Liverpool vann virkilega sannfærandi sigur á Real Madrid á Anfield í dag með tveimur mörkum gegn engu. Alexis Mac Allister kom Liverpool yfir og Cody Gakpo innsiglaði sigurinn, Salah klúðraði víti og Kelleher varði eitt.
Hvað gerðist markvert í leiknum?
Liverpool tók bara stjórn á öllu í leiknum bara frá upphafsflauti og út leikinn. Strax á þriðju mínútu átti Liverpool álitlega sókn þegar Nunez á skot sem fer framhjá Courtois í marki Real Madrid og fór í varnarmann sem náði að bjarga á línu.
Áfram var það Liverpool sem átti færin en vantaði kannski aðeins upp á að geta gert betur úr þeim og sömuleiðis var Courtois enn að þvælast fyrir skotum Liverpool eins og honum einum er lagið – helvítið á honum!
Það var ekki fyrr en snemma í síðari hálfleik að Liverpool átti hörku spil og endaði með því að Bradley átti sendingu á Mac Allister sem skoraði með lúmsku skoti. Mjög verðskuldað mark fyrir Liverpool sem hélt svo bara áfram að stýra leiknum eftir það.
Nokkur álitleg færi komu frá Liverpool en Robertson fékk á sig afar óheppilegt víti en Kelleher gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna. Tvær vítavörslur á nokkrum dögum er ekki amalegt hjá þessum virkilega góða markverði. Skömmu síðar fíflaði Salah varnarmann og var felldur og fékk tækifæri á að koma Liverpool í tvö núll en skot hans var mjög slakt og endaði framhjá.
Cody Gakpo kom inn á af bekknum og skoraði svo annað markið sem gerði út um leikinn með frábærum skalla eftir góða útfærslu á föstu leikatriði. Real reyndi aðeins að klóra í bakkan en Kelleher og varnarmenn Liverpool sáu auðveldlega við því.
Hvað réði úrslitum?
Einfaldlega bara gæðamunurinn í frammistöðum liðanna. Liverpool var lang, lang, lang besta liðið á vellinum. Þeir sóttu frábærlega, miðjan yfirtók leikinn og vörnin kaffærði öllu sem Real Madrid reyndi að gera.
Hverjir stóðu sig vel?
Allir. Það voru allir frábærir í dag – flottar einstaklings frammistöður en það var aðallega þessi liðsheild sem gjörsamlega gerði út um leikinn.
Kelleher gerði allt sig virkilega vel og varði þessa vítapsyrnu. Robertson átti að mér fannst góðan leik og miðverðirnir tveir þurftu ekki að hafa mikið fyrir hlutunum.
Gravenberch heldur áfram að vera frábær og þeir Mac Allister og Curtis Jones líka. Salah fannst mér sterkur, Nunez var mjög líflegur í fyrri hálfleik og Diaz átti góðar rispur en ég held að maður leiksins sé bara Conor Bradley. Bakvörðurinn lagði upp mark, átti gott skallafæri og gjörsamlega kæfði Kylian Mbappe í dag og stimplaði sig vel inn í leikinn þegar hann straujaði Mbappe snemma í leiknum sem virtist koma liði og stúku í annan gír.
Hvað hefði betur mátt fara?
Það var ekkert að þessari frammistöðu, hún var að mestu fullkomin. Jú, Salah hefði átt að skora úr vítinu en áfram gakk bara.
Konate haltrar eftir leik eftir að krakkaskíturinn Endrick keyrði inn í hann og virtist stíga á hann eða eitthvað og Bradley fór út og hélt um lærið. Ef þeir eru meiddir þá er það ömurlegt og hefði mátt fara betur.
Umræðan eftir leik
Liverpool er áfram á toppnum á öllum keppnum og líta bara fáranlega vel út – enda skiljanlegt því þeir hafa átt svo auðvelt prógram og ekki spilað við nein góð lið hingað til…
Man City um næstu helgi og þeir hafa verið í skelfilegu formi, sigur þar kæmi Liverpool ellefu stigum á undan þeim og öll umræðan fer eflaust út í það. Job done og staða Liverpool í Meistaradeildinni er frábær og þá er það að stíga fastar á forskotið í deildinni.
Þvílíkur dýrðarleikur! Þvílík skemmtun! Þvílíkt lið og þjálfari!
It’s beginning to look a Slot like Christmas… <3
Smá vonsvikinn að hafa e?ki unnið 3-0 eins og ég spáði en flottur sigur á real.
Kelleher er svo geggjaður markmaður að ég verð fúll að missa hann næsta sumar.
Slot er fyrsti stjórinn í ensku deildinni til að vinna fyrstu 5 leikina í meistaradeildinni og það með markatölunni 12-1
Þvílíkir leikmenn, þvílíkt lið og þessi stjóri.
Bring on man city
Hinn írski Kevin okkar Kelleher hlýtur að geta gert ansi sterkt tilkall til þess að halda sæti sínu þó svo að Alisson sé að snúa aftur úr meiðslum. Hver gæða frammistaðan á fætur annarri og svo er hann algjör vítabani, búinn að verja síðustu þrjú víti sem hann hefur mætt (ef landsliðið er talið með). Það væri ljótt ef hann yrði verðlaunaður fyrir frammistöðuna undanfarnar vikur með því að vera hent á bekkinn aftur. Alisson vissulega frábær en sá írski bara ekkert síðri valkostur í dag. Þvílík breidd í þessu liði
Þvílíkur leikur og þvílík lið!
Skeindum þessu ofdekraða Madrídarliði! Mbappe, Bellingham, Courtouis og sá stutti aldni króatíski…. ,,farið þið frá” eins og þeir sungu!
Nú er bara að vona að Konate og Bradley jafni sig fljótt!
Ég hermi eftir (ætlaði samt að segja það sama): Þvílík spilamennska! Þvílíkur Bradley, Kvóím og allir.
Til hamingju Liverpool fólk. Það er eitthvað últra-spes í gangi.
YNWA
Þvílíkir yfirburðir!
RM áttu ekki breik í besta lið Evrópu í kvöld.
YNWA
Vá!… þetta Real lið leit ekki vel út og það í leik sem svo miklu meira var undir hjá þeim en okkur!.
Þurfum við ekki að fara ræða þennan Arne Slor Lalala eitthvað nánar.
Var Liverpool að ráða einhvern galdrakall í sumar?
Eða erum við en að bíða eftir erfiða programinu? 😉
Skulum róa okkur aðeins, við höfum ekki ennþá átt leik við lið ofar en okkur síðan í viku eitt bæði í ensku og evrópu 🙂
Liverpool haven’t played anyone yet
og Arsenal og City að glíma við slíka meiðslakrísu að elstu menn muna vart annað eins.
Missti því miður af leiknum. Veit einhver hvar hægt er að finnu upptöku af honum?
Kemur alltaf inn á footballhighlights á reddit
Takk
Stórkostlegur leikur hjá okkar mönnum. Hef smá áhyggjur, lá Van Dijk meiddur. þarna í lokin?
Annrs besti leikur tímabilsins, RM átti aldrei séns,
Það var Konate.
Konate ok vonandi ekkert alvarlegt.
Kelleher og Bradley áttu stórleik.
Hrikalega ánægður með baráttuna í þessum leik betri á öllum sviðum.
Vonandi jafna Bradley og Konate sig fljótt.
Loksins loksins unnum við þetta RM lið!
YNWA
Es komiði með City það á að slátra næstu helgi !
Sælir félagar
Þvílíkt lið og þjálfari. Hver einasti leikmaður var góður sumir mjög góðir en bestur var strákurinn í hægri bakverðinum. Conor Bradley var svo góður, öruggur og flottur að enginn annar leikmaður á vellinum var nærri honum og þó voru þeir rauðklæddu að spila mjög vel. Öll tölfræði leiksins sýndi það sem við sáum – Liverpool var klassa betra en þetta “stórlið” Real Madrid. Bellingham gat ekkert og þó var hann besti leikmaður þeirra. Snilldin tær og takk fyrir mig
Það er nú þannig
YNWA
PS. hvað hefur TAA að sækja til Madrid – ég bara spyr?
Betra veður er það eina sem mér dettur í hug :=)
Nú finnst mér að Kelleher megi halda stöðunni. Hann er búinn að verja þrjú víti í síðustu fjórum leikjum fyrir Liverpool og Írland (ok, eitt lak inn á rebound). Hreinlega grjótmagnaður, drengurinn!
Stórkostlegur Bradley! Spurning hvort Real reyni ekki bara að lokka hann í staðinn fyrir Trent?
King Kelleher, Big Mac, Captain Chaos, já bara allt liðið algjörlega frábært í kvöld!
Courtois var rosalegur og gerði allt sem hann gat. En það var bara ekki hægt að stoppa The Slot Machine í þessum leik!
Nú er bara að liggja á bæn um að Bradley og Konaté séu ekki illa meiddir.
Áfram Liverpool!
Svo þreytt þetta bull um að LFC hafi ekki spilað erfiða leiki fram að þessu……þeir spila við atvinnumenn í tuðrusparki í hverjum leik og hver leikur er hindrun út af fyrir sig.
En þessi leikur sýndi að mönnum er alvara á Anfield og Mbappe verður tekinn af lífi í spánarfjölmiðlum fyrir þennan leik og Bradley krúsar heim,vitandi að hann var með tuga milljóna punda roadrunner í vasanum í kvöld. 15 ár liðu hjá í kvöld,njótum með von í farteskinu um að framtíðin,þennan vetur, sé björt.
Neville og fl. málsmetandi álitsgjafar töngluðust á þessu alveg fram að síðasta landsleikjahléi.
Þess má geta að GN2 spáði LFC fimmta sæti og að Man Utd myndu ná þriðja til fjórða.
Munurinn á LFC og MU var 22 stig á síðasta tímabili og er nú 15 (eftir 12 leiki).
Mikið rosalega væri erfitt að finna eitthvað sem Slot hefur ekki gert vel í sinni stjórnartíð hjá Liverpool. Eina sem mér dettur í hug eru kaupin á Federico Chiesa sem skrifast nú tæpast á hann frekar en önnur samningamál leikmanna.
Það er svo mikil yfirvegun yfir leik liðsins að þegar Real fékk víti í stöðunni 1-0 þá hugsaði maður bara það er nóg eftir og Slot á sinn besta kafla eftir.
Mér fannst ég sjá Klopp áhrif í sóknarleik liðsins framan af tímabili og hafði smá áhyggjur hvað tæki við. Þær áhyggjur eru ekki lengur til staðar. Þetta er svo vel spilandi lið og það virðist bara geta orðið betra undir stjórn Slot.
Áfram Liverpool og áfram Slot!
Frábær leikur, frábær sigur, frábær frammistaða…..meira þarf varla að segja 🙂
YNWA
Ok….. sko… núna verðum við bara að hægja aðeins á myndinni og fá tækifæri á að átta okkur á því HVAÐ Í ANDSKOTANUM ER AÐ GERAST!!
Þetta lið virðist ekki fara úr 3.gír (miðað við liðið hans Klopp) en það kreistir út hvern sigurinn á fætur öðrum. Það pirrar mig ekkert eðlilega mikið hvað Liverpool eru slow og safe í fyrri hálfleik…. en það er farið að virka á mig eins og þjálfarateymið sé bara að “máta” andstæðinginn við okkur og svo koma bara lausnir og nýjir sendingavinklar og seinni hálfleikur bara unun á að horfa!!! Ef við vinnum á sunnudaginn… sko þá… sko þá!!… má maður þá fara að láta sig dreyma?
þetta er meðal annars taktíkin hjá slot, þreyta andstæðingana í fyrri og klára svo í seinni. en samt “pirrandi” miðað við klopp tímann
Það var í raun frekar ótrúlegt hvernig Liverpool yfirspilaði RM í upphafi seinni hálfleiks. Hofið aftur á upphaf seinni hálfleiks fram að fyrsta markinu.
Það er með ólíkindum hvernig Slot hefur tekist að taka allt það besta frá Klopp og bætt við enn betri possession bolta og tekið frekar leka vörn og gert hana að þeirri bestu í Evrópu í augnablikinu og engu virðist skipta þó varamarkmaðurinn hafi spilað helmning leikjanna og vinstri bakvörðurinn sé að margra mati útbrunninn.
Allt þetta á örfáum mánuðum án þess að styrkja liðið.
Skiptir svosem engu í allri gleðinni … og ég hef ekki lesið þetta neins staðar en mér sýnist Liverpool vera fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í Meistaradeildinni. Þ.e. ekkert lið getur lengur slegið okkar menn út úr topp 24.
Á meðan lafir Real Madrid í neðsta mögulega sæti fyrir áframhaldandi þátttöku… alveg við fallstrikið.
Bradley frábær. Batnar með hverjum leik. Besti leikur liðsins í vetur, frábærir.
Vonandi halda þeir þessu í vetur. Jones stoð sig virkilega vel og sama er um aðra leikmenn. Bara fannst Jones leika sinn besta leik.
Við erum ekki búnir að vinna City sem er sýnd veiði en ekki gefin og þeir koma dýrvitlausir í leikinn. Sama var um Southampton um daginn, komu á óvart.
Þetta var topp leikur.
Mögnuð staðreynd sem kom fram í viðtali við Slot í gær er að þrír af bestu mönnum liðsins í gær ( Mér fannst reyndar allt liðið gott í gær ) eru uppaldir hjá félaginu. Hvað geta mörg lið í heiminum sem keppa á hæsta leveli státað sig af þessu? Þetta er nefnilega hjartað í Liverpool og ein af ástæðum þess að maður elskar þetta lið.
“But it is not only Conor, Caoimh and Curtis were outstanding and all of them were but to have three Academy players doing so well is a big compliment for the Academy at this club. Conor did very well, but I am totally not surprised of him doing so well because he showed it last season and this as well, so it’s very nice for him.”
Þar sem það eru svo margir að tala um City leikinn komandi hérna í athugasemdum og slæmt gengi þeirra að undanförun. Það gæti alveg eins bitið okkur í rassinn, því að það er alveg séns að við fáum snarsúpermótíveraða meðbakiðuppaðvegg City glorhungraða í að sanna sig á ný. Við vitum ekki ennþá hvernig útgáfa af City mætir á Anfield.
Eru allir að gera sér grein fyrir ástandinu á þessu liði hjá Slot ?
Erum efstir í deildinni by far, erum með fullt hús stiga í meistaradeildinni eftir 5 leiki og liðið lítur svo vel út að það er erfitt að fara ekki framúr sér með væntingar.
Bellingham talar um að Liverpool sé besta lið Evrópu í dag (Hlustaðu á það Trent)
Rio Ferdinand kallar Liverpool Rotweiler hunda sem eru hungraðir og séu besta lið Evrópu.
Vissulega nóg eftir af öllum keppnum en djöfulli lítur þetta vel út hjá Slot og liðinu.
RM vantar sárlega hægri bakvörð. Gætum selt hann í janúar eða notað hann upp í annan sem okkur mögulega vantar. Hver veit?
Mér fannst ömurlegt að sjá hvernig Endrick mætti inní þennan leik, eina sem hann gerði markvert í leiknum var að brjóta nokkrum sinnum illa á Konate sem endaði með meiðslum, leit út fyrir að vera slæmt en vonandi ekki.
Gæti verið dýrkeypt. Konate meiddur og gæti verið lengi frá 🙁
Konate líklega lengi frá halda þeir mögulega með sködduð liðbönd og tognun hjá Bradley. Tsimikas er meiddur á ökkla og kemur ekki strax.
Góðu fréttirnar eru að Trent var á bekknum í gær en ég giska á að gegn City verði þetta Trent-Gomez-VVD-Robertson sem er að sjálfsögðu ekkert slæmt nema ef það verða frekari meiðsl aftast.
Erum með Quansah líka en hann hefur ekki komið mikið við sögu undanfarið.
Slot búinn að gefa það út að Trent sé tilbúinn í Man City leikinn, svo það verða þá líklega hann og Gomez í staðinn fyrir Bradley og Konaté. Fjúff!
Já maður vonar að sé ekki mikið að hjá Konate ! misvísandi upplýsingar en þetta á eftir að koma betur í ljós en mjög feginn að Trent verður ready !
Hvar er talað um að Konate sé lengi frá ?