Í mörg ár hefur gengið hryllilega draugasaga á milli aðdáenda fótboltans um mann klæddan í liðsmerkta íþróttagalla, með derhúfi á hausnum og með skelfilegum hætti reynir hann að eyðileggja íþróttina sem við elskum. Hann leitar í allar áttir að risavöxnum og sterkbyggðum manneskjum með mikla þolinmæði, mikið skap og reynir að blanda þeim saman við eitt eða tvö afbrigði af mönnum sem kunna það eitt að sparka bolta langt inn í vítateiga og hitta á koll þessara risa.
Tony Pulis er nafn þessa goðsagnakenndu persónu og fær það nafn marga aðdáendur – og oft, sérstaklega aðdáendur Liverpool – til að skjálfa á beinunum og fyllast örvæntingu og kvíða þegar hann og Úrúk-hai her hans mæta á svæðið. Enn sem komið er hefur Liverpool ekki tekist að sigra vígi Pulis í mörg ár – eða í raun bara aldrei. Það kemur því skjálfti yfir mann þegar maður fréttir að Jurgen Klopp gæti verið að leiða hersveit sína í gin ljónsins á sunnudaginn þegar þeir mæta Pulis og liðsmönnum hans í WBA á Hawthorns-vellinum í afar mikilvægum deilarleik.
Fyrirgefið, ég ætlaði ekki að hræða ykkur svona en svona er nú bara staðan. Must win leikur, Pulis á útivelli – þetta fyllir sálartetrið á manni ekki af ró, það eitt er víst!
WBA eru bara alveg pjúra Pulis lið. Þeir eru stórir, sterkir, þolinmóðir, groddaralegir, skipulagðir til baka og sterkir í föstum leikatriðum. Við höfum séð þetta oft áður og vitum alveg upp á hár hvað er í vændum. Líkamlega sterkir og stórir varnarmenn sem eru góðir í loftinu, orkumiklir og groddaralegir miðjumenn, fljótir og sterkir leikmenn á kantinum og naut í framlínunni. Tveir til þrír kunna að sparka í bolta og koma honum inn í teiginn, hinir kunna að skalla að marki. Drepa niður spil mótherjans, pirra úr þeim líftóruna og skora úr föstu leikatriði. Við þekkjum þetta.
Smá skjálfti í liði Liverpool þessa stundina enda vantar þrjá mjög mikilvæga leikmenn í liðið en Henderson, Lallana og Mane eru enn allir frá vegna meiðsla og nú í dag virtist sem Firmino væri eitthvað tæpur líka en hann var að æfa sér á Melwood í dag en ekki með liðinu. Skelfilegt ef hann væri líka frá í þessum leik.
Þetta er náttúrulega eins og áður segir pjúra skyldusigur og mjög nauðsynlegt að Klopp og Liverpool nái að hrista þessa Pulis-grýlu af sér fyrir fullt og allt. Liðið þarf nauðsynlega stigin til að styrkja stöðu sína í einu af efstu fjóru sætunum og þar sem eftir eru fullt af innbyrðisviðureignum keppinautana um sætin þá gæti þessi leikur skipt afar miklu máli þegar upp er staðið.
Í síðasta leik náði Liverpool að vinna nokkuð “ljótan” sigur á Stoke og var það alveg hreint fáranlega góður sigur!
Klopp kom á óvart í þeim leik og stillti upp þriggja manna miðvarðarlínu með þá Klavan, Matip og Lovren. Þeir Coutinho og Firmino byrjuðu á bekknum og Wooburn og Alexander-Arnold byrjuðu inn á. Það var nokkuð óvænt en hafðist á endanum þó spilamennskan heilt yfir hafi líklega ekki þótt merkileg. Maður reiknar nú fastlega með að Coutinho og Firmino byrji leikinn á kostnað guttana og þá í raun bara spurning hvort einhver annar komi inn í liðið á kostnað þriðja miðvarðarins eða hvort Klopp haldi sig við það.
Ég held að hann geri það ekki og Lucas muni þá líklega koma inn á miðjuna með þeim Can og Wijnaldum. Þetta muni þá líklega líta svona út:
Mignolet
Clyne – Matip – Lovren – Milner
Can – Lucas – Wijnaldum
Firmino – Origi – Coutinho
Þetta er líklega svona það “eðlilegasta” sem við getum sett upp þessa stundina og þykir mér þetta vera líklegasta niðurstaðan og fátt sem maður gæti kvartað yfir þessu svona fyrirfram. Sturridge, Woodburn, Alexander Arnold, Klavan, Moreno og Grujic á bekknum þá líklega. Miðað við að það vantar þrjá lykilmenn í þetta þá er þetta bara nokkuð fínt og á pappír ætti liðið að klára þennan leik.
Meistaradeildarsætið er nú alveg klárlega í okkar eigin höndum. Við erum í topp 4, þó að liðin í kring myndu vinna þá leiki sem þau eiga inni og þar sem einn þeirra leikja er innbyrðisleikur Man Utd og Man City þá er klárt að annað eða bæði lið tapi stigum þar, erum með betra markahlutfall en Utd og Arsenal nær okkur ekki. City gætu hoppað yfir okkur ef þeir vinna sinn leik en við erum samt alltaf í topp 4 miðað við þetta. Utd á svo Chelsea strax á eftir okkar leik svo hugsanlega gætu þeir tapað stigum þar og staða okkar með sigri styrkst enn frekar.
Það er því hellingur undir í þessum leik fyrir Liverpool, ekkert fyrir WBA sem ná ekki Evrópusæti ætla ég að fullyrða, þeir falla ekki mikið neðar í töflunni og eru ekki beint á góðu róli þessa stundina. Þeir munu mæta til leiks með það í huga að skemma fyrir Liverpool, ekkert annað. Skemma og reyna að halda sér í 8.sætinu. Það er bara eitthvað mikið að ef WBA “vill” vinna meira en Liverpool í þessum leik. Það er bara ekki í boði.
Það eina sem skiptir máli í þessum leik er að leikmenn mæti í leikinn og leggi hjartað í hann. Þá vinnum við þennan leik gegn liði sem hefur ekki að neina að keppa. Sama hvað segja má um Pulis og hans kerfi, býr WBA einfaldlega ekki að sömu gæðum og Klopp getur boðið uppá, mæti menn til leiks.
Þetta verður ljótur leikur en ég er líklega einn af fáum sem fýlar Tony Pulis í botn. Hann er oftast ekki með lið sem eru líkleg til afreka svo afhverju að reyna að spila fallegan fótbolta með liðum sem eiga ekki penning til að kaupa gæða leikmenn myndi kosta liðið stig og sæti í deildinni. Hann er líka ekkert í einhverjum feluleik með sinn leikstíl og veit að þetta er árangusrík leið. Ég veit sem liverpool aðdáandi að maður myndi alltaf fórna fagurfræði fyrir fleiri stig í deildinni( og einn bikar myndi ekki skemma fyrir).
Leikstíll hans myndi ekki henta stóruliði en hann er ekki með stórlið heldur lið sem væri himinlifandi ef það nær í top 10.
Á morgun verður þetta erfit fyrir okkur en ég trúi því að við getum ná góðum úrslitum en þá verðum við að vera tilbúinir í baráttu í 90 mín en það hefur höfum við ekki alltaf gert í vetur.
15 april
https://youtu.be/vAGNsw4uEWk
Við þurfum 11 hermenn á morgun, og þá meina ég EKKI Ragnar klavan
það er enginn sem klikkar eins og fyrrverandi manure varnarmaður. Við erum að fara að skora í þessum leik.
Áhugavert að slúðrið í dag segir að Klopp ætli all-in að fá Van Dijk varnartröllið frá Southampton í sumar. Það er spurning hvort við sjáum þá 3 manna varnarlínu með honum Matip og Lovren? Eða á Sakho framtíð? Hvað verður um Gomez, ef hann nær fyrri styrk bankar hann þá ekki á sæti?
Kannski væri bara best að kaupa scoutinn hjá Southampton. Við förum að verða public enemy nr. 1 hjá liðinu með þessu áframhaldi. Ég væri hrifinn að fá Dijk, hann virkar nautsterkur. Nr.2 væri þá að fá markmann. Það er líklega sú staða í liðinu sem mest er hægt að bæta ef allir eru heilir. Mignolet er búinn að vera fínn en hann verður sennilega aldrei frábær.
Sæl öll.
Er þetta ekki einmitt leikurinn þar sem allir þrír, Matip, Lovren og Klavan nýtast okkur best? Frammi held ég svo að best væri að halda boltanum á jörðinni og láta reyna á fótavinnuna hjá þessum tréhestum í vörn WBA. Keyra upp hraðann strax í byrjun og vera tilbúnir að taka á móti grodda tæklingum því Tony “fcuking” Pulis mun reyna kæfa leikmenn Liverpool strax í byrjun. Þótt Origi sé búinn að skora í síðustu tveimur leikjum, væri ég til í að sjá Sturridge byrja. Firmino, Coutinho, Sturridge og Wijnaldum mættu láta reyna á vörnina strax í byrjun leiks með endalausum stungum og boltalausum hlaupum og toga þessa vörn sundur og saman. Það væri reynda mjög skv. karakter TP að vera búinn að mjókka völlinn líkt og hér um árið. Þetta verður geggjaður leikur sem Liverpool vinnur 1-3!!
Sé okkur ekki vinna þennan leik held það verðu gott ef við náum jafntefli Pulis fann upp leikstílinn sem að Liverpool á hvað erfiðast með.
Sælir félagar
Mér er sama þó einhverjum finnist leikstíll TfP eitthvað frábær og allt. Mér finnst hann ógeðslegur og er alltaf hræddur um leikmenn sem þurfa að spila við trukkana hans. Að sleppa meiðslalaus í gegnum leik á móti liði sem TfP styjórnar er kraftaverk og ég bara vonast eftir því. Fótboltaleg geta LFC leikmanna er ljósárum á undan leikmönnum WBA og ef menn sleppa við að slasast þá vinnum við þennan leik 1 – 3
Það er nú þannig
YNWA
Ég talaði við Klopp í síma áðan. Ég er sammála hans liðsuppstillinu. Ekki láta ykkur bregða.
Liðið komið og það var 100% gisk hjá Óla Hauk 🙂
Sko…
Venjulega töpum við leikjum sem við eigum að vinna þannig að við töpum.
En ef við gerum ráð fyrirfram að tapa þá er þetta ekki leikur sem við eigum að vinna.
Þannig að við vinnum!
Nema ef við gerum ráð fyrir að vinna þá töpum við…
Og þá er líklegt að við vinnum!
Origi þarf að nýta tækifærið í dag og sanna sig í dýrmætum stigum !!!
Hann hefur alla burði til að vera á meðal best CF í heimi