Þriðjudagur og 11 dagar í fyrsta leik.

Þriðjudagur eftir verslunarmannahelgi og því kannski bara fínt að líta aðeins yfir sviðið í dag.

Kóngurinn búinn að tjá sig um leik gærdagsins, lofar öflugri æfingaviku þar sem áherslan verður lögð á vinnuna sem leggja þarf á sig til að verjast og ná boltanum. Það líst mér vel á! Hollendingurinn þindarlausi bendir okkur á að undirbúningstímabilið snúist um það að gera liðið tilbúið fyrir leikinn gegn Sunderland – annað sé aukaatriði.

Á laugardaginn verður “Generalprufa” á Anfield þegar Valencia mæta á svæðið. Væntanlega verður Lucas Leiva mættur í hópinn þann dag, sá mætti til æfinga á Melwood í gær skilst mér. Vonandi hélt strákur sér í standi á búgarðinum sínum í fríinu. Við þurfum hann tilbúinn 13.ágúst!

Annars er margt við sama horn heygarðs.

Alberto karlinn er á milli tanna blaðamanna. Nýjast er að AC Milan sýna honum áhuga, Gallardi varaforseti tjáir sig um strák. Segir hann hafa margt til að bera sem liðið sé að leita að. Væntanlega verður þetta áfram umræðan allt til 1.september eða þegar Aquilani fer til Ítalíu. Við höfum margfarið yfir þetta, en auðvitað er frjálst að ræða þetta áfram ef við viljum.

Önnur framhaldssaga er í gangi, sú er Milan Jovanovic sem nú hefur náð samkomulagi um að leika með Anderlecht. EN!!! Nú er umboðsmaður hans farinn til Liverpool þar sem hann mun reyna að semja um starfslokagreiðslu fyrir strákinn. Hann er að fá töluvert lægri laun í Belgíu en hjá okkur og nú er komið að því að við borgum honum fyrir að fara frá okkur. Verulega ömurlegt!

Nýjasti eltingaleikurinn okkar er talinn vera við Ryan Shawcross hjá Stoke. Hins vegar gæti það orðið erfitt því eins og kemur fram í þessari grein á United ennþá rétt á þessum leikmanni, eiga “first refusal” og munu víst ekki láta Ryan karlinn eignast heimaslóðir á Anfield. Sjáum til.

Svo er hérna skemmtilegt video frá Sports Illustrated þar sem verið er að taka viðtal við fitnessstjórann okkar, Darren Burgess. Endilega líta á það…

Alla vega – um eitthvað að spjalla eftir þessa hressustu helgi ársins!

42 Comments

  1. Mikið svakalega væri ég til í Ryan Shawcross, myndi styrkja vörnina okkar til muna. Tel að hópurinn sem við höfum í dag ætti að fleyta okkur í meistaradeildina en ef Shawcross bættist við þá gæti Liverpool verið í titilbaráttu.

  2. Hvurslags klausa er þetta first refusal? Aldrei heyrt um þetta. Eru þessir gaurar ekki bara að rugla saman fyrsta kauprétti og þessu hugtaki um að saf geti ráðið hvert, hvenær og hvernig leikmaður í eigu Stoke verður seldur?

  3. Ég ætla ekki að stressa mig of mikið á undirbúningstímabilinu, þó ég viðurkenni að ég hefði viljað sjá einhverja af þessum leikjum fara aðeins betur. Við verðum bara að vona það besta.

    Ég var að skoða Guardian áðan og rakst þá á þetta hér frá 6. ágúst 2010. Fyrir rétt tæpu ári síðan var umræðan um Liverpool liðið svona:

    http://www.guardian.co.uk/football/blog/2010/aug/06/premier-league-preview-liverpool

    Some Liverpool fans caterwauled inexcusably after Hodgson’s appointment, snootily asking, “What has he ever won?” as if he’d demonstrated damned cheek by accepting the job when José Mourinho was banging on the Anfield gates to get it instead.
    Those fans are fools. Firstly, because neither Mourinho nor any other top manager would have taken the gig (though Sven-Goran Eriksson would), and secondly, because everything about Hodgson’s long career suggests he will lift Liverpool. He has improved virtually every side he has handled, from turning relegation certainties Halmstad into shock Swedish champions to guiding Fulham to a record Premier League perch and last season’s Europa League final.

    Og þetta hér:

    Liverpool were once renowned for their capacity to mount comebacks, but in the Premier League last season only Bolton mustered fewer points than them after falling behind – that, along with Liverpool’s unusually high red-card count, shows how deep the disenchantment with Benítez had become and how important morale is. A Hodgson camp tends to be a happy one.

    Ég les þetta og man hversu frábært það er að vera laus við þetta skoffín.

  4. Nú veit ég æfingaleikir eru langt frá því að vera það marktækasta um hvar liðið stendur og það vantar Gerrard, Lucas og okkar besta mann Suarez. En að sjá Kuyt, Carra, og miklu miklu fleirii, gersamlega á hælunum er áhyggjuefni.
    Man city verða virkilega sterkir, Man utd geta alltaf slept því að styrkja sig mjög mikið án þess að það bitni á hversu mörg stig þeir hala inn. Chelsea taka inn 1-2 stóra bita fyrir 1 sept.
    Mér finst okkar menn, þurfa WC miðvörð, og Wc bakvörð og mjög góðan 3rd striker ef þeir ætla sér CL sæti eða ofar.
    Voðalega finst mér sorglegt að hugsa til þess að okkar besti maður í vörn og sókn sé alltaf meiddur, Agger.
     
    Áfram Liverpool

  5. vona svo innilega að þeir nái ekki að selja Aquilani ! hefur verið okkar sprækasti maður í þessum undirbúningsleikjum virkar betri en Adam. Held bara að fyrst markmiðið er 4 sæti+ strax í ár þá hefðu þeir átt að halda Aquilani og sleppa því að kaupa Hendersson og eyða þessum 20 millum sem hann kostaði í klassa miðvörð og klassa bakvörð !!!! Hendersson var að spila framarlega á miðjunni í gær og gat ekkert Aqua kom inná í sömu stöðu og breytti öllu !! 

  6. Er ekki málið að fá bara Adebayor sem þriðja striker. Gaurinn sat eftir heima þegar citehh fór í æfingaferð og Real vilja hann ekki.
     
    Myndu kannski aldrei selja okkur hann en samt hugmynd.
     
    Annars er miðvörður klárlega fyrsta priority. Og ekki einhvern Scott Dann. Fáum eitthvað nafn, kominn tími á hetju

  7. First refusal myndi væntanlega þýðast sem forkaupsréttur á hinu ástkæra ylhýra. Þannig forkaupsréttir geta verið jafn misjafnir og þeir eru margir en afar algengt að stóru liðin setja þetta inn þegar efnilegir pjakkar eru seldir til neðri liða. Geta verið á fyrirfram ákveðnu verði í takmarkaðan tíma (líkt og þegar Alvaro Negredo var keyptur aftur til R.Madrid) eða að hafa réttinn til að jafna samþykkt tilboð í leikmanninn sem er nú líklegra í þessu tilviki.

    Engu að síður ætti leikmaðurinn alltaf að hafa síðasta orðið um það við hvaða félag hann semur, nema að hann hafi samið sig frá því á einhvern hátt. Þannig að ef að Shawcross myndi frekar vilja til Liverpool þá ætti niðurstaðan að vera sú. Fyrir utan ríg og hefnigirni gagnvart LFC, hvað ætti Fergy svo sem að gera við enn einn miðvörðinn?? Og Stoke eru ekkert að fara að selja sinn besta varnarmann 2 vikum fyrir mót. Virðast var stórhuga í Stoke meira að kaupa en selja. Afskrifa þetta sem sölumennsku blaðamanna sem að leggja saman 2+2 og fá út 22.

    Annars finnst mér Shawcross ekki sú týpa af miðverði sem okkur vantar að því leytinu að hann er meiri harðjaxl en boltaspilari. Er líkari Skrtel að því leytinu en ég vil frekar fá Agger-týpu sem getur spilað boltanum úr öftustu víglínu. Þess vegna er Cahill efstur á mínum óskalista en hann virðist lifa í voninni um að lið í CL kaupi sig þannig að við þurfum eflaust að bíða og vona fram að mánaðarmótum ef takast ætti að landa honum.

    En bölvuð heimtufrekjan í Jovanovic og umbanum. Fá frítt spil til að finna klúbb fyrir getuleysingjann og fá eflaust feitt signing-on-fee vegna þessa (líkt og hann fékk er hann kom til LFC) ásamt góðum launum. En þá kemur græðgin upp og þeir heimta enn eitt gullhandabandið. Þetta er eins og margarma hundú-guð og þarf að taka í gylltan spaðann á öllum skönkum 🙁 Það verður langt og strangt verkefni að moka út flórinn sem G&H skyldu eftir sig en þetta hefst að lokum. En skítadjobb að standa í því 🙂

  8. Ef einhver hefur áhyggjur af því að Liverpool séu hættir að versla… þá sagði vinur minn hann Pepe Reina í viðtali við LFC TV fyrir um viku síðan:

    Spyrill: How happy have you’ve been with the business liverpool has done?
    PepeReina: I think we’ve shown our ambitions during the window and we’re still probably have one or two more players if the things are good. 
     

  9. Það má kannski benda á að skrifa ekki um lið eða félög í fleirtölu (nema Hauka og kannski einhver fleiri). Valencia mætir á svæðið (ekki “Valencia mæta á svæðið”) og AC Milan sýnir áhuga (ekki “AC Milan sýna áhuga”). Það er svolítið pirrandi að sjá þessa villu í nánast hverri grein þegar flest annað er vel skrifað.

  10. Sælir félagar

    Ég er mjög sáttur við hvernig þetta er og spenntur fyrir tímabilinu. Neikvæðni hefur verið hér áberandi og verða menn að muna að þetta er undirbúningstímabil. Stundum er betra að eiga slaka æfingaleiki því þá mæta menn ennþá einbeittari í mót.

    Sumir gagnrýna Carra o.fl. leikmenn, Menn verða klárir í fyrsta leik. Í komandi viku verður farið yfir það sem þarf að laga (munum að það eru enn heilar 2 æfingavikur í leik! Tvær vikur til æfinga og til þess að laga það sem þarf að fara betur í). Þetta snýst um að mæta af krafti í fyrsta leik, ekki að vera heitir í leikjum fyrir mót. Það er allt annað. Auðvitað er betra að spila vel í æfingaleikjum – en stundum er slæmt undirbúningstímabil ávísun á góða byrjun því menn eru extra einbeittir því þeir vita að þeir þurfa að skila betri spilamennsku. Þeir vita það einnig að það þarf væntanlega meiri ákefð á æfingasvæðinu sem og einbeitingu. Ég tel þetta vera ágætis spark í rassinn og fín áminning.

    Varnarleikurinn hefur verið gagnrýndur einnig og slakur í þessum leikjum. Kenny D hefur núna 2 vikur til þess að slípa hann saman og laga. Hann þarf ekki meiri tíma en það.

    Ég held að menn muni fara enn betur yfir faglegar forsendur á þessum dögum fram að fyrsta leik fyrst spilamennskan hefur ekki verið betri en þetta. Ég er þess sannfærður um að leikurinn næsta laugardag verði nokkuð skárri en leikirnir á undan. Alla vega meiri ákefð, vilji, barátta og þess háttar. Enn sannfærðari er ég þó um að eftir þessa 11 daga verður liðið keppnishæft og fer af stað með glans í deildinni.

    Sleppum neikvæðninni aðeins. Loksins er verið að kaupa leikmenn, loksins höfum við eitthvað til að vera bjartsýnir yfir. Tökum þann pól í hæðina.

    Áfram Liverpool

  11. Ég hef engar áhyggjur af Carragher eftir þessa æfingaleiki, honum hefur örugglega verið sagt að taka þessum leikjum rólega vegna hættu af meiðslum. Svo líka er hann baráttuhundur, það eru ekki stig í boði í þessum leikjum sem hann hefur spilað hingað til þannig hvers vegna að glefsa. Svo hef ég líka tröllatrú á Henderson þetta er maður sem á eftir að vaxa með Liverpool í ára raðir.

  12. Ég er klárlega sammála Axel hér að ofan. Carra mun standa fyrir sínu þegar hann þarf þess, klárt mál.

    Persónulega eru áhyggjurnar ekki miklar vegna þessara úrslita í æfingaleikjum því við erum að sjá fjöldan allan af leikmönnum spila sem hafa ekki fengið mikin spilatíma með aðalliðinu enda eins og allir vita, þetta eru bara æfingarleikir.

    Með kaup og sölur þurfum við að kaupa einn bakvörð og fjárfesta í góðum sóknarmanni sem backupstriker því Ngog er ekki sá maður sem maður vill þurfa að reiða sig á í þeim efnum, ef satt skal segja….
    Þetta miðvarðardæmi finnst mér ekki nauðsynlegt, Agger, Skrtel, Carra, Wilson, Kelly, Soto, Ayala….þurfum við miðvörð? Skrtel var að sýna góða takta eftir að King Kenny tók við og hann og Agger verða klassa miðvarðarpar ef sá síðarnefndi heldur sér heilum meirihluta tímabilsins…..ég er ekkert stressaður yfir þessari stöðu allavega.

    11 dagar í kick-off og maður telur niður….veislan fer að byrja!!!

    YNWA – King Kenny!! 

  13. Nr 13. Þurfum við miðvörð?

    Uhh….. JÁ við þurfum miðvörð. Því miður eru ekki nema 3 af þessum hafsentum nothæfir sem þú telur upp og þar af er einn alltaf meiddur. Scott Dann og Ryan Shawcross eru EKKI réttu mennirnir fyrir okkur. Þeir eru fínir í lið sem að liggja aftur og það eina sem þeir þurfa að gera er að skalla boltann eins langt í burtu og þeir geta. Okkur vantar hafsent sem að líður vel á boltanum og getur komið boltanum auðveldlega í spil. Af þessum þremur nothæfu hafsentum sem við eigum er ekki nema einn sem að líður actually vel á boltanum og kemur boltanum í spil, því miður er þetta hafsentinn sem er alltaf meiddur.
    Það er ekki til neins að vera búnir að kaupa mikið af dýrum miðjumönnum ef þeir eiga bara eftir að vera með hálsríg af því að horfa á boltann fljúga yfir sig. 

  14. Mikil gleðitíðindi að við séum farnir að skora úr hornum 🙂

  15. Rétt Dagur en samt magnað að ekkert hafi farið að gerast fyrr en að “föstuleikatriðissérfræðingarnir” Adam og Carroll voru farnir útaf.

  16. Sammála kobbih (#14) og ósammála Sfinnur (#13) og Stb (#11).

    Alvöru miðvörður er möst! Þetta er ekki spurning um að gagnrýna Carra fyrir einhverja æfingaleiki eða treysta honum heldur common sense fyrir klúbbinn. Carra er LEGEND, hjartað í liðinu og heimsklassa á góðum degi. We all dream of a team of Carraghers!

    En hann er líka 33 ára, spilað 668 leiki fyrir félagið og það fer að styttast í annan endann á ferlinum. Góðu dögunum er að fækka hjá honum, hver meiðsli taka lengri tíma að jafna sig og í fyrra spilaði hann fæsta leiki síðan hann fótbrotnaði árið 2003-04. Carra er ekki eilífur þó að maður vildi að svo væri.

    Þess utan er ekki hægt að treysta á Agger, Skrtel er hauslaus án leiðtoga með sér, Herkúles er með tagl og pjakkarnir fæstir fullkomlega tilbúnir. Ef að Carra eða Agger eru ekki með þá er mið vörnin sérlega viðkvæm og ekki treystandi til að halda hreinu. Þannig að ef að við kaupum ekki miðvörð þá eru menn bara að taka sénsinn á aldrinum á Carra og heilsunni hjá Agger. Það gæti lukkast ef heppnin er með okkur en líkurnar eru ekkert sérlega traustvekjandi.

  17. Hvernig getur fólk annað en haft áhyggjur af Carra, hann er orðinn allt of hægur og mótherjar okkar eiga eftir að notfæra sér það ef þeir hafa á að skipa fljótum teknískum leikmönnum og menn með þokkalega sendingargetu á miðjunni.
    Agger og Skrtl eru okkar bestu miðverðir í dag og eiga að vera fyrsti kostur í þær stöður. Ef við verslum nýjan miðvörð þá tel ég að það þurfi að vera einhver mun betri en þeir sem við höfum fyrir, sem að útilokar þ.a.l. skussa eins og Dann og Shawcross að mínu mati. 

  18. Peter Beardsley #17 er allveg með þetta eins og nafni sinn.
     
    Það er ekki hægt að telja menn inn í jöfnuna sem er alltaf meiddur… verðum bara að hætta að reikna með Agger, og ef hann er heill, þá er það stór +, en skrtel soto og carra er ekki nog til að byrja tímabil sem við ætlum okkur stóra hluti, með 3 kjuklinga i backup

  19. Hver taldi Flanagan tilbúin í slaginn þegar að hann kom við sögu í fyrsta aðalliðsleiknum? Hvað þá Robinson eða Kelly þegar að þeir komu inn, öllum að óvörum, og slógu í gegn? Farnir að átta ykkur á punktunum??

    Ég myndi klárlega taka Wilson með inní þessa jöfnu og vona ég svo innilega að hann fái einhverjar mínútur svo að stuðninsmenn okkar ástkæra félags átti sig á því að þarna er gríðarlegt efni, sem og Ayala…en menn geta verið skeptískir á þessa möguleika sem ég hendi fram hér.
    Skrtel, Carra, Wilson, Ayala og Soto (Agger ekki hér inn?? Bara bónus semsagt?) Okey, ef það á að hafa það þannig að Agger sé ekki í þessari jöfnu þá skal ég fallast á það að kaupa miðvörð og þar væri Sobotic efstur á óskalistanum.

    Þannig að ef þið viljið ekki taka Agger með inní jöfnuna fyrir næstu leiktíð þá skal ég fallast á það að kaupa þarf miðvörð en ég persónulega held að bakvörður sé forgangskaup. Sóknarmaður og miðvörður á svipuðum stað hvað varðar kaup en sóknarmaður öööörlítið mikilvægari….sáttir við það?

    Vona að Jova eigi framtíð hjá Anderlect en mikið rooosalega er ég feginn að hann sé að hverfa á braut.

    YNWA – King Kenny! 

  20. Þetta er allt frekar tricky.  Ef það verður keyptur annars miðvörður, heimasklassa caliber eins og menn eru að heimta.  Þá er ég hræddur um að þessir 3 sem eru fyrir verði ekki sáttir og jafnvel fari fram á sölu.  Þá er heldur ekki sjens að þessir ungu sem eru fyrir fá tækifærin sín.  Það er líka staðreynd að þeir sem eru fyrir eru hægir og auðvelt fyrir leikna menn að fara illa með þá.  Kantmennirnir hjá Arsenal hafa alla vega hlaupið í kringum þá eins og þeim listir í síðustu leikjum.  Þess vegna þurfa bakverðirnir að spila meira varnarhlutverk.  Þessir sem við erum að nota hafa þurft að vera meira í sókninni af því við erum ekki með kantmenn.   Nú er kominn 1 alvöru vinstri kantmaður og þess vegna getum við leyft okkur að nota vinstri bakvörðinn okkar í meira varnarhlutverki.  Ég held að svarið við þessu öllu saman sé að kaupa frekar góðann hægri kantmann, eða nota einhvern af þessum leikmönnum sem við erum með á hægri kantinn.  Þá getur Johnson einfaldlega verið hægri bakvörður en ekki kantmaður í dulargervi og ef við kaupum svo góðan varnarbakvörð vinstra meginn þá getur vörninn loksins smollið saman.  Notum Carra þetta tímabilið, komum okkur í meistardeildina og fáum okkur svo heimsklassa miðvörð.

  21. Þessi umræða hér um Aquilani er alveg svakalega þreytt!  

    Veit einhver afhverju hann er orðaður í burtu frá okkur?
    Er það ekki líklegt að hann vilji sjálfur fara aftur til ítalíu.
    Það sjá það allir að hann er frábær spilari og við getum alveg notað hann fyrir komandi tímabil.  Kenny Dalglish sagði að hann vill ekki hafa leikmenn sem eru ekki með hugann hjá klúbbnum.  Það þýðir ekki að hann vilji/geti ekki notað hann?

  22. Man Utd að tapa 8-2 gegn Marseille, kannski ekki eins mikið að marka þessa leiki.

  23. Flott og málefnalegt svar hjá Sfinnur (#25). Skil alveg hvaðan þú ert að koma með góðri trú á ungu varnarmennina og klárlega eru margir sérlega efnilegir þar. Ég var einnig mjög spenntur fyrir Wilson og fannst hann ekki fá nægilega marga sénsa í fyrra, sérstaklega í Eurotrash-deildinni. Sá fyrir mér næsta Alan Hansen en varð fyrir smá vonbrigðum. Maður hefur einnig heyrt góða hluti af Ayala á sínum lánssprettum og Kelly ásamt Wisdom eru líka valkostir.

    En málið með miðvörðinn er að leikmenn byrja oft ekki að blómstra í þeirri stöðu fyrr en um og eftir 24-25 ára aldurinn. Þ.e.a.s. eftir að þeir eru búnir að taka út sín mistök, mæta öllum tegundum af strækerum og öðlast þó nokkra reynslu við hinar ýmsu aðstæður. Einnig er eftirsóknarvert að a.m.k. annar miðvörðurinn sé mikill leiðtogi á velli og valdi því að stýra og skipuleggja varnarlínuna. Auðvitað eru líka dæmi um miðverði sem eru frábærir rétt upp úr tvítugu en það eru oft einhver stærstu nöfnin í bransanum: Terry, Ferdinand, Nesta, Hansen o.s.frv. Okkar eigin Carra var ekki efni í klassa miðvörð fyrr en hann var búinn að taka út mikinn lærdóm í bakvarðastöðunni í mörg ár.

    Flanagan og Robinson áttu frábæra innkomu í bakvarðastöðurnar á síðasta tímabili en þær stöður eru ekki alveg í sama anda og miðvarðarstaðan hvað varðar skipulag, kröfu um leiðtogahæfni og reynslu. Einnig þarf að passa sig á að keyra ekki um of á ungu strákunum því að oft byrja pjakkarnir vel en eiga erfitt með að halda út heilu tímabilin ef þeir eru alltaf í liðinu. En klárlega mikill happafengur að fá þessa stráka upp og ég tel þá báða framtíðarefni fyrir LFC og enska landsliðið. Kelly held ég að sé hálfgerður Carra að því leytinu að hann getur spilað alls staðar í vörninni en með nægilegri reynslu muni hann finna sinn stað í hjarta varnarinnar.

    Málið er að það er ákveðið gap í miðvarðarbreiddinni hjá okkur. Pjakkarnir eru allir um tvítugt og okkar bestu menn (Carra & Agger) eru heldur fullorðnir eða of brothættir. Skrtel er ágætur en þarf leiðtoga með sér til að fúnkera. Hann er góður sem villidýrið (Lawrenson/Henchoz/Keown/Vidic-týpur) en verður að hafa aristókratann með sér (Hansen/Hyypia/Adams/Ferdinand). Ég get ekki sagt að uppstilling á Skrtel ásamt Wilson/Ayala/Kelly fylli mig trausti og margir leikir með þannig uppstillingu er ekki uppskrift að CL-sæti. Nenni ekki að taka Herkúles í þennan reikning þó að hann sé að verða költhetja í líkingu við Biscan, Meijer o.fl.

    Bottom line: Skrefið til framfara er að stimpla sig strax inn sem CL-lið; bæði útaf tekjum en líka til að eiga séns í bestu leikmennina. Núna er ákveðið tækifæri þar sem að Arsenal virðast í tilvistarkreppu og skammgóður vermir Tottenham er að kólna í skónum hjá þeim. Með engum Evrópuleikjum er frábær séns að einbeita sér að deildinni og ekki dreifa kröftunum. En til þess að þetta takist er ekki gott að taka sénsinn á því að “old man river” Carra skili okkur enn einu frábæra tímabilinu eða á heilsufarinu á “wounded knee” Agger. Sama með vinstri bakvörðinn sem er galopin fyrir góðan leikmann að fylla.

    Sem sagt, ef við fyllum þessar stöður ásamt ferskum back-up stræker þegar/ef Ngog fer þá tel ég okkur í baráttunni um 1.-3.sætið í deildinni. Ef við látum gott heita þá erum við í happaglappa-baráttu um 4.-6.sætið.

    En gaman að góðri umræðu 🙂

    P.S. Afsakið langlokuna en ég var svo fáránlega glaður að okkur hafi tekist að losna við Jovanovic að ég skálaði í Classic fyrir því og með því losnaði um málbeinið. Ætla að skála aftur fyrir því. CHEERS!

  24. Sagan endalausa um vinstri bakvarðarstöðuna virðist vera að enda því ef eitthvað er að marka <a href=”http://www.telegraph.co.uk/sport/football/teams/newcastle-united/8678282/Joey-Barton-fined-and-forced-to-train-alone-as-angry-Newcastle-United-lose-patience-with-midfielder.html”>telegraph</a> þá hafa newcastle tekið 6 milljón punda tilboði frá Liverpool í Jose Enrique. Hljómar eins og góður díll í mín eyru.

  25. Auðvitað hefur maður áhyggjur af liðinu en það vantar bara svo marga og aðrir eru nýbyrjaðir

                Carrol
      Suarez          Downing 
           Adam Meireles
      Lucas 
    ?  Agger Carra Johnson 
               Reina 

    Gerrard er meiddur en Henderson og Kuyt geta komið inn á í sóknarleiknum. Ngog og Maxi eru heldur ekkert slappir. 

    Veit ekki með Spearing og Shelvey en ef Poulsen spilar svo mikið sem einn leik þá er liðið ekki að fara ná meistaradeildarsæti. 

    Þetta lið á að sigra Sunderland 

  26. Sverrir Björn #28 ert þú að spila FM ? United er ekki að spila neinn leik við Marseille alla vega er það hvergi skráð. Ég að mörgu leiti sammála Peter Beardsley og menn verða nú að átta sig á að við erum ekkert að fara að vinna þessa deild eingöngu út af Kenny Daglish. Ég er enn ekki alveg búinn að sjá þessi kaup sem eru búinn séu búin að styrkja liðið, Dowing visslega áhugaverður en ég er ekki að sjá Henderson eða Adam bæta liðið eitthvað mikið. Henderson verður örugglega góður eftir svona 2 ár en ég er bara als ekki viss um að Adam sé rétti maðurinn þó hann hafi góðan vinstri fót ég er bara als ekkert eins ánægður með þessa kaupstefnu að kaupa bara breska leikmenn aðalega vegna þess að það er bara ekkert mikið af góðum breskum leikmönnum til í dag sem sést best á stöðu breskra landsliða. Ég vona að ég hafi bara rangt fyrir mér og Adam eigi eftir að verða rosalega góður með Liverpool en ég bara get ekki séð að leikmaður sem Rangers gaf frá sér fyrir tveim árum síðan sé allt í einu orðinn einn sá best í enskaboltanum.

  27. Þetta var ekki beint United leikur. Það mátti ekki kalla þetta Manchester United því þetta var bara eitthvað djók lið.
    Polskur poppari, 80 ára gamall kall, barthez, ginola, Traore of fleiri spiluðu með United ásamt nokkrum úr unglingaliðinu og fullt af mönnum sem ég hef ekki heyrt um áður(frá einvherju öðru félagi)

  28. Breska leiðin kemur til þar sem við erum nú þegar með 16 “óenska” leikmenn í okkar hóp, fækkaði um einn í dag þegar Jovanovic fór.
     
    Það semsagt þýðir að með því að losa okkur við tvo í viðbót getum við keypt einn “óenskan” í hópinn, þ.e. nema við viljum vera að borga mönnum há laun án þess að mega spila í ensku deildinni í vetur…

  29. Eitt sem ég hef aldrei skilið varðandi af hverju við erum að mjög gjarnan að fá til okkar leikmenn sem komust ekki í önnur lið. Sbr. Glen Johnson stóð sig ekki nógu vel hjá Chelsea, Joe Cole var í kuldanum hjá sama liði og nú er verið að orða okkur við Ryan Shawcross sem var ekki nógu góður fyrir United.
    Talandi um Shawcross þá er hann alls ekki leikmaður sem spilar fyrir topplið heldur frekar þau lið sem vilja sitja aftarlega á vellinum og verkefni hafsentanna er að mestu leiti að vinna skallaeinvígi og koma boltanum frá hættusvæði. Eins og mér líkar við Daniel Agger sem leikmann þá er erfitt að treysta á hann til að spila meirihlutann af leikjum tímabilsins. Við lentum oft í vandræðum á síðasta tímabili af því Skrtel og Carragher eru ekki nægilega góðir á boltann og liðin pressuðu okkur bara. Litum oft á tíðum út fyrir að vera litla liðið.
    Annars held ég að það sé alveg augljóst að okkur vanti ásamt miðverði eitt stk. vinstri bakvörð. Hugsa að það sé ekki hægt að treysta litla Jack Robinson fyrir hlutverkinu þrátt fyrir að hann sé vissulega mjög efnilegur. En auðvitað megum við ekki bara kaupa til að kaupa, verðum að finna réttu leikmennina.

  30. Er það ekki rétt að enskir leikmenn (uppaldir) þurfi að lágmarki að vera 8 ekki 10 þannig að tala óenskra í 25 mannahópnum er þá 17 en ekki 15 þið leiðréttið mig ef ég er að rugla.

  31. Gríðarlegt slúður um Enrique í gangi. Vona að það klárist bara. Væri líka snilld að negla bara Gary Cahill með þessu.

    Hjaltalín 37, ég held þetta sé svona eins og þú segir án þess að vera 100% viss  

  32. Ætla að leiðrétta mig.
     
    Það er í lagi að hafa 17 leikmenn “óenska” í hópnum virðist vera, hélt að reglan hefði hafist í fyrra, en síðan átti að hækka töluna upp í 10 “heimalinga” en 15 “óenska”.  Það bara sé ég ekki hafa gerst svo eitthvað er, annað hvort er ég í tómu rugli með þetta eða þessi breyting verður ekki strax…
     
    Svo við getum sýnist mér keypt “óenskt” núna, einn leikmann.  Ætli það sé ekki Enrique?

  33. Ég væri til í að halda honum Alberto Aquilani hjá félaginu! gefa honum séns 🙂

Valerenga í dag (Uppfært: 3-3)

Kop.is deildin – Fantasy PL 2011/12