Konate frá fram yfir áramótin

Það virðist vera ljóst að Konate spili ekki meira á árinu, og kemur væntanlega ekki til baka fyrr en um miðjan janúar.

Nú reynir á þá Joe Gomez og Jarell Quansah, líklegt að sá fyrrnefndi sé nú framar í röðinni í stöðu miðvarðar, en hann hefur líka verið að covera fyrir bæði vinstri og hægri bak og því líklegt að þeir verði báðir kallaðir til.

Við skulum hafa sem fæst orð um gerpið sem meiddi Konate á síðustu sekúndum leiksins gegn Real, en sá er heldur betur búinn að stimpla sig inn á gerpalistann.

10 Comments

  1. Hvaða ruddi var það sem meiddi Konaté? Ég er að föndra svolitla dúkku… vantar nafnið á treyjuna, sko.

    5
  2. Maður má nú bara vera þakklátur fyrir hvað hann náði mörgum leikjum í röð.

    1
  3. Konate búin að vera virkilega flottur það sem af er leiktíð og mikill missir af honum. Drengstaulinn hann Endrick virtist vera með þann eina tilgang í leiknum að meiða Konate. Nú má ekki kvarnast mikið meira úr hópnum því álagið næstu vikur er gífurlegt. En fyrst er að einbeita sér að city leiknum og ná þar ásættanlegum úrslitum. Ég er ekki í nokkrum vafa um að city mætir í þann leik í vígahug og hvaða leikur væri betur til þess fallinn fyrir þá til að snúa taflinu við en einmitt á móti Liverpool. En ég trúi á mátt okkar og megin og þrjú stig í hús væri sætara en allt sætt.
    YNWA

    4
  4. Alltaf vitað að Konate meiðist bara spurning um hvenær og hversu lengi.
    Hann er því miður svipaður og Jota þeir eru frábærir og mögulega með betri leikmönnum í heiminum þegar þeir eru heilir.
    En það er stundum erfitt að vera með leikmenn sem eru svona brothættir því þá er ekki hægt að treysta á þá eins og maður myndi vilja.

    Það er ekkert hægt að gera núna nemas standa þétt saman ..hef fulla trú á Gomez komi sterkur inn og gott að Trent kemur til baka.
    Svo er Quansah til taks ef meira fer í skrúfuna vonum ekki samt !

    YNWA Konate komdu sterkari til baka !

    2
    • Fyrir einhverja tilviljun er nálapúði hérna á stofuborðinu…

      5
  5. Virkilega slæmar fréttir, þegar ég sá seinasta brotið hjá Endrick fyrst þá fannst mér það vera gult spjald og þar með rautt en það var lítið sýnt aftur. Eins og ég sagði áður, verulega slæm frammistaða hjá Endrick, ömurlegt að sjá hvernig hann kom ínní leikinn. Hann er samt ungur ennþá þannig við verðum að gefa honum sénsinn, Ancelotti hlýtur að skóla hann aðeins til.

    4
  6. Þetta er því miður mikið áfall fyrir liðið og fram undan leikir við City, Tottenham, Man Utd og fleirum. Samvinna Van Dijk og Konate verið mjög flott og undirstaða árangurs liðsins. Auðvitað reynir á Gomez og Quansah en þeir eru ekki eins góðir og Konate. Það væri lygilegt að komast út úr þessari krísu án vandræða. Nú eru Alisson, Bradley, Konate, Elliot, Trent, Jota og Chiesa allir búnir að lenda í langtímameiðslum. Þessi meiðsli eru rosalega dýr og nýjustu meiðslin hjá Bradley og Konate hefði mátt koma í veg fyrir. Hefði líklega átt að skipta Bradley fyrr út af og Konate fórnar sér í klafs þegar 10 sekúndur eru eftir af leik sem stendur 2-0. Það þarf að vera mjög klók stýring á skiptingum og leikmenn þurfa að ,,velja sér slagi” til að fórna sér. Bradley var nýbúinn að hlaupa eins og brjálæðingur fram og til baka í stöðunni 2-0 þegar hann sest niður. Vona innilega að Joe stigi upp og reddi okkur og Trent er nýkominn til baka og það þarf að spara hann vegna meiðsla Bradleys. Ég óttast að þetta verði rándýrt…

    2

Liverpool 2-0 Real Madrid

Liverpool-Man City