Stórleikur umferðarinnar fór fram á Etihad þennan ágæta laugardag þegar Liverpool sótti Man City heim. Ég get alveg viðurkennt það að það hefur verið skemmtilegra að skrifa leiksskýrslu en illu er best af lokið.
Leikurinn
Leikurinn byrjaði vel, City þó sterkari framan af en jafnræði með liðunum engu að síður. Aguero kom City yfir eftir stungusendingu frá De Bruyne en Salah hefði á móti átt að gera betur í tvígang þegar hann komst einn innfyrir en vantaði að “slútta”.
Leikurinn kláraðist svo í raun þegar Mané fékk rauða spjaldið. Þetta var alltaf að fara að vera erfitt á útivelli gegn City 11 gegn 11 en nánast ómögulegt manni færri og marki undir. Ég ætla svo sem ekkert nánar út í leikinn en það sem kannski situr eftir er slæmur varnarleikur Liverpool. Jájá, manni færri er erfitt en hve flöt vörn Liverpool var og hve auðvelt var fyrir leikmenn City að finna Aguero og Jesus voru mikil vonbrigði.
Bestu menn Liverpool
Úff. Ég á erfitt með að velja einhvern hérna. Það var enginn sem stóð uppúr, ekki einu sinni fram að rauða spjaldinu. Þetta var bara slæmur dagur í alla staði.
Vondur dagur
Voðalega erfitt að segja. Þó svo að þetta hafi verið klárt rautt spjald á Mané þá var hann bara að horfa á boltann, enginn ásetningur sem slíkur í brotinu en stórhættulegt engu að síður og Mané nú á leið í þriggja leikja bann.
Miðjan fannst mér ekki finna taktin í dag, eins frábær og hún var gegn Arsenal. TAA virkaði stressaður á mig og var lengi vel í vandræðum með að losa sig við boltann.
Erfitt að ætla að hengja einhvern einn leikmann en varnarleikurinn í dag vonbrigði sem og hvernig liðið brást við því að lenda manni undir.
Tölfræðin
Aguero hefur skorað í öll sex skiptin sem Liverpool hefur heimsótt hann í deildarleik á Etihad. Það er tölfræði sem má alveg fara að hverfa.
Umræðan
Ætli umræðan eigi ekki eftir að snúast um þetta spjald. Sitt sýnist hverjum en ég túlka reglurnar a.m.k. þannig að þetta sé klárt rautt spjald, enda stórhættulegt hjá Mané (ekkert talað um ásetning).
Þegar liðið fær á sig 5 mörk og þá sérstaklega hvernig mörkin voru þá mun umræðan auðvitað snúast um vörnina einnig. Við vissum það svo sem eftir það hvernig sumarglugginn spilaðist.
Vondur dagur en tímabilið er bara nýbyrjað. Öll lið geta átt sína slæmu daga. Liðið verður dæmt útfrá því hvernig það svarar í kjölfarið. Liverpool var með langflest stigin úr viðureignum topp sex í fyrra, alveg til í að fækka þar eitthvað ef við aukum talsvert meira við okkur úr hinum leikjunum.
YNWA.
einum færri skiptir ekki. þó ég hafi gefist upp í 1-0 eiga leikmenn ekki að gera það.
5-0 er allt of mikið. Menn ættu að geta varið sitt mark bara uppá heiðurinn
Oft sér maður lið tvíeflast við að fá rautt spjald. Þetta lið gjörsamlega skeit uppá hnakka og meira til. Stjarnfræðilega ömurleg vörn!
Getur einhver sagt mér afhvejru Klavan var í liðinu og afhverju hann fær að klára þennan leik. er ekki löngu séð að þetta er leikmaður sem er ágætur leikmaður í 1. deildinni en að hann skuli vera að byrja á móti City og Lovern á bekknum er bara óskiljanlegt.
Æi, einn frekar vondur dagur í vinnunni í þessu maraþon hlaupi. Þá er bara að rífa sig upp. Hrikaleg brekka eftir rauða spjaldið, en fram að því var Liverpool í nokkuð góðum málum. Svona er þetta og lítið við þessu að gera. Shit happens.
Hvernig er þa?. Keypti Klopp ekki mi?vör? í sumar? Enginn kjarne?lisfræ?i fyrir me?al gó?ann stjóra hva? þessi vörn var lèleg seinasta vetur.
ámeðan klopparinn skilur ekki varnarleik þá mun þetta fara svona. parka rútunni og loka..common…
Þessi vörn var skeflileg. Klavan er svo lélegur lið sem er að keppa um að vera í topp 4 getur ekki verið með menn eins og klavan. Maður skilur bara ekki klopp og afhverju hann keypti ekki varnamann.
Brothætt lið, byggt á veikum grunni.
Skelfileg frammistaða . Skelfilegt óhapp hjá mané og er feginn að þessari skitu sé lokið í dag.
Vondur dagur og vondur leikur – en leikurinn er búinn og leiðin upp á við. Ekkert annað í stöðunni. Ég er alla vega ekkert að drepast úr svartsýninni strax… 😉
Nota bene stærsta tap LFC frà 1937.
Sum lið hafa komið tilbaka eftir að hafa verið manni færri , það er merki um karakter, hann er ekki að finna hjá LFC,reyndar vorum við manni færri frá byrjun, með þetta klavan drasl inná, enduðum 9 á móti 11.
Bara vonandi að Klopp geri ekki svona rækilega í buxurnar aftur á þessu tímabili og geri eitthvað af viti varðandi varnarmannakaup í Janúarglugganum. Ég held bara að leikmenn Liverpool hafi farið jafn mikið á taugum og ég við það að Ragnar Klavan var valinn í byrjunarlið.
Þessi leikur skiptist eiginlega í fyrir og eftir rauðaspjaldið. Menn hafa misjafnar skoðarnir á þessu rauðaspjaldi og var núna t.d Mark Clattenburg að segja að þetta hefði aldrei átt að vera rautt(sem reyndar segjir manni að þetta átti líklega að vera rautt).
En það breyttir því ekki að Mane fékk rautt spjald og liðið endar með 5-0 tap og 0 stig sem er vont að sjá en svona er þetta stundum. Man City er líklega það lið í deildinni sem getur refsað hvað best manni fleiri með tekníska og fljóta leikmenn sem eru snillingar að halda bolta.
Liverpool menn voru að reyna eitthvað manni færri en svona eftir á þá var Klopp kannski full djarfur og hefði jafnvel verið skynsamlegra að þétta þetta aðeins í stöðuni 3-0 og reyna bara að koma í veg fyrir stærra tap.
En ef við skoðum hvað var í gangi 11 á móti 11 þá er ég ekki samála skýrsluni að Man City höfðu verið sterkari framan af. Mér fannst Liverpool leyfa þeim að hafa boltan og voru þeir ekki að skapa neitt að viti nema einhver langskot. Það voru okkar menn sem voru að komast í hættuleg færi og bakvið vörnina hjá þeim. Þar var Salha hættulegastur en manni fannst hann einfaldlega lélegur í að gera ekki betur úr öllum þessum tækifærum til að skapa tækifæri eða jafnvel skora sjálfur.
Þessi leikur er búinn og þá er það bara meistaradeildarleikur næst og þá verður fjör.
Það þýðir ekkert að væla yfir þessu og fara að leita af einstaka sökudólgum eftir svona leik. Nú er bara að berja sér á brjóst og næla í 3 stig í næsta leik.
p.s Mane mun líklega missa af leikjunum gegn Burnley heima og svo tveimur leikjum gegn Leicester úti (einn í deildarbikar)
Töpuðu þeir ekki 6-0 á móti stoke í síðasta leik gerrard ??
Er það ekki stærsta tapið??
Var me? vitlausar uppls. þ.e. bara töp à Anfield. Töpudum fyrir Stoke 6-1 fyrir nokkrum àrum sídan.
Þetta er allt að springa í andlitið á okkur. Að hafa ekki styrkt vörnina meira en raun ber vitni. Þetta fyrsta mark var náttúrulega grín. Liggur við að það hafi verið hægt að koma heilu raðhúsi á milli Matip og Klavan.
Ekki rautt spjald heldur gult….leikurinn búinn þá þar sem við erum eingöngu með sóknarlið. Þvílíkur hörmungar leikur, hvenær tapaði Liverpool svona stórt síðast?
Til hamingju Klopp
Sleppum því að styrkja vorn því hún er frábær.
Áfram Klavan.
Ekki hægt að kenna bara Klavan um hversu ógeðslega lélegir við vorum samt eftir rauða spjaldið.
Þetta var svipað núna eins og við á móti Arsenal seinast algjörlega andlausir.
Ég sagði við félaga minn í gær “þessi keikur gæti farið 5-0 fyrir öðru hvoru liðinu fer bara eftir því hvort liðið mætir með hausinn rétt skrúfaðann á. Og því miður var það city í dag.
Maður vissi að þegar okkar besti leikmaður fékk rautt á móti best mannaða liðinu í deildinni á þeirra heimavelli að þetta væri búið, sérstaklega þegar við vorum með klavan og arnold í að reyna stoppa 2 bestu sóknarmenn deildarinnar…
En það er bara september ég stend við bakið á mínum mönnum til enda.
Svo er gott að vita að 5-0 sigur skilar bara 3 stigum .
YNWA
Ox með markatöluna 0-9 úr síðustu tveimur leikjum sem hann hefur spilað.
Í 4 leik tímabilsins rétt eftir lok gluggans sem var opinn í margar vikur og við stillum upp Ragnar Klavan á móti Manchester City ÚTI, vitandi að þeir eru með besta framherja deildarinnar og einn þann efnilegasta. Ég er ekki að skella skuldinni á Klavan, allt liðið var gjörsamlega niðurdrepandi. Þrátt fyrir rautt spjald er þetta ekki ásættanlegt tap. Jurgen Klopp er magnaður þjálfari finnst mér en mikið ósköp er hann þrjóskur maður.
Hef aldrei maður seð rautt fyrir hættuspark, reglurnar eru kanski ekki skyrar en hættuspark er ekki rautt. Eg linan hja domaranum ætti að halda hefðu city att að fá þrju rauð fyrir að snerta markvörðinn. Annars voru klár mistök hja
Klopp að spila miðverði sem er ekki einu sinni nogu goður fyrir bekkinn og eg hefði svo sennilega valið Gomez i bakvörð. En Það er gott að vera vitur eftirá
Ég stend fastur á minni skoðun, sem var sú sama eftir arsenal leikinn. Við þurfum FYRIRLIÐA! Hendó á einn og einn leik. Getur hann rifið menn upp? Nei. Hann á að vera löngu farinn frá LFC
Hann er klárlega veikur hlekkur í annars spennandi miðju LFC.
Ég geri mér alveg grein fyrir því að hann Ragnar Klavan lítur sko út fyrir að vera heljarinnar varnarmaður ( í orðins fyllstu ) Með skeggið og líkamsbyggingu uppá 10.
En ætti Klopp samt ekki að fatta að hann er ekki nógu góður í fótbolta ??
rautt eða ekki.
domarinn dæmdi rautt.
Ég er gríðarlega ósáttur með hvernig liðið brugðist við manni færri.
gjörsamlega biðu eftir að city myndi skora í uppótartimanum í stað þess að halda áfram og fara inn í hléið með 1-0 .
og geta þá komið i seinni með leikplan.
hvort það hefði breytt stigasöfnini í dag er annað mál.
en liðið virkaði svo andlaust eftir þetta að það tók á 5-0 er galið.
en þetta var einn leikur 3 topuð stig á etihad sem er i raun enginn skandall einn og sér!.
nú bara verða allir að setja þetta rugl sem átti ser stað til hliðar og halda áfram.
Persónulega finnst mér jafntefli gegn Watford verri úrslit heldur en tap gegn MC á útivelli eftir að hafa misst mann af velli. Mane að gera sitt besta og hægt að fyrirgefa slíkt – ólíkt því þegar brot er unnið af ásetningi með olnbogaskoti svo dæmi sé tekið. Þetta endalausa tuð um vörnina er og verður “vandamál” þangað til við hættum að spila sóknarbolta. Það er ekki bæði haldið og sleppt. Bestu og skemmtilegustu liðin spila sóknarbolta og fá reglulega á sig mörk. Eftir því sem ógnin er meiri frammi því minna reynir á öftustu línuna. Mér fannst MC spila feiknagóðann sóknarbolta og vegna þess hve beittir þeir voru framávið reyndi ekki á vörnina hjá þeim í þessum leik. Ef þessu hefði verið öfugt farið hefði ég ætlast til þess sama af Liverpool og MC sýndi í dag.
Þeirra vörn er ekki betri en okkar á hefðbundnum degi. Annars fannast mér þreyta einkenna nokkra menn í okkar liði, sérstaklega á miðjunni. Þá hef ég alltaf áhyggjur þegar leikmenn eða þjálfarar fá verðlaun mánaðarins á undan. Fylgir því einhver bölvun næst á eftir
Ég bara skil ekki hugsunina á bak við það að fá Ragnar Klavan til Liverpool, hvað hefur hann gert til þess að verðskulda það? Þetta er mesti staurfótur sem ég hef séð þvílíkt drasl. Þetta er gæji sem á að vera að spila í eistnadeildinni heima hjá er en þess í stað er hann að starta á móti man city í premier league út af einhverju make a wish programmi hjá LFC. Klavan tapaði þessum leik ekki einn enda er ég ekki að segja þetta útaf leiknum í dag, þessi gæji er drasl og á ekki að koma nálægt byrjunarliðinu. Frekar myndi ég spila Sturridge í CB en að hleypa þessum gíraffa inná völlinn
Mér finnst menn óþarflega dramatískir og dómharðir. Að missa besta manninn útaf eftir þriðjung leiktímans í útileik gegn besta liði deildarinnar var aldrei að fara vel. Fram að því vorum við algerlega inni í leiknum. Vissulega fulldjarft af Klopp að breyta í 3 manna vörn og alveg óþarfi að tapa svona stórt. Erum ekki að fara taplausir gegnum mótið og útileikur gegn City er ekki versti staðurinn til að tapa stigum. Kassan út, setjum Coutinho inn í næstu deildarleikjum og siglum fulla ferð áfram.
Ef sóknin okkar er silkimjúk þá má segja að vörnin okkar sé eins og hlandvott og slitið teppi. Það vantar allt stál í liðið varnarlega og það sem verst er að þannig leikmenn er ekki að finna í hópnum okkar. Munurinn á liðinu ef að í stað Klavan og Hendorson væru tvær stæltir, sterkir, og góðir tæklingamenn væri svakalegur held ég. Það er augljóst að við verjumst sem lið frekar en á getu einstaklinga og hugsanlega var þetta versti leikurinn til að missa mann útaf miðað við það hvernig við verjumst. En þetta er hópurinn fyrir tímabilið og það er skylda Klopp að finna betri lausn a þessu þangað til við getum bætt við stáli í hópinn.
Ég skíri hér með Ragnar Klavan hinn nýja Lucas Leiva. Einhvern verður að hata sem stuðningsmaður Liverpool. Sérstaklega í sínu eigin liði.
Það er líka skylda hvers varnarmanns að líta vel út gegn sóknarlínu Manchester City, við sjáum til hvernig hinn dýrt verðlagði Virgil Van Dijk stendur sig gegn þeim.
Ég er farinn að hata stuðningsmenn míns eigins liðs jafn mikið og þeir hata Ragnar Klavan.
YNWA… eða hvað?
En nóg af niðurrifi og bölmóðssýki, næsti leikur, og Ox og Coutinho líklega klárir þá.
Áfram Liverpool!
Shit happens
Þessi “ekkert plan-b” aðferð Klopp í leikmannakaupum er bara að skítvirka. Ég vona að hann sé búinn að biðjast afsökunar á því sem gerðist í dag.
Uppstillingin mjög einkennileg, Klavan inná en Lovren á bekknum. Svo var þetta ekki Rautt á Mané, markmaðurinn beygði sig niður þannig að þetta átti að vera gult og aukaspyrna. Fermino kom lítið við sögu og Sturridge hefði mátt koma inná. En dómarinn skemmdi leikinn
#29 Hata hann alls ekkert. Fínn varnarmaður og flottur atvinnumaðurl Finnst hann bara ekki nógu góður til að vera starta í liði eins og Liverpool, finnst þér það??
#29 Lugas er legent, ekki hægt að likja við ragnar sem ekki einusinni er nógu góður til að vera á bekknum, Lugas var á tímabili einn besti varnartengiliður í heiminum, og attaf góður til að hafa til taks, ég hataði aldrei Lugas og hef aldrei skilið gagrinina sem hann hefur fengið frá misgáfuðum eintaklingum, en ragnar væri varla nógu góður fyrir pepsídeildina, sem Valur er að fara að vinna.
Búnir að fá 8 mörk á okkur í 4 leikjum eða 2 að neðaltali á leik. Stjórnendur klúbbsins horfðu hinsvegar framhjá þessu vandamáli en liði fékk á sig rúmlega mark í leik að meðaltali í fyrra. Á meðan Utf er með hreint lak og á toppi deildarinnar…
Það er engin stöðumeiki i þessu liði og þegar allir voru i skýjunum eftir þennan sigur a arsenal að þa var liðið ekkert búið að sýna neitt. 3-3 i algjörum klúðurs leik síðan 1-0 með heppnis marki og svo 4-0.
Hvað svo, algjör skíta 5-0 tap og lfc þykist vera með eitthvað klopp efect. bul shiit.
Hef og hafði miklar áhyggjur fyrir þetta tímabil því eg var hræddur um að við myndum ekki styrkja vörnina eins og varð raunin.
Að vera með mann i liðinu sem heitir Ragnar að það segjir sig sjálft, liðið verður því miður ekki i topp baráttu en eitt árið.
Sumir dagar eru betri en aðrir. Það gekk ekkert upp hjá okkar mönum í dag. Allir áttu slakan dag, þar á meðal Klopp sjálfur.
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með hve fljótt við gáfumst upp. Frábært lið eins og City refsar grimmilega ef þú ert ekki á tánum.
Munum samt að Salah hefði getað jafnað leikinn, stuttu áður en Mané fékk rautt, þegar hann slapp nánast einn í gegn. Hann verður að ná að slútta betur, það er helsti gallinn við hans leik.
Mér fannst liðið gera það eina í stöðunni 2-0 og einum færri. Það hefði ekki verið kvartað minna ef við hefðum pakkað í vörn. Seinni hálfleikur vara bara æfingaleikur. Var algerlega sammála því að taka Salah og Firmino útaf. Það er nefnilega leikur á miðvikudaginn.
Það leiðinlega við þetta allt saman er bannið sem nú mun vofa yfir Mane, en ef hann má spila CL, verður þetta viðráðanlegra. Hefðum alltaf þurft að rotera og því búið að taka þessa ákörðun fyrir Klopp.
Hugsa að ég láti vera að horfa á þennan leik allan…ekki gaman á nokkurn hátt auðvitað.
Umræðuefnin tvö eru rauða spjaldið og hrunið eftir það.
Fyrst rauða spjaldið, þá er ég 100% sammála ákvörðun dómarans, lykilmálið hér er snertingin, þegar að menn sparka í mótherja þá er það ekki hættuspark, heldur spark í mótherja. Þetta var auðvitað ekki viljaverk hjá Mané, það vitum við öll. Hins vegar fór löppin hátt…í raun hefði útkoman verið alveg sú sama ef löppin hefði farið í nára, læri eða maga. Mané fer með löppina hættulega hátt og slasar mótherjann. Það er bara rautt spjald í minni bók og minn uppáhaldsleikmaður situr uppi með það að fara núna í bann. Ég skil alveg Klopp að verja sinn mann, en hans rök (og Clattenburg) um hættusparkið eru að mínu mati ekki rétt.
Mörkin eftir þetta (reyndar líka það fyrsta) voru merki um linan og lélegan varnarleik…klippurnar sem ég sá sýndu líka Migno bjarga í einhver skipti. Við ræddum gluggann í podcasti nýlega og vorum allir á því að það hefði átt að kaupa hafsent…en þó á því að við skildum Klopp að bíða eftir sínu “plan A”. Eftir svona leik þá auðvitað sveiflast dingullinn. Bakverðirnir báðir gefa eftir svæði aftan við sig og eiga erfitt með að loka á krossa, Klavan og Matip náðu aldrei saman og miðjan var lin.
Fyrsta prófið eftir lokun gluggans gefur stærstu falleinkunnina á ferli Klopp hingað til. Í mótlæti kemur alltaf mest í ljós í hvað menn er spunnið. Leikurinn á miðvikudag gefur okkar góða vísbendingu um það sem koma skal.
Áfram veginn.
Sæl og blessuð.
1. Ótækt að hafa þessa vörn gegn þessari sókn. Risaklúður í glugganum, að útiloka aðra kosti en Fann-dæk.
2. Mögulega hefði mátt sleppa rauðu spjaldi en veigamikil rök mæla með því að rek’ann út af. Við því er ekkert að segja. Þetta var ekki skandall eða neitt slíkt.
3. Klopp kastaði inn handklæðinu í leikhléi með því að taka út Fiirmino og Salah. ,,Cut your losses…” hefur hann hugsað: þetta er tapað hvort eð er. Mér þykir það döpur afstaða og það kom líka á daginn.
4. Nú sitjum við aftur uppi Manélausir í þrjá leiki. Liðið verður óþolandi hægt og illa skapandi án hans. Munum ekki ná fullu húsi stiga úr þeim leikjum.
5. Markanýting hins eldfljóta Salah er vandræðaleg. Gott að komast í færi og allt það, en það á að vera reglan að skora, einn á móti markmanni, ekki undantekningin.
6. Henderson og Wijnaldum … eiga þeir eineggja tvíburabræður sem koma inn á í svona leikjum og geta ekki blautan skít?
Sælir félagar
Já það getur flest gerst í fótbolta og þegar eitthvað gerist þá hefur það gerst og ekkert hægt að gera við því – eða hvað? Varnarleikur Liverpool var hörmulegur á síðasta tímabili og hann ætlar að verða verri á þessu. Það er ekki R. Klavan að kenna einum og sér og ef við ætlum að hengja einhvern einn fyrir varnarleik Liverpool þá mundi sá einstaklingur vera Jurgen Klopp.
En svona lagað gerist. Flestir dómarar hefðu líklega sett upp gula spjaldið ekki síst í svona stórleik þar sem tvö af skemmtilegri liðum deildarinnar áttust við. Það er samt ekkert hægt að segja við rauða spjaldinu það fór á loft og ekkert við því að gera. hvað svo gerðist í framhaldinu verður að skrifast á stjórann alveg eins og það að fara með nánast sömu vörn inn í tímabilið og skeit meira og minna á sig á því síðasta.
Leikurinn var í góðu jafnvægi fram að spjaldinu, upplegg Klopp að láta City vera með boltann og sækja hratt á þá gekk vel og fram að markinu vorum okkar menn búnir að fá eitt dauðafæri og amk. tvær mjög vænlegar stöður. Salah klúðraði þessu öllu verulega. Hann þarf að fara í hreinar slúttæfingar sá drengur bæði hvað varðar úrslitasendingar og að klára einn á móti markmanni. Ég hefi ekki tölu á því lengur hvað hann er búinn að klúðra mörgum slikum stöðum nú í byrjun leiktíðar.
En hvað um það þetta tap skrifast ekki bara á Salah, Klavan eða TAA eða einhvern einn aðila nema ef til vill Klopp. Hann er eini einstaklingurinn sem hægt er að skamma fyrir þetta tap. Miskiljið mig ekki samt – ég vil Klopp áfram og það lengi. En hann verður að taka það sem hann á og eins og við hrósum honum fyrir velgengni það verður hann að taka hinu líka. Staðan í vörninni skrifast á hann og engan annan og það eru svo sem engin ný sannindi. En munum að þetta e langhlaup og öll lið munu lenda í hremmingum í því hlaupi.
Það e nú þannig
YNWA
Sum lið eflast þegar þau missa menn af velli, en ekki Liverpool, við byrjum manni færri með þetta klavan drasl inná, endum svo 9 á móti 11, en mér er drullusama, þarna sáum við greinilega að það vantar KARAKTER í þetta lið, KARAKTER ! ! ! Hann fór með GERRARD !
Djöfull eru menn að taka Klavan út. Hann er ekki betri en þetta og það eiga stjórnendur LFC að vita. Þeirra sök að hafa sópað vandamálunum undir teppi með að styrkja ekki vörnina.
ekki að ég ætli að verja klavan neitt.
en hann hefði verið tekin af lífi ef hann hefði spilap eins og baily hjá utd í dag sem lenti í allskonar veseni í þau skipti sem reyndu á hann og er það töluvert hærra skrifað nafn.
liverpool skeit bara sem lið í dag eftir að hafa lent manni undir
Alls ekki sáttur við baráttuleysi minna manna í dag en þetta er bara einn leikur. Sem betur fer er stutt í næsta leik og ekki hægt að komast neðar í brekkuna ? Nokkuð ljóst að það er mikil vinna framundan hjá þjálfarateyminu. Er Sami Hypia ekki til í að koma og hjálpa til ?
Bara svona eftir leiki dagsins, þá sýnist mér deildin ætla að vera pakki. Jú jú … bara fjórar umferðir búnar og markatalan vond hjá okkur … en samt bara þrjú stig í toppinn 🙂 “Always look on the bright side of life!”
Það verður ekki mikið verra.
Fannst jafnræði vera í leiknum fyrir rauða spjaldið, hef ekki sterka skoðun á því, held að það hefði verið hægt að lenda þessu á hvorn veginn sem var þ.e. gult eða rautt.
Það sem mér fannst kannski verst var hvað við vorum skringilega stemmdir varnarlega , í raun allan leikinn. Ég er alls ekki hrifinn af Klavan og finnst hann bara ekki nægjanlega góður leikmaður og mun seint skilja hvernig klúbburinn leyfir sér að hafa svona augljósan veikleika eftir sumarið, sérstaklega m.t.t. hversu sjaldan matip og lovren ná að spila saman. Það hjálpar heldur ekkert sérstaklega að hafa tvo bakverði sem báðir eru frekar veikir varnarlega séð.
Jesus er verulega góður leikmaður en það er gríðarlega svekkjandi að hann skuli ná þessum skallamörkum (líka því sem var réttilega dæmt af).
Liðið var aldrei að fara að koma til baka í seinni hálfleik, burtséð frá þessum skiptingum. Eftir rauða spjaldið fannst mér lfc vera hættir. Náðu ekki einu sinni að klára hálfleikinn án þess að fá hvert dauða færið á sig á fætur öðru.
Sóknarlína er gríðarlega spennandi hjá klúbbnum en það verður risa verkefni að ná að halda sér í topp 4 með svona veikum varnarleik, að stefna á sigur í PL er verðugt og skiljanlegt markmið en að mínu óraunhæft m.v. leikstíl liðsins.
Það er gott að fá strax leika í Evrópu eftir helgi til þess að reyna að svara þessu, eins og fram hefur komið hér á undan þá geta allir lent á lélegum dögum en það hvernig liðið bregst við því sýnir mikið úr hverju það er gert.
Hvar er Daniel Agger þegar maður þarf á honum að halda??
Áttum aldrei break eftir að við misstum Mane. 1 -0, 2 – 0, 3 – 0, 4-0 eða 5 – 0, skiptir engu fucking máli. Þetta var búið um leið og við urðum manni fleiri. Ekkert lið hefði átt möguleika á móti City einum færri á Ethiad. Ekki láta úrslitin sem slík blinda okkur um of.
Rautt spjald eða ekki rautt spjald. Veit ekki en því verður ekki breytt úr því sem komið er. Alveg hægt að færa rök á móti því og eins með því.
Núna kemur í ljós úr hverju menn eru gerðir. Hvernig bregðast menn við eftir svona rassskellingu? Hvernig Klopp hann breyta liðinu í deildinni næstu 3 leiki þar sem við verðum án Mane?
Furðulegt hvað menn ræða lítið brotið á Wijnaldum þegar City skoraði fyrra markið. Það skiptir öllu máli. Okkar menn sjá W algjörlega vera með boltann en svo snýst það við, óvænt.
Liverpool hættulegri aðilinn á vellinum, fyrir utan þetta mark sem þeir fengu upp úr kláru broti á leikmanni Liverpool.
Guttinn í bakverðinum á taugum og Klavan blessaður ber ekki einn sök á fyrsta markinu. Matip var kolrangt staðsettur.
Lovren og matip eru byrjunarliðsmenn í vörninni.Klavan má spila í Fa og deildarbikaranum.Það eru svo margir hlutir sem ég mun aldrei skilja við liverpool og þeirra sjtórn.Stuðningsmenn eru búnir að tala um að kaupa CB í langan tíma en enginn hlustar.Keita kemur næsta sumar,Uhhh ha ?? Hvað með að kaupa gaur fyrir þetta season takk for fuck sakes…!
Furðulegt hvað menn ræða lítið brotið á Wijnaldum þegar City skoraði fyrra markið. Það skiptir öllu máli. Okkar menn sjá W algjörlega vera með boltann en svo snýst það við, óvænt og menn eru ekki á tánum.
Liverpool hættulegri aðilinn á vellinum, fyrir utan þetta mark sem þeir fengu upp úr kláru broti á leikmanni Liverpool.
Salah verður greinilega að spila á hinum vængnum. Kemst í frábærar stöður hægra megin en skilar ekki.
Guttinn í bakverðinum á taugum og Klavan blessaður ber ekki einn sök á fyrsta markinu. Matip var kolrangt staðsettur.
Ekkert alsvart en sýnir veikleikana.
Sýna auðmýkt. Þetta er bara einn tapaður leikur gegn einu stórliðanna.
#45 Vel mælt, það er auðvelt að gleyma sér eftir svona hamfarir eins og í morgun. Erum búnir með City og Arsenal og aðeins þremur stigum frá toppnum.
Annars er ég sammála honum Sigkarli að Klopp verði að taka meiri ábyrgð a þessum endalausu varnarerfiðum okkar, þetta virðist vera það sem sífellt kemur í bakið á okkur eftir ágætis törn og skilur okkur að frá toppnum. Sem betur fer stutt í næsta leik og ég vona að okkar menn mæti trítilóðir til leiks til að bæta upp fyrir þetta.
Núna er bara að njóta helgarinnar og hlakka til þess að spila í meistaradeildinni aftur í stað þess að dvelja í súrum minningum morgundagsins!
Þetta verður hörðbarátta í vetur staðan á top 5 liðinum er svona(neita að bæta Everton í þennan hóp en þess má geta að þeir eru með 4 stig).
Man utd 10 stig
Man City 10 stig
Tottenham 7 stig
Liverpool 7 stig
Arsenal 6 stig
Þetta er bara rétt að byrja og okkar menn búnir með Arsenal og Man City í fyrstu 4.leikjunum.
42# nákvæmlega hann Hendersson hefur aldrei náð að verða alvöru leader.
Djöfull er eg pirraður eftir þennan glugga, algjör skita og það vissu allir, allir að við þurftum að hafa 3 heimsklassa miðverði. Eða alla vega i PL gæðum
Botninum nad, nú liggur leidin bara uppávid!!
Eg sá ekki leikinn og eg nenni ekki að skoða comments að ofan en fyrir mitt leiti eru þessi úrslit hið besta mál. Afhverju? Ju vegna þess að eg og þá er eg bara að tala um mig, þa finnst mer aðeins of mikinn hroki i þjálfara, leikmönnum og stuðningsmönnum. Þessi úrslit ættu að fa okkur sem stuðningsmenn, leikmenn og þjálfara að bakka aðeins og hugsa. Það er ekki nóg að hafa fljóta kantmenn og góðann leikmann sem kemur næsta season til að flokkast sem title contenders. Sókn er ekki alltaf besta vörnin, stundum þarf bara að spila góða vörn til að fà inn stiginn en eg gefst ekki upp, við gefumst ekki upp! Vonandi er þetta pinu wake up call hja Klopp og þetta tap er aðeins partur af þvi að gera liðið betra a morgun en það var i dag og það getur ekki verið slæmt. Betra að drulla a sig i dag og læra af þvi en gera það
Þegar það er of seint.
Þetta var lélegt í dag, en við getum svosem ekki búist við að vera með eins ótrúlegan árangur á móti bestu liðum deildarinnar líkt og í fyrra. 3 frá toppnum og búnir með Arsenal og City er ekki alslæmt.
En eins og mér þykir gaman að fylgjast með þessu spjalli hérna þá er það alveg merkilegt að það eru nokkrir aðilar hérna, sem virðast vera Liverpool stuðningsmenn, en poppa bara uppúr sínum djúpu myrku holum þegar okkur gengur illa.
Þá mæta þeir hérna á spjallið og hrauna yfir allt og alla. Hvað er málið með þessa menn, líður þeim illa, ósáttir við sjálfan sig eða kannski bara minnimáttarkenndin að buga þá. Ég vorkenni svona smásálum en vona að þeir geti dregið sjálfan sig upp á rassgatinu og stutt liðið, eða bara að snúa sér að einhverju öðru.
Skil þetta ekki.
Nú er þessi leikur búinn og kæru stuðningsmenn andið með nefinu. Tap er jú slæmt en algjör óþarfi að hrauna yfir leikmenn. Ég hef fulla trú á að liðið komi gríðarlega öflugt til baka og geri það gott í næstu leikjum. Eigum Couthino og Lallana inni þegar þeir koma til baka. Vissulega þarf að styrkja miðjuna í vörninni og hlýtur næsta skotmark að vera í þá stöðu strax um áramót. Áfram Liverpool.
Já, það nær óskiljanlegt að Ragnar Loðbrók wé framar en Lovren og að taka Salah útaf er líka mjög furðuleg taktísk ákvörðun. Manni færri er betra að þétta raðirnar og treysta á hraða, sem Salah sýndi svo vel í síðasta leik….
En menn lifa og læra….you never cry alone…
YNCA
Afar ánægður að hafa mist af leiknum. Hef ekkert séð úr honum, ætla ekkert að sjá – læt úrslitin duga og horfi fram á veginn.
Ég held að leikmenn séu tilbúnir að spila annan leik á morgun til að bæta stuðningsmönnum upp fyrir ófarir dagsins. Þó að ég hafi ekki trú á batnandi varnarleik trúi ég á batnandi spilamennsku. Coutinho eða Sturridge inn fyrir Mané í næstu deildarleikjum ætti ekki að veikja liðið um of.
Félagar,
Þegar Mane var rekinn af velli virtist á tímabili einsog alvarlegt slys hefði átt sér stað, markvörðurinn var borinn af velli og menn vissu ekki hvað var í gangi. Liðið var í uppnámi og og það var greinilegt að menn vissu ekki hvað til bragðs átti að taka, voru óskipulagðir og óöruggir. Þá kom mark númer tvö, rétt fyrir leikhlé. Gat ekki gerst á verri tíma og uppgjafartilfinning sveif yfir vötnum. Í seinni hálfleik var gerð sú breyting að Can var settur í miðvörð og Klavan og Mattip með í þriggja manna vörn. Þetta getur virkað vel með fimm miðjumenn og fullskipað lið en við vorum einum færri að spila gegn einu besta sóknarliði í heimi . Þegar maður tekur broddinn af býflugunni þarf maður ekki að óttast hana lengur,hún getur ekki stungið meir. Það var það sem gerðist í dag, Mane var okkar býflugubroddur. Þegar hann fór af velli þurfti MC bara að hugsa um sóknina,hættan á skyndisóknum var liðin hjá. Ótrúlega þægilegt að spila við Liverpool og þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af skyndisóknum. MC gátu sett menn framar og allt í einu voru þeir með yfirburðarstöðu og yfirtalningu þar vegna þess að þeir þurftu ekki að hafa áhyggjur af því að verja sinn vallarhelming. Þetta var tapað um leið og Mane fór af velli og við fengum á okku mark númer tvö. Klopp gerði rétt í því að taka lykilmenn af velli og leyfa öðrum að spreita sig. Það þarf stundum að taka erfiða ákvarðanir einsog að sætta sig við tap í miðjum leik, taka þá lykilmenn af velli og hvíla þá. Hvað hefðu menn sagt ef Firminio hefði slitið krossbönd á 85 min og staðan 5:0 fyrir MC. Þetta er langhlaup ekki spretthlaup. Við erum með frábært lið og fullt af möguleikum. Í dag varð slys og röð atburða sem vart var við ráðið en treystum Klopp til að vinna úr því.
YNWA
#62,
Vel að orði komist. Klopp virðist einfaldlega hafa afskrifað leikinn og baráttan var úti eftir annað markið. Sevilla mæta á Anfield á miðvikudagskvöld. Skil þetta vel í ljósi þess. Ekkert síður dapurlegt, en ákaflega skiljanlegt.
Þetta er hneisa, alger hneisa.!! Liverpool tapar ekki með svona miklum mun.
Sá ekki leikinn og er ekkert að fletta honum upp.
Fyrir mér skiptir ekki máli 1-0 eða 5-0. Leikurinn tapaðist og þá er að nýta það.
Þrjú stig farin á útivelli móti City er ekki heimsendir.
Kemur í raun á góðum tíma til að nýta í pepp og fókus inn í tímabilið. Fullt af leikjum að detta inn þar sem við teljum okkur geta unnið en aðeins ef fókusinn er 100%.
Svona leikur herðir þessa stráka inn í gott rönn. Viss um það.
YNWA
Satt er það 3 töpuð stig er engin heimsendir en það var áhugaleysið sem truflaði mann. Lið eins og LFC er betra en þetta og alveg sama þó við séum einum færri.
EN það er nóg búið að pústa út hér á þessum þræði. Væri agalega gott að fara sjá upphitun fyrir næsta sem allra fyrst takk ?
Shit happens en þetta var aldrei rautt spjald á Mané. Klavan er ágætis fótboltamaður en hann átti erfitt updráttar í leiknum og Sturridge hefði örugglega gert betur þarna í vörninni miðað við þessa frammistöðu herra Klavans.
Næsti leikur,takk!!
Mikið er ég sammála #62
Fram að brottrekstri fannst mér við vera líklegri og fyrsta mark City kom eins og þruma úr heiðskýru lofti (ok það voru skýahnoðrar þarna).
Eftir að við verðum manni færri er eins og mönnum sé mjög brugðið og þegar mark númer tvö kemur og svo skiptingin í hálfleik (Shala út) var orðið ljóst að við værum ekki að fara að gera neitt meira í þessum leik.
Vil ekkert taka menn sérstaklega fyrir en að mínu mati var Can besti maður okkar á miðjunni…og í vörninni….og átti samt vondan dag. Maður leiksins var Mignolet þrátt fyrir að fá á sig fimm mörk.
Að þessu sögðu, þá vil ég frekar tapa einum leik 5-0, heldur en fimm leikjum 1-0.
Tom Heaton aðalmarkmaður Burnley verður væntanlega ekki með um næstu helgi á Anfield. Var að meiðast á öxl
Vá hvað brennur á mér eftir þessa helgi að Mane fékk þetta rauða spjald. Í fyrstu fannst mér þetta vera rautt en eftir endursýningar þá er ég brjálaður út í þetta spjald. Ekki bara þar sem reglurnar eru ekki skýrar um svona lagað, var dómari í 12 ár veit svona eitthvað um þær. Menn eða ManU menn eru bara að þetta er rautt, ekkert annað en þeir segja að það var enginn ásetningur í þessu. Fyrir hvað fær hann rauða spjaldið í þessu slysi? Það að hann vissi ekki að hann var að koma eða að markvörðurinn hljóp á hann eða hvað? Ég veit það ekki. Og svo koma þessir menn og segja að þetta er bara rautt punktur við púlara, eigum bara að þegja og horfa bara á aðra rífa Mane í sig, að þetta væri bara árás og ekkert annað en það var enginn ásetningur í þessu. Hvernig var hann þá með árás á hann? Svo töpuðum við þessum leik 5-0, það var ekki bara nóg að missa Mane útaf og í þriggja leikja bann heldur er verið að segja að við verðum að taka Liverpool-gleraugun af . Við sem Liverpoolarar verðum að fá að tjá okkur um þetta líka og menn verða að geta hlustað á aðra tjá sig, ekki bara segja öðrum að þegja og hlusta. Ef þetta hefði verið Zlatan þá væri umræða hér og þar allt öðruvísi, þá væri þetta bara slys og ekkert annað og ef þetta hefði verið að Mane hefði fengið höggið en ekki markmaðurinn þá hefði þetta veri gult spjald hjá ManUmönnum sjáið til. Þá hefði hann komið inn í næsta leik en ekki eftir 3 leiki. Úúúfff hvað er gott að fá að létta af mann með að skrifa hér, takk.
Var van dijk i alvöru eini varnarmaðurinn i heiminum sem er betri en varnarmenn okkar?
Er klopp virkilega svona steingeldur þegar það kemur að varnarleik að hann getur ekki spottað ut góða varnarmenn? Eins og er sagt. Sókn vinnur leiki, varnir vinna titla.
Sem þýðir að klopp mun væntanlega ekki vinna neinn titil sem stjóri okkar
@70 Paló
… sem eru ekkert sérstakar fréttir fyrir okkur. Varamarkverðir annarra liði eiga nær alltaf stórleik gegn okkur.
AFhverju ætli þetta hafi ekki verið rautt?
http://433.pressan.is/enski-boltinn/mynd-atti-ritchie-ad-fa-rautt-svipad-brot-og-hja-mane/
@70,ég er ekki að gleðjast yfir þessu, bara láta vita að hann verði frá gegn okkur
#62. Hefðu við ekki verið betur staddir með Sakho sem miðvörð heldur en þennan Ragnar?(Mann ekki eftir leik þar sem honum hefur verði hrósað út í eitt)
Bara spyr, virðist engin spá í það að við seldum frá okkur hörku miðvörð í glugganum og fengum ekkert í staðinn.
Jú Klopp veit miklu betur en ég og þið, en ég bara skil þetta ekki með þessa miðvarðastöðu hjá okkur.
Sammála #75. Þrjóska er oft stór löstur (eða kostur) hjá stjórum. Þrjóska Benites kostaði okkur titilinn og BR ætlaði að vinna Chelsea í staðin fyrir að það halda stiginu sem hefði gefið okkur titlinn. Þrjóska JK um að hann þurfi ekki fleirir tilbúna leikmenn er að kosta okkur núna.
Þetta var ekkert sérstaklega fallegt. 5-0 eru ekki auðvelt úrslit að sætta sig við – þó svo að ég vilji meina að þetta hafi verið óþarflega stórt miðað við hvernig leikurinn spilaðist fram að rauða spjaldinu. Þetta var langt frá því að vera skita af sama kaliber og Arsenal upplifði á Anfield með 11 menn fyrir tveim vikum.
Gleymum því ekki að þetta er bara einn leikur, 3 stig tapast alveg óháð því hvort þú tapar 1-0 eða 5-0. Kannski hefði verið sniðugra að loka bara búðinni í hálfleik og sætta sig við orðinn hlut, en Klopp vildi reyna og ljái honum það hver sem vill. Sú tilraun var hins vegar bitlaus með öllu og niðurstaðan 5-0 sem segir nákvæmlega ekkert um getu þessa liðs. Það eru ekki mörg lið sem lifa það af að spila gegn City úti einum færri. Litla liðið í Liverpool borg upplifði svipaða pressu frá City í síðari hálfleik fyrir 3 vikum síðan, og þeir voru einum manni fleiri!! City er einfaldlega með alveg ofboðslega gott fótboltalið.
Það jákvæða er að 11 á móti 11 var leikurinn í fullkomnu jafnvægi, og meira segja hægt að færa fyrir því rök að Liverpool hafi verið aðeins betri aðilinn. Áfram gakk og vonandi engan bilbug að finna á okkur mönnum fyrir mikilvægan leik á miðvikudag.
#70 – Gaman að segja frá því að varamarkvörður Burnley, Nick Pope, er besti vinur breska meðleigjanda míns. Þeir ólust upp saman í unglingastarfi utandeildarliðsins Bury Town í Suffolk sýslu í Englandi. Hann spilaði sinn fyrsta úrvalsdeildarleik í gær og stóð sig vonum framar, vonum að hann eigi ekki annan eins leik gegn okkur um næstu helgi.
Frekar lítið talað um rauða spjaldið. Menn fara í 2 fylkingar með þetta. Þetta var ekki rautt spjald fyrir 5 aura hjá mér og er ég þar sammála G.Neville, G.Lineker, Mark Clattenburg og fleirum sem hafa smávegis vit á þessu.
De Bruyne orðaði það ágætlega eftir leik að hann teldi rauða spjaldið vera afleiðing af meiðslunum. Það á bara ekki að spila nokkurn þátt í þessu. Þetta er ljótt samstuð en þetta er ekki rautt spjald. Mane á fullan rétt á þessum bolta allan daginn. Hver einasti sóknarmaður í heimi er að fara í þennan bolta.
Þetta var hinsvegar stórkostleg markvarsla. Ekki margir sem eru að fara fórna hausnum þarna en það er ákkurat það sem maðurinn gerir og Mane á ekkert að þurfa líða fyrir það. Háskaleikur og ekki háskaleikur…þetta var dauðafæri á maðurinn bara að sleppa því að fara í boltann?
á meðan Klopp fattar ekki hvað varnarleikur er þá verður þetta svona. allir fram, bakverðir hátt og miðverðir breitt. enginn varnarsinnaður miðjumaður,,allir þrír á miðjunni pressa sama boltann og skilja miðjuna eftir þá verður þetta svona…
Éf nenni ekki að tala um rauða spjaldið þvi ekki breyti eg reglunum og leikurinn eyðilagður á þeim tímapunkti. En samt, Hvernig liðið hrundi eftir að sóknarmaður var rekinn í bað er með ólíkindum. Það var eins og 10 leikmenn fengu rautt spjald. Algjörlega óafsakandi og býttar engu við hverja við spiluðum. Menn eiga að vinna sína vinnu sem þeir gerðu ekki. Þjálfarinn hjálpaði ekki til með því að kippa útaf eina manni um sem hefði kannski geta gert eitthvað.
Afhverju er Gomes ekki að fá leiki í DC!?! Hvað með Robertson í LB?
Afhverju er Moreno allt í einu að fá alla leiki í LB þegar hann fékk ekkert að spila í fyrra!?!
Afhverju var ekki gert meira í leikmannaskiptaglugganum í sumar til að laga það sem var að!?!?
Klopp hefur sínar ástæður (eflaust) fyrir að breyta liðinu og gera hluti sem hann hefði mátt gera í fyrra, en ef leikmenn eru ekki nægilega góðir þá þarf ekki að reyna að breyta þeim í góða leikmenn, heldur selja og fá betri.
Það er allt í góðu að spila sóknarleik en menn verða að vita hvað í andskotanum er að gerast aftar á vellinum líka. Við verðum aldrei neitt undir stjórn Klopp nema hann taki hausinn upp úr sandinum.
Er of seint að dýfa Ragnar í svart blek og senda hann til Palace í stað Sakho? Treysta á að þeir fari mannavillt. Er viss að Sakho er sáttur við að vera kallaður Klavan fái hann að spila.
Fer ekki að koma þriðjudagur og skemmtinleg upphitun fyrir meistaradeildina í staðinn fyrir þennann hroða sem núna prýðir forsíðuna!
Ef einhver hefði boðið mér það að eftir fjórar umferðir, umspil í meistaradeildinni og dráttinn þar að staðan væri þessi:
Búnir að klára Hoffenheim sannfærandi, erum í mjög fínum riðli sem er galopinn.
Erum með 7 stig, búnir með City og Arsenal og erum 3 stigum frá toppsætinu.
þá hefði ég tekið því samstundis. Það er nú bara þannig.
Búinn að fara hér inn á 5 klukkutíma fresti síðan 5-0 rassskellingin átti sér stað.. í sterkri von um að fá eitthvað annað og skemmtilegra að lesa!! Hvað kemur til að það er ekki búið að ýta þessari hörmung út af sakramentinu á kop.is!!? 🙂
YNWA
In Klopp We Trust.
Hvað varð um það? 😉