Því miður kæru lesendur, þá verður engin Kop.is ferð á úrslitaleikinn gegn City, eins og við vorum að vonast til að geta boðið uppá. Ástæðan er einföld, of hátt verð. Miðað við verðið miðum á sjálfan leikinn, þá fannst okkur það eiginlega móðgun við ykkur að hreinlega bjóða upp á það. Næsta Kop.is ferð verður því í hefðbundnari kantinum, enda kunnum við alltaf best við okkur í borginni góðu, Liverpool. Hvort boðið verði upp á eina slíka fyrir vorið, verður að koma betur í ljós síðar.
Hvað er verðið á leikinn, getið þið gefið upp þær upplýsingar???
miðaverðið virðist vera nálægt 600 pundum fyrir stykkið, sem er algjörlega van gaalið.
bíddu vá! kostar einn miði um hundrað þúsund krónur?
þetta er bilað…
600 pund? Hvur andskotinn.
Miðar á Anfield (á facebook) voru að selja pakkaferð á 169 þúsund á leikinn en ég held að það sé orðið uppselt hjá þeim.
Verð kr. 169.900 á mann*. Innifalið er flug með Icelandair, skattar, gisting með morgunverði í tvær nætur, miði á Wembley á meðal stuðningsmanna Liverpool og fararstjórn.
*M.v. 2ja manna herb.
Skrýtið með þetta verð. Skv wembley stadium hefur verðið á lokaleikinn haldist óbreytt frá 2012 eða 40-100 pund.
Skv. Liverpoolfc.com fá þeir sem eru season ticket holders, official members og fan card holders OG hafa mætt á amk 3 carling cup leiki 100% miða.
Skrýtið að hinir þurfi að borga 6-15 sinnum hærra verð!!
Ég er búinn að vera official members í mörg ár og þegar þeir bjóða miða er oft skilyrði að hafa keypt amk 2-3 miða sl 12 mánuði. Svolítið erfitt ef ég fæ aldrei miða. Ég hefði haldið að með tölvutækni væri hægt að bjóða foreign members eitthvað betra. Alveg til í að borga hærra verð en local svo lengi sem klúbburinn fái það!
Fékk líka póst um daginn frá klúbbnum sem var skoðanakönnun um hve members þætti miðar aðgengilegir. Gaf þeim vægast sagt fall einkunn!
Kannski vitið þið eitthvað meira um þetta?
Miðarnir ráðast einfaldlega af eftirspurn.
Því miður er það bara þannig að þeir sem hafa unnið sér inn réttinn til þess að fá slíka miða nota þá mjög oft til að fjármagna sín eigin season ticket kaup.
Til að fá miða núna varstu að vera season ticket holder og svo raðast þeir upp út frá því hvað þeir mættu á marga leiki í keppninni. Þeir sem fóru á alla leikina fengu fyrst, svo þeir sem fóru næst og svo framvegis. Ef að season ticket miðahafar kláruðust fengu næst þeir að fara í röð sem fóru á leik í keppninni.
Þetta eru allt pappírsmiðar og mjög margir setja þá áfram á markaðinn, sem er okkar eini séns til að fá miða. Verðið ræðst svo af eftirspurn og hefur stöðugt verið að hækka sýnist mér frá helginni. Menn selja með ca. 300 punda hagnaði sem hjálpar þeim að kaupa næsta season ticket.
Þetta er því miður leikurinn í dag og ég er sammála mati Ú.Ú. að þarna sé of langt gengið. Því miður virðist úrslitaleikur á Wembley með Liverpool í dag kosta þig miklu meira en óeðlilega mikið!
#Maggi þegar þið eruð að kaupa miða í kop ferðirnar eruði þá að versla þá beint úr miðasölunni á anfield eða í gegnum 5 aðila ? mér finnst alltaf ehv rugl verð á miðunum miðað við það sem maður skoðar frá heimasíðunni hjá þeim
Mjög skrýtið að “aðdáendur” fjármagni kaupin sín með hagnaði á endursölu á miðum LFC. Væri eðlilegra að klúbburinn fengi þennan “hagnað”.
Oft í miðasölu er gert skilyrði að sá sem kaupir geti einn notið hans til að útiloka svona rugl.
Já, því miður er þetta bara veruleikinn. Ef þessir aðdáendur myndu ekki “leigja” út sína Season Tickets, þá kæmust c.a. 60 manns í heildina frá Íslandi á leik á hverju tímabili, í stað fleiri hundruða. Þetta er nákvæmlega málið með framboð og eftirspurn. Það komast aðeins 46.000 manns á Anfield og á stærstu leikina, þá eru um 100.000 sem myndu vilja miða (minna á litlu leikina). Þó svo að þetta sé hundfúlt, þá er þetta bara staðan í dag. Ársmiði kostar nálægt 200.000 krónum á ári og það er auðvitað freistandi fyrir þá sem slíkan eiga, að leigja hann út í 3-4 leiki yfir hvert season og vera með hann nánast frían. Félagið reynir auðvitað að koma í veg fyrir þetta, en það er líka alveg ljóst að mjög fáir af stuðningsmönnum liðsins utan ársmiðahafanna, kæmust á völlinn ef þetta væri ekki svona.
Þú einfaldlega getur ekkert keypt fyrir hópferðir beint af miðasölunni. Þetta fer alltaf í gegnum millilið sem er með slatta af ársmiðahöfum á sínum snærum og leigir miðana af þeim.
Þetta sem núna er í gangi fyrir þennan úrslitaleik er bara svaðalegt dæmi og komið fram úr öllu hófi og er eitthvað sem ekki er hægt að taka þátt í þótt margir hefðu áhuga á þessum leik. Miðarnir sem LFC fær úthlutað eru bara of fáir og því springur verðið upp.
Face value á þessum miðum á Wembley er að mér skilst 105 pund, sem er eitt og sér alveg ótrúlegt verð miðað við face value.
eru þið ekki bara að gera þetta í gegnum club wembley eða hvað sem það heitir. held að gaman ferðir séu með áskrift af viðburðum á wembley og þeirra pakki var 210 þús á úrslitaleikinn.
varðandi miða á anfield þá hef ég alltaf keypt þá sjálfur beint af klúbbnum. aldrei farið í gegnum 3 aðila. það eru tvær miðasölur á ári ein í júlí og ein í nóvember. ef maður planar fram í tíman þá er ekkert mál að ná miða þar fyrir þig og þína.
Lifi kapítalisminn! Lifi frjáls markaður! Arður! Peningar! Frelsi! FRELSI!
Algjörlega frábært og mjög sanngjarnt stjórnunarsystem. 🙂