Okkar menn heimsóttu topplið Chelsea á Stamford Bridge og eftir tíðindalítinn leik urðu lokatölur 1-1 jafntefli.
Pepe Reina, Martin Skrtel, Martin Kelly, Lucas Leiva, Fabio Borini og Jonjo Shelvey voru allir fjarri góðu gamni og því stillti Rodgers upp frekar varnarsinnuðu liði í dag:
Jones
Wisdom – Carragher – Agger
Johnson – Allen – Sahin – Enrique
Gerrard
Sterling – Suarez
Bekkur: Gulacsi, Coates, Henderson, Downing, Assaidi, Cole, Suso (inn f. Sahin).
Liverpool voru ekkert sérstaklega góðir í þessum leik. Liðið barðist hart allan leikinn, var mjög þétt varnarlega og á miðjunni og freistaði þess að reyna að sækja hratt en gekk lítið sem ekkert enda lítið um sóknarþunga eða hreinlega sóknargæði í þessu liði. Chelsea voru aftur á móti einnig daprir og buðu upp á lítið í þessum leik.
Þeir tóku þó forystuna strax á 19. mínútu þegar John Terry skoraði með skalla beint úr hornspyrnu. Hann skildi Daniel Agger eftir í smá flækju við aðra leikmenn og kom óvaldaður í skallann á nærstöng. Kannski hefði Brad Jones getað gert betur á nærstönginni en Agger hefði átt að sinna dekkuninni betur.
Eftir þetta var leikurinn tíðindalítill fram að hléi utan kannski þess helst að Terry fór út af meiddur eftir að Ramirez braut á Suarez og sá síðarnefndi datt á Terry. Löppin á Terry virtist beygjast ansi illa til baka og hann gæti verið mikið meiddur.
Annars var staðan 1-0 í hálfleik og þeir nær því að bæta við ef eitthvað var, án þess þó að spila neitt glimrandi vel. Sóknin hjá okkar mönnum var steindauð og það var ekki mikil bjartsýni á Púllurum á netinu í hálfleik.
Seinni hálfleikur hófst eins og sá fyrri endaði. Mata og Oscar klúðruðu dauðafærum fyrir hlé og Torres klúðraði í tvígang fljótlega í seinni hálfleik, Jones varði vel í bæði skiptin. Svo var eins og sóknin hjá Chelsea fjaraði bara út. Rodgers gerði taktíska breytingu, setti Suso inn fyrir Sahin og fór í 4-3-3, færði Johnson yfir í vinstri bakvörðinn og Enrique fór framar á völlinn.
Þessi taktísku skipti breyttu öllu hjá okkur. Sterling og Suarez komust skyndilega inn í leikinn, Suso og Gerrard fundu meira pláss en verið hafði fyrir á miðjunni og Enrique og Wisdom ógnuðu upp kantana. Liverpool gekk þó ennþá illa að skapa sér færi en jöfnunarmarkið kom samt á 72. mínútu þegar Suso tók hornspyrnu frá hægri á nærstöng, Jamie Carragher skallaði boltann áfram á fjærstöngina og hver annar en Luis Suarez skallaði hann yfir línuna af stuttu færi.
Eftir þetta óx okkar mönnum ásmegin og Suso, Wisdom og Suarez klúðruðu skotfærum áður en Suarez slapp innfyrir en Cech náði að sjá við honum og pota boltanum í Suarez aftur fyrir endamörk.
Lokatölur urðu því 1-1 í ójöfnum leik þar sem Liverpool hefði hæglega getað tapað stærra en 1-0 en hefði líka hæglega getað unnið leikinn í lokin. Ég held að við getum fellt þann dóm um leikinn að Chelsea voru ekki eins sterkir og þeir geta verið í dag en Liverpool léku miklu betur eftir taktísku breytingar Rodgers um miðjan síðari hálfleik. Það er kannski það jákvæðasta við þennan leik fyrir okkur í dag að aftur sjáum við Rodgers bregðast við í miðjum stórleik (eins og gegn Everton), gera taktískar breytingar og snúa genginu við.
Maður leiksins: Þetta var mjög kaflaskiptur leikur og það er erfitt að velja einn mann leiksins. Jose Enrique var til dæmis mjög kraftmikill og iðinn í dag, stóð sig vel varnarlega og átti 2-3 eitraðar sendingar inná teig Chelsea, en hann gerði þess á milli nokkur klaufamistök sem hefðu getað verið rándýr. Sama mætti segja um flesta leikmenn.
Ég ætla því að velja Brendan Rodgers mann leiksins. Hann gerði það sem skipti sköpum í þessum leik og ég er sannfærður um að ef hann hefði ekki tekið af skarið og breytt taktíkinni um miðjan seinni hálfleik væri ég að fjalla um tapleik í dag.
Staðan er lítið breytt eftir helgina. Okkar menn eru í 13. sæti með 12 stig eftir 11 leiki. Liðið er núna taplaust í 6 deildarleikjum í röð en hefur bara unnið tvo þeirra og þar liggur hundurinn grafinn. Við verðum að fara að vinna leiki og það verður að byrja strax um næstu helgi þegar Wigan koma í heimsókn á Anfield.
En við getum klárlega andað aðeins léttar í dag. Það bjuggust flestir við tapleik á Brúnni og því gleðiefni að hafa bjargað stiginu. Næstu fjórir deildarleikir eru gegn Wigan og Southampton heima og Swansea og Tottenham úti. Ef liðið fer að fá leikmenn eins og Reina, Lucas, Skrtel og Shelvey inn á ný og getur unnið 2-3 af þessum leikjum gæti staðan litið talsvert betur út eftir mánuð. Og það styttist óðum í janúargluggann.
Glasið er allavega hálffullt hjá mér í dag.
Tiltölulega sáttur, gott stig í hús á erfiðum útivelli gegn einu besta liðinu í deildinni.
Enn og aftur fer maður inn í leikinn og á von á engu, svo kemur þessi snillingur Suarez og skorar og í lokinn átti liðið völlinn. Og á Brúnni af öllum stöðum. Hvaða lið fékk 70 milljón punda “overhaul” síðasta sumar? Liverpool?
Ég er ánægður og stoltur af mínu liði.
Ég er líka stoltur af Brendan sem las leikinn hárrétt og breytti með Suso.
Maður leiksins er klárlega Enrique .. að mínu mati.
Framtíðin er björt.
Lélegur fyrri hálfleikur, góður seinni hálfleikur. Undir lokin fannst mér Liverpool vera líklegri aðilinn til að skora.
Hvernig er það þegar Sterling er tæklaður er það ekki barnarvendar mál.
Þetta var nú öll niðurlægingin.
En frábært stig á erfiðum útivelli og við vorum ekki langt frá því að labba þaðan með öll stigin.
Slappur fyrri hálfleikur en sá seinni var mjög góður af okkar hálfu.
Gríðalega svekktur að Enrique skoraði ekki þarna í lokin hefði verið frábært að stela þessu á síðustu mínútu. Hefði tekið sáttur við jafntefli fyrir leik.
Er bara sáttur við þessi úrslit. Bæði lið áttu færi á að klára þetta en sanngjörn niðurstaða að lokum held ég. Suarez hefði mátt klára þetta einn á móti Chech og Enrique líka í lokin. Jones stóð sig vel í markinu og ég er ekkert stressaður með fjarveru Reina.
Enrique maður leiksins að mínu mati.
Ég er sammála með Enrique, loksins loksins er kominn sá aðili sem var hjá okkur í byrjun. Ef hann ætlar sér að mæta aftur á völlinn þá mun vörnin hjá okkur taka stakkaskiptum.
Suarez er svo auðvitað bara galdramaður og ef ekki hefði verið fyrir gott úthlaup hjá Cech þá hefðum við unnið þetta.
En ég er mjög sáttur með þetta stig og það er svo sannarlega ánægjuefni að liðið getur vel staðið í bestu liðunum.
Fínt að ná stigi gegn liðinu sem er að mínu mati með næstbesta mannskapinn í deildinni.
Enrique maður leiksins, var traustur í vörn og sókn.
Tek undir með monnum að Enrique var flotturi dag og vonandi að sa maður mæti aftur til leiks eins og hann var fyrir jol i fyrra.
Nuna vil eg að wisdom fai kærkomna pasu takk.
Það verður æðislegt að fa Lucas aftur og vonandi fær Allen goða hvild þá, ekki hofum við mikið að gera við þa baða inna i einu.
Hvernig er það fekk suarez nokkuð gult i dag? Er hann ekki annars a fjorum gulum spjoldum?
Djofull er suarez heitur þessa dagana, unun að horfa a hann. Hann er komin i 8 mork i deildinni nuna, er hann markahæstur eða med jafn morg og persie?
Annars er eg alsæll med jafnteflið i dag og nuna þurfa að koma nokkrir sigrar i roð, leikjaprogrammið er gott fram að aramotum utan við tottenham uti að mig minnir.
Mjög glaður með þetta stig, það er ekki einfalt að vera undir á PlastBrúnni í svona langan tíma og krafla sig til baka.
Og aftur lýsi ég ánægju minni með breytingu Brendan Rodgers á taktík. Það er hugrekki að fara í fjögurra manna vörn gegn Chelsea, sérstaklega þar sem að á þeim tíma voru þeir klárlega að stjórna leiknum.
Svo í lokin þegar þeir ætluðu framar vorum við ansi nálægt því að stela sigrinum. Hefði verið frábært ef að Enrique hefði skorað sigurmarkið, því hann var klárlega bestur. Suso finnst mér nákvæmlega á réttu mómenti þarna, koma inná til að hlaupa milli línanna.
En stóra breytingin fannst mér þegar að Sahin fór útaf og Gerrard kom inn á miðjuna með Allen (sem reyndar lék heldur ekki eins vel og í haust). Nuri Sahin hefur verið algerlega út úr þeim leikjum þar sem hátt tempó og líkamlega sterkir miðjumenn berjast við hann. Everton, Stoke og nú Chelsea. Það er vont að missa Gerrard aftar á völlinn, en þegar hann var með Allen þá hættu miðjumenn Chelsea að beinlínis hlaupa í gegnum miðjuna okkar.
Svo maður leiksins er Enrique en ákvörðun dagsins var hjá Rodgers, að kippa Sahin útaf og færa liðið framar á völlinn!
Og gleðihrollurinn í dag var þegar númer 9 hjá bláum var enn einu sinni tekinn af velli gegn okkur eftir dapra frammistöðu, hann hefur enn ekki unnið okkur í leik (þ.e. sem hann hefur tekið þátt í) og ekki skorað. Það var bónus…
Ótrúlega góð úrslit á gríðarlegum erfiðum útivelli. Lady luck gekk loksins í lið með okkur. Chelsea hefði með réttu átt að vera búnir að slátra okkur eftir fyrri hálfleikinn. Vonandi er strákarnir komnir með blood pa tannen og sjálfstraustið sé að koma. Enrique var klárlega maður leiksins, drengurinn var algerlega frábær í seinni hálfleik. Nú þurfum við að koma okkur á gott run, það eru því miður 8 stig í 4. sætið. Fullt af leikmönnum sem þurfa að fara að rífa sig upp, Allen hefur t.d. verið óvenju slakur undanfarið. Vil hafa Suso í byrjunarliðinu í næstu leikjum. Sahin á líka mikið inni, hefur valdið vonbrigðum undanfarið. Gott að fá Johnson inn aftur. Við erum líka berskjaldaðir gagnvart föstum leikatriðum. Mér fannst Howard Webb dæma þennan leik frábærlega. Verum jákvæðir, þessi úrslit hljóta að kveikja í okkar mönnum!
Liðið hefur ekki tapað leik í 6 seinustu skipti, en það vantar ennþá uppá að klára þetta.
Ég sé mikil batamerki í þessu liði þrátt fyrir ekki góðan fyrrihálfleik í dag þá komu menn til baka og ætluðu að fara heim með 3 stig.
Það á eftir að muna rosalega núna að vera búnir að fá Johnson og Enrique til baka og sennilega á sóknarleikurinn eftir að batna gríðalega við þá 2.
Finnst samt skammarlegt að liðið skyldi ekki hafa farið og fagnað með Suarez.
Enrique maður leiksins, í raun bara svekktur með að ná ekki 3 stigum. Hefðum getað raent þessu í lokin.
Enrique var frábær í þessum leik og hefði átt skilið að skora þarna í restina, fær hornið hefði verið svo sweet en alltaf hægt að segja ef og hefði. Flott stig, 3 jafnteflið í röð er það ekki?
Besti hálfleikur í langan tíma hjá Liverpool. Jose Enrique var á sterum í þessum leik-ótrúlega mikil bæting hjá honum og varnarlega glæsilegur. Hársbreidd frá sigri í lokin og Enrique átti skilið að setja hann þar. Ferlegir Nuri Sahin og Joe Allen eins og undanfarna leiki. Nú VERÐUM við að fara að fá 3 stig og það SKAL nást gegn Wigan um næstu helgi. Vil sjá óbreytt lið nema hvað Nuri Sahin má fara í úlpuna og hugsa sinn gang og Suso inn eða bara einhver.
Sammála með að Enrique hafi verið leikmaður leiksins, hann varð ennbetri eftir að Johnson fór í bakvörðin fyrir aftan hann. Mjög ánægður með stig dagsins.
Ég man í fljótu bragði ekki eftir að hafa nokkurntíma verið nokkuð sáttur við stig í leik sem Liverpool var að spila. Er það þó eftir þennan leik.
Liðið okkar mjög illa samansett vegna meiðsla lykilmanna og gegn frábæru liði á útivelli. Reyndar rosalega svekkjandi að stela þessu ekki í restina því Suarez og Enrique fengu færi til þess.
Annars sýndi þessi leikur vel hvað það er mikið verk fyrir höndum því ég vona að þeim fari fækkandi leikjunum þar sem Liverpool er varla með fyrr en síðasta hálftímann.
Hafði gríðarlega áhyggjur af Carra og Wisdom í vörninni en hún hélt ágætlega í dag og þó þeir hafi ekkert verið frábærir skiluðu þeir vel sínu. Carragher hefur ekki spilað mikið undanfarið, tók leikinn í Moskvu og þennan og stóð mjög vel fyrir sínu. Hlóð meira að segja í stoðsendingu.
Miðjan hreinlega öskrar á varnartengilið og líklega eru Allen, Sahin, Gerrard, Shelvey, Suso og Henderson allt leikmenn sem lenda í vandræðum hafi þeir ekki almennilegan varnar miðjumann til að sópa fyrir sig. T.d. eins og Ramires hefur hjá Chelsea.
Allen og Sahin eru ekki nálægt því eins góðir varnarlega og Lucas og þeir voru í tómu tjóni gegn frábærum leikmönnum Chelsea í dag. Þetta þurfti að laga í fyrra og það hefur ekkert breyst í ár.
Sko
Það sem stendur upp úr að mínu mati:
við vorum glettilega nálægt því að landa þremur stigum gegn Evrópumeisturunum á útivelli
Jamie Carragher er ekki alveg dauður úr öllum æðum
Joe Allen skánaði heldur þegar leið á leikinn eftir mjög slakan fyrri hálfleik
Torres var niðurlægður á eigin heimavelli með því að vera tekinn útaf
Enrique er kominn aftur og er klárlega maður leiksins
sumir ættu að bíða með að kommenta þar til leikurinn er búinn
Ég er mjög stoltur af mínum mönnum, þegar ég sá uppstillinguna þá baust ég nú við að Chelsea myndi slátra okkur.
Í fyrri hálfleik vorum við mjöög slappir þó, í raun heppnir að vera bara 1-0 undir. Vörnin var oft frekar tæp og ekkert að gerast sóknarlega.
Allt annað að sjá liðið í seinni hálfleik og sérstaklega þegar Suso kom inn á (Good job Brendan!).Vörnin var sérstaklega betri í þeim seinni, Carra var alveg með þetta.
En þó fannst mér sumir leikmenn þarna eins og þeir væru rosalega áhugalausir, en á móti kom að það voru nokkrir leikmenn sem höfðu rosalega mikinn áhuga. Og en þá sér maður að menn eru í flestum tilvikum að hanga einhverstaðar fyrir utan teig þegar þeir eiga að vera komnir inn í boxið, lagaðist þó svo í lokin smá..
Enrique klárlega maður leiksins að mínu mati, hann var í 100% baráttu í 90min! Kom mér mjög á óvart miða við hvað hann er búinn að vera slappur á þessari leiktíð. Aðrir sem voru með áhuga er Suarez, Sterling og Suso.
Hefðum alveg getað stolið sigri þarna í lokin, og ef keyrsla hefði verið svona eins og hún var í lokin hefðum við líklega unnið leikinn.
En jafntefli á móti sterku liði Chelsea á Brúnni er ekki svo slæmt eins og staðan er í dag, good job boys.
Góðir hlutir gerast hægt.. You’ll Never Walk Alone!
Já Carragher stóð vaktina eins og herforingi og ég var gríðalega ángæður með hann í dag. Hann hefur ekki mestu hæfileikana en hjrtað hans segir að Torres muni aldrei fá að vinna Liverpool svo lengi sem hann spili.
Núna ættu ekki að vera nema um 2 vikur í Lucas og þá færist vonandi meiri ró yfir vörnina hjá okkur og þá verður hægt að setja meiri sóknarþunga í leikina.
Flott niðurstaða. Fannst það samt ekki hjálpa okkar manni sem kvartar undan illri meðferð dómara og það réttilega þegar hann lét sig falla aðeins of auðveldlega, hvort það var rétt á undan eða eftir jöfnunarmarkið. Reyndi að fiska aukaspyrnu á hættulegum stað.
Hrinti líka Ramirez þegar hann skoraði jöfnunarmarkið.
Suarez þarf að gera eitt, taka sig saman í andlitinu og standa í lappirnar eins og hann getur næstu 2-3 mánuði. Öðruvísi getur hann ekki losað sig við þennan stimpil sem hann er með á sér sem svindlari.
Ég missti af leiknum, en hvers vegna í ósköpunum fagnaði enginn með Suarez?
Af því þeir sáu allir hvað þetta var ólöglegt mark og héldu að það hefði verið dæmt af 😉
Bara mjög sáttur, Liverpool virðist standa sig vel á móti stórum liðum og ég held að allir hafi verið fagnandi er Suarez skoraði og ég er ekki frá því að LIÐIÐ OKKAR fari vaxandi.
okei þetta er með því fyndnara sem ég hef séð: http://www.101greatgoals.com/blog/lolz-gif-luis-suarez-celebrates-goal-v-chelsea-then-realises-he-is-all-alone/
http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/chelsea-1-1-lfc-opta-match-stats
skemmtilegar tölur úr leiknum. Þó svo að Chelsea hafi verið betri þá finnst mér tölurnar sýna annað.
Virkilega öflugt stig þarna í hús og ekki síst sálfræðilegur sigur að koma til baka á erfiðasta útivelli deildarinnar. Hefðum meira að segja getað stolið öllum stigunum í restina! 🙂
YNWA!
Flott stig og ég skal alveg viðurkenna það að eftir fyrrihálfleik átti ég ekki von á miklu. Miklu betri seinnihálfleikur og maður var farin að vonast eftir að loksins næðum við að stela sigri. Menn finna alltaf eitthvað til að væla yfir og núna eru sumir hérna að væla yfir Suarez, dettur auðveldlega, ólöglegt mark bla bla bla. Hann datt ekki auðveldar en Chelsea leikmennirnir og þeir fengu yfirleitt aukaspyrnur. Og varðandi markið þá var það hugsanlega ólöglegra en markið sem var dæmt af okkur gegn E.. ja þið vitið hverjum. Og var bara ekki eitthvað jing, jang í þessu………….þeir skora eftir að dómarinn var fyrir sendingu þegar við vorum í sókn.
Ég tek undir með þeim sem eru hissa á að engin hafi fagnað með Suarez. Ég bara hreinlega skil ekki hvers vegna?
Langar bara að benda á eina skemmtilega staðreynd, 9 sæti og 15 stig var árangur Hodgson eftir 11 leiki tímabilið 10-11.
Hins vegar gott stig í dag í leik sem ég hélt að við myndum tapa 2-3 mörkum.
Eiginlega hálfvorkenni Suarez þegar ég sé þetta .gif. Hann er náunginn sem heldur okkur gangandi, og restin af liðinu nennir ekki einu sinni að fagna með honum. 😐
Flott úrslit í mjög erfiðum leik í dag. Suarez er klárlega besti leikmaður Liverpool síðustu 10-15 árin að mínu mati. Og eitt enn…hvar eru félagar eins og Deus og Dassinn í dag? Sáu þeir ekki leikinn? Eða nenna svoleiðis spaðar bara að commenta þegar illa gengur?
Hvaða rugl er þetta að menn hafi ekki fagnað marki hjá SUAREZ, held að menn fagni alltaf marki, sama hver skorar. Kannski fögnuðu ch#$#” ekki þessu marki.
Breaking News: Chelsea have reported Howard Webb for the use of “inappropriate language”. Apparently he called Fernando Torres a striker…
Fínn leikur og verðskuldað stig. Það vantar smá upp á gæðin en vinnusemin er frábær í liðinu. Þetta Chelsea lið er líklega best mannaða lið í Evrópu en ekki var að sjá að það yllli okkar mönnum teljandi vandræðum. Hraðinn í LFC er t.d. töluvert meiri en hjá Chelsea og eru þó engir silakeppir þar á ferðinni.
Leikurinn var einnig mjög vel settur upp af hálfu Brendan. Við erum klárlega að vaxa í hverjum einasta leik. Yndislegt!
Horfði líka á ManCity og Tottenham áðan. Það er Brendan hefur gert með LFC er að mínum dómi töluvert meira og betra en AVB með sitt lið. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að LFC geri a.m.k. atlögu að fjórða sætinu í vor. LFC tapar varla leik og ungu leikmennirnir eru fullir sjálfstrausts. ´
Vitanlega er í rauninni fáránlegt að tefla fram þremur 17 ára strákum, og slatta af taðskegglingum í kringum tvítugt, í stórleik á útivelli en alveg sérstaklega hressandi og lofandi fyrir framtíðina.
Ánægður með stigið úr því hvernig leikurinn spilaðist framan af. Einnig ánægður með að Rodgers hafi breytt liðinu og sett Suso inná. Hálf furðulegt að enginn hafi fagnað með Suarez en ég held að leikmenn hafi hlaupið að Carragher og fagnað honum fyrir sjaldséða stoðsendingu. Kannski að leikmenn séu vanir að Suarez skori og fagni því stoðsendingum á hann. Sést allavega að Wisdom hlaupi í átt að Carragher.
Ýmsar samsæriskenningar komnar á netið að allir leikmenn Liverpool hati Suarez.
Það finnst mér hlægilegt.
Án Suarez væri Liverpool kannski með 3 stig í deildinni þannig að þessir menn mega skammast sín fyrir að fagna ekki með honum þegar hann skorar! #fáránlegt
Ótrúlegt þegar maður skoðar töfluna að þrátt fyrir allt erum við bara 4 stigum fyrir neðan Arsenal og 5 stigum fyrir neðan Tottenham! Liðin sem eru að berjast um 4. sætið eru WBA og Everton!? og eru 8 stigum fyrir ofan okkar. Hversu lengi haldið þið að þessi tvö lið verði á þessum stað þetta tímabil?? Glasið er algerlega hálffullt hjá mér og ég ætla bara að hafa gaman að því að sjá okkar unga lið þróast. Er með engar væntingar um að við náum meistaradeildarsæti þetta season. Hef óbilandi trú á uppbyggingu BR og bíð spenntur eftir janúar-glugganum. Framtíðin er björt og ég ætla að bera höfuðið hátt sem stoltur stuðningsmaður LFC 🙂
Langar aðeins að minnast á Sterling. Strákurinn er gífurlegt efni og ef veitt væru verðlaun núna þá fengi hann án efa nýliðaverðlaunin.
Hann er góður með boltann en mér finnst hann hika mikið þegar kemur að því að gefa boltann frá sér og þar með hikstar vélin. Eitthvað sem hann þarf tvímælalaust að bæta. Einnig er um hann, eins og fleiri reyndar, að gefa flesta bolta í teig eða nálægt teig á Suarez eða Gerrard. Það væri mikill ávinningur í því að byggja upp sjálfstraustið hjá honum þarna.
En hann er reyndar vaxandi á einu sviði sem hefur komið mér á óvart, en það er að koma til baka og berjast fyrir og vinna bolta á okkar vallarhelmingi, sbr. síðustu 2-3 leiki,.
Hann átti góðan leik í dag og hafði reyndar sjálfstraust í að taka af skarið með skoti eftir góðan einleik, en eins og áður segir meira af því.
Missti af leiknum en mikið var ég ánægður þegar ég frétti að við hefðum gert jafntefli við þá. Nú er Suarez markahæstur í deildinni ásamt Robin Van Persie báðir með 8 mörk!
Suarez er snillingur!
Góð skýrsla eins og vanalega hjá KAR.
Fínt stig á erfiðum útivelli er staðreynd eftir leik dagsins.
Þeir sem sjá allt til foráttu tína fram allt sem miður fór og hvernig Liverpool hefði hæglega getað verið komið 3 mörkum undir áður en Suarez jafnaði.
Við hinir bendum á að Liverpool hefði hæglega getað tekið öll 3 stigin eftir flottan endasprett.
Svona líta menn misjöfnum augum gullið.
Varðandi þá vandræðalegu staðreynd að Meistari Suarez stóð einn og fagnaði jöfnunarmarkinu, þér er ég viss um að B.R. mun ekki láta þetta óátalið.
Ég er samt alveg vss um að á baki þessu eru ekki nokkur leiðindi, enda hvernig er hægt að vera í fílu út í svona snilling : )
held að það sé verið að gera mikið úr þessu með að enginn hafi fagnað.. Enrique bestur og Sterling frábær.. Rústaði cahill eða ivanovic í skallaeinvígi þarna …Allt spurning um að slútta þessu. Hef smá tilfinningu fyrir að mannskapurinn sé ekki að smella saman.. Sterling er frábær leikmaður.
Flott skýrsla. Spurningar dagsins eftir þessu fínu úrslit.
1. Hvað verður um Reina? Persónulega myndi ég halda áfram að spila Jones.
2. Hver tekur við af Gerrard á miðjunni ef hann er meiddur? Ég myndi klárlega fara að spila Suso sem framliggjandi miðjumann í næstu leikjum.
3. Allen? Hann verður að fara að komast framar á völlinn þar sem hann getur farið að nýta öll hestöflin sem búa í honum. Hann er svo agaður leikmaður að hann vogar sér ekki úr stöðu sem takmarkar hann sem leikmann.
4. Það þarf að láta Sterling skrifa undir strax, selja Downing og færa launin hans yfir á Sterling!
Þetta var frábært stig og í hálfleik benti ekkert til þess að það myndi nást. Hefðum hæglega getað verið 4-0 undir en okkur til happs voru Chelseamenn með mikinn aulagang fyrir framan markið. Jones var líka öflugur í tvígang en oftast hittu þeir ekki rammann. Breytingarnar sem Rodgers gerði voru vel heppnaðar, 5-3-2 (5-4-1) var þétt varnarlega en steingelt sóknarlega. Sammála því sem sagt er hér að ofan, við hefðum hæglega getað stolið sigrinum í tvígang. Jafntefli er í sjálfu sér sanngjarnt held ég.
Sýnir þetta ekki bara hversu langt bil er alltaf milli miðjumanna Liverpool og Suarez, eina sóknarmannsins okkar? Þegar hann skorar er svo langt fram fyrir rest af liðinu að þeir nenna ekki 🙂 (rolex, ég veit að þetta kom eftir horn)
Annars fögnuðu þeir honum að ég held örugglega þegar hann skokkaði til baka og þetta skýrir þetta mál aðeins
Virkilega gott að ná stigi í dag. Rodgers fær prik fyrir að bregðast hárrétt við stöðunni með flottum skiptingum. Loksins sýndi Enrique hvað í honum býr. Hann átti mjög góðan leik og var virkilega ógnandi. Ég held að við getum verið stoltir af liðinu í dag. Að mæta með ekki sterkara lið en þetta á einn allra erfiðasta útivöllinn á Englandi og ná í jafntefli er bara assgoti gott. Nú er bara að byggja ofan á þetta.
Það sem mér fannst standa upp úr í dag er að Enrique nota hægri löppina ÞRISVAR !!!
Notaði 😉
Sá ekki leikinn var dreginn í verslunarleiðangur með frúnni en ég var mjög ánægður að þeir næðu jafntefli á móti dótakassanum hans Abramowich þannig að glasið er barmafullt hjá mér.Skál!
Eg verd nu bara að jata það að eg hef sma ahyggjur af umræðunni af hverju engin fagnaði med suarez þegar hann jafnaði leikinn i dag, það a ser sennilega eðlilegar skyringar en væri samt fint ef einhver kæmi fram ur liðinu og utskyrði hvers vegna engin fagnaði med kallinum. Nu þegar allskyns samsæriskenningar komnar a flug seþ fint væri að drepa sem allra fyrst.
Er það samt ekki rett hja mer að suarez er nuna med 4 gul spjold a ser? Hann fekk ekki gult i dag er það nokkuð? Eg er neflinlega farin að kviða leiknum sem hann verdur i banni í…
Sælir félagar
Ég er sannarlega ánægður með þessa niðurstöðu og minn maður Carra steig varla feilspor og átti þar að auki stoðsendingu. Frábært.
Enrique var eins og hann var bestur þegar hann kom til liðsins á sínum tíma og það er líka frábært.
Torres skoraði ekki og það er frábært.
Okkar menn hirtu stig á Brúnni sem er frábært.
Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik sem var algerlega rakalaus en gekk eftir. Frábært.
Tottarar töpuðu. frábært.
Þannig að ef allt er tekið saman þá er ég helsáttur með niðurstöðuna sem er líka frábært.
Það er nú þannig.
YNWA
Finnst rosalega fynndið hvað allir eru að gera mikið mál úr því að það hlupu ekki allir með Suarez þegar hann skoraði..
Halda menn virkilega að leikmenn Liverpool hati manninn sem skorar og leggur upp nánast öll mörk okkar liðs? Og plús að hann er augljóslega mjög góð manneskja utan vallar, þótt hann er stundum smá heitur í garð leikmanna annara liða.
Ekki láta pressuna stjórna ykkur svona mikið, það elska allir Suarez 😉
Persónulega var ég skínandi glaður með þennan leik í dag.
Sú var tíð að við gátum farið á Old Trafford eða Stamford Bridge og mætt þeim á jafningjagrundvelli. Fúlir ef við gerðum jafntefli, hundfúlir með tap. Svona var þetta í gamla daga. Þetta er einfaldlega ekki veruleikinn lengur. Liverpool er orðinn miðlungsklúbbur. Með mannskap í að vera í baráttu við lið eins og Everton og Newcastle um síðasta Europa League sætið.
Í dag fór liðið í 13. sæti í deildinni og gerði jafntefli á Stamford Bridge. Hjá öllum klúbbum með heilbrigða sjálfsmynd myndi slíkt teljast mjög góður árangur. Ekki ásættanlegur, ekki góður – heldur mjög góður. Jafnvel frábær.
Við þurfum að átta okkur á þessu. Þó það standi Liverpool á búningnum sem við klæðum okkur í yfir ístruna áður en við förum á pöbbinn að horfa á leikinn þá þýðir það ekki að við eigum heimtingu á árangri. Við höldum með miðlungsliði. Sættum okkur við það. Þegar við horfum á Liverpool-liðið spila á Stamford Bridge verðum við að líta á það svipuðum augum og þegar íslenska landsliðið spilar á móti alvöruþjóð. Miðlungslið að spila á móti alvöru liði. Það getur náð úrslitum með frábæru leikskipulagi og heppni – en það getur aldrei unnið leikinn með því að stjórna honum og þarf stöðugt að verjast getuleysi eigin leikmanna, ekki frekar en getu andstæðinganna.
Fyrirfram bjuggust flestir við því að Chelsea myndi valta yfir okkur í dag. Rodgers stillti hinsvegar upp djörfu liði. Alteraði sinni hefðbundnu uppstillingu og spilaði 3-5-2 með þriggja manna varnarlína til að loka á helsta styrkleika Chelsea-liðsins, stórhættulega sóknartengiliði sem hlaupa úr svæðinu milli miðju og varnar og terrorísera andstæðingana. Fyrir leik dagsins var Chelsea aðeins einu sinni búið að mæta slíkri uppstillingu á tímabilinu. Það var í fyrsta leik mótsins þar sem þeir voru heppnir að ná jafntefli á móti Wigan.
Leikurinn var frekar opinn til að byrja með. Skemmtileg skák. Skemmtileg stöðubarátta. Chelsea vissulega betri, en ekki jafn mikið betri og staða liðanna gefur til kynna. Hvorugt liðið virtist treysta sér til að spila í gegnum þvöguna á miðjunni. Svo skorar Chelsea. Úr föstu leikatriði. Í seinni hluta fyrri háfleiks fannst mér Chelsea liggja til baka. Liverpool spilaði beint á Suarez og Sterling sem héldu boltanum vel og reyndu að skapa sér eitthvað úr erfiðum stöðum eða bíða eftir Gerrard eða bakverði. Þessi sóknarleikur gekk vel miðað við aðstæður. Liverpool gekk vel að komast inn fyrir miðju Chelsea liðsins og þótt þeir væru ekki að skapa sér neitt fannst manni þeir oft vera einu einstaklingsframtaki frá dauðafæri. Chelsea svaraði síðan með skyndisóknum. Stórhættulegum þar sem þeir nýttu sér algjöran skort á almennilegum varnartengilið á miðju Liverpool-liðsins.
1-0 í hálfleik og þetta var séns. Einstaklingsframtaki væri hægt að breyta í mark. Í öllu falli fannst manni það vera ákveðið styrkleikamerki að Chelsea virtist vera búið að gefa eftir miðjuna og leyfa okkur mönnum að dóla sér með boltann fyrir framan vörnina.
Í hálfleik virtist di Matteo hafa messað vel yfir sínum mönnum. Chelsea komu stórhættulegir til baka í seinni hálfleikinn. Byrjuðu að tvímenna á einamana bakverðina og hlaupa á Allen og Sahin sem þola engan veginn slíka pressu. Guð hvað maður saknar Lucas. Sem betur fer stóðust Agger, Wisdom og Carragher álagið. Guð hjálpi okkur ef þeir hefðu ekki verið þrír þarna.
Að einhverju leyti fannst mér meiðsl Gerrard hjálpa okkur að hirða þetta mómentum af Chelsea liðinu. Það tók af þeim tempóið. Á svipuðum tíma kom Suso inn á fyrir Sahin og við aftur komnir í 4-3-3. Í raun lítið að gerast í leiknum á baða bóga. Suarez var þó horfinn og hafði ekkert sést í seinni hálfleiknum. Chelsea beindi traffíkinni á Sterling sem þó gerði vel í því að kljást við Chelsea vörnina. Það var yfirleitt ekki fyrr en á varnarmanni nr. 2 sem hann lenti í vandræðum.
Svo skorar Suarez. Úr föstu leikatriði.
Og við skyndilega komnir inn í leikinn aftur.
Og undir lokinn var maður eiginlega hundfúll að hafa ekki náð að hirða öll þrjú stigin. Við fengum færin til þess. (Og eruði alveg vissir um að Cech hafi verið löglegur í tæklingunni á Suarez? Ég sá þetta bara einu sinni í endursýningu og skyldi ekkert það sem þýsku þulirnir voru að segja – mér fannst allaveganna vera lykt af þessu)
Við gerðum semsagt jafntefli. Með dass af heppni í bland við virkilega góðar taktískar ákvarðanir hjá stjóranum náði liðið í 13. sæti jafntefli á Stamford Bridge og hefði getað stolið sigrinum í lokin.
Við lokuðum vel á helstu hættur Chelsea-liðsins. Til þess að skora markið þurftu þeir fast leikatriði og hausinn á John Terry. Af einhverjum ótrúlegum orsökum vorum við ekki gjörsamlega yfirspilaðir af þeim fjölda heimsklassaspilara sem skipa Chelsea liðið. Af einhverjum ótrúlegum orsökum tókst leikmönnum sem kæmust varla í varaliðið, hvað þá bekkinn hjá Chelsea, að halda þeim í skefjum. Það er afrek í mínum augum.
Brendan Rodgers vann taktískan sigur í dag. Það hefur alltaf legið fyrir að hann sé með hugmyndafræðina alveg á hreinu. Hvernig eigi að spila fótbolta. Í dag sannaði hann fyrir mér að hann hefur greind til þess að víkja frá þeirri hugmyndafræði þegar til þarf – og kjark til þess að skipta um áherslur í miðjum leik þegar þess þarf. Að hann hefur hugrekki til þess að spila á móti stóru strákunum, koma þeim í opna skjöldu og ná úrslitum. Það var það sem mig vantaði – til að geta treyst honum fullkomlega.
Sjálfur setti ég spurningamerki við það að taka Wisdom og Carragher fram yfir Coates. En þetta var rétt ákvörðun hjá honum. Carragher var hárrétti maðurinn til þess að éta Torres og þar sem Wisdom er heitur var líklega skynsamlegra að spila honum en hafa þrjá kalda í vörninni. Báðir spiluðu þeir vel fannst mér.
Það voru ekki þeir sem sköpuðu hætturnar. Hætturnar sköpuðust af skorti á varnartengilið. Þeim gekk síðan ágætlega að bregðast við þeim vandamálum sem sköpuðust af því. En einhvernveginn hef ég á tilfinningunni að Chelsea hefði gjörsamlega snýtt okkur ef við hefðum byrjað með 4 manna varnarlínu án varnartengiliðs.
Og þó Allen og Sahin hafi verið gjörsamlega að drulla upp á bak í dag – þá megum við ekki dæma þá af frammistöðu þeirra án Lucas. Í fjarveru hans eru þeir að vinna skítadjobb. Vanþakklát skítadjobb – sem hentar þeim illa. Við myndum ekki dæma varnarlínu eftir því hvernig hún myndi plumma sig án markmanns. Sínum miðudvergunum sömu tillitsemi.
En það styttist í Lucas. Guð minn góður. Ég þrái Lucas. Vertu þolinmóður Kristinn. Hann verður lengi að komast í gang. En það styttist samt í hann. Og það styttist í janúar-gluggann. Kannski eigum við séns. Kannski verðum við ekki dauðir úr hungri þegar þar að kemur.
En þessi leikur fannst mér allaveganna góður. Mjög góður.
Komment numer 55 er snilld, kannski ekki sammala ollu þar en samt vel rumlega langflestu, hafdi mjog gaman að þessu kommenti og mæli með að menn lesi það.
Serstaklega sammala þvi sem þu segir um lucas, hann er ljosarum betri en Allen ennþa og við soknun hans griðarlega mikið.
Málið er hinsvegar að það er ekki beint sanngjarnt að bera Lucas og Allen saman. Allen er hugsaður sem leikstjórnandi – á miðri miðjunni fyrir framan Lucas. Þar er hann bestur og til þess var hann keyptur og þar mun hann spila þegar Lucas kemur til baka.
já, mjög skemmtilegur pistill frá #55. Sérstaklega er ég sammála með að við söknum Lucas. Ég skrifa hins vegar ALDREI upp á að LFC sé einhver miðlungsklúbbur. Vissulega erum við búnir að vera í lægð undanfarin ár, en ekki gleyma því heldur að það eru ekki nema 7 ár síðan við urðum Evrópumeistarar og vorum síðan í topp 4 sætum a.m.k. fram til 2009 (ef ég man rétt). Vissulega hefur margt breyst undanfarin 3-4 ár og við höfum verið að ganga í gegnum erfiða tíma. Klúbburinn næstum farinn á hausinn undir stjórn Gillets & Hicks. Er samt ekki í nokkrum vafa um að þó að klúbburinn sé í lægð þá sé uppbyggingastarfið hafið og við eigum eftir að komast aftur á þann stall sem við eigum að vera á eftir 3 – 4 ár. Ef þú skoðar sögu stórliða þá kemur auðvitað í ljós að þau ganga öll einhvern tíma í gegnum tímabil þar sem þau eru ekki að berjast um titla.
LFC er og verður alltaf stórklúbbur!
Það er sjúklega fyndið að fylgjast með Suarez þegar hann er að fagna markinu. Snýr sér við og sér að enginn er að fagna með honum og hann er einfaldlega í einskismannslandi. Í hálfa sekúndu er hann rosalega undrandi, en heldur svo áfram að fagna.
Hér (linkur fjarlægður!) virðist þessi elska vera í viðtali við þetta sorprit….. Ekki það að ég vilji vera með einhverjar grimmar samsæriskenningar gegn þessum snilling en getur verið að þetta sé ástæðan fyrir því að hann hafi þurft að fagna einn?
Nr. 60
A – ekki beina fólki héðan á þennan klósettpappír, bara ekki.
B – Heldur þú í alvörunni að hann hafi bara sest niður með blaðamanni The S*n og spjallað um daginn og veginn…og það hafi bara með öllu farið framhjá netheimi?
C – Þetta er langt í frá í fyrsta skipti sem þeir gera viðtöl annara miðla við leikmenn Liverpool að sínum.
D – Afhverju varstu að ramba þarna inn? 🙂
Langar að skella inn smá hrósi hérna á Raheem Sterling. Mér fannst hann eiga afburða leik í dag. Maður hefur oft séð hann eiga frábærar rispur og eiga fína leiki en ég er ekki frá því að þetta sé heilt yfir einn sá besti sem ég hef séð hjá honum í aðalliðinu.
Hann vann gífurlega vel til baka og vann boltann nokkrum sinnum vel af Mata, Oscar og öðrum frábærum sóknarmönnum Chelsea. Hann hélt boltanum mjög vel þegar hann þurfti að bíða eftir að samherjar sínir kæmu framar á völlinn, bauð sig vel og var mjög hreyfanlegur, og hann átti nokkra líflega spretti í leiknum – svo ég tali nú ekki um þegar hann hoppaði yfir Terry í skallaeinvígi.
Mér fannst þetta mjög þroskuð og öguð frammistaða hjá þessum bráðefnilega strák. Hann má eiga það að hann virðist með mjög góðan fótboltahuga og virðist þroskast og bæta sig með hverjum leik. Var mjög ánægður með frammistöðu hans í dag.
Enrique er greinilega að raða inn stigum hjá mönnum hérna, ég ætla ekki að taka það af honum að hann er fljótur og sterkur en hann getur ekkert í fótbolta maðurinn, skoðið þið leikinn aftur, hann missti boltann eða sendi á mótherjann svona 20 sinnum í leiknum. Það getur varla talist gott..
Annars er ég sáttur við þetta stig, hefði verið gaman að sjá Suarez setjann aftur þegar hann komst í gegn en fyrsta snertingin var of veik, annars hefði hann klárað þetta ..
Suarez hefur kannski veitt Terry það bann sem hann átti skilið fyrir kynþáttaníð..
Það var frekar hallærislegt að fagna ekki með Suarez – ég held hins vegar að á þessum tímapunkti hafi menn bara verið á þeim buxunum að vinna leikin en ekki haft neinn sérstakan áhuga á enn einu jafnteflinu. Mörg lið hefðu verið farið í það að tefja leikinn eftir að hafa jafnað gegn Chelsea en Liverpool voru skyndilega komnir með vind í seglin á þessum tímapunkti og ég held að það sé eina skýringin á þessu litla og lélega fagni – jú og kannski voru menn aðeins og fagna með Carra fyrir að eiga fyrstu stoðsendingu sína síðan 2009…
Sorry með linkinn, dómgreindarleysi á háu stigi.
Sá þessa sömu spurningu frá facebook “vini” mínum ásamt linknum…. og “rambaði” hauslaus þar inn fyrir vikið.
Biðst aftur velvirðingar.
Veit ekki alveg hvort ég sé sammála leikskýrslunni í einu og öllu.
Ég held t.d. að á góðum degi hefði þetta Chelsea lið skorað allavega 3-4 mörk á okkur mv. færin sem þeir fengu. Chelsea dómineraði leikinn en þetta hefur svo sem verið sagan með okkur í vetur. Þ.e. við dóminerum leiki en þessi eins sókn andstæðingsins skilar marki (eða Reina gefur mark).
Joe Allen byrjaði ekki vel en vann sig ágætlega inn í þetta.
Nuri Sahin hefur ekki ennþá sýnt mér af hverju hann ætti að vera í byrjunarliði í staðin fyrir Suso sem kom mjög sterkur inn á miðjuna. Held að það sé hans staða en ekki á kantinum.
Enrique var okkar LANG besti maður. Spurning hvort hann sé að koma til eftir brösulegt gengi undanfarið.
Það hefði verið sætt að stela sigri í þessum leik en mv. hvernig þetta spilaðist þá held ég að flest allir séu sáttir með stig.
Hins vegar er ég að verða “nett” leiður á að Rodgers sé endalaust að hrósa mönnum í viðtölum sama hvort liðið tapar eða vinnur. Auðvitað geri ég mér fulla grein fyrir því að stundum á liðið skilið hrós eftir góðann performance, þó það vinni ekki leikinn en í þessum leik voru Chelsea betri í 70+ mínútur og lengi vel virtust þeir ætla að sigla þessu “auðveldlega í land”.
Svo bara næsti leikur!
YNWA
Ætla ekki að hnoða í einhvern niðurrifspóst hérna, þeir hafa verið fullmargir hérna á undanförnum vikum og mánuðum, og er í sjálfu sér skiljanlegt, enda erum við með jafnmörg stig og ******** Tony Pulis og co í Stoke. Ætla samt sem áður að biðja menn að anda með nefinu þegar kemur að José Enrique. Hann er búinn að vera svo hryllilega slakur á seasoninu að stundum hefur magaþemba gert vart við sig. Reyndar honum til varna, virðast leikmenn liðsins leita alveg hreint óheyrilega mikið til hans, hann að hamast í 2-3 leikmönnum andstæðingsins alveg á hliðarlínu vallarins, sem endar oftast nær þannig að þeir auðvitað ná tuðrunni. Hann átti ágætisleik í gær, alls alls alls ekkert meira en það.
Carragher, ekki uppáhaldsfótboltamaðurinn minn í liðinu, en fer á topplista yfir uppáhalds-Liverpool mennina mína átti fínan leik í gær, augljóslega gott fyrir leikmenn eins og Wisdom að hafa mann eins og Carragher sér við hlið, en Carra er að græða á því hversu Skrtel og Agger hafa heilt yfir verið slakir á seasoninu. Glen Johnson var frábær í gær og finnst mér hann hafa verið nokkuð stabíll það sem af er. Agger átti ágætan leik, fyrir utan markið hjá Chelsea. Miðjan hjá okkur allt í lagi, Allen eins og grjót varnarlega, líkt og hann hefur verið síðan hann kom, en hefur dalað því miður sóknarlega, þ.e. sendingarnar hjá honum hafa ekki verið eins og þær voru í byrjun. Steven Gerrard. Það er auðvitað augljóst að hann er ekki sami leikmaðurinn og hann var, svo dæmigerður Gerrard fyrir örfáum árum að klína honum í hornið á lokamínutum leikja og færa liðinu 3 stig en sá tími er því miður liðinn og kemur alls ekki aftur.
En tek það aldrei af Gerrard að hann hefur, þangað til Suarez kom, borið þetta lið á herðum sér í áratug svo augljóslega heldur hann ekki sama dampi allan sinn feril. Þá þurfa aðrir að taka við, og Suarez er 158% sá leikmaður, enda hef ég gert það að tilllögu minni, reyndar bara í litlum smábæ hér norður í landi á íslandi að Suarez verði gerður að fyrirliða liðsins, á eftir að færa fagnaðarerindið út til Rodgers. Er handviss um að Suarez færi vel með bandið, reyndar fer svona fyrirliðabands-umræða svolítið í taugarnar á mér, en ég veit það að á englandi og eflaust víðar, er um geypilega mikilvægt hlutverk að ræða, en já, gera Suarez að fyrirliða allan daginn. En já, Suso kemur svo inn, og þó mér þyki gaman af honum núna, búandi yfir augljósri tækni og leikni að þá hlakkar manni til þess, vonandi á næsta tímabili og allvega þarnæsta að sjá hann, með aðeins meira kjöt utan á sér, í búningi Liverpool. Sterling hefur auðvitað komið, séð og sigrað. Hlutverk hans í liðinu er ofboðslega stórt hugsa ég, hugsa að hann fari snemma í liðið hjá Rodgers þegar hann velur sér næsta lið. Jones var góður í leiknum, og virkaði nokkuð góður og öruggur á boltann, og held ég að hann hafi ekkert getað gert í glæsilegri afgreiðslu Terry í markinu. En hvort að hann eigi skilið sjensinn áfram með þá væntanlega Reina á tréverkinu veit ég ekki, en kannski fínt að Reina fái smá blóð í tennurnar.
Þrátt fyrir að þetta hafi verið fyrsti assistinn hjá Carra síðan hann hann þjónaði til borðs í 11 ára afmælinu sínu, að þá ættu leikmenn liðsins að skammast sín fyrir að fagna ekki markinu hjá Suarez með honum, hann var að jafna leikinn þegar ekkert leit út í sjálfu sér að Liverpool færi með 1 stig með sér á Anfield, jafnaði leikinn gegn evrópumeisturunum, og ef einhver leikmaður í liðinu á það skilið að samherjar hans fagna markinu sínu, er það Luis Suarez.
Svo að sjá torres ganga af velli undir vinki Liverpool-aðdáenda var hreint út sagt yndisleg stund og upplifunin af því áhorfi var svipuð og þegar ég fékk SegaMegaDrive í jólagjöf frá foreldrum mínum á 13-14 ára.
Hef annars ekki þungar áhyggjur af þessu, 8 aum stig í 4.sætið og þegar (ekki hvort) eigendur liðsins mæta nú til englands í janúar og eyða mánuðinum þar með Rodgers í að fá til liðsins góða leikmenn hef ég góða tilfinningu fyrir þessu bara.
Ég sé nú ekki marga vera að fara á taugum hjá Arsenal sem eru nú bara með 4 stigum meira en við :o). Við færumst ofar í töfluna með hverjum leik og ég held að við verðum í ágætis málum í vor ef við fáum alvöru línupotara í janúar. Flott breyting hjá BR í seinni hálfleik. Gott að vera með mann sem tekur af skarið í stað þess að bíða fram á 85 mín með skiptingar.
Loksins einhver sem er farinn að lesa þessar skita hornspyrnur hja Liverpool fer aldrei yfir fyrsta mann a nærstöng Carragher hleypur þa fram fyrir alla og reddar þessu.
Sælir,
það eru 10 leikir þangað til glugginn opnar í janúar og ég geri þá kröfu að það séu 30 stig í hús, þ.e.a.s. verðum með 42 sig 2 janúar 2013 🙂 þið sáuð það fyrst hér 🙂
17.11.2012 Liverpool :Wigan
24.11.2012 Swansea :Liverpool
28.11.2012 Tottenham:Liverpool
1.12.2012 Liverpool :Southampton
8.12.2012 West Ham:Liverpool
15.12.2012 Liverpool :Aston Villa
22.12.2012 Liverpool :Fulham
26.12.2012 Stoke:Liverpool
29.12.2012 QPR:Liverpool
1.1.2013 Liverpool:Sunderland
Björgvin.
Allir Arsenalvinir mínir voru brjálaðir eftir helgina. Enn einu sinni orðið ljóst að þeir munu ekki keppa um titilinn og í þeirra tilviki á klúbburinn fullt af peningum sem hann aflar á “réttan” hátt en stjórinn vill ekki eyða þeim í leikmenn eða há laun.
Og eins og með Judasinn okkar þá vinna gamlir Nallar titla með liðum sem eyða þessum peningum.
Tottenhamaðdáendur eru farnir að kalla á Harry aftur og Newcastleaðdáendur hringdu inn eftir tapið gegn West Ham í gær og töldu Pardew ekki vera tilbúinn í “næsta skref” með sinn klúbb.
Fótbolti hefur löngu hætt að hugsa lengra aftur í tímann en viku og helst ekki meira en mánuð fram á við.
En viðtalið hans Rodgers eftir leik fannst mér alveg magnað og til marks um hugrekki. En það ræði ég betur í podcasti kvöldsins…
Lucas meiddist hjá okkur á móti Chelsea í nóv í fyrra og var frá út tímabilið… Terry meiðist núna á sama tíma á móti okkur , frá út tímabilið … Karma is a bitch..
Nb. ég er ekki að gleðjast yfir meiðslum Terry, sem einhverjir neikvæðnishausar gætu lesið úr þessu…þeir mega eiga það, .. Þetta er bara friendly observation..
Talandi um karma – þá er það svo sannarlega bitch, því Terry átti auðvitað að fá lengra bann og ekki spila þennan leik. Þá væri hann líka heill heilsu.
En varðandi leikinn, þá finnst mér (líkt og fleirum) að menn taki ekki nógu alvarlega dauðafærin sem Chelsea klúðrað í fyrri hálfleik. Það er í sjálfu sér ekki mikil breyting á varnarleik liðsins þótt þetta jafntefli hafi náðst, við erum enn mjög viðkvæmir fyrir hröðum sóknum og það er frekar auðvelt að koma sér í færi þegar boltinn tapast á miðsvæðinu. Það er fyrst og fremst aulaskapur Chelsea – og breytingar Rodgers – sem náðu þessu stigi fyrir okkur. Þeir hefðu hæglega getað verið komnir í 3 eða 4-0 í hálfleik.
71
Einu sinni hefði maður brosað hringinn með þetta leikjaplan framundan.
Það voru góðir tímar í kringum 1990!!
Vonum það besta samt.
þetta var gott,,,að hafa Sterling,Suso og Sahin alla inná er ofmikið..virðumst vera þá færri inná vellinum.. Sahin er svo seinn að hann getur ekkert varið sitt pláss.. Eins er Shelvey bestur upp í stúku. Coates virðist ekki alltaf vera með þetta svo ..Cole og Downing mega svo bara fara. Þurfum meiri þunga/tæklara á miðjuna, erum heldur léttir þar…..en þetta kemur allt ,,,BR er kominn til að redda þessu……….
Rodgers hefur alltaf haldið því fram að við munum sjá það besta frá Joe Allen þegar Lucas kemur til baka, þá verður Allen sókndjarfari. Vonum að þetta sé rétt hjá Rodgers.
Brendan segir þetta nú bara blákalt eftir leik. 8.sætið eða ofar yrði frábær árangur, skemmtilegt hvað væntingarnar eru hægt og rólega á leiðinni niður. Það er líklegast afleiðingin að skipta um kerfi og dæma alla leikmenn sem voru keyptir í 4-4-2 kerfi ónothæfa. Held að eigendurnir hafi ekki hugmynd um hvað er í gangi. Vonandi koma 1-2 inn í janúar, geri mér engar vonir samt, og næsta sumar tekst að selja deadwoodið. Þetta er gjörsamlega fáránlegt síson.
Rooney og VanP báður útúr landsleikjum miðvikudagsins. Ég veit ekki hvað maður hefur séð þetta oft, eitthvað smá hnjask og svo eru þeir mættir í næsta deildarleik ferskir eins og vindurinn. Gamli sér um sína…….
Tjahh ekki það að ég sé að verja tyggjókallinn en ég skil vel að Rooney spili ekki þennan landsleik þar sem hann fékk hörkuhögg í leiknum á móti villa og var tekinn útaf í stöðunni 2-2 og miðjumaður settur í hans stað….líklegast ekki venjan hjá tyggjókallinum að taka sóknarmann útaf þegar hann er að reyna vinna leik.
Hins vegar get ég bara ekki fyrir mitt litla líf skilið hvernig Gerrard sem hefði með réttu átt að fara útaf þegar hann meiddist á móti chelsea ef við hefðum haft einhvern góðann skiptimann er að fara spila þennan handónýta vináttuleik tæpur!!!!!
Nú vil ég bara að hann fari og hætti þessu landsliðsdútli sínu og girði sig í brók hjá Liverpool, því hann er ekkert að verða yngri og spilamennska hans myndi líklegast bara lagast ef hann myndi einbeita sér að liverpool(hún getur allavegana ekki versnað). Við þurfum á fullfrískum Gerrard að halda.