Guangdong – Liverpool (uppfært: 3-4)

Fyrsti æfingaleikur sumarsins hefst núna kl. 12:00 og verður sýndur í beinni á LFC.tv fyrir áhugasama.

Byrjunarliðið er þetta:

Gulacsi

Flanagan – Carragher – Kelly – Wilson

Shelvey – Spearing – Poulsen – Cole

Pacheco – Ngog

BEKKUR: Jones, Hansen, Agger, Kyrgiakos, Robinson, Wisdom, Adam, Aquilani, Coady, Kuyt, Carroll.

Varamennirnir koma eflaust allir inn í seinni hálfleiknum nema kannski Hansen/Jones, þar sem báðir eru markverðir.

Þetta verður áhugavert.

Einnig: fyrir þá sem hafa ekki enn séð fréttirnar er búið að selja Paul Konchesky til Leicester City. Eflaust ágætis strákur en aldrei nógu góður fyrir Liverpool og það besta fyrir báða aðila að hann færi sem fyrst.


UPPFÆRT (KAR): Leiknum er lokið, Liverpool sigraði 4-3 í ágætis leik. Poulsen og Ngog skoruðu í fyrri hálfleik en heimamenn minnkuðu muninn fyrir hlé. Varamennirnir komu allir inn í hálfleik og þeir Conor Coady og Carroll skoruðu í seinni hálfleik áður en heimamennirnir skoruðu tvö mörk undir blálokin.

Lítið meira um þetta að segja, svo sem. Menn að spila sig í gang. Joe Cole fannst mér virka mjög fitt og frískur, kannski er hann búinn að taka sig í smá naflaskoðun í sumar, og svo fannst mér Shelvey, Adam og Coady spila ágætlega. Kuyt, Maxi og Aquilani svona manna ryðgaðastir.

Næsti leikur um helgina. Sjáum þá vonandi líka Pepe Reina og Martin Skrtel sem voru ekki í hópnum í dag.

64 Comments

  1. Sýnist Dalglish vera að spila Kelly í hægri bak, Flangan í vinstri og Wilson í miðverði. Hefði frekar viljað sjá Kelly í miðverði.

  2. þessi uppstilling er alveg engan veginn rétt. KKD er alveg augljóslega að spila 4-3-3 með poulsen sem djúpan á miðjunni

    kelly-carra-wilson-flano
    Shelvey-Poulsen-Spearing
    Cole-NGog-Pacheco 

  3. Mér sýnist nú að hann sé að stilla Kelly í miðverði, Wilson í vinstri bak og Flanagan í hægri. Wilson getur víst spilað vinstri bak líka.

  4. Haldiði ekki að Pulsan hafi verið að setjann !!! Þvílíkur meistari!

  5. Cole með fyrirgjöf og Poulsen skorar! Er þetta eitthvað sem við erum að fara að sjá oft í vetur? 🙂

  6. Ngog! Cole með þvílíka snúninga og Shelvey með flotta stungu! Líst alltaf betur og betur á Shelvey 🙂

  7. Við sáum hvað Shelvey getur í þessu öðru marki. Frábær sending!

  8. BS .. ég mæli hreinlega með að splæsa tæpum 1000 kr og fá áskrift á LFCTV. Allir leikirnir í beinni, ekkert lagg og gaman að fylgjast með myndböndum og öðru sem er að gerast.

  9. Gaman að sjá hvað Joe Cole virðist í flottu formi. Líklega ekki hægt að dæma á móti svona andstæðingum en hann lítur allavega mjög vel út í þessum leik.

  10. Spearing er búinn að vera helvíti flottur. Átti þarna mjög flotta sendingu á Pacheco og átti líka klassasendingu á Ngog þegar Ngog var rangstæður.

  11. Flott að sjá King Kenny lifa sig inn í leikinn…þrátt fyrir að þetta sé fyrsti æfingaleikur sumarsins og bara létt æfing.  Sýnir metnaðinn hjá hetjunni.

  12. vona samt að ég sjái þessa miðju ekki of oft í vetur poulsen, spearing, og shelvey. bara einn af þessum mönnum má koma inn í einu þá bara með gerrard,lucas,adam,mereles,aquilani. 

    eigum við nú von á að sjá aquilani , mereles og adam saman í seinni eða ?? 

  13. Ánægður með þennan fyrri hálfleik fyrir utan markið. Menn eru vissulega enn að dusta af sér smá ryk sem fallið hefur á þá yfir sumarið en í heildina hefur liðið unnið vel. Að sjá menn stíga betur upp eins og Cole og svo í enda fyrri hálfleik þá missti Ngog boltann, keyrði aftur og vann boltan eftir mikla baráttu.

    Glaður fyrir hönd Poulsen að hann hafi náð að pota einum inn .. vill samt selja hann! Svo er það bara að vona að við förum að sjá Adam sem fyrst 🙂

  14. Það eru nokkrir sem líta nokkuð vel út í þessum fyrrihálfleik. Kelly er öflugur í bakverðinum og Flanagan sömuleiðis hinum meginn, Shelvey byrjaði vel og átti ´goðar sendingar en hann á líka mestu sökina á markinu sem við fengum á okkur. Cole og N’gog eru sprækir frammi og Poulsen átti gott mark.
    Það verður gaman að sjá Carrol, Adam, Aquilani, Kuyt, Coady, Robinson og Wisdom í seinnihálfleik.

  15. Vel klárað hjá Poulsen sem hefur verið flottur á miðjunni… Væri nú ekki fyndið ef hann stigi upp þetta tímabil og sýndi smá Schalke-era takta, bara til að gefa Kenny meiri hausverk fyrir miðjumanna valið.

    Jonjo Shelvey er búinn að vera fínn, frábær stunga í markinu, þó hann hafi misst boltann tvisvar og ekki sýnt mikinn áhuga á að vinna hann aftur sjálfur. Skil reyndar ekkert í því af hverju enginn var á hægri kantinum þegar Jonjo hélt boltanum lengi og gaf svo útá kant, menn höfðu allan tímann í heiminum til að drulla sér þangð.

    Vonandi fáum við Adam, Aquilani, Carrol, Kuyt og Agger sem fyrst inn… 

  16. Það er ekki bara Shelvey að kenna að við misstum boltann í markinu þeirra. Hann beið lengi eftir hlaupinu frá Kelly sem átti að vera löngumættur upp kantinn. Samt lélegt hjá Shelvey að missa boltann, þar sem hann hefði átt að horfa annað í staðinn. Að auki hefði ég viljað sjá varnarmennina ráða betur við fyrirgjöfina en að sjálfsögðu vilja menn komast hjá meiðslum

  17. Cole að eiga fínan leik og Kelly flottur í hægri bak. Hlakka til að sjá Adam spila og vonandi setja eitt beint úr aukaspyrnu!

  18. ohhhhh fæ fiðring í magan þegar ég se Kuyt aftur í rauðu treyjunni eftir þetta hlé! elska mannin

  19. Kuyt, Adam, Aqua, Carroll inná. Þetta verður fróðlegur seinni hálfleikur.

  20. Hvernig er liðinu stillt upp í seinni hálfleik? Veit hverjir komu inn á en í hvaða stöðum eru þeir að spila?

  21. King Kenny lítur út eins og prófessor með þessi gleraugu.

  22. Ég er farinn að verða spenntur að sjá Adam og Carrol samspil í vetur.

  23. Carroll kemur inn og þá byrja allir á þessum endalausu vonlausu sendingum hátt inn í teig !!! Við megum ekki gleyma okkur í þessu þó Carroll sé inná !

  24. Carrol er svo ekki að njóta sín með Maxi og Kuyt á köntunum. Hins vegar er gaman að sjá Cody, Adam og Aquilani… er nú samt hrifnari af Aquilani en Adam það sem af er þessum leik!

  25. 1-4 flott mark. Vel spila hjá Adam, Maxi og svo afgreiðsla frá Carrol 🙂

  26. Já Agger var alveg stjarfur, einum of létt hjá Kínverjanum.

    Annars bara ágæt æfing. 

  27. HAHAHA aldrei egger að kenna! hann mátti kannski gera betur en klárlega er þetta arfaslökum varnarleik Adam að kenna nenti ekki að elta mannin sinn og var fyrir aftan hann þegar hann fekk boltan. sóknarmaðurinn kom á ferðinni og þess vegna erfitt fyrir Agger

  28. Það var bara gaman að þessu og sérstaklega að fylgjast með strákum eins og Robinson, Flanagan og Coady sem allir stóðu sig vel í dag og eiga eftir að fá sýna sénsa í vetur.
     
    Gaman að sjá eiganda Liverpool twitta eftir leikinn:
    John_W_Henry John W. Henry
     

    Late Guangdong goals were beautiful. Entertaining match. Aquilani, Ngog, Robinson, Coady, Andy, others looked very good. Off to Malaysia.

  29. Þið sem horfðu á leikinn,var Pacheco að sýna eitthvað?…ætli drengurinn nái að spila eitthvað að ráði fyrir aðalliðið?maður spyr sig.

  30. Miðað við að þetta var fyrsti æfingaleikur sumarsins var þetta ágætis skemmtun.
    Flanagan og Robinson hörkugóðir. Vantaði  hinsvegar Carra í lokin til að halda einbeitingu í mönnum.
    Veit hins vegar einhver hvar Fabio Aurelio er. Er hann meiddur. 

  31. hvernig er það, koma æfingaleikir ekki í heilu lagi inná official síðuna að leik loknum? svona fyrir okkur sem misstum af leiknum.

  32. Nr 11

    Hver í ósköpunum er MARTIN Poulsen???  Vonandi ekki enn einn miðjumaðurinn 😉
    hahaha 

  33. Liverpool FC var að senda ut statement á twitter um að buið se að na samningum við A.villa um Downing
     

  34. Liverpool FC tonight announced they had agreed a fee with Aston Villa for the transfer of Stewart Downing.

     



    Liverpool have now been granted permission to discuss personal terms with the player and arrange a medical.

    Glæsilegt…. Koma svo með vinstri bakvörðinn og helst klassa hægri kantmann bara líka.

    Adam Johnson væri vel þeginn….       

Bless bless!

Aston Villa tekur tilboði Liverpool í Stewart Downing (STAÐFEST)