Það er óhætt að segja að þetta hafi verið mikið basl hjá okkar mönnum eftir áramót og á því varð lítil breyting í leikjunum gegn Watford og Southampton. Spilamennska Liverpool hefur ekki verið svipur á sjón miðað við hvernig málin voru fyrir áramót og nánast allir mótherjar Liverpool leggja upp með að pakka í vörn, útkoman oft á tíðum ansi bragðdaufir leikir, jafnvel leiðinlegir. Anfield hefur skilað of litlu undanfarið og það er ástæðan fyrir því að Meistaradeildarsæti er ekki í höfn. Þetta var umræðuefni þáttarins ásamt því að spáð var í spilin fyrir leikinn gegn West Ham sem er augljóslega orðinn stærsti leikur tímabilsins hjá Liverpool.
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Kristján Atli
MP3: Þáttur 151
Það var mikið 🙂 .
Þá er að byrja að hlusta og athuga hvort maður róist ekki fyrir hamra leiknum
Vel gert.
Takk takk.. Það er allveg mikið fáránlegt hvað maður er orðinn háður þessu podcasti
Sælir félagar
Takk fyrir þáttinn. Hann róaði mig ekkert niður fyrir WH leikinn og ég er á sömu línu og KAR hvað varðar möguleika okkar liðs á 4. sætinu. Liverpool verður einfaldlega að vinna báða þá leiki sem þeir eiga eftir.
Þegar Arsenal var að spila við MU þá sagði ég að það lið sem ynni þann leik mundi taka 4. sætið. Miðað við frammistöðu okkar undanfarið er ekki séns að við vinnum báða leikina sem eftir eru. Þar með mun Wenger ná sínu sæti í meistaradeildinni eins og venjulega.
Það er nú þannig
YNWA
Besti Podkastari 151 þáttar Kop.is:
Þrátt fyrir að Einar hafi dreift boltanum vel í þættinum og átt nokkrar góðar stungur þá tók Steini þetta. Hann átti nokkur hnitmiðuð skot og virkar í fínu formi.
Slæmur dagur:
Kristján Atli, heldur varnarsinnaður og þegar hann fékk boltann þá hélt hann honum full lengi í stað þess að dreifa spilinu. Vona hann fái fleiri tækifæri því ég veit að það býr fínn Podkastari í honum…
Umræða eftir Podkast:
Hvar ætlar Kristján Atli að fela sig eftir að hafa jinx-að svona hrikalega!
Takk fyrir mig….
Fréttir af Liverpool
Firminho/Lucas tæpir. Firminho æfði ekkert í dag en þeir ætla að reyna aftur á morgun en Lucas gat æft.
Sturridge/Lallana tilbúnir í þetta segjir Klopp.
Ég vill að við förum bara all in í þetta. Can, Winjaldum, Lallana miðja með Coutinho, Sturridge og Firminho fyrir framan.
Ég veit vel að Klopp mun ekki stilla þannig upp, en 4-4-2 með tígulmiðju. Sturridge og Firminho frammi, Coutinho í holunni, Lallana og Winjaldum þar fyrir aftan, og Can í varnarsinnaða hlutverkinu. Sama vörn og áður.
Sammála 5 og 6. Gefa allt í þetta, þýðir ekki að stilla upp bæði Can og Lucas. Fulla ferð á þetta West Ham lið. Ég GET ekki horft uppá þetta klúðrast og svo ef nú United taka evrópudeildina oj bara. Vill meistaradeildarsumarglugga í sumar!
Flott Pod-cast að vanda en minnkaði ekkert stressið hjá mér fyrir helginni.
Ef maður hins vegar er alveg heiðarlegur og horfir ískalt á þetta þá er það bara þannig að ef við klúðrum þessum West Ham leik þá er það bara enn ein vísbendingin um að við séum einfaldlega ekki nógu góðir og verðskuldum ekki topp4 sæti.
Svakalega mikil meiðsli hjá West Ham og skv. Physioroom eru þeir með flesta leikmenn í úrvalsdeildinni í meiðslum, samtals 9 kvikindi. Tveir leikmenn sem voru í byrjunarliðinu á móti Spurs í síðustu viku verða ekki með á sunnudaginn, þ.e. miðjumenn, fyrirliðinn Mark Noble og Kouyaté.
Hvað sem þessum pælingum líður þá snýst þetta fyrst og fremst um okkar lið og hvort þeir ákveði að mæta til leiks til London á sunnudaginn.
Ætla samt að halda með Stoke á morgun 🙂
Sæl og blessuð.
Það er ekkert að óttast nema óttann, nema ef væri óttann við óttann.
óttinn við óttann við óttann er ekki einu sinni svo slæmur.
Nr. 6
Nokkrunvegn sama og ég var að tala um og vonast eftir. Hljótum einhverntíma að þurfa að skoða “nýjar” leiðir í sóknarleiknum þegar hann er eins steingeldur og undanfarið.
Koma svo. Plís Klopp koma á óvart með upplegg á móti west ham og boro. Allir löngu búnir að lesa þig?
Jæja allavega góðar fréttir fyrir Lovren og Matip því að Andy Carrol verður ekki með.
Ég hefði veðjað á það að hann myndi skora sigurmarkið á móti okkur ef hann hefði verið með.
Migno
Clyne Matip Lovren Milner
Can
Lallana Wijnaldum
Firmo Studge Kútur
Sækja sigur og taka sénsinn og eiga Lucas inni til að þétta vörn síðustu 29 mín. og Origi til að halda boltanum fram á við til að verja forskotið. Klára þennan helv…. leik í fyrri hálfleik 0-3
Coutinho og Firmino, eða Coutino og Firminho, bara svona létt stafsetningar æfing, Philip er með endinguna inho en Roberto er með endinguna ino ( ekkert H ) :), en að öðru mikið vona ég heitt og innilega að okkar menn vinni 2 síðustu leikina og taki alla vega 4 sætið, þeir geta það alveg.