1-0 Sadio Mané (2.mín)
1-1 Harry Maguire (45. mín)
Liverpool voru ekki lengi í gang í kvöld á köldu kvöldi gegn Leicester á Anfield en eftir aðeins tveggja mínútna leik náði Robertson að koma boltanum eftir jörðinni inn í teig, þar sem boltinn barst til Sadio Mané. Hann tók frábæra fyrstu snertingu frá varnarmanninum og skaut svo boltanum í fjærhornið framhjá Kasper Schmeichel sem kom engum vörnum við. Liverpool var svo með öll völd á vellinum eftir markið, Leicester lágu aftarlega og Liverpool voru þolinmóðir og létu boltan ganga mikið en gekk illa að finna tækifærin gegnum varnarmúrinn. Fyrsta alvöru hættan kom eftir 24. mínútur þegar Jamie Vardy pressaði Alison og náði að komast inn í sendingu frá honum og boltinn barst á Albrighton á kantinum sem kom með góða fyrirgjöf á Maddison sem skallaði framhjá markinu. Eftir það náðu Leicester menn vinna sig betur inn í leikinn.
Eftir 40.mínútna leik stal Robertson boltanum eftir eina af sóknum Leicester manna og stakk boltanum inn fyrir varnarlínuna þar sem Sadio Mané var á harðaspretti en var tekinn niður af Harry Maguire sem fékk þó aðeins gult þrátt fyrir að vera aftasti varnarmaður. Rétt áður en flautað var til leikhlés gaf Robertson klaufalega aukaspyrnu úti við hliðarlínu sem James Maddison tók og sendi fyrir eftir klafs í teignum kom skot í varnarmann en Ben Chilwell skallaði boltan aftur inn í teig þar sem Harry Maguire var gjörsamlega óvaldaður og skoraði með síðustu spyrnu hálfleiksins.
Það voru svo Leicester liðar sem áttu fyrsta tækifæri seinni hálfleiksins þegar Chilwell náði að draga þrjá varnarmenn til sín og fann svo Maddison í góðu færi sem náði þó ekki að koma boltanum á markið. Stuttu seinna fengu þeir svo aukaspyrnu á hægri vængnum sem þeir náðu að koma inn á Maguire, sem var rangstæður en ekki flaggað, hann skallaði boltanum þvert fyrir markið í átt að Johnny Evans en Firmino náði að stinga fæti í boltann og Allison kom í veg fyrir sjálfsmark frá honum.
Eftir tíu mínútur í seinni hálfleik var loks eitthvað lífsmerki frá Liverpool þegar Keita og Firmino tóku flott þríhyrningsspil og Keita slap í gegn en Ricardo Pereira stígur á vinstri fótinn á Keita svo hann náði ekki skoti en Martin Atkinson sá það ekki nógu vel og ekkert dæmt. Það sem eftir lifði seinni hálfleiks var ekki mikið af góðum tækifærum. Schmeichel varði vel frá Firmino en annars var lítið að frétta.
Bestu menn Liverpool
Til að vera hreinskilinn þá var liðið slappt í dag fyrir utan fyrstu tuttugu mínúturnar. Sadio Mané var flottur í fyrri hálfleiknum og var líklega besti leikmaður liðsins í dag. Skoraði markið og var frekar líflegur á köflum. Gini Wijnaldum skilaði ágætis leik á miðsvæðinu.
Vondur dagur
Mo Salah var líklega slakasti maður liðsins í dag en það voru margir sem áttu ekki góðan dag. Naby Keita var óheppinn að næla ekki í vítaspyrnu en hann er hreinlega ekki að komast í takt við liðið. Hann hefur átt nokkrar rispur en þær eru bara svo alltof fáar og ég er farinn að verða hræddur um að hann nái aldrei taktinum hjá okkur, þó ég voni að sjálfsögðu að hann láti mig éta þau orð. Robertson braut klaufalega af sér þegar við fáum á okkur jöfnunarmarkið og Van Dijk týnir Maguire þegar hann er að ýta vörninni framar þegar boltinn er á leiðinni frá markinu. Eins var mjög lítil sköpun hjá sóknarmönnum liðsins.
Umræðan
- Slæmir dagar koma og auðvitað er mjög pirrandi að hafa ekki náð að klára þennan leik en þetta er fyrsta liðið fyrir utan topp sex sem tekur stig af okkur í ár og við vorum að bæta við okkur stigi í samkeppninni við Man City. Munurinn er nú fimm stig og þrátt fyrir að maður sé einstaklega pirraður eftir þennan leik er titillinn enn okkar að tapa.
- Breiddin/skiptingarnar. Ég veit ekki með ykkur en ég hafði gjörsamlega enga trú á að Adam Lallana eða Daniel Sturridge væru að fara koma og bjarga þessum leik fyrir okkur. Hinsvegar var ekki mikið að velja úr á bekknum í þessum leik. Spurning hvort það komi í bakið á okkur að vera ekki með nægilega góða sóknarskiptingu á bekknum þegar við spilum með Shaqiri frá byrjun. Fabinho kom þó ágætlega inn og ég eiginlega vona að hann hafi ekki verið alveg heill eftir meiðslin í Palace því ef ekki þá skil ég ekki ástæðuna að starta ekki á honum í dag.
- Við fórnuðum bikarkeppnum til að fá meiri hvíldartíma og eftir langa hvíld er þetta frammistaðan sem við fengum!
Leikurinn mikil vonbrigði en við erum enn í bílstjórasætinu og það þýðir ekkert að gráta töpuð stig heldur þarf liðið nú að rífa sig í gang og mæta dýrvitlausir á London Stadium gegn West Ham mönnum. Það eru fjórtán leikir eftir af þessu móti, nú þarf bara gefa í og vinna þann næsta!
Sælir félagar
Einhver daprasta frammistaða vetrarins og liðið mátti þakka fyrir að tapa ekki þessum leik á heimavelli. Þetta minnir mann á aðra leiki þar sem liðið kemur úr fríi og það er eins og leikmenn séu dauðþreyttir og útkeyrðir. Ég veit ekki með Robertson, var honum uppálagt að gefa ekki krossa heldur spila til baka í nánast hvert einasta skipti sem hann fékk boltann á kantinum. Hans daprasta frammistaða frá því hann kom inn í liðið. Við getum þakjkað Alisson að Leicester vann ekki með sjálfamarki hjá okkur.
Leicester átti fleiri og hættulegri færi og við heppnir að hreinlega tapa ekki þessum leik. Ömurlegur dómari sleppti tveimur vítum (Salah og Keita) og svo átti Maguire að vera farinn útaf en „dómarinn“ leyfði honum að hanga inná og auðvitað skoraði hann jöfnunarmarkið í næstu sókn. En það er sama. Liðið spilaði hörmulega, hægt og fyrirsjáanlega og var heppið með stigið á heimavelli. Það er ekki boðleg frammistaða á heimavelli með 40 000 stuðningmenn á vellinum og milljónir stuðningsmanna um allan heim.Mikil vonbrigði eftir það sem Rafa var búinn að gera fyrir okkur. Það sem heldur manni gangandi eftir svona leiki er það að við erum í efsta sætinu.
Það er nú þannig
YNWA
Bendi mönnum að anda með nefinu.
Það voru hörmulegar aðstæður til að spila fótbolta á Anfield í kvöld. Svona leikir geta verið algert “toss-up” af skiljanlegum ástæðum.
Annað, þeir sem voru að klikka þegar Leichester skoruðu voru Robertson og VvD. Sést greinilega að VvD átti dekkninguna í aukaspyrnunni og var kominn of langt frá Maguire þegar skallinn kemur inn. Þetta eru tveir af okkar bestu mönnum á tímabilinu og núna klikka þeir – so be it.
Mér fannst jákvætt að sjá liðið halda yfirvegun og trú allt til loka. Það er meistaraandi yfir þessu liði.
Næsta leik takk.
Maður er ógeðslega pirraður eins og líklega flestir Liverpool aðdáendur útaf því að við náðum ekki 7 stiga forskoti á toppnum en svo er maður líka pínu sáttur að við náðum þrátt fyrir að vinna ekki á heimavelli að aukaforskotið í 5 stig og það er gaman að skoða töfluna þótt að hún gæti verið betri = Blendnar tilfiningar.
Þetta var aldrei að fara að vera auðveldur leikur. Vallaraðdstæður voru skelfilegar og hentar það miklu betur liði sem ætlar sér að pakka í vörn heldur en liðið sem langar að spila hratt á milli sín og þótt að þetta sé engin afsökun þá gátu allir séð að þetta hafði mikil áhrif á leikinn.
Gestirnir í kvöld eru lið sem elskar að spila við stórlið en þegar þeir eiga að stjórna leikjum þá er minna um gæði og það opnar varnir þeira en þegar þeir fá skipun um að verjast aftarlega og beita skyndisóknum þá brosa þeir sínu breiðasta enda ekki langt síðan að þeir unnu Man City og Chelsea með nákvæmlega sömu aðferð og þeir beitu gegn okkur í dag.
Já við hefðum getað unnið en við hefðum líka getað tapað þessum leik en niðurstaðan er 1 stig og það er fúllt en samt ekki heimsendir. Það var klaufalegt að fá þetta mark á sig á síðustu sek þegar Robertson tapar boltanum klaufalega og brýtur af sér klaufalega líka. Það hefði verið helvíti gott að fara með forskot í hálfleik og látið þá þurfa að komast úr skotgröfunum en í staðinn þurftum við að komast í gegnum þennan 11 manna pakka í síðarihálfleik og það gekk ekki. Hefðum við átt að fá víti? já klárlega en fengum ekki og við því er ekkert að gera.
Þetta var skrítin umferð svo ekki meiri sé sagt en svona er þessi bolti.
Newcastle vann Man City og þá með sömu taktí og Leicester voru að nota nema að Newcastle fór varla yfir miðju.
Man Utd gerðu jafntefli á heimavelli gegn Burnley og máttu þakka fyrir það.
Bournmouth slátraði Chelsea 4-0
Við gerðum 1-1 jafntefli gegn Leicester City sem ég verð að segja að séu kannski minnst óvæntustu úrslitinn af þessum öllum.
Liverpool 61 stig
Man City 56 stig
Tottenham 54 stig
14 leikir eftir.
Ég er viss um að öll þessi lið horfi á ákveðna leiki og finnst þeir hefðu átt að ná fleiri stigum(Man City eru örugglega sáttir við að Liverpool vann ekki í kvöld en örugglega líka brjálaðir því að þeir fengu tækifæri að minnka þetta þá í 2 stig með sigri í gær) en það breyttir því ekki að þetta er einfaldlega staðan.
Við eigum West Ham úti og Bournmouth heima áður en við förum og spilum við Man utd úti sem er líklega erfiðasti leikurinn sem við eigum eftir.
Ef við erum enþá með 5 stiga forskot eftir þessa leiki þá verð ég mjög sáttur og mér er alveg sama við hverja Man City eru að spila við á sama tíma.
Þetta er ekki flókið. Eftir 38 leiki þá teljum við stiginn og sjáum hvar við endum ef og hvar sem það verður þá eigum við það einfaldlega skilið.
YNWA – Einn leik í einu og trú á Klopp og strákana
Dómarinn sub-par.
Okkar menn sub-par.
Gestirnir ólseigir.
Forskoti? aukst um eitt stig.
Áfram gakk.
Mané er minn maður leiksins.
Gini var líka fínn.
Salah alveg týndur.
Völlurinn ömurlegur.
Dómarinn of gamall.
Og Keita… það er nú það.
Er orðinn rosalega þreyttur á þessu Liverpool liði. Okkur er GEFIÐ!! Að komast i 7 stiga forskot en nei eina og við gerum best. Við bottlum alltaf öllu
Sælir nfélagar
Það var gott að VvD og Robertson lentu í því að vera valdir að markinu. Ef einhverjir eiga það inni hjá okkur að þeim sé fyrirgefið eru það þeir. Þó ég sé ógeðslega pirraður eftir þennan leik þá vissi ég þegar útsending hófst að aðstæður mundu bverða okkar mönnum í óhag. Einnig og er ég búinn að fyrirgefa VvD og Robertson markið. Eg er að verða svo mjúkur að mér finnst það alveg met og er alveg bet.
Það er nú þannig
YNWA
Það var vitað að þessi leikur yrði erfiður. Leicester búnir að ströggla en með talsvert betra lið en staða þeirra segir til um. Það sem við vissum ekki var að við skyldum fá handónýtan dómara sem sleppir augljósri vítaspyrnu og rauðu spjaldi sem síðan skoraði jöfnunarmarkið skömmu síðar. Þar fyrir utan stoppar hann leikinn og dæmir aukaspyrnu þegar við vorum í ákjósanlegri sókn
Virkilega pirrandi að klára ekki þennan leik. Það var vitað að þessi leikur yrði erfiður. Leicester búnir að ströggla en með talsvert betra lið en staða þeirra segir til um. Það sem við vissum ekki var að við skyldum fá handónýtan dómara sem sleppir augljósri vítaspyrnu og rauðu spjaldi sem síðan skoraði jöfnunarmarkið skömmu síðar. Þar fyrir utan stoppar hann leikinn og dæmir aukaspyrnu þegar við vorum í ákjósanlegri sókn
Þeir halda manni á tánum, blóðið rennur, það er næsta víst.
Gott að enginn meiddist við þessar aðstæður.
Stóru ákvarðanir Atkinsons voru bara eins og maður bjóst við, gegn okkar mönnum.
Mané heitur þar til kuldinn náði honum.
Stigið er gott miðað við allt.
Við erum brattir.
YNWA
Annað í þessu.
Menn eru að tala um að við fengum 11 daga hvíld og þetta er framistaðan s.s hversu virði var hvíldinn þá? Jú á þessum hvíldartíma veiktust bæði Djik og Fabinho fyrir utan að smávægileg meiðsli fengu aðeins smá hvíld. Við vorum svo ekki að mæta einhverju útkeyrðu liði því að jú gestirnir fengu líka 11 daga hvíld fyrir þennan leik.
Henderson var að spila þennan leik í hægri bakverði af því að okkar fjórir kostir á undan honum voru ekki tilstaðar(Trent meiddur, Gomez meiddur, Milner banni og Clyne lánaður fyrir utan að Fabinho er að skríða saman eftir veikindi og hver veit nema að hann hefðu byrjað) og átti bara solid leik.
Það er nú ekki skelfilegt að geta hent svona kalli í hægri bakvörð ef á þarf að halda og vitandi að Fabinho getur líka tekið þessa stöðu og miðvörðinn(eins og Winjaldum sem gerði það á síðustu leiktíð).
Milner verður með í næsta leik, Trent er alveg að verða tilbúinn en nær líklega ekki West Ham leiknum en ætti að ná Bournmouth, Gomez nálagast svo endurkomu og viti menn Ox líka. Svo að við erum frekar að fá leikmenn inn en að missa þá út og er það jákvætt á þessum tímapunkti.
There is no room for negativity or self-doubt in this title race. This run-in was never going to be for the faint-hearted. There will be twists and turns – players and fans alike need to keep their nerve.
YNWA
Best að taka það fram strax að maður er 100% stuðningsmaður àður en skìtkastið byrjar vegna smà gagnrýni.
Var á leiknum. Örlìtill snjòr eru ekki skelfilegar aðstæður. Leicester var þarna lìka að spila sko. Èg hèlt að þetta yrði veisla þegar Mane skoraði e. ca. 2min en svo varð ekki. Færi Poolara voru engin eftir markið à meðan Leicester voru klaufar að nýta sìn ekki.
Það er ekki minnst à Bobby varðandi slæman dag. Dìses fokking kræst hvað hann var lèlegur. Touch og einfaldar sendingar voru eins og hann væri fullur. Hvað var liðið að gera ì þessu hlèi eiginlega? Allavega ekki að slípa saman spilið eða taktìk, þvì þetta var skelfilegt, sérstaklega seinni hàlfleikur.
Það sem èg skil ekki sem sòfasèrfræðingur eða sem àhorfandi à Anfield er af hverju Salah er ekki að spila sem hægri kantframherji eins og síðasta season og Bobby frammi að djöflast. Ok, þetta er bùið að virka fìnt hingað til og ekkert sem mælir svo sem gegn þvì að stilla svoleiðis upp gegn westham en það mà alveg hrista aðeins upp ì þessu eins og leiknum ì kvöld. Bobby og Salah voru mjög lèlegir, punktur. Flestallir týndir bara og ekkert plan. Man svo ekki eftir að Lallana hafi komið innà og Studge með rangar àkvarðanir. Breiddin virkar ekki mikil akkùrat nùna og eins og Babù sagði um daginn gætu ein innspýtingskaup gert gæfumuninn à milli feigs og òfeigs.
ef VAR væri væri harry maguire farin utaf aður en hann skoraði og annað gult spjald a gæjan sem braut a keita. svekkjandi
Heilt yfir voru leikmenn Liverpool bara drullulélegir í þessum leik og virkuðu virkilega þreyttir eftir ,, hvíldina “, já allir nema Mane. Menn fengu kærkomna hjálp frá Newcastle í fyrrakvöld, en þökkuðu fyrir sig með einhverri lélegustu frammistöðu sem hægt var að hugsa sér og áttu varla stigið skilið.
Ég botna ekkert í þessu brota hjá honum Robertson sem leiddi af jöfnunarmarkinu.Algjör óþarfi að sparka mann niður á þessu svæði sérstaklega þegar 2x leikmenn voru búnir að loka gaurin af.Mér fannst besti leikmaðurinn hjá Liverpool í dag hann Henderson.
Vendipunktur
Núna er maður búinn að lúlla á sér og ég er ennþá mjög fúll eftir þennan leik (möguleg ástæða er líka sú að ég notaði wildcard í Fantasy og hefði fengið fleiri stig með gamla liðinu en ég fékk með nýja).
Vissulega vorum við ekki góðir í gær og það er skiljanlegt, eins og menn hafa sagt. Aðstæður erfiðar og ólseigt lið sem m.a. sigraði City í des. Það breytir því ekki að við gerðum nóg til að vinna þennan leik. Við vorum einfaldlega sviptir sigrinum af dómaranum að mínu mati og það var aðeins eitt atvik sem réði úrslitum þar.
First of all. Mér fannst vítaclaimið á Salah lítið en vissulega hægt að dæma á það en þetta var aldrei rautt á Maguire. Reglurnar eru skýrar með þetta. Það þarf að vera að taka hreint, opið marktækifæri af manninum til að þetta sér rautt. Mané átti eftir að gera of mikið til að þetta gæti hafa flokkast sem slíkt. Boltinn á leiðinni frá honum, inn að vítateigshorni. Það að hann var aftastur skiptir ekki máli, sú regla var tekin út fyrir þremur árum, fyrir EM 2016.
Atvikið sem ég er að tala um að hafi breytt þessum úrslitum var að Keita slapp í dauðafæri og var að fara að klára það. Hann var tekinn ólöglega niður innan vítateigs af manni á gulu spjaldi. Það hefði átt að vera annað spjald (rautt) og víti. Pjúra. Við hefðum mögulega fengið mark þá og í öllu falli spilað einum fleiri í hálftíma. Þetta er algjör vendipunktur í leiknum.
Ennþá efstir, 5 stig á toppnum. City tapaði sem betur fer. Ég er bara samt fúll og vil VAR inn í þessa deild. Fullkomlega óþolandi þegar svona atriði ráða úrslitum í leikjum.
Veit að það verður ekkert keypt í dag en pælum aðeins í þessu, þegar við þurfum að vinna leik þá var í stöðunni hjá okkur að henda inn Lallana og Sturridge, City leikur sér að því að henda inn Mahrez, Bernando Silva eða Jesus til að breyta leikjum, djöfull væri ég til í smá meira power af bekknum
Afhverju sýnir okkar félag ekki meiri klassa og mokar jafnt báðu megin? Liverpool á að sýna klassa og vera skör ofar en Mourinho liðin og öll skítatrixin sem botnliðin nota t.a.m. Stoke forðum.
Ég er rólegur, við vorum aldrei favorites fyrir mót og á meðan við erum efstir með “tapleik” til góða er lítið sem ég get kvartað yfir. Það sáu það allir að aðstæður voru ekki góðar. Það hentar mun betur há-krossa liði eins og Leicester (t.d Albrighton) að spila í svona aðstæðum. Við viljum halda boltanum niðri og krossa boltanum með jörðinni en grasið leyfði það því miður illa. Það var augljóst.
Fannst nokkrir komast frá þessu ágætlega þ.á.m Keita. Hann var t.d mun meira direct en Gini sem er alltof ragur við að keyra upp miðjuna. Það voru helst Shaq, Bobby og Mo sem komust ekki í takt við neitt og þá er mikið púður farið úr sóknarleiknum.
Fyrirliðin tók sér nýja stöðu og gerði vel, sýnir enn og aftur hvers megnugur captain hann er.
Næstu tveir leikir eru crucial og ég heimta sex stig og gott gras. Það væri svo vel að Arsenal og Chelsea (ólíklegt) geri okkur einhverja greiða í næstu umferðum.
Toppsætið er amk okkar þangað til annað kemur í ljós. YNWA.
Manni finnst einhvern veginn að markmiðinu sé náð. Tala nógu mikið um meintar dýfur Salah (OK það var ein dýfa) í pressunni og dómarar þora ekki lengur að dæma víti fyrir Liverpool. Þó að Liverpool menn hefðu verið fótbrotnir inní teig andstæðinga þá hefði Atkinson ekki dæmt neitt. Hann hafði það ekki í sér, enginn kjarkur eftir umræður undanfarið.
Þetta er eflaust ósanngjarnt osfrv en ég er sannfærður um að Atkinson hefði átt auðveldara með að benda á punktinn ef þetta hefði ekkert verið í pressunni.
Þannig við erum aftur komnir yfir á seinasta tímabil þar sem dómarar gáfu Liverpool einfaldlega ekki neitt í deildinni og hvað þá víti.
Enginn heimsendir þó liðið hafi misst af tveimur stigum. Er pínu hugsi:
…nú hefði verið gott að vera með Clyne
…Shagiri virðist njóta sín betur með því að koma inn af bekknum
…hvað þarf Keita langan tíma til að venjast enskuPL
…var kæruleysi í gangi í leiknum
…var of kalt fyrir Salah
…er breiddin ekki nægjanleg þegar meiðsli hrjá nokkra leikmenn
…vona að meiðslapésarnir komi sterkir inn, ekki veitir af í mannahallæri
Sæl og blessuð.
Uppfærður listi: Ef við vinnum ekki deildina í ár þá getum við velt okkur upp úr.
1. Sentimeternum á móti City
2. Láninu á Clyne
3. Keita fram yfir Fekir
4. Janúarglugganum
5. 45. mínútunni á móti Leicester.
Miðað við gengið á Chelsea og Arsenal er ég ekki viss um að þau lið eigi eftir að standa í bláliðum sem fengu þarna óvænt von mitt í svartnættinu. Þeir verða dýrvitlausir. Nú reynir á okkur.
# 23
Það má alltaf finna eitthvað hjá öllum liðum eftir á en málið er að það er óþarfi að vera að velta sér eitthvað uppúr einhverju svona eftir á. Því að allt hefur áhrif og ef eitthvað slæmt gerist þá gat það gert það að verkum að eitthvað gott gerist síðar og öfuggt.
1. Við vitum ekkert hvernig leikurinn hefði þróast og málið er einfaldlega að við skoruðum ekki en ef þetta hefði farið inn þá hefði það verið aulamark hjá Man City en ekki okkar snilld
2. Clyne vildi fara svo einfalt er það. Já það hefði verið gott að hafa hann t.d í gær en kannski hefði fýlan í kringum hann í klefanum og æfingum slæm áhrif á liðið og aldrei gott að hafa leikmann í kringum liðið sem er svona fúll
3. Þetta var aldrei Keita fram yfir Fekir. Keita var alltaf á undan og var löngu búið að kaupa hann áður en Fekir kom á dagskrá. Fekir hefur fyrir utan ekkert verið að gera mikið í vetur, alltaf meiddur og spilað 12 deildarleiki með 4 mörk í ekki merkilegri deild.
4. Ekkert að þessum janúarglugga, það þarf ekki að kaupa bara til að kaupa.
5. 45 mín gegn Leicester við höfum átt verri háfleika á þessu tímabili gegn veikari liðum en stundum höfum við náð að sigra og stundum ekki. Við erum með 5 stiga forskot þegar 14 leikir eru eftir og ef við missum af titlinum þá er líklegt að við skoðum eitthvað í síðustu leikjunum heldur en 1-1 jafntefli gegn solid Leicester liðið.
Svo má líka skoða annað sem hefur verið með okkur.
1. Man City klúðrar víti gegn okkur sem hefði jafnvel dregið úr okkur allan kjark.
2. Sturridge jafnar alveg í blálokinn gegn Chelsea og heldur okkur taplausum í leik sem við vorum ekki líklegir til að fá eitthvað út.
3. Origi skorar ótrúlegt sigurmark gegn Everton
4. Stór marksmannsmisstök koma okkur yfir gegn CP
Liðið okkar hefur einfaldlega leikið frábærlega á þessari leiktíð.
Töpuð stig hjá Liverpool
1 tap gegn Man City
4 jafntefli gegn Man City, Chelsea, Arsenal og Leicester
= Stórkostlegur árangur.
Nú er bara að halda áfram og reyna að klára þetta tímabil af krafti.
Ég er 100% viss um að við munum landa dramatískum sigrum en ég er líka 100% viss um að við munum á þessari vegfarð tapa stigum.
Svo teljum við bara í restina og sjáum hverju það skilar okkur 🙂
Þessi hugsun hjá Klopp og leikmönum um að hver leikur sé úrslitaleikur hér eftir er mjög góður en í þeim hugsunarhætti er gerð sú krafa að velta sér lítið upp úr leikjum sem eru lokið hvort sem þeir skiluðu 3,1 eða 0 stigum en einfaldlega læra af þeim.
– Þetta er fótbolti og allt getur gerst
YNWA
Sæl og blessuð.
Hárrétt hjá þér #24. Ástríðan teymir mann stundum í ógöngur.
Ætla samt að fá að vera svartsýnn. Það væri t.d. eftir öllu að það kæmi heimsendir rétt um það leyti sem við tryggjum okkur titilinn en áður en bikarinn fer á loft. Væri það ekki eftir öllu?
Sé ekki lógigina í því að fara úr köldu loftslagi í heitt, til þess að gera hvað? Má vel vera að mig mismynni, en hvenar gaf það góða raun? En ok, á meðan manc tapar og við gerum jafntefli og aukum forskotið um 1 stk. þá er ég pall rólegur, og get brosað út í bæði.
YNWA
Liverpool efstir í deildinni. Með fleiri stig en nokkru sinni í sinni sögu, eitt af þremur bestu tímabilum PL. Um allan heim er félagið að eignast aðdáendur. Erum í CL og eigum 50:50 séns að komast áfram gegn Bayern. Bestu leikmenn liðsins allir komnir á langtímasamninga. Skemmtilegasti þjálfari heims. Tveir af hverjum þremur leikjum eru fótboltaveisla. Eigendurnir virðast áhugasamir um langtímaverkefni og að leyfa peningunum að vera inní félaginu. ManU í dauðabaráttu um 4ða sætið. Everton einhvers staðar sem skiptir ekki máli.
Jafntefli á móti Leicester í snjóskafli þar sem dómarinn tók af okkur vítaspyrnu og rautt spjald. Vælubíll.
Er ekki í lagi með ykkur suma hérna?
hæ! tók enginn eftir því að Henderson spilaði stöðu sem bakvörður og varnarmaður og skilaði því starfi að mínu mati vel? Hugsið ykkur að spila eftir gott frí í miklum hita og spila síðan fótboltaleik í hagli, snjókomu og sleipum velli. Það er í lagi að gagnrýna Robertson en tók enginn eftir því hvað hann gerði eins og hann gat til þess að bæta við marki eftir það? Mér fannst liðið í heild vera stressað og alls ekki reiðubúnir fyrir þennan leik.
Hugsið um lið sem hefur marga af sínum mönnum í meiðsl og einn í banni. Sem ég vona að þeir semji við fyrir næstu leiktíð, nefnilega Milner.
Hugsið ykkur lið sem hefur misst bæði eiganda sinn og leikmann í flugslysi og vildu spila vel þrátt fyrir erfiða byrjun. og lið sem vann sig upp í þessum leik.
Hugsið um lið sem er þó enn í fyrsta sæti í úrvalsdeildinni á Englandi með 61 stig.
Og það í lok janúar.
Skv dagatalinu átti ég að poppa og fylgjast með æsispennandi lokastundum gluggans.
Ákvað að horfa bara á málninguna þorna.
YNWA
Sælir félagar
Nú þegar maður róast eftir gærdaginn þá lítur allt betur út. Ég vil gera að mínum orð Sig. Einars #25. Það er í raun glórulaust að velta sér uppúr því sem er liðið. Því verður ekki breytt – aldrei. Hinsvegar er hægt að læra af sumu sem liðið er og annað er bara eins og það var og best að gleyma því sbr. dómgæsluna í leiknum í gær.
Það er nú þannig
YNWA