Sat og hlustaði á blaðamannafund Brendan Rodgers og ætla hér að henda inn því sem mér fannst koma út úr honum.
- Augljóst að það skiptir Brendan gríðarlegu máli að Suarez skrifaði undir samning, verður lykilmaður með stóru L-i í vetur. Liverpool fékk stór tilboð í Luis í sumar en félagið vildi ekki selja hann, greinilega ómissandi.
- Andy Carroll má reikna með að vera óviss um sína stöðu og þarf að berjast fyrir því að fá að vera áfram. Hann er ánægður hjá Liverpool og það sést ekki fyrr en 31.ágúst hvað verður um hann. Andy hefur hins vegar lagt sig á fullu fram á æfingum, það er Rodgers ánægður með.
- Bellamy vill vera nær fjölskyldunni sinni sem býr í Cardiff. Það er verið að vinna í samvinnu við hann og líkurnar á því að hann verði í leikmannahóp LFC myndi ég telja u.þ.b. 3%.
- Rodgers tilkynnti okkur svo það varðandi Agger að “every player has a price”, sem þýðir auðvitað að við munum fá tilboð í Danann. Mér fannst þessi ummæli koma illa út fyrir Daniel, aðeins fjórum mínútum eftir að Rodgers talaði um það að enginn hafi viljað selja Suarez. Það heitir að vera tvísaga og því miður sýnist mér LFC vera að tala upp verðið á Agger, sem var í dag staðfestur sem framtíðarfyrirliði danska landsliðsins. Stjórinn tilkynnti í þessu samhengi að hann væri ekki undir pressu til að selja neinn og það kom mér á óvart, enda strax komin umræða um það hvers vegna verið sé að ræða sölu á Agger ef klúbburinn þarf ekki peninginn. Aftur 31.ágúst lykildagurinn!
- Vildi í raun ekkert tjá sig um mögulega leikmenn inn til félagsins.
- Veit af því að við spiluðum ekki samkvæmt okkar getu gegn Gomel en bendir réttilega á að hér sé enn um undirbúningstímabil að ræða. Leikmennirnir séu að vinna á fullu fyrir sig og leggi sig gríðarlega fram og liðið muni batna.
- Gríðarlega stoltur af því að fá að vinna fyrir LFC, félagið sé í raun miklu stærra og betra en hann reiknaði með. Hlakkar mikið til fyrsta leiksins á Anfield, stoltur að vera að fara að stýra Liverpool á heimavelli, ætlar sér að gera völlinn að gryfju.
- Eigum marga efnilega leikmenn, en vill ekki setja pressu á þá að vera tilbúna strax.
Í raun afskaplega rólegur fundur að öllu öðru leyti en ummælin um Agger, sem hafa strax vakið viðbrögð. Síðar í dag kemur upphitun fyrir Gomel-leikinn.
Ég hreinlega trúi ekki að Agger verði seldur! Okkar besti miðvörður og myndi passa fullkomlega inn í kerfið hjá Brendan.. Ef hann fer þá verð ég vægast sagt gríðarlega svekktur.
Ja kemur illa út fyrir Agger sammala þvi. Maður er bara furðugattaður a ymsu sem er i gangi a anfield. Þetta lytur bara þannig ut að það þarf að selja til að kaupa. Það virðist ekkert vera i gangi með hugsanleg kaup sem ýtir undir að það þurfi að selja til að kaupa.
Djofull væri gott að vera fluga a vegg i bakherbergi john henry og tom werner nuna, hvað skildu þessir kallar vera að pæla? Maður verður örvæntimgarfyllri með hverjum deginum.
Minntist Rodgers ekkert a að það ætti að kaupa 2-3 kalla eins og hann hefur sagt nokkrum sinnum i sumar?
Þessir Kanar myndu selja nafnið á félaginu fyrir pening.
Allavega finnst mér einsog þeir séu að fá eins mikinn pening inní liðið og mögulegt er. Burt séð frá því hvort það geri hópinn verri eða ekki.
Vont að vera búnir að missa alla þessa menn og komnir með einn í staðin.
Ég er allavega skíthræddur um að við eigum eftir að gera einhver “stress” kapu.
Vona samt ekki!
YNWA
Ég spyr bara…. Hvur grefillinn er í gangi á Anfield?
YNWA
Kristján Atli staðfestir þetta kannski, en er þetta ekki það sem FSG hefur stefnt að? Og Moneyball gengur út á? Að kaupa leikmenn ódýrt og selja áður en verðið fellur áður en hann verður of gamall til að selja dýrt? Rakið að selja hann áður en verðið hríðfellur. Ég er ekki að segja að ég vilji missa hann, alls ekki.
En ef við keyptum til dæmis Gaston Ramirez og flottan miðvörð fyrir 10 milljónir punda (las td að Atletico Madrid vilja 9 milljónir fyrir Diego Godin og menn eins og Mapou Yanga-Mbiwa og Fernando Amorebieta líklega falir á svipaðan pening), er þetta þá réttlætanlegt? Ég er ekki viss, en það er undir Rodgers komið að ákveða hvað er best fyrir félagið að gera.
Sem fyrr legg ég traust mitt á hann, og ég mun dæma hann eftir tímabilið í fyrsta lagi. Þetta er maraþon, ekki spretthlaup, og enn eitt uppbyggingartímabilið er að hefjast. Það er lykilatriði að taka réttar ákvarðanir í svona málum.
Ég er alveg hættur að skilja hvað er í gangi á Anfield. Það væri heimska í sinni tærustu mynd að selja Daniel Agger. Ég nenni ekki að lesa fleiri fréttir um leikmenn sem eru hugsanlega á leið frá okkur. Bellamy og Agger eru tveir af mínum allra uppáhalds leikmönnum og ég trúi því ekki að við séum að fara að missa þá báða núna. Ég verð alveg sjóðandi svekktur ef það gerist.
Það er auðvitað gríðarlega slæmt að missa Agger myndi ég halda en hvert er hans verðmæti ?
Það vill auðvitað engin að hann fari til City og sennilega ekki hann sjálfur en kannski vill Brendan treysta á t.d Coates sem er mjög efnilegur og hann verður að fá að spila ef hann á að verða betri. Mér finnst Agger vera frábær fótboltamaður en ef það verður að selja til þess að kaupa þá er Agger langbesta lausnin á því vandamáli þó væri ég til í að selja þeim Skrtel frekar en það er þó betra að treysta á hann meiðslalega séð.
Mér finnst vanta ýmislegt í þessa samantekt:
Þetta kemur fram á BBC:
“Every player has a price,” Rodgers said. “But no manager wants to lose his best players.”
“Top centre-halves are at a premium,” Rodgers, speaking before Thursday’s Europa League qualifier against FC Gomel, said. “Take Thiago Silva, he left AC Milan to go to Paris St Germain for £40m.
So it has to be a big valuation.
“Daniel is one of the leading players in European football at centre-half. Is he a player I want to lose? No he’s not. But like any club, if an offer comes in that is in the best interests of the club, of course you have to look at it.
“From a football perspective, do I want to lose Daniel Agger? Not really. He can be a really pivotal player for me, he understands how I want to work. But I am a realist. And the reality is that if a club comes in with a massive bid then the club may have to look at it. You can never say never.”
Held að þarna sé einfaldlega málið að Agger vilji fara til liðs í meistardeildinni ef hann getur.
http://lfcmediacenter.com/oliver-kay-times-webchat/
Hoddij hvaða gaur er þetta sem er að svara þessum spurningum?
Mer synist hann vera að segja að astæðan fyrir þvi af hverju ekkert se að ske i vallarmalum er su að það vantar peninga. Eru ekko FSG bara blankir og þess vegna er litið lika að gerast a leikmannamarkaðnum?
FSG eru klárlega ekki blankir, en eins og staðan er í dag þá virðast þeir ekki vera að setja sína eigin peninga í leikmannakaup þetta sumarið.
En já þetta er aðal kallinn í fótboltafréttamennskunni hjá Times
@OliverKayTimes
Chief Football Correspondent for The Times newspaper
Afar sérstök ummæli hjá Brendan finnst mér og í mótsögn við sjálfan sig. Það væri nú laglegur andskoti ef við myndum fá svimandi há tilboð í alla bestu leikmennina, taka þeim öllum og þá væri enginn eftir.
Hver ætlar að sjá um spilið út úr vörninni þegar búið er að selja Agger? ….sé ekki þann mann í fljótu bragði… ….skil ekki þessi Borini kaup og Allen pælingar á sama tíma og Gylfi var látinn flakka en veit að það er bannað að tala meira um Gylfa – bara í heildarlandslaginu alveg stórfurðulegt….
Eins gott að Gerrard vakni því maður hefur sjaldan séð hann jafn lélegan og í þessum Gomel leik þar sem hann gerðir nokkrar heiðarlegar tilraunir til að gefa Gomel mörk með hræðilegum sendingum.
En að jákvæðu hlutum. Suares verður góður í vetur, Lucas komin inn og ungu gaurarnir eiga eftir að spila stærri rullu….
Hvernig var það àttu ekki risasamningar við Warrior og Stanard Chartered ad skila fullt af peningum i leikmannakaup? Maður er ekki að sja það skila ser nema þa hugsanlega i núll pundum i leikmannakaup…
Auðvitað er ekki buið að loka glugganum en eg skal eta hatt minn ( eins og Sigursteinn Brynjolfsson her um arið ) ef Liverpool eyðir mjog litlu i leikmannkaup, tímabilið byrjar i veseni fram að àramotum að þa munu verða komin af stað motmæli gegn FSG eftir aramot…..
það er nú bara þannig að dagger hefur reynst liverpool mjög vel í gegnum tíðina og allt það en hann hefur að mig minnir… og þið bara leiðréttið mig ef ég hef rangt við en hann hefur aldrei spilað heilt tímabil án þess að meiðast og ef það er verið að fara borga 20+ milljónir punda fyrir hann þá á að selja hann…. það er mitt álit..
það er alveg hægt að fylla hans skarð alveg eins og það var hægt að fylla skarð torres það er verið að byggja upp nýtt liverpool lið og það er alveg hægt að nota þessa peninga til að kaupa nýjan miðherja eins og aðra í sókn og annað
Djöfull væri ég til í að sjá okkar menn fara á eftir þessum http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=131063&utm_source=dlvr.it&utm_medium=twitter
Hann er búinn að brillera á ólympiuleiknum á meðan að menn tala um Neymar þá heldur hann áfram að dundra inn mörkum, kominn með 6 í 4 leikjum.
Ég væri sáttur þó þetta yrði eini leikmaðurinn sem við myndum fá í sumar.
Þegar menn henda því fram að LFC/FSG eigi peninga akkúrat þessa stundina, hafa menn eitthvað í höndunum fyrir þeim fullyrðingum? Mér sýnist staðan þetta sumarið vera sú að við eigum ekki feitan gölt að flá og að einungist verði keypt fyrir peninga sem geta fengist fyrir selda leikmenn og leikmenn sem hafa/verða losaðir undan samningum. Allavega bendir allt svínaríið í kringum Carroll og Agger til þess. Mér finnst að þessir leikmenn hafi báðir sýnt það að þeir eiga jafn lítið skilið að fá stimpilinn “every player has a price”, líkt og Luis Suárez.
FSG eiga næga peninga, dugar að líta á Red Sox til þess að sjá það. Þeir virðast hinsvegar ekki vera að eyða þeim í LFC eins og er
það er bara að koma í ljós strákar mínir, að kaupin á Henderson, Downing, Carrol og Adams voru peningalegt og gæðalegt klúður hjá King kenny, því miður… tekur langan tíma að leiðrétta þessa vitleysu…. keyptum Henderson á 17 milljónir punda!!!!!! ætli það sé einhver í Sunderland borg,sem er hættur að hlægja ? Newcastle borg, þar dóu nokkrir úr hlátri……… Í Birmingham hjá Villa fóru þeir yfir hláturmörkin og grétu !….. en ég hef bullandi trú á að Brendan kippi þessu í liðinn
Eg er nu handviss um að Henderson verður 25-30 milljon punda virði eftir 2-3 àr.
Ef carroll fær að vera afram verdur hann 30-35 milljona virði eftir 2-3 àr.
Downing hefdi kannski matt kosta 10-12 kulur en ekki 16 en eg held hann verdi miklu miklu betri i vetur en i fyrra.
Ég held að menn ættu ekki að fara að örvænta. Ég er viss um að það sé eitthvað í gangi á bakvið tjöldin. Suarez hefði aldrei skrifað undir svona stóran og langan samning nema að það sé eitthvað skemmtilegt að gerast. Eða það er mín trú. Ef að Agger er að fara á 20 + milljónir punda og Adam Johnson er að koma á láni út tímabilið get ég ekki, bæði út frá fjárhagslegum og knattspyrnulegum sjónarmiðum, séð að þetta verði slæmur díll fyrir Liverpool. Auðvitað vil ég ekki missa Agger en þetta væri bara of gott tilboð til að hafna. Eins þá erum við væntanlega að fá annan leikmann í staðinn fyrir hann sem er yngri. Það er nóg af góðum leikmönnum þarna úti. Þetta er win win frá mínum sjónarhóli.
Ég er mjög svo svo sammála þeim sem telja að betur mættu ganga í kaupum og sölum á leikmönnum. Við skulum samt ekki missa okkur í svartnættinu strax.
Ég er alls ekki orðin svartsýnn strax. Þó að við myndum eitthvað floppa á leikmannakaupum í ár tel að BR muni ná miklu meira út úr leikmönnum á borð við Henderson, Downing og jafnvel Adam en KK gerði.
Svo tel ég að þeir leikmenn sem farnir eru hafi ekki verið að bæta það miklu við liðið. Tel að þetta hafi verið leikmenn sem hafi verið varaskeifur eða lánsmenn.
Finnst samt að þeir leikmenn sem við erum orðaðir við séu ekki mjög spes. Myndi t.d. ekki kaupa hinn 29 ára gamla Dempsey eða er ekki að missa mig yfir Joe Allen.
YNWA
Meira anskotans pungleysið alltaf orðið í þessum klúbb.
Eigum alltaf að vera klúbbur sem heldur í sína bestu leikmenn og býður í þá heitustu á markaðnum.
Það er bara ekki að fara að gerast með þennan Ian Ayre í klúbbunm…
Við verðum held ég bara að sætta okkur við þá bitru staðreynd að Liverpool er orðin selling club. Kanarnir hafa greinilega ekki bolmagn í að setja neina peninga í klúbbinn og því komum við til með að þurfa að selja til að kaupa. Það er bara því miður ekki vænlegt til árangurs og gerir okkur svo sannarlega ekki að eftirsóknarverðuð klúbb til þess að spila fyrir. Ef þetta er þessi æðislega stefna FSG þá eru þeir ekki réttu eigundurnir fyrir Liverpool FC.
Ég verð að taka hattinn ofan fyrir sumum bjartsýnismönnunum hér inni,frasinn “ég er viss um að það er eitthvað í gangi bak við tjöldin” er algjört gull,menn halda sennilega áfram að segja það fram í rauðan dauðann þó öll skynsemi bendi til annars!!!
YNWA
Vælubíllinn er á leiðinni slakið aðeins á!!!!!!!!!!!!
Haldiði að Suarez hefði skrifað undir 5 ára samning ef hann hefði ekki einhverja trú á þessu ? Það er margt í gangi ennþá og það er ekki ennþá búið að selja einn leikmann sem skiptir okkur máli. Brendan er búinn að segja að það séu leikmenn á leiðinni og það sé verið að vinna í málunum. Væri það eitthvað betra ef að Liverpool menn myndu bara samþykkja fyrsta móttilboð frá félögum sem verið er að semja við eins og var gert í fyrra. Er ekki nær að menn dragi þetta aðeins og reyni að semja lengur til þess að fá leikmenn aðeins ódýrari.
Dragið aðeins andan og fáið ykkur göngutúr í rigningunni.
@Bjartur. Þú ert væntanlega að beina þessu til mín. Það þarf nú engan sérfræðing til að sjá að samningur Suarez og leikmannakaup tengjast eitthvað. Ef lykilleikmaður eins og Suarez hefur trú á þessu og hann hefur eflaust fengið að vita hverju er verið að vinna að og hver stefnan er, þá er varla ástæða til annars en að áætla að eitthvað sé í burðarliðnum. Það er nú ekkert gaman að vera í endalausu svartsýnisvæli. Gefum þessu séns og leyfym ágústmánuði að klárast í það minnsta áður en við förum í að gagnrýna það sem var gert og ekki gert.
Frasarnir um glösin sem eru ýmist hálftóm eða hálffull virðast eiga vel við hérna inni, ég segi það þar sem hluti spjallverja virka hálftómir á meðan aðrir virka hálffullir…
YNWA
Ég held að menn séu ekkert endilega svartsýni heldur hafi eðlilega ákveðnar áhyggjur af því sem er að gerast á Anfield. Það er alveg augljóst að liðið þarf að styrkja sig ef það ætlar í meistaradeildina hvort sem stefnan er næsta eða þar næsta ár. Það kostar að komast þangað en getur verið enn dýrara fyrir Liverpool að komast ekki þangað. Þannig að ég held að sú stefnubreyting hjá FSG eða Henry að segja að það sé ekki nauðsynlegt sé vonandi bara til að taka pressuna af liðinu. Held að öllum sé ljóst að ef Liverpool er ekki í meistardeild er það meira tap en það kostar að kaupa öfluga menn í þetta lið. En vonandi fer nú eitthvað að gerast í leikmannamálum annað en að menn séu að fara.
Vá hvað það væri Heimskulegt að selja Agger okkar LANG besti varnarmaður sem bindur vörnina saman og er einhver yfirvegaðasti varnarmaður sem ég hef séð. Ef að Rodgers selur hann þá mun það koma í bakið á honum og hann gæti allt eins átt von á öðru Reading klúðri
Nr 25 og 26 takið þið nú aðeins hausinn úr sandinum. Við vitum nákvæmnlega hvað er að gerast á bak við tjöldin. Það er ekki eins og Liverpool hafi tekist að halda eitthvað leyndu þeim sem verið er að eltast við það er alltaf komið í sviðsljósið löngu áður en nokkur maður skrifar undir. Mennirnir sem verið er að reyna að kaupa eru Dempsey sem er ágætis leikmaður en ekkert ofur spennadi kostur og er ekki að fara að bæta liðið neitt svakalega. Það er Allen sem gæti orðið góður en er hinsvegar bara á svipuðum stað og Adam var í fyrra. Það er Tello sem er óreyndur unglingur og einhverjir fleiri álíka óspennandi. Það er ekki verið að orða okkur við neina mjög spennadi leikmenn og það er ekki að fara að detta inn á morgun að Liverpool sé búin að semja við Messi “Á BAK VIÐ TJÖLDINN”. Verið þið rausæir það er alltaf löngu ljóst hver er að skoða hvern því að um leið og einhver sýnir leikmanni áhuga þá fer umbinn hans af stað og sölu félagið og lekur öllu í fjölmiðla til að reyna að fá aðra til að bjóða svo að verðið á leikmanninum hækki. Því skiptir engu máli hvernig kaup liðið heldur á spilunum það lekur alltaf út. Við verðum bara að sætta okkur við að við erum ekki að berjast um bestu bitana við erum ekki einu sinni að berjast um næstbestu bitana. Það sem verra er að við virðumst vera að reyna að selja virkilega góða leikmenn frá okkur til þess að geta barist um þessar mylsnur sem er verið að orða okkur við. Hafið þið svo íhugað að kannski skrifaði Suarez undir því honum var boðinn samningur sem er víst jafn hár og samningur Steven Gerrard. Kannski kann hann bara vel við sig í Liverpool. En einu get ég lofað ykkur það er ekkert að gerast “Á BAK VIÐ TJÖLDINN” annað en það sem við þegar vitum um.
Mér finnst menn gleyma sér og jafnvel týna sér í þeirri ´fantasíu´að kaup á þessum eða hinum súperleikamanni komi til með að bjarga málunum. Þetta snýst ekki um að fá STÓR NÖFN eins og í Football Manager.
Þetta snýst um sýn stjórans á fótbolta , leikkerfið, samstöðu leikmanna og annarra innan sem utan klúbbsins.
Það er hægt að gera góða hluti án þess að kaupa einhvern leikmann og það ætlar Rodgers að sýna okkur á sjálfum leikvellinum. Við aðdáendur eigum ekki að fara á sama plan og eigendur risastjörnuliða (City/chelsea) sem stækka hratt og springa með látum eins og aðrar risastjörnur í sólkerfinu. Við erum gæðaklúbbur sem hefur glæsilega framtíðarsýn og sögu sem allir Liverpoolaðdáendur ættu að vera stoltir af.
Ég örvænti ekki þótt það komi ekki STÓRT NAFN í ágúst – ég örvænti frekar ef Liverpool ætlar að búa til lið úr STÓRUM NÖFNUM!
Smá innlegg í Agger umræðuna.
Eigendurnir voru tilbúnir að selja Carroll á 20 millur en það gekk ekki og þá er komið að Agger. Svo virðist sem að skipunin er skýr. Það á að ná í pening áður en keypt er. Agger er þrusuleikmaður það er ekki spurning og svekkjandi að selja hann en hann er með svaka meiðslasögu og það í bakinu sem líklega lagast aldrei en gæti versnað mikið. Skrtel fyrir mér er meira ómissandi leikmaður heldur en Agger. Bæði var hann kjörinn leikmaður ársins og hann er aldrei meiddur. Þannig að ef 2 fastamenn koma inn fyrir peninginn þá er þetta enginn dauðadómur hjá mér.
http://lfcmediacenter.com/liverpool-raise-the-stakes-to-trigger-allens-release-clause-full-article/
Klára þetta dæmi og einb sér að næstu mönnum !
Nýtt tvist í Agger-inu…
http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/2012/08/09/liverpool-fc-dismiss-offer-from-manchester-city-from-danish-defender-daniel-agger-gallery-100252-31581945/2/
Og Twitter „rumour“ kominn í gang um að LFC hafi nú boðið 15 milljónir punda í Joe Allen, sem er klásúlan í samningnum hans…
Maggi, þetta er meira en orðrómur þegar Tony Barrett á Times staðhæfir þetta. Þetta verður varla öruggara en það.
Hvað var laudrup að bulla um að þeir vildu jafnvel 20 fyrir Allen þegar klasulan er 15 ?
En gott það er að koma hreyfing a hlutina.
Vonanfi naum við svo 25 kulum fra city fyrir agger plus adam johnson a lani, kaupum svo williamson i vornina fra swansea a 10 kulur og ramirez fra bolognia a 15… er það dill?
Daniel Agger virðist vera búinn að setja ansi sterkt fram hvar hann vill spila, Tattoo á fingurna Y N W A https://twitter.com/Geo_LFC/status/233398275338813441/photo/1/large
Nýtt nafn á Anfield ? Ekki ómögulegt samkvæmt John W Henry
http://lfcmediacenter.com/new-name-for-anfield/
Nýtt nafn, er það ekki bara í góðu lagi. “Barkley´s Stadium” eða “Carlsberg Arena”
Skiptir engu máli, verður alltaf talað um Anfield af stuðningsmönnum..
Joe Allen vill fara til LFC samkv walesonline
http://lfcmediacenter.com/allen-wants-lfc-move/