Það var hvorki sannfærandi en sérstaklega fallegt þessa helgina en Liverpool er komið með átta stiga forskot á toppnum eftir aðeins 12 umferðir, það er sérstaklega fallegt og sannfærandi. Framundan er rosalegt leikjaprógramm sem byrjar á Real Madríd með Man City í eftirrétt!
Bætum miðvörðum við Ögurverks liðið og óskum eftir djúpum miðjumanni við næst í þetta lið Brostinna vona. Spáum svo auðvitað í því helsta frá síðustu helgi.
Happatreyjur.is – Gjafaleikur
Einnig var dregið út og tilkynnt sigurvegarann í Happatreyjur.is leiknum og þökkum við frábæra þáttöku. Happatreyjur eru auðvitað jólagjöfin, endilega kynnið ykkur málið á happatreyjur.is.
Lesendur Kop.is geta notað afsláttakóðan afsláttakóða KOP10
Stjórnandi: Einar Matthías
Viðmælendur: SSteinn og Maggi
Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel / Ögurverk ehf / Done
MP3: Þáttur 498
Takk fyrir godan thatt.
Thid nefndud Andy Robertson i thaettinum – hef verid ad bida eftir thessari umraedu thvi mer finnst hann hafa komid inn i nytt timabil i 2. gir. Hann virkar haegur, “linari” en adur, compensatar med panik brotum, og vinstri kantmenn andstaedinganna hafa sumir att field day a moti honum (t.d. Madueke).
Andstaedingar Liverpool fa miklu fleiri chances created fra haegri kanti, og miklu fleiri krossar koma thadan lika. Sendingakort syna lika ad andstaedingar Liverpool satsa miklu meira a ad byggja upp soknir sem enda hja haegri kantmanni theirra, gegn Robertsson. Thad er kannski osanngjarnt ad singla Robertson einan ut, thetta gaeti lika haft ad gera med midjuna og kantara vinstra megin hja okkur – en mer hefur einmitt fundist su hlid vallarins duglegri ad vinna til baka.
Thad er erfitt og leidinlegt ad vera ad benda a hann einan, verid frabaer i svo langan tima, en mer hefur fundist hann vera i brasi i flestum leikjum Liverpool a medan adrid hafa att off dag c.a. 1-2 sinnum.
Eg vil sja Liverpool adressa thessa stodu og passa ad lidid haldist ferskt i ollum stodum. Sjaid Man City t.d. nuna sem eru med eldra lid ar eftir ar og hafa ekki endurnyjad nogu mikid – eiga slaeman manud og timabilid nanast farid – dottnir ur bikar og langt a eftir i deid og vesen i Champions League.
Liverpool, please semjid vid TAA, VVD og Salah helst a morgun og endurnyjid vinstri bakvardarstoduna og tha a enginn break naestu 2 arin.
Rayan Aït-Nouri, Antonee Robinson, Milos Kerkez. Allir frabaerir a boltann, ungir, thekkja PL, vaeru ekki dyrir, hradir, og geta varist.
YNWA.
Sorry, ekki vinstri kantmenn andstaedinganna, heldur haegri kantmenn andstaedinganna
Já því miður sorgleg staðreynd að vinsti bakvarðastaðan hjá okkur er sú veikasta finnst manni.
Tsmikas var ALDREI nógu góður fyrir Liverpool og Robertson droppið á honum er sökum þess að þessi leikmaður hefur ávalt gefið 200% í gegn um tíðina og spilaði alla leiki undir Klopp
nema þegar hann meiddist.
Nú meiga þessir grín kallar Edwards og Hughes sem eru btw ekki búnir að gera JACKSHIT frá því þeir komu til Liverpool nema kaupa hauginn hann Chiesa.
Það glansar allt hjá okkur þessa stundina með Slot sem er greinilega góður þjálfari og hefur sýnt að þetta er enginn heppni þessi byrjun hjá okkur en manni svíður að hann skuli ekki fá neitt backup frá FSG og co.
Að samningsmálin séu í lausu lofti með VVD,Salah og Trent ég vill hausana af Edwards og þeim ef þeir fara ekki að drullast til að semja við þá algjörlega óásættanleg staða.
Það þarf svo að fjárfesta aftast þetta er að koma betur í ljós að Robbo er engan veigin að koma til baka eins og maður var að vona og þá verðum við að fá eitthvern sem er góður þeirri stöðu og Tsimkas er ekki rétti maðurinn.
Fá inn 6una sem allir voru að tala um meiðist Grav þá fer þetta í skrúfuna þó að Endo sé sæmilegur plástur og hafi staðið sig ágætlega á síðasta þá er hann ekki framtíðin.
Ég vill fara sjá FSG taka upp veskið og semja við okkar 3 bestu leikmenn strax !
Rétt hjá þér, algjörir grínkallar þessir Edwards og Hughes.
Ekkert gert nema að ráða einhvern noname skallapoppara frá Feyenoord. Taflan sýnir okkur augljóst að gaurinn veit ekkert hvað hann er að gera.
Undir Klopp var innkaupastefna Edwards alveg í ruglinu eins og t.t. þegar þeir ákváðu að kaupa einhvern Egypta sem hafði floppað hjá Chelsea þegar Klopp vildi Julian Brandt.
Rétt hjá þér, algjörir grínkallar þessir Edwards og Hughes.
Ekkert gert nema að ráða einhvern noname skallapoppara frá Feyenoord. Taflan sýnir okkur augljóst að gaurinn veit ekkert hvað hann er að gera.
Undir Klopp var innkaupastefna Edwards alveg í ruglinu eins og t.t. þegar þeir ákváðu að kaupa einhvern Egypta sem hafði floppað hjá Chelsea þegar Klopp vildi Julian Brandt.
Þetta var svo svakalegt comment hjá þér að það kom 2svar.
Það er enginn að tala um hvað var gert fyrir 7 árum það er verið að tala um þetta tímabil það var enginn styrking á hópnum bara crossað fingur með Slot.
Það er ekki Edwards eða Hughes að þakka núna að liðið hefur byrjað svona undir Slot það er honum og gæða leikmanna sem fyrir eru að þakka.
Sá eini sem var keyptur var Chiesa og hann hefur verið meiddur núna í 2 mánuði.
Það er akkurat málið þú horfir á töfluna núna ég hef áhyggjur af samningamálum lykilmanna.
Ertu bara sáttur við að það sé að verða kominn desember og eftir 1 mánuð geta hvaða klúbbar komið og talað við okkar menn og farið að snúa hausnum á þeim og truflað það sem er í gangi hjá okkur?
Það átti ALLTAF að vera búið að klára þetta.
Eigum ekki að vera í þeirri stöðu að 3 af okkar bestu lykilmönnum séu enn samningslausir að detta í desemeber.+
Ef þú skilur þetta ekki get ég ekki hjálpað þér.
Ég er að benda þér á að það voru grínkallarnir Edwards og Hughes sem réðu Slot.
Ef þú nærð því ekki þá get ég ekki hjálpað þér.
Endilega haltu áfram að kveina fyrir því að allt sé í volli í klúbbnum og menn viti ekkert hvað þeir eru að gera.
Til hliðsjónar getur þú haft stöðutöfluna í PL og meistaradeild.
Sælir félagar
Takk fyrir þáttinn. Ég tek undir áhyggjur manna vegna samningamála og finnst að Carra hefði mátt styðja Salah í stað þess að hrauna yfir hann. Salah er einstakur leikmaður og við værum ansi mörgum sætum neðar án hans. Einnig er áhyggjuefni að ekki skuli vera komið “bakkupp” fyrir Robbo sem flestir taka undir að er farinn að dala svo sjáanlegt er. Milos Kerkez er gríðarlegt efni og er þegar orðinn mjög góður. Ég væri til í hann. Svo er bara að semja við Salah, VvD og TAA sem fyrst ekki síst þar sem þeir hafa (samkvæmt orðrómi) allir gefið í skyn að þeir vilji semja. Það verður bara að kosta það sem kosta þarf.
Það er nú þannig
YNWA
Við gætum líka verið með fleiri stig án hans……..nei segi svona 🙂 Það er ekkert hægt að fullyrða um stöðuna ef þessi eða hinn er eða er ekki. En Salah er svakalegur þessa stundina. En ég vona svo sannarlega að vitringarnir þrír semji allir við okkar ástkæra klúbb. Er með smá kvíðahnút ef ekkert skýrist á næstu vikum og lið fari að bjóða í þá í janúar. En Slot mun vonandi tækla þá miklu áskorun ef hún kemur 🙂
YNWA
Flott að vanda.
En það er að koma á daginn að þessi samningsmál myndu hafa áhrif og aldrei gott að vera með þetta í lausu lofti.
það að Salah fari í þetta viðtal og svo að Carra svari í framhaldinu. og nú hafa fleiri komið að borðinu að ræða þetta opinberlega.
Og vona innilega að innan hópsins sé þetta allt í góðu og menn séu ekki að velta þessu fyrir sér. sem er ótrúlegt samt miðað við að Salah ákveði að setja þetta í loftið.
En öll umræða að borga þeim bara ófylltan tékka bara það sem þeir vilja er galið.
en í barnslegu hjartanu vonar maður svo mikið að þetta sé allt klappað og klárt með þessa þrjá og um leikrit sé að ræða! allt sé í fokki. en heilinn segir manni að sjálfsögðu að svoleiðis virki þessi heimur ekki.
En allavega! ég man þegar Klopp steig framm og sagðist vera að hætta!. Maður var ekkert eðlilega sleiginn!. En maður er ekki mikið að sakna hans í dag! FSG erum með PLAN! og það virðist virka. Liverpool er búið að vera meira og minna ótrúlega gott lið síðan þeir komu með 90 plús stig ár eftir ár og menn geta rætt titlana en á eðlilegum tímum og ánn 115 kærumála þá værum við meistarar nær árlega á FSG árunum. eins erfitt og það er að treysta þeim oft því það tekur á að sjá alla hina fá nýtt dót meðan gert er við okkar. en það virkar! svo ég treysti FSG 100% fyrir þessu.
Plan FSG virdist snuast um ad hamarka arangur ut fra fjarfestingunum sem their fara i — sem er edlilegt, en thad vaeri rosalega gott ad baeta vid orfaum prosentum og setja statement med ad semja vid thessa 3 lykilleikmenn og skilja oll hin lidin eftir i rykinu. Nefnid betri midvord en VVD, betri right back en Trent, og betri kantframherja en Salah… Mer er alveg sama hvad their kosta a viku – ef Liverpool aetlar ad vera besti klubbur i heimi tha thurfa their ad signa tha alla, eda ad replace-a thessa gaeja med odrum 3 heimsklassa leikmonnum, sem gefa engan afslatt, og fa liklega lengri samninga en VVD og Salah! Gaedi kosta.
Thetta season er svo gullid taekifaeri. Arsenal bunir ad stroggla, City lika, baedi lid toluvert a eftir okkur. Chelsea og Man Utd med nyja managera en badir eru ansi lofandi og thessi lid munu na ser a strik aftur. Villa og Newcastle eru meira ad segja veikari. This is it! Ef FSG semja vid thessa 3 tha er Liverpool komid a undan i sinu ferli en allir keppinautar thess a Englandi allavega neastu 2 arin, og eg er nokkud viss um arangur i CL lika.
Hin lidin bidja til aedri mattarvalda ad FSG haldi afram ad vera passivir og ad vid missum 1-2 af thessum 3 lykil hestum – og thad er ekkert sem bendir til ad thad se ekki ad fara ad gerast.
Eg ottast ad FSG og stjornendur Liverpool haldi ad their seu adeins klarari en their eru, og aetli ad outsmarta og outwhitta alla adra, thegar thad er engin thorf a thvi – kostirnir eru allir beint fyrir framan nefid a theim, thad tharf bara ad executa. Thad er gott ad hafa struktur, reglur og vera methodological, en stundum tharf ad brjota odda a oflaeti sinu og gera bara thad sem meikar sense hverju sinni.
Og eg visa ollu tali um ad setja fordaemi bara til fodurhusanna. Ef thad kemur einhver i framtidinni, 32 ara, og segist vilja sama samning og Salah og VVD fekk a sama aldri, tha er ofur einfalt ad segja bara “heyrdu vinur, thu ert bara slakari leikmadur og ert ekki thess virdi ad semja vid, bless”.
Sælir bræður og takk fyrir góðan þátt.
Það er sagt að meistaralið geta unnið illa og það sannaði sig um helgina, litla bananahýðið sem þetta Southampton-lið er. Staðreyndin er hinsvegar sú að 8 stiga forskot á toppnum er okkar hlutskipti þessi mánaðarmótin og hefði bjartsýnispésanum mér ekki dottið það einu sinni í hug í upphafi tímabils.
Leikurinn á móti Man€ity næstu helgi er því leikurinn – sá leikur sem mun ákvarða það hvernig tímabilið mun þróast í ensku úrvalsdeildinni. Ef við sigrum og náum 11 stiga forskoti á olíufélagið þá erum við að verða enskir meistarar í vor. Ef við töpum þá er þetta allt galopið ennþá þrátt fyrir 5 stiga forkot. Jafntelfli? Það skilar okkur 9 stiga forskoti og er hrikalega gott forskot inn í þéttan desember.
Í ljósi þess að Man€ity klúðraði 3ja marka forskoti í gær á móti Feyenoord segir manni að það er eitthvað brot í sjálfsmynd liðsins. Hvort að þeir nái að sparsla upp í það fyrir sunnudaginn veit ég ekki en ég vona það bara innilega að okkar menn mæti þungvopnaðir og láti kné fylgja kviði – aldrei hefur Man€ity verið eins vængbrotið og nú og það er því full þörf á að pakka þeim saman og jarða þá.
Að því sögðu þá vona ég að við náum samhliða þessu að jarða Real Madrid-grýluna í kvöld 🙂 er það óskhyggja að vonast til að báðir leikir endi með sigri?
Það held ég ekki 🙂
Áfram að markinu – YNWA!
Jafntefli færir hvoru liði 1 stig er það ekki? svo við höldum okkar 8 stiga forystu ef leikar enda þannig.
Þar sem við erum á Anfield og City er í þessari sögulegu krísu þá held ég að sigur sé það eina sem kemur til greina. Átta stiga forskot er fljótt að fara, sér í lagi þar sem við mætum þeim svo næst á Ethihad og Pep væntanlega búinn að kítta í sprungurnar.
Við verðum því að vinna um helgina. Ættum að spila þennan leik af yfirvegun og rótera svolítið.
Já, það er rétt, hvort lið fær eitt stig, kennaraverkfallið er farið að segja til sín 🙂
Þetta er leikur tímabilsins sem er framundan – sigur mun gefa okkur titilinn.
@Þröstur, okkar stoð og stytta 🙂 Við tökum fyrir djúpa miðjumanninn næst.
Það er nú frekar fátt um fína drætti hvað varðar brostnar vonir hvað varðar djúpa miðjumenn þannig að við þurfum að kafa ansi djúpt til að geta sett fram ágætan lista til að velja úr og í raun höfum við heldur ekki fengið upp neina leikmenn sem hafa eignað sér þessa stöðu heldur. Verð að segja að ég batt nú ekki neinar vonir um að neinn þessara leikmanna væri næsti Makelele en kannski að við fengjum einhverja rotation leikmenn úr þessu en það hefur verið afskaplega lítið um það.
Hér eru nokkrir sem má kannski ræða um:
Phil Charnock (1992-96) – Verð að játa að þessi er í raun fyrir mína tíð og ég er ekki alveg klár á hvort hann var meiri sexa eða átta en alla veganna er hann enn yngsti leikmaður Liverpool til að spila í Evrópukeppni (17 ára og 9 mánaða) þannig að einhverjar vonir hafa nú væntanlega verið bundnar við hann en hann náði aldrei deildarleik með Liverpool. Átti sín bestu ár með Crewe Alexandra áður en hann fór á flakk með minni liðum. Kom svo aftur og og þjálfaði yngri liðin í akademíu Liverpool.
Alan Navarro (2000-02) – Er nú helst “frægur” fyrir að hafa verið að banka á aðalliðsdyrnar á svipuðum tíma og Gerrard og Carragher en ef ég man rétt var hann nú aldrei nein vonarstjarna. Spilaði svo með liðum eins og Tranmere, Macclesfield, MK Dons og Brighton (áður en Brighton urðu góðir) í neðri deildunum.
John Welsh (2001-06) – Á samtals 10 leiki fyrir Liverpool, flesta sem varamaður og átti meira að segja mínútur í Evrópu í leiðinni að Istanbul 2005 en var ekki í hópnum í úrslitaleiknum. Eins og svo margir fann hann sig svo í neðrideildunum með liðum eins og Hull, Tranmere og Preston North End. Átti yfir 400 leiki á baki þegar hann lagði skóna á hilluna 2019.
Lee Peltier (2004-08) – Fjölhæfur leikmaður sem spilaði kannski meira sem bakvörður og miðvörður en gat spilað djúpan miðjumann líka. 3 deildarbikarleikir og einn í Meistaradeildinni áður en hann fann sig í neðri deildunum og meir að segja tvö tímabil í Premier League með Cardiff og WBA. Spilaði tæpa 600 en er án félags í augnablikinu eftir að hafa spilað í fyrra með Rotherham United.
Damien Plessis (2007-10) – Kom 19 ára til Liverpool frá unglingaliðum Lyon. Benitez virtist hafa nokkra trú á honum og hann spilaði nokkra leiki í deild, deildarbikar og Evrópukeppni. Fór frá Liverpool til Panathinaikos þar sem hann fékk lítið að spila. Flakkaði svo á milli liða í Englandi, Frakklandi og Sviss en endaði ferilinn með Orebro í Svíþjóð 2017. Náði hvergi að festa sig í sessi.
Jay Spearing (2008-13, 2022-) – Kannski stærsta nafnið á listanum og með flesta leiki fyrir Liverpool en get ekki sagt að maður hafi nokkurn tímann átt von á því að hann yrði einhver stórstjarna. Spilaði samt 55 leiki fyrir Liverpool áður en ákveðið var að hann væri bara ekki nógu góður. Fór frá Liverpool til Bolton í Championship deildina, fell með þeim og spilaði svo í League one og svo League two áður en hann kom aftur til Liverpool 2022 þar sem hann æfir og spilar með U21 liðinu í dag.
Jordan Rossiter (2014-16) – Sennilega sá fyrsti sem ég get sagt að hafi veitt mér einhverja von um að yrði eitthvað enda var hann ungur farinn að fá tækifæri með aðalliði Liverpool. Spilaði í deildarbikarnum og skoraði gott mark þegar hann var 17 ára en leikirnir urðu bara 5 í heildina fyrir Liverpool. Fór frá okkur til Rangers í Skotlandi þar sem hann spilaði lítið. Var lánaður frá Rangers í neðri deildirnar i Englandi og fann sitt level þar. Spilar í dag með Shrewsbury Town í League One.
Kevin Stewart (2014-17) – Kom tvítugur til Liverpool eftir að Tottenham sem einhvers konar Tottenham reject þannig að ég get ekki sagt að væntingarnar hafi verið miklar en hann varð þó fínasta skiptiminnt upp í kaupin á Andy Robertson. Hefur spilað með Hull City og Blackpool í Championship og League one.
Pedro Chirivella (2013-20) – Kom 16 ára úr unglingaliðum Valencia. 18 ára fékk hann nokkra leiki í deild, bikar og Evrópukeppni. Fór svo á lán til Hollands í tvö tímabil þar sem hann spilaði töluvert, næsta tímabil var reynt að lána hann til Spánar en eitthvað pappírsklúður varð til þess að hann kom gat ekkert spilað þar og lék bara með varaliðinu tímabilið 2018-19.Hann spilaði svo nokkra bikarleiki, þar af einn á móti MK Dons þar sem hann var víst ólöglegur og kosstaði Liveprool 200.000 pund í sekt. Rann svo út á samningi og gekk í raðir Nantes þar sem hann hefur verið í nokkuð stóru hlutverki í Ligue 1.
Marco Grujic (2016-20) – Var fyrsti leikmaður sem samdi við Liverpool eftir að Jurgen Klopp tók við Liverpool. Zeljko Buvac fór víst til Belgrade til að ræða við pabba hans til að sannfæra hann um að ganga til liðs við Liverpool en lið eins og Inter, Juve, Chelsea og AC Milan höfðu sýnt honum áhuga. Þá var Grujic rétt tæplega tvítugur þannig að maður var svona að vona að þarna væri framtíðarleikmaður á ferð. Var lánaður til Cardiff, tvö tímabil Hertha Berlin og svo til Porto en leikirnir fyrir Liverpool urðu ekki nema 16 áður en hann var seldur varanlega með smá hagnaði til Porto þar sem hann er í sæmilega stóru hlutverki og spilar enn.
Stefan Bajcetic (2020-) – Það er nú fullsnemmt að afskrifa hann sem brostna von strax. Er enn á samningi við Liverpool og er bara 20 ára en er á láni hjá Salzburg. Fannst hann gríðarlega mikið efni þegar hann var að spila slatta tímabilið 2022-23 en læm meiðsli urðu til að hlutverkið varð töluvert minna tímabilið eftir. Ég tek fram að hann er alls ekki kandídat í liðið í dag en ef hann mun ekki koma til baka og festa sig í sessi hjá Liverpool þá er hann klárlega mesta talentið sem við höfum misst af í þessari stöðu.
Tyler Morton (2021-) – Sama má segja um Tyler Morton og Bejcetic að ég set hann alls ekki í þennan flokk enn þá. En hann er orðinn 22 ára, við erum búin að bíða lengi eftir honum og hann fær ekki mínútu með liðinu fyrir utan deildarbikarinn. Ég er orðinn nokkuð svartsýnn um að hann verði nokkurn tíma Liverpool leikmaður.