Alveg er þetta mögnuð íþrótt og þetta lið okkar stórkostlegt.
Ég ætla ekki að vera með neitt bollocks kjaftæði hér um það að ég hafi verið bjartsýnn fyrir kvöldið. Erfiður bikarleikur, síðasti deildarleikur einn sá daprasti í vetur, meiðsli og klúður í leikmannakaupum. Everton á fínu gasi og Baines og Barkley að koma til baka.
En hvað svo. Án vafa besta frammistaða Liverpool undir stjórn Rodgers í leikjum gegn einhverju “stóru” liðanna, slær út 4-0 sigurinn á Spurs því þetta átti auðvitað að enda 5-0. En byrjum á skýrslunni.
Rodgers ákvað að taka engan séns á Allen en hann setti Flanno í liðið ásamt Sterling frá helginni. Hann dró spil um hvorn bakvörðinn hann tæki útaf, eða áttaði sig á því að hann þyrfti hraða Flanno gegn Baines og kippti Kelly á bekkinn, markaskorarinn Moses vék fyrir Sterling.
Liðið var svona.
Flanagan – Skrtel – Toure – Cissokho
Gerrard(c) – Henderson
Sterling – Coutinho – Suarez
Sturridge
Bekkur Jones, Kelly, Ibe, Smith, Moses, Aspas, Alberto
Ég stillti því upp 4-4-2 fyrir leik en uppleggið var klárlega svona. Gerrard í dýpinu, Hendo aðeins ofar en traustið sett á byssurnar fjórar að vaða á Evertonvörn sem var öðruvísi skipuð en oft áður. Suarez og Sturridge skiptust á að vera uppi á topp og köntum. Í stuttu máli gekk þetta FULLKOMLEGA upp.
Everton byrjaði reyndar leikinn af nokkrum krafti, þeirra yfirburðabesti maður Ross Barkley negldi yfir á 2.mínútu rétt utan teigs en við áttum líka góð skot að marki sem Howard varði. Það besta fékk Raheem Sterling á 18.mínútu þegar Sturridge átti frábæra sendingu á hann en Howard náði að loka býsna vel á færið og verja.
Á 21.mínútu hófst svo veislan. Við fengum horn frá vinstri og Suarez fór til að taka það. Einhver sauðnaut í útivallarboxinu hentu hlutum að kallinum sem ákvað þá að hlaða í svakalega sendingu inn í markteiginn þar sem Captain Fantastic sleit sig frá einum besta vini sínum Barry og hamraði boltann óverjandi í netið. Fagnaðarlæti hans að marki loknu kölluðu fram tár, það er bara ekki flókið. Frábært mark og í uppbót fór það svo að Romelu Lukaku lauk þar með leik í kjölfar tæklingar frá samherja sínum í aðdraganda marksins, 1-0 og völlurinn skoppaði.
Mér fannst strax sjást hvert uppleggið yrði eftir þetta mark, leyfa Everton að senda boltann milli sín en freista þess að sækja hratt á vörnina þeirra sem lá mjög ofarlega. Auðvitað var pínu naglanag um sinn og Mignolet átti frábæra vörslu frá Jagielka en þetta stóð þó ekki lengi því á þriggja mínútna kafla gekk þetta skipulag fullkomlega upp. Hinn magnaði Daniel Sturridge kláraði tvisvar sinnum á magnaðan hátt stungusendingar frá félögum sínum með að komast í skugga hægri bakvarðar Everton sem náði þeim áfanga að vera valinn lélegasti bakvörður leiksins. Já takk, við áttum hann ekki í dag.
Á 33.mínútu stakk Coutinho frábærri sendingu í gegnum vörnina og tveim mínútum síðar dúndraði Kolo Toure háum bolta yfir varnarmennina, Sturridge tók nákvæmlega eftir þvi að Howard var á leið úr markinu og sendi boltann í háum boga í fjærhornið af 25 metra færi. Það rigndi mörkum í rigningunni, staðan orðin 3-0 eftir 35 mínútur. Völlurinn orðinn algeðveikur, ég held ég hafi meira að segja greint röddina hans Sigga Hjaltested þarna um tíma.
Það sem eftir lifði síðari hálfleiks hélt kerfið áfram, við vörðumst á 8-9 mönnum og færi Everton voru skot utan teigs, ekki nein hætta.
Það getur stundum verið snúið að vera þremur mörkum yfir í hálfleik, þig langar til að þetta þýði game over og þú getir farið að “krúsa” um völlinn en einhvern veginn var maður ekki alveg sannfærður, við erum jú búin að sjá ýmislegt frá varnarmönnum okkar. Everton komu hratt upp úr blokkunum í seinni hálfleik, pressuðu hátt og fóru enn ofar með liðið sitt. Ennþá sköpuðu þeir sér ekki færi.
Á 50.mínútu kom svo hins vegar game over. Jagielka átti slæma sendingu sem Luis Suarez át um 10 metra á okkar vallarhelmingi, hann pikkaði boltanum framhjá hafsentaparinu og hljóp í 50 metra áður en hann setti boltann innanfótar í fjærhorn með vinstri fæti, staðan orðin 4-0 og leik lokið með þremur stigum í hús.
Everton virtust lítið læra. Á 54.mínútu var komið að Sterling að komast bakvið vörn þeirra bláu, hann pikkaði boltann framhjá Howard sem felldi hann og vítaspyrna dæmd. Á punktinn fór Daniel Sturridge til að reyna að verða sá fyrsti síðan Rush að skora þrennu gegn þeim bláu (innsk. KAR: Gerrard skoraði þrennu fyrir tveimur árum) en hann var of æstur kallinn, dúndraði vítinu yfir þverslána og í Kop stúkuna. Fimmtán mínútum síðar reyndi hann aftur að fara sjálfur þegar bæði Coutinho og Suarez voru í betra færi og í kjölfarið ákvað Rodgers að kippa honum útaf. Ekki nokkur ástæða til annars en bara að gleðjast yfir því að hann valdi þennan leik til að missa sig eilítið í eigingirnina og að sumu leyti skiljanlegt.
Eftir að vítið var dæmt var greinilegt að Martinez áttaði sig á því að leikskipulag hans var vonlítið. Bakverðirnir fóru minna upp og Barry varð hreinn DM-C. Okkar lið var agað, drifið áfram af frábæru miðjupari Gerrard og Hendo og í raun vorum við eiginlega aldrei í hættu þó við höfum verið mun minna með boltann.
Lokastaðan ótrúleg miðað við hræðslu okkar og svartsýni margra fyrirfram, 4-0 sigur gegn pínulitla Blánefsbróður í leik sem sveiflaði kraftinum í borginni allduglega í rauða hornið!
Á hverju á maður að byrja þegar kemur að frammistöðunni.
Mignolet átti frábæra vörslu í 1-0 stöðu sem skipti okkur máli og tók bolta í þeim síðari sem voru erfiðir í allri rigningunni. Flanagan átti frábæra innkomu og róar mann aðeins að sjá hann í búningnum hversu ótrúlegt sem það er. Skrtel og Toure náðu fínt saman, þeir voru vissulega aðeins að ströggla við Lukaku í byrjun og það var gott að kveðja hann snemma, þeir átu Naismith. Cissokho er augljóslega takmarkaður leikmaður en hann er held ég aðeins að átta sig á því, hann allavega gerði færri mistök þarna en oft áður og náði að loka ágætlega á sinn væng.
Hendo og Gerrard voru gríðarlega góðir. Hendo er auðvitað ekki alveg tilbúinn ennþá sóknarlega en yfirferð hans á vellinum er svakaleg og sendingahlutfallið er á stöðugri uppleið. Michael Owen var að lýsa á BT og hann tiltók sérstaklega í lokin að Hendo var að kalla á Suarez að halda áfram að pressa vörn Everton á mínútu 89 þegar vörnin okkar var að hreinsa upp. Svo að mögulega er framtíðarleiðtogi að koma upp í stráknum.
Við vorum mörg sem höfðum áhyggjur af Gerrard í varnarstöðunni í dag, en hann tróð sokk í allt og alla. Markið frábært og frammistaðan hans algerlega upp á 9,0. Ein sending lík því sem við sáum í Aston Villa en hann komst fyrir skot, sótti boltann og datt hiklaust niður í hafsent þegar þess þurfti. Frábært að sjá og mikið væri nú bara flott að hann tæki með sér videoið af þessum leik og segði. Hei, ég ætla að verða SVONA varnarmiðjumaður.
Fyrir framan tek ég fyrst þá Coutinho og Sterling. Velkominn til baka COUTINHO. Frábær frammistaða, sendingin á Sturridge vissulega mögnuð en þarna var hann mættur til að spila þríhyrninga, skipta milli kanta og síðast en ekki síst taka þátt í magnaðri pressu þegar þess þurfti. Eins og Gerrard, taka videoið og spila oft. Sterling karlinn átti frábæran leik, önnur 9,0 frammistaðan sem ég gef í dag. Hraði hans er ógnvænlegur og hann vex og vex þegar kemur að sjálfstraustinu. Nenni ekki í einhvern samanburð við aðra menn en við erum með 19 ára demant í höndunum þarna.
SAS gengið okkar setti mörk í kvöld eins og alltaf. Suarez gerði frábærlega að klára sitt færi og hornspyrnan mögnuð sem gaf fyrsta markið. Hann var duglegur í pressunni og lét finna fyrir sér. Sturridge kláraði tvö færin stórkostlega í fyrri hálfleik og var endalaust ógnandi. Ég skil svosem alveg núna að hann langaði í þrennuna, en ég var glaður að sjá Rodgers kippa honum útaf þegar hann klúðraði upplagðri sókn til að skora þrennu stuttu síðar. Hann fær þó hiklaust 9,0 fyrir frammistöðuna.
Varamennirnir Moses, Kelly og Luis Alberto áttu allir fína innkomu.
En maður leiksins í kvöld er bara einn í mínum huga.
Stjórinn okkar Brendan RODGERS fær þá nafnbót hjá mér. Hann gerði tilraun í fyrri hálfleik gegn Aston Villa sem ekki gekk upp og nýtti sér það heldur betur í kvöld. Martinez reiknaði örugglega með að hann yrði með sama upplegg enda með svipaða leikmenn en það var gjörbreyting á uppleggi að taka liðið aðeins aftar, fá Coutinho til að spila agað og beita skyndisóknunum og leyfa þeim bláu að vera með boltann.
Hann vann sína heimavinnu og setur mann skælbrosandi í svefninn.
Ég viðurkenni það alveg, það er EKKERT SÆTARA Í FÓTBOLTAHEIMINUM en það að stúta Everton FC, hvað þá á tímapunkti eins og núna þegar þeir virkilega halda það að við séum að lenda í vanda með þá.
ÉTIÐ ÞETTA GREYIN MÍN!!!!!
Hjartanlega til hamingju öll, það þarf ekkert til að vera ölvaður í kvöld, mín er 10000% af völdum gleðisæluhrolls!!!!
Y.N.W.A.
Það var ekkert að þessu, en mikið sé ég eftir þessu víti sem Sturridge klúðraði.
Það var einhver sem vonaðist eftir sömu tilfinningu og eftir Tottenham leikinn.
Þessi tilfinning er svo MIKLU MIKLU BETRI!!!
Þvílík snilld! Gerrard, Coutinho og Sturridge frábærir og liðsheildin alveg að gera sig.
Nú væri maður til í að búa og vinna í Liverpool, til að geta núið bláum um nasir.
Yndislegt!!
Það vantaði Salah til að klára dæmið.
STÓRKOSTLEGT! MAGNAÐ! YNDISLEGT! FRÁBÆRT! SÆTT! GEGGJAÐ! OG ALLT!!!!
Magnað!! tóm gleði í kvöld 😀
Langa?i bara a? þetta myndi aldrei vera buid
En djofulsins snilld. Þetta synir ad þad skiptir engu hversu mikid þu er med boltann heldur hvad þu gerir vid hann þad er svo sannarlega þad sem Liverpool gerdi. 39-61 coutinho og Gerrard algjorlega magnadir I þessum leik
YNWA
Sælir félagar
Dásamlega yndisleg niðurstaða og BR má eiga það sem hann á skilið. Hann brást hárrétt við reynslunni af AV leiknum og vinnur frábæran taktiskan sigur á góðum stjóra Everton. Allir að leggja sig 110% fram og sigur SAS og liðsins stórbrotinn. Svona í framhjáhlaupi þá eiginlega kennir maður í brjósti um Sissokho hvað hann er langlélagasti maðurinn í þessu liði.
En það skipti litlu máli í þessum leik þar sem Liverpool var með yfirburði í öllum þáttum leiksins. Ég er fullur af hamingju eftir svartsýniskastið sem ég var í fyrir leikinn.
Það er nú þannig.
YNWA
Bara tær snilld, kominn tími á svona leik.
Hef aldrei verið jafn sammála owen og þegar hann talaði um hvað sissokho lélegur með boltann, þvílikur auli.
En bara gaman af þessu 🙂 svo bara óska eftir jafntefli á morgun hjá tott-sitty
Frábær úrslit,Gerrard og Suarez bestir. Flott framlag frá Sturridge, Sterling og Henderson!
Svei mér þá ef maður mætir ekki bara í LFC bol í vinnuna á morgun 🙂
Þetta var sannarlega ekkert tikkítakka spil en þvílíkur árangur.
Og í stöðunni 4-0 voru menn enn bandbrjálaðir í greddunni í teignum. Rifust eins og hundar og kettir þegar sendingar rötuðu ekki á réttar lappir!
Blús með vítið. Þetta er lið sem lærir og mikið var það gott að vítaklúður skyldi eiga sér stað í þessum leik. Það fer í reynslusarpinn og Sturridge vinur okkar lætur þetta ekki aftur henda sig.
Persónulega hefði ég svo valið Gerrard, mann leiksins. Braut ísinn í upphafi og stýrði varnarvinnunni eins og herforingi. Það er ekki lítið afrek að halda hreinu með boltann aðeins 39% af leiknum!
Þvilík leið til þess að svara fyrir sig. Frábær liðs frammistaða. Menn fagna þessu í kvöld en fara svo að skoða hvort eigi að fá eins og einn varnarmiðjumann til þess að hjálpa okkur fram á vor.
Ég hefði aldrei trúað að ég mundi eiga eftir að segja þetta en mikið er gott að vera búin að fá FLANO aftur. Ótrúlegt hvað hann hefur bætt sig undir stjórn BR.
Næst er það útileikur á móti wba.
Ekki saknaði ég Lucasar. Ekki þörf a svoleiðis ryksugu þegar allir leggja sig fram. Frabær leikur hja öllum í liðinu.
Frábær sigur. BR átti góðan dag, með sitt skipulag. Coutinho og Sterling komu mér mikið á óvart dag, mikil pressa af þeirra hálfu og frábær vinna sem þeir unnu – kom mér á óvart og gerði herslu muninn.
STÓRKOSTLEGT
Þetta varð kvöld hinna miklu funda…
– Brendan fann formúluna til að valta yfir Everton
– Gerrard fann að hann getur spilað hvaða stöðu sem er
– Coutinho fann skóna sína aftur
– Sissokho fann lappirnar sínar aftur
– Sterling og Flanagan fundu svo þónokkra hörku og jafnvel smá fant innra með sér
– Mignolet fann hreina lakið sitt
– Jagielka og Howard hljóta svo að hafa fundið á sér miðað við frammistöðu kvöldsins
Suarez og Sturridge eru svo náttúrulega bara óborganlegir! Var að vísu sammála Rodgers að kippa Sturridge útaf eftir að hann gat í tvígang lagt upp á Suarez fyrst og svo Coutinho en reyndi sjálfur í bæði skiptin. Græðgin að ráða för þar!
Magnað í alla staði og ég hef ekki fleiri orð um það í bili.
Wow!!! Ekki átti ég von á svona bursti á móti sterku liði Everton, en við vorum bara mikklu betri í kvöld og frammistaða liðsins stókostleg. Til hamingju félagar poolarar!! YNWA
Yndislegur leikur í alla stadi! Vítaklúdrid hjá Sturridge samt algjör mood-killer en aetli hann vildi ekki bara ad gefa Blámönnum einhvad til ad gledjast fyrir.
Sturridge og Gerrard voru teknir í vidtal eftir leikinn og komu bara andskoti vel út úr thví. Var ánaegdur med svör Studge thegar hann var spurdur útí vidbrögd hans thegar honum var skipt útaf (hann labbadi framhjá rodgers í fílu og tók ekki í höndina á honum).
Hann sagdist einfaldlega hafid verid svekktur útí sjálfan sig og vard sér sjálfum fyrir vondbrigdum. Hann margbadst afsökunar á frumferli sínu og sagdist teysta lidinu og stjóranum fullkomlega og vildi stroka út allar hugdettur studningsmenn Lfc um ad hann vaeri pirradur útí Rodgers.
Valid er erfitt á manni leiksins thví thessi sigur var 100% team effort en thó med Gerrard og Studge í adalhlutverki. Thvílíkt ljón sem fyrirlidinn okkar er thegar hann er rétt stemmdur og er sá gamli greinilega ekkert alltof slaemur í thessu nýja “Pirlo” hlutverki.
En núna er ég farinn ad sofa! Aetla samt fyrst ad horfa aftur á highlights og á sama tíma fitla vid t*ppid á mér 🙂 YNWA
Oh auðvitað hélt Mignolet hrein um leið og ég tók hann úr Fantasy 🙂
legg til að við kaupum sem flesta
Strákar og Stelpur, ALDREI að gefa LIVERPOOL upp á bátinn, stórkostlegt.
Pípandi snilld!…Allt annað að sjá vinnuframlag ALLRA leikmanna liðsins miðað við AV leikinn..Og bloddý hell að fá Flanagan í hægri bakk..Nú sérmaður hvað Glen greyið er búið að ströggla síðustu vikur..Upp með kreditkortið elsku Gringos!..Okkur vantar BREIDD!!!
Eg skil sturage vel, það er freistandi að na i þrennu þegar úrslitin eru ráðin, það var töluvert allment i liðinu markagrðgi, þetta segir kanski liðinu að galdurinn við að skora er samvinna
Fleiri þriðjudagsleiki takk!
Ótrúlegur leikur! Hreint ótrúlegur!
Mér fannst uppstillingin ekki nógu góð en þegar allt liðið er vinnusamt og skilar sínu framlagi jafnt í vörn og sókn þá er klárlega ekkert sem getur stoppað okkur.
Sýndum það í kvöld að í okkar liði eru mun meiri gæði en hjá Everton, sbr. Gerrard, Suarez og Sturridge.
Mínir menn leiksins eru hins vegar hinn ótrúlega duglegi Sterling og Skrtel!
Einnig ber að hrósa sérstaklega Coutinho sem var mjög duglegur í leiknum, ólíkt því sem hefur sést í vetur.
Svo glitti þarna í seinni hálfleik í þann Sturridge sem enginn þoldi hjá Chelsea, en í viðtali eftir leikinn held ég að hann hafi hálf skammast sín, enda hegðun sem ekki á að sjást. Ánægður með Rodgers að taka hann bara útaf, eins og gert er við drengi í yngri flokkunum þegar að verkefnið er orðið þeim ofviða.
Jú ég hef reyndar eitt í viðbót…
Hrikalega er Kevin “Olnbogi” Mirallas ÓGEÐSLEGA leiðinlegur leikmaður og djöfull var ÓGEÐSLEGA sætt að sjá hann brjálaðan í lokin að hrinda Kelly eitthvað sem höndlaði það eins og ÍS!
Magnað en hver er þessi Ívar Örn? 🙂
3 wiski2 faldir 1 budweiser
þetta var magnaður leikur var eins og martines væri að horfa a hrillingsmynd á hliðarlinuni
en Brendan að horfa gamanmynd “^^
S H I T S H I T S H I T hvað ég er ánægður með að hafa haft svona hrikalega rangt fyrir mér. Tek undir með Sigkarli hér að ofan, Brendan Rodgers vann í kvöld taktískan stórsigur á manninum sem margir telja að við hefðum átt að fá til okkar á sínum tíma. Hann lagði leikinn fáránlega vel upp, var ekkert að reyna að halda bolta endalaust í miðjuspili þegar það hefur ekkert virkað sérlega vel upp á síðkastið heldur var dagskipunin greinilega að draga hæggenga vörn Everton ofarlega upp á völlinn og éta þá síðan upp í skyndisóknum.
Hrikalega sem þetta var æðislegt eftir svona úber stress fyrir leik. Ég bjóst algjörlega við tapi í þessum leik og maður er bara allur í skýjunum núna. Svo er meira að segja pían í veðurfréttunum sæt.
Allir voru frábærir í kvöld. Sóknarkvartettinn var ótrúlegur en það má heldur ekki gleyma miðjumönnunum sem gáfu allt í þetta, ótrúleg orka í þeim tveimur og svo síðast en ekki síst Kolo og Martin og Jonathan og Aly. Þeir voru allir magnaðir í kvöld þótt Aly sé ekkert frábær í fótunum. Haffsentarnir gáfu varla eitt einasta færi á sér og í þau tvö skipti sem það gerðist stóð Mignolet algjörlega klár á því.
Mesta kúdosið fær samt sem áður Brendan Rodgers. Hann spilaði inn á styrkleika okkar manna og veikleika andstæðinganna. Megi meira koma af svona löguðu!!
Hjalti #26: ég?
Stærsti sigur tímabilsins. Ekki bara af því að þetta var Everton heldur vegna þess að þetta var leikurinn sem myndi skera úr um hvort Liverpool yrði í báráttunni um sigur í deildinni eða í keppni um 4 sætið. Toppbaráttan strákar mínir og stelpur 😉
Rodgers gerði nákvæmlega það sem ég var að hugsa þegar hann tók Sturridge út af. Kann vel við svoleiðis. Annað hvort ertu í liði eða ekki. Suares fékk nákvæmlega sama tækifærið um daginn – gat skorað sjálfur og náð þrennunni (minnir mig) en ákvað að leggja hann í staðinn til hliðar. Sturridge fell á sama prófi því miður þrátt fyrir frábæran leik fram að því.
Best fannst mér samt að sjá Dalglish í stúkunni. Alltaf minn maður 😉
Áfram Liverpool!
fyrsta snertingin sveik Sturridge þegar þeir voru þrír á tvo Sturridge valdi að snúa á varnarmanninn og sókninn rann út í sandinn.Enginn heimsendir og þetta hefur komið fyrir hjá Suarez líka.En samt óþarfi að fara í fílu yfir því að vera tekin útaf,en núna er bara bjart framundan.Koma svo West Ham taka svo stigin þrjú á morgun Y.N.W.A
[img]http://media.tumblr.com/tumblr_lop0phGzM41qkvxkr.gif[/img]
Þetta lið……
vá maggi þetta er ekki flokin skyrsla Liverpool tok bara everton i bakarið ^^
Virkilega sáttur með vinnuframlag og einbeitingu hjá öllum í liðinu. Óska eftir að fá sterkan miðjumann og vinsti bak í glugganum.
Skýrslan komin, ákvað að taka mér tíma og njóta þess að gera skýrslu um RÚSTIÐ á því liði sem mér er klárlega verst við í þessari deild!!!!
ok tók enginn eftir að Baines átti enga fyrirgjöf fyrir markið? Fanagan og Sterling skiluðu fullkomnu varnarhlutverki þótt Neverton hafi sótt meira upp hin kantinn.
Er sammála öllum sem hafa verid ad dissa Gerrard….hann getur ekkert lengur 😉
Frábær sigur. Tölfræðin lýgur stundum. Possession aðeins 39% og sendingar helmingi færri hjá okkar mönnum en samt algjörir yfirburðir.
Rætt hefur verið um að Martinez væri taktíker dauðans en í kvöld var hann ofurliði borinn. Fyrir utan að fjölga á miðjunni fannst mér Brendan líka gera rétt í að kippa Sturridge út af. Sturridge var klárlega maður leiksins en eftir að hann klúðraði vítinu missti hann fókusinn á liðið. Hárrétt að minna á að jafnvel stórsenter verður að vinna fyrir liðið. Way to go Brendan!
Er í skýjunum með kvöldið.
Flott samantekt Maggi. Maður verður brosandi fram að helgi a.m.k. Ein pæling, skoraði Gerrard ekki þrennu à móti everton 2012?
Comment nr. 23 Helgi J.
Engar áhyggjur, það verður nóg af þeim á næsta tímabili.
Frábær sigur og eftir allt þetta neikvæða tal um að okkur vantar menn mintu þeir leikmenn sem spila með liverpool á það að það þarf bara 11 leikmenn inná í einu og við erum með fínt lið þegar allir eru að leggja sig fram.
Mignolet 8 flottur leikur og varði vel á mikilvægum augnablikum.
Flanagan 9 – átti frábæran leik og sást Baines varla í þessum leik en venjulega er hann mjög sókndjarfur. Ef Glen vill meiri penninga þá getur hann pakkað strax.
Skrtel 8 – frábær leikur og gaman að sjá hann taka nokkur run fram á við
Toure 7 – minnti á Toure sem spilaði í upphaf tímabilsins
Cissokho 6 – var solid í dag en getur ekkert með boltan og fer vonandi þegar tímabilið er búið.
Gerrard 9 – var frábær og virkaði 10 árum yngri.
Henderson 8 – skilaði sínu og vel það
Coutinho 9 – hans besti leikur í langan tíma.
Sturridge 9 – flottur leikur en hefði átt að skora eitt eða tvö til viðbótar
Suarez 9 – besti leikmaður heims þessa dagana.
Rodgers 10 – Greinilega búinn að kortleggja Everton og þótt að við náðum varla í lið þá voru þeir sem voru inná tilbúinn í verkefnið.
Ef það er ekki bara hægt að hözzla útá það í dag að vera LFC maður!!
YNWA
Maggi, Gerrard skoraði þrennu 2012 þess vegna leifði hann sturridge að taka vítið svo hann mundi finna tilfinninguna að skora þrennu á móti Everton
Mér finnst að hann Henderson eigi hrós skilið eftir þessa mögnuðu frammistöðu í kvöld þvílik vinnsla í einum manni á miðjunni gaf engum frið hreint stórkostlegt að sjá hann 🙂
já og FRÁBÆR SIGUR Á ÞESSUM bláu og 3 stig áfram LFC!!!!
Henderson, það var erfitt að átta sig á hvaða stöðu hann var að spila, hann var út um allt, sívinnandi. Þvílíkur leikmaður. Sterling líka áberandi duglegur í kvöld. Greinilegt að menn voru tilbúnir.
Maggi, Liverpool vann Tottenham með 5 mörkum.
Anægður með “halfleiksræðuna” hans Kristjans Atla i dag, hun svinvirkaði!! Og langar einnig að bæta við að pulsinn hja mer er finn nuna og verður það sem eftir er vikunnar. Þurfum ekkert að versla fyrr en i sumar, við eigum 11 perlur fra þvi i kvold og demant i Brendan Rodgers!
Flannó
Það skín svo mikill Carrager í honum að ég mig langar til að kalla hann Flanager eða Carraflan. Væri líka til í að sjá sendingarhlutfallið hjá honum.
Snilld hjá öllum frá a-ö
Everton fans came to Anfield 4-Nothing.
Full.Komin.Dagur.
Var að sýna þegar leikurinn byrjaði. Eftir ágætis sýningu tösslaðist ég í síman, drullu stressaður, til að finna út hver staðan. Held ég hafi aldrei brosað jafn breitt og þegar ég las 4-0!
YNWA
Frábær leikur. S&S&S&C óstöðvandi þarna frammi. Vinnslan í Gerrard og Henderson afburða góð og vörnin leit vel út. Ég var ekki von góður en ands… hvað ég var feginn að sjá lokastöðuna (Missti af seinni hálfleik). Frábært að minnka forskot í 1sta sætið um eitt stig, geri ráð fyrir að City taki Tottenham og ennþá meira frábært að styrkja stöðunna í 4ða sætinu. Nú fara liðin fyrir ofan okkur að fara í meistaradeildina og annað fyrir neðan í evrópudeildina og þá misstíga einhver af þeim sig og við eigum að nýta okkur það. Halda áfram að taka 3 stig á móti “litlu” liðunum og rífa í alla 3 punktana þegar stærri liðin heimasækja Anfield.
YNWA
Four Nil Satis Nisi Optimum.
Ég held að það sé fátt betra en að horfa upp á svona leik eftir að hafa verið eins svartsýnn og stressaður fyrir leik og ég var fyrir leikinn. Leikskýrsla Magga skýrir það mjög vel. Ég horfi reyndar á þetta sem glæsilegan jinx sigur og efa að ég spái Liverpool sigri fyrir leik það sem eftir er tímabilsins.
Þetta var svipað lið og byrjaði leik gegn Aston Villa og var skammarlega lélegt og holningin á því liði var barnaleg. Rodgers hefur blessunarlega lært helling í þeim leik sem gerði það að verkum að við náðum að mæta Everton mikið betur en maður þorði að vona fyrir leik. Ég talaði þó um það fyrir leik að lið með Suarez á alltaf séns og sama á við um Gerrard, Sturridge og Coutinho, þeir basicly káluðu Everton í dag.
Ég held að Cissokho sé alls ekki svona lélegur leikmaður, málið er að hann er ein besta Djimi Traore eftirherma sem til er í heiminum. Hann var ansi mikið einn með vinstri vænginn til að byrja með sem hjálpaði honum ekki en hann náði að halda sjó þar til Henderson færði sig yfir og fór að hjálpa honum meira. Cissokho er klárlega minn maður samt, væri mikið til í pub-a rölt með honum og Toure.
Talandi hann þá voru Toure og Skrtel frábærir í dag og allt annað að sjá þá en undanfarið. Samsettningin á miðjunni hjálpaði mikið til þar en frábært að sjá þá í dag enda maður stressaður með þá saman í hjarta varnarinnar fyrir leik.
John Flanagan er síðan bara eins og litli bróðir Jamie Carragher. Hann er langt frá því að vera hæfileikaríkastur, alls ekkert sérstakur sóknarlega og stundum tæpur varnarlega en menn með svona hugarfar fara jafnan ekkert úr liðinu. Hvað þá uppaldir leikmenn. Flanagan var frábær í þessum leik og pirraði Pienaar óendanlega. Hugarfarið 100% frábært í derby slag og ef hann heldur svona áfram fer hann að vinna sig inn í liðið. Sé hann alveg fyrir mér verða eins og Carragher. Spilandi bæði hægri og vinstri bakvörð eftir því hver er heill en alltaf í liðinu. Sá er a.m.k. að stíga upp á góðum tíma.
Gerrard var að spila sinn agaðasta og besta leik held ég á þessu tímabili. Hann hatar ekkert þessa leiki og var algjörlega geggjaður í dag. Við áttum reyndar miðjuna ekki í þessum leik en það var meira vegna margra sóknarmanna frekar en samvinnu Gerrard og Henderson.
Henderson hefur líka mun meiri kraft en Lucas (eftir meiðslin) og vinnur því líklega mun betur með Gerrard á miðsvæðinu. Það er rosaleg vinnsla í honum og hann er að verða eitt fyrsta nafn á blað í byrjunarliðið.
Coutinho fékk svo loksins að spila sína stöðu, sína einu stöðu. Hann er eins og masterlykill þegar hann spilar sem sóknarsinnaður miðjumaður, sérstaklega með Sterling, Sturridge og Suarez í kringum sig. Hann var greinilega up for it í þessum derby slag og var að vinna ágætlega til baka líka en núna hlýtur það að vera fullreynt að vera með hann á kantinum. Gefum þessum strák frelsi og hann verður algjörlega rosalegur. Enginn tilviljun að hann var mikið betri í dag heldur en undanfarið.
Veit þó ekki hvort ég vilji sá þessa miðju svona í öllum leikjum en þetta gekk vel upp í dag, langt fram úr væntingum.
Sterling er síðan að verða einn af mínum uppáhaldsmönnum í liðinu, þarna er kominn kantmaðurinn sem ég var alltaf að vonast eftir öll árinn sem Kuyt var á kantinum hjá okkur. Hann er fáránlega fljótur, of fljótur fyrir línuverði að greina, fiskar víti og er að bæta mörkum við sinn leik. Ofan á það er hann orðinn mikið sterkari og með mikið betri skilning á varnarhlutverkinu en hann var með. Varnarlína Everton réð ekkert við hann í dag. Sannarlega, good game son.
Suarez var auðvitað meira frammi heldur en á vængnum og Rodgers talaði um það eftir leik að hann hefði tekið séns með að hafa tvo sóknarmenn inná. Það tókst mjög vel í dag og skyndisóknir Liverpool þannig að við hefðum að öllu eðlilegu átt að skora meira í þessum leik. Hugarfarið hjá honum er síðan bara draumi líkast. Hann var alveg snarbrjálaður í stöðunni 4-0 yfir og svo langt langt frá þvi að vera hættur. Fleiri með svona hugarfar í okkar lið og við töpum færri stigum.
Sturridge var síðan frábær líka, hann og Suarez voru eins og versta martröð fyrir vörn Everton, flæðið á sóknarlínunni (Coutinho og Sterling þ.m.t.) var rosalegt. Eins og einhver sagði á meðan leik stóð, “Turns out Escape from Alcaraz isin´t that hard”.
Liverpool hefur masterað það að tapa hratt niður forystu í stöðunni 1 eða 2 núll. Núna kláraði Sturridge þá grýlu bara á einni mínútu með tveimur frábærum afgreiðslum. Hann er ekta striker, eigingjarn og gráðugur og hefði átt að skora 3-4 í þessum leik og hann veit það og er hundfúll yfir því að hafa ekki gert það. Það er mikið gert út hegðun hans og líklega væri þetta stærra mál hefði hann farið útaf með þessa stæla ef staðan væri önnur, en ég get ekki gagnrýnt mann fyrir að fara ekki brosandi útaf á þrennu í derby slagnum. Rodgers gerði samt vel að sýna honum að 5-0 eða meira skiptir Liverpool meira máli heldur en þrenna hjá honum.
Frábært að enginn skyldi meiðast í þessum leik (hjá Liverpool) enda megum við ekki við því. Þessi sigur léttir brúnina heldur betur og rétt rúmlega það. Þetta breytir engu samt um að við verðum að styrkja hópinn í þessari viku, það er alveg ljóst. Liverpool er í dauðafæri á þessu tímabili og það verður að leggja allt undir. Rodgers útilokaði ekki að eitthvað gæti gerst á næstu dögum en tók líka fram að hann er ekki ósáttur við eigendur eða þá sem eru að reyna að kaupa inn leikmenn, trúi því reyndar alveg mátulega.
Þetta var fyrsti sigur Rodgers í derby slagnum og alveg hrikalega mikið stór sigur fyrir Liverpool.
Himinlifandi með þessi úrslit.
p.s.
talandi um að Cissokho sé frábær Traore eftirherma…
Fékk mér tvo bjóra yfir leiknum og er í vímu, sigurvímu. Maður leiksins er bara allt liðið og stjórinn og allir í kringum liðið. Þetta var frábært.
Næst þegar ég fæ mér treyju þá læt ég setja Henderson á hana.
Spurs geta hirt af okkur 4.sætið með 27-0 sigri á Man City á morgun.
magnaður leikur og litlu við þetta aðmbæta sem komið hefur fram…
en eg er buin að sakna eins af minum uppahalds mjog lengi… plis hvenær kemur JOSE ENRIQUE aftur? liði okkar mun styrkjast mikið.þegar hann kemur aftur i vinstri bakvörðinn
Man of the match: Liverpool starting XI, three subtitutes, a couple of guys on a bench and one happy ass manager.
Allt logar um eitthvað Big transfer sem Rodgers var að segjast gera ráð fyrir, Er eitthver hér sem er búinn að heyra eitthverja mögulega menn sem hann er að tala um? Hver er líklegastur til að vera þessi “Big” signing?
Hólí sjitt!
Ég var að klára að horfa á leikinn núna um miðnætti þar sem ég gat ekki sleppt golfæfingu í kvöld, passaði vel uppá að vita ekki úrslitinn og settist niður um kl 10 í kvöld til að horfa…..skítstressaður 🙂
Mæ ó mæ hversu yndislegt það getur verið að halda með þessu Liverpool liði 🙂
Til lukku öll með algerlega frábær úrslit.
Kannski er ekki öll nótt úti enn í þessum janúarglugga. Rodgers segir að klúbburinn stefni á “stórkaup”.
http://www.fotbolti.net/news/29-01-2014/liverpool-stefnir-a-storkaup
Skrtel maður leiksins. Gjörsamlega frábær fyrir okkur það sem af er tímabili. Útilokaður til að byrja með, dettur inn og sýnir það að hann er rauður í gegn og skorar tvo mörk og setur reyndar tvö í eigið, en hefur verið frábær og er atvinnumaður út í gegn (eða elskar LFC svona hrottalega mikið). Fyrsti kostur minn í byrjunarliðið.
Hvað er Raheem Sterling búinn að troða sokk upp í kjaftinn á mörgum knattspyrnuáhugamönnum síðan hann kom aftur inn í liðið ?
Einhver hér sem gefur sig fram? 😀
Hraðinn, sprengikrafturinn, áræðnin, tæknin, vinnusemin og varnartilburðirnir, hann er bara orðinn virkilega sterkur varnarlega og var með besta vinstri bakvörð deildarinnar í vasanum allan leikinn.
If you need dribbles, call Messi ! If you need loads of goals, call C. Ronaldo! If you need Speed, call G.Bale…..If you need awesome goals, call Ibrahimovic…… If you need Free Kick Goals, call Pirlo…… If you need Headers, call Drogba…. If you need Awesome tricks, call Ronaldinho . . . . . . But if you need All of these mind blowing things. Then call LUIS ALBERTO SUAREZ!!!!!
er fullur núna með ekkert samviskubit
Vá þetta var fyrsta skiptið mitt á Anfield, já þetta er bara ein af skemmtilegustu stund lífs míns. Y N W A. ! 🙂
5-0 sigurinn á Spurs.
Þá kom auðvitað ekki quotation marks sem ég bað um..
Ég verð alltaf svo glaður þegar að stuðningsmenn annara liða taka upp á því að baula eða reyna með öðru móti að æsa Suarez. Hann hefur sýnt það t.d. á móti Norwich hérna um árið að það æsir hann bara í því að skora! Sama gerðist þegar nokkrir sem eru töluvert fyrirneðan meðalgreind byrjuðu að láta einhverju drasli rigna yfir hann rétt fyrir hornið, hann svaraði þeim bara með því að senda þessa líka ótrúlegu sendingu inn í teiginn þar sem Gerrard fíflaði Barry(gerði það líklega fyrir Alonso) svo AGALEGA að annað eins hefur varla sést og skallaði svo í markið!
Annars stórkostlegur leikur og þetta róaði aðeins taugar mínar gagnvart leikmannakaupum.
Fyrir það fyrsta, í ofsakenndri gleði minni gleymdi ég einfaldlega þrennunni hans Gerrard 2012, þvílík dauðasynd.
En ég breyti því ekki neitt að mér fannst þessi frammistaða sú besta hjá Rodgers. Við vorum að mæta Spurs-liði sem leið illa og brotnaði við mótlæti á tíma þegar við vorum á fullri ferð.
Í gær fullyrði ég að við hefðum flest þegið heppnissigur 1-0 með sjálfsmarki í uppbótartíma miðað við hvernig staða liðanna var í gær en í staðinn sá maður taktískan sigur með gríðarlegum aga og eitruðu sóknaruppleggi.
Svo ég held mig við það að þessi frammistaða slær í mínum huga allan daginn út rústið á WHL.
Svimandi sáttur og glaður ennþá…Everton félagi minn er enn ekki farinn að svara símanum, er að hugsa um að skrifa honum bara gamaldags bréf í pósti. Hann var aðeins búinn að láta mig vita að nú færu þeir yfir okkur og yrðu fram á vor…
Ég á erfitt með að gera upp á milli þessa stórsigra, þú skrifar hins vegar í frábæri leikskýrslu að Spursleikurinn hafi unnist 4-0, en þetta var náttúrulega 0-5 sigur á White Hart gegn meiðslalausu milljóna liði sem átti varla að geta fengið á sig mark. Stærri sigur á útvelli. Bara segi svona.
Aljgör snilld og eins og margir var ég vægast sagt neikvæður á möguleika okkar. Ágætis áminning um að Brendan Rogers hefur töluvert meira vit á því sem hann er að gera en ég og margir lesendur þessarar síðu. En auðvitað beinist pirringurinn sem hefur verið í gangi frekar gegn þeim sem eiga að ganga frá kaupum á leikmönnum frekar en Brendan.
Hahaha of gott þegar Babú gefur Cissokho titilinn fyrir bestu Traore eftirlíkinguna. Það eina sem ég var búinn að sjá var hvað hann er fáránlega líkur Anitu Hinriks á hlaupum. Ekki leiðum að líkjast og hann ætti kannski að snúa sér að því að eltast við tíma en ekki bolta karl anginn.
Auðvitað er þetta sálarlega séð mun betra heldur en á móti Tottenham. Þó er Tottenham að mínu viti með mun betra lið en Everton, og á móti Tottenham spiluðum við ekki á stútfullum Anfield!
Einnig vs. Tottenham áttum við leikinn frá A til Ö en í gær sýndum við hversu mikið gæði eru innanborðs hjá okkur með menn eins og Gerrard, Sturridge og Suarez, þó að við værum minna með boltann í leiknum.
Frábær leikur!
Mæli vel með því að fara á heimasíðu strumpana og lesa commentin þeirra.
http://www.toffeeweb.com/season/13-14/news/26673.html
“Love everything Martinez is about, but this defeat hurts more than any defeat against the shite under Moyes. Under Moyes I expected it, I wasn’t expecting this, I thought we would beat them.
This feels like the shite have said “Go on, fuck – off, get back in your place”.”
– Ég er ekki frá því að þessi síðasta lína passi bara nokkuð vel við raunveruleikan? 🙂
Unnum samt tottenham 0-5
Sælir félagar
Kem bara inn til að þakka Magga fyrir frábæra skýrslu og auðskiljanlega þegar hann talar um markatölu í leiknum í gær og leiknum gegn T’ham. Og til hamingju allir Poolarar í öllu universinu mað besta lið vetrarbrautarinnar.
Það er nú þannig.
YNWA
Er enn í vímu!! 🙂 Þvílíkt kvöld!! 🙂 Var í heimahúsi með góðum vinum og púllurum að horfa og það er bara fátt meira gaman en að sleppa sér fyrir framan imbann þegar verið er að taka þá bláu í nefið!! Frábær sigur og rosalega mikilvægur í alla staði!!
YNWA
Ein fallegasta heimasíða alnetsins:
http://www.bbc.com/sport/football/premier-league/top-scorers