Hér er þáttur númer sextíu og fimm af podcasti Liverpool Bloggsins!
Þið getið hlustað á þáttinn beint með því að nota spilarann hér fyrir ofan en þið getið líka smellt á DOWNLOAD-takkann og sótt mp3-skrána ykkur til hæginda. Einnig er hægt að gerast áskrifandi að þættinum á iTunes með því að setja þennan link, í RSS-áskrift undir podcast-lið iTunes.
Ég (Kristján Atli) stýrði þættinum. Með mér að þessu sinni voru Einar Örn, SSteinn, Maggi, Eyþór og Babú.
Í þessum þætti ræddum við æfingaleikina í sumar, leikmannakaup og sölur og spáðum í spilin fyrir síðasta mánuð gluggans.
Endalausar þakkir fyrir vel unnin störf. Fer ekki að nálgast 10 ára afmæli síðunnar eða er það kannski löngu búið?
Fór aðeins að skoða þetta, afmælið hefur líklega steingleymst 🙂
http://www.kop.is/2009/05/26/16.38.00/
https://twitter.com/FCBayern/status/496745514713354240
Reina farinn til Bayern
Svona í framhaldi af umræðunni um Ibe og hvort hann sé tilbúinn: var þetta ekki nákvæmlega umræðan sem var í gangi um Sterling á sama tíma á síðasta tímabili? Og ef ég man rétt var lán inni í myndinni langt fram eftir hausti. Hann t.d. lék í Hull leiknum alræmda, og var að sjálfsögðu jafn lélegur þar og aðrir í liðinu. Það er eins og mér finnist að það hafi í raun verið eftir Tottenham leikinn í desember þar sem vötnin tóku að falla til Dýrafjarðar í umræðunni um hann.
Mér þætti a.m.k. ekkert vitlaust að taka sömu taktík á Ibe eins og Sterling hvað þetta varðar, þ.e. sjá hvernig hann reynist fram að næsta glugga, og ef hann reynist bara alls ekkert vera að heilla þá má alveg lána hann til einhvers liðs neðarlega í deildinni.
Nú og svo varðandi umræðuna um bakverðina, þá er ég bara ekkert viss um að aðkeyptir bakverðir frá Spáni með mismikla reynslu á bakinu séu að fara að slá Flani okkar Alves út úr liðinu. Segjum líka að okkur stæði til boða ungur breskur bakvörður sem hefði staðið sig ágætlega með PL liði á síðustu leiktíð, nánast eignað sér vinstri bakvarðarstöðuna hjá liðinu í 2. sæti, væru ekki fleiri en einn og fleiri en tveir að heimta að kaupa viðkomandi? Ég skal þó taka undir það að hann er að mörgu leyti óslípaður demantur og á margt eftir ólært.
Takk fyrir gott podcast.
Hvað þennan framherja varðar þá langar mig nákvæmlega ekkert til að fá Bony. Það yrði algjörlega úr takt við alla hröðu leikmennina og auk þess bara langar mig ekki að vera lið sem spilar með svona framherja, sérstaklega þegar þriðji framherjinn okkar er Lambert. Skoraði næstum öll sín mörk með langskotum og skalla. Liverpool ætti að vera löngu búið að átta sig á því að svona Target man virka ekki í toppliði eftir hvernig síðustu 5-6 (af jafn mörgum) hefur gengið. Var reyndar ekkert sérstaklega spenntur fyrir Remy heldur (og hvað þá að gefa honum sjöuna) en hann er amk hraður. Mér finnst samt Bony alveg góður leikmaður, vil bara ekki sjá hann í LFC. Mun detta í bullandi svartsýni ef við endum á að kaupa hann eða annan framherja með líkamlegan styrk sem sitt helsta vopn.
Lavezzi á láni í ár finnst mér góð hugmynd. Týpa af leikmanni eins og við þurfum, bara ekki á réttum aldri. Balotelli væri einnig mun nær því sem maður vill sjá. Honum fylgir auðvitað ákv. pakki en ég hef samt gaman af honum, ef hann gæti sleppt því að kasta pílum í unglingaliðið. Reus auðvitað besti maðurinn í jobbið en nenni nú varla að ræða það. Vil amk svona týpu af leikmanni.
Nokkuð sammála um þá sem eiga að fara. Ibe og Suso helstu vafaatriðin. Væri til í að lána þá innan EPL, annars ekki.
Metnaðarleysið að fara til Bayern í dag sem markvörður… er reyndar alveg viss um að þegar Bayern er búið að vinna deildina í september, þá fær Reina loks að spila og Neuer fer í vörnina, miðjuna jafnvel.
Sé að á 5 ára afmælinu telur sstein nánast öruggt að David Silva verði leikmaður Liverpool.
Annars takk fyrir gott podcast.
#5
Hvað er að því að fá Bony? Bony er mjög fínn spilari og fljótur og hann er ekki það stór en er samt sterkur skallamaður. Það yrði mikill styrkur fyrir Liverpool að fá þessa markavél í liðið, miklu betri en Lambert.
“Skoraði næstum öll mörk sín með langskotum og skalla”
Bony skoraði 26 mörk á seinustu leiktíð sem flokkast þannig:
Með fæti inn í teig 16 mörk (þar af 4 víti)
Skalli 9 mörk
Langskot 1 mark
Eins og sést af þessum fullyrðingum þínum þá veistu bara ekki neitt hvað þú ert að tala um. Klassískur Íslendingur að varpa fram órökstuddum fullyrðingum. Af tölfræðinni að dæma er hann naut í boxinu og ef þú horfir á mörkin þá er hann snöggur fram á við og klárar nokkrar skyndisóknir. Bony yrðu frábær kaup fyrir Liverpool því að án Suárez þá þarf aðra vídd í sóknarleikinn.
Ég er ekki sammála varðandi Rickie Lambert. Mér finnst ég sjá ýmislegt jákvætt við hann það sem er af undirbúningstímabilinu. Hann hefur t.d skapað sér þónokkuð af færum og svo er sendingageta hans afbragðsgóð. Ef hann hefði skorað úr tveimur af þessum færum – sem og vítinu sem hann fékk að taka – þá væri umræðan um hann á allt öðrum nótum. Það er svo stutt á milli feigs og ófeigs í fótbolta.
Svo verðum við sjá kaupin á Rickie lambert í réttu samhengi. Hann var keyptur í staðin fyrir moses og Aspas og á að leysa svipað hlutverk af og þeir tveir. Fyrir mér er hann miklu betri kostur og þeir. Hann skapar þó allavega færi og býr til færi en það er meira en hægt er að segja um Moses og Aspas. Allavega þótti mér þeir ekki standa sig á nokkurn hátt vel í vetur.
Snilldar podcast eins og vanalega. Mér finnst við þurfa að kaupa góðan sóknarmann til að taka pressuna af Sturridge og af því Lambert er ekki nóg þegar Sturridge er meiddur. Ég er mest spenntur fyrir Lavezzi því hann getur spilað út á kannti eða farið í holuna þegar Origi kemur. Persónulega finnst mér Bony of líkur Origi til að kaupa hann þó vissulega sé hann góður.
Þetta framherjamàl okkar er farið að valda mèr pirringi og maður er orðinn frekar fúll yfir tímanum sem tekur að fà 1 stk sóknarmann inn í liðið.
Suarez er seldur fyrir mànuði (give or take) og allan þann tíma sem við höfum haft til að finna soknarmann eru þrjú nöfn sem komið hafa mest upp. Cavani, Falcao og Bony. Þetta kalla èg varla góðan àrangur hjà okkar njósnurum því það er fótbolti spilaður út um allan heim og fleiri leikmenn hljóta að vera inn í myndinni.
Èg tel að menn sèu orðnir blindir í þessari umræðu um að hver komi inn og fylli skarð Suarez. Það gerir enginn það mann-fyrir-mann. Gleymum því. Við höfum styrkt aðrar stöður í liðinu sem ætti að styrkja okkur à þann veg að við ættum að fà færri mörk à okkur.
Núna þurfum við bara að finna einn leikmann sem kann að klàra færin. Hann þarf ekki að geta spilað allar stöðurnar à vellinum heldur bara framherja -“Fox in the box”.
Bony virkar best à mig í þetta hlutverk af þessum “lista” sem við erum að eltast. Hann hefur góða tölfræði frà Swansea à sínu fyrsta tímabili. Er sterkur og klàrar vel og góður skallamaður með næmt auga fyrir spili. Bjöllurnar farnar að hringja hèr.
Cavani og Falcao eru í raun andhverfan við allt það sem FSG stendur fyrir. Hà laun, óhagstæður aldur og ekki mikið endursöluvirði eftir td 2 àr. Reina er td gott dæmi um þetta. Hà laun sem tilvalið var að hreinsa út fyrir svipuð gæði og lægri samning. Gott màl.
Èg hef fullan skilning à þessari leikaðferð hjà FSG en èg bara skil ekki hversu langan tíma það tekur að finna leikmenn og þegar þeir finnast þà dregst það of langt því menn neita að greiða £1-2m meira. Klàrum nú þetta og gerum gott mót.
Borini hefur aldrei fengið tækifærið þarna frammi og myndi èg glaður fara inn í þetta mót með hann sem kost frammi àsamt Sturridge og Lambert EF (stórt EF!) við gætum nælt í td eitt stykki Reus frà Dortmund. Ef mið er tekið af hversu marga skapandi leikmenn við höfum í liðinu þâ gæti fuglahræða spilað þarna frammi og gert yfir 20 mörk!