Liðið gegn Real Madrid

Þá er komið að því að Real Madrid heimsækir Anfield í fimmtu umferð Meistaradeildarinnar og er Liverpool enn sem komið er taplaust í keppninni en fær nú sína stærstu áskorun í keppninni hingað til í kvöld.

Lið Liverpool í kvöld er skipað svo:

Kelleher

Bradley – Konate – Van Dijk – Robertson

Jones – Gravenberch – Mac Allister

Salah – Nunez – Diaz

Bekkurinn: Jaros, Davies, Gomez, Endo, Gakpo, Quansah, Morton, Elliott, Trent, Szoboszlai

Heilt yfir sterkt lið en Tsimikas er frá vegna meiðsla og Alisson, Jota og Chiesa eru ekki klárir til að vera í hóp en það er hins vegar Trent sem er kominn á bekkinn. Szoboszlai á bekknum er kannski svona það óvæntasta að mínu mati og smá hissa að Gomez væri kannski ekki í bakverðinum.

Sjáum hvað setur!

42 Comments

Skildu eftir athugasemd
    • Það fylgir honum…..búinn að vera góður hingað til væri gaman að sjá hann skora….

      1
  1. Fáum liðum geðjast mér síður að en þessu leikfangi Francos.

    Mikið væri nú gaman að vinna þá.

    Byrjar feykivel. Glæsileg frammistaða. Nokkur ágæt færi.

    5
  2. Undarlegt ósamræmi í dómum í þessum leik hingað til…..bara spjöld í aðra áttina. Vona að það komi ekki í bakið á okkur. Við búnir að vera sterkari aðilinn en það telur ekki til stiga. Klárum þetta í seinni.
    YNWA

    4
    • já við erum öllu vön í þeim efnum. Fáránleg gul spjöld á færibandi. Gæti reynst okkur dýrt.

      3
  3. Bradley frábær í fyrri.
    Erum betri í seinni hálfleikjum ætlum að taka þetta í seinni !!!!

    YNWA

    2
  4. Fyrirsjáanlegt. Ekkert plan hjá RM en fullt af glæpsamlega dýrum leikmönnum og þessi markvörður sem við þekkjum of vel. Frábærir sprettir hjá okkar mönnum en það er auðvitað fáránlegt að vera með þennan rándýra hóp og liggja í vörn eins og eitthvert Stoke-lið.

    Óþolandi lið, segi ég og skrifa.

    En að okkur: Nunez búinn að vera í sínu allra besta formi. Gefur engin grið. Vörnin þétt og Macca hefur verið frábær á miðjunni. Nú vonum við að Salah fari í seinni-hálfleiks-gírinn. Þá er hann til alls vís!

    4
  5. Belgíska vafflan þarf alltaf að eiga ógeðslega góðan leik á móti okkur, vel óþolandi. En mjög sterkur hálfleikur hjá okkar mönnum, finnst við vera með yfirhöndina bæði taktískt og gæðalega séð. Bradley vá… Koma svo!!

  6. Vá hvað þetta var mikið masterclass í að brjóta niður svona Tony Pullis lið!

  7. Vááá!

    Var þetta fallegt eða var þetta fallegt? Þvílíkt samspil hjá Bradley og Mac Allister! Hunang og rjómi.

  8. Ekki Robbo aftur !?! Andskotans, nú er Skotinn farinn að daprast. Víti í hverjum leik?

    • mjög góð spurning!

      Ekki brilleraði Alisson amk í síðasta leik gegn RM!

      1
  9. Hverjir geta skrifað svona handrið aðrir en okkar ástkæru leikmenn?

    Vá! Kelleher að verja annað vítið í röð og í þetta skiptið frá Mbappe!

    2
  10. Lúxusvandamál 101:

    Bradley og Kelleher eru búnir að leika af slíkri list að maður sér varla hvernig þeir eiga að fara aftur á bekkinn.

    2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Real Madríd í Meistaradeildinni (aftur)