Liðið gegn Huddersfield

Svona stillir Klopp þessu upp í dag:

Mignolet

Gomez – Matip – Lovren – Moreno

Milner – Henderson – Winjaldum

Salah – Firmino – Sturridge

Bekkur: Karius, Can, Klavan, Grujic, AOC, Solanke, Robertson.

 

Coutinho og Mané auðvitað frá vegna meiðsla. Það er helvíti slæmt ef að AOC kemst ekki af bekknum í fjarveru þessara tveggja en Sturridge kemur inn í stað Coutinho og Lovren heldur óvænt sæti sínu.

Mér er alveg sama þó það vanti eitthvað í liðið hjá okkur. Þetta lið á alltaf að vinna Huddersfield á Anfield, það er bara krafa!

 

Koma svo!

YNWA!

Minni á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan.


 

56 Comments

  1. Það vantar 3 byrjunarliðsmenn á miðjuna/sókn hjá okkur og samt er Can á bekknum auk eins dýrasta leikmanns sem við höfum keypt.

    Verður ekki að viðurkennast að breiddin fyrir framan vörnina er orðin helvíti góð?

  2. Finnst nú Klopp farinn að vera full þrjóskur með þessar uppstillingar, til hvers var hann að kaupa Ox og hvað með að gefa Woodburn tækifæri á heimavelli? Bara pæling
    Koma svo, YNWA

  3. Það verður allt vitlaust ef Lovren klikkar hér!!

    Góð kaup í AOC greinilega…..

  4. Klopp er ekki að fara breyta neinu og það verður honum að falli.. en er Ward svona lélegur að hann getur ekki tekið markið af Karíus og Baktus ..???
    hefði viljað sjá eitthvað djarft..Ward í markið,,Lovren né Matip eru nógu góðir til að vera inná og eins er Moreno að sýna sitt rétta andlit. Það er eins að Klopp vilji ekki hafa menn sem geta varist bara sem kunna sækja..:)

  5. “Svona stillir Klopp þessu upp í dag:

    Mignolet
    Gomez – Matip – Lovren – MorenoMilner – Henderson – Winjaldum
    Salah – Firmino – Sturridge”

    jæja, á að spila varnaleik í dag…

  6. Lovren hefði mátt fara á bekkinn og Ward í markið, svo spurning hvort Sturridge syni sitt rétta andlit. Vona að Sturridge skori 2 í þessum leik KOMA SVO!!!

  7. Guð hjálpi okkur ef við töpum… hvað er málið með að geta ekki notað þessa 2 sem voru keyptir í sumar?? voru bara sumarkaupin deleted af því að við náðum ekki að kaupa VVD né Keita og þeir sem voru keyptir bara settir í ruslið (endalusa bekkjasetu eða out of sight out of mind)??

    Koma svo… please

    YNWA

  8. Fyrir þá sem eru að biðja um Ward þá er hann meiddur.

    Mín ágiskun er sú að Klopp vill byrja með Sturridge fremur en Ox í þessum leik einfaldlega af því að þeir gefa okkur ekkert pláss og Sturridge er markaskorari sem er góður að vinna í litlu plássi á meðan að Ox er kraftmikil hlaupari sem er bestur þegar það er smá pláss.

    Mér finnst samt leiðinlegt að sjá að við stillum upp þremur varnasinnuðum miðjumönnum á heimavelli í dag. Það hefði verið frábært að geta haft Coutinho/Lallana á miðsvæðinu til að skapa eitthvað en því miður er sá möguleiki ekki til staðar.

    3 stig í dag er það sem maður langar í og er mér drullu sama hvernig þau koma.

  9. Firmino og sturridge saman inná hefur aldrei virkað… og mun ekki virka.
    Hræddur um að þetta verði erfiður dagur

  10. Bara að minna ykkur á það að það munar 12 stigum á okkur í 8 sæti og Man City í fyrsta sæti og samt ættlar þessi þýski þrjóskuhundur að nota þennan ömurlega Lovren í okkar frábæru vörn.

    og til hver var þessi fituhlukkur frá Arsenic keyptur ef hann er svo ekki notaður neitt og bara geymdur á bekknum, nei ég er bara að gefast upp á þessum þjálfara sorry.

  11. Skemmtilegt leikkerfi sem Eyþór stillir upp 🙂
    7-3-0
    Verður gaman að sjá Henderson og Wijnaldum í 7 manna vörn…Milner kann vörnina auðvitað 🙂

    En að öllu gamni slepptu þá treysti ég Klopp fullkomnlega til að ákveða besta liðið hverju sinni. AOC er líklega enn á “náms”bekknum þar sem hann er ekki klár í að spila eins og honum verður ætlað í framtíðinni. Can hefur ekki verið að standa sig finnst mér undanfarið og fínt fyrir hann að setjast líka á “náms”bekkinn með AOC, þeir geta tekið niður glósur.

    Líklega hefur Sturridge verið líflegur á æfingum, skulum vona að hann skili því í leiknum og borgi aðeins til baka af þessum ofurlaunum hans með mörkum í dag.

  12. Menn kalla á róteringu í vörninni, gott og vel. Hvernig vilja menn stilla henni upp?

    Klavan í stað Lovren í hjarta varnarinnar? Í alvöru? Kannski Gomez, tvítugan gutta? Can? Klopp hefur bara ekki úr miklu að moða hvað þetta varðar.

    Staðreyndin er bara þessi að þetta er roslega veikur hlekkur í liðinu en það verður lagað fyrir næsta tímabil.

  13. Hvernig ætli ungu leikmennirnir lesi í þetta byrjunarlið? Það er greinilegt að til nánustu framtíðar að það á að gera annað af tvennu, annað hvort verður keyptur nýr miðvörður eða Lovren/Klavan eru á undan með allar sínar skitur.

  14. Ég skil ekki þetta hja ykkur sem verjið liðsval um að ekki sé hægt að setja 20 ára men í liðið. Hvernig eiga þessir menn annars að fa reynslu? Aldur á ekki að skipta neinu mali ef getan er til staðar.

    Ps hvað er malið að kiddi kjaernested lýsir ollum helv liverpool leikjunum?

  15. 14:00
    Lovren injured in warm-up

    BREAKING: Dejan Lovren has been injured in the warm-up and Ragnar Klavan starts for Liverpool.

    Jahérna hér………

  16. Myndin eitthvað að klikka!

    Klavan kom inn í stað Lovren sem meiddist í upphitun

  17. Ég er sannfærður að liverpool verður ekki í verri málum í þessum leik þó Can sé ekki með því að þó hann sé góður oft á tíðum þá er hann sá miðjumaður í liverpool sem gerir flest mistök varnarlega s.s gleymir sér. Ef Can á að spila þá á það að vera sem soknartengilidur

  18. Sjaldan hef ég séð svona rosalega neikvæðni í kommentum fyrir leik. Veit að leikmenn gera sitt besta. Áfram Liverpool!

  19. Tessi halfleikur er fullkominn fyrir svefnlausar naetur……

    Med tvi leidinlegra sem eg hef sed

  20. Gæðin í sendingum eru arfaslök. Of margar beint á mótherja og mitt helsta markmið er að sofna ekki yfir leiknum

  21. afhverju í andskotanum er Milner ekki látinn taka vítin áfram ?

  22. Kemur mer sma a ovart ad Sja huddersfield henda ollum sinum leikmonnum i varnarleik.

    Og ad lata Salah taka viti… wtf!!! hann er ekki godur sluttari!!! Erum med Firmino og Millner!!!! Hvad i andskotanum eru menn ad hugsa tarna!!!!!

  23. Hvað indjana kelling setti álög á Liverpool þetta er alveg óskiljanlegt að verða.

  24. Hvað í ósköpunum er í hausnum á klopp að láta salah taka víti þegar firminho skoraði síðast þetta er bara gersamlega glórulaust og fáránleg ákvörðun.

  25. Ég er ekki búinn að kjósa, en kýs þennan fyrri hálfleik einn þann leiðinlegasta sem ég hef séð.

  26. Óglatt eftir að hafa:

    a) Séð Mo Salah brenna af víti
    b) Heyrt lýsandann á CNBC tala um 75% possession okkar manna.

    Groundhog Day?

  27. Skil ekki af hverju Milner tekur ekki vítin, af hverju að breyta einhverju sem virkar ??? Annars er ekki mikið að frétta, lið vita hvernig á að verjast gegn okkur, liggja tilbaka og setja síðan eitt mark á okkur.

  28. Mér þætti gama að heyra rökin fyrir því af hverju það er góð hugmynd að láta Millner ekki taka vítaspyrnu þegar hann er inná.

  29. Róleg, nóg eftir. 45mín eftir, við erum ekki að tapa og við erum að spila á móti fkn Huddersfield. Eigum við ekki bara að kasta hvíta handklæðinu inná?

  30. Lítið um þungarokk í fyrri hálfleik. Verður áhugavert að sjá hvernig Klopp ætlar að auka kraft og ákafa í leik Liverpool í seinni hálfleik. Fáir spennandi kostir í stöðunni, kannski setja Can inn fyrir Milner?

  31. Hvets vegna skerpir Klop ekki á sókninni þar sem Hinir reyna ekki að sækja.

  32. Hef hins vegar aldrei séð þennan seinni hállfeik áður! 🙂

    Frábært! Man einhver hvenær Liverpool skoraði síðast eftir hornspyrnu?

  33. Flott að ná 2 mörkum og þá verður huddersfield að fara fram og þá opnast vörnin svo nú er bara að halda áfram

  34. 3 stig og við sáttir.
    Þetta er það sem gerist oft þegar maður skorar gegn svona pökkunarliði sem sækjir á einum manni sem fær enga hjálp.
    Bara mjög solid sigur hjá okkur mönnum og eftir lélegan Tottenham leik þá var þetta kærkomið.

Nýliðar Huddersfield mæta á Anfield.

Liverpool – Huddersfield 3-0