Síðan Kop.is fór í loftið fyrir næstum aldarfjórðung hafa leikmenn liðsins oft kept við glamúrliðið Real Madrid í Meistaradeildinni. Á þeim tíma hafa pennar síðunar skrifað ansi margt um andstæðingin, margt af því efni sem eldist ekki, svo ég ákvað að taka saman hlekki á alla þessa pistla og hvet lesendur að skoða þá:
2023 á Anfield
2022 úrslit í París
2021 í Madríd
2021 á Anfield
2018 úrslit í Kænugarði
2014 á Anfield
2014 í Madríd
2009 á Anfield
2009 í Madríd
Andstæðingurinn
Með allri virðingu fyrir öllum öðrum liðum, þá eru bévítans Real Madrid konungar Meistaradeildarinnar. Þeir unnu fyrstu fimm árin (1955-60). Hægt væri að telja þá titla ekki með og þeir væru samt með þremur fleiri titla en næsta lið á eftir! Önnur leið til að orða þetta er að Real hefur unnið þessa keppni jafn oft og öllu ensku liðin til samans.
Eftir Covid voru Real komnir í gífurleg fjárhagsleg vandræði. Þórðargleðin var tölurverð, en svo virðist sem þeir séu að komast útúr þeim skógi. Það þýðir ekki að hrokinn sem hefur ósmósað af þeim alla sögu félagsins hafi eitthvað minnkað, skemmst frá því að segja að þeir voru svo gífurlega reiðir að Vinicius þeirra Junior tapaði Balon d’Or að þeir mættu ekki á hátíðina. Gjörsamlega bilað mál, en það er oft þannig að lið spila betur þegar þeim líður eins og allir séu á móti þeim, þannig að kannski var þetta bara sniðugt hjá þeim.
Talandi um ungistirnið Junior. Síðustu ár hefur stjarna hans vaxið, sem hjartað í ógnarsterku og ungu Madríd liði undir handleiðslu Ancelotti. Þegar hann var keyptur 16 ára gamall frá Brasilíu trúði maður varla að hann myndi standa undir væntingum, en hann er orðin að einum besta leikmanni heims. Hann er stjarnan, fremstur í flokki nýrrar kynslóðar Madríd: Bellingham, Kylian Mbappe, Courtois og Valverde. Það er ástæða fyrir því að Perez gat sagt nýlega að Real væri að hefja nýja gullöld og því miður hefur hann mögulega rétt fyrir sér.
Í brúnni er svo gamla brýnið Carlo Ancelotti. Ótrúlegt en satt þá er hann líklega vanmetinn sem þjálfari. Maðurinn sem horfði á liðið sitt tapa í Istanbúl árið 2005 hefur síðan þá sankað að sér titlum í öllum fimm stærstu deildum Evrópu. Það er í raun half ótrúlegt miðað við peningana í enska boltanum að hann hafi bara þjálfað Chelsea á Englandi. Eftir að Real voru niðulægðir í El Classico á dögunum hefur hann stýrt þeim að tveim öruggum sigrum, samtals 7-0, án þess að fá skot á mark.
Þrátt fyrir allt þetta, hefur þessa nýja Meistaradeild ekkert farið sérstaklega af stað hjá Real. Þeir unnu vissulega Dortmund og Stuttgard, en töpuðu fyrir Lille og AC Milan. Þeir sitja því í átjánda sæti þegar riðillinn er hálfnaður og ef þeir ná ekki í þrjú stig þá gæti orðið þrautin þyngri að ná í efstu, sem myndi þýða auka einvígi fyrir þá í janúar. Engin heimsendir, en ekki það sem þeir vildu í upphafi tímabils. Við eigum eftir að sjá þegar árin líða hversu mikilvægt sé að ná þessum topp átta sætum. Kannski skipta þau engu máli, kannski öllu.
Real hafa tilkynnt hópinn sem ferðast til Liverpool, hann er aðeins þunnur, með aðeins átta manna bekk, þar af tvo markmenn:
Síðustu leikir liðanna
Leikurinn á morgun er tólfti leikur þessara liða. Sá fyrsti fór fram 1981, þegar Alan Kennedy skoraði eina mark leiksins og Liverpool tryggði sér sinn þriðja Meistaradeildartitil. Það leið langur tími þangað til leiðir liðanna lágu aftur saman, árið 2009. Það einvígi er ógleymanlegt, þegar Liverpool sigraði eitt núll í Madríd og rústaði Spánverjunum svo á Anfield. Ekki skemmdi fyrir að helgina eftir fór liðið á Old Trafford og vann örugglega.
Síðan þá hefur hvorki gengið hjá Liverpool gegn Spánverjunum. Þegar Brendan Rogers náði að koma liðinu í Meistaradeildina dróst Liverpool með Madríd í riðli og tapaði báðum leikjum nokkuð örugglega. Skammgóður vermir að það Liverpool lið átti engan séns að gera gott mót í Evrópu það ár.
Nokkrum árum síðan var það úrslitaleikurinn í Kænugarði. Það eina góða sem ég get sagt um þann leik er að hann var eldsneytið sem knúði Liverpool áfram næsta árið í Meistaradeildinni. Einvígi liðanna 2021 tapaði Liverpool nokkuð öruggt, sem og úrslitaleiknum 2022 og ári seinna mættust liðin svo aftur í útsláttarkeppninni og Real rasskellti Liverpool á Anfield.
Þegar við horfum aftur á Klopp árin er nokkuð ljóst að Real Madríd hafði algjört tak á okkar mönnum. Ótrúlegt að hugsa til þess að liðin hafi mæst þrjú ár í röð, sem og að sama fjandans liðið hafi kostað Liverpool tvo úrslitaleiki í Meistaradeildinni á stjóratíð Þjóðverjans okkar. Á morgun mæta Liverpool þessum erkifjendum enn einu sinni, væntanlega í hefndarhug.
Okkar menn
Eru ekki örugglega allir búnir að reita af sér „kalt á toppnum“ brandara undanfarið? Allir? Gott, njótið og verið dugleg við það!
Leikurinn gegn Southampton um helgina var eins dæmigerður fyrsti-eftir-landsleikjahlé og þeir gerast. Nema auðvitað að Liverpool vann, sem hefur ekki alltaf fylgt þessum leikjum. Reyndar er Liverpool sigur frekar dæmigerður þessa dagana, sem er náttúrulega frábært.
Framundan er risa vika hjá liðinu, fyrst Real og svo City um helgina. Eina leiðin til að tækla svona er að gleyma allri þreytu, treysta því að menn fari þetta á orkunni á Anfield og sjá svo hvað setur. Slot vildi örugglega að þessi vika kæmi svona viku seinna, svo Trent, Jota og Alisson væru komnir aftur úr meiðslum. Tsimikas fékk víst bara smá högg, þannig að ég held að hann taki sætið í byrjunarliðinu, ásamt Konate, Van Dijk og Bradley. Maður mótsins hingað til, Gravenberch, verður á sínum stað og ég spái að Szoboszlai og MacAllister verði með honum.
Svo er framlínan spurning. Kóngurinn er sjálfavalinn, en eru Diaz og Gakpo svo heitir að það sé betra að spila öðrum þeirra úr stöðu en að láta Nunez hefja leik? Ég held ekki, fyrir utan að ég held að Slot vilji geta sett Diaz inná ferskan til að breyta leiknum. Þannig að þetta verður svona.
Spá
Helgin og staða Liverpool í Meistaradeildinni veldur því að ég held að menn muni ómeðvitað ekki fara á milljón inn í þennan leik. Ég spái að þetta endi 1-1, Real kemst yfir en sjóðheitur Salah jafnar leikinn.
Hvernig spáið þið þessu?
Ancelotti þjálfaði reyndar Everton á Englandi líka. Vissulega eðlilegt að gleyma því og þeirra sorgarsögu.
Já alveg rétt. Ekki furða að ég hafi ekki munað eftir því þegar ég var að taka saman liðin sem hann hefur stýrt, ég var að skoða síðu sem þuldi upp unna titla…
Gamla liðið hans Slot er heldur betur að gleðja í Meistaradeildinni í kvöld! Gerðu sér lítið fyrir og unnu upp 3-0 forskot Man City og náðu jafntefli 3-3. Og City var á heimavelli!
Karma karma karma karma karma… kameljón!
Persónulega er mér alveg sama þó þessi leikur tapist, bara svo lengi sem við vinnum þá í úrslitaleiknum í vor.
Ég vil alls ekkert tapa þessum leik enda komin með nóg af því að tapa fyrir þessu fjandans liði.
Við erum á Anfield og það er Real sem að á að óttast í kvöld.
Vinnum bara þennan leik, nenni ekki Real kjaftæði.
YNWA
It’s beginning to look a Slot like Christmas.
Streymi á leikinn ?