CSKA Moskva á morgun! (uppfært)

Eftir dapran leik á þriðjudaginn er eflaust einbeittur vilji okkar manna að leiðrétta þá frammistöðu sem allra fyrst. Þeir fá tækifæri til þess strax á morgun, föstudag, þegar Liverpool – Evrópumeistarar Meistaraliða – mæta CSKA frá Moskvu – Evrópumeisturum Félagsliða – í leik sem er yfirleitt titlaður Meistarar Meistaranna, eða European Super-Cup á ensku.

Leikurinn fer fram í Mónakó, hefst kl. 18:00 og verður sýndur beint á SÝN þannig að það er um að gera að fylgjast með. Menn muna eflaust eftir því þegar Liverpool léku um sama titil haustið 2001, en þá unnum við Bayern München 3-2 í stórskemmtilegum leik. John Arne Riise skoraði þá sitt fyrsta mark fyrir Liverpool.

Andstæðingarnir að þessu sinni eru að vissu leyti svolítil ráðgáta. Þetta CSKA-lið er greinilega feykisterkt, fyrst þeir gátu unnið Evrópukeppni Félagsliða í vor (þar með talið Sporting Lisbon í úrslitaleiknum á heimavelli Sporting), en það sem ég sá til þessa liðs í Meistaradeildinni fyrir áramót var hins vegar ekkert sérstakt. Þeir voru þar í riðli með Chelsea, Porto og París SG og enduðu í þriðja sæti og rétt misstu af sæti í 16-liða úrslitunum. En þeir fóru í keppni Félagsliða í staðinn og unnu hana, þannig að eitthvað geta þeir.

Ég gróf upp upplýsingar um þetta lið og hvernig þeir voru vanir að stilla upp í fyrra og það var nokkurn veginn svona:

Akinfeev

V. Berozoutzki – Ignaschevich – A. Berozoutzki

Odiah – Aldonin – Rahmic – Zirkov
Daniel Carvalho
Ivica Olic – Wagner Love

Þetta lítur nokkurn veginn rétt út, en mig minnir einmitt að þetta hafi verið nokkuð sókndjarft lið sem ég sá velgja Chelsea örlítið undir uggum í leiknum í Moskvu sl. haust, en á móti kemur að þeir eru ekki með neina rosalega vörn og fengu haug af mörkum á sig í Evrópukeppnunum á síðasta tímabili.

Þá minnir mig að þeirra besti maður í fyrra, brasilíski framherjinn Wagner Love (sem er tvífari Florent Sinama-Pongolle í útliti) hafi farið aftur heim til einhvers brasilísks liðs í sumar, en ég finn engar upplýsingar um það. Kemur bara í ljós á morgun hvaða leikmenn þeir mæta með, en ég held miðað við hvernig þeir spiluðu í fyrra og þá markagleði sem einkenndi leik þeirra, að við megum búast við liði sem mætir til að sækja á morgun og ætli sér fyllilega að sigra Liverpool.

Nú, hvað líklegt byrjunarlið okkar varðar þá held ég að Rafa muni hiklaust stilla upp sínu sterkasta liði. Með það í huga að það kemur landsleikjahlé í Evrópu eftir þennan leik og umferðir helgarinnar í evrópsku deildunum þá sé ég enga þörf á að hvíla nokkurn mann, og þar sem þeir Carra, Alonso og Reina horfðu á leikinn á þriðjudag af varamannabekknum sé ég ekkert því til fyrirstöðu að þeir byrji inná á morgun.

Eina spurningarmerkið er að sjálfsögðu með fyrirliðann Steven Gerrard – mikilvægasta leikmann í Evrópu – sem að á enn við smávægileg meiðsli að stríða og er tæpur. Ég held að flest annað sé nokkuð ljóst varðandi byrjunarlið, en það mun líklegast vera annað af þessum:

Ef Gerrard er heill:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Warnock

García – Alonso – Sissoko – Zenden
Gerrard
Morientes

Ef Gerrard er meiddur:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypiä – Warnock

García – Alonso – Sissoko – Zenden

Cissé – Morientes

Kannski Riise verði á kantinum, en að öðru leyti er að verða nokkuð ljóst hvað Rafa telur sitt ‘sterkasta lið’ vera í vetur.

MÍN SPÁ: Þetta er sýningarleikur UEFA og sem slíkur þá kæmi mér á óvart ef við fáum einhvern leiðinlegan 0-0 eða 1-0 leik á morgun. Mig grunar að við fáum að sjá markaleik og að skorað verði á báða bóga. Eigum við ekki bara að segja 4-2 fyrir Liverpool? (að sjálfsögðu samt 0-0 ef Gerrard er ekki með, þar sem við getum ekki skorað án hans… )

Áfram Liverpool! Það er bikar í boði! 🙂


Uppfært (Kristján Atli): Ókei, ég leiðrétti villuna í liði Moskvu-manna. Þetta ætti að vera rétt núna, þeir spila svona 3-4-3 kerfi með væng-bakvörðum á köntunum, frekar sókndjarft. Og skv. því sem kemur fram í ummælum þessarar færslu er Wagner Love ennþá hjá liðinu, þannig að við getum búist við góðu sóknarliði á morgun.

9 Comments

  1. Akinfeev, eða Akinfyv eins og það er víst skrifað, er markmaður þeirra, og fór á kostum í fyrra. Hef ekki mikla trú á því að hann verði á kanntinum.

  2. Og Olic er framherji. Spilar með Króatíu, klúðraði hörku færi á EM minnir mig.

  3. Er Akinfeev markmaðurinn þeirra? Skv. einni síðu sem ég fann (en finn ekki aftur núna) þar sem talin var liðsuppstilling þeirra gegn Paris SG í Meistaradeildinni í fyrra var Akinfeev sagður hægri kantmaður í 3-4-3 kerfi, og ég notaðist við það.

    Skrýtið. Kannski er hann svona fljótur að hlaupa. :laugh:

    Nei heyrðu, bíddu … ég var að horfa á myndina frá hlið. Þannig að ég ætla að uppfæra sem snöggvast liðsmyndina þeirra… :blush:

  4. Hehehe, góður. Akinfyv var lofaður mjög fyrir frammistöðu sína í UEFA Cup í fyrra. Á víst að vera ungur. Fannst líka gott að sjá Olic í vörninni:)

    Mín spá fyrir leikinn: 2-0 fyrir okkur.

  5. Þú hefur örugglega ekki fundið neinar upplýsingar þar sem að maðurinn heitir Vagner Love (no pun intended).

  6. Hvað voðalega eru margir lesendur sérfræðingar í þessu CSKA liði. 🙂

    Ég hef haldið því fram að við séum með gáfuðustu lesendur í heimi og þetta fær mig ekki til að breyta því. 🙂

    En Cisse skorar á morgun. Trúi ekki öðru. Og við vinnum bikarinn.

2005/06 = Riðill G

Cisse, Evra, Owen, Real Madrid, Monaco, Marseille, Liverpool og Lyon