móti stóruliðunum þá er fínt að taka Downing út:
Reina
Johnson CarrAgger Nýr vinstri
Adam Lucas
Kuyt Gerrard Suarez
Carroll
Ef Meireles fer ekki er hann fyrsti maður inn ef gengur illa sama á móti hverjum, líklegur til að koma floti á boltann. Ef frá er talinn Suarez þá er ég að gæla við að taka út úr liðinu þrjá af fjórum bestu mönnum Liverpool eftir að Dalglish tók við. Þá Meireles og Skrtel og síðan gæti Lucas orðið í harðri baráttu um sæti sitt við Adam, Meireles og Henderson – kemur í ljós hvað þeir eru góðir varnarlega…
Finnst líklegt að Meireles fari til þess að safna peningum, ef Downing kostar 18 m þá verður góður vinstri bakvörður ekki ódýr.
Eins held ég að Dalglish gæti leikið sér með 4 – 4 – 2, munum að hann var oft með Meireles hægra megin.
Reina
Johnson CarrAgger Nýr vinstri
Lucas
Kuyt/Henderson/Meireles Gerrard Downing/Adam
Carroll Suarez
Er mjög spenntur fyrir næsta tímabili eins og alltaf á undirbúningstímabilinu. Vara við bjartsýni..
Nr. 27
Eftir að hafa lesið þetta frá þér finnst mér hreinlega magnað að þú sért ekki frekar að drulla yfir heimsku forráðamanna Rangers sem völdu Steven Davis framyfir Charlie Adam á miðjunni. Mig grunar a.m.k. að þeir séu ekkert himinlifandi með að sjá leikmann sem þeir gáfu frá sér á 500.þús fara til Liverpool á 7m og teljast mjög ódýr.
Ég man ekki betur en að fjármál Rangers hafi verið í tómu rugli fyrir stuttu (ennþá) og með svona viðskiptaviti skil ég vel afhverju það er.
Hvað lag ætli stuðningsmennirnir velji fyrir Adam? Ég veðja á einhverja varíasjón af þessu hér: http://www.youtube.com/watch?v=NVRX_5tGOlo
Finnst að ef Downing verði keyptur þá verði að finna einhvern á hægri kantinn líka, ef þú stillir upp liðinu með Kuyt og Downing er nokkuð augljóst hvor á að bera upp boltann. Kuyt er með lélega krossa og frekar hægur með boltann líka. Getur svo sem hlaupið eins og mofo til baka og fram, en um leið og hann er kominn með boltann hægir rosalega á honum og leiknum. Það segir væntanleg anstæðingnum hvorn þarf að dekka sérstaklega, Downing kliptur út og við höldum áfram að soila eins við höfum verið að gera, fyirsjánlega. ég segi það ef á að kaupa alvöru kantmann þá þarf einn á hvorn kant.
Ég segi, gleymið hinum ofmetna Downing og verslið Bastos http://www.youtube.com/watch?v=MAG9wesNdO4
og náttúrulega Go Rangers!
Er mjög glaður með þessi kaup á Charlie Adam.
Eins og með öll kaup er þessi srákur vissulega spurningamerki sem á eftir að sanna sig, en hver er það ekki – algerlega óháð ölu sem menn hafa áður gert eru þeir á nýjum slóðum með ný markmið og verkefni. Það var tvennt í máli Comolli sem ég tók eftir.
Annars vegar þetta…
Og svo þetta hér…
Semsagt, Charlie neitaði að ræða við önnur lið en Liverpool og við höfum nú keypt tvo leikmenn á “forgangslistanum” okkar, nokkuð sem segir okkur það að KD er að fá þau púsl í hópinn sem hann vill fá.
Menn mega ekki gleyma því að Dalglish tók við arfleifð Rafa með “rústunarinngripi” fyrri stjóra sem ég nefni ekki enn og hann er bara frá í lok janúar og núna í sumar að móta sinn leikmannahóp á Anfield. Eins og kemur fram í viðtalinu við Comolli eru menn ekki hættir og munu líka losa töluvert af leikmönnum frá, en það að hafa klárað þetta mál er held ég stærsta skrefið í átt að þróa leikstílinn sem Dalglish vill sjá. Nú eigum við eftir að fá að sjá fljúgandi vængmann og þá erum við að verða komnir með stórt skref áfram og getum farið að selja frá okkur óþarfa leikmenn.
Varðandi Adam og Rangers, þá heyri ég það mjög greinilega af Rangersmönnum að þar á bæ eru menn afar ósáttir við það að hann fékk að fara suður á bóginn, því aldrei var vafi á hæfileikum hans. Hann var vissulega töluvert villtur og búinn að eiga í veseni utan vallar en sýndi glefsur af gríðarhæfileikum sínum í bláu treyjunni.
En hann hefur virkilega unnið í sjálfum sér á síðustu árum og er nú kominn á ný til toppliðs. Það sást mjög greinilega í gær að þessi strákur hefur fengið titlauppeldi í Glasgow, margtuggði það í viðtalinu að nú væri komið að því að vinna titla fyrir “this football club” og gæti þannig hafa sýnt fram a að vera launsonur kóngsins sjálfs.
Ekki skemmir svo fyrir að umbinn hans er Íslandsvinurinn og FH-aðdáandinn Kenny Moyes (sem á vissulega erfiðan bróður) – drengur sem þekkir vel til okkar hér og alveg viðbúið að rekast á hann á einhverjum íslenskum fótboltavöllum. Hann er sá sem að situr með Comolli og Adam við hringborðið, endilega rífa í spaðann á honum ef þið sjáið hann á vellinum í sumar!
En aftur, frábært að Dalglish er að ná í leikmenn sem hann ætlar að byggja á. Við megum ekki láta glepja okkur á því að við erum að kaupa leikmann frá Blackpool en ekki AC Milan, eða því að hann er með lágt skor í FIFA 11 eða Football Manager.
Við erum með gæðaleikmann í höndunum sem á 7 – 9 ár eftir í toppfótbolta, leikmann sem bætir þætti sem við höfum átt í erfiðleikum með undanfarin ár!!!
Heyr heyr Maggi @37
Segi það enn og aftur. Nú erum við að fá leikmenn til okkar sem stjórinn óskar eftir og þá getum við farið að losa út mannskap sem á að losa út. Það kemur þá ekki niður á hópnum þegar arftakarnir eru komnir. Einnig er ég suddalega glaður með það að það séu komnir menn nógu snemma til að taka þátt í undirbúningstímabilinu og verða því vonandi klárir þegar flautað verður til leiks. Fátt meira pirrandi en menn sem koma á síðustu stundu og eru varla komnir inn í skipulagið.
Þið sem eruð eitthvað að efast með holdafar hjá Adam. Þetta kallast að vera nagli svona gaur eins og hann. Ef þessi miðja hjá okkur Gerrard, Lucas og Adam fúnkerar vel þá held ég að þetta geti orðið einhver svaðalegasta miðja í EPL næstu leiktíðir. Þrír suddalegir naglar og sem fáir geta hamrað á.
jha ég er seldur, tökum þennan Bastos, markið á 43 sekúndu er bara fáránlegt. Alltaf langað í flottan Brassa í liðið. Þó við séum með einn eins og er þá er hann eiginlega með enskari leikstíl en flesir í landsliðinu
Vitiði hvað samningurinn hans Adam er langur?
5 ára samningur. Ef fréttirnar eru síðan sannar að 6,75 punda sé kaupverðið og geti hækkað í 8,5 þá er það fáránlega góður díll að mínu mati. Finnst persónulega að verðmiðinn á honum ætti að vera tvöfalt hærri.
Maggi þú talar um að nú vanti fljúgandi vængmann, finnst þér nóg að fá 1 stk fljúgandi vængmann eða væru menn til í 2 stk svoleiðis á sitthvorn kantinn?
Hvaða væntingar gera menn hérna annars um hversu marga leikmenn við getum fengið í viðbót?
Ég var að vonast eftir einhverjum 6 útileikmönnum en er ekkert viss um að við fáum 4 í viðbót.
Væri draumur að fá Vinstri og hægri kantmann ásamt vinstri bak og miðverði, ef menn myndu sleppa hægri kantmanninum mundi ég vilja senter í staðinn en með kaupum á hægri kantmanni mætti nota Kuyt meira til þess að styðja við Carroll og Suarez og þá sleppa sóknarmanni.
Ég spái því að við fáum vinstri kantinn, vinstri bakvörðinn og kannski miðvörðinn og ekki meira þetta sumarið en hvað halda menn að við fáum og hvað okkur vantar mest?
Er fyrst og fremst sáttur að hann sé loksins kominn, því var greinilegt að Liverpool ætlaði sér að kaupa hann.
Mitt mat á Adam er að þetta sé flinkur leikmaður, sem getur verið villtur og tekur stundum rangar ákvarðanir. Ég man í fljótu bragði eftir tveimur mistökum hans á síðasta tímabili sem kostuðu mark, þar af eitt fáranlegt sjálfsmark.
Verður athyglisvert að sjá hvernig öllum þessum miðjumönnum verður stillt upp.
Væri mjög svo til í þennan Bastos Þetta myndband var algjör snilld
Sam Allardyce ætlar að gera tilboð í Joe Cole og Paul Konchesky leikmenn Liverpool.
Þetta er reyndar bara slúður en samt já takk
nr. 45 þetta slúður um að Big Sam ætli að kaupa Joe Cole og Paul Konchesky er frá caughtoffside, sem maður á aldrei að taka mark á
hvernig væri að fá John Arne Riise aftur?? lýst engum á það??
Nei!
Góður punktur sem einhver kom með um daginn að Liverpool væri að lýsa yfir áhuga á leikmönnum til að koma stóru liðinum í kapphlaup og losna þar með við þau lið þegar kemur að því að versla þann leikmann sem Liverpool ætlar raunverulega að kaupa. Veit ekki hvort e-ð sé til í þessu en City er amk komið með vinstri bak og munu líklega láta þann markað eiga sig.
Annars kom gamli rauðnefur með komment um Wes Brown sem fékk mig til að brosa. Að hann hefði verið vinsæll vegna persónuleika síns !!!
mig minnir að síðasti leikmaður þeirra sem brosti hafi verið óli gunnar sólsker.
En á móti þarf nú ekki mikið til að flokkast sem stuðbolti þar á bæ.
Adam = ódýrari en Bebé !
Charlie Adam kominn á fyrstu æfinguna
http://www.gettyimages.com/Search/Search.aspx?contractUrl=2&language=en-US&family=editorial&p=liverpool&assetType=image&ep=2
Sælir félagar
Ég vil fyrir mína hönd og annarra vandamanna bjóða Adam velkominn og óska okkur og öllum velunnurum enskrar knattspyrnu til hamingju með að þessi drengur er kominn inn í framtíðina. Takk Sir Kenny Dalglish
Það er nú þannig.
YNWA
John Flanagan var að skrifa undir nýjan samning sem hann fékk vegna frábærrar frammistöðu sinnar á síðasta tímabili. Það er brilliant. Þessi strákur er framtíðarmaður í liðinu.
Tekið af Twittersíðu Charlie Adam
Charlie26Adam Charlie Adam
Just to let everyone know ill be wearing number 26 jay spearing has kindly givin me it
Verði ykkur að góðu, Adam verður mesta skita sem Liverpool kaupir þetta árið. Set Joe Cole inn fyrir allan peninginn.
( parlour 4 notthing ) Hey Arenal maður hvað ert þú að segja liðið ykkar á eftir að enda næstu deild í 10 sæti og allt fer til fjandans vegna þess að fabregas og nasri eru að fara, og hvort sem er ef hann verður skita eigum við nóg af backuppum á miðjuna. (vona samt ekki að hann verður skita). og haltu þér bara á þinni síðu með þínum commentum á ömurlegri arsenal síðu.
#54
Við tökum bara á því þegar þar að kemur. Ef Adam verður mesta skitan okkar þetta árið þá er það bara okkar vandamál og ekkert sem þú þarft að hafa áhyggjur af.
Gaman þegar stuðningsmenn annarra liða eru að tjá sig hérna inni. Ekki er ég að eyða tíma mínum með því að liggja inn á síðum annarra liða. Kannski er bara svona lítið um að vera á öðrum íslenskum síðum að menn koma þar sem er eitthvað um að vera?
Þið liverpool menn haldið alltaf að næsta tímabil sé ykkar tímabil, bíðið þið bara, Joe Cole og Adam eiga eftir að vera fremstir í flokki. Það er náttúrulega satt að það eru nokkur ár síðan við unnum síðast titil en styttra er síðan við unnum en þið. Vona að Aquilani komi aftur og Poulsen verði látinn fara til Swansea.
ARsenal spjallborðið er miklu betra en koppið, ég ætla nú ekki að eyða fleiri orðum í ykkur því þá fer ég að tala um Jordan Henderson (Vá, í alvöru?)
Sleppti því að eyða þessum ummælum út (Nr.54) en útiloka ekki að eigendur síðunnar geri það enda á plani sem maður nennir ekki að vera, þetta er fyrsta framlag Parlour4ever hér inni svo ég viti!
Hvað stuðningsmenn annara liða varðar þá er oft mikið í lagi að mínu mati að þeir segi sína skoðun hérna inni og stundum kryddar það bara umræðuna. Það er auðvitað óhætt að fullyrða að við höfum ekkert verið sérlega heppnir með stuðningsmenn annara liða hér á kop.is en einn og einn lífgar upp á þetta.
Eins og flestir á ég vini sem halda með ótúlegustu liðum og á ekki í vandræðum með að tala við þá um bæði mitt lið og þeirra án þess að fara í einhvern sandkassaleik og það væri gaman ef það næðist menning fyrir því hér inni einnig.
#57 ég hef prófað að fara á síður annarra félaga og það er nú bara þannig að bæði þessi síða og Liverpool.is bera af öðrum stuðningsmannasíðum. Þetta komment hjá #54 lýsir einmitt stemmingun á hinum síðunum reyndar merkilegt hvað hann nær að skrifa mörg orð.
Biturleiki.is er frábær síða fyrir þig vinurinn Parlour4ever.
Ekki til að vera leiðinlegur er styttra síðan Liverpool vann titill en Arsenal. Þú vissir að þið töpuðu á móti Birmingham og að vera í öðru er ekki titill. 2005 á því herrans ári vann Arsenal titill síðast.En þú mátt halda annað.
Númer 54, hringdu í 113 og ýttu á #1 fyrir þunglynda Arsenal aðdáendur
LOL…..Gaman ad sja Arsenal menn tja sig…..Skil ekki thetta med ad banna menn eda eyda ummælum…Er thetta er fotbolta spjallbord ??? LFC en ekki spjallbordid hja Gunnari i Krossinum 🙂 Arsenal menn eru pirradir thessa dagana enda full astæda til , en thid ættud ad thekkja tha tilfiningu.
Jæja Adam verður númer 26. Jay Spearing missir númerið sitt. Er hann að fara á láni eða fær hann “flottara” númer?
haha liverpool vann jú meistaradeildina árið 2005, hvenær unnu Arsenal aftur síðast titil ??
fyrirgefið að ég sný út úr en það væri fínnt að fá hann en getur hann spilað miðvörð ? http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=111043
Talandi um 7 millur , hvernig er samningurinn vardandi ad verdid se 8,5 ?? Spurning um leikjafjølda ??
Babu #33
Hehe vissi ekki alveg hvort þetta væri vettvangur í að drulla yfir forráðamenn Rangers síðustu 10 árin en ég þarf líklega bara að gera bók um það, álíka heimskir og Moores og Parry, ekki þó einsog G og H. En menn hafa farið þaðan fyrir skít og ekki neitt.
Held að eina sem Rangers klóra sér í hausnum yfir C. Adam er að hafa ekki uppgvötvað að láta hann spila á miðjunni. Get lofað þér því að þeir sjá ekki eftir því að láta hann fara því þessi maður var víst mjög óþroskaður og lét Walter Smith heyra það rækilega þegar hann var ekki í byrjunarliðinu í úrslitaleik UEFA Cup Final 2008 gegn Zenith. En einsog þú auðvitað veist þá er það aldrei að fara að efla vinsældir leikmanna hjá þjálfurum, hvort það sé Walter Smith eða Kenny Dalglish.
En með Steven Davis, ég væri svo til í að sjá hann í ensku deildinni því með Rangers er hann langbestur gegn stóru liðunum og í stóru leikjunum, þá stígur hann upp! (Skoraði markið sem tryggði deildartitlinn 2009 og í bikarúrslitunum núna skoraði hann einnig) En það er einfaldlega leikmaður sem ég hrífst mjög af en auðvitað ekki reynt svo sem á það mikið, en svona er þetta nú fyndið, C. Adam heillaði menn ekki á Skotlandi en hefur gert það á Englandi þó hann hafi ekki heillað mig.
En smá með fjármál Rangers, þau hafa verið í fokki í 10 ár, loksins komu eigendaskipti undir lok síðasta tímabils og hefur nýr eigandi lofað öllu fögru og 10m budget (sem er mikið fyrir Rangers!) en ég hef ekki mikla trú á hans trúverðuleika.
Parlour4ever #54
Verð nú því miður að vera sammála 🙁
Er lægð yfir landinu? Síðan hvenær fór þetta að snúast um titlaleysi Arsenal manna, má maður ekki hafa sína skoðun á leikmannakaupum liverpool? Þetta snýst um almennileg kaup, held að okkar maður sé búinn að þeim http://www.youtube.com/watch?v=rDBLgxSjgrE
Eins og þið sjáið í þessu vídjói þá veit Wenger hvað hann syngur.
Já já Wenger veit hvað hann syngur, hann ætti bara að skella sér í kallakór.
Hann er að missa sína best menn, skál fyrir því
HannesH
Það er til þess að reyna að losna við það fram í lengstu lög að umræðan fari í þann barnalega farveg sem ummæli eins og frá Parlour4ever settu hana. Eins til að stýra henni aðeins þegar það á við.
Nr. 69
Varðandi Adam þá finnst mér þessi kaup á undir 10m.p. svo gott sem engin áhætta, hann hefur sýnt undanfarin 2 ár kosti sem Liverpool liðið getur svo sannarlega notað og með betri leikmönnum í kringum sig og þjálfurum sem hafa trú á honum þá er hann til alls líklegur. Eins er hann vonandi orðin þroskaðari núna heldur en hann var hjá Rangers, hann a.m.k. var fyrirliði Blackpool sem náði frábærum árangri og þeir voru langt frá því að vera æstir í að missa hann. Walter Smith var síðan auðvitað þjálfari Everton og verðskuldar því alltaf smá magn af skömmum, sama fyrir hvað 🙂
Hvað samanburð við Davis varðar þá er auðvitað ástæða fyrir því að Adam er núna eftirsóttur af stóru liðunum á Englandi en Davis er bara með missed call frá mömmu sinni. Reyndar miðað við það örlitla sem ég veit um Davis minnir mig nú að þetta sé ekki beint líkir leikmenn og ættu frekar að ná ágætlega saman sem miðjumenn, eða er ég að bulla þar?
Annar þeirra allavega fór á láni til Rangers úr ensku deildinni og í kjölfarið alfarið til þeirra og hinn fór á láni frá Rangers áður en hann sló í gegn á Englandi.
Það þarf ekki að segja mikið, sum lið henta bara betur en önnur og Davis gæti vel plummað sig á Englandi aftur. En m.v. það sem ég hef séð af skoska boltanum, sem er jafnvel minna spennandi en sá spænski, er ekkert sem fær mig til að langa meira í besta miðjumann þeirrar deildar heldur en einn af bestu miðjumönnum EPL á síðasta ári. Ef að Rangers mönnum finnst Davis betri kostur en Adam þá er það ljómandi gott mál mín vegna.
Ef Charlie Adam kaupin klikka þá klikka þau bara, við eigum fína breidd á miðjunni og hann kostaði ekki það mikið.
Henderson numer 14 , Adam numer 26, Maxi numer 11 og spearing numer 20
Númer hvað verða Aquilani og Insúa ?
http://www.gettyimages.com?/detail/118478897/Liverpoo?l-FC
Sést hér á þessarri mynd hversu hræðilegur leikmaður Konchesky er. Maðurinn á í erfiðleikum með einfaldar æfingar einsog að hlaupa á milli stanga!!!!
Burtu með þig Konchesky!
@ 75: Haha rólegur sýnist hann leysa þetta vel, amk lýtur maður svona út sjálfur við þessar æfingar, og ég tel mig kunna þetta vel!
@76 Hahaha fannst þetta bara svo stórkostlegur svipur að ég varð að henda þessu herna inn og krydda smá með þessum texta!
#75
Sýnist þetta vera aðeins of auðvelt fyrir hann. Hann getur gert þetta með lokuð augun
Strákar er það ekki bara skiljanlegt að einn og einn Arsenal eða Man Utd aðdándi villist inná þessa síðu það er jú ekkert að gerast á þeirra síðum.
Annars hef ég gaman að því að hafa þá sem eru góðir pennar en svona guttar eins og þessi Parlour asni á náttúrulega bara að fleygja hér út og hleyða aldrei hingað inn aftur
Hvernig er það, verðum við í evrópudeildinni á þessari leiktíð?
Það mætti samt alveg íhuga það að eyða þessum vitlausa manni hér útaf þar sem ekkert gáfulegt mun koma útúr þessum manni í nánustu framtíð, tekur einfaldlega Kop.is niður á plan þar sem það á ekki heima, fer að detta í að verða jafn leiðinlegt að lesa þetta og að lesa spjallborðin íslensku hjá Arsenal og Manchester United.
Höldum Kop.is í þeirri hæð sem það á heima og látum ekki svona gáfaða menn eyðileggja stemningu besta stuðningsmannaklúbb í heimi.
Viðar Skjóldal spyr mig um vængmennina, ég er algerlega sammála þér Viðar að ég er til í 2 vængmenn!
Ég er kominn með kenningu sem segir mér að við kaupum núna Downing og Doni og förum þá í að leysa frá okkur “óþarfa” leikmenn. Svo í ágúst þegar vel hefur verið tekið til fer klúbburinn í að kaupa “marquee signing” – nafn sem við slefum yfir og selur fullt af treyjum.
Sá leikmaður held ég að verði hægri vængmaður, en hver það er veit ég ekki alveg. Það gæti líka orðið “2nd striker” sem myndi ýta Suarez út á kantana en ég er á því að farið verði í að sækja einhvern svakalegan hægri væng. Ribery kannski??? Þetta er allavega það sem ég held núna, FSG eru vanir að sækja slíka menn og ég held að þeir séu að líta í kringum sig núna, en fyrst þarf að selja töluvert af leikmönnum sem ekki komast í liðið.
Parlour4ever byrjar auðvitað á því að segja ósatt, það er ári styttra síðan LFC vann titil en Arsenal, þeir unnu FA cup í maí 2005, um leið og við unnum CL. Haustið 2005 unnum við Super Cup og árið 2006 unnum við Charity Shield og FA cup. Síðan þá hafa tveir framkvæmdastjórar vera reknir hjá okkur en Arsene Wenger heldur enn sínu starfi.
Ég skil pirring Parlour4ever alveg. Stjórnarmennina greinir á, flestir þar eru bara sáttir við að sjúga mjólkurkúna sína, sem er völlurinn og sala leikmanna, þeir fá fínan arð út úr því. Þeir virðast sætta sig algerlega við það að spila í CL á hverju ári og ég veit ekki um neitt stórlið í heiminum sem hefur selt frá sér eins stóran hóp góðra leikmanna og þá! Ég á marga Arsenalvini og þeir hafa flestir gefist upp á stefnu Wenger að fylla liðið af slakari leikmönnum en fyrir eru og halda áfram að safna ungum mönnum utan Englands til að klúðra titlum hvert ár. Ég skil fullkomlega ekki hvað Wenger gengur til undanfarin ár, mér finnst margir þeir leikmenn sem hann hefur notað sem aðalmenn einfaldlega til skammar fyrir treyjuna (Squillaci, Almunia, Eboue, Denilson, Chamakh og Bendtner) og einfaldlega sýna fram á að hann er ekki tilbúinn í þann raunveruleika sem ríkir í Englandi. Sá er vissulega óhuggulegur að mörgu, en við í Liverpool vitum vel hvað það kostar að skipta inn verri leikmönnum en þeim sem fyrir eru!
En það er óþarfi að koma hér inn og láta eins og naut í flagi, ætla sér að berja umræðu niður með einhverjum asnalegum sleggjum í allar áttir. Ég allavega vorkenni aðdáendum Arsenal sem eru enn eitt sumarið að missa fastamenn í önnur lið og fá í staðinn menn sem eru ekki tilbúnir í ensku deildina…
Gafst upp á Parlour4ever og henti nokkrum ummælum frá honum og öðrum sem voru að svara honum. Takk fyrir komuna en vinsamlega haltu þig á Arsenal síðum hér eftir.
Takk fyrir það Babu!
Maggi þetta er ágætis kenning hjá þér en hvað um vinstri bakvörðinn?
Skemmtilegt að sjá aðdáendur liða eins og Arsenal og Man Utd. sem moka drullu yfir lið eins og Real Madrid, Chelsea og Man City fyrir að vera sálarlausar peningamaskínur sem kaupa bara stjörnuleikmenn og dæla út peningum fyrir þá ….
svo sitja sömu menn og drulla jafnmikið yfir, og gera grín að leikmannavali liða eins og Liverpool , sem reynir samviskusamlega að kaupa “promising” leikmenn. Með yfirlýsta “Liverpool way” stefnu , og hyggjast byggja upp góðan liðskjarna.
Merkilegt, .. vilja þeir hinir sömu útskýra fyrir mér, .. ef það er hreint absúrd að versla stjörnuleikmenn á stjörnuleikmenn ofan, .. og absúrd að kaupa leikmenn sem falla ekki í “þann flokk” … hvað er þá eftir ? .. Hvað eiga lið að gera til þess að sitja ekki í slíkri orðamykju ???
Mér finnst okkur persónulega vanta einn eða tvo nýja miðverði T.D Gary Cahill eða eitthvern sem mapur veit ekki um svo væri líka gott að kaupa Zogbia a 8mil staðinn fyrir downing á 20mil sem er 2 árum eldri ennn í Kenny we trust.YNWA
#75 er án efa fyndnasta komment þessarar viku.
Spearing býður Adam velkominn til Liverpool !
http://www.gettyimages.com/detail/118478913/Liverpool-FC
Mireles fer ekki með liðinu til Kína samkvæmt Telegraph
á leið burt?
meiddur?
Það er alveg klárt að Adam er með einn besta fótinn í deildinni. Frábærar sendingar, frábær skot og frábær í föstum leikatriðum en það er eitt sem ég hef áhyggjur af og það er að hann er alveg skelfilegur varnarmaður. Það er alveg ljóst að til að hann virki sem best sóknarlega þarf hann að spila aftarlega á miðjunni. Ég sá helling af leikjum með Blackpool í vetur og oftar en ekki var hann ekki að elta sína menn, menn fóru auðveldlega framhjá honum, hann tapaði boltanum alltof oft á stórhættulegum stöðum og hann gaf alltof auðveldlega aukaspyrnur við vítateig.
Ég tel að varnarleikur sé 90% hugarfar þannig að það er vonandi að Kenny nái að hrófla við nokkrum sellum þarna uppi hjá Adam því ef ekki að þá telja stoðsendingar og mörk lítið gegn mörkum sem við fáum á okkur af hans völdum.
http://www.footylounge.com/films//motd-analysis/charley-adam-blackpool-v-sunderland-video_abda7a0f5.html
Það sem gerist í restinni á þessu videoi var alltof alltof algeng sjón í fyrravetur
verð?
Lýst ekkert á hvernig er farið með Suarez okkar þarna á Copa America, hann er straujaður hægri vinstri! Vill hann heilann heim takk fyrir..
http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=111067
Innskot (Babu): Þetta er linkur á frétt um að Aquilani sé ekki að fara frá Liverpool, skv. umboðsmanninum hans.
Mér væri sama þótt Charlie Adam væri með þrjár geirvörtur. Það sem skiptir máli er að hann er búinn að skrifa undir og vonandi heldur hann áfram því sem gerði hann að eftirsóttum leikmanni.
Úrugvæ að gera jafntefli aftur. Suarez með assist. það þýðir að þeir fara í 2 stig og Chile í 4 svo á Mexico að spila á eftir þeir eru með 0 stig en vona að þeir vinni á eftir og vinni svo Úrugvæ í síðasta leik. hef ekkert á móti Úrugvæ. vil bara frekar hafa Suarez með á móti sunderland heldur enn að hann verði rétt að koma úr fríi ! frekar að Mexico fari áfram þannig að sprækur senter frá united missi frekar aðeins úr 🙂
neibb vona reyndar að Peru vinni Mexico og Mexico vinni svo Úrugvæ svo að Úrugvæ endi neðstir því þar sem þetta eru bara 3 riðlar fara 2 bestu úr 3 sæti áfram.
Viðar, held að við munum horfa til stöðu vinstri bakvarðar sem eitthvað sem er í dag aftarlega í röðinni en ef að spennandi kostur kemur upp munum við reyna. Clichy var það og við reyndum, núna er verið að tala um Aly Cissokho sem er annar spennandi kostur.
En við erum með Aurelio, Insua, Robinson og Konchesky í hópnum okkar núna, auk Wilson og Johnson. Mitt mat er að minnst tvö fyrstu fjögurra nafnanna þurfi að yfirgefa okkur til að við kaupum í stöðuna.
Okkar sterkasta x11 eins og staðan er í dag ( einnig miðað við að mireles sé á förum)
4-2-3-1
Reina
Johnson Carra Agger Kelly
Adam Lucas
Kuyt Gerrard Suarez
Carrol
Bekkur: Doni?-Flanno-Skrtel-Cole-Ngog-Maxi-Aquilani
Hverning litist mönnum á þetta starting 11
100 í hruna!!!!
hef tekið eftir því að það tala nokkrir um að láta Adam í stöðu varnarsinnaðar miðjumanns, er hann ekki sókndjarfur og ekki það duglegur varnalega séð? Sé að í commenti #99 er hann með Lucas og Adam saman, og svo Gerrard fyrir framan. Væri ekki betra að hafa Gerrard með Lucasi og Adam fremmri? Þar að segja ef þessir þrír eru á miðjunni. Bara pæling 🙂
hvernig er það, er liðið og Comolli farið til Asíu og Comolli með? ef svo er eigu við þá von á að ekkert gerist í leikmannamálum allan tíman sem liðið er þar? Mér lýst ekkert á þetta ef svo er
#99 finnst ótrulegt að henderson er ekki einu sinni a bekknum hja þer
Haukur hann hefur augljóslega gleymt Henderson en eins og hann setur þetta upp bæði lið og bekk finnst mér þetta ekki nógu sterkur hópur, vantar helst 3 góða leikmenn i viðbót í skiptum fyrir 3 slakari
Líst hrikalega vel á þessi kaup. Þetta er miðjumaðurinn sem okkur er búið að vanta.
Spennan eykst…. 🙂
Loksins loksins ég er búinn að bíða eftir þessu mjög lengi.Það munaði 3 undiskriftum að Adam færi til Tottenham í janúar.!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
kormakur hann er númer 26 spering leifði honum að fá treiu númerið hans en hann spering er númer 20