Silly Season er komið í gang, reyndar fer það rólegar af stað en ég bjóst við, í gangi er það engu að síður. Við eigum eftir að sjá fjölmarga leikmenn orðaða við Liverpool í allt sumar. Þetta er sem sagt fyrsti pistillinn er varðar mál tengdum leikmannakaupum Liverpool, en ég vænti þess að við pistlahöfundar hendum svipuðum hugleiðingum inn eftir þörfum. Sem betur fer virðast FSG vinna hlutina samkvæmt The Liverpool Way og lítið lekur út af fréttum. Á meðan ekkert er staðfest, keyrir gula pressan áfram og reynir að hitta á réttu nöfnin og “success rate” gæti orðið c.a. 5% í besta falli. En skoðum fyrstu 5 nöfnin:
-
Sergio “Kun” Aguero
Það efast enginn um hæfileika þessa 23 ára pilts og hefur hann verið einn sá eftirsóttasti í nokkur ár. Hann hefur aldrei viljað skoða það að fara frá Atletico Madrid, þangað til núna. Hann ætlar sér í burtu og virðist hafa komist að samkomulagi við félagið um það. Það verður þó ekkert samið um kaupverðið á honum, það er bara uppsett verð og ekkert kjaftæði. Verðið er 45 milljónir Evra eða hann fer ekki fet (um 39 milljónir punda). Samkvæmt forseta félagsins hefur enginn lagt formlegt boð í kappann, en Juventus hafa sett sig í samband og viljað semja um kaupverðið. Þeir munu þó varla eiga séns á að borga uppsett verð. Mikið var rætt um Real Madrid sem hugsanlega kaupendur, en búið er að slá það út af borðinu.
Ég hef akkúrat enga trú á því að Liverpool sé í keppni um kappann. Við gætum svo sem splæst út peningum fyrir kaupverðinu, en ég held að launapakkinn sé talsvert yfir okkar getu. Það er eitthvað sem segir mér að þessi frábæri fótboltamaður eigi eftir að ganga til liðs við Manchester City og leysa þar landa sinn, Carlos Tevez af hólmi fari hann á braut.
Líkur: 1/5
-
Gervinho
Gervinho er 24 ára gamall framherji sem hefur spilað undanfarið með Lille í Frakklandi og varð meistari þar í landi fyrir stuttu. Þessi kappi er talinn einn sá heitasti á markaðinum í dag og hefur tilkynnt að hann muni skýra frá því hvaða liðs hann fer til, á næstu dögum. Mikið hefur verið rætt um Arsenal sem næsta viðverustað og gæti ég vel trúað því að svo gæti orðið. Hann hefur verið iðinn við kolann þegar kemur að markaskorun hjá Lille og hefur þar skorað 25 mörk í 54 leikjum. Newcastle var sagt hafa boðið 12 milljónir punda í hann, en hann sagði ekki fyrir svo löngu síðan að hann vilji spila í Evrópukeppni á næsta tímabili. Þar með ætti að vera útilokað að hann komi til Liverpool.
Líkur 2/5
-
Eden Hazard
Leikmaður ársins í Frakklandi og er víst búinn að vera algjörlega frábær þar. Hefur matað félaga sinn Gervinho á sendingum og skorað nokkur mörk sjálfur. Klárlega einn sá allra eftirsóttasti á markaðinum í dag. Lille vilja með öllu halda honum áfram, enda guttinn aðeins 20 ára gamall og algjör lykilmaður í þeirra meistaraliði. Sjálfur hefur hann sagst frekar vilja fara til Spánar en Englands. Ég tel litlar sem engar líkur á því að Liverpool eigi möguleika í að landa þessum strák, þó svo að það væri algjörlega frábært. Okkur vantar öfluga kantmenn, en því miður þá sé ég það ekki í spilunum að þessi kappi komi. Ef hann færir sig um set, þá held ég að Spánn verði landið sem verður fyrir valinu.
Líkur 1/5
-
Charlie Adam
Þessi kappi átti virkilega flott tímabil í vetur og var maðurinn á bakvið Öskubusku ævintýri Blackpool, þó svo að það hafi endað illa. Hann er einungis 25 ára gamall og er talinn vera einn allra besti sendingamaðurinn sem spilar í ensku deildinni. Hans helsti löstur er varnarvinnan, en hann vinnur það svo sannarlega upp með því hvernig hann stjórnar spilinu. Margir segja að hann gæti verið svona “one season wonder” en þeir sem hafa fylgst með honum í gegnum tíðina vita það að hann var mikils metinn á sínum tíma með Glasgow Rangers. Eitthvað lenti hann svo á skjön við félagið sem varð til þess að hann var lánaður til Blackpool og þar sló hann í gegn. Ég tel líkurnar á því að Alberto Aquilani snúi aftur, séu mjög litlar og því þurfum við að bæta miðjuna hjá okkur. Persónulega finnst mér Adam fitta vel inn í þá mynd. Undanfarna daga hefur verið rætt um það að samningar séu langt komnir við Blackpool, en einnig hafa Man.Utd verið sagðir komnir inn í myndina, sér í lagi eftir að Paul Scholes lagði skóna á hilluna. Komi hann til Liverpool á sanngjarna upphæð (7-9 milljónir punda) þá held ég að það væru algjör kjarakaup.
Líkur 4/5
-
Joey Barton
Þessi vandræðagemsi átti heldur betur fínt tímabil og hefur stungið upp í margan gagnrýnandann. Hann og Andy Carroll náðu einstaklega vel saman á meðan sá síðarnefndi var hjá Newcastle, og ef ekki væri fyrir orðsporið, þá væri Barton líklegast búinn að spila með enska landsliðinu í vetur. En það er ekki einfalt mál að losna við stimpil eins og Joey hefur skapað sér. Hann er heldur ekki kominn á hann út af engu. Hann er einfaldlega vandamálapakki og það hefur gengið illa hjá Newcastle að semja við hann um nýjan samning og hafa þeir gefist upp á því dæmi og þeir hafa nú gefið það út að ekki verði samið við hann aftur. Það verður ekki tekið af kappanum að hann leggur sig fram í leikjum og hann hefur klárlega hæfileika. Orðrómur um kaup Liverpool á honum hefur verið að styrkjast að undanförnu, en ég tel að það sé þrennt sem geri það að verkum að ég tel líkurnar á kaupum á honum vera ansi litlar. #1 Bad Boy ímyndin og hegðun hans innan sem utan vallar #2 Hann er orðinn 29 ára gamall og FSG hafa ekkert farið neitt í felur með það að þeir vilji kaupa leikmenn sem eigi eftir að toppa feril sinn #3 Hann er Scouser og tilheyrir bláa hluta þeirra, sem sagt yfirlýstur Everton maður.
Líkur 2/5
Hvaða leikmenn við tökum næst fyrir kemur bara í ljós, en ég ákvað að ríða á vaðið með þessa 5. Matið á þessum líkum hér að ofan er eingöngu huglætt mat mitt og getur hver og einn haft sína skoðun á málinu. Svo að lokum, þá skilst mér að fregnir þess efnis að Liverpool sé búið að fá samþykkt tilboð í Jordan Henderson séu algjört kjaftæði.
Góði Fowler, EKKI Barton ! !
Juventus eru með fyrirspurn á Aguero og núna er Nani orðaður við þá. Þeir hljóta að hafa þá efni á að splæsa í Alberto Aquilani þar sem þeir eru ánægðir með spilamennsku hans. Hvaða verð fá Liverpool fyrir kappann?
Er þessi Aquilani díll við Juve ekki dauður? Eða það að þeir hafi forgangsrétt á honum..
Ég hef mikið verið að pæla í sumarglugganum, (eins og flestir hérna geri ég ráð fyrir), hvaða stöður ég vil sjá styrktar og í framhaldi af því hvaða leikmenn ég myndi vilja sjá í þeim stöðum.
Mitt álit er að það vanti vinstri bakvörð, varnarmann klassa ofar en Skrtel, 1-2 miðjumenn, kantmenn á hvora hlið og eins og eitt stykki sóknarmann.
Vinstri bakvörður: Ég ætla ekkert að rökstyðja af hverju mér finnst vanta vinstri bakvörð, það vita það allir. Michel Bastos hjá Lyon heillaði mig mikið á heimsmeistaramótinu síðasta sumar þar sem hann spilaði vinstri bakvörð, hann getur víst líka spilað á báðum köntum sem hlýtur að vera plús.
Varnarmaður: Mér finnst vanta mann sem eignar sér byrjunarliðssætið við hliðina á Carragher sem er að mínu mati mjög mikilvægur ennþá, lætur vel í sér heyra og skipuleggur vörnina vel. Mér finnst að Skrtel ætti ekki að vera þarna bara af því að Agger er meiddur eða af því hann er sá skásti sem við eigum. Væri ekki upplagt að nota Aquilani sem skiptimynt upp í Chiellini fyrst Juve langar svona í hann en tíma því ekki? 😉 Annars hefur mér virst þeir varnarmenn sem hafa heillað mig hvað mest síðustu ár vera menn sem ég hafði aldrei heyrt um fyrr en þeir voru keyptir (t.d. Hyypia og Vidic) svo ég á erfitt með að setja einhvern einn ákveðinn á óskalistann minn.
Miðjumenn: Ég er mjög sáttur með Lucas, Meireles og Gerrard saman á miðjunni en það vantar breidd í betri gæðum en við höfum. Poulsen og Cole spiluðu hræðilega langt undir getu í vetur og Maxi er eins og Berbatov – skorar annað hvort þrennu eða ekki neitt. Tveir spennandi leikmenn féllu um deild um daginn, þeir Charlie Adam og Scott Parker og ég myndi vel sætta mig við annan þeirra. Eins væri ég alveg til í að sjá Diego hjá Wolfsburg í Liverpool búning. Það virðist vera eitthvað styrkt á milli hans og Wolfsburg hefur mér skilist þó ég fylgist reyndar ekkert vel með þeim verð ég að viðurkenna. Hann er reynslumikill, 26 ára, skapandi og hæfileikaríkur auk þess sem hann er samlandi Lucas og spilaði í stuttu stund með Meireles hjá Porto.
Kantmenn/sóknarmenn: Ég set þessar stöður saman því ég hef enga sérstaka leikmenn í huga. Hazard og Sanchez hjá Udinese væru skemmtilegir kostir á kantana og í réttum klassa bara svona til að nefna einhverja. Ég er kominn með nóg af miðlungskantmönnum hjá Liverpool sem komast bara í liðið af því þeir eru eini valmöguleikinn. Frammi er ég svo, eins og á miðjunni mjög sáttur með Suarez, Carroll og Kuyt en það bráðvantar eins og einn í viðbót á sama leveli til að keppa við þá um stöðurnar, ekki mann eins og N’Gog sem er augljóslega ekki í sama klassa.
Er ekki talað um að Liverpool fái 14-15 milljónir evra fyrir Aquilani.
Ég hef mesta trú á að Adam komi af listanum hjá Steina, hann væri fínn til þess að auka uppá breiddina á miðjunni með Gerrard, Lucas, Meireles og svo Spearing sérstaklega þar sem Dalglish er oftast að nota 3 inná miðjunni. Vil ekki að við kaupum bæði Barton og Adam því þá er ég orðinn hræddur um að menn séu að gleyma kantmönnunum og við ætlum inní enn eitt tímabilið nánast kantmannslausir.
Ég er einnig nokkuð sammála Steina með það að ég hef enga trú á að við fáum Aguero eða Hazard þótt það væri draumur.
Mér sýnist Mata vera mjög heitur í umræðunni og væri frábært að fá hann á kantinn og helst vildi ég fá bara Young líka því þessir kallar geta flestir spilað báðum megin og held ég að Young gæti tekið hægri kantinn og Mata þann vinstri en svo er spurning hvort Lennon hjá Tottenham eða Zogbia hjá Wigan sé inní myndinni fyrir hægri kantinn. Mér finnst allavega mikilvægt að fá kantmenn báðum megin.
Annara vonar maður bara að klúbburinnn okkar fari að staðfesta eitthvað sem allra fyrst og þá helst eitthvað af dýrari gerðinni svona til þess að sýna okkur og öðrum hvar metnaðurinn liggur
En hvaða leikmenn haldiði að fari frá félaginu? Erum við að tala um Jovanovic? Ngog? Poulsen? Joe Cole? Aquilani? Eða haldiði að við munum sjá random vonbrigði eins og Torres fyrir ekki svo löngu ..?
Flott, en hvernig væri að koma með pakka um leikmenn sem “líklega gætu komið” í staðinn fyrir svona “þessir koma líklega ekki” pakka 🙂
Hef annars ekkert út á ykkur snillingana að setja
YNWA
ps ég vill ekki fá gamllt drykkjusvín til Liverpool FC (Barton)
Hefðum átt að kaupa Eden Hazard en ekki þennan stóra lélega frá Newcastle.
Hvað er málið að tala um The Liverpool way ! Hefur verið undanfarinn ár að kaupa 7 miðlungslélega í staðin fyrir 2-3 góða..
ég hata fótbolta.. helvítis klúður alltaf hjá okkur.
Flottur pistill, hlakka til þess næsta 🙂
Er nokkuð sammála Drésa, hefði ekki verið nær að koma með pistil um þá sem þykja líklegir? Ekki þá sem eru hreinilega ekki að koma?
Annars yndisleg síða 🙂
Er ekki málið að það veit enginn hverjir eru líklegir til að koma? Við erum orðaðir við hvern einasta kanntmann sem gæti hugsað sér að fara frá sínu liði. Mata er þó orðinn frekar líklegur m.v. það sem maður sér á netinu.
maður veltir aðeins fyrir sér hvaða kerfi Kenny the king ætlar að spila, ef að hann ætlar að spila 4-3-3 þá þarf nú ekki ekta vængmann eins og Downing.
Ef að hann ætlar að spila oftast 4-3-3 þá væri ég ekkert að hata það að sjá liðið svona :
Reina Vörn: Baines, Carra, Cahill, Jonhson. Miðja : Adam, Gerrard, Meireles, sókn: Suarez, Carroll, Young eða Aguero 🙂
4-4-2: Reina. sama vörn, Downing, Gerrard Adam/Meirels Young, svo Carroll og Suarez
Ég veit að það er kannski ólíklegt að fá Baines en mér finnst hann frábær kostur, þekkir vel ensku deildina og það er mikilvægt, hann er líka frábær í föstum leikatriðum. Cahill er miðvörður sem ég væri til í að fá til okkar..
Svo er bara að sjá hvað gerist, ég held að okkar fyrstu kaup verði C Adam
1. Júní og ég er strax orðinn drep leiður á þessu leikmannaslúðri sem er úti um allt á twitter, facebook og svo á þessari yndislegu síðu, er alls ekkert að kvarta en allt þetta slúður minnir mann á Tobbu Marinós, talað og talað án þess að segja neitt.
Afhverju ekki að bjóða í Arjen Robben , Stewart Downing og Leighton Baines. Ég veit það að margir hér eru á móti Robben eftir veru hans hja Chealski,en hann hefur sýnt það að hann er atvinnumaður fram í stóru tá og hann gæti að mínu mati orðið frábær með Suarez og Caroll. Þessir drengir munu kanske kosta cirka 50 kúlur en ég er nokkuð viss um að þessi kaup færu langt með að vinna deildina .
Sammála Eden Hazard.
Hvað voru menn að reykja þegar 35 milljónum punda var splæst í slánann frá Tyneside?
Þeir sem efast um Carroll eiga eftir að þurfa éta upp orðin sín !
Það er aðeins 1. júní, ég held að menn verði að slaka aðeins á í slúðrinu og sýna smá þolinmæði. Það kemur staðfest á offical heimasíðu Liverpool, liverpoolfc.tv, þegar eitthvað tilboð í leikmenn er samþykkt. Þangað til skulum við ekki hafa áhyggjur af því að við séum að kaupa einhverja sorpleikmenn!
Juventus hafa ekki lengur forkaupsrétt á Aquilani. Sá réttur rann út 15. maí. Nú er hann bara á ‘the open market’ fyrir öll lið.
Nýji þjálfarinn hjá Juventus vill ekki Aquilani og því kemur hann aftur til Liverpool eins og staðan er í dag.
en hvap er málið með þennan marveux???
voða skrýtin dramatík í kringum þennan no name gaur eða þannig
Fernando Torres er víst orðinn trommari fyrir The Wombats, allavega eru þeir sláandi líkir!!!
http://www.youtube.com/watch?v=hpadYhXHgwA
Er ég einn um það ?
T
Soldið verið að æsa sig yfir kaupunum á Carrol hérna, ætli það hafi ekki verið svipað þegar að Daglish keypti Shearer til Blackburn? (British transfer record-breaking £3.3million bid from Blackburn Rovers)
Það er kanski bara í lagi og bíða og sjá hvort að hann sé ekki “top-notch” kaup…. hvað segiði er kanski hægt að leyfa gæjanum að spila kanski eitt season áður en farið er að væla hérna eins og slökkviliðsbíll á fullri ferð.
Þið getið nú haft með ykkur að hann skoraði meira en Torres gerði fyrir Chelski.
Bara svona langaði að leggja þetta undir ykkur.
Ég hef engar áhyggjur af Carroll, hann á eftir að verða frábær fyrir okkur
Nú hvísla að mér raddir að Aguero sé að byrja að ræða samning við LFC.
Þetta var nú sáraeinfalt með þetta “háa kaupverð” á Carroll. Fyrst chelsea vildi Torres og við Carroll, var sett upp með að fá 15 millur á milli. Kauverðið á Torres hækkaði því í beinu hlutfalli við upphæðina sem newcastle vildi fá fyrir Carroll, þ.a.l. skrúfaðist talan upp.
Þannig að þetta er bara leikur á tölum og satt að segja orðið þreytandi kvein. Ef við hefðum fengið eðlilegt verð fyrir Torres (t.d. 30 kúlur) og viðskiptin hefðu gengið á sama veg þá værum við að tala um Carroll sem 15 milljóna mann en ekki 35.
Gömul frétt þar sem Aguero segðist dreyma um að fara til Liverpool F.C. Ég vona bara að hann sé á sömu skoðun núna.
http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=33880
Það eru nokkur atriði sem skipta máli í þessum sumarkaupum.
Í fyrsta lagi þá munum við vonandi sjá hvers nýir eigendur eru megnugir. Það er undir þeim og Comolli komið að tala klúbbinn upp þannig að menn vilji koma þrátt fyrir að vera ekki í Evrópukeppni. Þeir þurfa að lofa gulli og grænum skógum, nýjum tímum hjá klúbbnum og standa síðan við það svo menn haldist ánægðir. Við viljum ekki fá Aguero til liðsins ef ekki verður síðan byggt ofan á það með fleiri klassaleikmönnum.
Mögulega munum við ekki sjá strax hvers megnugir NESV eru því það er nokkuð ljóst að ef leikmenn eins og Aguero, Hazard og Alexis Sanchez geta valið milli stórliða Evrópu þá velja þeir klúbba sem eru í Meistaradeildinni og styttra frá toppnum en Liverpool er núna.
Þetta gerir það að verkum að við erum í smá catch-22 ástandi, við getum hugsanlega borgað nóg fyrir góða leikmenn en ef við erum að berjast við önnur stórlið Evrópu um þá, þá er ólíklegt að þeir komi til okkar. Þar af leiðandi gæti þetta fyrst um sinn orðið barátta um að komast í Meistaradeildinna og þá fyrst verði hægt að keppa um alla heitustu bitana á markaðnum.
Nöfn og stöður hafa nokkuð oft komið fram upp á síðkastið og mér sýnist eins og líklegast sé að við fáum leikmenn á borð við Adams, José Enrique, mögulega Mata, sem þó er eftirsóttur víða. Mögulega þurfum við að sætta okkur við leikmenn eins og N’Zogbia, sem er ekki framtíðarleikmaður í hæsta klassa, Barton eða slíka.
Ívar 27
Ég held samt að við gætum vel notað N Zogbia á hægri kantinum hjá okkur, ekki væri slæmt að fá Young, Adam og N Zogbia og miðjan orðinn þrusu sterk. Allt leikmenn með reynslu úr deildinni og ekkert alltof dýrir. Fá svo Enrique í vinstri bak þótt ég vildi frekar Baines og helst Cahill í miðvörðinn. Þetta væri frá mínum sjónarmiði mjög flott sumarkaup þótt þetta væru ekki stærstu stjörnurnar á markaðinum. Á móti kemur að þetta væru allt leikmenn sem vanir eru enska boltanum og það er plús.
Young 16 mills
Adam 8 mills
Zogbia 8 mills
Enrique 10 mills
Cahill 15 mills.
Væri ekki slæmt…. Baines væri erfiðari kostur og sennilega dýrari en Enrique sennilega ekki undir 15 milljónum en þetta væru kaup uppá mesta lagi 60 kúlur en gætum líka sellt fyrir hátt í 30 í staðinn með Aquilani. Svo er spurning hvort menn myndu vilja kaupa sóknarmann líka, það væri ekkert verra. Ég er ekki að segja að við fáum alla þessa leikmenn en þetta finnst mér raunhæfara en Aguero, Hazard og félagar.
Varðandi Sergio Aguero, þá hef ég heyrt nokkra tala um þetta sem SSteinn minnist á, þ.e. að laun Aguero séu eitthvað sem Liverpool myndi aldrei ráða við. Vita menn hvað hann er með hjá A. Madrid? Eftir að hafa leitað að þessu á netinu þá get ég ekki betur séð en að hann sé með 120 þús pund á viku. Er það rétt? Er hann að fara fram á hærri laun en þetta? Ef hann er að biðja um sömu laun, þá skil ég ekki alveg hvað vandamálið er. Glen Johnson er með 110 þúsund pund á viku hjá Liverpool núna. Ég sé ekki alveg af hverju forráðamönnum Liverpool ættu að finnast 120 þús of hátt fyrir leikmann eins og Aguero. FSG sögðu að líklega yrði launakostnaðurinn hækkaður hjá félaginu í sumar.
Halli ég hef enga trú á því að FSG geti ekki borgað honum þessi laun þótt þau væru 130-150 þús pund sem hann færi framá. Meiri áhyggjur af því að þeir vilji ekki borga 39 milljón pund eða enn meiri áhyggjur af því að leikmaðurinn vilji ekki koma til okkar.
Svona leikmaður myndi selja helling af treyjum og varning ásamt þvi að styrkja liðið sem auðvitað skilar auknum tekjum. Ætti að vera snilldarskotmark fyrir FSG menn að fá inn eina svona stjörnu en eins og ég segi þá hef ég ekki mikla trú á að hann komi
Pault86 Paul Thompson
not saying they will be done tonight but somethings happening.
15 minutes ago Favorite Retweet Reply
Pault86 Paul Thompson
Right last info before I go. LFC reps are working on 2 deals tonight. not sure who. just a message I’ve just had pop up. no more info yet.
16 minutes ago
Pottþétt svo einhver sem enginn er búinn að link’a við okkur, got a love the Liverpool way!
nú eru umræður um að Jordan Henderson sé okkar fyrstu kaup, ég get ekki sagt annað en mér lítist vel á það hann er aðeins tvítugur og gríðarlega efnilegur.
að sjálfsögðu er þetta bara slúður en sem komið er en ég myndi telja þetta passa við kaupstefnu FSG
Viðar: efast um að N´Zogbia myndi spjara sig hjá okkur. Slær varla Kuyt út, er það?
We hate you so much because we loved you so much!
http://www.youtube.com/watch?v=1osDX1qlSlI&feature=player_embedded
Ég veot að mjög margir munu neita því, en djöfull hefði hann getað orðið legend þessi blessaði drengur 🙁