Úrskurðurinn kominn…langt bann!

FIFA búið að kveða upp sinn dóm.

Luis Suarez fer í 9 leikja keppnisbann með landsliði Úrúguay og má ekki fara inn á Stadium heldur.

En það sem snertir okkur er að hann fer í fjögurra mánuða keppnisbann líka. Ef það gildir frá og með deginum í dag þá kemur hann til leiks 26.október sem þýðir að hann missir af fyrstu 9 umferðum í deildinni og fyrstu 3 umferðum í Meistaradeild.

Dæs…og aftur dæs…..

Uppfært 14:22

Orðalag dómsins er frekar óskýrt. Það er því verið að spyrja hvort að bann frá “all football related activity” þýði t.d. það að hann megi ekki skipta um lið, eða jafnvel að hann megi ekki einu sinni taka þátt í æfingum á þessum tíma.

Hann virðist þó mega taka þátt í æfingaleikjum Úrúguay og því er þetta allt frekar óljóst en það á væntanlega eftir að koma í ljós þegar líður á daginn.

Ekki síður verður nú fróðlegt að sjá viðbrögð Liverpool FC. Miðað við þær fréttir að hann sé með 200 þúsund pund á viku þá erum við að tala um að félagið borgar honum laun upp á 3,2 til 3,4 milljónir punda á þessu tímabili. Það er skylda landsliða að greiða sekt til félagsliðs ef leikmaður meiðist svo lengi en ég þekki ekki reglurnar þegar svona kemur upp.

Það virðist ekki hægt að áfrýja þessum dómi á neinn hátt svo að nú er bara að sjá hvernig klúbburinn bregst við gagnvart Suarez og hans lögfræðiteymi.

Uppfært 14:33

FIFA búið að staðfesta að bannið tekur ekki til félagaskipta. Úrúguay er að hugsa um áfrýjun en hún yrði tekin inn með flýtimeðferð og kláruð fyrir leikinn við Kólumbíu á sunnudag. Sagan er að áfrýjun kemur oft til hækkunar refsingar…

Uppfært 15:21

Liverpool búið að gefa út stutta yfirlýsingu um að tjá sig ekki fyrr en þeir séu búnir að átta sig betur á dómnum og útfærslu hans.

Kjaftasögur fóru í gang um að Adidas myndi rifta samningi sínum við Suarez, en það er ekki rétt. Þeir hins vegar styðja niðurstöðu FIFA, hafa minnt Suarez á ætlaða hegðun þeirra sem fá styrk frá Adidas og munu ekki nota krafta hans meir á HM í Brasilíu.

Allt komið á annan endann í Úrúguay og þar gerast nú raddir nokkuð háværar um að mæta ekki til leiks gegn Kólumbíu.

128 Comments

  1. Frá árinu 2010 er hann búinn að vera í banni í 34 leiki án þess að fá rautt spjald.
    Hefur Liverpool efni á því að hann spili áfram í rauðu treyjunni?
    Mín skoðun er nei.

  2. Fróðlegt að horfa til refsingar Zindane Zidane frá 2006 í úrslitaleik heimsmeistaramótsins:
    “Zidane, who has retired as a player, was fined £3260 and handed a three-match ban by FIFA’s five-man disciplinary committee following his red card for head-butting Materazzi. “

  3. Þetta er nátturulega allt of strangt, sálfræðimeðferð hefði verið nærri lagi. Ásamt auðvitað ca. 10 leikja banni frá landsliði.

    Var nokkuð sammála Mána í Messunni í gærkvöldi.

  4. verður þessu ekki áfrýjað samt ?

    eru ekki likur a að þetta bann verði stytt eins og oft er gert td með felagsskiptabönn eftir áfrýjanir ?

  5. crap, strax brekka og tímabilið og CL ekki hafið, þurftum ekki á þessu að halda 🙁

    elska samt Suárez, þurfum hann 100% líkamlega og andlega.

  6. Svo fær Alexander Song 3 leikja bann fyrir líkamsárás…

    Chiellini sjálfur sleppur ótrúlega vel miðað við allar tæklingarnar hans og ruddaskapinn.

    Þetta er alveg magnað enska pressan, sú ítalska og enska FA fengu nákvæmlega það sem þau vildu…

  7. Bara eðlilegt að gefa öðrum leikmönnum séns. Var lang markahæstur á þessu tímabili þrátt fyrir að missa af 6 leikjum. Prufum þá bara 9. #fairplay

  8. Mjög harður dómur og óvæntur miðað við það sem búið var að leka út. Suarez má ekki einu sinni koma inn á leikvang sem áhorfandi í 4 mánuði.

    En verra gat það verið auðvitað og fyrstu viðbrögð á Englandi eru að Suarez sé að sleppa vel. Ég er líka að skoða aðra erlenda miðla og þar eru viðbrögðin miklu vægari allt frá því að þvi að gera grín að úrskurðinum til þess að finnast hann sanngjarn.

    Ég er nokkuð viss um að breska pressan mun sjá til þess að Suarez verður seldur. Þar vilja menn meira blóð þessi blessuðu fífl.

    En þá skilst manni að nýtt vandamál sé komið upp. Suarez er dæmdur frá “all football starting from today´s day” og þýðir það líka að ekki má selja hann? Þetta veit FIFA ekki sem sýnir vel hvað einstæður atburður hér er á ferðinni.

  9. Hefur eitthvað komið fra hvað liverpool ætlar að selta hann ?

  10. Algjörlega fáránlegt að setja hann í bann í leikjum með félagsliði fyrir eitthvað sem hann gerir með landsliði. Menn eru að fara inná afskaplega skrítnar brautir ef það á að setja slík fordæmi.

    Og hvað er þetta með að banna honum að fara inná velli – þvílík og önnur eins ofurviðkvæmni. En það var svo sem ekki við því að búast að hann myndi fá hóflegt bann – til þess var hysterían í kringum þetta alltof mikil.

    Það hefði verið við hæfi að miða bannið við gróf ofbeldisverk inná vellinum, en menn fara mun mun lengra.

  11. Þetta er sko FIFA sem við erum að tala um,
    Gleymdist alveg að múta þeim?!?

  12. “An appeal may be lodged by the player or the Uruguay FA.”

    Svo virðist sem Liverpool geti ekki áfrýjað dómnum, bara leikmaðurinn og úrúgvæska knattspyrnusambandið…

  13. Þetta er rosalegur dómur, Suarez getur nátúrulega engum nema sjálfum sér um kennt en að meiga ekki einu sinni mæta á æfingu sem áhorfandi í 4 mánuði er klikkað.

    Þetta er samt ekki svo slæmt, liðið leggur sig allt fram í hans fjarveru og svo kemur hann inn ferskur eftir 9 leiki. Hljómar eins og uppskrift að árangri.

    Áfram Liverpool og áfram Suarez !!!

  14. Það verður ekki hægt að selja hann fyrr en í janúar glugganum miðað við þetta myndi maður ætla. það er engin að fara að kaupa mann sem má ekki einu sinni horfa á leiki fer en í lok október.

  15. Þarna er verið að ógna lífsviðurværi hans ef hann má ekki einu sinni æfa knattspyrnu. ég skil bannið að því leiti að þetta er ekki one off dæmi hjá honum heldur endurtekið brot. En að banna hann frá æfingum er algjörlega út í hött!

  16. Nú er bara kominn tími til að þakka Suarez fyrir frábær störf hjá félaginu og vona að Barcelona séu til í að láta okkur fá Sanchez.

  17. Þvílíkt djöfuls kjaftæði sem þessi fótbolti er að verða. Hann hlýtur að áfrýja þessu kjaftæði

  18. Þessar niðurstöður líta út fyrir að hafa verið fengnar í miklum flýti. Það er svo margt rangt við þetta, t.d. bara það að þessi dómur kemur verr niður á Liverpool en landsliðinu, er í alvörunni refsingarverðara að bíta í öxlina á einhverjum en að slengja olnboganum af alefli í átt að andliti einhvers með fullum ásettning? Mér er alveg sama hvort þetta sé í 1., 2. eða 3. skipti sem Suarez bítur einhvern, refsingin á alltaf að vera sú sama. Þú færð ekki lengra bann fyrir 10. marktækifærisstuldinn en þann fyrsta.

    Það á að áfría þessum dómi. Ef Suarez hefði gert þetta í leik með Liverpool hefði hann alveg mátt fá leikbann í Liverpool, en það er enginn að segja mér að það leikbann hefði smitast yfir í landsliðið.

  19. Jæja þá er þetta komið á hreint. Þessi drengur lætur okkur svo sannarlega hafa fyrir því að elska sig….ég elska að hata hann.

    En ég fór að velta því fyrir mér taka þeir af honum sjónvarpið og nettengingu til að koma í veg fyrir að hann horfi á fótbolta. Væri ekki bara fínt að setja hann í sálfræðimeðferð langt langt uppi í fjöllum burt frá öllu og öllum í 4 mánuði og svo kæmi hann eldhress til baka. Sálfræðimeðferðinni fælist í því að kenna honum að hætta að bíta og fara að skalla mann og annan í staðinn það er bara 1 leikur í bann fyrir svoleiðis.

    Sorglegt fyrir drenginn að vera búin að koma liðinu sínu í Meistaradeildina vera valinn bestur á Englandi og klúðra þessu svo einn og óstuddur.

    Hvað svo sem LFC gerir þá styð ég þá ákvörðun vona að þeir haldi honum því ef hann getur spilað fyrir Barcelona eða RM þá getur hann spilað fyrir LFC.

    Nú held ég áfram í sumarfríi og heyrumst í upphafi tímabils.

    Þangað til næst
    YNWA

  20. hvað þyðir þetta ? ef við getum ekki selt manninn kemur hann þa loksins að æfa 26 oktober og þa i engu lekformi og varla þa tilbuin að spila með liðinu fyrr en einhverntiman i november ?

  21. Fyndnir bölmóðsmógúlarnir hérna sem bölsótast út í ósanngirni alheimsins þegar fjallað er um mál Suarez…

    Einn er sá maður sem hefur vald til þess að koma í veg fyrir þetta allt saman.

    Suarez heitir hann.

    Hann er með geðröskun se hamlar honum að hafa stjórn á hegðun sinni.

    Að það hafi ekki verið unnið með þetta hjá atferlissérfræðingi er með öllu óskiljanlegt.

    Þar liggur sökin.

    Þetta bann kemur ekki til með að betra hann inni á vellinum. Engin rök fyrir að halda því fram…

  22. Þrátta fyrir allt varð hann markahæstur þó hann missti af byrjun tímabilsins. Drögum andan djúft. Hann kemur sterkur til baka. Menn eins og hann eflast við mótlætið og fyrr eða síðar mun hann læra af sínum mistökum.

  23. Áfrýja þennan útskurð undir eins og setja topp lögfræðinga í málið – þetta er fáranlegt. Allt bann með Liverpool á að verða fellt út annars er bara ekkert samræmi í þessu. Helvítis hentisemisstjórnir alltaf í þessum fótbolta.

  24. btw ekki hægt að banna neinum að æfa fótbolta, það væri eins og að FIFA væri að banna honu að drekka vatn á meðan banninu stendur.

  25. Hugsa sér ef þetta hefði gerst í upphafi eða á miðju tímabili – fyrst þetta átti sér stað núna var þetta greinilega spurning um tíma en ekki hvort hann myndi halda áfram að bíta. Júlí og ágúst eru einu ljósu punktarnir í þessu!¨

  26. Hef fulla trú á að eigendur gera þetta hressilega upp við leikmanninn sjálfan og það innanbúðar. Sekt frá LFC og etv. sala á karlinum er mjög skiljanleg af minni hálfu núna og raun óskastaðan fyrir félagið til að geta þróast áfram. Landslið Urugauy á jafnvel von á kröfu frá LFC vegna launa hans næstu 4 mánuði. Ætla ekki að benda á neinn annan dóm til samanburðar, það er engin afsökun þó svo að olbogaskot og barsmíðar geti talist líkamlega hættulegri en þetta.

    Hvort hann verði svo áfram lengur en næsta tímabil tel ég 100% útilokað, fer jafnvel strax ef hægt er. Sorglegt með alla þessa knattspyrnuhæfileika en 100% búið að reyna að hálfu LFC ..að mínu viti!

  27. Jaeja eg held thad se kominn timi hja mer ad leggja skona a hilluna thegar kemur ad ahorfi a fotbolta. eg get ekki sed lengur ad thessi ithrott egi nokkud skilt med thvi sem eg olst upp vid og elska. skynsemi er horfin a braut og hysteria og mugaesingur kominn i stadin.

    Takk fyrir goda samveru.

  28. Þetta er helvíti harður dómur en hann getur sjáfum sér um kennt. Það er nú þannig.

    Reyndar hef ég alveg skilning á þeim sem pirra sig yfir lengdinni og því að þetta nái yfir leiki með félagsliðinu líka. Sérstaklega þar sem það er ofboðslega lítið samræmi aðra dóma og refsingar fyrir ofbeldisfulla hegðun í boltanum. Orðspor og annað spilar þarna eflaust inn í.

    Og hversu pointless er þessi yfirlýsing LFC?
    http://www.liverpoolfc.com/news/latest-news/165444-liverpool-fc-statement

  29. Sammála Mumma her að ofan, ef Suarez fær svo mikið sem 1 leik í bann með Liverpool eftir áfrýjun þá hef ég gefist upp á þessari íþrótt og það voru ekki peningar sem drápu hana heldur knattspyrnuyfirvöld.

  30. Er ekki stóra spurningin í þessu hvort hann megi spila FIFA 14 eða FIFA 15 meðan hann er í þessu banni ?

  31. Jæja kallinn minn.
    Sjáumst hressir í vetrarbyrjun.

    Megirðu hafa nóg að bíta og brenna á meðan.
    Tilvalið að taka gott feðraorlof en bara leika sér með bíla, ekki bolta.

    En nú verða stýrendur Liverpool að leggja hausinn í bleyti og hugsa eins og skákstórmeistarar.

    Selja núna eða taka áhættuna á að hann komi dýrvitlaus til baka og selja hann í janúar eða standa með honum og selja ekki neitt.

    Ég myndi vilja sjá menn standa með honum og halda áfram að styðja hann til manns, hann gangi ekki maður einsamall. En mér þykir hitt líklegra að hann verði látinn fara vegna orðspors klúbbsins eins og allir vilja hafa það.

    YNWA

  32. Þið eruð með ólíkindum.
    Elsku kallarnir mínir ég á marga vini sem eru Liverpool aðdáendur og þykir vænt um þá en common , hættið þessu “við erum svo mikil fórnarlömb” . Þið eruð að gefa United mönnum þvílík skotfæri á ykkur.

    Það er einn fáviti í Liverpool og hann heitir Suarez það er með algjörum ólíkindum að menn hérna séu að kvarta yfir því að maðurinn sé að fara í smá leikbann . Við hverju var búist eiginlega ?

    3 leikja banni.

    Hvernig væri söngurinn hérna ef Balotelli hefði allt í einu tekið upp á því að bíta SG ?

    Ætli einhverjir myndu ekki öskra eldrauðir í framan í æfilangt bann með helvítið.
    Vitið það er þannig sem við hinir lítum á Suarez , hann er búinn að setja þetta HM í uppnám með þessu rugli og menn hérna eru að miða við einhverjar tæklingar eða olbogaskot.

    Þetta snýst ekkert um hversu alvarlega menn meiðist eða ekki, heldur er þetta lægsta form af árás á annan sem maður getur ýmindað sér.

    Hugsið Balotelli býtur Gerard þá skiljið þið þetta.

  33. Það sem mér finnst skrítnast í þessu öllu saman.
    Menn líta á að bíta einhvern sem miklu verra brot en að vera kýldur, fá tveggjafótatæklingu, skallaður, hrækt á eða olbogaskot í andlitið.

    Ég skil að þetta er 3 brot en hann hefur tekið út refsingu fyrir hin tvö. Svo þegar hann bítur einhvern með Liverpool þá má hann spila landsleiki en þegar hann bítur einhvern í landsleik þá má hann ekki spila með liverpool.

    Sko þetta er engin heimsendir fyrir Liverpool. Við erum enþá með Sturridge, Sterling, Couthino og Ricky Lambert til þess að skora mörk og kannski er þetta ágæt að koma Lambert inní þetta(+ nýja gaurnum sem við kaupum).

    Manni finnst samt á Suarez hallað í þessu máli og finnst mér refsingin ekki í samræði við brotið. Ég myndi frekar vilja fá smá nart í mig heldur en að fá grófatæklingu sem gæti endað ferilinn hjá mér.
    Sem Liverpool maður vill ég halda Suarez en ef ég væri hann þá myndi ég bara drífa mig til spánar og burt frá þessari ensku pressu sem er dugleg að taka hann af lífi.
    Hann getur sjálfum sér um kennt fyrir að lenda í þessu bulli en refsingin er samt sem áður alltof hörð að mínu mati.

    “Such behaviour cannot be tolerated on any football pitch and, in particular, not at a Fifa World Cup when the eyes of millions of people are on the stars on the field,” Claudio Sulser, chairman of the Fifa disciplinary committee, said in a statement.
    Þetta er sama nefndin og gaf Zidan 3.leikja bann í fyrir að skalla leikmann í bringuna í úrslitaleik HM.
    Svo jafngildir þetta hér gulu spjaldi og ekkert bann á sínum tíma.
    https://www.youtube.com/watch?v=JzXBSvngRR0

  34. #36

    Bættu við að Balotelli er að bíta mann í 3ja skiptið og hefur verið dæmdur í langt bann fyrir rasisma. Báðir hafa átt ógeðslegar tæklingar þannig það þarf ekkert að bæta því á Balo.

  35. Þið hljótið að skilja að þetta er líka að hluta til agabann? Maðurinn er ekki heill.

  36. Það er ekki um það deilt að það þarf að hjálpa kallinum að komast yfir þessi viðbrögð sín á vellinum, en hann er leikmaður LFC og er svo fáránlega góður í fótbolta enda í sama klassa CR7 og Messi og að mínu mati er hann besti framherji í boltanum í dag þar sem Messi og CR7 er ekki týpiskir framherjar að mínu mati.

    Ég stend með honum enda hefur þetta ekkert að gera með það að hann sé heimskur eða eitthvað þvíumlíkt, þarna koma inn skapgerðarbrestir sem hann nær ekki að ráð við, og þetta er hans stærsti kostur og löstur sem er þessi endalausa þrá til að vinna leiki með öllum tiltækum ráðum og því miður á brestur eitthvað í leikjunum inná milli.

    Barca og Real munu allann daginn reyna að fá þenna snilling í sínar raðir enda er Suarez demantur sem hefur sína galla.

    Ég vil frekar hafa Suarez í okkar liða alveg einsog hann er frekar en að selja hann, því LFC er enganveginn að fara getað repleicað það gat sem hann skilur eftir sig.

    Skil alveg að margir vilja hann burt enda komnir 35 leikir í bann án þess að fá rautt spjald, en það er þess virði að bíða eftir að hann komi til baka úr banninu það góður er hann, enda er hann stór ástæða þess að LFC eru að spila í meistaradeildinni.

    Ég myndi allavega fá velgju af því að sjá hann í búningi Barca eða Real, ég ætla bakka minn mann upp enda mun hann mæta (dýrvitlaus til leiks með blóðbragð á tönnunum) enda eina sénsin hjá honum er að skora mörk og sýna öllum hversu frábær leikmaður hann er þrátt fyrir sína galla.

  37. jæja þá er komin úrskurður og mér finnst hann í besta falli fáránlegur.

    Hann fær 9 leikja bann með landsliðinu þar sem hann fremur brotið en þetta eru hinsvegar 13 leikir sem hann fær í bann með Liverpool sem fær semsagt að gjalda meira fyrir þetta brot þrátt fyrir að þeir eigi nákvæmlega enga sök á þessu.

    Alltaf starfsliði(klúbburinn) sem er búið að meðhöndla hann og halda honum góðum síðan hann beit Ivanovic er refsað. Maður er hálf orðlaus yfir þessum dóm.

    Hvernig er hægt að refsa félagsliði fyrir eitthvað sem þeir bera enga ábyrgð á?

    BULL!

  38. mbl segir að FIFA hafi staðfest að við megum selja hann.. okei gott og vel en eg er a sömu skoðun, alls ekki selja a neinum afslætti, ef hann a að fara þa vil eg fullt verð sem er 80 -100 milljonir.. ef spænsku risarnir vilja afslátt þa vil eg frekar halda drengnum..

    i þessari frett a mbl er lika talað um leikvanga bann með úrúgvæ en ekki minnst a slikt með Liverpool..

    vita menn eitthvað nuna um þau mal hvort suarez megi æfa með Liverpool td ef hann verður áfram ?

  39. Algjörlega glórulaust í samhengi við fyrri dóma.
    Tassotti fékk 4 leiki fyrir olnbogaskot og beinbrot
    Leonardo fékk 8 leiki fyrir olnbogaskot og beinbrot
    Zidane fékk 3 leiki fyrir skalla (og FIFA golden ball)
    Rijkaard fékk ekkert auka bann fyrir að hrækja 2svar, stíga á fótlegginn og snúa upp á eyrað (í alvöru) á mótherja.

    Reynið svo að segja mér að þetta sé eitthvað annað en grímulaus popúlismi hjá FIFA (sömu og seldu Qatar og Rússlandi heimsmeistaramót) og spilling.

    Ég hef sama eða jafnvel meiri viðbjóð á FIFA en þessu fjandans FA .

  40. Þetta er nokkuð þungt, en þegar horft er til umræðunnar í kjölfar þessa atviks má líka færa rök fyrir því að þetta sé innan marka og hefði getað verið verra.
    Það hafa líka aðrir leikmenn fengið löng keppnisbönn fyrir mis”hættuleg” atvik. Hér er grein sem birtist eftir að Suarez beit Ivanovic http://soccerlens.com/football-bans/93974/
    Cantona fékk 9 mánuði og samfélagsþjónustu fyrir að sparka í áhorfanda.
    Rio Ferdinand fékk 8 mánuði fyrir að mæta ekki í lyfjapróf. Hann bað um lyfjapróf strax daginn eftir og fór líka fram á nánari líkamsrannsókn til að hrinsa sig af ásökunum. Stuttu áður hafði leikmaður man.city nánast sloppið við refsingu fyrir samskonar brot.
    Di Canio fékk 11 leiki fyrir að ýta dómaranum hérna um árið.

  41. “Svo þegar hann bítur einhvern með Liverpool þá má hann spila landsleiki en þegar hann bítur einhvern í landsleik þá má hann ekki spila með liverpool.”

    Shit, lesið þetta upphátt… þvílíkt og annað eins… þetta er ekki í lagi! Eins og að bíta sé eitthvað norm 🙂 Harður dómur að mínu mati hvað varðar að missa af þessum Liverpool leikjum en annars verðskuldað.

  42. Hrikaleg vonbrigði og alls ekki í samræmi við það sem var búið að leka út með.

    Hrikalega harkalegur úrskurður og að mínu mati alveg út úr korti.

    Maður óttaðist samt að þetta myndi gerast. Þetta brot hans var ekki fólskuleg líkamsárás og leikmaðurinn sem hann beit mun bara halda áfram að spila fótbolta án nokkurrar hindrunar og eftirmála. En, og þetta er stóra EN-ið, hann var að bíta í þriðja sinn! Ekki fyrsta, ekki annað, heldur þriðja sinn!! Það er fyrst og fremst ástæðan fyrir þessari glórulausu refsingu.

    Hvernig munu Henry og félagar bregðast við þessu??

  43. Jæja, voru menn að gera sér vonir um að að vinna deildina?? Mér sýnist að með þessu sparki í punginn sé verið að tryggja það, að það er ekki að fara að gerast. Það er sama hvað mönnum finnst um Suarez, hann er einstakur sem leikmaður og að mínu viti leikmaður sem að gerir gott lið að geðveikt góðu liði og þar af leiðandi meisturum. Það að við erum að fara að missa hann í NÍU FOKKINGS LEIKI, ef að við seljum hann ekki þar að segja, mun að mínu viti gera út um allar vonir um titilinn á næsta tímabili. Síðan setur þetta líka stórt strik í reikninginn með meistaradeildina og hvort við komumst upp úr riðlinum.
    Þetta er hrikalegt helvíti!!
    Þessi refsing á ekki að ná yfir Liverpool. Ekki nóg með að við getum ekki notað hann heldur er þetta að lækka verðið á honum mikið, veikja samningsstöðu Liverpool og hreinlega að valda félaginu gríðarlegu fjárhagslegu tjóni.
    Sökin liggur hjá Suarez, og það er augljóst að það þarf að hjálpa manninum en ekki bara að refsa honum. Þeir tala ekkert um að hann eigi að leita sér hjálpar eða að þeir ætli að gera eitthvað fyrir hann til að þetta komi ekki fyrir aftur heldur bara hamra á honum.
    Þvílíkur djöfulsins skítastormur.

  44. Að bera þetta saman við Zidane er ekki góður samanburður. Vissulega var brot Zidane alvarlegra. Málið er að Suarez hefur gert þetta þrisvar sinnum, ég spyr samt hvort bannið muni gera eitthvað fyrir hann vegna þess að það er margsannað að þeir sem brjóta af sér stunda samskonar brot aftur. Mér finnst bannið alltof harkalegt vegna þess að þetta hefur ekkert með Liverpool að gera, einnig efast ég stórlega að hann læri eitthvað af þessu. FIFA hefði átt að banna hann frá landsliðinu og skylda hann til að leita sér hjálpar. Síðan hvenær hafa bönn/fangelsi leitt af sér betri menn? Það eru allavega mjög fá tilfelli.

    Úrúgvæska knattspyrnusambandið ætlar að áfrýja þar sem rök og sannanir FIFA eru veik. Ég vona að Liverpool geri hið sama og reyni að minnka skaðann.

  45. Þessi dómur þykir mér óskiljanlegur.

    Ef ég skil þetta rétt þá má leikmaðurinn eða Úrúguay áfrýa dómnum en ekki Liverpool. Síðan ef við tökum það til greina að oft þegar þessum dómum er áfrýjað þá er dómurinn bara lengdur, sem þýðir að auðvitað áfrýjar Úrúguay því það bitnar aldrei á þeim. Bannið hans Liverpool megin mundi bara lengjast.

    Þetta meikar engan sens. Ef ég yrði handtekinn fyrir þjófnað þá fær Babú dóm og ef ég reyni að strjúka þá lengist dómurinn yfir Babú. Reyndar ef ég hugsa um það þá er rökvísin í þessu ekkert ósvipað og siðferðisréttarkerfið á Íslandi

  46. #36

    LOL, mér er bara slétt sama hvort Balotelli bíti Gerrard eða ekki. Reyndar vil ég bara endilega að hann bíti hann frekar en að olnboga hann í grímuna eða fótbrjóti hann með tveggja fóta tæklingu.

  47. Sælir félagar

    Ég veit ekki hvað þessi söngfugl #36 er að gera hér inn. Kann betur við svona spörfugla á grein úti í garði en hér inni á spjallsíðum okkar. Hvern andsk . . . kemur honum við hvernig við stuðningsmenn Liverpool upplifum ofsóknir á hendur okkar manni. Suarez hefur verið ofsóttur af ensku pressunni og enska knattspyrnusambandinu frá upphafi. Það er staðreynd. Ástæðan er sú að hann er of góður í fótbolta fyrir fávita sem dásama aulann sem stjórnar enska landsliðinu.

    Hegðun Suarez er óafsakanleg eins og öll ítrekuð brot í knattspyrnu eru – alltaf. En það verður að vera eitthvert samræmi í því sem menn segja og gera. Ítrekaðar tæklingar ýmissa leikmanna í gegnum tíðina hafa ekki verið taldar jafn refsiverðar og nartið í Suarez. Þó hafa svoleiðis trakteringar kostað menn ferilinn og jafnvel örkumlað og gætu hugsanlega drepið menn. Nei bit Suarez eru verri en það. Þvílíkt bull.

    Þessi dómur er pantaður af lyddumennum enska sambandsins og mun vekja mikinn fögnuð meðal stuðningmanna annarra liða en Liverpool. Afhverju? Jú þetta gefur þeim takifæri til að reyna að naga stig og sigra af félaginu vegna þess að besti leikmaður á Bretlandseyjum verður ekki með.

    Sem sagt komandi stigasöfnun (hugsanleg) skítaliða eins og MU, T’ham, Arse o.s. frv. mun ekki byggjast á gæðum þeirra leikmanna heldur því að bestu leikmenn annara liða eru útilokaðir frá knattspyrnu. Er það þá stefna að koma leikmönnum annara liða út úr fótboltaiðkun með sköllum í andlit, olnbogaskotum í höfuð eða með tæklingum sem taka þá úr umferð fyrir lífstíð? Er nema vona að maður spyrji.

    Hvar sem hollusta manna liggur þá er það morgunljóst að þessi dómur FIFA er út úr öllu korti. Hann er glæpsamleg árás á leikmanninn og félagslið hans sem á þarna engan hlut að máli. Skaðinn sem þetta veldur er miklu meiri og víðtækari en brotið gefur tilefni til. Refsingin gagnvart Liverpool er með þeim hætti að ekki verður við unað. Ég treysti því að stjórn klúbbsins og aðrir þeir sem málið varðar taki á móti af öllu afli.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  48. Strangur dómur en fyrirsjáanlegur í ljósi þess að þetta er að gerast ítrekað. Fjöldi leikja sem hann hefur verið í banni síðan hann varð leikmaður Liverpool fer að slaga í heilt tímabil samanlagt sem er að mínu mati of mikið, sama hvað þú heitir.
    Hann var frábær á síðasta tímabili vissulega og dró vagninn lengi vel, og hélt sér á mottunni þar sem hann hefur væntanlega verið á síðasta séns. En þegar allt kemur til alls er enginn stærri en klúbburinn og það kemur maður í manns stað.
    Ég er persónulega búinn að fá nóg og spái því að hann verði seldur með talsverðum afföllum miðað við það verð sem talað var um að fengist fyrir hann áður en þetta gerðist.
    Einhverjir tala um að það megi ekki snúa við honum baki og það þurfi að veita honum aðstoð sem er hið besta mál. Klúbburinn og stuðningsmennirnir hafa hins vegar staðið þétt við bak hans fram til þessa en hann getur ekki endalaust misnotað það traust sem honum er sýnt.
    Adios Luis

  49. Suarez verdur ad spila med gom eins og NBA gaurarnir. Maðurinn er greinilega tapsarari heldur en gengur og gerist og finnwt bara i godu lagi ad narta i qndstaedingana til þess ad vinna þa. Hann verdur samt ekki seldur tippa eg…

  50. Það að þeir sem fara í bann megi ekki æfa íþróttina sína er ekki einsdæmi. Allir þeir sem falla á lyfaprófi, jafnvel þótt að ekki sé um árangursaukandi lyf, mega ekki æfa sína íþrótt. Þetta er þvi ekkert algjörlega út í bláinn og fordæmislaust. Svo má alveg rífast um það hversu sanngjarnt þetta er.

    Mér finnst hæpið að bera saman bit og tæklingar. Munurinn á tæklingu sem getur endað ferill einhvers og tæklingu sem flokkast sem stórkostleg getur verið sek.brot. Hvort einhver fótbrýtur annan leikmann getur snúist um það hversu blautur völlurinn er osfv. Sá sem endar feril einhvers með tæklingu er ekki endilega að gera það vísvitandi, hann var kannski bara að spila vörn en var klaufi. Þegar þú bítur einhvern þá er það alltaf ásetningur sem á ekkert, nákvæmlega ekkert, skilt við fótbolta. Það að bíta er einhvernvegin lowest of the low.

    Það má alveg rífast um það hversu sanngjörn þessi refsing er. En það er skrítið að vera reiðari út í FIFA en Suarez. Það var hann sem tók þá ákvörðun að bíta annan leikmann í þriðja skipti og það á HM. Það er hann sem gat komið í veg fyrir þetta allt saman. Þetta er algjörlega á hans ábyrgð, ekki FIFA. Mér þætti eðlilegt að hann myndi sýna smá iðrun og afþakka laun frá LFC næstu fjóra mánuðina. Það er ekki eins og maðurinn fari á hausinn við það.

    Velti líka fyrir mér hvernig Liverpool vann með bit númer tvö. Eðlilegt hefði verið að kalla til færustu sérfræðinga Bretlandseyja til þess að hjálpa manninum með þessa skapgerðabresti sína. Var það gert? Ef ekki voru stjórnendur Liverpool ekki að vinna vinnuna sína almennilega.

  51. Þetta er nú vægari dómur en ég bjóst við, þetta er í þriðja sinn sem maðurinn gerir þetta inn á leikvelli það er bara þrisvar of mikið,því miður finnst mér þetta vera the end of the road hjá okkar manni hjá klúbbnum hann er snillingur í fótbolta en þessi hegðun er ekki sæmandi Liverpool leikmanni.

  52. það eru ennþa stor atriði sem maður veit ekki.

    1 ma hann æfa með Liverpool ef hann verður ekki seldur ? er það komið a hreint ?

  53. vonandi áfrýjar hann,,,það mun bara þýða að bætt verður við bannið.
    hann er að sleppa mjög vel

  54. First things first, Suarez nú hættir þú að bíta! Það var alveg hægt að búast við allt of hörðum dómi m.v. sambærileg mál tengd honum.

    Dómurinn og áhrif hans á Liverpool eru afar mikil vonbrigði, það að Suarez hafi enn á ný tekið upp á þessu eru samt meiri vonbrigði.

    LFC er í mjög erfiðri stöðu, hann er á skilorði þar fyrir og bannið bitnar jafnvel verr á þeim sem borga honum launin heldur en landsliði

    Þetta er lengsta bann í sögu HM, verra en þegar leikmaður þurfti að liggja í 3,5 mánuði á sjúkrahúsi eftir viljandi olnbogaskot. Í alvöru?

    Liverpool reynir vonandi að koma sem mest í veg fyrir að starfsmenn félagsins fari í FIFA verkefni með landsliðum. Borgar sig ekki.

    Suarez spilaði með landsliðinu, í Brazil í fyrra (í 10 leikja EPL banni). Bit ekki einu sinni það alvarlegt að FIFA bann kæmi til umræðu

    Af öllum sem hafa sagt sitt álit á þessu máli, hefur e-r talað við Defoe sem fékk gult fyrir þetta?

    Uruguay/Suarez/Liverpool á auðvitað ekki að áfrýja þessum dómi heldur gera það eina sem virkar, múta forsvarsmönnum FIFA. Það svínvirkar.

    En nú hættir þú að bíta Suarez, andskotinn hafi það.

  55. Alveg grunaði ég að hér yrði enn og aftur langt bann á Suarez, en að ganga enn og aftur út fyrir allt og setja hann í bann með Liverpool, og að banna honum að æfa er bara algjör viðbjóður. Hvernig er hægt að banna einstaklingi að æfa ? hvað þá að fara á leiki sem áhorfandi ? Hvað er verið að hugsa ? að hann bíti einhvern sem áhorfandi ? eða bíti á æfingum ?
    Ég hafði fyrir þennan dóm, SMÁ trú að FIFA, en þeir eru komnir í sama klósett og FA núna hjá mér, það var kannski ekki við miklu að búast, Blatter kom þarna að máli og hann er að nota þetta mál til þess að afla sér einhverra vinsælda hjá almenningi eftir öll mútur hneykslin, sem eiga eftir að komast uppá yfirborðið.

    Við eigum bara að senda SURAEZ núna í frí til Uruguay og láta hann æfa þar fyrir lokuðum dyrum með Liverpool í Uruguay, það má engin koma þar inn, og þá geta þeir ekki sagt að hann sé að æfa.

    Þarna er líka verið að setja vafasamt fordæmi, banna leikmann sem brýtur af sér í landsleik frá því að spila með félagsliði, hefur það gerst áður spyr ég ?

    Enn og aftur eru dómar í engu samræmi hjá FIFA, alveg eins og hjá FA.

    Óbragð í munni, en skolum þessu burtu með köldum, og höldum áfram að styðja SUAREZ og LFC.

  56. Er staddur i USA og herna er ekki talad um annad. Gridarlega mikill ahugi a keppninni herna og bara timaspursmal adur en bandverjar verda alvoru godir ( en það er annað mal ). Punkturinn er eins og annar kemur inna herna ad ofan. Að bita er lowest of the low. Mer fannst þetta litilvægt i byrjun en Suarez a þetta skilið nuna ad minu mati. Siðasti sjens hja kallinum.

  57. Afhverju er þriggja leikja bann ef leikmaður gefur öðrum leikmanni olnbogaskot í bakið en 24 leikja bann ef leikmaður bítur leikmann í öxlina (honum til málsvarnar þá líkist nafn tjónþola tortellini).

    Er það óeðlilegri hegðun að bíta en að gefa olnbogaskot? Að öllum líkindum en í besta falli er það óskráð regla samfélagsins. Ef barn á leikskóla gefur bekkjarfélaga sínum olnbogaskot fær þaðað dúsa í skammarkróknum í þrjár mínútur en bitarinn í 24 mínútur?

    Mér finnst þetta mjög óeðlilegt af Fifa og um leið er hægt að gera kröfu um að alls kyns hálfvitaskapur í landsleikjum bitni nú á félagsliðum.

  58. Suarez á að fá refsingu fyrir brotið og það á ekki heima í knattspyrnunni. Það er hins vegar álitamál hver refsing Suarez á að vera. Áhugavert er að í úrskurð FIFA er hvergi vitnað til þess að um ítrekað brot sé um að ræða eða fyrri brot Suarez komi til skoðunar eða hafi einhver áhrif í málinu. Ef verið er að refsa Suarez fyrir ítrekuð brot þá bæri FIFA að taka það fram sem rökstuðning fyrir refsingu sem er ekki gert í úrskurðinum. Ég sé þá ekki í fljótu bragði að í reglum FIFA sé heimilt sé að horfa til þess hvort brot sé ítrekað við ákvörðun refsingar fyrir einstakt brot sem er til umfjöllunar.

    Ekki er því annað að sjá en að þetta mál snýst eingöngu um brotið sem átti sér stað í leik Ítala og Úrugvæ á HM og þannig eigi að refsa fyrir það eitt og sér. Hvernig hægt er að segja að slíkt brot, einangrað og án allra ítrekunaráhrifa, geti leitt til 4 mánaða alhliða keppnisbanns, 9 leikja landsleikjabanns og 100.000 CHF sekt, er algerlega ótrúlegt í mínum huga. Sérstaklega er það ótrúlegt í ljósi þess að þegar fyrri “bitmál” Suarez voru til umfjöllunar voru þau hvor um sig tekin til umfjöllunar sem einangrað tilvik og ekki litið til ítrekunaráhrifa í síðara málinu og refsing var miklu miklu lægri í báðum tilvikum.

    Enn sérstakara er þá ef þetta einstaka mál í leik Ítala og Úrugvæ er borið saman við atvikið hjá Zidane (sem eðlilegt er að horfa til þar sem við erum bara að skoða einangruð líkt og gert er í úrskurði FIFAí máli Suarez). Þá blasir ekki annað við en að Suarez sé að fá refsingu sem er langt umfram fyrri fordæmi fyrir brot fyrir óeðlilega hegðun á knattspyrnuvelli. Zidane sem skallaði leikmann í brjóstið í sjálfum úrslitaleik heimsmeistaramótsins (sem talsvert fleiri horfa á), fékk 3 leikja bann og 4500 CHF sekt. Á grundvelli þess hefði best verið hægt að rökstyðja 10 leikja bann og 15000 CHF sekt fyrir tilvik Suarez ef eitthvað samræmi ætti að vera í málum FIFA. Það er refsinging sem Suarez hefði átt að fá, 10 leikir og 15000 CHF sekt. Annar hluti refsingarinnar er að mínu mati eingöngu til að friða fjöldann sem er slæmt enda á að refsa mönnum í samræmi við reglurnar og hafa samræmi í ákvörðun refsingar.

  59. Sigkarl vill greinilega ekki fá önnur sjónarhorn á málinu en honum hentar, það er fínt.
    Ef ekki er áhugi hérna fyrir skoðanir annara , þá vinsamlega gerið þessa síðu þannig að ekki sé hægt að commenta , einnig væri hægt að læsa henni svo hún væri bara opin fyrir Liverpool aðdáendur enn meðan svo er ekki þá hlýtur að vera leyfilegt að hafa skoðanaskipti hérna án þess að fá persónuárásir á sig frá fullorðnum manni eins og Sigkarl er ef myndinn er af honum.

  60. FIFA bannar hann frá allt og öllu, manni og mús í 4 mánuði sem bitnar verst á klúbbinum sem kemur hvergi nærri umræddu atviki. Nær bannið til Playstation FIFA 14?

  61. Hvernig er hægt að fara í bann en á sama tíma verður Liverpool að borga honum laun? Aðeins of vitlaust.

  62. þetta er asni,,,nú á að selja hann , ef það tekst ekki þá finnst mér réttast að hann fái ekki laun þann tíma sem hann er í banni…

  63. Flott að ef maður kemur með komment sem samræmast ekki skoðunum stjórnenda þá eru þau fjarlægð… svo segiði að FIFA sé spillt…

    Svar (Kristján Atli): Þú komst hér inn og gerðir grín að greindarvísitölu Liverpool-stuðningsmanna og lesenda Kop.is. Ef þú hefðir lesið reglur síðunnar eins og viti borið fólk gerir hefðirðu vitað að slíkt persónuníð er bannað hér. Þér er frjálst að tjá þína skoðun eins lengi og þú brýtur ekki reglurnar. Þetta er ekki flókið.

  64. Ég tel það nærri útilokað að FIFA getið bannað Suarez frá æfingum (og þjálfun?) hjá Liverpool. Ástæðan er einföld, hann er starfsmaður fyrirtækis í Evrópu og þrátt fyrir alla heimsins samninga getur hann ekki samið réttinn til vinnu frá sér. Það sem ég á við er að hans vinna er að æfa (og spila) með Liverpool. Hægt er að banna honum að taka þátt í leikjum, en aftur á móti tel ég það vera brot á réttindum einstaklinga til atvinnu að meina honum að æfa (sinna sinni vinnu). Ef rétt reynist og FIFA ætli sér að banna hann einnig frá æfingum tel ég það ekki ólíklegt að málið gæti endað á borði viðeigandi dómstóls hjá ESB sambærilegt Bosman málinu hér um árið.

  65. Ég spái því að Liverpool verði á toppnum í deildinni þegar Suarez leikur fyrsta leikinn í haust.

  66. Hf hann verður seldur til fc Barca þá vil ég fá Alexis S. og 50 miljonir.
    En ef hann fer til real þá vil ég fá 85 miljonir firir.

    En þetta er mjóg harður dómur.

    Áfram Liverpool (Gerrard)

  67. Menn eru að tala um að Barcelona vilji borga 60 milpunda og Sanchez, ég held að það væri góður díll. En ég tek þssari frétt með fyrirvara eingu að síður. En ef þetta er rétt þá erum við með 40milj sem okkur hefur verið lofað+þessi 60 og Sanchez.
    Það er hægt að stirkja liðið dulega þá!!!!!!!!!!!

  68. Mér finnst þessi dómur vera frekar sanngjarn, maðurinn er að bíta andstæðinginn í þriðja skiptið á ferlinum og það á ekki að taka létt á því. Dómurinn er vissulega harður ef litið er til afleiðinganna sem brotið hefur í för með sér, þ.e. Chiellini er ekki slasaður, en þetta er í þriðja skiptið! Maðurinn verður sjálfum sér, klúbbnum og stuðningsmönnum sínum til ævarandi skammar fyrir framan allan heiminn. Það er ekki verið að refsa Liverpool fyrir þetta heldur Suarez en það vill bara svo “óheppilega” til að hann er leikmaður liðsins.

    En ég vil hafa hann áfram, okkar langbesti maður, okkar eiginn Balotelli, bara miklu betri og er ekki heimskur 24/7 meira svona bara einu sinni á ári.

  69. Gaman að sjá samt að Pepe er í byrjunarliði Portugal eftir að hafa skallað Muller um daginn.
    Mikið hefði verið fínt ef að Suarez hefði bara skallað Chellini

  70. Afhverju eru menn að miða þetta við fyrri dóma? Að vera að bera þetta saman við þegar einhver skallaði einhvern eða einhver gaf einhverjum öðrum olnbogaskot?

    Þetta er svo allt öðruvísi árás. Þetta er mjög óeðileg hegðun á meðal mannfólks og þessvegna þarf að skoða þetta frá öðru sjónarhorni. Ef þetta væri “nánast” daglegt brauð (að bíta andstæðing í leik) eins og með olnbogaskotin og tveggja fóta tæklingar þá væri dómurinn ekki svona þungur því þetta væri að gerast trekk í trekk og að bíta væri “hluti” af leiknum. Ég er ekki að verja olnbogaskot eða harðar tæklingar, en það gerist margoft í fótboltaleikjum útum allan heim.

    Það er ekkert fordæmi fyrir svona kvikyndislegri hegðun því ég veit ekki um einn mann sem hefur bitið annan í fótbotaleik, fyrir utan Suarez. Jújú Defoe nartaði í einn leikmann þarna um árið og var fáránlegt að hann hafi ekki farið í bann fyrir það, ég bara man ekki hvort hann var dæmdur í bann eða ekki.

    Ef þetta væri Rooney eða Frank Lampard svo dæmi séu tekin, þá væri hljóðið í þeim sem telja þetta ósanngjarnan dóm annað. Ég er Chelsea maður og ef leikmaður í mínu liði væri sekur um svona hegðun þá myndi ég samþykkja þann dóm sem hann fengi.

    Rio Ferdinand fékk t.d. 8 mánaða bann fyrir að mæta ekki í lyfjapróf því hann “gleymdi” því. Hann bað um að fá að fara í það daginn eftir minnir mig en því var hafnað. Ég man ekki betur en að stuðningsmenn annarra liða en Man Utd hafi talið dóminn sanngjarnan.

    Ég veit að það er sárt fyrir stuðningsmenn Liverpool að missa Suarez í einhverja 13 leiki, en reynið að líta hutlaust á þetta þó það sé erfitt. Rooney að bíta mann í 3. skiptið = hann væri tekinn af lífi af stuðningsmönnum Liverpool og kallaður öllum illum nöfnum.

    Mbk. Jónas

  71. Kristján Atli !
    Flott síða hjá ykkur , en ég verð að segja við þig þú ert ekki samkvæmur sjálfum sér.

    Það er flott að hafa reglur um hvað menn geti sagt um aðra hérna og má benda á að ekki megi gera grín að greindavísitölu annara eins og Suarez gerði hér áðan.

    En þú gerir það sjálfur við hann ” Ef þú hefðir lesið reglur síðunnar eins og viti borið fólk gerir ”
    Ert þú ekki þarna að segja að hann sé vitlaus ?

    Svo finnst mér mjög ósmekklegt að vera kallaður spörfugl/söngfull fékk nóg að því þegar maður var allt að því lagður í einelti hérna í gamla daga og skrítið að fá svoleiðis frá fullorðnum manni , skil það frá lítið þroskuðum einstaklingum eða grín frá kunningum enn þennan mann þekki ég ekki. Just saying

    Svar (Kristján Atli): Ekki gera mér upp skoðanir. Ég kallaði hann ekki vitlausan heldur sagði bara að það væri skynsamlegt að lesa reglurnar. Það er munur þar á.

  72. ég skil ekki eitt, það fer enginn að segja mér að ef þetta hefði verið Joi Útherji sem væri að bíta mann í þriðja sinn í landsleik gégn Færeyjum, hefði Jói Litli fengið fjögra mánaða bann. Ef þetta hefði verið fyrirliði Man Udt, sem hefði verið að enda feril manns með svakalegri tæklingu, sem var algjörlega gerða af ásetning, eftir að hafa verið síbrota maðir í ljotum tæklingum, myndi hann fá fjögra mánaða bann.

    Hvar er eginlega meðalhófið!!!

    ég er ekki að segja að það sé ekki stórkostlega frumlegt að bíta mann, en það er ekkert hættulegt, og ég er ekkert að segja að Jói Útherji sé ekki góður en frægur sem Luis er hann ekki. eg er ekki að seja að að sé í lagi að narta í menn í tíma og ótíma en það er ekki að fara að eyðilggja neitt nema kanski tennur Suarez, og það er ekki mikill missir.

  73. Fyrsti leikur í deild á næsta seasoni – Fernando Torres bítur leikmann í öxlina. Hann mun fá svipað bann og Suarez. Þetta snýst ekki um að allir séu á móti Liverpool og Suarez. Hann kemur sér í þessa stöðu sjálfur, þetta er engum öðrum að kenna heldur en honum. Er erfitt að skilja það?

    Liverpool eru heppnir að hafa svona góðan leikmann eins og Suarez en á sama tíma óheppnir að hafa svona veikann leikmann sem skemmir fyrir klúbbnum.

    FIFA er ekki á móti Liverpool eða Suarez, FA er ekki á móti Liverpool eða Suarez, heldur er Suarez að gera sig að fífli trekk í trekk og auðvitað er honum refsað fyrir það sem bitnar á Liverpool á sama tíma.

  74. Kristján Atli , er alls ekki að gera þér upp skoðanir þetta er bein tilvitnun, hann gæti tekið þetta til sín eins og lesendur þessara síðu geta tekið til sín að vera með of lága greindarvísitölu. Annars fynnst mér persónulega svör Sigkarl #51 miklu meira móðgandi enn það sem Suarez sagði og var tekið út, en það er bara ég.

  75. Lyfjabann Rio er ekki alveg sambærilegt, þar sem eins dags frestur getur breytt öllu um hvort menn falli á prófi eða ekki. Að mæta ekki í lyfjapróf ætti því að vera jafn refsivert og að falla á því. Annað býður uppá svindl.

  76. Sælir félagar

    Þröstur #64, það er svo einfalt að ef þú vilt hafa skoðanaskipti við okkur þá verður þú að taka því að við (ég) höfum skoðanir og setjum þær fram. Skoðanir þínar á okkur finnst mér ekki áhugavert lesefni og þegar þú ferð þar að auki að segja okkur (stuðningmönnum Liverpool nota bene) hvernig við eigum að haga okkur þá ert þú á röngum stað að mínu mati. Svo einfalt er málið. Þar með er afskiptum mínum af þér og þínum málflutningi lokið.

    Það er nú þannig.

    YNWA

    PS: já myndin er af mér og er fallegri en myndin af þér sem kemur fram undir dulnefni og án myndbirtingar svo eitthvað hefur þú að fela annað en belgingslegan málflutning.

  77. Sigkarl ekki væri ég til í að lifa í þeim heimi þar sem aðeins væru skoðanir Liverpool leyfðar. Það er mjög jákvætt fyrir allar síður að hafa lesendur mótherja og láta þá fá að svara. Enda getur það okkur eitthvað til að rökræða. Svo má alveg sleppa skítkasti til fólks það leysir engan vandan 🙂

  78. Þessi íþrótt er að verða eins og handbolti fyrir mér. Ég skil ekki helvítis reglurnar. Tveggja mínútna brottvísun hérna en alveg eins brot eftir tvær mínútur, aukakast. Furðulegt allt saman.

    Englendingur bítur argentínugaur = funny hahah. Pressan hlær og bíturinn fær gult spjald.

    Brassi stundar MMA í stað varnarvinnu hjá Real Madrid = tekur út sín bönn og fær sín gulu og rauðu spjöld. Fullkomlega skiljanlegt.

    Úrúgvæi að nafni Luis Suarez fær brainfart annað hvert ár (give or take) = Settur í alsherjar fótboltabann í fjóra mánuði. FJÓRA MÁNUÐI?! REALLY?!

    Sorry ég skil ekki svona. Og allt tal um að þetta sé eitthvað verra en önnur óþokkabrögð inn á vellinum er hjákátlegt. Eruð þið þá að segja að þetta sé ekki nógu karlmannlegt brot? Að það að skalla mann sé bannað en samt viðurkenndara í knattspyrnuheiminum.

    Þvílíkt andskotans bull.

  79. úrúgvæ ætlar að afryja þessum dómi, er þa bara verið að afryja landsleikjabannini eða lika banninu með Liverpool ?

    er einhver sens a að þessi áfrýjun gæti minnkað bannið sem hann fekk með Liverpool ??

  80. uss hann hefði átt að fá 5 ára fangelsi og “verði að halda sig í minnst 50 metra fjarlægð frá Fótboltamönnum”. Þetta er grín og það sýnir best hvað fólk tekur verknaðinn lítið alvarlega þegar twitter fyllist af #Suarezing þar sem fólk myndar sig við að bíta vinarfólk í öxina, ekki sá maður #Keaning þar sem fólk væri að mynda sig við að enda atvinnuferilinn hjá vinafólki.

  81. Spurning til þín #85

    1. Þú ert staddur á skemmtistað í Miðbæ Reykjavíkur. Þú lendir í rifrildi við annan mann og hann ræðst á þig og bítur þig í öxlina.

    2. Þú ert staddur á skemmtistað í Miðbæ Reykjavíkur. Þú lendir í rifrildi við annan mann og hann kýlir þig beint í smettið.

    Auðvitað vill maður frekar vera bitinn en að fá fast högg í anditið, en þegar þú værir að segja einhverjum sögu 1 þá myndiru segja að einhver snarbilaður geðsjúklingur hefði ráðist á þig og bitið þig. Sú atburðarrás væri miklu eftirminnilegri fyrir þig og þú myndir segja fleirum frá því.

    Afhverju? Vegna þess að það að bíta aðra manneskju er eins fáránlegt og villimannslegt og það gerist

  82. Finnst hann sleppa vel. Þegar FIFA dæmir þá er all tekið inn í dæmið, hefur bítið þrisvar og þar af verið með racist. Skil ekki af hverju að hann ætti ekki fá bann með félagslíði? FIFA er yfir allt þetta er ekki UEFA. Það er kannski tímabært að selja Suarez og fá3-4 góða leikmenn(Shaqiri væri draumur). Ég ætla ekki að horfa á ensku úrvalsdeildina á næstu leiktíð! United verða góðir með þessum kaupum og mjög góður þjálfari. City er búið að kaupa Sagna og Fernando ef ég man rétt.Chelsea keyptu Fabregas og D.Costa er væntanlegur. Ég skora á Sigkarl að sjá hluti í réttu ljósi en ekki einblina á sitt félag og þar að auki var #64 ekki að gera grín að myndini þinni!
    p.s varðandi pepe þá veit ég ekki betur en að hann fékk rautt spjald! Pepe setti höfuðið sitt á höfuð á muller og öskraði..hvað átti dómarinn að gera meira?
    Áfram LFC!>3

  83. Þetta er alltof strangt, 8-16 leikjabann í landsliði, fine. en að blanda liverpool í þetta er bull!

    þetta er ekki góður dagur, í þokkabót var Herrera að skrifa undir hjá United og Luke Shaw mættur í læknisskoðun. Ég ætla fara sofa

  84. Jónas
    Ef ég er kýldur niðri í bæ (hefur alveg gerst) og ég nefbrotna eða missi tönn…eitthvað svoleiðis. Þá er mikið líklegra að ég kæri viðkomandi þar sem skaði er orðinn.
    Ef ég hefði verið bitinn í öxlina af einhverjum fávita þá efast ég um að það yrði eitthvað meira en góð saga. Ég er ekki að segja að ég hefði verið sáttur við nartið en skaðinn væntanlega ekki neinn. Ég hefði sannarlega skilið þetta bann ef Chiellini hefði þurft að fara í lýtaaðgerð eftir atburðinn.
    En kjarni þessa alls er að refsingin verður að hæfa glæpnum. Viljum við horfa á íþrótt þar sem það að skalla menn og hæfileg refsing eru einn eða tveir leikir? Höfum það á hreinu að hvers kyns atlaga að höfði manna getur verið stórhættuleg. Það vita allir að eitt högg getur verið nóg til að steindrepa mann.
    Let’s be real now..

  85. Ok þú hefur verið kýldur í bænum. Ég hef verið kýldur í bænum. En ef einhver myndi bíta mig í bænum myndi ég halda að sá aðili ætti við einhver geðræn vandamál að stríða.

  86. Jónas
    Come on maður. Það sem ég er að reyna að segja er að myndirðu heimta þyngri refsingu yfir manni sem hefði bitið þig í öxlina (í gegnum föt og alles) eða manni sem hefði skallað þig í höfuðið?
    Auðvitað myndi ég ætla að bíturinn væri tæpur á geði. Þetta snýst um misræmi á refsingum.

  87. Eru menn í alvöru að verja þessa framkomu?
    Þetta minnir á foreldra sem viðurkenna ekki að barnið þeirra sé fært um að hegða sér illa. “Nei það getur ekki verið… sonur minn gerir ekki svona”.

    Þetta er gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. Hefði litið öðruvísi á málið ef hann væri að gera þetta í fyrsta sinn. Hann er hinsvegar að þessu í þriðja sinn og hvað bendir til þess að hann eigi ekki eftir að gera þetta aftur?

    Maðurinn á einfaldlega að skammast sín. Er sjálfum sér, fjölskyldu sinni, Úrúgvæ og Liverpool til háborinnar skammar. Menn sem bera þetta saman við groddaralegar tæklingar eru ekki með öllum mjalla.

  88. Ég ítreka þá skoðun mína að nú er best að leiðir skilji með Suarez og Liverpool. Við þökkum honum allt það frábæra sem hann hefur gert fyrir félagið og reynum að gleyma hinu.

    En hvað sem því líður er þessi dómur merkilegur fyrir margra hluta sakir. Þar má nefna að t.a. byrja með var Fifa ekki með á hreinu hvort dómurinn þýddi að ekki mætti selja Suarez á tímabilinu eða ekki. Annað áhugavert er að lang stærsta fórnarlambið í málinu er félagið sem á Suarez og greiðir honum laun. Þetta með ólíkindum: Suarez er að spila fyrir annað lið og í annarri keppni en refsingin fellur að stærstum hluta á Liverpool sem á engan hlut að málinu.

    Annað áhugavert er að lögaðili málsins gagnvart Fifa er Knattspyrnusamband Úrúgvæ. Sá aðili hefur ákveðið að kæra úrskurðinn. Ástæðan er að á meðan kæran er í meðferð skilst mér að ekki sé hægt að hefja bannið. Suraez gæti því náð leiknum við Kólumbíu á laugardaginn. Þarna er tekin áhætta sem er öll á kostnað Liverpool en sá sem kærir, þ.e. Úrúgvæ, tekur enga áhættu en hefur allt að vinna. Þessi aðstaða er vitanlega með öllu óásættanleg.

    Nú er ég ekki löglærður en er ekki til regla í lögum sem kallast meðalhófsregla sem banna að tekin sé íþyngjandi ákvörðun þegar að hægt er að ná fram markmiðum refsingar á annan hátt? Markmið refsingarinnar getur ekki verið að refsa Liverpool heldur Suarez og/eða landsliðinu sem hann lék með þegar hann framdi brotið. Það hefði því verið hægt að skilja bann með landsliðinu en að Liverpool fái skellinn er ranglátt að mínum dómi. Liverpool má ekki einu sinni þjálfa manninn til að halda eign sinni við ef svo má að orði komast.

    En áskapað ástand af þessu tagi er óásættanlegt og við verðum að losa okkur við Suarez. Þetta HM, sem hefur verið algjör veisla, hefur verið sýningargluggi fyrir fjölda frábærra leikmanna. Vera má að verðið hafi lækkað um 10-20m pund en það þýðir samt 50-70m til fjárfestingar.

  89. Þetta er ekki flókið, það þarf bara að kenna Suarez að annað hvort skalla, berja eða sparka í andstæðinginn í staðin fyrir að bíta og allir verða sáttir, nema kannski leikmaðurinn sem verður fyrir þessu (býst við að hann myndi velja bitið frekar).

  90. Það er talað um að Suarez sé að fá svona langt bann af því að hann hefur gert þetta tvisvar áður, að þetta sé ekki hluti af leiknum, óíþróttamannslegt og sé algjörlega viljandi og allt það. Gott og vel, það er alveg satt og Suarez er fáviti að hafa gert þetta eftir síðasta bit og viðbrögðin við því.

    Fyrir nokkrum dögum skallaði Pepe Thomas Müller. Hefur hann aldrei gert slíkt áður? Er það hluti af leiknum? Var það óviljandi?

    Af hverju fékk Pepe eins leiks bann? Það hefði alveg verið hægt að dæma hann í fjögurra mánaða bann frá fótbolta með sömu rökum og Suarez var dæmdur.

    Viðbrögðin við þessu hafa að mínu mati verið alveg fáránleg, að honum sé bannað að vera á hótelinu, mæta á fótboltavöll sem áhorfandi og bannað að æfa fótbolta!

    Afhverju gat Suarez ekki bara tekið tveggja fóta tæklingu og fótbrotið Chiellini? Þá hefði hann bara fengið 3-4 leikja bann með Úrúgvæ.

    En að lokum vil ég segja að ég varð fyrir ótrúlegum vonbrigðum með að Suarez skyldi gera þetta, hann er einn sá besti, en líka sá allra vitlausasti.

  91. djöfull, kommentið kom vitlaust út. ef það er hægt að laga það væri það vel þegið

  92. Ef Suarez hefði actually skallað mann með þeim afleiðingum að hann hefði nefbrotnað eða misst tönn þá hefði mér fundist refsingin ætti að vera sú sama.

    Ef ef þú ert að tala um flesta skalla sem gerast í fótboltaleikjum þar sem menn eru rétt að setja enni í enni og svo ýta höfðinu aðeins í átt að leikmanninum (sem gerir það að verkum að leikmaðurinn sem lenti í þessum “skalla” hendir sér í jörðina), þá myndi ég frekar velja það.

    Ég veit ekki um eitt dæmi fyrir utan Zidane-Materazzi dæmið þar sem leikmaður er skallaður harkalega í höfuð-andlit (nema fyrir utan þegar menn hoppa upp í skallabolta).

    Ég hef séð nokkra hérna bera þetta saman við Pepe atvikið. Hann rétt snerti ennið á Muller og Muller gerði eins og flestir fótboltamenn gera, lét eins og hann hefði meitt sig.

    Hvort vill ég vera bitinn niðri bæ eða vera skallaður í bringuna? Svar: Skallaður í bringuna.

    Hvort vill ég vera bitinn niðrí bæ eða fá enni á öðrum karlmanni í ennið á mér og svo ýtir hann enninu rétt að mér til að sýnast vera ógnandi? Seinni kosturinn þar líka.

    Ég er ekki hér til að rífast. Ég er bara hér til að segja að alheimurinn er ekkert á móti Liverpool. Afhverju ætti FIFA eða FA að vera eitthvað meira á móti Liverpool heldur en t.d. Chelsea?

  93. #97

    Pepe er veikur á geði, en hann rétt snerti ennið á Muller. Þetta gerist svo oft í fótboltaleikjum að það er ekki til tala yfir það. Þetta Pepe-Muller atvik var svo mikill tittlingaskítur að það hálfa væri nóg.

  94. Það er talað um að Suarez sé að fá svona langt bann af því að hann hefur gert þetta tvisvar áður, að þetta sé ekki hluti af leiknum, óíþróttamannslegt og sé algjörlega viljandi og allt það. Gott og vel, það er alveg satt og Suarez er fáviti að hafa gert þetta eftir síðasta bit og viðbrögðin við því.

    Fyrir nokkrum dögum skallaði Pepe Thomas Müller. Hefur hann aldrei gert slíkt áður? Er það hluti af leiknum? Var það óviljandi?

    Such behaviour cannot be tolerated on any football pitch, and in particular not at a FIFA World Cup when the eyes of millions of people are on the stars on the field.

    Af hverju fékk Pepe eins leiks bann? Það hefði alveg verið hægt að dæma hann í fjögurra mánaða bann frá fótbolta með sömu rökum og Suarez var dæmdur.

    Viðbrögðin við þessu hafa að mínu mati verið alveg fáránleg, að honum sé bannað að vera á hótelinu, mæta á fótboltavöll sem áhorfandi og bannað að æfa fótbolta!

    Afhverju gat Suarez ekki bara tekið tveggja fóta tæklingu og fótbrotið Chiellini? Þá hefði hann bara fengið 3-4 leikja bann með Úrúgvæ.

    En að lokum vil ég segja að ég varð fyrir ótrúlegum vonbrigðum með að Suarez skyldi gera þetta, hann er einn sá besti, en líka sá allra vitlausasti.

  95. Menn eru að ræða um Pepe þegar hann skallaði Muller og tala um að Muller hafi gert mikið úr þessu. Ef þið skoðið þetta atvik aftur þá situr Muller á vellinum og Pepe beygir sig niður til að skalla hann…

    Muller gerir ekkert mikið úr þessu heldur stendur strax upp og fer að rífast við Pepe.

    http://www.soccer-blogger.com/2014/06/16/pepe-red-card-vs-germany-2014-wc-pepe-headbutts-muller-video/

    Þetta er í næstum jafnmikil snerting og Suarez á Chiellini…

  96. Einn punktur til samanburðar við þá skoðun að bannið eigi ekki að ganga út yfir LFC. Ef ég væri taxidriver hjá Hreyfli og væri tekinn fullur á einkabílnum og missti prófið, mætiti ég þá keyra í vinnunni?

  97. þetta var og er óafsakanlegt en þetta er ekki verra brot en t.d þau fjölmörgu brot sem Pepe hefur framið

  98. Þetta er vægur dòmur lãmark 2 ár hann er bara bjåni þessi asni

  99. Alex Song. Hleypur mann uppi, neglir olnboganum í bakið á honum = Rautt spjald og þriggja leikja bann. Þetta er mjög skiljanlegur dómur.
    Suarez bítur Chiellini í öxlina = Fjögurra mánaða bann frá fótbolta (almennt og algerlega).

    Er brotið hans LS svona margfalt verra? Af hverju þarf að grípa til svona öfgakenndra aðgerða?

    Ég er hvergi nokkurs staðar að verja Suarez. Ég var gjörsamlega brjálaður þegar ég sá þennan leik. En knattspyrnuyfirvöld virðast bara koma upp með refsingar jafn óðum og það kann ekki góðri lukku að stýra. Það býður upp á það að þrýstingur ráði för. Ætti ekki að vera til fyrirfram ákveðinn refsirammi?

    Vá það eru tveir dagar liðnir frá þessu og þetta er strax orðið svo þreytt.

  100. Verð að afrita þetta!Erru menn í alvöru að verja þessa framkomu?
    Þetta minnir á foreldra sem viðurkenna ekki að barnið þeirra sé fært um að hegða sér illa. „Nei það getur ekki verið… sonur minn gerir ekki svona“

    Þetta er gjörsamlega fyrir neðan allar hellur. Hefði litið öðruvísi á málið ef hann væri að gera þetta í fyrsta sinn. Hann er hinsvegar að þessu í þriðja sinn og hvað bendir til þess að hann eigi ekki eftir að gera þetta aftur?

    Maðurinn á einfaldlega að skammast sín. Er sjálfum sér, fjölskyldu sinni, Úrúgvæ og Liverpool til háborinnar skammar. Menn sem bera þetta saman við groddaralegar tæklingar eru ekki með öllum mjalla.

    Veit ekki hvaða leik menn voru að horfa á en ætla vegna sé ég Pepe EKKI SKALLA MULLER
    http://www.youtube.com/watch?v=ZlCbSyAX7Ug

    og hef sagt oft aður hættum að hugsa um hvað aðrir gera hugsum um okkur…

  101. Suarez í bann. Moreno kemur ekki, og utd kaupir alla sem þeim langar í….

  102. Akkurat Anna. Pepe skallaði ekki Muller. Ef þetta kallast að skalla leikmann þá hef ég verið skallaður milljón sinnum.

    Ef einhver telur að Pepe eigi að fá jafn langt bann og Suarez fyrir þennan skalla þá er sá einstaklingur ekki svaranverður

  103. Reynum að losa okkur við bitvarginn, hann fékk tækifæri hjá Liverpool en náði að klúðra því BIG time.
    Kaup Man UTD valda mér áhyggjum á meðan meðal mennskan ræður ríkum í leikmannakaupum Liverpool.

  104. Sæl öll,

    ég er feginn að bannið er ekki lengra en það er auðvitað ekki í neinu samhengi við aðra dóma.

    Úr því að það er verið að tala um gæðablóðið hann Pepe, að þá er hér eitt af hans margítrekuðu fólskubrotum. http://www.youtube.com/watch?v=bz5-_I-VmTQ .
    Hvað fékk Pepe langt bann fyrir þetta? Var hann ekki að sýna dómgreindarleysi í hvað 3. 4. eða 5. skiptið á ferlinum þegar hann var með ógnandi tilburði við Muller? Pepe fékk bara einn leik í bann fyrir það og spilaði núna áðan!

    Það er bara svo stórhættulegt að býta, eða “rétt narta” eins og það var orðað þegar DeFoe átti í hlut, að það verður að útrýma því úr íþróttinni strax.

    Einhver hér inni vill að við stuðningsmenn Liverpool “tökum þessu bara” eins og þegar stuðningsmenn man.utd. “bara tóku því” þegar Rio var dæmdur í 9 mánaða bann fyrir að mæta ekki í lyfjapróf. Það er bara alls ekki rétt að man.utd. bara tók því brosandi eins og sá er ber fulla virðingu fyrir óskeikulum dómurum. Það varð allt vitlaust og að mínu mati eðlilega. Nokkru áður hafði mælst kókaín í blóðinu á Mark Bosnic (þáverandi leikmanni man.utd.) og hann fékk 8 mánaða bann.

    En núna er Suarez á síðasta séns hjá mér. Ég vil hafa hann í Liverpool en græt það svo sem ekki ef Kanarnir ná fram einhverjum megadíl sem var raunhæfur fyrir síðustu atburði. Hugsanlega er það bara klókur leikur að selja hann núna. Það er nefnilega eitt sem ég óttast alveg svakaleg. Hvað gerist ef Suarez lendir í því að tækla, já eða jafnvel gefa ollara í smettið á einhverjum þannig að það sjáist á viðkomandi?

  105. Það var verið að benda á það á reddit að á síðustu 4 árum hefur Suarez verið í banni í 39 leiki (með þessu nýjasta banni), en ekki fengið eitt einasta rautt spjald.

    Persónulega hefði mér þótt eðlilegt að refsingin hefði verið tvíþætt:
    a) landsleikjabann – mér er nokk sama hve marga leiki. Jájá, 9 er fínt.
    b) skikka hann í meðferð. Hann þarf jú að leita sér hjálpar.

    Það er ljóst að þetta er hegðun sem á ekki að líða og á auðvitað að refsa fyrir, sérstaklega þegar hún er ítrekuð. Á sama tíma er ljóst að þetta eru algjörlega ósjálfráð viðbrögð, ef hann hefði hugsað þó ekki nema í hálfa sekúndu þá hefði hann alveg mátt vita að þetta myndi þýða bann.

  106. Ander Herrera er ekki í landsliðshópi Spánar og mun kosta 30 milljónir punda, Luke Shaw er ári yngri en Sterling og mun kosta 34 milljónir punda.

    Ég veit ekki með ykkur hin, en mér finnst United ekki bara vera sýna metnað hér, heldur líka töluverða áhættusókn, jafnvel kannski örvæntingu eða???

    En þetta er þráðrán sem við skulum ekki leggja upp með, tölum okkur út um Suarez, sama hverjar skoðanir á honum eru.

    Ég er dottinn í það að hugsa um hann sem mannveru og fjölskyldufaðir, og vorkenni honum mikið. Hann er sárlasinn og hefur brugðist sjálfum sér og sínu fólki mest. Auðvitað Úrúguay og LFC líka, en mikið hlýtur að verða hryllilegt að horfa í spegilinn á morgnana og vita hvað fólkið manns gengur í gegnum þessa dagana….

  107. Ég bara kemst ekki yfir þetta.

    Ég er einn af þeim sem þykir þessi refsing á Suarez alveg mátuleg á hann. Enda vil ég losa fótboltann við svona fíflagang. Það sem ég bara skil ekki er þetta gífurlega ósamræmi. Það getur ENGINN rökstutt fyrir mér af hverju bit er verra en skalli, spark, hnefahögg eða hvað annað. Af hverju sleppur Pepe með einn leik? Hann hefur margsinnis skallað menn á vellinum og hér hefur verið bent á rosalegan berskerksgang frá 2009. Það að segja að Pepe hafi varla snert Muller segir ekkert annað en að Pepe er með skakt mið! Ásetningurinn var klárlega til staðar.

    Það er svo hrópandi ósamræmi í þessu að það hálfa væri allt of mikið. Baah. Þetta pirrar mig.

  108. Já það er ekki auðvelt að vera stuðningsmaður þessa klúbbs okkar….Þetta er bara eins og á Stórhöfða…það er bara ALDREI logn….Þessi dómur..Jú helvíti harður og væntanlega fordæmisgefandi…Því nú er FIFA búið að draga línu…Nú skulu þeir gjöra svo vel og vera sjálfum sér samkvæmir og taka á ofbeldi í knattspyrnu sama hvernig ofbeldið fer fram..Eða mun þetta bara eiga við um bit?.Eru headbutting og legbreaking bara orðinn eðlilegur hluti af íþróttinni?.Munu þeir feta í fótspor FA og láta næsta mann sleppa bara afþví?..Þessi dómur var greinilega mixaður saman í fljótfærni…undir pressu..Og var ekki bara fínt að fá eitthvað til að draga athyglina frá spillingarbælinu FIFA ? Ég er alls ekki að afsaka gjörðir Luiz,langt í frá…Reyndar kominn með upp í kok af þessu bulli í honum og vil selja hann hæstbjóðanda…Hann er sjúklega góður í fótbolta og er örugglega ekki heimskur..alls ekki..Hann er bara veikur og bann mun ekki lækna hann…Það er fullreynt..

  109. Eins og flestir geta getið sér til um, er þetta spjall fullt af manu mönnum sem fengu í dag sinn mesta glaðning í meira en ár. Flestir sennilega í dulargervi lfc manns. Engin Liverpool maður færi að troða inn umræðu um kaup þeirra hér. Kaup á manni utan hóps næst lélegasta liðsins á HM og þriðja efnilegasta hjá því lélegasta. Eigum við ekki bara að sleppa næsta tímabili, þetta er orðið svo öruggt hjá þeim og jafnvel meistaradeildinni líka… eða nei bíddu nú við.

  110. Jæja, er ekki hægt að fá nýja frétt efst? Lánið á Alberto eða bara eitthvað? Svona áður en ég æli.

  111. Nr. 91

    Ef ég hefði verið bitinn í öxlina af einhverjum fávita þá efast ég um að það yrði eitthvað meira en góð saga.

    Kristján Atli lenti einmitt í nákvæmlega (nánast) þessu fyrir ári síðan og það varð bara strax góð saga 🙂

  112. eru menn i alvöru svona blindir herna inni að þeir sjá ekki alvarleika málsins…þetta er óíþróttamannsleg hegðun eins og hun gerist verst…yfirleitt hætta menn að bíta i leikskóla…enn þegar einhver vitleysingur kemur með þetta inní fótboltann, þá þarf að útrýma þvi i fæðingu…það er ekki hægt að likja þessu við eitthvað sem pepe eða zidane hafa gerst, þetta er alveg nýtt

  113. Vil segja við alla Man U mennina sem eru að upplifa blautasta drauminn sinn hérna að Suarez verður úthvíldur og til í allt þegar við mætum þeim 😉

  114. Nú birtist mynd eftir mynd af fólki þykjast bíta hvert annað, m.a. af leikmönnum nú á HM. Ef bitið hans Suarez-ar væri jafn svakalega alvarlegt og FIFA og refsing FIFA segir til um væri fólk ekki að gera svona mikið grín að þessu.

    Ekki það að Suarez eigi ekki skilið refsingu…..en að sekta manninn um 2ja daga laun sem er í raun ígildi einnar hraðasektar fyrir venjulegan launamann…..eitthvað sem skiptir á endanum akkúrat engu máli…..hvað er það?

    Og annað…..í HM núna eru a.m.k. 3 lið þar sem leikmenn neita að spila vegna meintra skulda KSÍ þeirra landa við þá…….og þ. á m. Gana…..sem þurfti að senda flugvél fulla af seðlum til leikmanna svo að þeir myndu spila fyrir þjóð sína…….skemmir það ekkert ímynd knattspyrnunnar?

    Og að lokum bann á Suarez er bann á Liverpool….sem hefur enga aðkomu að málinu, má ekki einu sínni áfrýja! Nú held ég að félagslið fari að hugsa sinn gang með það hvort að þau vilji sleppa leikmönnum sínum (eignum sínum) í hendurnar á FIFA sem getur upp á sitt einsdæmi tekið svona ákvarðanir eins og í Suarez málinu.

    Ég ætla að halda áfram að styðja Liverpool og Suarez, held að honum veiti nú ekki af smá stuðningi akkúrat núna!

  115. Eru þessir þrípunktar (jafnvel fjór til áttpunktar) til að skilja í sundur setningar einhver bölvaður smitsjúkdómur? Það er allt morandi í þessu hérna þessa dagana.

    Annars að því sem skiptir máli. Þetta bann er fáránlegt. Það er ekkert sem réttlætir það að bíta menn í leik, en það er heldur ekkert sem réttlætir þetta fáránlega bann. Það eru engin haldbær rök fyrir því að Súarez megi ekki spila með félagsliði sínu. Þetta er bara (ó)venjulegt “violent conduct), rétt eins og olnbogaskot Alex Song gegn Króatíu. FIFA má éta einn risastóran böll fyrir mér.

  116. Ætla ekki að gera lítið úr brotinu eða alvöru þess, svona lagað er óréttlætanlegt.

    Núna á Liverpool að fara í PR herferð í fjölmiðlum og heimta bann eða umræða innan FA um alvarleg brot og benda á misræmi og óréttlæti í dómum.

    Næst þegar enski landsliðshópurinn verður valinn, þá á stjórn félagsins að neita þeim um að spila og gefa út yfirlýsingu þess efnis að félagið hafi ekki efni á því að missa leikmenn í 4 mánaðaða bann vegna þess að hópurinn sé þunnskipaður.

    Þegar FIFA og FA hóta öllu illu ef félagið afléttir ekki banninu þá gefa leikmenn út yfirlýsingu þess efnis að þeir spili ekki fyrir landsliðið fyrr en FIFA og FA lofa að draga bannið til baka.

    Á mannamáli heitir þetta verkfall og stundum er það eina leiðin til að ná fram rétti sínum gegn spilltu yfirvaldi.

Já það gerðist aftur…

Opinn þráður: 16-liða úrslit, Suarez ofl. (Uppfært: LALLANA!)