Hér er þáttur númer 109 af podcasti Kop.is!
Stjórnandi: Kristján Atli.
Gestir: Einar Örn og Maggi.
Í þessum þætti ræddum við lok félagaskiptagluggans, leikjaálagið sem stefnir í met, gengi í bikarkeppnum og spáðum í spilin fyrir deildarleikina framundan.
MP3: Þáttur 109
Fliss, fliss…… Klopp stórkostlegur….. FJÓRIR NÝJIR LEIKMENN Í GLUGGANUM.
Sturridge, Coutinho, Origi og Skrtel
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/klopp-four-new-liverpool-fc-10819298
flottur þàttur.
samala ollu sem vidkemur tessum glugga hja ykkur og bara klubbinum.
West ham,saints og fleiri klubbar hafa verid ad finna flotta leikmenn a godu verdi en tad virdist vera ad tegar lfc vill leikmenn ta vilja lid verd sem eru utur korti og lfc verda bara standa i tessar lappir og lata vita ad felagid er alltaf tilbuid ad leita annad. eg skil samt shaktar a tessum timapunkti ad selja einn sinn sterkasta mann.
eg held alltaf ad hugmyndarfraedin bakid arangur se ekki sidur mikilvaeg eins og leikmenn.
og eg hef fulla tru a ad klopp viti nkl hvad hann er ad gera.
Eitt atriði sem ég hjó eftir í umræðunum um verðið á Teixeira. Maggi nefnir að upphæðin hafi verið 50 milljónir punda fyrir hann en það var alltaf talað um 50 milljónir evra í því samhengi sem eru 38 milljónir punda.
Með þvi að komast i urslitaleikinn a moti City, sem eru nanast öruggir inn i meistaradeildina, er þa ekki evropusætið tryggt hja Liverpool nu þegar?
Við vorum samt þannig séð að missa af enn einum leikmanninum, það hefði allt orðið vitlaust ef þetta hefði mistekist með Rodgers við stjórn. Ég hef samt þúsund sinnum meiri trú á Klopp eins og flestir sennilega.
Nr3
Þeir vildu fyrst 50m evra sem er jú 38m punda, en hækkuðu það svo í 70m evra sem er um 50m punda. eða miða við frétt skilda ég það þannig.
#5 (Dúddi)
Klopp kom hvergi þarna nálægt. Hann vissulega segir hvaða leikmenn hann vill og hefur loka atkvæðið varðandi leikmenn en hann fór ekki út í samningaviðræður og ræddi aldrei sjálfur við leikmanninn. Teixeira var ólmur að koma en í þessu tilfelli er ekki hægt að kenna samningnefnd LFC um finnst mér. Óraunhæft verð (út úr kortinu) og því lítið hægt að gera.
#7 Var líka ekkert að kenna Klopp um þetta
#4
Nei, það er ekki þannig að annað sæti í deildabikarnum gefið evrópdeildarusæti. Ef við töpum og City kemst í meistaradeild, þá fer evrópudeildarsætið til efsta liðsins í deildinni sem er ekki með evrópusæti.
Takk fyrir mig.
Styð LFC heilshugar að fara ekki í þennan skrípaleik og yfirborga þennan leikmann. Hef fulla trú á því að Klopp geti búið til lið án þess að borga svona bullupphæðir. Hins vegar var mjög gaman að sjá hvað leikmaðurinn var æstur í að koma yfir til okkar. Held að það verði mun léttara fyrir Klopp að fá spennandi leikmenn en BR, með fullri virðingu fyrir þeim ágæta strák.
Við verðum bara að vera þolinmóð og taka þetta tímabil sem eitt stórt undirbúningstímabil fyrir bjartari tíma. CL-sæti er ennþá möguleiki og nokkrir titlar. Ekki svo galið miðað við stjóraskipti og stærsta meiðslalista PL lengstum í vetur!
“Að geta borgað Jose Enrique fyrir að spila ekki fótbolta – sama hvort hann er inná vellinum eða ekki”
Þessi lína var mitt persónulega highligt í podcastinu, ég hef softspot fyrir þessari stöðu mála með Enrique. Sérstaklega eftir að hann bar fyrirliðabandið 😉 Takk fyrir mig!
Treystið okkur sagði Klopp og það er nákvæmlega það sem ég ætla að gera.
Hann er að bíða eftir sumrinu og þá byrjar tiltektin og hann fær sína leikmenn inn!
Þolinmæði
Held það sé nokkuð skynsamlegt að vera ekki að ana út í einhver panic-kaup í janúar. Klopp ætlar greinilega að kynnast hópnum betur, skoða hvaða menn eiga heima í liðinu sem hann ætlar að byggja upp áður en hann fer að versla inn af alvöru.
Drengurinn langar bara að koma til LFC sem er bara snilld,
http://www.teamtalk.com/news/klopp-fine-after-explaining-liverpools-alex-teixeira-failure
Það gengur ekki lengur að klúbbar eins og City og Chelsea geta bara ákveðið að kaupa okkar bestu menn. Þeir reyna ekki að kaupa bestu menn Utd því þeir myndu bara segja nei. Arsenal hættir að selja þessum klúbbum held ég, Tottenham gæti þurft að gera það eins og við.
Þetta er bara óþolandi og gerir það að verkum að við munum aldrei geta keppt af viti við þessa klúbba. ( suares hefði endað hjá einhverjum af þessum klúbbum ef Barca hefði ekki komið, það er á hreinu )