Hjá Bournemouth fer ekkert á milli mála hver er aðalmaðurinn.
Bournemouth er eitt allra skemmtilegasta liðið í deildarkeppninni á Englandi um þessar mundir og situr nú fyrir leikinn á miðvikudaginn í efsta sæti deildarinnar í fyrsta skipti í sögu félagsins. Það er með öllu ótrúlegt ef þú hefur eitthvað fylgst með sögu þeirra því þetta er aðeins fimmta tímabilið í 124 ára sögu félagsins sem það er í næst efstu deild. Að vera á toppnum um miðjan í desember er eitthvað sem þeir skála fyrir.
Síðast þegar Bournemouth komst upp í næst efstu deild var þegar 36 ára gamall Harry Redknapp tók við liðinu 1983 og stýrði í tæplega áratug. Hann er ennþá vinsæll í borginni og hefur búið þar allar götur síðan. Harry Redknapp var við stjórnvölin þegar Eddie Howe mætti 10 ára gamall á æfingu hjá Bournemouth árið 1987 og Redknapp var eini maðurinn sem fékk Howe frá Bournemouth er hann keypti hann til Portsmouth árið 2002.
Eddie Howe er heimakær á pari við Matt Le Tissier og er það ein mesta blessun stuðningsmanna Bournemouth, því rétt eins og Redknapp var á sínum tíma þá eiga þeir í honum einn allra efnilegasta stjóra Englands um þessar mundir.
Liverpool fékk einnig Bournemouth á útivelli upp úr hattinum í janúar sl. og þar sem þetta er mitt annað lið á Englandi þá gerði ég nokkuð ítarlega upphitun fyrir þann leik. Ég bjó í Bournemouth í nokkra mánuði árið 2002 og það sem ég skrifaði um borgina þá á jafn vel við nú.
Það sem er mest spennandi að mínu mati við liðið nú er stjórinn þeirra.
Eddie Howe
Þessa uppitun langar mig að nota til að skoða feril Eddie Howe betur því mig grunar að margir sem fylgjast ekki mikið með boltanum utan Úrvalsdeildarinnar átti sig alveg á því hvurslags afrek þetta er hjá honum.
Þetta voru mín lokaorð um Eddie Howe í janúar
Þannig að, já, það er engin tilviljun að Eddie Howe er gríðarlega vinsæll í Bournemouth og það er ekki spurning um hvort heldur hvenær hann verður tekinn við Úrvalsdeildarfélagi. Ef hann fer þá ekki bara með Bournemouth upp um deild. Skulum ekki útiloka það.
Eins og áður segir þá er Bournemouth komið á toppinn núna í fyrsta skipti í 124 ára sögu félagsins. Ekki veðja gegn því að honum takist þetta bara með sínu uppeldisfélagi. Það er hans helsti draumur núna þó hann hugsi sjaldnast lengra fram í tímann en fram að næsta leik.
Leikmaður.
Eddie Howe er uppalinn í Bournemouth og spilaði með akademíu félagsins frá 10 ára aldri. Howe stjórnaði varnarleik félagins frá unga aldri og það kom engun á óvart er hann var ungur gerður að fyrirliða, klassa miðvörður á neðri deilda mælikvarða.
Vinsældir Howe hjá félaginu eiga sér dýpri rætur en bara núna undanfarin ár því hann var alltaf með vinsælli leikmönnum félagsins, líka sem leikmaður þegar það var í botnbaráttu í 3.deild. Hann var búinn að spila 237 leiki er Harry Redknapp keypti hann yfir til Portsmouth í mars 2002 fyrir 400.000 pund og hafði alla burði til að spila í efstu deildunum á Englandi næstu árin. Richard Hughes fór sömu leið stuttu síðar en Howe sem og stjórnarmenn Bournemouth hafa alir viðurkennt að þessi sala var aðallega fjárhagslegs eðlis enda rekstur félagsins vægast sagt þungur. Howe sem var 24 ára voru fyrstu kaup Redknapp hjá Portsmouth. Valið var erfitt fyrir Howe sem skildi við Bournemouth í skítamálum innan sem utan vallar og féll liðið í neðstu deild þá um vorið.
Howe var alveg grátlega óheppinn því hann meiddist alvarlega á hné í fyrsta leik fyrir félagið gegn Preston NE og missti af lokaleikjum tímabilsins. Hann var aftur í byrjunarliðinu í fyrsta leik tímabilið á eftir en hnéð gaf sig aftur eftir 9 mínútna leik og Howe var frá allt tímabilið sem var stórgott hjá Portsmouth og liðið fór óvænt upp um deild.
Howe var lánaður til Swindon á lokadegi leikmannagluggans í mars 2004 en spilaði ekkert þar. Hann var svo lánaður heim til Bournemouth í byrjun tímabils 2004/05 á þriggja mánaða lánssamningi. Bournemouth var fullkomlega á kúpunni á þessum tíma en átti kost á að fá Howe á frjálsri sölu gegn því að ganga frá lausum endum við Portsmouth.
Það er til marks um vinsældir Eddie Howe að til að ganga frá málum við Portsmouth þurfti stjórnarformaður Bournemouth að leita til stuðningsmanna félagsins sem söfnuðu þeim 13,500 pundum sem þurfti á innan við tveimur dögum, mæli með frétt BBC um þessi félgsskipti hér.
Howe var því alkominn heim í nóvember 2004 og það er kannski hægt að skilja það smá núna afhverju hann hefur svo gríðarlega sterk tengsl við félagið og stuðningsmenn þess. Hann endaði ferilinn því hjá Bournemouth en þó töluvert fyrr en hann hafði ætlað sér.
Þjálfari
Mikil meiðsli settu svip sinn á lokaár ferilsins hjá Howe og í desember 2006 var hann 29 ára gerður að spilandi þjálfara undir stjórn Kevin Bond og gerður að stjóra varaliðsins. Hann hætti alveg sem leikmaður sumarið á eftir eða árið 2007 en hélt áfram að þjálfa.
Þegar Kevin Bond var rekinn í september 2008 missti Howe líka starfið en Jimmy Quinn sem tók við af Bond gerði Howe að þjálfara U14 ára liðsins. Félagið var rjúkandi rúst á þessum tíma og stefndi beinustu leið út úr deildarkeppninni á Englandi. Arið áður (2007/08) hafði félagið farið í greiðslustöðvun og misst við það 10 stig sem dugaði til að það féll niður í fjóruðu og neðstu deild. Tímabilið á eftir byrjaði Bournemouth með -17 stig
Quinn gerði ekki mikið betur í þessari stöðu en Bond og hékk alveg 121 dag í starfi eða fram að áramótum. Hinn 31 árs gamli þjálfari U14 ára liðsins, Eddie Howe var því tímabundið gerður þjálfara þann 31.desember 2008.
Liðið var í næst neðsta sæti með 7 stig (samtals búið að fá 24 stig) og gjörsamlega á hausnum. Þetta lið var að fara kveðja deildarkeppnina á Englandi, það var alveg ljóst. Staðan í deildinni sem og fjárhagsleg staða félagsins gerðu það að verkum að Howe vissi vel að um framtíð uppeldisfélagsins væri að ræða.
Howe orðar ráðningu sína svona og er hógværðin uppmáluð
“Adam Murry, who was in charge of the consortium that came in, saw something in me,” says Howe. “I didn’t feel ready. I genuinely didn’t think I was the right man. We were told the club would cease to exist if we went down. To put the future of the club in the hands of a 31-year-old who had never managed was a huge risk but he felt I could do it. I’ll be forever indebted to him. The pleasing thing is we didn’t let him down.”
Eddie Howe’s Barmy Army
Þjálfaraferillinn byrjaði ekki vel, Bournemouth tapaði tveimur fyrstu leikjum Howe sem voru báðir á útivelli. Líklega er það til marks um vonlausa stöðu félagsins að þeir höfðu samt það mikla trú á honum að ráða hann sem stjóra félagsins.
Það má þó ekki eigna Howe allann heiðurinn því þjálfarateymið vinnur sem ein liðsheild hjá honum og með honum eru margir fyrrum samherja hans hjá Bournemouth. Aðstoðarstjórinn er Jason Tindall sem var samherji Howe nánast allan hans feril sem leikmaður og hefur verið hans hægri hönd frá fyrsta degi sem þjálfari. Tindall er enginn já-maður og Howe talar ítrekað um mikilvægi hans í sinni velgengni. Tindall var líka 31 árs þegar þeir tóku við árið 2009.
Timabilið var nákvæmlega hálfnað þegar þeir tóku við, 5 sigrar, 9 jafntefli og 9. töp. Markatalan -9 mörk. 24 stig samtals. Howe tapaði fyrstu tveimur leikjunum sem stjóri en endaði samt tímabilið með 12 sigra, 3 jafntefli og 8 töp. Markatalan batnaði um 17 mörk og varð +8 og liðið náði í 39 stig.
Þetta var þó fallbarátta fram á síðasta leik sem var gegn Grimsby og spennan fyrir þann leik var gríðarleg Dean Court var meira en troðfullur. Bournemouth vann þennan afar mikilvæga leik og hafa ekki litið til baka síðan. Howe er ennþá á því að þetta hálfa tímabil hafi verið hans mesta afrek á ferlinum. Svona lýsti hann þessu nýlega í viðtali við The Telegraph
“The club was on it knees. We had bailiffs knocking on the door every day, nobody was being paid and there was no investment in the club or the facilities.
“The burden on me and my assistant, Jason Tindall, was huge but we look back on that time with fond memories because it was such a good learning experience.
“We even paid some of our staff out of our own pocket because we wanted to give ourselves a fighting chance. It was right to get the best people and no-one was going to sanction that or pay for it at that time.”
Stuðningsmenn Bournemouth höfðu sannarlega tekið gleði sína á ný og tímabilið eftir byrjaði með látum. Liðið vann fyrstu 8 af 9 leikjum sínum og komst upp um deild þrátt fyrir að vera ennþá í greiðslustöðvun allt tímabilið og mega ekki kaupa neina leikmenn.
Hér má sjá stutta yfirferð frá 2009 yfir feril Howe sem þarna var búinn að bjarga Bournemouth og var á toppnum í deildinni
Howe sem þarna var 32 ára var strax farinn að vekja athygli og var t.a.m. í nóvember 2009 boðið stjórastaðan hjá Peterborough United í næst efstu deild. Boð sem Howe hafnaði sem stjóri 4.deildarliðs í greiðslustöðvun!
2010/11 Burnley
Bournemouth virtist ekki átta sig á því að liðið væri komið deild ofar og hélt áfram að vinna í byrjun tímabilsins 2010/11. Liðið var í þriðja sæti í janúar 2011 þegar (helvítis) Burnley náði að fá Eddie Howe í Champinoship deildina. Hann hafði fengið fjölmörg tilboð fram að því, m.a. frá Southamton, Crystal Palace og Charlton en tilkynnti 11. janúar að hann ætlaði að vera áfram. Hann var þó farinn 14.janúar til Burnley. Howe stýrði Bournemouth í síðasta sinn þann dag sem var hans hundraðasti leikur sem stjóri liðsins. Jason Tindall fór með honum.
Howe útskýrði þessa ákvörðun sína svona en eins og áður segir hafði hann áður hafnað stærri klúbbum mun nær heimahögunum.
“I felt I needed to take myself out of my comfort zone and so took the job furthest away and the one I felt was the hardest,”
Tíminn hjá Burnley var erfiður og ég fór ítarlega yfir það í upphitun fyrir leik liðanna í janúar. Móðir hans lést eftir stutt veikindi 15 mánuðum eftir að hann fór til Burnley og það var honum gríðarlega erfitt að geta ekki verið heima með sínum nánustu til að takast á við það. Það var engu að síður Howe sem hætti hjá Burnley ekki þeir sem ráku hann.
2012/13 Endurkoman
Howe hafði 21 mánuði fyrr yfirgefið Bournemouth í baráttu um sæti í Championship deildinni. Gengi félagsins hrundi tímabilið á eftir undir stjórn Lee Bradbury sem var rekinn í mars 2012. Paul Groves yngriflokkaþjálfari félagsins fékk starfið en var rekinn í október 2012 eftir afleita byrjun á tímabilinu.
Howe semsagt yfirgaf gott lið í Championship deildinni til að taka við Bournemouth sem var deild neðar í 21.sæti með 8 stig og hafði unnið aðeins einn sigur. Honum langaði sannarlega heim.
Hér má sjá móttökurnar sem hann fékk og eins heyra hann útskýra þetta að hluta. Eins er þarna viðtal við Eddie Micthell stjórnarformann Bournemouth á þeim tima, hann var grýttur vikuna áður en hylltur sem hetja eftir að Howe kom tilbaka.
Howe og Tindall komu þó heim í töluvert breyttar aðstæður því þarna hafði Rússneski auðjöfurinn Maxim Denim keypt félagið og tryggt reksturinn. Hann er engin Roman og Bournemouth er mjög langt frá því að hafa keypt sér leið á toppinn en það auðvitað hjálpar þeim að reksturinn er í töluvert öruggari farvegi.
Eddie Howe var mættur aftur og þá var félagið bara tekið af pásu. Næstu 18 leiki tapaði Bournemouth ekki leik, 15 í deild og þrír í bikar. Liðið tapaði gegn Walsall í janúar en vann næstu fimm leiki eftir það. Þá tók við slæmur 5 leikja kafli án sigurs og draumurinn var því í hættu. Bournemouth var í 7. sæti, sjö stigum frá öðru sætinu og búið að spila leik meira.
Sigur í næstu 8 leikjum tryggði endurkomu félagsins í Championship deildina í annað skipti í sögu félagsins. Síðast var liðið þar á níunda áratugnum undir stjórn Harry Redknapp. Ótrúlegt afrek hjá Howe og Tindall og er þá sama hvort mælt er frá því þegar þeir tóku við eða þegar þeir snéru aftur. Það var enda stuð hjá stuðningsmönnum Bournemouth þegar Sky Sports uppfærði stöðuna í deildinni.
Championship deildin.
Persónulega óttaðist ég að Bournemouth yrði í vandræðum í næst efstu deild og alltaf óttast maður að Eddie Howe fái eitt af stærri liðunum í Úrvalsdeildinni á eftir sér, sérstaklega í sumar þegar Southamton var að skipta um stjóra. Hann er hinsvegar ekkert að fara og þegar tímabilið var flautað af í vor var maður meira svekktur að Bournemouth náði ekki í úrslitakeppnina frekar en að hafa haft áhyggjur af falli. Liðið endaði í 10.sæti sem er auðvitað langbesti árangur í sögu félagsins.
Leiðin hefur bara lagið upp áfram á þessu tímabili og liðið er eins og áður segir á toppnum núna í fyrsta skipti í sögunni þökk sé jákvæðrar markatölu. Það má helst þakka 8-0 sigri á Birmingham í október sl. en það er stærsti deildarsigur í sögu félagsins. Magnað afrek að ná því núna eftir 120 ára veru í 3. og 4. deild.
Stemmingin er því svona hjá félaginu í dag en þetta er tekið eftir leikinn núna um helgina gegn Cardiff
Eddie Howe er 37 ára núna og hefur á þessum 6 árum stjórnað rúmlega 300 leikjum. Hann var yngsti þjálfari í öllum deildum Englands þegar hann tók við og uppgangur Bournemouth hefur verið stöðugur undir hans stjórn. Það er auðvelt að gleyma hversu ungur Howe er en sem dæmi hóf Brendan Rodgers þjálfaraferilinn sinn 35 ára og telst ennþá mjög ungur og óreyndur. Howe er 4 árum yngri en hefur haft menn eins og Rodgers sér til fyrirmyndar og fengið að fylgjast með honum starfa af æfingavellinum. Þetta eru samt ekkert svipaðir stjórar þannig séð. Howe hefur einnig lært af mönnum eins og Tony Pulis og Harry Redknapp sem voru stjórar Bouremouth þegar hann var unglingur. Harry Redknapp starfaði t.a.m. sem ráðgjafi hjá félaginu undir stjórn Howe tímann sem hann var án atvinnu eftir að Tottenham rak hann.
Eddie Howe líður augljóslega mjög vel hjá Bournemouth núna og hann er ekkert að fara og segir að það sé alveg sama hver myndi óska eftir hans starfskröftum. Hann veit sem er að starf þjálfara er mjög ótryggt og eins ótrúlegt og það nú er hefur hann hvað lengstan starfsaldur hjá sama liði í Championship deildinni núna. Öll lið í öllum deildum Englands hafa þá einu lausn núorðið að reka alltaf stjórann og helst hans starfslið líka. Peningar skipta Howe engu máli heldur frekar að honum líði vel og hafi tækifæri til að þróa sig áfram. Það er að hann að fá frá Bounemouth.
Enskir stjórar fá vanalega ekki tækifæri í Úrvalsdeildinni nema með því að koma sínum liðum þangað sjálfir og mögulega verður það leiðin sem Howe fer líka. Takist það ekki grunar mig að hann verði samt kominn í Úrvalsdeildina fyrir fertugt. Aðspurður hvort það að hafna tilboðum frá stærri félögum sé vegna skorts á metnaði svarar Howe svona:
“Seriously I would have to say no, I wouldn’t leave Bournemouth. I’ve built something here and I want to see that come to fruition.
“Now some people might say that is either brave or stupid. I certainly don’t lack ambition, far from it, but at this stage in my career, if I’m going to manage in the Premier League I’d like to do it with this club.”
Reyndar má sannarlega draga gáfnafar þeirra í efa sem ennþá efast um metnað Eddie Howe, ef það er þá einhver sem ennþá efast um hann.
Eins og áður segir bjó ég smá tíma í Bournemouth árið 2002 og fór á nokkra leiki. Fann meira að segja miða frá tveimur þeirra um daginn
Þetta tímabil féll liðið þrátt fyrir góðan sigur á Guðjóni Þórðarsyni og lærisveinum hans í Stoke. Þarna var Howe í hjarta varnarinnar fram í mars og fyrirliði liðsins. Ég hef fylgst með þeim síðan og Bournemouth verið mitt neðri deildarlið á Englandi. Ef að þessi ár frá 2002 hafa verið skrautleg hjá Liverpool þá er óhætt að fullyrða hið sama um Bournemouth.
Mjög gaman að fylgjast með þeim undanfarin ár enda var liðið það næst lélegasta af öllum 92 liðum í deildarfyrirkomulaginu á Englandi þegar Howe tók við, þá var liðið samt búið að vinna sig upp um eitt sæti. Núna er liðið efst í Championship deildinni eða 21 besta lið Englands.
Þetta er auðvitað ekki reiknað svona, Bournemouth væri aldrei neðst í Úrvalsdeildinni m.v. formið á þeim núna og ég er hreinlega ekki viss hvort okkar menn séu sigurstranglegri aðilinn fyrir þennan leik. Það er þó meira til marks um spilamennsku Liverpool frekar en Bournemouth.
Liverpool
Ef það væri ekki fyrir gagnslausa markmenn, hlæilegan varnarleik og nákvæmlega ekkert jafnvægi á miðjunni myndi ég segja að markaskorun hafi verið okkar helsta vandamál á tímabilinu. Allajafna skapar liðið sér ekki einu sinni færi en inn á milli koma leikir eins og sá síðasti þegar okkar menn komast a.m.k. sex sinnum nánast einn gegn markmanni en ná alltaf að hitta í hann. Bournemouth á ekki alveg við þetta vandamál að etja en ekkert lið af öllum 92 í deilarkeppnum Englands hefur skorað meira en einmitt Bournemouth. Næsta lið á eftir er MK Dons deild fyrir neðan en það er einmitt liðið sem við mætum í FA Cup. Þó seldi Bournemouth sinn aðalmarkaskorara fyrir þetta tímabil.
Hræðileg frammistaða gegn Basel og sú staðreynd að Liverpool féll með skömm úr leik í Meistaradeildinni var mikið áfall. Það að tapa 3-0 gegn ekkert sérstöku United liði er eitt það versta sem hægt er að hugsa sér fótboltalega sem stuðningsmaður Liverpool og dráttur í Evrópudeildina daginn eftir gera þetta hreinlega að einni verstu viku sem ég man eftir sem stuðningsmaður Liverpool. Það hefur nánast ekkert jákvætt gerst hjá okkar mönnum á þessu tímabili og það hefur bara versnað eftir sem á það líður. Það er raunar staðfest að svona slæmt hafi þetta ekki verið áður því að árangur Liverpool núna eftir 16 leiki er sá versti í 50 ár. Liverpool hefur ekki verið með 21 stig eftir 16 umferðir í hálfa öld. Ég veit að sumir lesenda vilja helst ekki lesa neitt neikvætt um okkar menn á þessari síðu en þetta skor er ekki hægt að spinna liðinu í hag og inn í þessari tölfræði er ekki skammarleg frammistaða í Meistaradeildinni. Þetta er miklu verra en að bara salan á Suarez geti útskýrt þetta.
Liverpool er núna 7 stigum frá West Ham í 4. sæti og það er klárlega markmiðið það sem eftir lifir mótsins. Arsenal sem líklega verða helstu kandídatarnir í baráttuna um þetta 4.sæti eru 5 stigum á undan okkur og við eigum leik við þá um næstu helgi.
Þetta er því ekkert flókið og hefur raunar ekkert breyst þó gengið sé slæmt, deildarbikarinn er svo sannarlega fjórða mikilvægasta keppnin í ár og eins og leikjaprógrammið hefur verið undanfarið getur Rodgers ekki réttlætt það að nota ekki aukaleikarana í þessum leik. Óttast að hann geri það ekki en fyrir mér er mikilvægi þessa leiks ekkert miðað við Arsenal leikinn á sunnudaginn. Einhverjir eru mér ósammála hérna og við verðum þá bara að fá að vera sammála um að vera ósammála. FA bikarinn er aðalbikarinn á Englandi og Evrópudeildin eins óspennandi og hún nú er gefur loksins möguleika á sæti í Meistaradeildinni.
Þá kemur næsta vandamál sem er að Rodgers virðist ekki hafa hugmynd um það hvernig sitt besta lið lítur út. Ég ætla því að giska út í loftið á líklegt byrjunarlið út frá því hvernig ég myndi ca. vilja sjá þetta.
Jones
Manquillo – Toure – Sakho – Enrique
Can – Lucas – Allen
Borini – Balotelli – Markovic
Ef að Jones fær United leikinn er ljóst að hann tekur þennan leik líka. Jones hefur aldrei verið heimsklassa markmaður en þetta er engu að síður landsliðsmarkmaður Ástralíu með töluverða reynslu. Satt að segja hefur hann aldrei orðið sér til skammar í búningi Liverpool þegar hann fær sénsinn, væntingarnar eru auðvitað engar.
Vonandi er ekkert grín hjá Rodgers í þessum leik með Henderson, Markovic eða Sterling í bakverði og ef það er ekki þannig er bara Manquillo heill heilsu hjá okkar mönnum í dag. Það var betra að spila Johnson á báðum vængjunum í nánast hverjum leik til að hann myndi örugglega meiðast sem fyrst. Vonandi er Sakho orðinn leikfær og þetta væri fínn tími til að spila honum í gang. Skiptir ekki máli hver af þremenningnunum yrði þá við hliðina á honum. Ef Enrique er ekki meiddur myndi ég halda að hann komi inn í þennan leik.
Emre Can er líklega fyrsta nafn á blað fyrir þennan leik og líklega Lucas líka. Ætli Rossiter sé ekki 1-2 árum of ungur ennþá. Joe Allen ætti síðan fyrir mér að vera varaskeifa í þessu liði og því set ég hann í liðið í þessum leik. Eins vegna þess að virðist ekki vera leyfilegt að hafa hann ekki í byrjunarliðinu
Balotelli þarf að spila sig i gang eftir meiðsli og ég myndi láta hann byrja ef hann er heill. Ef ekki þá auðvitað Lambert. Borini gerði eitthvað af sér ef hann fær ekki sénsinn, ótrúlegt ef hann er meira að segja frystur út úr deildarbikarnum. Lazar Markovic er síðan farinn að líkjast sjálfum sér og ætti að byrja þennan leik og vera ferskur á bekknum gegn Arsenal (eða byrja þar líka).
Spá:
Það góða við þennan leik er að sama hvernig fer þá vinna mínir menn. Þetta er þó auðvitað ekki satt enda er mér alveg sama um önnur lið þegar kemur að leik gegn Liverool. Síðasti leikur var ekki alveg jafn slæmur og úrslitin gefa til kynna og ef liðið skorar aftur mark á þessu ári tel ég þennan leik vera líklegan. Bournemouth mætir líklega með sitt sterkasta lið og til þess að spá þeim ekki sigri segi ég að staðan verði 1-1 eftir 90 mínútur.
Ósjálfrátt vill ég auðvitað alltaf Liverpool sigur, sama í hvaða leik og sama hvaða keppni. Ég er þó á því að hér eigi að taka sénsinn og þetta lið sem ég tippa á ætti að vera alveg nógu gott til að vinna Bournemouth. Balotelli kostar líklega svipað og allt byrjunarlið þeirra á miðvikudaginn.
Leikjaálagið hefur farið gríðarlega illa með okkar menn í vetur og þó ég myndi ekki gráta það að deildarbikarleikirnir yrðu ekki fleiri í ár þá er tap gegn neðrideildarliði alls ekki það sem Liverpool þarf akkurat núna.
Okkar menn hafa þetta 1-2 í framlenginunni. Ef þetta fer í vító vinnum við 27-28.
Babú
Mjög góð upphitun…..tók gleði mína á ný….hvar værum við ef við hefðum ekki þessa KOP snillinga !
Takk fyrir mig…
:o)
Fyrir mér er þessi leikur mjög mikilvægur fyrir Liverpool.
Þeir verða einfaldlega að vinna þennan leik bæði upp á sjálfstraust og líka uppá að komast nær því að vinna bikar.
Eru 3 leikir í titilinn koma svo!!!!
Já Brendan stilltu nú upp liði sem vinnur Bournemouth ef þeir tapa gegn Bournemouth þá veit ég ekki hvort sjálfstraustið finnist aftur á þessu tímabili.
Þó LFC þurfi að vinna þá ættu menn eins og Lovren, Henderson, Gerrard og Coutinho að fá frí í stað Touré, Can, Lallana og Markovic.
Koma svo klára þetta þannig að jólin geta verið hátíðleg!!!
Verður hörkuleikur, Gerrard hvíldur og Lucas og Henderson verða aðalmennirnir. Veit líka um annan efnilegan stjóra, Brendan nokkurn Rogers .. eeejjjjiiieeeeeuuuu.
Ég er fyrst og fremst forvitinn að sjá þennan leik. Forvitinn að sjá hvaða lið Rodgers velur og forvitinn að sjá hvernig liðið spilar eftir þessa hörmungarviku. Pressan liggur þungt á öllum, bæði leikmönnum og þjálfarateymi, og hér eru undanúrslit í bikarkeppni í boði. Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig liðið bregst við.
Ég hef enga spá, enda ómögulegt að þykjast hafa tilfinningu fyrir svona leik þegar maður veit ekkert hverjir spila, hvernig þeir spila og þegar maður hefur aldrei séð andstæðingana spila og veit í raun ekkert hvað þeir geta.
Ég óttast hið versta, en vona það besta. Það er nú þannig.
Ég vil sjá liðið svona.
Þetta tel ég vera lið af mönnum sem bæði þurfa að spila og eru nægilega góðir til að koma okkur áfram.
——————–Jones
Manquillo–Toure–Sakho–Enrique
——————– Can
———–Lallana—-Coutinho
—–Borini—-Balotelli—Markovic
Þetta er hörkulið og á að klára þessa viðureign.
Thetta verdur erfidur leikur og thad kaemi mer ekki a ovart ad Liverpool tapadi thessum leik, moguleiki a ad their vinni ef their nota eitthvad af unglingunum sinum midad vid sidustu leiki. Bournemouth eru a fljugandi siglingu og eru med sjalfstraustid i lagi medan okkar men geta ekki skorad tho markid se nanast autt.
Liverpool á alltaf að vinna þetta lið. Punktur. Ef hann tapast þá er Rodgers ekki stætt lengur.
Er von á nýju podcasti fjótlega eða eru menn of sorgmæddir til að vilja ræða um þetta liverpool lið
Nr. 8
Fjandi mikið álag hjá bæði Liverpool og okkur pennunum núna og stutt á milli leikja. Náðum hreinlega ekki þætti í gær en stefnum á þátt næsta mánudag.
Snilldar pistill en ég verð að segja að mér fannst sjarminn svoldið fara af þessu þegar ég las að einhver rússneskur milljónamæringur hafði keypt félagið. Dregur aðeins úr öskubuskuævintýrinu en samt magnað. Vona að þeir haldi sér á toppnum og verði í PL næsta tímabil.
“Ef það væri ekki fyrir gagnslausa markmenn, hlæilegan varnarleik og nákvæmlega ekkert jafnvægi á miðjunni myndi ég segja að markaskorun hafi verið okkar helsta vandamál á tímabilinu. ”
hehe þetta er klassík Babu
Þetta verður spennandi. Grunar að BR noti tækifærið og spili mörgum leikmönnum sem ekki hafa fengið tækifæri. Það gefur honum smá svigrúm ef leikurinn tapast.
Can, Borini, Markovich og einhverjir ungir guttar mættu vel láta sjá sig á morgun. Svo verður Balotelli að spila þennan leik og setja eitt tvö mörk.
Ég vill sá svipaða leikaðferð og gegn ManU enn með ákveðnum breytingum.. Við sköpuðum mörg færi og hefðu við nýtt þau betur þá hafði leikurin þróast örðvisi.
Ég vill fara í 3-4-2-1 sem er svipuð 3-4-3 aðferðinni einn helsta breytinginn er að við spillum með einn framherja og tvö sóknadjarfa miðjumenn(Lallana &C) fyrir aftan hann. Henderson og Can i miðjuna og Allen fer á varamannabekkinn. Moreno og Manqullio i vængstöðuna(wingbacks)
Þá er stilla upp þriggja manna varnarlinuna. Ég ætla setja Lovren, Toure og Sakho í þá stöðu og að lokum Jones í markið.
—————–jones——————
Lovren—–Toure——–Sakho—
Manqullio—Hendo–Can—Moreno
—–Lallana———–Coutinho—
————–Balotelli———-
Frábær upphitun og bara synd Babu að þú ætlir ekki að hita upp fyrir Evrópudeildina. Ég allavegana vona að þetta hafi bara verið stundarbrjálæði vegna meistaradeildarsvekkelsi að þú gafst frá þér upphitanirnar og að þú hamrir á lyklaborðið fyrir komandi fimmtudagskvöld;)
En að öðru þá ætlar Liverpool að endurskoða kaupstefnu liðsins í leikmannamálum.
http://www1.skysports.com/football/news/11669/9608922/transfer-news-liverpool-to-undergo-complete-review-of-player-recruitment-strategy
Það eru tveir menn sem ég hef engan áhuga á að sjá spila á morgun. Þeir eru Mignolet og Allen.
Mitt lið er svona:
Jones
Manquillo Lovren Sakho Moreno
Henderson Lucas Can
Markovic Balotelli Lallana
Held að Coutinho, Allen, Stevie G og Skrtel hefðu gott af smá hvíld/að vera bekkjaðir. Er eitthvað vitað hvenær Red Cafu mætir aftur á völlinn?
Smá off topic en þar sem að markvörðurinn okkar er umdeildur og þetta tengist honum þá vona ég að mér verði fyrirgefið.
En það er mikið verið að ræða hann Guillermo Ochoa markvörð Mexico sem átti frábært HM og fór svo til Malaga þar sem hann hefur ekki fengið mikið að spila og hann mun víst eftir United leikinn hafa byrjað að followa Liverpool á twitter.
Ég heillaðist rosalega af honum á HM þar sem hann gjörsamlega fór á kostum.
Hann er ekki nema 29 ára og það er talað um 4 mp fyrir hann í jan.
Ég læt þetta myndband af honum fylgja með þessu.
https://www.youtube.com/watch?v=V_B2dupQtNg
Væri þessi strákur ekki mikill styrkur fyrir Liverpool ?
Balotelli tekur allavega ekki þátt á morgun. Þetta framherjamál ætlar engan enda að taka…
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/balotelli-ruled-out-trip-bournemouth-8300125
Var komin einhver dagsetning á Sturridge ?
Það er nú ekki langt til áramóta en hann er ekki byrjaður að æfa.
mæli með að þið lesið þetta http://redandwhitekop.com/forum/index.php?topic=318844.0
#18,
Daniel Sturridge er skráður með endurkomu þann 1. jan 2015 skv http://www.physioroom.com/news/english_premier_league/epl_injury_table.php
Ég held að við séum alltaf að fara að kaupa striker og Borini gangi upp í. Jafnvel markvörð líka, miðað við skilaboðin frá BR.
#19 Áhugaverð innsýn bak við tjöldin. Ef þetta er rétt með farið er ég ekki hissa á að félagið ætli að endurskoða innkaupastefnu sína frá rótinni eins Sky greindi frá í gær.
Það er langt á milli Liverpool og Boston og því hefur verið sett á fót nefnd til að reyna að tryggja góða leikmenn fyrir lítinn pening. Afleiðingin virðist er á hinn bóginn sú að ákvörðunarfælni og skriffinska, í bland við hreina og klára nísku, tekur allt móment úr hverju dílnum á fætur öðrum.
Tekur þó steininn úr þegar að nefndin tekur fram fyrir hendurnar á stjóranum sem vill nafngreinda leikmenn og neyðir Rodgers til að sætta sig við Balotelli sem stjórinn ku alls ekki hafa viljað.
Sagði fyrir leikinn á móti United að það kæmi mér ekkert á óvart að liðið væri að fara í gegnum þriggja leikja taphrinu. Fyrir mér er Bournemouth einfaldlegri líklegri aðilinn í þessum leik. Vænlegur stuðull fyrir þá sem spila Lengjuna og vilja fá smá jólabónus 🙂
Vona bara að Rodgers hafi kjarkinn í að rótera svolítið í liðinu í þessum leik. Gefi leikmönnum eins og Can, Moreno, Sakho, Markovic, Lallana, Borini eða jafnvel einhverjum úr unglingaliðinu sénsinn. Trúi ekki öðru en að Allen fái langþráða hvíld.
Það er nú ekkert sérlega vænlegur stuðull á Bournmouth rétt 3.
Sælir félagar
Takk fyrir greinina Babu. Ég er gamall og orðinn seinlæs svo það tók mig góðan tíma að klára langhundinn. Takk fyrir þann skemmtilestur. Hvað leikinn varðar vil ég liðið sem Bond #5 setur upp en þar sem Balo er meiddur fer ekki með þá væri ég til í einhvern úr unglingaliðinu inn fyrir hann. Einhvern snöggan og áræðinn sem hleypur úr sér lungun fyrir að fá leik með aðal-liðinu. Annars bara góður miðað við allt sem á undan er gengið, takk fyrir.
Það er nú þannig.
YNWA
Hvernig er þad fer jerome sinclair ekkert ad fara fa séns ?
er virkilega hrifinn af þeim strák mjög svipadan stil sturridge er aðeins sneggri en lambert og orugglega ekki verri leikmaður en borini
takk fyrir þetta meistaraverk hef sjaldann verið jafn niðurlútur og núna yfir gangi mála verðum að komast i undanúrslit í þessum bikar ef liðið tapar hér þá tapast líka leikurinn við arsenal og þá tapa ég mér og segi upp sportinu og byrja að hlusta á rússneska lýsingu í gegnum kekkjótt stream
addifreyr #19
Takk fyrir þessa lesningu og tek undir með Guderian #21. Athyglivert svo ekki sé meira sagt!
Liðið í kvöld.
Jones, Toure, Lovren, Skrtel, Lucas, Gerrard, Coutinho, Henderson, Lallana, Sterling, Markovic.
Varamenn: Mignolet, Lambert, Sakho, Moreno, Manquillo, Can, Borini.