Set umræðu um Napolí leikinn af stað þó eiginleg Europa League upphitun komi ekki fyrr en með kvöldinu.
Hodgson hefur ákveðið að skilja helstu kanónur liðsins eftir heima (utan Reina) og flugu menn eins og Gerrard, Torres, Meireles og Lucas ekki með liðinu út ásamt því að Johnson og Kuyt eru meiddir og Daniel Agger er veikur. Sjö stórir póstar ekki með en líklegt að 5-6 af þessum leikmönnum verði með gegn Blackburn á laugardaginn sem er orðin algjör must win leikur, þá sérstaklega fyrir Hodgson þó sigur þar dugi líklega og vonandi ekki til að bjarga starfi hans.
En þó við séum án þessara leikmanna er algjör óþarfi að örvænta enda höfum við endurheimt Poulsen aftur. Hæfni hans á knattspyrnuvellinum er slík að aðdáendur Napolí sáu það eitt í stöðunni að best væri að rústa vellinum og grófu 50 holur í hann í þessari viku! Himininn er eins og áður hefur komið fram ennþá í lagi svo að leikstíll Hodgson bíður auðvitað enga hnekki svo lengi sem það er ekki hávaða rok.
Hópurinn sem flaug með Bruce Dickinson söngvara Iron Maiden (can´t make this stuff up) til Napolí er því svona:
Reina, Jones, Hansen, Konchesky, Aurelio, Kyrgiakos, Skrtel, Wilson, Carragher, Kelly, Spearing, Poulsen, Shelvey, Maxi, Babel, Jovanovic, Pacheco, Eccleston, Cole, Ngog.
Líklegt byrjunarlið er svona:
Kelly – Carragher – Kyrgiakos – Konchesky
Poulsen
Maxi – Shelvey – Jovanovic
Cole
N´Gog
Sjálfur væri ég reyndar til í að sjá Babel og Wilson í þessum leik en mest af öllu vona ég bara að liðið skíti ekki alveg upp á bak á Ítalíu.
Meira um andstæðingana seinna í dag.
Ég held að þetta sé í fyrsta sinn sem ég hef bara enga trú á þessu, liðið er að spila ömurlega og menn að berjast um að reyna að spila eins og Hodgson vill láta þá spila og ekkert gengur upp.
Ég tel að með því að skilja Gerrard, Torres, Meirales og Lucas eftir sé hann búinn að gefa þennan leik og vilji reyna að takmarka skaðann á liðinu fyrir helgina.
Ég held að ég hafi engann áhuga á að horfa á þennan leik.
Persónulega þá lýst mér oftar en ekki betur á þetta svokallaða “B” lið sem spilar í þessari keppni. Ngog, Babel, Jova, Kelly og fleiri eru að skila ágætis starfi í þessari keppni og liðið í raun mun heilsteyptara en það sem spilar í deildinni, en á einhvern hátt þá fá margir þessara manna engan séns í deildinni þó þeir spili vel í Evrópudeildinni. Alveg eftir því að við vinnum á morgun og töpum gegn Big Sam, Diouf og félögum í Blackburn um helgina.
síðasti séns Hodgson sýna sig vinna Napoli með B lið og Blackburn
svo hér frétt sem mun auka meiri pressu á hann:
http://visir.is/rijkaard-haettur-med-galatasaray—ordadur-vid-liverpool/article/2010105243932
Innanbúðarmaður í Liverpool borg segir mér staðfestar fréttir af því að Rijkaard sé lentur í Liverpool enda var maðurinn að hætta með Galatasaray. Eru samningarviðræður að fara eiga sér stað ?
http://visir.is/rijkaard-haettur-med-galatasaray—ordadur-vid-liverpool/article/2010105243932
Hey “ziggi” bannað að vera á undan :0)
ætli það sé eitthvað betra að fá rijkaard inn í myndina……. veit það ekki eflaust er eitthvað í hann spunnið en hvort að það sé gott að fá þjálfara inn sem er með tyrkneskt lið í 9 sæti ætla ég að láta ósagt………
vonandi kemur einhver óvænt þruma upp í rassgatið á ungu leikmönnunum og fara að spila glymrandi fótbolta……. en því miður og andskotans verr, þá veit maður betur þar sem pulsan hefur áskrift af byrjunarliðinu
mér er fyrirmunað að skilja þennan áhuga á Rijkaard… án þess að ég hafi kynnt mér þjálfaraferil hans ítarlega þá held ég að hann hafi “bara” átt tvö góð tímabil á sínum þjálfaraferli… vill fá einhvern með meira traustvekjandi CV en Ríkharð….
Er Rijkaard lausn á vanda Liverpool?. Hann hefur ekki verið að blómstra á stórlið á Tyrklandi. Vissulega náði hann góðum árangri með Barcelona en hann var náttúrulega með fáranlega gott lið í höndunum. Engu að síður má ekki taka það af honum að hann vann gott starf þar og fékk til liðsins marga góða leikmenn.
Eitt er víst að Sóknarleikur liðsins myndi lagast til muna með tilkomu Rijkaard.
En að leiknum gegn Napoli, þá hefði ég alveg viljað sleppa þessum leik þannig að liðið gæti undirbúið sig betur á æfingasvæðinu fyrir leikinn gegn Blackburn. Eftir langt landsleikjahlé hefði verið kærkomið að fá smá tíma saman á æfingavæðinu en útileikur á fimmtudegi gegn Napoli er ekki á bætandi. Ætla setja leggja kr. 1.000,- undir á lengjuna og segja heimasigur sem þýðir kr. 2.000,- Ekki slæm ávöxtun á 90 mín.
Ég ætla að vera kátur í dag og fíflalega bjartsýnn á lífið og segi því bara: All hail the mighty Bruce Dickinson!!!
Ég mun skrifa leikskýrslu morgundagsins og er því að massa mig upp í að vera spenntur!
Vona svo innilega að ég fái að sjá Shelvey og Wilson spila, þá verð ég glaðari.
Svo frábið ég mér því að vera spenntur yfir Frank Rijkaard sem var látinn fara frá Barcelona fyrst og síðast því hann var fullkomlega passívur, tók lítinn þátt í æfingum liðsins og var vofan í búningsklefanum. Fór svo til Tyrklands og þar hefur verið samfelld sorgarsaga og nú er hann látinn fara. Við skulum ekki leggjast á þann stað að reyna að fá bara einhvern til að stjórna liðinu til að losna við Hodgson!
Þurfum MIKLU færari mann en Rijkaard!!!
Sammála síðasta ræðumanni ” Þurfum MIKLU færari mann en Rijkaard!!!”
Við þurfum galdramann
– Mjög sorglegt innskot (Babu) – Galdrakall?
en samt er Rijkaard þjálfari var sá sem gerði Barcelona sexföldum meistara og skildi Pep nokkrar flotta heimklassa leikmenn einsog Messi , Xavi og aðrar svo er annað það sé ekki líklegt að hann munu verða þjálfari Liverpool þarsem A.C. Milan er líka að reyna ná hann.
Rijkaard er að mínu mati fínasti stjóri. Kannski ekki sá sem ég myndi vilja mest af öllum en vissulega áhugaverður og nokkuð spennandi kostur. Hann hefur reynslu á því að þjálfa og endurbyggja stórveldi, sbr. Barcelona og byggði hann að miklu leyti grunninn af því sem Guardiola er að njóta góðs af núna.
Kannski var hann bara kominn með Barca á endastöð, líkt og kannski Rafa með Liverpool, en ég held að þetta sé alls ekki slæmur kostur. Ég gæti trúað að hann gæti verið betri kostur en Roy en samt kannski ekki besti kosturinn í stöðunni. Hnn hins vegar fellur vel inn í mína sýn á þeim stjóra sem ég óska þess að fá til Liverpool; ungur, sýnir tilfinningar, leggur upp á að sækja og ekki skemmir auðvitað fyrir að hann hefur náð árangri í starfi og hafi reynslu af því að vinna með stórstjörnur og í liði með miklar væntingar.
Það má alltaf tala um það að hann hafi verið látinn fara frá Barca og hafi ekki gengið vel með Galatasaray. Sanches Flores var t.d. rekinn frá Valencia, Deschamps var rekinn frá Juve, Hiddink fauk frá Real Betis, Rafa var rekinn frá Osasuna og fl. svo þetta sýnir kannski bara svart á hvítu að stjórar, líkt og leikmenn, henta einu liði kannski ekki en smellpassa í annað. Hver veit nema Rijkaard gæti verið einmitt týpan sem Liverpool þarf til að komast á toppinn eða bara hreinlega ekki.
Ég ræddi við nokkra innfædda í Tyrklandi í sumar um fótbolta. Margir þeirra voru stuðningsmenn Galatasaray og þeir voru alveg nokkuð sáttir með verk hans á síðustu leiktíð, þó þeir hafi auðvitað viljað vinna, en þeir voru ánægðir með boltann sem liðið spilaði og með leikmennina. Svo ég held að þetta sé nú hreinlega ekki lélegur stjóri eða eitthvað í þá áttina.
Ef að Rijkaard kemur þá held ég að ég verði spenntur, kannski nær hann að endurvekja það sem einkenndi Liverpool hér áður: falleg spilamennska og sigrar.
Maggi, ég var einn þeirra sem var spenntur fyrir Rijkaard í sumar og hef enn í miklum metum hvernig hann reif Barcelona upp. Þeir væru ekki þar sem þeir eru í dag án hans. En ég verð að viðurkenna að þetta gengi Galatasaray í vetur gefur ekki góð fyrirheit, og þá hafa menn verið að ræða Rijkaard á Liverpool-síðum síðustu daga og virðast vera á einu máli um að maðurinn á bak við velgengni Barca hafi verið Hank Ten Caate sem þá var aðstoðarmaður Rijkaard. Hann fór til Chelsea til að starfa með Avram Grant eftir sigur þeirra í Meistaradeildinni 2006 og fljótlega eftir það fór að halla undan fæti hjá Rijkaard. Þannig að kannski er hann ekki toppstjóri nema að hafa rétta aðstoðarmanninn sér við hlið.
Hver annar væri í stöðunni? Ef fer sem líklegt þykir og Hodgson hættir fyrir mánaðarmót (hvort sem það er fyrir eða eftir helgi sé ég ekki mikið sem getur afstýrt því nema kraftaverkaframmistaða liðsins gegn Blackburn) … hvaða kosti eigum við þá?
Einhverjir fleiri? Getum nefnt til menn eins og Gordon Strachan og Tony Mowbray sem eru á lausu en slík nöfn eru ekki hæf í umræðuna um Liverpool-stjóra. Af mönnum á lausu koma aðeins þessir þrír ofangreindu til greina og af þeim myndi ég vilja útiloka Martin O’Neill strax. Miðað við nýleg störf Rijkaard hugsa ég að ég myndi frekar kjósa að fá Dalglish til að taka við liðinu út tímabilið á meðan leitin að rétta manninum stæði yfir. Svipað og Chelsea gerðu fyrir tveimur árum – þá ráku þeir Avram Grant, réðu Phil Scolari í staðinn og svo þegar hann spjaraði sig ekki ráku þeir hann en flýttu sér ekki við að ráða eftirmanninn. Fengu Hiddink til að gera Abramovich persónulegan greiða og klára tímabilið 2008/9 á meðan þeir biðu eftir rétta manninum … Ancelotti. Sú bið og vandvirkni hefur heldur betur borgað sig.
Ef/þegar Hodgson verður látinn fara er mikilvægt að næsta ráðning verði sú rétta. Þess vegna myndi ég sennilega frekar vilja sjá Dalglish og Sammy Lee stýra liðinu út leiktíðina á meðan rétti þjálfarinn væri sóttur.
Hæfni hans á knattspyrnuvellinum er slík að aðdáendur Napolí sáu það eitt í stöðunni að best væri að rústa vellinum og grófu 50 holur í hann í þessari viku
þessi setning hefur klárlega bjargað þessum mánuði hjá mér 😉 sjaldan sem ég hef fengið svona mikið hlátursskast Takk fyrir 🙂
Þegar Lucas er farinn að flokkast undir einn af kanónum Liverpool er illa komið fyrir klúbbnum.Ég bara skil ekki hvað menn sjá við hann.Ég hélt að þetta væri bara þrjóska í Rafa að láta hann alltaf spila ,en það er greinilega eitthvað annað í gangi.
Maður er nú pínu spenntur EF eitthvað er til í þessu með Rijkard sem ég er bara alls ekkert viss um, yrði líka afar glaður ef Daglish tæki bara hreinlega við þessu út tímabilið til að byrja með.
Aðalatriðið er að Hodgson verði ekki þarna mikið lengur vega þess að ég er sannfærður um að hann sé ekki að fara að snúa þessu gengi við með hausinn á leikönnunum farinn.
Eigendurnir hafa reyndar lýst stuðningi við hann en veit svo sem ekki hvað er að marka það, vonandi lítið. Allaveganna verður spennandi að sjá hvað næstu dagar hafa í för með sér í þjálfaramálum okkar ástkæra félags.
Martin O’Neill á ekki að fá að koma nálægt Anfield.
Hann á ekki einu sinni að fá að sjá Anfield í sjónvarpinu!
Svona aðeins fyrst að Kristján(#14) kom inn á Ten Cate.
Ég hef einmitt heyrt tal um Ten Cate og mikilvægi hans í Barcelona á sínum tíma. Persónulega held ég að stjórar eigi ekki alla velgengni sína eða ekki velgengni sína að þakka góðs aðstoðarmanns. Þetta finnst mér eins og að tala um að Rafa væri ekkert án Pako, Ferguson ekkert án Queiros(?) o.s.frv. Ég trúi því hins vegar að það gæti verið rétt blanda stjóra og aðstoðarmanns. Rijkaard og Ten Cate jöfnuðu hvorn annan greinilega út og mynduðu góða blöndu, fái hann einhvern annan með sér sem gæti jafnast á við Ten Cate þá sé ég persónulega ekkert fyrirstæðu fyrir því að hann gæti náð árangri hjá Liverpool.
Annars þá hef ég heyrt einhvers staðar að ef Rijkaard kæmi í brúnna á Anfield þá gæti Tixi Begiristain, fyrrum yfirmaður íþróttamála hjá Barca, fylgt honum. Kannski yrði það góð blanda.
Það ætti eki að þurfa að ræða um Rijkaard eða einhverja aðra. Dæmið er ekki mjög flókið. Það á að fá Daglish til að taka við liðinu. Mér finnst mjög dapurt ef það er verið að tala um að fá enn einn miðlungs þjálfara til liðsins ( Rijkaard).
Daglish er maðurinn, og hann VILL taka við liðinu. Er þetta eitthvað flókið ??
YNWA
Purslow hættur hjá Liverpool
hmm verður reyndar áfram sem sérstakur ráðgjafi fyrir eigendurna.
En hættur daglegum afskiptum af Liverpool
Betra að setja inn link á þetta.
http://www.talksport.co.uk/sports-news/football/premier-league/1934/4/liverpool-managing-director-stands-down
We will now begin a global search process for a Chief Executive Officer
Vonandi að þetta klárist sem allra fyrst þannig að hægt sé að losna við Hodgson ASAP.
Kristján Atli ertu ekki steingleyma Pellegrino sem væri góður kostur?
Ég er heitur fyrir Kjartani galdrakalli. Hann hatar Strumpa og það eitt gerir hann að hæfari manni heldur en Hodgson.
Og kötturinn hans hann Brandur er víst hörku aðstoðarþjálfari
ég meinti Pellegrini fyrrum þjálfari real madrid
paul_tomkins
RT @SiClancy: There’s an ever growing rumour that Roy Hodgson will be stepping down by mutual consent after the Napoli game.
Veit svo sem ekki hvað er til í þessu en gæti kannski alveg átt við eitthvað að styðjast..
jæja svo kallinn skilur G og T eftir og lika meireles og napoli eru virkilega sterki anstæðingar og eru með menn eins og hamsik og cavani og ég man nú þegar hann gerði þetta síðast tap geng northamton en annars er ég sáttu með byrjunaliðið nema það að pacheco fái sén í staðin fyrir maxi
Ég vona innilega að Jonjo verði í byrjunarliðinu. Hann er algjör klassa prospect og þarf að fá leiki til að blómstra. Ég held að hann verði driffjöðurinn í liðinu næsta áratuginn, svona svipað og Gerrard. Það er bara eitthvað við hann.
samála síðasta ræðumanni
Fyrst hann er á annað borð að skilja eftir nokkra lykilmenn þá vill ég sjá þessa ungu efnilegu leikmenn fá sénsinn eins og Wilson, Shelvey og Pachco en ekki einhverjar gamlar varaskeifur fyrir aðalliðið eins og Poulsen tildæmis sem ekkert verður úr og engin framtíð fyrir þá hjá Liverpool.
Poulsen fer næsta tímabil.
Þeir tveir hlutir sem ég elska mest í þessum heimi, Iron Maiden og Liverpool, sameinað í einni flugvél og ég ekki þar. Það er nákvæmlega ekkert réttlæti í þessum heimi!