Við félagarnir á Kop.is viljum óska lesendum og hlustendum síðunnar gleðilegs nýs árs og þakka fyrir árið sem er að líða. Það er góð sigling á kop.is og síðan að dafna vel með öflugum nýjum liðsmönnum og sama má segja um okkar áskæra Liverpool lið. Það satt að segja gafst varla tími til að horfa mikið til baka yfir árið sem er að líða enda leikur annan hvern dag hjá Liverpool. Endum þó árið engu að siður á horfa stutt yfir það helsta líkt og við höfum gert undanfarin ár:
(ATH: Þetta létta uppgjör endurspeglar aðeins skoðanir EMK)
Besti leikur ársins 2017:
a) Liverpool – Arsenal 4-0 (2017-18)
2017 hefur ekki verið ár stóru sigranna í stóru leikjunum tímabilið byrjaði hinsvegar formlega í öðrum leik þegar Arsenal var sundurspilað, líklega besti leikur ársins m.v. mótherjana.
b) Liverpool – Spartak 7-0 (2017-18)
Ekki bara úrslit leiksins sem maður horfir í hérna heldur mikilvægi hans einnig. Spartak liðið er ekkert að tapa leikjum með þessum hætti en voru fullkomlega afgreiddir á Anfield þegar allt var undir. Liverpool er fyrir vikið með í Meistaradeildinni eftir áramót í fyrsta skipti í allt of langan tíma.
c)Liverpool – Tottenham 2-0 (2016-17)
Frábær sigur og 2-0 gefur ekki endilega rétta mynd af gangi leiksins. Þessi sigur kom í kjölfarið á hörmulegu 6 vikna tímabili í upphafi árs og kom Liverpool aftur á þá braut sem tryggði að lokum Meistaradeildarsæti.
Lélegasti leikur ársins 2017:
a) Tottenham – Liverpool 4-1 (2017-18)
Nokkuð afgerandi versta frammistaða Liverpool, sérstaklega í svona mikilvægum leik. Vendipunktur á tímabilinu svipað og leikurinn gegn þeim á siðasta tímabili, Liverpool hefur ekki tapað leik síðan þessi tapaðist.
b) Hull – Liverpool 2-0 (2016-17)
Hroðaleg frammistaða í upphafi árs gegn hörmulegu liði sem féll um vorið.
c) Man City – Liverpool 5-0 (2017-18)
Mögulega hefur Liverpool spilað verr á þessu ári og komist betur upp með það. Mané er ennþá sá eini sem hefur fengið rautt í vetur fyrir sambærilegt atvik og átti sér stað í þessum leik. Hinsvegar tapar Liverpool ekkert 5-0, sama hvað og þessi leikur kemst klárlega á lista.
Bestu leikmannakaupin 2017:
a) Mo Salah
Hann væri líka efstur þó hann hefði komið árin sem Liverpool keypti Alonso, Suarez eða Torres. Satt að segja bara hvaða sumar sem er því Liverpool hefur aldrei keypt leikmann sem byrjað með svona miklum látum.
b) Ox-Chamberlain
Kaupverðið á honum virkaði hátt í sumar en við erum farin að sjá það undanfarnar vikur afhverju þetta eru rosalega spennandi kaup á ungum en jafnframt mjög reyndum enskum landsliðsmanni sem hefur gríðarlegt hungur og mikinn vilja til að bæta sig. Stórar fréttir líka að svona góður leikmaður vill ólmur komast frá Wenger til Klopp til að bæta sig sem leikmaður. Auðvelt núna að sjá afhverju hann gerði þett.
c) Robertson
Liverpool keypti bara fjóra leikmenn árið 2017 en Robertson er klárlega flokkaður sem góð kaup enn sem komið er og hefur komið flott inn eftir að Moreno meiddist. Reyndur bakvörður á góðum aldri sem gæti bætt sig gríðarlega á komandi árum, sérstaklega í liði sem hentar honum miklu betur en hann var að vinna með hjá Hull.
Besti leikmaður Liverpool árið 2017:
a) Mo Salah
Engin spurning þó hann hafi aðeins verið með frá ágúst 2017, hjálpar reyndar að Liverpool var ekki að spila neitt sérstaklega eftir áramót á síðasta tímabili.
b) Bobby Firmino
Hann er ekki lengur vanmetnasti leikmaður Liverpool og með fleiri betri leikmönnum í kringum sig sjáum við hann stórbæta sig. Vinnusemi hans smitar svo út í liðið. Líklega fyrsta nafn á blað þegar Klopp velur byrjunarliðið hverju sinni. Eins og einhver sagði, ef hann skoraði meira ofan á allt annað væri hann ekki lengur hjá Liverpool, hann væri í rannsókn hjá NASA!
c) Coutinho
Líklega er hann ennþá besti leikmaður Liverpool en honum hefur alltaf vantað stöðugleika sem við sjáum frá þeim allra bestu. Hann er klárlega nær því núna í lok árs 2017 en hann var í lok árs 2016. Enda er Barca bókstaflega búið að gera allt til að fá hann til sín.
Mestu vonbrigðin 2017:
a) Byrjun síðasta tímabils klárlega, rosalega svekkjandi hrun eftir frábært mót fyrir áramótin. Slapp samt til á endanum þar sem Liverpool komst í Meistaradeildina. Það var það allra mikilvægasta. 31.janúar 2016 var Liverpool samt ennþá í titilbaráttu.
b) Sumarglugginn (lof mér að útskýra!)
Þeir sem komu í sumar hafa verið frábærir og stórbætt liðið, það var engu að síður ekki fyllt þau skörð sem mest lá á að bæta. Naby Keita hjálpar okkur ekkert í vetur og verður partur af næsta glugga. Það var eins rosalegt að kaupa ekki nýjan miðvörð eftir síðasta tímabil, búið að leiðrétta það núna en vonbrigðin voru mikil í sumar og þeir sem koma í janúar 2018 breyta engu um árið 2017.
c) Coutinho óskaði eftir sölu. Hann var nýbúinn að skrifa undir samning og hefur aldrei talað um annað en hversu sáttur hann er hjá Liverpool. Það er búið að stórbæta liðið frá því hann kom fyrst og Liverpool er með eitt besta sóknarlið í heimi um þessar mundir. Það er verið að bæta miðju og vörn einnig og hann er hjá einum besta stjóra í heimi. Áhugi Barca kom ekki fram fyrr en í lok sumars og hann gaf fingurinn í Liverpool og stuðningsmenn Liverpool með því að óska eftir sölu og eins að þykjast vera meiddur m.a. þegar Liverpool spilaði í undankeppni Meistaradeildarinnar. Það sem síðan hefur fylgt frá öllum tengdum Barcelona gefur mikið óbragð, svo mikið er víst. Vill alls ekki selja hann og er skít sama hvort hann sé fúll með það, en Liverpool hefur svosem misst mun betri leikmenn en þetta og jafnað sig á því.
Hvað stendur upp úr árið 2017:
a) Meistaradeildarsæti
Fáránlega langri bið loksins lokið og Liverpool með alvöru samkeppnishæft lið öfugt við sumarið 2014 þegar Liverpool haltraði inn í þessa keppni með hóp og stjóra sem réð ekkert við álagið.
b) Sóknarleikur liðsins á nýju tímabili. Liðið er farið að spila fótbolta á við það sem við sáum 2013/14 með mun öflugra liði. Vörnin var verri þá en hún er núna og við vorum að enda við að kaupa miðvörð á 75m.
c) Mo Salah
Auðvitað, enginn leikmaður Liverpool hefur skorað meira fyrir áramót en Salah, Roger Hunt og Ian Rush þ.m.t.
Stutt spá fyrir 2018:
Sagan kennir okkur að stilla bjartsýninni aðeins í hóf, við höfum verið hérna áður. Engu að síður er allt til alls hjá þessu liði að halda áfram að vaxa og þróast undir stjórn Klopp. Hann hefur jafnan tekið nokkur ár í að byggja upp sín lið og Liverpool er á mjög góðri leið núna. Það eru ekki margir stjórar jafn öruggir með sitt starf að þeir eru tilbúnir að bíða í 6-12 mánuði eftir því að fá sína leikmenn, Klopp er að gera nákvæmlega það og eftir leikmannakaup Liverpool undanfarin ár er kominn tími á svo markvissa uppbyggingu, bíða eftir þeim sem félagið vill frekar en að ýta á panic takkann.
Undanfarið höfum við séð tapleikjum fækka en skila sér í full mikið af jafnteflum, það er oft sú þróun sem á sér stað hjá liðum sem eru að bæta sig. Tapleikir verða sjaldnast að eingöngu sigurleikjum á einu sumri.
Aftur er Meistaradeildarsæti markmið númer 1,2 og 3. Næsta skref Liverpool er að tryggja sig í sessi sem Meistaradeildarlið og ég spái því að það takist í vor. Liðið er síðan til alls líklegt í öðrum keppnum, ég er ekki að spá sigri í Meistaradeildinni en bendi á að sigur þar var miklu ólíklegri 2005 heldur en hann væri núna, Liverpool getur ekki bara unnið hvaða lið sem er yfir tvo leiki heldur slátrað þeim.
Lokaorð um árið 2017:
Þetta hefur svo sannarlega oft verið verra. Það hefur verið mikill stígandi allt þetta ár eftir erfiða byrjun og liðið núna á góðum stað. Liðið hefur tekið skref framávið undanfarið og næstu skref framávið hjá þessu liði gætu orðið ansi spennandi. Að sama tíma að ári viljum við sjá Liverpool nær titli en það er í dag, það er eðlilegt næstra skref.
Gleðilegt ár
Takk fyrir mig kop.is
Eins og alltaf þá hef ég fulla trú á að nú sé komið að því að næsta ár verði árið okkar.
Sælir félagar
Takk fyrir þetta Einar Matthías og þakkir til ykkar allra kop-arar fyrir að halda úti þessari síðu ár eftir ár eftir ár. Mínar bestu óskir til ykkar allra fyrir liðið ár og bestu kveðjur og nýársóskir til stuðningsmanna Liverpool nær og fjær.
Það er nú ennþá þannig 🙂
YNWA
Ég er fullur bjartsýni fyrir komandi ár. Ég ætla að gerast svo djarfur að spá fyrsta tapi Manchester City á þessu tímabili þegar þeir mæta Liverpool á Anfield. Leikurinn fer 3-0 fyrir Liverpool!
Kop.is er eins og klakinn í G&T. Ekki endilega nauðsynlegur til að hafa áhuga á að koma drykknum niður, en gerir bara allt svo miklu betra!
Gleðilegt nýtt ár stuðningsmenn Liverpool nær og fjær. Vonandi verður árið 2018 gæfuríkt fyrir Liverpool F.C. Kærar þakkir til ykkar sem haldið úti þessari frábæru síðu. YNWA
Gleðilegt ár allir poolarar sem fylgjast með liðinu okkar í ósanngjörnum jafnteflum, súrum töpum og sætum sigrum. Fylgjast líka með þessari frábæru stuðningsmannasíðu og eru vonandi allir í Liverpoolklúbbnum á Íslandi. Ef ekki, þá skrá sig strax í þennan vel rekna og öfluga stuðningsmannaklúbb. Svo er auðvitað full ástæða til að vera bjartsýnn á gengi liðsins okkar á árinu.
Liverpool team: Mignolet, Alexander-Arnold, Klavan, Lovren, Gomez, Can, Wijnaldum, Lallana, Oxlade-Chamberlain, Mane, Solanke.
Substitutes: Karius, Milner, Firmino, Robertson, Ings, Matip, Woodburn.
Coutinho ekki í hóp, örugglega farinn til Barcelona