Byrjunarliðið gegn Everton

Þá er orðið ljóst hvernig Rodgers stillir upp í Merseyside-derby sem er á hinum óvenjulega tíma þriðjudegi.

Liðið er svona:

Mignolet

Flanagan – Skrtel – Toure – Cissokho

Sterling – Gerrard(c) – Henderson – Coutinho

Suarez – Sturridge

Bekkur Jones, Kelly, Ibe, Smith, Moses, Aspas, Alberto

Ég set þetta upp sem 4-4-2 jafnvel þó Coutinho sé hugsanlega fyrir framan miðjuna og Sturridge úti á kanti, ég breyti því þá í skýrslunni. Ekki tekinn séns á að hafa Allen í hóp í kvöld…

Leikurinn er sennilega sá mikilvægasti í deildinni síðan við tókum United snemma í haust og nú er bara að leggja af allan pirring út af leikmannaglugganum, hætta að velta sér upp úr hvernig hægt er að skipa liðinu til og styðja þessa drengi sem fá það skemmtilega verkefni að vinna litla bróður í kvöld.

Derby-in vinnast sjaldnast á púra hæfileikum, hjartað og baráttuviljinn ræður þar ansi miklu.

KOMA SVO!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

91 Comments

  1. Bekkurinn ekki burðugur á pappír. Játa að blóðþrýstingurinn fer hækkandi!

  2. Distin og Coleman vs. Alcaraz og Stones.

    Vörnin þeirra er brothætt eins og okkar. Hef það á tilfinningunni að við verðum yfirspilaðir á miðjunni í dag en gætum laumað inn mörkum úr hraðaupphlaupum. 4-2 í þetta skipti verður það Sturridge með þrennuna.

  3. Everton: Howard, Baines, Jagielka, Mirallas, McCarthy, Lukaku, Barry, Barkley, Pienaar, Stones, Alcaraz

  4. Þetta lið var nánast gefið því að okkur vantar leikmenn.

    Ég er 100% að Rodgers myndi vilja skipta Toure út fyrir Sakho eða Agger
    Ég er 100% að Rodgers myndi vilja skipta út Cissokho og Enrique
    Ég er 100% viss um að Rodgers myndi byrja með Lucas ef hann væri heill
    Ég er 100% viss um að Rodgers myndi byrja með Allen fyrst að Lucas væri ekki heill(ef Allen væri heill).
    en það er ekki spurt að þessu. Þetta er liðið sem hann er með fyrst að þeir geta ekki drullast til þess að kaupa leikmenn. Við munum lenda í miklum vandræðum á miðjuni og varnarlega en þeir munu líka eiga í vandræðum með að stopa Suarez, Sturridge, Couthinho og Sterling (ef miðjan okkar verður eitthvað með boltan í leiknum).

  5. Annarhver maður á meiðslalista Everton mættur í leikinn, auðvitað.

    Það verður mikið skorað í þessum leik, spái þessu 3-2 fyrir okkar mönnum.

  6. uff lyst mjog illa a þetta lið

    vinnum samt 3-2. suarez með 2 og sturridge 1

  7. Suarez má gera það sem hann vill en hinir 3 Coutinho, Sturridge og Sterling verða að koma tilbaka og spila vörn. Líkur á að að gerist….0

    Við verðum bara að skora meira heldur en andstæðingurinn.

  8. Ad tvi gefnu ad LFC hefur gengid illa i ar gegn storu lidunum en loksins verid ad vinna oll tessi minni lid nanast an undantekninga spai eg 4-0 fyrir okkur #everton

  9. Það er ekki hægt að segja að bekkir liðanna séu sérstaklega sterkir í kvöld.

  10. Þetta verður eitthvað gúmmelaði.
    Lukaku/Skrtel,Toure; SG,Hendo/Barkley,Barry,McCarthy; Sterling/Baines og síðast en ekki síst Suarez/Everton

    hvað er hægt að biðja um betra.

  11. Það er glæpsamlega lítið í boði fyrir þennan leik (FSG, HALLÓ) og svona fyrirfram finnst mér þetta vera eins og taktískt sjálfsmorð sterkri miðju Everton sem hefur Lukaku fyrir framan sig að hræða líftóruna úr varnarmönnum okkar, hann er með 4 mörk í síðustu tveimur leikjum gegn Liverpool.

    Bakverðirnir okkar eru líka alls ekki nógu góðir og því er ekki hægt annað en að vera alveg helvíti stressaður og frekar svartsýnn fyrir þennan leik. Þá er ég ekki byrjaður að tala um bekkinn okkar í dag, úff.

    Á móti getum við unnið alla leiki þegar Luis Suarez er í okkar liðið, það er svo einfalt. Gerrard, Sturridge og Coutinho geta alveg klárað leiki líka þannig að það er óþarfi að gefast upp fyrir leik.

  12. Til að streama gegnum Ipad þarf sérstaka browsera sem þú sækir á appstore. Man ekki nöfnin, getur gúglað það. Til að koma í veg fyrir allan miskilning er einn af þessum browserum nóg. Y.n.w.a

  13. Við skulum átta okkur á því að gæði skipta minna máli í svona leikjum heldur en öðrum á leiktímabilinu. Þú spilar með hjartanu í svona leikjum, og það liðið vinnur sem er með stærra hjarta. Þetta verður BARÁTTA og aftur BARÁTTA ! !

    Það er allavega pottþétt að Liverpool myndi vinna svona leiki með 11 Carragher inná og ekki var hann eitthvað tæknitröll 🙂 en með LIVERPOOL HJARTA úr GULLI ! !

    Koma svo Liverpool ! !

  14. við skulum heldur ekki gleyma því að það vantar c.a. hálft byrjunarliðið hjá Everton. Þetta er Derby-leikur og allt getur gerst.

  15. Skíthræddur við þetta. Vantar þrjá af fjórum fyrstu kostum í vörnina auk Lucas (og Allen auðvitað). Uppstillingin og áðurnefnt ástand er ekki beint ávísun á nein tök á miðsvæðinu. Trompið okkar, Luis Suárez, þarf að eiga stórleik í kvöld.

    Úff!

  16. Koma svo taka þetta!!!!!!
    Veit einhver hvar maður getur séð leikinn í Ipad????

  17. Möguleikinn okkar á sigri í þessum leik er sá að Luis Suarez eigi enn einn stórleikinn.
    Vörnin hefur ekki verið sannfærandi og við höfum aldrei náð að halda lurkum á borð við Lukaku í skefjum. Þá er miðjan hjá Everton gríðarlega öflug meðan við vorum í tómu rugli með sömu miðju gegn Aston Villa. Bekkinn þarf svo varla að ræða enda engin breidd til staðar.

    Við vinnum 3-2. Öll mörkin frá Luis Suarez.

  18. Steve gaf 96 þúsund pund eða um 20 miljon krónur til fjölskilduhjálpar hinna 96 fyrir leikinn. Meiri klassa gaur ár finnast varla.

    Ég er smeikur við að þetta er ekki nógu góð miðja varanlega séð og reikna með markaregni. Vona bara að við skorum Meira. Segum 5 3 og málið er dautt

  19. Getur veriði að Ayre sé getulausasti stjórnarformaður ever varðandi leikmannakaup? Prúttar alltaf alveg þangað til að einhver annar kaupir leikmanninn.

  20. Hvers vegna í ósköpunum eru menn svartsýnir með þetta lið í kvöld ? Þetta er nánast okkar sterkasta lið og við höfum verið frábærir á heimavelli í vetur, hvað er að frétta ?

  21. Ég held eg hafi ekki séð Gerrard fagna svona svakalega í langan tíma 😀

  22. Gerrard var alltaf ad fara skora I þessum leik.
    Eg held ad hann se ad fara troda 2 sokkum uppi þa sem segja ad hann se buinn ad vera

  23. Stevie G lifir fyrir svona leiki. Hann hendir sér fyrir allt, skorar flott mark og fagnar eins og hann hafi orðið heimsmeistari!

    Alvöru maður!

  24. OMG loksins kom svona hágæðaþræðing frá Kútnum! Þarna þekkir maður hann!

  25. Hrikalegt ójafnvægi vinstramegin. Cissokho er ekki góður en hann er heldur ekki að fá neina hjálp…já og í þeim töluðu orðum kláraði Sturridge leikinn 😀

  26. Hahah, varla tími til að tweeta og commenta á milli marka! Svona á þetta að vera!

  27. DANIEL STURRIDGE!!

    Og það voru fjölmargir neikvæðispésar hér á kop sem vildu hafa king Sturridge á bekknum fyrir einhvern miðjumann!
    Skamm skamm:)

  28. Hvernig væri að stóla á línuvörðinn þarna?!? 4m frá vs 35m … djö!

  29. Menn að lýsa eftir stórleik frá Suarez fyrir leik – hann hefur lítið haft sig í frammi og staðan 3-0 í hálfleik.
    Af hverju vann þetta lið ekki Aston VIlla???
    Glæsilegur leikur og get ekki beðið eftir seinni hálfleik!

  30. þeir eru búnir að vera með’ann 58% af leiknum!!! Gaman þegar skyndisóknirnar virka. Var það ekki Túre, annars, sem gaf sendinguna á Sturridge?

  31. Styrmir,

    Nánast sama lið en mun betra upplegg í kvöld, menn að sinna varnarskyldu og gefa 100% í þetta. Kannski auðveldara að mótivera í Merseyside derby en AV líka. 🙂

    Suarez er búinn að vera fínn en hefur ekki fengið góða bolta þegar hann er að finna svæði.

    Gerrard er að eiga sinn besta leik í þónokkurn tíma, vonandi hefur hann gas í að klára þetta.

  32. Þetta er ákveðinn lúxus; að vera ekki hundsvekktur yfir klúðruðu víti í Merseyside derby. 🙂

  33. Djöfulsins leikur er þetta þvílík snilld alltaf gaman að sjá Everton jarðaða.

  34. Jæja gerum nú einu sinni það sem er rétt í þessari stöðu. Hvílum Gerrard með að taka hann útaf.

  35. Hvað sagði ég ekki ? Hætta svo með þetta neikvæðnisraus, þetta er allt á réttri leið 🙂

Everton á morgun

Liverpool 4 – Everton 0