Hér er skemmtileg tala: Annar leikmannaglugginn frá kaupum FSG á Liverpool FC er hálfnaður og nýju eigendurnir hafa þegar eytt meira en 100m punda í alls sex leikmenn. Eftir að hafa árin 2008-2010 séð liðið veikjast og meira selt en keypt verður þetta að teljast ansi jákvæð og skemmtileg tilbreyting.
LEIKMANNAKAUP
Það er enginn að segja að FSG eigi að eyða 100m+ á hverju ári, né að þeir þurfi þess, en þegar þeir keyptu liðið var augljóst að það þurfti að fjárfesta verulega í leikmannahópnum til að koma honum aftur í það stand að geta keppt um titla. Það hefur nú verið gert og þótt sumarið sé rétt hálfnað og vel líklegt að fleiri leikmenn muni bætast í hópinn er við hæfi að skoða aðeins hvaða breytingar hafa átt sér stað hingað til.
Fyrst, þá er vert að minna á það að þótt þeir hafi eytt 100m+ í leikmenn hingað til hafa þeir einnig fengið til baka um 60m punda með því að selja leikmenn. Út hafa farið fjórir leikmenn hingað til: Torres, Babel, Jovanovic og Konchesky, og inn eru komnir þeir Carroll, Suarez, Henderson, Adam, Downing og Doni. Með því að leggja út um 40m punda nettó er því búið að breyta fjórum leikmönnum (einum frábærum meiðslapésa, einum vonbrigðapjakki og tveimur sem áttu ekkert erindi í liðið) í sex leikmenn (fimm sem bæta byrjunarliðið og/eða leikmannahópinn og besta varamarkvörð deildarinnar). Það kalla ég sniðug viðskipti.
Lykilatriði í þessu er samt það að það er búið að breyta fjórum misjöfnum leikmönnum í sex sterka. Við vissum að það þurfti að láta ákveðna leikmenn fara í sumar en við vissum einnig að það þurfti nauðsynlega að auka breiddina í hópnum. Það er, að auka gæðasamkeppni um stöður í liðinu og bæta valkostina á varamannabekknum.
LEIKMANNAHÓPUR
Við skulum kíkja nánar á leikmannahópinn eins og hann lítur út í dag.
Markverðir: Pepe Reina, Alexander Doni, Brad Jones, Peter Gulacsi, Martin Hansen.
Bakverðir: Glen Johnson, Fabio Aurelio, Martin Kelly, John Flanagan, Jack Robinson, Emiliano Insúa.
Miðverðir: Jamie Carragher, Daniel Agger, Martin Skrtel, Sotirios Kyrgiakos, Danny Wilson, Daniel Ayala.
Miðjumenn: Steven Gerrard, Lucas Leiva, Charlie Adam, Raul Meireles, Alberto Aquilani, Jordan Henderson, Jay Spearing, Jonjo Shelvey, Christian Poulsen, Maxi Rodriguez.
Sóknarmenn: Andy Carroll, Luis Suarez, Dirk Kuyt, Stewart Downing, Joe Cole, David Ngog, Daniel Pacheco.
Þetta eru 34 leikmenn. Þar af eru 6 leikmenn (Wilson, Ayala, Flanagan, Robinson, Shelvey, Pacheco) undir 21s árs aldri sem þarf ekki að skrá í 25-manna leikmannahópinn. Eftir standa því 28 leikmenn og aðeins 25 þeirra munu fá skráningu fyrir Úrvalsdeildina næsta vetur. Það er hægt að giska endalaust á hverjir þeirra missa af og hverjir ekki en þetta þýðir klárlega að a.m.k. þrír af þessum leikmönnum (fleiri ef við kaupum fleiri leikmenn í þessum glugga) verða annað hvort seldir eða lánaðir í sumar því það er ekki pláss fyrir þá í hópnum.
BREIDD
Án þess að fara út í það að giska á hverjir fara skulum við aðeins skoða breiddina í þessum leikmannahópi eins og hann lítur út í dag. Ég tek hópinn sem ég taldi upp hér að ofan auk þeirra Conor Coady, Andre Wisdom og Raheem Sterling sem virðast vera þeir þrír unglingar sem eru næst því að komast að í liðinu. Við getum skipt þessum leikmannahópi upp í þrjú heil byrjunarlið:
LIÐ 1:
Reina
Kelly – Carragher – Agger – Johnson
Gerrard – Lucas – Adam
Kuyt – Carroll – Suarez
LIÐ 2:
Doni
Flanagan – Kyrgiakos – Skrtel – Aurelio
Henderson – Meireles – Aquilani
Cole – Ngog – Downing
LIÐ 3:
Jones
Robinson – Ayala – Wilson – Insúa
Shelvey – Spearing – Poulsen
Maxi – Pacheco – Sterling
AÐRIR: Gulacsi, Hansen, Wisdom, Coady.
Þetta er einfaldlega hörkugóð breidd og mikil aukning frá síðasta tímabili. Skoðið aðeins Lið 3; þar eru leikmenn eins og Wilson, Shelvey, Spearing og Poulsen sem voru allir að spila talsvert á síðustu leiktíð, sem og Insúa sem var fastamaður í liðinu fyrir rúmu ári. Það að það séu tvö heil ellefu-manna-lið á undan þeim í goggunarröðinni (held við getum öll verið sammála um það að Lið 1 og Lið 2 séu á undan öllum í Liði 3 í röðinni) þýðir að leikmennirnir í Liði 3 geta varla búist við að spila of mikið í vetur, og jafnvel komast frekar sjaldan í leikmannahópinn.
Við getum líka sett þetta upp á annan hátt: Jonjo Shelvey kom alloft inná og fékk marga sénsa hjá Dalglish eftir áramót. Var í öllu falli fastamaður í leikmannahópi. Prófum að stilla upp 18-manna leikmannahópi úr fyrstu tveimur Liðunum hér fyrir ofan og þá eru Spearing, Poulsen og a.m.k. einn af þremur miðjumönnum úr Liði 2 á undan honum í goggunarröðinni. Það er því mjög erfitt að sjá Shelvey komast oft á bekkinn hjá okkur á næsta tímabili.
Með öðrum orðum, breiddin hefur stóraukist.
Það eru ákveðnar spurningar við þennan stóra leikmannahóp: höfum við efni á að hafa alla þessa miðjumenn inni, eða munu Poulsen og annað hvort Meireles eða Aquilani víkja? Ætlar Dalglish að spila Johnson í vinstri bakverði í vetur, gefa Insúa séns eða kaupa vinstri bakvörð? Hverjir af ungu strákunum fara á láni í vetur?
ÚTLENDINGAREGLAN
Eins og ég kom inná hér að ofan eru í dag 28 leikmenn sem hafa náð 21s árs aldri í dag á skrá hjá félaginu. Aðeins 25 þeirra geta verið skráðir í leikmannahópinn fyrir tímabilið. Þar af verða þrír að vera uppaldir hjá félaginu og fimm aðrir að vera uppaldir í Englandi. Það er því pláss fyrir alls sautján „útlendinga“ í 25-manna leikmannahópi vetrarins.
Þessi 28 manna hópur skiptist svona:
Liverpool-uppaldir: Kelly, Carragher, Gerrard, Spearing, Insúa, Gulacsi, Hansen = 7 leikmenn.
Englands-uppaldir: Jones, Johnson, Henderson, Carroll, Downing, Cole = 6 leikmenn.
Erlendir leikmenn: Reina, Doni, Agger, Skrtel, Kyrgiakos, Aurelio, Adam, Lucas, Meireles, Aquilani, Poulsen, Suarez, Kuyt, Maxi, Ngog = 15 leikmenn.
Þetta er nefnilega undirliggjandi tónninn í innkaupastefnu Comolli, Dalglish og FSG hingað til: enskir leikmenn. Út hafa farið fjórir leikmenn og aðeins einn þeirra var uppalinn í Englandi, hinir þrír eru erlendir. Inn hafa í staðinn komið sex leikmenn, þrír erlendir og þrír enskir. Carroll, Henderson og Downing eru hágæðaleikmenn sem taka ekki útlendingapláss í kvótanum. Suarez, Doni og Adam hafa komið inn og taka útlendingapláss í stað Torres, Babel og Jovanovic. Gæði leikmannahópsins hafa því verið stóraukin og breiddin aukin án þess að útlendingum í hópnum hafi fjölgað.
Dalglish getur skráð allt að 17 erlenda leikmenn í 25-manna hópinn fyrir komandi tímabil. Hjá Liverpool í dag eru 15 erlendir leikmenn. Það er hvergi nærri hættumörkunum og því allt eins líklegt að næstu leikmannakaup komi erlendis frá, verði fleiri leikmenn keyptir í sumar.
NIÐURSTAÐA
Það er of snemmt að dæma þennan leikmannaglugga. Enn er eftir einn og hálfur mánuður til að selja og kaupa leikmenn og eins og talningin hér að ofan sýnir munu að minnsta kosti þrír leikmenn fara annað á láni eða sölu í þessum glugga. Þá vitum við ekki nákvæmlega hvað Dalglish ætlar sér með þennan hóp – er t.d. verið að reyna að selja Insúa eða á hann að leika lykilhlutverk? Við vitum þessa hluti ekki og því erfitt að meta sumarið fyrr en glugginn lokar og þessum spurningum hefur öllum verið svarað í lok ágúst.
Hins vegar er þegar hægt að gleðjast yfir því að nýju eigendurnir, Fenway Sports Group, hafa staðið við stóru orðin og sett 100m+ brúttó (40m+ nettó) í nýja leikmenn. Þessir nýju leikmenn hafa aukið breidd leikmannahópsins, bætt gæði byrjunarliðsins (Suarez, Carroll, Downing og Adam verða væntanlega fastamenn í liðinu, það eru 4 stöður af 11 sem eru Dalglish-keyptir leikmenn) og leyst ýmis vandamál eins og móral (Torres, Babel) og fjölbreytni (vinstrifótarmennirnir Adam og Downing, skallamaðurinn Carroll, töframaðurinn Suarez, fjölhæfni Henderson, eins góður varamarkvarður og hægt er að búast við í Doni).
Og þetta hefur allt áorkast án þess að fjölga útlendingum í leikmannahópnum.
Við dæmum sumarið þegar það er á enda en eftir janúar og fyrri helming sumarsins held ég að við getum verið ánægð með frábær leikmannaviðskipti hingað til.
MÍN SPÁ
Ég stenst ekki mátið. Hvernig lýkur sumrinu? Hvernig koma Dalglish og Comolli þessum 28-manna hópi niður í 25? Ég held að það verði bið á næstu leikmannakaupum á meðan unnið er í að búa til pláss fyrir fleiri leikmenn. Svona spái ég að næstu 45 dagar fari:
Gulacsi og Hansen verða lánaðir, það minnkar hópinn úr 28 niður í 26. Ungir strákar eins og Wilson, Pacheco, jafnvel Shelvey verða lánaðir líka.
Jones, Poulsen og Ngog verða seldir. Annað hvort Aquilani eða Meireles verður líka seldur, annars lánaður ef það tekst ekki að selj’ann. Það minnkar hópinn úr 26 niður í 22.
Svo kaupa Comolli/Dalglish Englands-alinn miðvörð (Scott Dann) og vinstri bakvörð (erlendan). Það setur leikmannahópinn aftur upp í 24.
Svo, til að setja rjómann á tertuna, versla þeir eitt stórt nafn áður en sumarið er úti. 25. leikmaður hópsins. Aguero, Benzema, Hazard, Higuain, sú týpan. Frægur og virtur leikmaður sem kostar sitt en fyrst og fremst réttur maður fyrir Liverpool FC. Hver sem það verður.
Þannig verður 25-manna-hópurinn okkar 1. september 2011. Heyrðuð það hér fyrst!
Ath.: Ég tók Philipp Degen og Nabil El-Zhar ekkert með í reikninginn í þessum pælingum af því að það er ekki séns í helvíti að þeir verði skráðir í þennan 25-manna-hóp, hvort sem þeir verða seldir/lánaðir eða ekki. Þeim var ekki einu sinni boðið með til Asíu. Þannig að það er tilgangslaust að flækja málin með því að ræða þá eitthvað.
bjartsýn spá með stóra nafnið, en vona innilega að hún rætist , hazard og aguero eru amk minnst líklegir af þessum gaurum .
Vaeri ekki betra ad senda spearing a lan i lid sem spilar i pl til ad fa meiri reynslu, og halda thvi RM og AA i stadinn?
Það verður spennandi að sjá hver þessi toppleikmaður verður. Allir eru að tala um að eitthvað “stórt” nafn komi til LFC í sumar. Ég er samt á því að við þurfum ekkert endilega eitthvað stórt nafn til þess að fullkomna þetta sumar í leikmannakaupum, bara rétta manninn.
YNWA
Frábær grein og skemmtilegar vangaveltur. Loksins erum við að verða vel mannað lið sem þolir betur að missa menn í meiðsli.
En er sammála þér með það að við verðum að kaupa góðann miðvörð sem fer beint í liðið og svo líka vinnstri bakvörð því ekki getum við stólað á að Glenn J haldist heill eða Aurelio. Sem og Flanagan hann er ekki tilbúinn að vera 1 choice alveg strax en er helvíti efnilegur.
Frábær pistill og bráðnauðsynlegur eftir djókið með Roy Hodgson.
Þetta er skemmtilega sett upp og staðan á leikmannahópnum er skýr og góð rök færð fyrir mögulegum næstu aðgerðum Liverpool. Vonandi að þau gangi eftir.
Það er þó eitt sem ég vil benda á. Það er að yfirleitt er um 15-16 leikmenn (mögulega 17-18 ef breiddin er mikil) sem spila bróðurpartinn af leikjunum, annað hvort er skipt um leikaðferð eða mönnum spilað út úr stöðu ef mikil meiðsli eiga sér stað innan þess hóps. Mér sýnist sem þessir leikmenn verði eftirtaldir (hér eru 19 leikmenn og þetta miðast við hópinn eins og hann er í dag):
Reina
Kelly, Johnson, Carragher, Skrtel, Agger
Lucas, Adam, Gerrard, Henderson, Meireles, Aquilani (eins og staðan er í dag)
Kuyt, Downing, Suarez, Carroll, N´gog, Cole, Maxi.
Það er ljóst að ef að bæta á í hópinn þá verður það á kostnað annað hvort síðustu manna inn í þennan hóp, Cole, Maxi, N´gog, Meireles/Aquilani, eða að leikmenn úr þessum hópi detti út úr honum og fari í C-flokk (Leifs Garðarssonar). Þeir leikmenn geta ekki verið launaháir leikmenn og þess vegna gæti vel verið að Cole, N´gog og Maxi verði seldir ef nýir, dýrir og launaháir leikmenn verða keyptir.
Það hlýtur bara að vera að það verði keypt eitt RISAstórt nafn í sumar, Comolli var búin að lofa Reina því!!
ÆÐISLEGUR PISTILL
Vona að Shelvey og Spearing verði lánaðir og poulsen gefinn, samningi rift eða seldur
Vill halda bæði Aquilani og Meireles og vera þá með 6 mjög sterka miðjumenn að berjast um 3 stöður, Gerrard, Lucas, Meireles, Adam, Henderson og Aquilani
Væri flott að losna við N Gog og kaupa í staðinn klassa hægri kantmann eða senter sem gæti orðið rjóminn eins og Kristján talar um, ef það kemur hægri kantur eigum við Kuyt til að bakka upp Carroll og Suarez.
Skil ekki alveg þennan kafla frá þer Kristján
Gulacsi og Hansen verða lánaðir, það minnkar hópinn úr 28 niður í 26. Ungir strákar eins og Wilson, Pacheco, jafnvel Shelvey verða lánaðir líka.
Jones, Poulsen og Ngog verða seldir. Annað hvort Aquilani eða Meireles verður líka seldur, annars lánaður ef það tekst ekki að selj’ann. Það minnkar hópinn úr 26 niður í 22.
Þarna teluru upp 3 sem gætu farið á lán og 4 sem gætu orðið seldir en samt fer hópurinn bara úr 26 í 22, fer hann ekki úr 26 í 19 miðað við þetta? varla teljast leikmenn sem fara á lán hluti af okkar hóp?
Annars væri draumur að fá miðvörð, vinstri bak og eitt surprise eins og Kristján spáir en ég held að það verði í besta falli bara vinstri bak og eitt surprise . Reyndar buðum við í Jones í júní sem er miðvörður og kannski ætla þeir sér miðvörð ég veit ekki. Ef það kæmi miðvörður mætti alveg losa einn miðvörð, ég hafði vonað fyrir sumarið að Kyrgiakos færi í skiptum fyrir nýjan.
Þetta er allaveganna allt að lúkka afar spennandi og vonando koma 2-3 ný nöfn inn í viðbót og maður fer hoppandi, syngjandi bjartsýnn inní veturinn
Hehehehe hann heitir reyndar Jack Robinson, Paul er hjá Blackburn 😉
Fínar pælingar og frábær samantekt hérna!
Markmenn. Jones hlýtur að verða seldur. Er svo ekki nóg að hafa bara Gulacsi í varaliðið og leyfa Hansen að fara?
Varnarmenn. Danny Wilson var ofsalega efnilegur en hefur engan veginn staðið undir því. Spilaði nokkuð með Rangers en hefur lítið komist í hópinn. Vonandi tekur hann skrefið upp núna því ég hræðist virkilega það þegar við þurfum að nota Kyrgiakos.
Vinstri bakvarðarstaðan er auðvitað vandamál og vonandi verður þessi Cissokho keyptur og Insua bakkar hann upp.
Miðjumenn. Aquilani heillar mig ekki, einhvernveginn hefur hann ekki það sem þarf í ensku deildina og væri fínt að selja hann ef að það fást einhverjir aurar fyrir kappann. Þetta er hægt að segja núna þegar miðjan er orðin vel mönnuð. Ég held að það sé ekki hægt að treysta á Henderson/Spearing/Shelvey í alvöru leikjum og þá er gott að hafa Lucas/Meireles og Adam og auðvitað Gerrard á milli þess sem hann er meiddur. Poulsen á auðvitað að selja og það hlýtur að vera unnið í því. Hann fékk bara að fara til Asíu því að Gerrard og Henderson fóru ekki.
Framherjar. N’gog hefur ekki höfðað til mín og þótt húsmæður í vesturbænum missi legvatnið yfir honum þá held ég að það sé best að selja kappann. Vil frekar hafa Sterling á bekknum frekar en N’Gog ef Suarez, Carroll eða Pacheco klikka.
Eigum við svo ekki ennþá Voronin? 🙂
Ég er búinn að breyta þessari villu. Paul Robinson er líka karakter í Nágrönnum, mögulega eitthvað að villa um fyrir mér (af því að Babú talar ekki um annað en Nágranna, alveg háður).
Viðar Skjóldal (#7) spyr:
Seinni þrír sem ég giska á að fari á lán (Wilson, Shelvey, Pacheco) eru hluti af U-21 strákunum sem þarf ekki að skrá í 25-manna-hópinn. Þeir teljast því ekki frá 28-manna tölunni þótt þeir fari. 🙂
Sælir felagar, godar pælingar her a ferd. eg tippa a ad stjarnan verdi midvordur. reynslu mikill gæda midvordur. Ef eg ryni adeins betur i kristalkuluna tha synist mer eg sja Bundens liguna.
Annars var eg ad spa hvenær næsta podcast verdi og jafnvel hvort thid gætud bent a einhver sambærileg a sidunni.
Næsta podcast kemur í þessari viku. 🙂 Hvað önnur varðar læt ég mér nægja að hlusta á Football Weekly frá The Guardian, allt fótboltaspjallið sem ég þarf.
Þessi pistill er algjör snild, gott að rífa aðeins upp bjartsýnina eftir þennan djók Roy pistil haha..
En sammála hvað það er æææðislegt að vera komnir með breidd í hópinn, og það breidd af öflugum leikmönnum en ekki mörgum pappakössum eins og við höfum haft hjá okkur undanfarin tímabil í breiddina.
Að lokum þá lýst mér svo vel á ‘Mín spá’ hjá þér að ég ætla að spá því líka!
Flottur pistill og skemmtilegar pælingar
Ég er nokkuð sammála flestu nema hvað varðar Maxi, held að hann eigi enn töluvert inni.
Like * 1.000.000.000.000 á comment nr. 12 !!
Ég er ekki vanur að commenta á svona síður og hef verið á þeim mörgum í gegnum árin. Hef alltaf verið á erlendum síðum að spjalla um fótbolta. Ég verð að hrósa ykkur fyrir góða síðu og mjög skemmtilega pistla um mál sem ég hef verið að velta fyrir mér, nema kannski þennan um Roy en það var skemmtilegur djókur og óska þeim til hamingju með vel heppnað trikk og að sjálfsögðu tilvonandi brúðhjónum.
Það er gaman að sjá að Liverpool andinn er kominn aftur og það sést á umræðukerfinu hér. Bjartsýni og virðing fyrir klúbbnum er til fyrirmyndar og enginn getur slegið það úr okkur að við erum Liverpool FC.
Hlakka til þegar þetta allt byrjar og þið strákar eruð búnir að skemmta mér það sem af er sumri. Takk fyrir mig og vona að þetta haldi áfram svona og YNWA
Vill ekki sjá Paul Robinson á Anfield, bölvað vesensem fylgir honum.
Hvað önnur podcast varðar þá er eins og KAR segir Football Weekly á Guardian best.
The Football Ramble er líka mjög gott, hlusta líka á Fighting Talk (BBC) sem er oft gott. Eins er Arsecast fínt þegar Arsenal tapar. 🙂
Flottur pistill annars og mjög spennandi að sjá næstu vikur. Persónulega yrði ég jafn ósáttur í ár og ég var í fyrra ef við losum okkur við hinn uppalda, unga og góða vinstri bakvörð Emiliano Insúa. Ég vill mikið frekar sjá hann í vinstri bak heldur en Johnson og treysti honum helmingi betur til að verða okkar fyrsti eða annar kostur frekar en Aurelio.
Sama segi ég um Aquilani, ég vill halda honum á Anfield í vetur og frekar væri ég til í að selja Meireles heldur en Aquilani. Mikið frekar satt að segja.
Fyrir 2-3 árum hefði það verið draumur að sjá svona leikmannaglugga hjá Liverpool, þar sem þegar er búið að kaupa fjóra sterka leikmann án þess að selja neinn leikmann sem skiptir máli…og hvað þá að vera bjartsýnn á að það bætist 1-2 góðir við áður en leikmannaglugginn er úti.
Langaði bara að benda á það að Gulacsi, Hansen, Kelly, Ayala og Henderson þurfa ekki að vera inní þessum 25 manna hópi þar sem þeir eru allir 90 árgerð. Samkvæmt reglunni eru allir sem eru ekki orðnir 21 árs þann 1. janúar það ár sem tímabilið byrjar taldir sem yngri en 21 árs og þurfa því ekki að vera í 25 manna hópnum.
Flottur pistill engu að síður
Ínsúa er bara svo skelfilegur varnarlega. Þetta er varnarmaður sem getur ekki varist til að bjarga lífi sínu.
Ég var einmitt að velta fyrir mér hvort Henderson teldist ekki sem undir 21 árs fyrst hann var með Englendingum á u21 í sumar þó hann hafi reyndar ekki gert neitt sérstakt mót þar.
Takk Kristján, ég bara fattaði þetta ekki, grunaði samt þegar ég skrifaði þetta að það væri eitthvað þarna i smáa letrinu sem ég væri ekki að sjá.
Nikodemus (#19) segir:
Ertu viss? Ég hélt að það væri miðað við upphaf tímabilsins, þ.e. 1. júlí á hverju ári. Gulacsi, Hansen, Kelly og Henderson eru orðnir 21s árs og því taldi ég þá með.
Ef þú hefur rétt fyrir þér breytir það hópnum úr 28 niður í 24 sem þýðir að við þurfum ekki rassgat að selja/lána til að kaupa einn leikmann í viðbót. Hefur ekki áhrif á annað sem kemur fram í pistlinum.
Vonum að þetta sé satt hjá þér. Eykur væntanlega enn meira á breiddina ef þessir leikmenn mega vera utan 25-manna hópsins. 🙂
Flottur hopur nema :
Miðverðir: Jamie Carragher, Daniel Agger, Martin Skrtel, Sotirios Kyrgiakos, Danny Wilson, Daniel Ayala.
LFC hlytur ad gera eitthvad vardandi midverdi og einn nyr er varla nog.
Elska svona pistla!
Fín pistill þú virðist samt gleyma að Joe Cole er enþá leikmaður liverpool hveri minnst á hann í þessum þremur liðum sem þú stillir upp
Nema auðvitað í liði 2 !!
http://www.givemefootball.com/premier-league/reds-plot-10m-bid-for-another-english-midfielder–
Spurning hvort þetta sé maður sem við viljum í hópinn , ætli það verði ekki eitthver að fá rauð spjölt fyrst masc. er farinn.
Liverpool er ekki að fara að kaupa annan miðjumann PUNKTUR. Getur sleppt því að lesa fréttir um svona vangaveltur. Comolli var búinn að segja að það væri ekkert víst að það yrði verslað meira, en hann útilokaði það ekki. Ég held að vinstri bak, miðvörður eða framherji yrði á undan Lee Cattermole.
Skemmtilegar pælingar sem vert er að velta upp núna þegar gjöfulasti sumargluggi síðan 2007 er að detta í okkar faðm.
Held að næstu skref verði að selja leikmenn og að því loknu, í ágúst, fara menn yfir hvað vantar í hópinn. Ég held að við ættum ekki að ræða of mikið um Carragher hér, hann er endalaust “debate” milli okkar en spilaði alla leiki fyrir KD sem skipti máli og Skrtel spilaði allar mínútur síðasta leiktímabils. Það eitt og sér sýnir hvaða trú Dalglish og Clarke hafa á þeim og þess vegna held ég að nafnið sem við hugsanlega fáum verði ekki hafsent heldur hægri kantur.
En ég held að núna sé það söluferlin á Anfield sem við fylgjumst með…
Fyrir þá sem hafa lokið við að lesa þessa flottu greiningu Kristjáns og eru ekki saddir, þá vil ég benda á mjög svo skemmtilega grein sem fjallar um taktíkina á síðasta tímabili og hvernig sú taktík mun þróast áfram inn í það næsta (4-2-2-1-1 :))
http://liverpool.theoffside.com/team-news/weekend-guest-post.html
Fyndið að það skiptir ekki máli hvaða leikmaður það er, alltaf verður leikmaður bestur í sinni stöðu BARA við það að fara til liverpool.
Eins og Doni, hann hefur ekkert getað undanfarin 3 tímabil, er bara brandari Rómarborgar.
Stefán (#32) – það verða ekki allir sjálfkrafa bestir, en Doni er að koma sem varamarkvörður og býður upp á mikla reynslu og landsleiki fyrir Brasilíu. Það er eflaust einhvers virði. Kannski er hann bara í ruglinu og þá kemur það væntanlega í ljós í deildarbikarnum en ég held að þetta séu fín kaup upp á varamarkvörð að gera.
Annars er þetta tengt pistlinum mínum: Steve Clarke segir Joe Cole eiga sér framtíð hjá félaginu.
Þetta er eiginlega nákvæmlega það sem ég veðjaði á þegar ég skrifaði pistilinn. Ég hélt í vor að Cole yrði 100% farinn frá félaginu í sumar en það hefur nákvæmlega ekkert gerst sem bendir til neins annars en að hann fái annað tímabil. Hann virðist koma inn hungraður og í góðu formi, sem er bara jákvætt, og mér líkar ekkert illa að hafa hann í þessum leikmannahópi ef hann ætlar að berjast fyrir sínu sæti.
Vonandi réttir Cole úr kútnum í vetur. Yrði ekki ónýtt að fá hann sterkan inn, það yrði nánast eins og að hafa keypt einn sókndjarfan miðjumann í viðbót í sumar því Cole var varla með á nótunum í fyrra.
Mjög gott umfjöllunarefni. Mér finnst það helst til mikil bjartsýni að spá nýrri stórstjörnu og vonast ekkert endilega eftir því.
Það sem gerðist í fyrra þegar Torres fór og Gerrard meiddist var að það kom mjög þarft jafnvægi í liðið. Dúett með session-band fyrir aftan sig varð að liði sem spilaði fyrir hvorn annan, klúbbinn og þjálfarann. Meiðsli Gerrard held ég og vona að hafi svo gert hann rétt rúmlega hungraðan í að fá að taka þátt í þessu liði í stað þess að vera að draga vagninn. Leikmennirnir sem komið hafa inn eru allir liðsmenn, enginn sóló-isti eða stórstjarna, og Dalglish heldur þannig í jafnvægið.
Eftir að hafa fylgst með Aguero í Suður-Ameríku-bikarnum þá er ég farinn að efast um það að hann sé maður í þetta lið. Hann hefur fullt af hæfileikum en liggur mikið í jörðinni og fyrir honum er hann stórkostlegur en liðið bara mjög gott.
Þetta jafnvægi er auðvitað eitthvað huglægt en það má ekki gera lítið úr því og það eru líka rök. Kaup á stórstjörnu núna myndi einnig raska karmanu fyrir mér. Við færum úr liði sem væri loksins að fá uppreisn æru eftir mögur ár í að vera pabbastrákar sem fá allt upp í hendurnar. Kaupin sem við höfum gert eru innan velsæmismarka og gera næsta season spennandi en stórstjarna á 30m myndi lyfta þessu nær Chelsea þegar Abramovich keypti og nú City þegar furstarnir mættu. Ekki alla leið þangað en hinta að því.
Liðið er á mjög góðri hillu núna og þarf ekki að fara af henni. Jafnvægi, liðsheild og meðbyr er afkastameira en vel greiddur Aguero.
Þetta kemur þessum frábæra pistli ekkert við en fékk mig til að brosa á þessum mánudagsmorgni. Fýlusvipurinn á gaurnum er priceless.
Til ad vera loglegur i leik i Premier League tharf leikmadur ad vera annad hvort skradur i 25 manna hop eda vera “Under 21 Player”.
Under 21 Player er skilgreint i reglum Premier League med eftirfarandi haetti(http://www.premierleague.com/staticFiles/44/66/0,,12306~157252,00.pdf):
“Under 21 Player” means a Player under the age of 21 as at the 1st January in the year in
which the Season concerned commences (ie for Season 2010/11 born on or after 1st January
1989)
Vardandi heimalninga i vidkomandi landi og i vidkomandi felagi, veit eg ekki betur en ad thad seu reglur fyrir evropukeppnir en ekki fyrir urvalsdeildina. I reglum Premier League er einfaldlega sagt ad 25 manna hopur megi ekki innihalda fleiri en 17 sem ekki eru Home Grown Players.
Premier League skilgreiningin a Home Grown Player visar eingongu i landid en ekki felagid:
“Home Grown Player” means a Player who, irrespective of his nationality or age, has been
registered with any Club (or club) affiliated to the Football Association or the Football
Association of Wales for a period, continuous or not, of three Seasons or 36 months prior to
his 21st birthday (or the end of the Season during which he turns 21) and for the purposes of
this definition of “Home Grown Player” a Season will be deemed to commence on the date
on which the first Transfer Window closes and expire on the date of the final League Match of the Season
Vid thurfum thvi ekki ad gera greinarmun a LFC-heimalningum og odrum heimalningum thetta timabilid (en verdum vonandi i Evropukeppni a naesta timabili svo thad er alveg i lagi ad hugsa um thessa hluti).
Rooosalega er gott að vakna við svona pistil 🙂
Ég vill halda bæði Aquilani og Meireles. Insua á að fá séns einnig og bleðlar eins og Poulsen eiga ekki rétt á því að eiga nafn í liði eins og Liverpool!
Er þessi miðvarðarstaða eitthvað áhyggjuefni? Við erum með góða miðverði (mín persónulega skoðun) og það er frekar að næla sér í einn vinstri bak sem mögulega gæti spilað miðvörð einnig og svo einn framherja til viðbótar.
Myndi giska á að Pacheco, Shelvey og jafnvel Robinson fari á lán og þar með öðlist dýrmæta reynslu.
Doni kaupin voru kaup sem áttu mikið meira en rétt á sér og vona ég að Jones haldi á önnur mið, svona hans vegna aðallega.
Persónulega finnst mér framhaldið vera ekkert nema bjart fyrir okkar menn og hlakkar manni bara til að sjá Downing, Henderson, Suarez, Lucas, Adam og fleiri spila saman….þetta verður augnakonfekt! Ehaggi??
YNWA – King Kenny!
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/starlet-joins-blackpool
Jæja einum leikmanni færri sem var hvort eð er ekki verið að nota. Gangi honum vel.
Takk fyrir þetta Stebbi (#36). Þannig að við þurfum ekki að standast heimalningaregluna í ár þar sem liðið er ekki í Evrópukeppni en á næsta ári þarf þess og þá eru Kelly, Pacheco, Ayala, Hansen og Gulacsi orðnir of gamlir hvort eð er og verða að taka pláss í 25-manna hópi.
Frábær pistill…. Takk! Ég vill halda bæði Aquilani og Meireles. Þó aðeins hafi fjarað undan Meireles í blálokin síðasta tímabil þá átti hann magnað tímabil, tattóveraður baráttuhundur sem enginn vill mæta í myrkri þegar sá gallinn er á honum. Slíkir leikmenn geta verið ómetanlegir á ögurstundu eins og hann sýndi síðasta vetur þegar hann steig upp þegar Liverpool þurfti sem mest á því að halda. Aquilani á eftir að verða stórstjarna með Liverpool. Ég sé hann og Suarez tæta í sundur varnir andstæðinganna eins og hvirfilbylir!!
Svo tek ég heilshugar undir með Hilmari #34…. Fæ svona smá ónot í magann þegar menn eru að biðja(heimta) um einhverja stjórstjörnu til að fullkomna þennan glugga. Ég er að fíla þetta sumar í botn hingað til. Allt lætur þetta passlega mikið yfir sér hingað til.. engin stórskotahríð heldur eru púslin hægt og rólega að falla rétt saman!
Mikið hrikalega er ég orðinn spenntur fyrir næstu leiktíð.. 🙂
YNWA
Sælir félagar
Frábær pistill og þær viðbótarupplýsingar sem komið hafa fram í kommentum fullkomna hann. Ég tek undir með Jóni Eiríks hér fyrir ofan. Það er ekki nein sérstök nauðsyn á stórstjörnu inn í þennan hóp ef það bitnar á liðsheild og liðsanda. Það þarf þó auðvitag ekki endilega að gerast en gæti þó hugsanlega truflað jafnvægið í hópnum.
Eins og ég hefi alltaf sagt þá treysti ég KK og nfélögum fullkomlega til að klára það sem þeir eru að gera og byggja upp hóp sem mun gera alverlega atlögu að titlum í framtíðinni.
Það er nú þannig
YNWA
Það er kannski rétt að taka það fram að ég var ekki sérstaklega að óska eftir því að fá einhverja stórstjörnu. Mér líður vel með liðið eins og það er, jafnvel þó það komi engir fleiri leikmenn til viðbótar. Ég var einfaldlega að spá í hvað ég held að muni gerast og það er eitthvað sem segir mér að þeir eigi eftir a.m.k. ein stór kaup. Bara eitthvað hugboð þegar maður les á milli línanna í viðtölum Comolli og svona. 🙂
Hrikalega góður pistill. Hvar væri maður án kop.is!?
Ég sammála að þeir eiga eftir að bæta við miðverði og bakverði en ekki viss um að við sjáum rjómann í lokin en shit happens… hver veit.
Trúi ekki öðru en að Kennys styrki þessa vörn okkar eitthvað áður en glugginn er úti. Stórstjörnu þurfum við ekkert, við erum með Zuarez nokkurn og það er feiki nóg.
Frábær pistill og skemmtileg lesning!
Er þó ekki sammála um að Downing og Cole séu sóknarmenn, en það skiptir svosem engu 🙂
Lýst bara nokkuð vel á þessa breydd á hópnum.
Stóra nafnið kemur, en það verður ekkert of stórt… Aguero kostar 40m. Benzema vill væntanlega ekki fara frá Real….
YNWA!
@John_W_Henry sir, we need quality players at lfc.Spending alone does not guarantee success.Some of our signings are overpriced & overrated.
John W. Henry
@tkalogeris according to fans, astrologers, experts, podiatrists, and H&G?
Smá off topic hérna, mig langar á leik Liverpool – manutd á Anfield þann 14 okt. Veit einhver hvernig er best að snúa sér í sambandi við miða á leikinn og þarf ég þetta fancard ef svo hvar kemst ég yfir svoleiðis kort ?
Sama og 47
Varðandi Insúa þá var hann alltaf góður framávið hjá okkur en skelfilegur varnalega, Of seinn til baka og einfaldlega alltof oft rangt staðsettur. Ég vill sjá hvað verður úr honum eftir handleiðslu Steve Clarke og félaga. Hann verður eflaust fínn sem annar kostur hjá okkur þegar þeir verða búnir að móta hann eins og leir.
Gleymum okkur ekki í óraunsærri sjálfumgleði. Höldum uppi málefnalegri gagnrýni. Það láta allir eins og Andy Carroll sé sjálfsagður í byrjunarliðið. Horfumst í augu við staðreyndir; hann hefur valdið miklum vonbrigðum og stenst ekki okkar gæðakröfur. Það kom mjög berlega í ljós í Asíuferðinni. Ef fram vindur sem horfir eru kaup okkar á honum að verða ein mestu mistök í leikmannakaupum í langan tíma.
Starri augljóslega manchester united maður að reyna upp púllara 🙂
Eru ekki flær í öllum starra ?
YNWA
Sammála 50 virðist bæði hægur og latur.
en svona off topic : Hvar fá Corinthians 50m.punda til að kaupa Tevez? :/
Carroll hefur ekki valdið vonbrigðum, gefðu honum smá séns drengur. Ekkert sérstaklega málefnanleg gagnrýni hjá þér.
Kom meiddur, var að stíga upp úr meiðslunum allt seinasta tímabil, KKD sagði: “Við keyptum Carroll til 5 ára, ekki 5 mánaða.” Horfðu aftur á Man City leikinn og segðu mér að þessi maður kunni ekki fótbolta, Asíu ferðin er auglýsinga og æfingarferð sem gefur ekkert sérstaklega góða mynd af standi hvers og eins, æfingarleikir hafa aldrei gert það.
Auðvitað er hann ekki öruggur í byrjunarliðið og ég held að flestir hérna hafi velt fyrir sér möguleikum hans inn í liðið á meðan Kuyt og Suarez eru að linka eins og sulta og hnetusmjör.
En að pistlinum sjálfum, fantagóður og þessar pælingar hafa verið að gerjast hjá manni lengi.
John Henry talar vel um Aquilani og hann smellpassar inn í leikstíl Dalglish, Einnig hefur hann verið að spila vel á ítalíu og í Asíuferðinni… Hann verður áfram.
Carra er nauðsynlegur hlekkur og ekki á leiðinni úr byrjunarliðinu á þessu tímabili, en það styttist í það. Ég hefði viljað einn klassa miðvörð í viðbót eingöngu vegna þess að mér finnst enginn nema Carragher vera nógu traustur. Skrtel er misjafn, oft kjánalega brotlegur, Agger er frábær en mikið meiddur. Soto er alltof hægur og stundum illa staðsettur.
Cissokho í bakvörð yrði spennandi, landsliðs miðvörð og þessi gluggi yrði ekki bara góður, heldur frábær. Tala nú ekki um ef við fáum eitt risanafn, statement of intent! Hvort sem það sé nauðsynlegt er svo allt önnur Elín…
Þorri # 49: Insúa er mjög sóknarþenkjandi bakvörður og í Malasíuleiknum spilaði hann mjög framarlega. Þegar hann fór upp kantinn færði Poulsen sig yfir til vinstri og hélt sig þar til að loka á mótherjann. Ef Kenny vill láta Insúa spila framarlega er það fínt. Ef hann vill nota hann sem hefðbundinn bakvörð fær Insúa ekki leyfi til að fara þetta framarlega á völlinn. Fyrst og síðast er það Kennys að ákveða hvernig Insúa spilar. Sem sóknarþenkjandi vinstri bakvörður er hann sá besti sem við höfum í dag en varnarlega er hann veikari. Með tilkomu hefðbundins kantmanns (Downing) er ekki víst að bakverði sé ætlað að fara eins framarlega og Insúa gerir og því er staða hans spurningamerki í dag. Hvernig ætlar Kenny að leggja leikina upp? Vona að Insúa verði áfram því mér finnast kostir hans fleiri en gallarnir. Svo er hann ungur og “homegrown” ef ég man rétt.
Starri, það á vonandi enginn leikmaður fast byrjunarliðssæti í Liverpool. Ég ætla rétt að vona það að menn þurfi virkilega að berjast og hafa fyrir því að vera í byrjunarliði LFC, hvort sem menn heita Carroll, Gerrard, Suraez eða Carragher.
Hinsvegar, hvað var að Carroll í þessum æfingarleikjum. Í fyrri leiknum spilaði hann 45 mínútur og skoraði eitt mark eftir frábæran þríhyrning við Maxi og gaf einnig mjög góða stoðsendingu. Í seinni leiknum spilaði hann fyrri hálfleikinn og þar fannst mér allt liðið frekar slakt (C.Adam var þó í lagi), en þar var það Andy Carroll sem fiskaði vítið sem gaf okkur eina markið í fyrri hálfleik.
Ég veit ekki hvað þú ætlast til af honum í æfingarleikjum, kannski þrenna í hverjum leik ???
Kallað og kallað á miðverði hvað með að Wilson fái bara sénsinn og sýni það afhverju hann er talið svona mikið efni?
Það eru inni á þessum spjallvef menn sem bera ágætt skynbragð á knattspyrnu og tjá sig reglulega en að enginn þeirra skuli hafa vakið máls á þessu með Andy Carroll hlýtur að flokkast undir meðvirkni á háu stigi. Þegar ég segi að hann hafi ekki staðið undir þeim væntingum sem við hann voru gerðar og falli ekki inn í þann leikstíl sem boðaður er þá er ég ekki að ræða um einhvern venjulegan strák. Þessi leikmaður kostaði 35 milljónir. Að reyna að gera mig tortryggilegan og jafnvel að bendla mig við félög sem ég nefni ekki einu sinni á nafn er ekki sæmandi nokkrum Liverpool stuðningsmanni. Hér á að vera leyfilegt að gagnrýna. Hér á að vera leyfilegt að vera á annari skoðun en megin þorri þeirra sem tjá sig hér án þess að verða fyrir aðkasti.
Þetta segir Ágúst Bjarni í ummælum númer 29
Comolli var búinn að segja að það væri ekkert víst að það yrði verslað meira, en hann útilokaði það ekki. Ég held að vinstri bak, miðvörður eða framherji yrði á undan Lee Cattermole.
þetta segir svo Kristján Atli í ummælum númer 42
Ég var einfaldlega að spá í hvað ég held að muni gerast og það er eitthvað sem segir mér að þeir eigi eftir a.m.k. ein stór kaup. Bara eitthvað hugboð þegar maður les á milli línanna í viðtölum Comolli og svona. 🙂
Væri til í að sjá viðtalið við Comolli þar sem hann segir að það sé ekkert víst að þeir versli meira og einnig að vita þá hvað segir Kristjáni Atla að hann gruni að það gæti komið eitt stórt nafn.
Allavega ég fyrir mína parta væri ekki sáttur ef menn væru hættir núna. Hópurinn er vissulega fínn og búið að kaupa fína leikmenn en fyrir tímabilið voru kannski flestir sammála um það að við þyrftum kannski síst að styrkja miðjuna en það voru keyptir 2 miðjumenn. Ég vildi vinstri bak og kantmenn báðum megin svona aðallega en ekki verra ef það kæmi miðvörður og kannski einn sóknarmaður en það hefur bara komið einn leikmaður í þessar stöður sem flestum fannst þörf á að styrkja.
Ég ætla allavega að vona að það komi vinstri bakvörður og annað hvort hægri kantur eða senter, ekki væri verra ef það kæmi líka miðvörður.
Ég kann ekki að gera svona feitleðrað inní gráun glugga það sem aðrir segja hérna, hvernig gerir maður það?
Brilliant pistill.
Ég held að þú þurfir að lesa meira af commentum og greinum gér á kop.is Starri minn, ef þér finnst enginn hafa rætt Carroll, hans kosti, galla og frammistöður.
Fantagóður pistill í gegn. Maður er einhvern veginn alltaf að velta fyrir sér hverjir falla undir heimalninga regluna þetta árið og hversu margir útlendingar eða enskir leikmenn séu í hópnum.
Það er greinilega alveg eins gott að hætta að pæla í þessu þar sem þetta er algjörlega matað ofan í mann á þessari frábæru síðu.
Án þess að taka alla höndina þegar manni er réttur litli fingurinn þá væri snilld að vera með link hægra megin á síðunni sem sýnir hópinn í heild sinni bútaðan niður í ofantalda flokka eins og í þessari færslu. Þá erum við alltaf með þessa hluti á hreinu og tiltölulega auðvelt að uppfæra þann lista jafnóðum. 🙂
En varðandi Carroll þá hef ég litlar sem engar áhyggjur af því að hann standi sig ekki. Hann er 22 ára, nautsterkur team player sem getur lagt svo mikið meira af mörkun en bara markaskorun. Hann á nú eftir að setja þau nokkur fyrir Liverpool en eitthvað segir mér að Suarez og Kuyt verði iðnari við kolann í vetur.
En enn og aftur þá vil ég þakka fyrir þessa síðu, þið haldið áfram að fara fram úr væntingum í annarri hvorri færslu (Tel Hodgson færsluna ekki með) 🙂
Ég veit ekki, kannski er þetta ómálefnalegt hjá mér, en ég tók þessu sem gríni (wind-up). Maðurinn hefur ekkert spilað fyrir liðið svo heitið getur og er að fá bunka að samherjum inn í liðið sem allir eiga það sameiginlegt að henta honum mjög vel.
Ef við horfum á “staðreyndir”, eitthvað sem þú ert svo sannarlega ekki að gera þá er Andy Carroll eins nálægt því að vera sjálfsagður í byrjunarliðið hjá okkur í vetur og sóknarmaður getur orðið.
Ferlega flottur pistill.
Er sjálfur afar sáttur við leikmannahreyfingar hingað til og er bjartsýnni en oft áður. Félagar mínir (Púllarar) eru ekki alveg jafn bjartsýnir en við sjáum hvað setur.
Áfram Liverpool!
Andy Carroll er seinn og þungur, stór með góða skallatækni en að öðru leyti er knatttækni hans takmörkuð. Að kaupa slíkan leikmann á 35 milljónir og vona að hann verði nothæfur innan 5 ára er í meira lagi vafasöm fjárfesting. Mér er sama þótt KK hafi sagt: “Við keyptum Carroll til 5 ára, ekki 5 mánaða.” Reynslan mun auðvitað skera úr um þeta eins og flest annað. Og ekki væri mér það á móti skapi þótt ég hefði rangt fyrir mér í þetta sinn. En af því að það er sól sumar og við Liverpoolaðdáendur höfum sannarlega ástæðu til að vera í góðu skapi þá ætla ég að gleðjast yfir frammistöðu leikmanna eins og Aquilani, Ngog, Adam og Cole.
Þessi maður getur bara ekki haft rangt fyrir sér 😀
Robbie fowler
Was just thinking, man u have big 19 sign at old traff(wonder who that’s aimed at),, why don’t Liverpool get a big fookin gigantic 5 sign up
Ef Carroll fær einn kaldan bjór í hálfleik þá er ég viss um að hann muni raða inn mörkunum í vetur.
Ég held að það ætti klárlega að gefa Insúa sjéns .. það má vel vera að hann sé sóknarþenkjandi og góður fram á við en lélegur varnarlega. hann er það ungur að þjálfarateimið sem við erum með hlýtur að geta lagfært varnarvinnuna hjá honum. sjáið þið td. Marcelo hjá Real. hann var vonlaus varnarlega síðastliðin 2 ár en eftir að Móri tók við þá virðist honum hafa verið kennt að spila vörn almennilega og hann var valinn í spænska úrvalsliðið á þessu ári. bara spurning um að gefa ungu strákunum sjens og standa með þeim.
Hann var varla valinn í Spænska landsliðið þar sem hann er frá Brazilíu.
Fín samantekt hjá Kristjáni Atla. Helst athugasemd mín er sú að röðun bakvarðanna er ögn “skökk”. Líklega verður Johnson 1.valkostur í sína náttúrulegu stöðu hægra megin en ekki í reddingu vinstra megin. Að sama skapi er Robinson varla hægri bakvörður í liði nr.3.
Röðin í hægri bakvörð því: 1.Johnson 2.Kelly 3.Flanagan.
Röðin í vinstri bakvörð því: 1.Aurelio 2.Insúa 3.Robinson.
Af þessu er ljóst hversu vinstri bakvörðurinn er veikur hlekkur hjá okkur þrátt fyrir að hafa ýmsa valkosti með reddingar (nota einhvern af hægri bakvörðunum eða örfættum miðvörðum). Insua er líklega á leið burt til að hann sé ekki að flækjast fyrir framgangi Robinson sem er ótrúlegt efni. Að sama skapi er Aurelio samningslaus eftir næsta ár og oftast meiddur hvort sem er þannig að á hann verður ekki treyst. Því er ég sannfærður um að þeir muni láta til skara skríða um leið og sala á Insua er lokið. Þar held ég að ekki verði veðjað á ungan erlendan leikmann af sömu ástæðu og Insua er seldur, til að flækjast ekki fyrir framtíðar landsliðsbakverði Englands, Robinson. Heldur verður keyptur maður um 25 ára aldurinn og með reynslu innan PL þannig að hægt verði að selja hann . Annað hvort verður það bargain miðað við gæði (Enrique) eða rosalegur metnaður með stórri yfirlýsingu (Baines). Ég held að Baines sé hið raunverulega skotmark og FSG séu til í að splæsa hárri summu í hann. Maðurinn var langbesti vinstri bakvörður deildarinnar í fyrra og Everton eru svo skítblankir að þeir gætu jafnvel ekki átt neinna annara kosta völ en að selja til erkifjendanna ef verðið er rétt. Þetta væri alveg í takt við kaupin á Downing og Adam, breskir leikmenn um miðjan aldur sem dauðlangar að spila fyrir Liverpool.
Seinni parturinn á bráðnauðsynlegum kaupum er miðvörður. Á pappír virkar sú staða ágætlega mönnuð en hvað gerist ef sama staða kemur upp og í fyrra? Agger meiddur og Carra ekki í boði (meiddur eða banni) þá er bara Skrtel eftir með Kyrgiakos eða ungum pjakki (Wilson, Ayala, Kelly, Wisdom). Skrtel er ágætur hjálparkokkur með dóminerandi partner (Carra eða Agger) en handónýtur ef hann er leiðtogi varnarinnar. Þessi staða má því ekki koma upp og annað hvort verður að kaupa byrjunarliðsmann (Cahill) eða bargain back-up (Dann). Mann grunar að Commolli sé bara að leita færis til að forðast uppboðstemmningu á Cahill eða að pína niður óraunhæfan verðmiða á Dann (sama taktík og með Adam).
Ef að keyptir yrðu klassa menn á borð við Baines og Cahill með til heyrandi verðmiða (samanlagt um 35-40 fyrir báða) þá munu það örugglega vera þessi marquee leikmenn sem Commolli talaði um. En ef að bargain leiðin með Enrique og Dann verður farin þá er klárlega svigrúm til að splæsa í dýrt nafn í framlínuna eða hægri vænginn. En það gæti þó raskað því jafnvægi sem virðist vera komið á miðju og framlínu. Í bili þurfum við að taka sénsinn á Carroll og ekki spá í mönnum eins og Benzema. Það er allt gírað upp á að veðja á Andy Carroll og við þurfum bara helst betra annað back-up fyrir hann heldur en Ngog með Kuyt sem fyrsta back-up.
Í viðbót við þess langloku vonast maður bara til þess að hrafnar Óðins auðni okkur þá lukku að losna við Poulsen án of mikils auka kostnaðar og svo þarf líklega að selja annan hvorn af Aquilani (heimþrá) eða Meireles (vill launahækkun).
In Kenny, Commolli & FSG we trust.
Vantaði þarna inní varðandi kaupin á vinstri bakverði að um 25 ára leikmaður verði keyptur til að hægt væri að selja hann fyrir þrítugsaldurinn á meðan gott verð fengist og þá væri Robinson orðinn rétt rúmlega tvítugur og gæti tekið við full time.
Jú, hann er það góður!
Þetta er til þín Viddi 🙂
Viðtal við Comolli eftir kaupin á Downing:
Is there still work to be done, though?
It’s difficult to say. I’m sure there will be players going out because some players would like to play more and have more minutes. We will probably have a few loans as well, players who we would like them to develop, into the Championship or the leagues abroad. In terms of players coming in, it’s difficult to say. I think we are going to sit down, look at the situation, see where we are, see who might leave and then we will reassess later. But we have done most of what we wanted to do.
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/he-s-a-big-big-signing-for-lfc
það er ótrúlega þægilegt að vera eins svartsýnn og hugsast getur í garð dýrasta leikmanns Liverpool fyrr og síðar, og segja svo að þig dauðlangi að þú hafir rangt fyrir þér! Win Win situation, Win fyrir þig ef hann drullar uppá bak, og Win Fyrir.. þig ef hann slær í gegn? góð taktík svosem en hundleiðinleg!! svo vill ég taka undir ummæli nr. 54…
Flottur pistill, djúp og skemmtileg pæling. En ég er á því að það þurfi LB and RM til að klára púslið.
Mér finnast þetta réttmætar áhyggjur hjá Starra varðandi Carroll. Hann hefur ekki farið vel af stað en meiðslin hafa verið að hrjá hann og þess vegna hefur hann ekki byrjað eins vel og vonir stóðu til. Það sem er kannski verra er að nú er verið að kaupa menn sem eru stílaðir inn á Carroll. Adam og Downing eru keyptir til að mata hann fyrst og fremst og ef hann spilar illa, er þungur eða meiddur, þá nýtast þeir ekki heldur eins vel.
Ég er þó fullviss um að það er til backup plan fyrir þá leiki sem Carroll spilar ekki. Suarez getur hæglega spilað einn uppi á topp og hann getur spilað með bæði Kuy og N´Gog í 4-4-2. En ég held samt að við verðum í ansi vondum málum ef bæði Carroll og Suarez meiðast á sama tíma.
Reina
johnson carragher agger aly cissokho
Meireles Gerrard
Adam Johnson suarez downing
Carroll
bekkur : doni , skertel ,kelly, henderson ,adam , lucas , striker???
Frábær grein en ertu að djóka með Maxi? Átti nokkra slaka leiki framanaf en skoraði 10 mörk í 28 leikjum og 80% sendinga hans á síðasta þriðjungi voru á samherja (best allra í liðinu). Töluvert betri leikmaður en Cole og N’gog. Sé fram á að hann muni deila vinstri hlið miðjunnar með Downing.
Varðandi möguleg kaup er ég sammálanr. 70, nú þarf bara að styrkja vörnina. Nýr framherji væri svosem fínn, en það er alltaf hægt að setja miðjumann í holuna ef einhver hinna meiðist.
#69 ásmundur, lesa það sem hann segir almennilega
“spænska úrvalsliðið á þessu ári. ” Bestu leikmennirnir úr deildinni 🙂
Eg er ekki fra thvi ad, eftir ad hafa sjed aefingaleikinn vid malasiu, ad Insua sje buinn ad massa sig nokkud upp. Fannst hans mesti veikleiki ad vera ekki nogu sterkur likamlega. Hann er mjög duglegur ad saekja og tel ad hann sje sa leikmadur sem getur hvad best stutt vid Downing soknarlega. Svo madur jinxi nu vinstri kantinn okkar adur en timabilid hefst 🙂
Tók ekki einu sinni eftir því að þú setti Maxi í lið nr.3 fyrr en Hjalti í 78 sagði þetta..
Algjörlega sammála Hjalta, Maxi var töööluvert betri en Cole á síðustu leiktíð. Svo að hann er allan tímann í liði nr.2
Insua aðdáendur verða aðeins að anda með nefinu eftir Malasyu leikinn. Drengurinn fékk nánast aldrei á sig mann og því reyndi ekkert á hann varnarlega, auk þess sem þetta er í fyrsta sinn á ævi hans sem hann mætir mönnum sem eru svipaðir á hæð og hann sjálfur.
Hvað varðar stoðsendingar þá telst sendingin á Ngog ekki stoðsending og í stoðsendingunni á Maxi þá var boltanum ætlað að fara á Ngog.
Niðurstaðan er því sú að Liverpool verður að kaupa Left back með reynslu og getu.
Insua væri fínn með Newcastle. Seljum hann þangað. eða bíttum upp í Jose.
Þetta er svo svakalega gott blogg….Það er eina sem ég vildi gera er að hrósa þessu verki!
En vill samt bæta því við að ég býst alls ekki við þessari global stjörnu í ár. Næsta sumar verður hinsvegar annar handleggur þar sem við verðum í deild hinna bestu, þ.e.a.s meistaradeildinni.
Menn geta náttúrulega ekki verið að meta leikmenn eftir frammistöðu í æfingaleikjum gegn misgóðum andstæðingum. Andriy Voronin var vanur að brillera í þessum leikjum og hverfa svo í fyrstu umferð deildarinnar (og vera týndur fram á vorin). Það er vert að hafa í huga þegar horft er á þessa leiki. Ef Insúa hins vegar er í liðinu og spilar vel gegn Sunderland eftir fjórar vikur …
Skil ekki þessa dýrkun á Insúa, hann var ekki góður þetta tímabil sem hann spilaði með okkur. Jájá hann er fínn sóknarlega en bakverðir verða líka að geta eitthvað varnarlega. Bestu bakverðirnir eru með gott jafnvægi á sókn og vörn og það er ekki eitthvað sem Insúa hefur ekki. Svo höfum við einn ungan og efnilegan heimaling í Jack Robinson. Svo ég skil ekki rök þeirra sem segja að hann sé ungur og efnilegur og heimalingur í þokkabót og þess vegna eigum við að halda honum. Því mitt mat er að Robinson er þrefalt efnilegri og auðvitað er hann enskur og heimalingur, svo mitt mat er að losna við Insúa eins fljótt og hægt er.
En svo við hættum að spá í manni sem aldrei hefur sýnt að hann eigi skilið að vera í leikmannahópnum þá er að spurningin hvaða miðjumenn fara frekar en hvaða menn koma í viðbót. Sumir hafa ennþá trú á Cole, aðrir hafa ofurtrú á Mereiles. Einhverjir elska Maxi útfrá frammistöðu hans í lok síðustu vertíðar, engum líkar við Poulsen, einhverjir sem hafa horft á öðruvísi fótbolta en ég líkar við Shelvey, margir vilja halda Spearing, of margir dýrka Lucas, þarf ekki að ræða Gerrard, Aquilani hefur verið kallaður flop þó svo að hann hafi verið valin 5 sinnum man of the match af aðdáendum.
En einhverjir munu fara, seldir, lánaðir, gefnir????
svo ég spyr, hvaða menn viljiði sjá fara af miðjunni? velja ber 2-3.
Ég hló að þessu:
http://www.thedailymash.co.uk/sport/sport-headlines/liverpool-to-experiment-with-0%1111%110-formation-201107074046/
snilld. vona svo inilega við munum sja lidið uppsett svona
Reina
G.johnson carragher agger cissokho
Lucas Adam
Gerrard
Downing Suarez
Carrol
Doni Skrtel Kelly Aquilani Henderson Meireles kuyt
ma taka einn miðjumann af bekknum ut fyrir nyjan striker… usssss
kiddi ég myndi setja þetta svona upp
Aquilani
Meireles
Henderson
þó svo ég vilji halda meireles og Henderson eg held bara aquilani ráði ekkert við horkuna og hraðann i enski deildinni . og er alveg á því við keupum ekki annan miðjumann og því má lucas ekki fara
Heiddi, ef ég skil þetta rétt, þá viltu losna við Henderson sem við vorum á kaupa á fáránlegan pening. líka losna við Mereiles og Aqua en halda Cole, Shelvey og Maxi?
Ertu Winchester fan?
Smá slúður sem er í gangi
LFC Transfer Speculations
ALL OVER LFC FORUMS AGUERO TURNS DOWN A MOVE TO CITY WANTS TO PLAY FOR LIVERPOOL
Vá hvað ég vona…
Hólmar þetta er bannað! Núna er eins gott að hann komi annars mun ég lýklega gráta eins og smá stelpa.. Myndi reyndar líklega gráta líka ef hann kæmi, en það er allt önnur ástæða fyrir því.
http://www.anfieldindex.com/2930/insua-deserves-chance.html
ég er sammála Kiida k í #87
Það væri vandað að fá inn skoðunarkönnun af hálfu kop.is með hvaða 2 – 3 miðjumenn stuðningsmenn og lesendur þessarar síðu vilja í burtu.. fyrir mig vil ég alltaf halda Meireles og finst Aqua eiga sénsinn inni. bottom line. Cole fékk sina sénsa, skil ekki allveg að alli rvoru sammála um “ágæti” hans fyrir mánuði. Jova má gefa ásamt poulsen. og senda máski einn youngster í lán.
Örugglega argasta bull og vitleysa og ekkert nema argasta slúður, en væri samt sem áður skemmtilegt að sjá hann í Liverpool treyjunni.
Geri mér þó engar vonir um það að hann komi og finnst að vinstri bakvarðastaðan ætti að vera meira forgangsmál…
en segi samt ekki nei við þessu….
http://www.lfc-news.co.uk/2011/07/19/rumours-liverpool-agree-fee-for-aguero/?
Hvað finnst mönnum um þennan pistil, hefur maðurinn rétt fyrir sér?
http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=111623
Brilliant pistill!
Hittir allveg í mark hjá ykkur crazy poolurum 😉
kv. MANCHESTER UNITED aðdáandi
Nr.97
Nennti næstum því að lesa þetta bull til enda. Verðskuldar ekki einu sinni umræðu hérna inni ef þú spyrð mig.
Þetta troll þarf svo sannarlega ekkert að segja mér um Liverpool og svei mér þá ef ég hlusta ekki frekar á hvað Daniel Moritz hefur að segja!
Mig hlakkar samt til að sjá pistil frá þessum um Framliðið, sá ætti að svo sannarlega að enda á LOL.
Ég er gífurlega sáttur með þennan sumarglugga og þau störf sem FSG hafa unnið hingað til í samstarfi við Commoli og Dalglish. Við höfum fengið flotta leikmenn og eru margir enskir sem er bara gott mál.
Við erum líka loks að þora að borga fyrir leikmenn í staðinn fyrir að gefast upp og kaupa þriðja eða fjórða kost og við erum loksins að kaupa nokkra góða í staðinn fyrir helling af miðlungsleikmönnum á sama pening og geta ekki neitt.
Ég er allavega gríðarlega spenntur fyrir tímabilinu og þó við séum komnir með flottan hóp þá má ekki gleyma að Man City, Arsenal, United, Chelsea og Tottenham eru allir með flotta hópa og Sunderland hefur styrkt sig mikið, þetta tímabil verður mjög erfitt og vonandi hjálpar okkur að vera ekki í evrópukeppni.
Ég vona að það komi einn miðvörður í viðbót í liðið okkar og þá er ég sáttur, vill að Insúa fái séns enda aðeins 22 ára gamall og uppalinn leikmaður. Ef við fáum miðvörð (góðan) hef ég mikla trú á meistaradeildarsæti, ætla þó ekki að vera það bjartsýnn/blindur eins og margir hérna að spá að við vinnum deildina enda finnst mér það bara óraunsætt satt að segja.
Að lokum þá skil ég ekki alveg þessa Aly Cissokho(staf.) dýrkun hérna, hversu margir hafa séð hann spila, fyrir utan kannski í meistaradeildinni? Ég hef persónulega ekki séð hann spila og út frá því sem ég les vill ég ekki fá hann enda er verið að tala um að Lyon vilji losna við hann fyrir 8M punda finnst hann allavega ekki álítlegur kostur, ég vona að Dalglish og félagar kaupi einn til tvo miðverði og vonandi losnum við menn eins og Jovanovic, Degen, Aurelio og El Zhar sem fyrst, er alveg tilbúinn að hafa menn eins og Joe Cole og Poulsen áfram í liðinu enda virðast þeir alveg meira en tilbúnir að spila fyrir klúbbinn og virðast hafa metnað fyrir að sanna sig.
Ég væri mest til í að fá miðverði sem eru uppaldnir á Englandi/spila á Englandi þannig að þeir þurfa ekki að aðlagast. Ég get ekki treyst á Agger haldist heill enda meiðist hann gríðarlega mikið, Soto er orðinn gamall og seinn og ekki traustur, Carra á lítið eftir en verður vonandi góður í ár, Skrtel sýndi í vor að hann getur spilað gríðarlega vel og vona ég að hann muni spila jafnvel í vetur en mér finnst hann mesti veikleiki að hann þarf leiðtoga með sér í vörnina. Ég væri mjög til í að sjá Shawcross koma inn, mikið hefur verið talað um Dann en ég hef ekkert séð hann spila þannig ég veit ekkert um hann.
Ég væri einnig til í að sjá eitthverja af þessum koma; Samba, Gary Cahill, Coloccini.
Vonandi að við verðum í top 4 í lok tímabils
Sé að einhver hefur breytt leturstærðinni á kommentinu mínu..#97 Hvað er að??
haha smá faill hja mér einhverra hluta vegna var ég ekki með poulsen i huganum en ég var bara að skrifa með miðja miðjuna ekki kantara eins og ég tel maxi og cole vera. en auðvitað á þetta að vera svona.
Poulsen
Aquilani
Shelvey
þú meinar #98……..en þetta lið fær ekki stærra letur en þetta!!!
Það er greinilegt að Stebbi hefur ekki lesið þessa síðu áður, Manchester United er og veður alltaf skrifað með minni bókstöfum en annar texti hér. Þetta rennir stoðum undir það að stebbi kallinn hefur einungis haft það að markmiði að vera með leiðindi.
Nr.97
Svarið er nei. Hef ekki lesið neinn hér á kop.is eða heyrt Púlara vini mína tala stanslaust um tölfræði leikmanna eins og hún sé heilagur sannleikur sem vinnur deildina fyrir okkur.
Liverpool aðdáendur eru jarðbundnir en samt sérstaklega jákvæðir þessi dægrin því King Kenny Dalglish is back in town og hann er að fá nær alla menn sem hann vill. Við erum jákvæðir vegna hversu hrikalega við pökkuðum Man Utd og Man City á Anfield í fyrra með stórkostlegum pressufótbolta, unnum Chelsea á útivelli. Því að við erum með afburða aðstoðarþjálfara í Steve Clarke sem veit uppá hár hvað þarf til að vinna ensku deildina og stórbætti Liverpool vörnina á örfáum mánuðum. Einnig að við höfum óútreiknanlega snillinga með X-faktor eins og Luis Suarez o.fl. í okkar röðum. Það sást á leikmönnum okkar eftir áramót að leikgleðin, samheldnin og sjálfstraustið er komið aftur á Anfield.
Það er orðið spennandi og skemmtilegt að halda með Liverpool á ný. 🙂
——–
Varðandi leikmannahópinn er ég ekki búinn að gefast uppá Joe Cole, held að heilt meiðslalaust undirbúningstímabil með hans gamla þjálfara Steve Clarke gæti náð 1-2 góðum tímabilum úr honum. Aquilani vil ég hinsvegar losna við sem fyrst sem og Lucas. Bara of lítil hjörtu í þessum mönnum til að stjórna tempói á miðjunni í enska boltanum. Brasilíska landsliðið er t.d. ekki svipur að sjón með Lucas hægjandi á spilinu. Meireles vil ég halda, selja Ngog og Maxi.
Það er ljóst uppá framtíðina að við þurfum enn 5 kaup í viðbót á meðan við losnum við bárujárnið. Strikertýpu eins og Aguero, fljótan teknískan hægri kantmann, líkamlega sterkan varnarmiðjumann með sendingargetu, vinstri bakvörð og miðvörð. Þá verður komið alvöru jafnvægi í liðið og þetta endalausa flæði sem King Kenny er að reyna búa til.
P.s. spái því að Glen Johnson muni reka af sér slyðruorðið og verða nokkuð massívur næsta tímabil.
Verð að fá að benda mönnum á þáttinn How to buy a football club, sem frumsýndur var á C4 í gær.
Þetta er óborganleg skemmtun fyrir menn með bitra reynslu af G&H og litlar mætur á Sör-num með rauða nefið….
Þetta er málið:
http://www.channel4.com/programmes/dispatches/episode-guide/series-98/episode-1
Sennilega þarf svo finna þáttinn til niðurhals.
Stefáni manchester united manni er auðvitað velkomið að tjá sig málefnalega á þessari síðu eins og öðrum, en hann er væntanlega búinn að læra strax að stafir geta rýrnað í vissu samhengi.
AEG hlýtur að vera trolla, trúi ekki öðru
Þá hefst hreinsunin: Peter Gulacsi farinn til Hull City á láni út júní 2012. Hópurinn minnkar því. Ég geri ráð fyrir að 2-4 í viðbót yfirgefi liðið áður en fleiri verða (mögulega) verslaðir.
Eddi (#97) segir:
Fyrir það fyrsta er „maðurinn“ sem um ræðir, Bjarni Þór Pétursson pistlahöfundur á .net, greinilega ekki Púllari og nánast viðurkennir í lok pistilsins að hann sé að skrifa þetta til að pirra Púllara sem hann þekkir.
Þessi pistill er einnig frekar kjánalegur að því leyti að þótt rétt sé hjá Bjarna að tölfræðin ein vinni ekki titla þá talar hann eins og það sé ekkert annað en tölfræðivinnsla í gangi hjá Liverpool. Tölfræði getur bent til góðra kosta í leikmönnum eins og t.d. Jordan Henderson (sem hann tekur sérstaklega fyrir) en hann talar svo eins og þetta verði höfuðlaus tölfræðiher hjá Liverpool í vetur. Eða eins og hann orðar það:
Bjarni Þór, við erum með einn af betri óperustjórnendum bransans innan okkar raða. Hann heitir Kenny Dalglish. Tölfræðin skilar honum leikmönnum sem hægt er að vinna úr og hann vinnur úr þeim. Með því að skrifa heilan pistil um galla þess að reiða sig eingöngu á tölfræði til að vinna titla, og minnast ekki einu orði á þá staðreynd að Dalglish muni stýra þessu öllu saman í vetur, gerðirðu þinn eigin pistil ómarktækan.
Dalglish. Dalglish. DALGLISH. Ókei?
Dalglish. Dalglish. DALGLISH !!!
Er ég sá eini sem hefur algjörlega hunsað þessa pistla á fotbolta.net eftir að hafa lesið fyrsta pistilinn sem var um ruglaða poolara eða e-ð álíka ?
Ég ætla ekki einu sinni að ræða þennan pistil að öðru leiti en því að framsetning og orðalag er ábótavant og hann hefði betur átt að fá prófarkalesara til þess að fara yfir greinina áður en hún var sett fram! Ef honum Bjarna langar að pirra púllara þá eru til verri leiðir við það! Þessi skaut yfir markið hjá mér og ég er ennþá í sama góða skapinu og áður 🙂
Hey! Það detta inn einn og einn góður 🙂
Besta við þessa anti-LFC pistla á .net (sem er stjórnað að hluta til af púllurum) er að þeir eru svo svakalega lélegir að þeir skipta ekki alveg máli.
Ég get staðfest að Bjarni Þór er fínn gaur, fyrir utan það að vera gallharður stuðningsmaður rauða liðsins frá indie-borginni.
Það er óþarfi að skjóta pistlahorn .net í heild sinni í kaf þótt einn og einn séu slakur eða menn séu ósammála einhverjum hluta þeirra. Það eru góðir pistlar þarna og góðir pistlahöfundar, eins og með allt annað þarf bara að velja úr. Þetta er þó að mínu mati þarft framtak hjá .net og gott að þarna sé vettvangur fyrir fasta pistlahöfunda og aðsendar greinar. Þetta snýst jú allt um álit.
Stefán V. (#113) – Ég efast ekki um að Bjarni Þór er fínn gaur. Þekki hann ekkert. En honum tókst frekar illa upp í þetta skiptið og verður bara að kyngja því.
Sammála því, Kristján. Hefði kannski átt að taka það fram í síðasta kommenti að þessi pistill hans hitti ekki í mark hjá mér.
Ef ég hitti á Bjarna þór í bænum næstu helgi, þá læt ég hann sko kyngja því.. ÉG ER BRJÁLAÐUR!! en án djóks þessi óperu líking er það versta sem ég hef lesið án djóks
Til hvers í ósköpunum að notast við íslenskar sportvefi með illa þýtt slúður og misgáfulega pistla? Margfalt betra að fara á alvöru erlendar fréttasíður og fá þetta beint af bónda.
Varðandi okkar menn þá er Insua alveg sæmilegur sem back-up fyrir góðan byrjunarliðsmann en staða hans núna er samt frekar óheppileg. Ekki nógu góður til að vera aðal en þyrfti samt að fá leiki til að bæta sig. Sagan segir líka að ein af ástæðunum fyrir því að hann var lánaður (og sú ákvörðun var tekin áður en Hodgson var ráðinn) var sú að stráksi var tekinn að ofmetnast og vildi mjög svo ríflega launahækkun. Þess vegna hafi hann verið svona kuldalega dömpað á láni og hafi verið á sölulista síðan. Núna er því gott tækifæri til að fá pening fyrir hann og nota þá peninga í að kaupa hágæða byrjunarliðsmann í þessa vandræðastöðu. Svo myndi Robinson taka við keflinu með tíð og tíma.
Staðan með Meireles og Aquilani er sú að annar verður að fara og líklega eru báðir til sölu ef áhugi er nægilegur. Sitthvor ástæðan fyrir því að þeir vilja fara (launahækkun og heimþrá) en ég tel að Kenny vilji frekar leikmenn sem berjast 110% fyrir málstað LFC á köldum og blautum kvöldum í Stoke, WBA eða Blackburn. Þrátt fyrir húðflúrið þá forðast Meireles oft tæklingar og AA hefur verið linur í leggjunum á sínum ferli. Þeir hafa báðir söluvirði og það verður cashað inn á öðrum hvorum þeirra og ég veðja heldur á að Meireles fari heldur en AA.
Aguero? Sure, why not? Samt ekkert sérlega líklegt en verðmiðinn er 40 millu klásúlan í hans samningi en við myndum samt aldrei borga ManCity-laun þannig að hann yrði að sanna vilja sinn til að spila fyrir LFC með því að “sætta sig við” 150 þús.pund á viku í stað 250 sem hann gæti fengið hjá City. Ég er samt meira á því að fá menn eins og Cahill & Baines fyrir sama verð, í þær stöður og í þeim gæðaflokki. Það væri alveg í takt við hina bresku byltingu sem byggt verður á í vetur og ég tel líklega til að koma okkur aftur í það minnsta í CL. Kaup á mönnum eins og Aguero, Hazard, Benzema er mun líklegri og lógískari næsta sumar þegar við erum komnir á ný í CL með meiri tekjur, fleiri leiki og þörf á meiri meginlandsbolta. En það væri samt alveg pláss fyrir snilling eins og Marko Marin frá W.Bremen á þessu tímabili.
En við þyrftum að fá betri stræker af bekknum en Ngog sem virðist hafa hérahjarta þó að sæmilegir hæfileikar séu til staðar. Mest hefði maður verið til í reynslubolta eins og Miroslav Klose (svona hálfgerð Riedle kaup) á skammtímasamning en hann var víst með ansi háar launakröfur og fór til Lazio. Þess utan passar hann ekki beint inn í módelikð hjá FSG.
Mér finnst þetta bara fínasti pistill hjá honum, fyndin og um að gera að hafa húmor fyrir sjálfum sér. Þessi tölfræðipæling hefur jú einmitt verið þó nokkuð í umræðunni í sambandi við kaupin í sumar og ekkert að því að gera aðeins grín að því. Svo sjáum við bara til hver hlær síðast 😉
Mér finnst menn vera fullsárir varðandi þennan pistil. Þetta er auðvitað bara létt grín.
En þessi heimilisbókhald – óperusamlíking er ein sú lélegasta sem ég hef heyrt.
Ég held að öll lið skoði tölfræði leikmanna áður en þau taka lokaákvörðun.
Alltaf skal koma einn svona:
Hvernig eigum við að svara þessu? Þetta var ekki gott grín og auðvitað fer maður ekkert að halda öðru fram. Þetta særði mig a.m.k. ekki og eins og ég sagði að ofan, nennti varla að ræða um hann. Pistillinn var ekki þess verðugur enda meira í ætt við frétt af visi.is um Liverpool skrifaða af Henry Birgi.
Gott grín og góður pistill, eitthvað sem ég hef ekki séð í þessum anti-LFC pistlum á .net er svipaður þeim sem “vinir” EÖE settu hingað inn um helgina.
Bjarni – líkt og aðrir sem eru svo pervertískir að halda með Manchester United þá veit ég að þú hangir á þessari síðu. Enda ekki hægt að hafa unun af fótbolta og halda sig frá kop.is.
Tók eftir síðustu klausunni þinni – þeirri sem í raun gerði pistilinn í heild ómerkilegan því allt í einu kom þitt sanna eðli í ljós:
Þá skaltu hafa í huga að enginn skrifar Manchester United nema þar sé ASNI.
Það átti bara alls ekki að svara þessu.
Mönnum er tíðrætt um einhvern pistil….!! Þarf ekki að velta mér upp úr þessu.. 🙂 Les bara kop.is !!
YNWA
Eitthvað rop frá júnæted manni er eins og prump frá eiginkonunni, maður lætur sem hafi ekki heyrt þetta.
Júnæted menn eru bara skíthræddir, þeir eru búnir að missa O’Shea og Brown sem er gríðarlegt áfall fyrir þá.
INSUA<3<3<3
#126
Já það er áfall að missa O’ Shea og Brown en sem betur fer eru góðir menn komnir í staðinn. United hafa verið sterkir síðustu ár út af breidd. Þrátt fyrir mikil meiðsli á tímabili þá hafa menn eins og O Shea alltaf komið sterkir inn af bekknum.
Þetta er eitthvað sem Liverpool er að laga. Dalglish er að gera góð kaup. Hann kaupir englendinga sem eru ekki að fara eins og spænsku prímadonnurnar.Svo er hann að kaupa til að auka breiddina.
Gríðarlegt áfall að missa Brown og O´shea???
Wes Brown spilaði 7 deildarleiki í fyrra, 18 þar áður og 8 leiki 2008-2009 tímabilið..Hanns verður ekki sárt saknað.
O´shea spilaði 20 í fyrra og 15 þar áður…Hann var cult hero og einn af mínum uppáhalds en Evra og Fabio eru þarna og þeir klárlega verða ekki í vandræðum með það 🙂
Og nei við Manchester United menn erum ekki hræddir við Liverpool.
Það verð ég ekki eins og öll önnur ár!
@Anton (129)
Gerðu síðu fyrir þitt eigið lið og vertu þar. Þessi síða er fyrir aðdáendur LFC.
kaup liverpool :
aguero til liverpool (staðfest) eftir mánuð
aly cissoko til Liverpool (stafest) eftir vikur
gary cahill til liverpool (staðfest) eftir 3 vikur
selja
jovanovic , poulsen , insua , brad jones , n´gog , kyriagos og el shar
lána :
j robinson ,spering , shelvey , eccelston , sterling , emilsson
@ 129
Ég hlæ að þér, hátt.
“Stefáni Manchester United manni er auðvitað velkomið að tjá sig málefnalega á þessari síðu eins og öðrum, en hann er væntanlega búinn að læra strax að stafir geta rýrnað í vissu samhengi.”
Haha.. vá, þetta er svo glatað.. Afhverju er MU skrifað með litlum stöfum ? Það getur seint talist sem þroskað af síðuhöldurum að gera þetta við eitt ákveðið lið (veit ekki til þess að þetta er gert við annað lið hér).. You go kids !