Það er orðið nokkuð ljóst að keppnin í efri hluta deildarinnar er keppni um hvernig liðin raða sér í sæti 2-6. Það er alveg óhætt að taka lið Manchester City út úr umræðunni, það er nánast orðið formsatriði fyrir þá að vinna þessa blessuðu deild. Ef ekki væri fyrir þá, þá væri þetta alveg hörku, hörkuspennandi lokabarátta framundan. En þurfum við þá ekki að horfa bara á þetta eins og þetta er, mögnuð lokabarátta fyrir því að fá Þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta ári? Ég er allavega farinn að gera það. Auðvitað fæst enginn bikar fyrir það að komast í þá deild, en hún er engu að síður ákaflega mikilvæg fyrir liðin, leikmenn og stuðningsmennina. Skemmtilegir leikir í miðri viku í sterkustu deild í heimi, mikið magn af peningum og meira “Pulling Power” þegar kemur að leikmannakaupum. Persónulega tæki ég bikar alltaf framyfir sætið í Meistaradeildinni, en menn hafa jú misjafnar skoðanir á því. Ég ætla hérna á eftir að fara aðeins yfir leikjaprógrammið hjá hverju og einu liði sem eru að berjast í þessari baráttu. Ég vil taka það skýrt fram að 4. sætið gefur nú orðið beinan þátttökurétt í riðlakeppninni, þannig að í rauninni skiptir ekki öllu máli hvort liðin lenda í öðru eða fjórða (samt meiri seðlar fyrir annað sætið). Við tökum þetta í þeirri röð sem liðin eru í núna:
Manchester United:
Það eru 12 leikir eftir í deildinni og þeir eru 7 stigum fyrir ofan Tottenham, sem eru í fimmta sætinu. Í heildina eru í rauninni 36 stig í boði og það styttist verulega í það að rauðu djöflarnir nánast tryggi sig í Meistaradeildina að ári. Næsta misstig Spurs nánast tryggir slíkt. Arsenal eru aftur á móti 11 stigum frá þeim, þannig að þar liggur enginn séns (nánast 12 stig út af markahlutfalli). Stóra baráttan hjá Man.Utd er í rauninni að reyna að enda tímabilið sem næst “besta” liðið. Það eru 5 stig í Liverpool og ein innbyrðis viðureign eftir á milli liðanna. Sú viðureign gæti haft mikið að segja með lokaniðurstöðuna. Þetta eru sem sagt leikirnir sem þeir eiga eftir:
Newcastle (Ú)
Chelsea (H)
Crystal Palace (Ú)
Liverpool (H)
West Ham (Ú)
Swansea (H)
Man.City (Ú)
WBA (H)
Bournemouth (Ú)
Arsenal (H)
Brighton (Ú)
Watford (H)
Eins og sjá má á þessu, þá eiga þeir ekki neitt skítlétt prógram eftir. Margir innbyrðis leikir hjá þeim og nokkrir “tricky” útileikir. Það er allavega morgunljóst að leikur þeirra gegn Chelsea og svo okkar mönnum, þeir verða alveg risastórir. Ég ætla að spá því að Man.Utd endi í þriðja sæti í deildinni þetta árið.
Liverpool:
Það er svo auðvelt að fá tröllatrú á þessu Liverpool liði, en jafnframt svo auðvelt að missa hana. Hefur einhver orðið vitni að slíku áður þegar um þetta blessaða lið er að ræða? Eins og staðan er núna, þá er liðið 2 stigum á undan Tottenham og 6 stigum á undan Arsenal. Það er varla hægt að vera meira í action heldur en okkar menn. Eftir gríðarlega svekkjandi lokasekúndur í leiknum gegn Spurs, þá þýðir ekkert annað en að bruna beint áfram. Það er stór helgi framundan þar sem sigur verður að vinnast á liði Southampton, þar sem Arsenal og Tottenham mætast í innbyrðis viðureign og þar tapast stig. Jafntefli þar væri fallegt og myndi nánast setja Arsenal út úr þessari baráttu…í bili. En þetta eru leikir Liverpool það sem eftir lifir tímabils:
Southampton (Ú)
West Ham (H)
Newcastle (H)
Man.Utd (Ú)
Watford (H)
Crystal Palace (Ú)
Everton (Ú)
Bournemouth (H)
WBA (Ú)
Stoke (H)
Chelsea (Ú)
Brighton (H)
Já, við höfum alveg séð erfiðara prógram en þetta á pappírum. En það eru jú bara pappírar. Sigur í leiknum gegn Man.Utd gæti skipt sköpum eins og áður sagði. Ég er bara nokkuð bjartur á okkar menn fram á vorið og ég er á því að við tökum annað sætið í deildinni. Má vel vera að það sé óskhyggja, en þetta er tilfinningin núna þegar horft er á það sem eftir er hjá liðunum.
Chelsea:
Chelsea hafa ekki verið sannfærandi undanfarið, en þeir eru meistararnir og eru með virkilega öflugt lið. Það er einungis tímaspursmál hvenær þeir detta í gírinn aftur. Eins og áður sagði, þá er risastór leikur fljótlega gegn Man.Utd sem gæti gefið tóninn fyrir framhaldið. Þeir eru einungis stigi á undan Tottenham og 5 á undan Arsenal.
WBA (H)
Man.Utd (Ú)
Man.City (Ú)
Crystal Palace (H)
Burnley (Ú)
Tottenham (H)
West Ham (H)
Southampton (Ú)
Huddersfield (H)
Swansea (Ú)
Liverpool (H)
Newcastle (Ú)
Langt frá því að vera einfalt hjá Chelsea. Manchester liðin hvort á eftir öðru og ætla ég hreinlega að spá því að Chelsea muni sitja eftir í 5. sætinu þetta árið.
Tottenham:
Tottenham liðið hefur verið nokkuð þétt í allan vetur og seiglast þetta áfram. Það verður risaleikur hjá þeim um helgina, þar sem þeir geta nánast hent Arsenal út úr myndinni.
Arsenal (H)
Crystal Palace (Ú)
Huddersfield (H)
Bournemouth (Ú)
Newcastle (H)
Chelsea (Ú)
Stoke (Ú)
Man.City (H)
Brighton (Ú)
Watford (H)
WBA (Ú)
Leicester (H)
Alls ekkert svo slæmt prógram eftir hjá þeim og ég held að þeir komi til með að enda í 4 sætinu, en eiga eftir að pressa verulega á sætin þar fyrir ofan.
Arsenal:
Ég held það þurfi eitthvað stórkostlegt að gerast hjá Arsenal til að þeir komist í efstu fjögur sætin. Of mörg lið þurfa að misstíga sig til að það sé mögulegt. Líklegast er þeirra besti séns í gegnum Europa League eins og Man.Utd gerðu í fyrra. Það er algjör lífsnauðsyn fyrir framhaldið í deildinni, að þeir vinni leikinn gegn Spurs um helgina:
Tottenham (Ú)
Man.City (H)
Brighton (Ú)
Watford (H)
Leicester (Ú)
Stoke (H)
Southampton (H)
Newcastle (Ú)
West Ham (H)
Man.Utd (Ú)
Burnley (H)
Huddersfield (Ú)
Já, næstu 2 leikir munu væntanlega skera úr um þetta hjá Arsenal, þ.e. hvort þeir verði eitthvað með í baráttunni um sæti 2-4. Þeir mega ekki við neinum skakkaföllum í þeirri baráttu, allavega ekki þegar kemur að innbyrðis viðureignum. Ég spái því að þeir endi þar sem þeir eru og geri svo góða tilraun til að komast baktjaldaleiðina inn.
Það er oft gott að setja fyrir framan sig þessa leiki sem eftir eru. Það er slatti af innbyrðis leikjum og þeir geta skipt sköpum í þessari baráttu. En svo mikið er víst, það er mikið eftir og við eigum eftir að sjá sviptingar. Þetta væri mergjað ef þetta væri nú baráttan um titilinn. Só Long Man.City og takk fyrir þetta.
Það væri vissulega mjög gaman ef okkar menn héldu dampi og næðu 2. sæti. Ein meiðsli gætu hins vegar breytt þeim horfum all svakalega. Sama gæti átt við ef liðið missir hausinn og fer að missa trúna á verkefnið. Það voru örlitlar áhyggjur að slíkt gæti farið að gerast eftir WBA leikinn, en vonandi náðu menn að hrista það af sér. Það væri a.m.k. mjög gott að gulltryggja endurreisnina með því að vinna núna um helgina. Sem ég held n.b. að sé allt annað en auðvelt.
Takk fyrir þessar skemmtilegu pælingar um keppinautana. Held að það sé borðleggjandi að leggja mikið á sig til að ná 2. sæti. Chelsea hefur verið að misstíga sig. MU er ekki með neitt sérstakt lið og reddar DeGea stigi í öðrum hverjum leik. Trúi ekki að það gangi endalaust. Held að Arsenal eigi ekki breik og nú styttist eflaust hratt í lokin hjá Wenger. Tottenham er sprækasta liðið af þessum sem um rætt og geta þeir hæglega dottið niður á 3-5 sigurleiki í röð ef sá gállinn er á þeim. Ef MC er bætt við þá held ég að þeir hökti töluvert í deildinni enda eflaust pressa um að gera vel í CL. Það er enginn bikar fyrir 2.sætið en það er betra en að lenda í 4.sæti. Reyndar sagði Wenger einhverntímann (þegar Arsenal hafði ekki unnið deildina í allmörg ár) að lenda í 4.sæti jafngilti því að vinna bikar.
Það er svo rosalega erfitt að greiða okkar hóp m.t.t. hvar við höfum verið að tapa stigum í vetur. Liverpool bara ætlar ekki að koma sér út úr þessum helvítis töpuðu stigum gegn Swansea, Everton og Newcastle sem ekkert hafa getað lungað út tímabilinu. Höfum svo klúðrað mjög góðri stöðu á mjög pirrandi hátt gegn Spurs og Arsenal, rándýr fjögur stig þar sem hefðu virkað sem átta stig.
Helvíti eiga Tottenham létt prógram eftir. Ég held að það verði við og Chelsea sem berjumst um 4.sætið. Verður mjög tæpt. En svo breytist allt ef meiðsl, dómaraskandalar og annað kemur upp.
Það er ekkert gefið í þessu.
Öfunda ekki City aðdáendur sem eru ekki beint að naga á sér neglurnar. Engin spenna þar.
Nóg af henni hjá okkur og verður þannig fram í maí.
Hvað vill maður meira út úr þessu 🙂
Jú, kannski titil eða tvo einhvern tímann c”.)
YNWA
Mér fannst LFC hugsa janúargluggan eins og að klúbburinn væri búinn að tryggja CL þátttöku á næsta ári með vænlegt forskot á næstu lið. Málið er einfaldlega ekki þannig. Þetta verður blóðug barátta fram á vor og þess vegna er svo pirrandi að hafa misst jafn stórkostlegan leikmann og Coutinho án þess að bregðast við. Hann var t.d. ekki lengi að stimpla sig inn hjá Barca en hann kom þeim á bragðið gegn Valencia í gær með mögnuðu marki.
Hversu pirrandi verður það ef við náum ekki CL sæti? Munum ekki fá sömu skotmörk og klúbburinn er með í huga núna. Auk þess sem staða Salah hjá klúbbnum verður mjög tvísýn.
Vona að við séum ekki að fara að horfa upp á enn eitt skrefið til baka í vor. Það yrði svo ógeðslega svekkjandi.
#4 Öfundar ekki City fans? Þú værir s.s. ekki til í að Liverpool væri búið að tryggja sér titilinn nú þegar?
Sælir félagar
Það er litlu við að bæta í þessari samantekt hjá SSteini. Ég er honum sammála í flestum atriðum og leikur Ars og T’ham um helgina sker úr um hvort Arsenal verður í þessum meistaradeildarpakka með okkur og hinum þremur. Ég tel að vísu að Arsenal vinni þann leik , sem er “derby” af bestu sort og setur þannig pressu á Spurs sem eiga einn “öruggan” tapleik eftir á móti M.City. Einnig getur Chelsea sett strik í reikninginn hjá þeim ef þeir fara að ná vopnum sínum aftur.
Mín spá er hinsvegar svona fyrir þessi þrjú sæti sem eru á lausu í Meistaradeildina.
2. sæti Liverpool. Liðið okkar mun taka núna svakalegt rönn og ryðja MU úr 2. sætinu. MU mun ekki tapa nema einum til tveimur leikjum það sem eftir er en jafnteflin sem hafa farið illa með okkur fram að þessu mun verð þeirra banabiti á þessum lokakafla
3. T’ham. Tottenham mun seiglast þetta í 3. sætinu svona 2 til 4 stigum á eftir Liverpool. Það sem aftur á móti verður verra fyrir þá er að þeir munu missa Pochettino í sumar ásamt Kane og líklega Alli líka. Juve mun slá þá út úr meistaradeildinni og þeir hafa að engu að keppa í framhaldinu. Það bitnar á andanum í liðinu og þeir gefa eftir í lokin og mega að síðustu þakka fyrir 3. sætið.
4. Chelsea. Conte mun ná að halda liðinu uppi í meistaradeildarsæti með hörkuframistöðum á móti Manchester liðunum og T’ham. Sigur liðsins á MU mun verða lykillinn að hrapi MU niður töfluna sem að lokum enda í 6. sæti á eftir Arsenal. það mun ekki valda okkur Púllurum neinum sálarkvölum og ekki síst þegar Móri verður látinn fara frá MU. Hitt verður verra að þeir munu leggja gífurlega mikið á sig til að hreppa Pochettino í sumar en vonandi tekst það ekki.
5. Arsenal. Wenger mistekst að ná bikarnum sínum en þeir geta þó glaðst yfir að vera fyrir ofan litla liðið í Manchester. Sem mér leiðist ekki
6. Manchester United. Svona er þetta bara og ég nenni ekki að ræða um þetta smálið í ljósbláu borginni. Morino verður rekinn og fer að þjálfa í utandeildinni. Nei ég segi bara svona.
Það er nú þannig.
YNWA
1. Man City – einfaldlega lang bestir
2. Man utd – Móri nær að kreysta þetta út úr þeim. Þéttir tilbaka og eru með nokkra sem geta klárað leiki fyrir þá.
3. Tottenham – ef sleppa við meiðsli
4. Liverpool – Liðið er mjög óstöðugt og má segja að stöðuleikinn felst í óstöðuleika en maður sér liðið skora nógu mörg mörk til að ná í meistaradeildarsæti.
5. Arsenal – það er komið jákvætt andrúmsloft og þeir taka smá run
6. Chelsea – Stjórinn virðist hafa misst klefan og stemningin lítil.
það má segja að top four sé: city,utd,lfc og…tottenaham. chelski og arsenik muni taka sætin þar á eftir. þannig að top six er nokkuð ljóst og mun vera næstu árin. lukka city er að hafa náð svona góðu runn-i án meiðsla þannig að þeir hafa svigrum fyrir meiðsli og töpuð stig.
tímabilið er langt og margt sem getur komið upp á þeim 9 mánuðum sem tímabilið nær yfir.
Ég myndi halda mér fast næsta tímabil því að á sama tíma á næsta ári kemur í ljós hvort Klopp
getur fært okkur nær dollunni stóru. Ætla að spá því hér að við sigum í CL! ójá, ævintýrin gerast enn.
Hart álitið á ég mér eina ósk, að LFC endi ekki neðar en í 4 sæti. Ég vil meira, en þetta dugar úr þessu, þessa vertíð.
YNWA
mín skoðun er sú að klopp þarf að fixxa þetta hugarfar hjá mönnum og það hratt, það mæta allir vel til leiks á móti stóruliðunum og vinna vinnuna en þegar minni liðin koma þá er eins og allt liðið sé hálf sofandi á vellinum.
mín von er að arsenal vinni tottenham um helgina það gæti hjálpað okkur þó ég telji það ólíkleg úrslit… við verðum að klára southhampton og mín skoðun er að við þurfum að vinna united úti.. ég hugsa að juventus slái tottenham útúr meistaradeildinni og ef það gerist þá sé ég ekki tottenham slaka neitt á í baráttunni um 3-4 sætið.. ég held að chelsea verði alltaf í top 4.. verði meira spurning hvort liverpool eða tottenham verði þarna líka.
en auðvitað eru 12 leikir eftir og margt getur breist.. en ég vona að liverpool mæti á fullu gasi á sunnudag og gefi ekkert eftir og vinni þetta örugglega og önnur úrslit verði okkur hagstæð.
Since the summer of 2014 Liverpool have shelled out an eye-watering £167million to Saints in transfer deals.
Put into contest, last August Chinese businessman Gao Jisheng bought an 80% stake in Southampton for £210million.
Hey, hugmynd: Hvers vegna kaupum við ekki bara Southampton?
Sæl og blessuð.
Laugardagstiltektin í boltakolli:
1. Arsenal er allan daginn að fara að vinna Tottenham. Nýju leikmennirnir koma inn eins og ferskir kústar og Vilsérinn er sjóðheitur. Þeir munu vafalítið skora þau þrjú mörk sem þarf til að mæta varnarlekanum. Okkar menn hefðu átt að skora a.m.k. þrjú í leiknum m.v. tækifæri á skyndisóknum sem gáfust, merkilegri er nú ekki miðjan hjá þeim hvítu. Það var glæpsamlegt hversu illa sóknarmenn fóru með þá möguleika, ömurleg frammistaða varamanna og barnalegur varnarleikur gerðu svo útslagið um það sem átti að verða sigur í þeim leik.
2. Þessi S:hamptonkaup hafa, ef við erum hreinskilin, ekki enn skilað okkur neinu sem hefur skipt sköpum fyrir liðið. Ef við flokkum þá gróflega, lítur dæmið einhvern veginn svona út: Gagnleysingjar: Lambert; Meiðslapésar: Clyne, Lallana; Mistækir: Mané, Lovren, VvD. Enginn á pari við þá bestu og tryggustu sem við höfum alið upp eða fengið. Því miður, enginn Coutinho, Gerrard, nafni, Salah, Alonso, Mascherano … etc.
3. Neyðist til að endurskoða fyrri spá um tapleysi og annað sæti í deild. Keita mætti aldrei á staðinn og liðið reyndist fádæma klaufskt. Borðleggjandi er að Scums verða ,,rönners öpp” og ef #1 reynist rétt, þá ættum við að lafa í fjórða sætinu. Á ekki von á öðru en að Chelsae nái að snúa við blaðinu og ættu að komast upp fyrir okkur.
4. Þurfum að detta í lukkupottinn ef eitthvað sögulegt á að gerast hjá þessu liði. Sorrí en það sem hingað til hefur verið gert hefur verið of lítið og of seint.
#5 “horfa upp á enn eitt skrefið til baka í vor” hvað meinaru? Hvaða skref höfum við verið að taka til baka undanfarin 2-3 ár, ráðning á Klopp, stækkun á Anfield, breytingar á leikmannahópnum?
Vissulega súrt að missa Coutinho en mér finnst það skref fram á við að ráðstafa peningnum skynsamlega en ekki í einhver panic janúarkaup eins og við höfum oft séð og einhverjir kalla enn eftir.