Liðið gegn Burnley

Þá er komið að fyrsta leik ársins hjá Liverpool en þá kíkjum við til spútnik liðs ársins Burnley.

Klopp heldur áfram að gera breytingar á liði sínu en það eru sjö breytingar frá síðasta leik en liðið lítur svona út:

Mignolet

Trent – Klavan – Lovren – Gomez

Wijnaldum – Chamberlain – Can

Lallana – Solanke – Mané

Bekkur: Karius, Milner, Firmino Robertson, Ings, Matip og Woodburn

Þá er vonandi að með þessum breytingum séum við ferskari en Burnley á erfiðum útivelli og það nægi til að sigra í dag.

Við minnum á #kopis myllumerkið og umræðurnar hér að neðan.


 

99 Comments

  1. Miðað við álag þá er þetta flott lið sem Klopp stillir upp, núna reynir á Solanke og vonandi nýtir hann tækifærið vel.
    Við ættum að vera með mun ferskara lið sem ætti að skila sér þegar líða tekur á leikinn en vonandi náum við að skora snemma því það verður fjandi erfitt að brjóta þessa vörn niður.

    Spái þessu 1-3 og gleðilegt nýtt ár.

  2. Það fer um mann smá hrollur að sjá Coutinho hvorki í liðinu né á bekk. Sérstaklega út af þessu Nike kjaftæði.
    En ég spái sigri í dag, þetta verður okkar dagur.

  3. Ég verð að setja stórt spurningarmerki við svona margar breytingar á byrjunarliðinu ! Mér finnst þetta lið ekki nógu sterkt til þess að vinna burnley á útivelli.

  4. Að Mignolet sé fyrirliði sýnir alveg svart á hvítu hvar þetta lið stendur hvað leiðtoga varðar. Hef samt mikla trú á því að Dijk nái að eigna sér fyrirliðabandið fyrr eða síðar.

  5. Burnley keyrir nánast á sama liði og fyrir tveimur dögum síðan. Vonandi að L’pool nái að keyra upp tempóið og klári dæmið.

  6. Þetta er bara að leggja allt undir.
    Sigur gerir klopp af snillingi tap mun jarða hann í umræðunni eftir leik.
    Þannig virkar þetta…

    Ég vona bara að þetta heppnist og Td Mané .Can wini fari að minna á sig.

  7. Takk fyrir þessa upphitun og gleðilegt nýtt ár Liverpool stuðningsmenn. Spennandi leikur og samkvæmt kokkabókinni ætti hann að fara 1-1 jafntefli en þar sem skriður er á okkar mönnum þá verður það vonandi betra en það. Burnley er með frábært baráttu varnarlið með gríðarlega góðan kantmann sem er stórhættulegur. Samkvæmt whoscored eru tveir Burmley menn í liði fyrri hluta tímabilsins, Pope og Tarkowski, sem sýnir að þetta eru ekki neinir bjálfar.

  8. Það verða engar afsakanir eða drulla yfir Klopp eftir þennan leik ef illa fer.

    Þetta lið sem byrjar er sterkt lið og 6 útileikmenn með ferskar fætur. Það er auðvita ekkert eðlilegt við að spila svona þétt og til þess að minka líkur á meiðslum og ná að hafa smá tempó þá tel ég þetta skynsamlegt hjá Klopp að halda áfram að rótera.
    Þetta er sá tími á tímabilinu þar sem stór hópur er mikilvægur og það er ekki slæmt að geta sett inn Winjaldum/Lallana/ Ox /Trent/Solanke/Klavan óþreytta.

    Þetta verður mjög erfitt en hef trú á strákunum í dag

    YNWA

  9. Róteringar í svona þéttu prógrammi er eina vitið. Sérstaklega með svona breiðan og frambærilegan hóp.

  10. Það er vonandi að þessir inná troði nokkrum sokkum í eh eftir leikinn.
    En þetta verður alveg erfitt og þetta er ekki okkar aðallið augljóslega en það er ekkert við Klopp að sakast menn meiddir og það þarf að rótera.

    Spái okkar mönnum naumum sigri með einu marki.

  11. Úff hefði viljað sjá sterkara lið í dag.. Engin veit neitt um Coutinho og maður er hræddur um að hann sé einfalflega að fara.. Líka mjög slæmt að hafa ekki Salah. Þetta verður gríðarlega erfitt en vonum það besta. Komin tími til að Solanke opni markareikninginn sinn og einnig þarf Mane einfaldlega að stíga upp í dag og jákvætt að geta svo hent Firmino inná í seinni hálfleik..

    Spái þessu 1-2 . Solanke og Mane með mörkin..

  12. Auglýsi eftir Mané sást síðast eitthvern tíman á síðasta ári.

    Finnandi vinsamlegast láta Klopp vita.

  13. Mané bara á skokkinu. Pressar ekki, rangar staðsetningar, hleypur ekki inn í box??

  14. Liverpool eru akkurat EKKERT ógnandi frammávið. Við skorum ekki með þetta lið

  15. Ef að Coutinho er að fara þá getum við sagt bless við þetta tímabil, það er engin sköpunargáfa inni á vellinum þegar hann er ekki þarna.

  16. Gott að geta gert 7 skiptingar fra síðasta leik og vera með ferskar lappir sem geta unnið þennan leik…það eru öll lið og þjálfara að kvarta undan leikjaálagi….

  17. Hvað hefur komið fyrir Mané. Hann virðis áhuglaus með öllu. Ekki er Sala að skyggja á hann núna.

  18. Ég byrjaði daginn á að sætta mig við eitt stig sem getur komið okkur vel. Eins og þetta byrjar sýnist mér það geta gengið eftir.

  19. Þessi vörn hjá Klavan þarna eftir fyrirgjöfina. Heimsklassa snerting.

  20. Gleðilegt ár poolarar. Eins og fyrri hálfleikur hefur spilast þá verð ég hissa ef við náum stigi úr þessum leik en vonandi sjáum við frískara Liverpool lið í seinni. ? Hvort ekki megi prófa Eoodburn og Ings í seinni ?

  21. Hundleiðinlegur fyrri. Það er ekki að sjá að þetta Burnley lið hafi spilað fyrir degi síðan en við með ferska fætur. Þetta lið er svo ólíklegt til að skora. Þessi Dominik Solanke er efnilegur og allt það en er talsvert fjarri því að hafa gæðin til að spila fyrir LFC.

  22. Tek undir með Mane sá er að eiga sinn versta tíma síðustu vikurnar eftir að hann kom til okkar. Mane verður að fara vakna og fara spila eins og hann getur gert best..

    Annars er þessi fyrri hálfleikur búin að vera afskaplega rólegur og ef eitthvað er þá er Burnley bara líklegra eru hættulegir þegar þeir senda þessar fyrirgafir.. Maður er bara sáttur með eitt stig i dag þegar okkar menn eru að vinna með þetta lið.. Breiddin hefir skánað síðan bara á síðasta tímabili en það sést augljóslega að það vantar ansi mikið uppá sóknarleikinn þegar Salah , Coutinho og Firmino er ekki með… Eg vill sjá Firmino koma inná sem fyrst og þá bara fyrir Solanke…

    Vonandi nær Klopp að finna einhverjar lausnir núna í hálfleiknum og kreistir út þrjú ljót stig. Þau mega svo sannarlega vera mökk ljót í dag bara ef þau fara með okkur aftur heim til Liverpool borgar..

  23. Ég hef verið að fylgjast með Mané í návígjum og þegar hann fer upp í skallabolta er hann yfirleitt svona metra, einn og hálfan metra, frá sínum manni. Latur – eða hræddur við meiðsli? Held hann ætti að fara út af.

  24. Slappur fyrri hjá okkar mönnum, Klopp blæs þeim baráttu í brjóst í hléinu.
    Mané, hvað er í gangi hjá honum?

    Burnley virka líklegri því miður.

  25. Það var vitað að þetta myndi vera erfitt í dag og ekki er mikil vindur og rigning að hjálpa til að búa til eitthvað spil.
    Ég skil ekki gangrínina á Mane eftir þennan fyrirhálfleik hann er greinilega að reyna að búa sér til pláss og þegar hann fær boltan þá er hann að gera þetta einfalt í staðinn fyrir að reyna eitthvað flókið. Eins og hjá öðrum þá hefur lítið verið að skapast.

    Það sem maður er samt hræddastur við er að menn hafa greinilega ekki lært mikið af síðasta leik og hafa Trent, Can og Klavan allir gert sig sekan um að gefa andstæðingum boltan á hættulegu svæði með lélegum sendingum sem hafa skapað hættu.

    Gaman samt að sjá Lallana byrja leikinn en hann virkar sprækur eins og Ox.

    Ég spái því að Firminho verður kominn inná á 65 mín ef þetta heldur svona áfram og svo vonar maður að Ings fái nokkrar mín.

  26. Solanke er ekki tilbúinn, hefði frekar vilja sjá Ings, það sem skiptir mestu er samt að Burnley hafa ekki skorað. Þeir munu þreytast snemma enda lítill hópur sem þeir eru með. Held að Bobby komi inn og setji sigurmarkið, 1 – 0 fyrir okkur, kona svo!!!

  27. Viðbjóðslegt veður, erfiðir og duglegir andstæðingar með eina sterkustu vörnina í deildinni. Can, Gomez og Arnold búnir að gera slæm mistök en komust upp með það.

    Erfitt, ógeðslega erfitt eins og við var að búa. Leikmenn eins og Mane, Chamberlain, Can og Winjaldum verða að stíga upp. Ekki hægt að sjá að Burnley séu þreyttari en við þrátt fyrir að spila 10 sömu leikmönnum og spiluðu fyrir 45 klukkustundum síðan. Má búast við Firminio á c.a. 60 mínútu ef ekkert fer að breytast.

    Væri geggjað að vinna þennan leik en í sjálfu sér enginn heimsendir að ná bara einu stigi.

  28. Firmino verður að setja skikkjuna á sig koma inná og bjarga held ég bara.

  29. Mikið er þetta leiðinlegt burnley lið, ekki að þeir gæði né peninga í eitthvað annað en við þurfum bara að fara að spila okkar bolta

  30. Ox átti risa þátt í þessi marki með þessum dugnaði að vinna boltan aftur

  31. Flott og einfalt mark frá Mané og vonandi verður þetta til að vekja kallinn

  32. Sýndist Can kreista andlitið á Mané. Kannski í von um smá bros? Hann virkar voða óhamingjusamur, markaskorarinn okkar.

  33. Klavan með snittu yfir vörnina!!!

    Þessi maður á nú alltaf heima í byrjunarliðinu!!!

  34. Burnley eru með markatöluna 18-18 eftir næstum því 22 leiki spilaða í deildinni.
    Þetta lið er ekki uppskrift að mikilli skemmtun.

  35. Sæl og blessuð.

    Vörnin í rugli. Burnley eru búnir að fá fjöldann allan af færum þessu líkt. Sóknarmaður á fjærstöng óvaldaður með öllu. eftir klafs í teig. Það hlaut að fara svona.

  36. þessi vörn, getur aldrei haldið hreinu þegar þarf að vinna svona utd sigra 🙁

  37. Það væri àhugavert að sjà tölfræði yfir það hversu mörgum stigum Liverpool hefur tapað à seinustu 10 mìnùtum leikja.

  38. Hefði haldið að við værum með þolið okkar meginn…. mun meiri vinna í burnley sem voru allir að spila 30. Des

  39. Ragnar Klavan langt frá manninum sínum, tapar skallaeinvígi á markteig og Joe Gomez að taka síðdegis lúr. Getum við ekki fengið fleiri Van Dijks í Janúar?

  40. Klavan!!! Klavan!!! Klavan!!!

    Hvað fáum við marga Klavana fyrir einn VVD?

    😀

  41. glæsilegast og laaaaaaansætasti sigur okkar á tímabilinu!!! Lovren maður leiksins!!!!!!!!!

  42. Það verður ekkert hægt að brjóta upp þetta teymi núna, Fab 2: Klavan/Lovren!

  43. “01.01.2018 kl. 14:54
    Það er vonandi að þessir inná troði nokkrum sokkum í eh eftir leikinn.
    En þetta verður alveg erfitt og þetta er ekki okkar aðallið augljóslega en það er ekkert við Klopp að sakast menn meiddir og það þarf að rótera.

    Spái okkar mönnum naumum sigri með einu marki.”

    Þetta sagði ég fyrir leikinn vissi reyndar ekki að Mané myndi troða sokki uppí mig en takk fyrir ! 😀

  44. 2 ugly í röð. Það er svaaaaakalega mikilvægt fyrir hausinn! Velgert!

  45. Auðvita redda tveir af vinsælustu leikmönum liverpool á tímabilinu leiknum og bara spurning um hver af þeim nær toppnum í söluhæðstu treyjum tímabilsins og taka framúr Mignolet.

  46. Lovren maður leiksins! Drullugóður í vörninni og í sókninni líka.
    Yessss

    YNWA

  47. Gomez að minna á sig í vörninni – Steinsofandi og á að gera mikið betur!!

    Baráttusigur þó og 3 punktar.

    Mané eitthvað úldinn í leikslok og e-h er að þar á bæ.

  48. Oxlade Chamberlain dömur og herrar. Geggjaður í dag eins og alla aðra leiki

  49. 1. markið sem eistneskur leikmaður skorar í ensku úrvalsdeildinni. Þá hafa menn af 97 þjóðernum skorað í þessari skemmtilegustu fótboltadeild í heimi!

  50. Þá þarf Everton bara að vinna Manutd 2:0 og við förum upp fyrir þá í 3ja sætið 🙂
    Það væri ekki slæm byrjun á árinu!

  51. Vá, þvílíkur leikur. Ég bjóst aldrei við því að við myndum skora, hvað þá skora svona mark með Lovren og Klavan í aðalhlutverki. Og það er ástæðan fyrir því að það verður frábært að fá VVD, því að liverpool varnarmennirnir eiga að geta skorað meira en eitt eða tvö mörk á leiktíð. En þetta var samt sem áður einn skemmtilegasti sigur okkar manna á þessari leiktíð og ég vona innilega að við fáum fleirri af þeim með eins góða leiki frá Lovren og Klavan þó svo að ég efist um að þeir fái eins marga sjénsa núna (… ég man btw. ekki hvernær við skoruðum last-minute goal síðast).

    En strákar, hvernig í helvíti getiði verið hissa á því að Mené sé ekki 100% ánægður? Hann var lang lang lang besti leikmaðurinn okkar á síðustu leiktíð og eftir tvo, þrjá eða fjóra below-par leiki á þessari leiktíð (… eftir meiðsli og minni leiktíma en allir aðrir key leikmenn okkar eftir það) þá hefur hann fengið alveg fáránlega gagnrýni frá bæði okkur og pressunni, og það finnst mér hann ekki eiga skilið eftir síðustu leiktíð (… hann er aðal ástæðan fyrir því að við erum í meistaradeildinni). Mér finnst alltílagi að gagnrýna leikmenn, en come on, ef að þið berið saman Mané´s frammistöðu með frammistöðu Mignolet, Can, Henderson og jafnvel Gomez, þá er þessi gagnrýni sem að Mané er að fá frá okkur stuðningsmönnum og pressunni alveg fáránleg. Hann á meira skilið frá bæði okkur og Klopp og vegna þessa er ég alls ekki hissa á því að hann sé ekki 100% ánægður með okkur og klúbbinn okkar.

    Hættum þessari neikvæðni og væli… it is not the liverpool way.

  52. Djö…. var þetta sætur sigur !! Í svona þungum og erfiðum leik var þetta barasnilld , tel hattinn ofan fyrir leikmönnum Liverpool í dag, flottir allir sem einn !

  53. 92: er það liverpool way að fagna ekki marki og vera í fýlu útaf 1-2 bekkjarsetjum á sama tíma og samherjar hans í sókninni eru að brillera? Hann hefur átt gagnrýnina alveg skilið.

  54. 95: Mér finnst þessi spurning vera dálítið út í hött því að hann er mjög líklega ekki að fagna út af því að hann hefur fengið ótrúlega lélega meðferð frá okkur “stuðningsmönnum” og ekki nógu mikinn stuðning frá Klopp, og það er því alveg skiljanlegt að hann eigi erfitt með að fagna. Það var pointið í innlegginu mínu og þess vegna sé ég ekki alveg samhengið í þessu sem að þú ert að spyrja um. Ég vil auðvitað að allir fagni brjálæðislega eftir hvert mark, en afhverju ættu þeir að fagna fyrir okkur ef að við gerum ekki annað en að drulla yfir þá?

  55. Við drulluðum nú þvílíkt yfir Coutinho. Sjáðu hans viðbrögð miðað við viðbrögð Mane.

  56. Það er allt önnur kringumstæða. Við höfum ekki kvartað mikið yfir frammistöðu Coutinho? Það var meira í sambandi við að hann vildi yfirgefa okkur, sem að er allt annað dæmi en að kvarta yfir lélegri frammistöðu.

  57. það skiptir bara ekki máli. Viðbrögð Coutinho við erfiðum aðstæðum eru bara allt önnur og betri en viðbrögð Mane. Coutinho gæti líka alveg verið í fýlu og með hangandi haus

Gleðilegt ár 2018

Burnley 1 Liverpool 2