Gleðilegt ár! Hið hörmulega ár 2012 er búið fyrir Liverpool og kemur aldrei aftur. Ég hef ekki lesið mikið af tölfræði um árið (enda er ég ekki masókisti) en þetta ár í deildinni hlýtur að vera með þeim allra verstu í sögu Liverpool. Ömurlegur síðari hluti síðasta tímabils og svo ein versta byrjun Liverpool í deildinni á þessu tímabili.
En núna er komið nýtt ár og það hlýtur auðvitað allt að batna þá. Ég get í alvörunni ekki séð hvernig þetta ár á að verða verra en 2012.
Eitt af áramótaheitum mínum var að gera mér engar vonir um sæti í Meistaradeildinni hversu nálægt henni mér finndist við vera. Og eitt af hinum áramótaheitunum er að svekkja mig ekki á úrslitum annarra liða. Liverpool þarf að vera fyrir ofan svo mörg lið að það er hreint ómögulegt að eiga góðan laugardag ef maður ætlar að vonast eftir slæmum úrslitum hjá Man U, Tottenham, Arsenal, WBA, Everton og Stoke allt á sama deginum. Við verðum öll snargeðveik ef við ætlum að pirra okkur á hverjum sigri þessara liða.
Nei, ég ætla bara að fylgjast með Liverpool og vona að þeir vinni alla sína leiki. Ef við vinnum þá alla, þá er ekkert ómögulegt að við náum að vinna upp 8 stiga forskot Tottenham á okkur. Ég sé ekki að það sé samt að fara að gerast og því á ég mér eftirfarandi raunsæja von um þetta ár.
1. Við bætum við okkur Sturridge, Ince og 1-2 leikmönnum í janúar.
2. Við bætum okkur í deildinni. Við eigum klárlega að vippa okkur upp fyrir Stoke og WBA – og mig grunar um að við verðum í baráttu við Everton um 6. sætið. Ég held að það sé of mikið að ætlast til þess að bæði Arsenal og Tottenham eigi slæman seinni hluta tímabilsins, þannig að ég tel að Meistaradeildarsæti sé óraunhæft, en ég tel að það sé vel mögulegt að við lendum í 5-6.sæti. Ég verð ekki fúll yfir 6. sætinu og miðað við fyrri hluta tímabilsins þá myndi ég vera nokkuð sæll með 5. sæti.
Svo eigum við gott sumar þar sem við náum í 1-2 mjög góða leikmenn, Rodgers nær að læra af sínum mistökum og við gerum svo atlögu að Meistaradeildarsætinu á næsta tímabili. Mikið meira en þetta tel ég ekki raunhæft.
En allavegana, við mætum á morgun Sunderland á Anfield. Fyrri leiknum í september á útivelli lauk með 1-1 jafntefli þar sem að Suarez skoraði okkar mark. Við vorum miklu betri, en Sunderland skoraði úr sínu eina færi í leiknum og við náðum bara að jafna.
Liverpool vann auðveldan sigur á QPR í síðasta leik og virðist hætt að gera jafntefli, sem er ágætt. Við gerðum ekkert jafntefli í deseember til að mynda. Enrique er meiddur, en annast býst ég við svipuðu liði og gegn QPR, nema að Downing fer í bakvörðinn. Og ég spái því að Lucas komi aftur inn og með því færist Henderson framar. Að því gefnu auðvitað að Sturridge verði ekki kominn til okkar á morgun.
Byrjunarliðið var svona:
Johnson – Skrtel – Agger – Downing
Gerrard – Lucas – Allen
Henderson – Suarez – Sterling
Sunderland liðið siglir nokkuð lygnan sjó í 14. sætinu. Þeir töpuðu fyrir Spurs í síðasta leik, en unnu þar á undan Man City og Southampton. Þeir hafa unnið 2 af síðustu 6 útileikjum, en Liverpool hefur unnið 4 af síðustu 6 heimaleikjum.
Ég ætla að spá okkur sigri annað kvöld. Henderson setur eitt og Suarez eitt í 2-0 sigri.
Við vonum svo öll að 2013 verði upphafið að endurreisn okkar ástkæra klúbbs. Nógu hafa síðustu þrjú ár verið hræðileg.
Gleðilegt ár, Liverpool ár. Sannarlega hef ég trú á því að leikimenn okkar ástkæra félags mæti tví ef ekki þrí efldir í alla næstu leiki og hef ég tröllatrú á þessu ári fyrir okkur, sem elskum þennann klúbb,,, sniff sniff kjökr,,, en tökum þetta á morgun og sýnum að þetta lið er farið að rúlla á réttu brautinni. 3-0 Suares með öll mörkinn.
Verð að segja að ég verð fyrir vonbrigðum ef við bætum ekki við okkur ekta markaskorara í glugganum. Ba myndi henta okkur vek að mínu mati. Láta hann svo spila fremstan með Suarez og Sturridge hægri og vinstra megin myndi skila mörkum. Annars er ég hæfilega bjartsýnn fyrir þennan leik og spái jafntefli. Eins og ávallt veltur allt á því hvort Suarez verði í stuði.
1-1 Suarez með okkar mark
Það bara kemur ekkert annað til greina en þrju stig a morgun og ekki væri verra ef það yrðu örugg 3 stig. Eg spai að okkar menn verðu i stuði a morgun og taki leikinn 4-0 eða4-1 þar sem suarez setur 2, gerrard eitt og johnson eitt.
Vonandi verður buið að tilkynna sturridge fyrir leikinn a morgun og vonandi fylgja 2-3 leikmenn honum inn um dyrnar a næstu dogum..
Tek undir komment numer 2, demba ba og sturridge væri algjor draumur, var að lesa sluður a twitter sem segir að umboðsmenn demba ba seu að fara ræða við liverpool. Hef samt enga tru a þessu, ef chelsea getur ekki borgað honum launin sem hann vill þa getumvið það pottþett ekki.
Fín upphitun. Ég er sammála því að það er sniðugt að stilla væntingunum í hóf svona í upphafi árs og það er góð þumalputtaregla að hætta að horfa á úrslit annarra liða. Ókei, kannski bara Everton, en láta hin vera. Við verðum að ná Everton, hvert svo sem lokasætið í deild verður. 🙂
Annars lýst mér vel á þennan leik á morgun. Ef þessi blessaði vírus er ekkert að spilla fyrir er ég mjög bjartsýnn á sigur. Auðvitað getur liðið alltaf drullað á sig á la Aston Villa um daginn en við verðum að gera kröfur til þessa liðs. Þeir eiga að vinna Sunderland á heimavelli.
Ég held að við sjáum breytingar á liðinu, til að rótera meira en Einar er að leggja til. Gæti jafnvel séð Wisdom, Carra, Suso, Assaidi, Coates, Cole eða jafnvel einhverja fleiri til þess einfaldlega að dreifa álagi. Við meigum ekki við mörgum lykilmönnum meiddum félagar.
Sterling var t.a.m. ekkert að gera gott mót á móti QPR og ætti þar af leiðandi ekki að eiga skilið að byrja leikinn.
Ég er hinsvegar sammála því að þetta er sennilega sterkasta byrjunarliðið, en ég myndi þó hafa Gerrard frammi hægra meginn en ekki Henderson.
Ég er þó hand viss um að við vinnum Sunderland og hlakka til að horfa á leikinn.
YNWA!
Gleðilegt árið kæru Kop’arar til sjávar og sveita, og kærar þakkir fyrir þá frábæru og óeigingjörnu þjónustu sem okkur aðdáendum Liverpool er veitt hér, sú þjónusta verður seint fullþökkuð : )
Algerlega sammála upphitununni, og nýársheitunum sem henni fylgir.
Ég get ómögulega sé annað í spilunum en sigur á morgun, þátt fyrir sögulegan tendens okkar manna til uppáskitu á heimavelli í of langan tíma.
Sigur og ekkert annað, sama hvernig það hefst.
Já við vinnum Sunderland og endurreisnin heldur áfram, þó með sínum hliðarverkunum eins og verið hefur. Þetta tekur tíma og góðir hlutir gerast hægt þegar ekki eru til digrir sjóðir olíu- og mafíupeninga. Það er klárlega rétt leið að draga úr svimandi launagreiðslum leikmanna sem NB virðast ekkert vera betri en aðrir launalægri. Af hverju í fjandanum er Joe Cole ekki að spila meira sem dæmi? Þetta er afar áhugavert dæmi með hann.
Mér líst vel á slúðrið sem er í gangi og ég er þess fullviss að BR komi okkur á óvart í janúar og svo enn frekar í sumar. Hann er með þetta og hann mun sýna það þegar hans vinnubrögð verða orðin meiri á liðinu okkar.
Fyrsti heimaleikur ársins skal og verður að vera heimasigur.
Fraamistaðan sem var á Anfield á seinasta ári er langt frá því að vera viðunandi og vonandi byrjar þetta með látum og 3 stigum í hús.
Sturridge verður aldrei í hóp þó svo að hann yrði staðfestur í kvöld eða á morgun en vonandi verður hann staðfestur sem allra fyrst.
Ég vil svo sjá liðið svona á morgun.
Reina
Wisdom Skrtel Agger Johnson
Lucas Allen
Hendo
Gerrard Suarez Downing
Ég vil sjá Sterling úr liðinu vegna þess að hann hefur ekki getað rassgat í marga leiki núna og hann hefur gott af því að verða sveltur aðeins og frá smá meiri greddu í hann. Svo er spurning hvort að Sahin verði kannski þarna inni á kostnað Allen eða Hendo. En Wisdom vil ég fá í bakvörðinn enda á Downing ekki að koma nálægt vörninni okkar.
Þetta verður vonandi þægilegur 2-0 sigur ef að Suarez verður í stuði.
Ekki veit ég hvað gerðist með textan hér að ofan.
Þetta er farið að minna á Dalglish tímabilið, þessi keppni um 4.sætið. Við erum einhvern veginn alltaf með þrátt fyrir afleitt gegni en samt alltaf svo ótrúlega ekki að fara að ná því.
En á meðan Suarez spilar fyrir Liverpool þá trúir maður alltaf að liðið geti unnið, og eftir úrslit dagsins þá væru 3 stig vel þegin. Komast upp fyrir Swansea og Stoke. Svo skiptir líka máli þegar viðræður eru í gangi við leikmenn að liðið sé ekki að skíta á sig á meðan. Spái 1-0 sigri. Suarez með markið.
Koma svo!!!
Lítið að marka leikinn á móti QPR enda trúðslegasta lið deildarinnar síðan Derby County var og hét 07-08. Maður heldur áfram að búa sig undir að allt geti gerst á morgun, væri líka gaman að fara sjá Sahin detta inn veit reyndar ekkert hver staðan á honum er hvort hann er meiddur eða skorti leikæfingu. Vonast eftir þessu byrjunarliði:
Reina
Johnson Skrtel Agger Downing
Lucas Sahin
Gerrard
Suso Suarez Sterling
Leikjaprógrammið er þétt en það gildir um öll lið og Sunderland hafa verið að spila efiða leiki upp á síðkastið, Tottenham og City. Liverpool vinnur 3-1 eftir að hafa lent undir Suarez 2x og Gerrard innsiglar!
Nú veit maður ekkert hvort fleiri hafi fengið þennan vírus, eða hvort einhverjir verði e.t.v. smitaðir á morgun. Það er því illmögulegt að spá fyrir um liðið. Þá vonar maður að engir sundboltar verði leyfðir á leikvanginum. Hvað úrslit varðar þá vona ég það besta en bý mig undir það versta.
Gleðilegt ár félagar.
Ég vona að flensan sem var að ganga í herbúðum Liverpool sé í rénun og að allir leikmenn séu heilir heilsu fyrir þennan erfiða leik. O´Neil lætur lið sitt liggja tilbaka og hægja á öllum leiknum í von um að stela stigi út úr þessum leik.
Ég vona að Wisdom fái tækifærið hægra megin og að Johnson verði í stöðu vængmanns hægra megin. Ég vill helst sjá þetta svona.
Reina
wisdom agger skrtel downing
gerrard lucas allen
johnson suarez suso
Svo er bara að fylgja eftir góðum fyrri hálfleik frá síðasta leik og vinna þetta sunderland lið því ekki veitir okkur af stigunum fyrir erfiða útileiki gegn manutta arsenal og man city í deild sem allir koma núna í röð. Það verður alvöru próf fyrir liðið okkar og vonandi verðum við komnir með eins og tvo nýja GÓÐA leikmenn sem geta bætt gæðum inní liðið okkar fyrir eitthvað af þessum leikjum.
Ég er fullur vonar.
Hinsvegar er tvennt sem er á móti okkur í þessum leik. Í fyrsta lagi erum við á heimavelli og í öðru lagi unnum við síðasta leik sannfærandi. því spái ég því að við töpum þessum leik 0-2. Spái því einnig að Sunderland komi til með að eiga c.a. 3 skot á markið.
Neikvæður ?.. já. ég á erfitt með að vera jákvæður miða við úrslitin á móti Aston Villa og Stoke.
Vona ég það besta ? .. óóóójá…
Góða kvöldið bræður og systur.
Eftir mikla yfirlegu á netinu komst ég að þeirri niðurstöðu að líklegt byrjunarlið okkar skýrist ekki fyrr en stjórinn tilkynnir það. Ég persónulega vil sjá meira af Coates og Aissidi þeir verða að fá að spila til að sanna sig, það þýðir ekkert að spila alltaf á sömu gæjunum og tala svo um að hinir hafi ekki spilað nóg.
Datt engum nema mér í hug að senda útsendara til Sunderland og láta þann útsendara vera með vírusinn góða meðferðis? Það hefði nú kannski hjálpað eitthvað. En maður á ekki að óska neinum ills því það hefur tilhneigingu til að koma í bakið á manni, þannig að þetta var bara grín hjá mér ( skamm skamm)
Sem betur fer er vinnudagur á morgun og ég verð því upptekin svona til kl 16:00 og geri þá fólk í kring um mig ekki brjálað. Þið vitið hvernig leikdagar eru hér á bæ. Yfirmaður minn er Poolari þannig að við þjáumst bara saman og verðum á netinu á morgun…
Allavega vinnur okkar ástkæra lið með fleiri mörkum en andstæðingurinn og þessi niðurstaða breytist ekki fyrr en annað kemur í ljós.
Ef við höfum ekki trú á okkar mönnum hvernig eiga þeir þá að hafa trú á sjálfum sér. Stillið nú hátalarana á græjunum á hæðsta styrk og finnið lagið okkar á netinu og spilið það og sendum allar okkar bestu hugsanir til strákana okkar sem langar alveg jafn mikið (ef ekki meira) til að vinna á morgun. You Never Walk Alone!!!!!
Þangað til næst
Kæru síðustjórar.
Gleðilegt ár! Hjartans þakkir fyrir þetta merkilega og óeigingjarna starf sem þið vinnið fyrir okkur Púlara.
Afl grasrótarinnar af bestu gerð unnið af ósviknum áhuga og kærleika í garð besta fótboltafélagsins hvað sem líður einstaka úrslitum og búksorgum til lengri og skemmri tíma.
Árið 2013 verður árið þar sem endurreisn félagsins fer að skila sér í alvörunni að mínum dómi. Ef við horfum á það sem FSG er að gera ásamt Brendan og hans liði blasir við að mikill framgangur verður seinni hluta tímabilsins. Kannski hæpið að það skili okkur í CL í vor en síðan kikkar þetta inn á næsta tímabili.
Þetta er algjörlega öruggt!
sælt verið fólkið.. ég ætla að byrja á því að þakka fyrir að árið 2012 er liðið.. yesssssssssssss.. en ég ætla að koma með tvo spádóma hér en ætla að spá því sturridge verði kyndur fyrir stuðningsmönnum liverpools á morgun fyrir leik og að við vinnum öruggan sigur á morgun 3-1 og þeir skora bara í blálokinn… yfir og út
3-0 og Suarez með öll mörkin.
Annars er mikið verið að skúbba um að Liverpool sé búið að gera tilboð í Sneijder! Hversu mikill fengur yrði sá maður fyrir klúbbinn!?
Sturridge og Ba fyrir 20m og svo splæsa í Sneijder þá verður þetta spennandi seinnihluti af seasoninu. Sorry en Sturridge og Ince eru ekki að fara styrkja liðið nógu mikið.
Flott upphitun. Mér finnst ansi ólíklegt að hann Henderson setji mark í þessum leik en ég er samt algjörlega tilbúinn að éta þetta hrátt ofan í mig ef Hendo verður á skotskónum. Ég vona bara innilega að LFC byrji þetta ár á sigri. Dr. Jekyll spáir þessu 3-1 en svartsýnispungurinn hann Mr. Hyde spáir þessu 0-0.
Það er uppi orðrómur um að þetta sé liðið í dag:
Reina
Johnson – Skrtel – Agger – Downing
Henderson – Lucas – Allen
Gerrard – Suarez – Sterling
Svo eru menn líka að slúðra um að Sturridge-kaupin verði staðfest fyrir leik í kvöld. Sjáum til með það. Wesley Sneijder kemur hins vegar aldrei til Liverpool, ef þið haldið að við séum að borga þau laun sem hann fer fram á skjátlast ykkur. Því miður, frábær leikmaður þar á ferð en hann fer í lið í Meistaradeild sem borgar alvöru laun. Hann er sem sagt að fara að flytja til Parísar í janúar. 🙂
Ég er nokkuð bjartsýnn fyrir þennan leik, ætla spá öruggum 3-0 sigri þar sem fyrirliðinn setur einn screamer!!
Ef við myndum losna við Cole sem er skv fréttum með 70-90þúsund pund á viku, þá held ég að það væri alveg raunhæft að bjóða Snejder samning upp á 120þúsund pund, við erum búnir að lækka launakostnaðinn svo rosalega að það væri alveg raunhæft held ég að fá inn svona risa leikmann og borga honum mannsæmandi laun. Ancelotti er búinn að gefa það út að þeir ætlil ekki að fá hann. Hitt er annað mál hvort hann myndi taka 120þúsund, meistaradeildin skiptir engu þar sem hann má hvort sem er ekki spila með öðru liði….. Draumórar en það var líka sagt þegar við vorum orðaðir við Torres á sínum tíma 😉
Væri til í að sjá þetta lið í kvöld:
Suárez
Sterling-Gerrard-Suso
Allen-Lucas
Johnson-Agger-Skrtel-Wisdom
Reina
Ég vil sjá Liverpool spila 4-2-3-1. Allen/Sahin og Lucas fyrir framan vörnina og svo Downing – Gerrard – Sterling fyrir aftan Suares. Svo þegar Sturridge kemur að þá er hægt að færa Suares aðeins aftar í söðu Downings eða Sterlings. Þessi leikaðferð styrkir vörnina og sóknina án þess að komi niður á miðjunni. Auk þess held ég að þessi leikaðferð hennti einnig þeim Suso, Shelvey og Assaidi vel og tala ekki um Ince ef hann kemur.
Ég er sammála Einari Erni, við eigum að hætta að einblýna á 4 sætið, liðið er að setja óþarfa pressu á sig með þessum yfirlýsingum. Tökum lítil skref í einu í átt að toppnum, hef fulla trú á Brendan Rodgers vonandi að hann fái allan þann stuðning sem hann telur sig þurfa frá eigendum félagsins, öðruvísi er þetta ekki hægt nema við sættum okkur endalaust við að vera að berjsta um sæti í evrópudeildinni.
Hef trú á því að okkar menn mæti öflugir til leiks í kvöld og vinni leikinn örugglega.
Tökum þetta í kvöld!!!
Sterling með eitt og “Hyypia með skalla” með hitt.
Vona bara að Sunderland haldi strandboltanum á bekknum: http://www.youtube.com/watch?v=K5loeV-_4og
YNWA
Orðrómur um að LFC vilji skila Sahin í janúar. Veit einhver eitthvað meira um þetta?
Nr. 27
Ekki séð þetta frá áreiðanlegum aðilum en það er nokkuð hávært að Inter vilji taka yfir lánsdílinn við hann og við séum til í að losna við hann af launaskrá.
Botna ekkert í þessu ef satt er en ég er nokkuð viss um að við getum notað þá miðjumenn sem Inter getur notað.
Svipað með Coates sem er orðaður við elítuna á ítalíu.
Very much silly season ennþá samt.
Annars er að detta inn BREAKING NEWS á LiverpoolFC.com núna á næstu mínútum, 99,8% líkur á að þar verði Sturridge staðfestur sem leikmaður Liverpool.
Það er búið að staðfesta Sturridge samkvæmt þessu :
http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/liverpool-complete-sturridge-signing
Insjallah.. Carl Berg
Þetta er easy win…..
Annars finnst mér alltaf jafn skemmtilegt þegar þið “upphitarar” á þessari frábæru síðu eruð að spá því að Henderson, Coates, eða jafnvel Lucas séu að fara að skora mörk í þeim leikjum sem þið skrifið um.
Þetta einfaldlega hlýtur að vera gert með vott að húmor að leiðarljósi eða þá góðri skvettu af bjartsýni sem er jú einkenni okkar poolara!
Gleðilegt nýtt ár!
oooooooog STAÐFEST http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/liverpool-complete-sturridge-signing
http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/liverpool-complete-sturridge-signing
Gott mál 🙂
Finnst þetta samt meðalmennska. En hann hefur aldurinn með sér . Vonandi fær hann að spila á toppnum og verður grimmur markaskorari. Þá skal ég ekki stimpla þessi kaup sem meðalmennskukaup.
Þá er það bara spurning um hvort við klárum næstbest geymda leyndarmálið á markaðnum. Tom Ince.
Spennandi
Gott mál, gott að þetta er í höfn. Guð minn góður hvað okkar vantaði striker! Auðvitað hefur maður pínu áhyggjur af því að það muni taka tíma að trekkja hann í gang, enda maðurinn lítið búinn að spila. Ekki gleyma því samt að hann er ungur og á vonandi eftir að reynast happafengur. Nú er bara að vona að QPR eða West Ham fái Cole frá okkur (eins og orðrómur er um) og við kaupum a.m.k. tvo leikmenn til viðbótar.
er ekki yfir höfuð bjartsýnn með öll þau kaup sem klúbburinn gerir, þó maður hafi verið sú týpa einu sinni… (hélt að þegar við fengum pongolluna, letallec og bruno cherou að við myndum rústa öllum).. en tölfræðin lýgur ekki með sturridge. Var geysiöflugur í arfaslöku liði Bolton sem féll.. setti 8 mörk í tólf leikjum með þeim..Kláraði síðasta season með 13 mörk í öllum keppnum með bæði chelsea og bolton…(skv, lfc heimasíðu) – Er ekki verið að tala um 12 millj.punda ? Sem er grín sé tekið mið af öðrum fjárfestingum lfc. ( sé reyndar að hann er ekki mikið fyrir stoðsendingarnar, vona að það komi bara).
Jæja Liverpool heldur áfram í metnaðarlausu meðalmennsku kaupmennsku sinni og kynnti í dag kaup á Daniel Sturridge.
Sælir félagar
Þessi leikur leggst einhvernveginn vel í mig. Þeir sem eiga að skila mörkum fyrir LFC hafa nú fengið samkeppni frá nýjum leikmanni. Svo það er betra fyrir þá að fara að skila einhverju (les. Sterling).
Annars bara allt gott og nýja árið verður okkur gjöfulla en það síðasta það er ég viss um. Ekki það að erfitt verði að toppa síðasta árið. En leikurinn í kvöld verður eftir minni uppáhaldsspá 3 – 1. Carra skorar þriðja með skalla svo það er eins gott að hann komi inná.
Það er nú þannig.
YNWA